Ísafold - 29.07.1905, Síða 2
191
ÍSAFOLD
,Heiðarlegnr æíiferill'.
•Sannsögliamálgagns* ritstjórí og kon-
ungkjörinn alþingismaður J. Ó., sem
kvaðst á mánud. 24. þ. m. eiga langan
og heiðarlegan œfiferil að baki sér, gaf
undir eins næsta dag (25. þ. m.) í
þingræðu skýringu á, við hvað hann
ætti með þessum orðum eða hvað
hann skildi við þau.
Hann gat þess, að til þess að fá að
setjast að í Beykjavík væri beimtað
skilriki fyrir að umsækjandi ætti
400 kr.
|>e8su skilyrði sagði hann að margir
fullnægðu með þeim hætti, að tekið
væri 400 kr. bankalán, það lagt inn í
sparisjóðsbók og hún sýnd.
En jafnskjótt og aðsetursleyfið væri
fengið, væru peningarnir borgaðir aftur
í bankann, og mennirnir ættu ekkert
og hefðu aldrei átt neitt.
þannig væri farið f kringum lögin.
f>ví næst lýsti hann því yfir, að
hann hefði oftsinnis verið mönnum
hjálplegur með að fara pannig í kring-
um lögin, og teldi hann sér það til sóma.
|>egar ráðgjafinn heyrði þessa yfir-
lýsing af munni þessa síns útvalda, þá
hnyktist hann aftur á bak í stólnum.
En varaforseta deildarinnar, Jóni
Jakobsayni, varð svo hverft við, að
heyra þessa játning sins elskulega
flokksbróður, að hann rauk upp sem
kólfi væri skotið úr Bæti sínu, og út
úr deildinni og inn í sal neðri deildar,
og þar skálmaði hann um stund fram
og aftur eins og hann hefði fengið hita-
flog eða æðiskast, unz hann treysti sér
til að láta ekki bera á, hver áhrif
yfirlýsingin hefði haft á hann. f>á
kom hann inn aftur og gekk til sætis
SÍDS.
Nýir Landsbankaseðlar.
»Móðurbróðurnum« þykir fjarska-leið-
inlegt, að seðlarnir hans (bankaseðl
arnir m í n i r) skuli vera miklu ljótari
en seðlar Hlutabankans, landráðastofn-
unarinnar útlendu. Hann hefir því
látið »Hannes fræDda* leggja fyrirþingið
frumvarp um, að landsstjórnin raegi
innkalla alla seðla Landsbankans með
árs fyrirvara, svo að eftir það verði
þeir ógildir, og gefa út aðra nýja og
fallegri miklu.
Frumvarp þetta er nú komið í gegn-
um efri d.
En þó gerðust þau stórtíðindi þar,
áður en því yrði til leiðar snúið, að
sfðasti liðurinn í konungkjörna gim-
steinasörfinu, þórarinn, hrökk frá, og
flaut því frumvarpið á 1 atkvæðis mun
aðeins — öðrum hinum konungkjörnu
öllum 4 (Ágúst—Eiríki.—Jóni Ó., og
BMÓ) + Guðj.—Gutt.—Jóni Jak.
Sumir fullyrða, að f>órarinn hafi
slitnað aftan úr lestinni í öðru smá-
máli. En aðrir vilja ósanna það.
Gaddavírslögin. «
Efri d. hefir fallist á að frestað sé
framkvæmd laganna þeirra (frá 13.
des. 1903), utan reglunni (16. gr.) um,
að ekki megi hafa gaddavír f traðir
né girðingar, sem liggja fram með al-
faravegi, nema garður sé undir full-
siginn l1/^ alin á hæð og vírran eigi
settur á þá brún hans, sem að vegin-
um snýr, o. s. frv.
f>ó annast landstjórnin á fjárhags-
tímabilinu 1906 og 1907 útvegun á
sams konar girðingarefni og túngirð-
ingalögin gera ráð fyrir, fyrir sýslu-
félög, sveitarfélög, búnaðarfélög og sam-
vinnukaupfélög, en aðra ekki, og af-
greiðir ennfremur þær pantanir eftir
téðum lögum, sem til hennar eru
komnar innan ársloka 1905.
Frv. þetta, sem efri d. hefir sam-
þykt, bannar og að setja gaddavírs-
girðingar á mörkum landa eða lóða,
nema sá eða þeir leyfi, sem land eða
lóð eiga á móti.
Lög frá alþingi.
Auk þeirra 3 frumvarpa, sem ísa-
fold hefir áður um getið að þingið
hafi lokið við : tollhækkunarfrumvarpið,
frv. um stefnufrest til hæstaréttar og
víkkun verzlunarlóðarinnar í Vestmann-
eyjum, hefir það afgreitt sem lög frv.
um:
4., lögaldursleyfi handa konum:
þeim má veita það frá næstu áramót-
um eftir sömu reglum og með sömu
skilyrðum sem körlum.
5., að embættismenn geti fullnægt
framfærsluskyldunni við ekkjur sínar
með því að kaupa sér lífsábyrgð í lífs-
ábyrgðarstofnun ríkisins, sem sé 15
sÍDnum hærri að minsta kosti en líffó
það, sem embættismaðurinn er skyld-
ur til að tryggja ekkju sinni.
6., hegning fyrir tilverknað, er stofn-
ar hlutleysisstöðu ríkisins í hættu, er
ófriður er uppi milli annarra ríkja:
fangelsi eða hegningarvinna.
7., að ekki þurfi að vera 10 álna
svæði autt milli nágrannahúsa á ísa-
firði, um eldvarnargafla þar, um að
ekki megi gera húa eða bæi þar úr
torfi eltírleíðis, m. m., líkt og er í
Reykjavík.
8., heimild til lóðarsölu f ísafjarðar-
kaupstað.
9.—10., stækkun vezlunarlóðar í
Bolungarvík og á Búðareyri við Beyð-
arfjörð.
Þýzku ferðamennirnlr,
sem hér komu um daginn, á 2 skipum
geysistórum, um 400 samtals, létu mikið
vel vfir, hvernig þeim hefði fallið að
koma hér. Konsúllinn þýzki, D.Thom-
sen, á og þökk og heiður skilinn fyrir,
nve mjög hann gerði sér far um að
láta þeim lítast á sig hér. Hann sá
þeim fyrir fjölmennu föruneyti tii að
sýna þeim bæinn og alt sem var að
sjá merkilegt, lét efna til kappreiða
fyrir þá hér á Melunum, halda sam-
söngva fyrir þá o. fl.
J>eir höfðu og haft á orði, er fyrir
ferðinni réðu, að hingað mundi koma
enn meira fjölmenni frá þýzkalandi
að ári, á 5—7 skipum jafnvel. þá
hitta þeir og vonandi á betra veður
en þennan afleita kulda, sem hér er
f sumar.
það eru engin smáræðis-hlunnindi
að komu svona ferðamanna hingað.
Gjöfin til Laugarne8spítalans er fyrir
sig, svo höfðingleg sem hún er.
|>eir keyptu á Thorvaldsens-bazarn-
um fyrir á að gizka á 3. þús. kr.
Frímerki keyptu þeir og fyrir á 2.
þús. kr. og annað eins af bréfspjöldum.
Sízt er þó fyrir að synja, nema að
landsstjórn vorri takist að vinna oss
það til nytsemdar og frægðar í þessu
efni sem öðrum, að f æ 1 a svona menn
frá að koma hingað. f>ví ganga má
að því hér um bil vísu, að hún legg-
ist undir höfuð að gera þeim þá af-
sökun, sem þeir eiga heimting á fyrir
þau afglöp Forngripasafnsvarðarins, að
hann lætur reka þú út af Forngripa-
safninu, farþegana af Hamburg. |>ví
gripavörðurinn er einn af h e n n a r
mönnum, hennar útvöldu og hjart-
fólgnu stuðning8mönnum.
Bændaskólar.
Stjórnarfrumvarpið um bændaskóla
frá milliþinganefndinni leggur nefnd f
neðri deild til að samþykt sé alveg
óbreytt. Enda eru 2 í þingnefndinni
hinir sömu og voru í milliþinganefnd-
inni (f>órh. B. og Hermann). Einn
nefndarmaður, Einar f>órðarson, er þó
mótfallinn niðurlagning Eiðaskólans.
Loftskeyta-Molbúasögur enn.
Þær eru eun að gerast, þótt liðinn sé
nú meira en mánuður síðan er loftskeytin
fóru að berast hingað.
Þessi er ísafold send austan af Rangár-
völlum:
Ferðamaður talar við kunningja sinn i
Reykjavík.
Ferðamaður: Nú sést, hvort ekki má
koma þráðlausu skeytunum hingað.
Kunninginn: Já, en hvað gagnar það,
þegar þeim verður aldrei komið h é ð a n.
Ferðam.: Láttu nú engan heyra þessa
vitleysu; það trúir þessu enginn lifandi
maður framar.
Kunn.: Það er nú samt áreiðanlega
engin vitleysa.
Ferðam.: Heldurðu að ekki megi reisa
hér loftskeytastöð einsog þá i Poldhu og
senda skeytin héðan?
Kunn.: Það er nú meinið, að þau
komast ekki héðan, þó að stöðin væri reist,
°g það þýðir ekkert fyrir þig né aðra að
þrátta neitt um þetta, þvi landshöfð-
i n g i n n sagði mér það í fyrra dag.
Önnur saga af sama tægi er um það, að
eitt loftskeytið, sem hingað átti að fara,
en kom aldrei — nm það er alt af verið
að skálda hér, þótt enginn flugufótur sé
fyrir, — hafi vilst upp á Mýrar og drepið
þar mann I
Sumir bera landshöfðingjann einnig fyrir
þeim visdómi, en aðrir eigna hann ö ð r u m
merkismanni hér, sem »veit alt« lika.
Mag. Karl KUchler,
kennari í Varel f Aldinhorg á f>ýzka-
landi, sem hér kom í f. mán., ferðað-
ist til Geysis og Heklu og þá austur
í Fljótshlíð og upp á jpórsmörk, síðan
til þingvalla og þaðan Kaldadal og
upp í Surtshelli, þá niður i Borgar-
fjörð og hingað. Samsæti var honum
haldið allfjölment 21. þ. m. í Iðnaðar-
mannahúsinu, og mælti revisor Indriði
Einarsson fyrir minni hans. Hann
hvarf síðan heimleiðis með s/s Botnia
á helginni sem leið.
Mag Kiichler er maður aðeins rúmt
hálffertugur, og liggur þó eftir hann
mjög mikið af þýzkum þýðingum á
íslenzkum skáldritum nýjum eða ný-
legum, leikritum Indriða Einarssonar,
sögum Gests Pálssonar og Jónasar
Jónassonar m. fl. Hann er og befir
verið alla tíð mesti íslandsvinur og
hefir haldið veg íslands og íslenzkra
bókmenta mjög á lofti í hinum þýzka
bókmentaheimi.
Til marks um það, að hve ótrúlegri
ósérplægni hann hefir lagt á sig þá
miklu fyrirhöfn og tímaeyðslu, má geta
þess, að hann hefir fengið aðeins rúmar
50 kr. fyrir hvert bindi íslenzkra skáld-
sagna, eftir þá G. P. og J. J., er haDn
hefir snúið á þýzku, og hafa þó selst
mætavel, svo mörgum þúsundum skíftir.
En þau rit eru seld við afarlágu verði.
Skildinganes
eru þeir að hugsa um að fá löggilt
til verzlunar, 2 hinna konungkjörnu
þingmanna (Aug. F. og Jón O.).
Læknishéraðabreyting.
Fyrir utan áður umgetna skifting á
Barðastrandarlæknishéraði í tvent er
farið fram á (af St. frá Fagraskógi)
breytingu á 4 læknishéruðum fyrir
norðan. Höfðahverfishérað hverfi úr
sögunni, en f þess stað komi Arnar-
neshérað, sem er þó sama, að Háls-
hreppi fráskildum, en því viðbættu af
Arnarneshreppi, er nú fylgir Akureyr-
arhéraði. Hálshreppur legst til Reyk-
dælahéraðs út að Brettingsstaðasókn,
en hinn hlutinn til Húsavíkurhéraðs.
Marconi-loftskeyti.
28/7 kl. 9 40 síðd.
Eftir að Mr. Balfour (forsætisráðgjafi Breta)
hafði tilkynt, að stjórnin ætlaði ekki að fara
frá völdum, bað hann neðri málstofuna um
trúnaðartraustsatkvæði og var það veitt án
reglulegrar atkvæðagreiðslu.
Norðurfarargufuskipið Roosevelt, sem Peary
er fyrir, er lagt á stað frá Sidney í Cape
Breton í norðurskautsferð.
Elding sló niður í ellefu oliuþrær í Houston
í Texas með 24 milj. tunnum í af steinolíu.
Tólf manns týndu þar lifi og eldsvoðatjón
varð ákaflega mikið.
Hermálaráðgjafi Bandarikjanna, Mr. Taft,
og miss Aiice Roosevelt (dóttir forsetans)
voru boðin i veizlu hjá keisaranum í Tokio
(Japan), og var þeim eftir veizluna ekið um
skemtigarð keisarans sjálfs, en þar hefir
enginn útlendingur fengið að koma fyr.
Fulltrúi Rússastjórnar, Witte, lagði á stað
frá Cherbourg á s/s Kaiser Wilhelm vestur
um haf.
Japanar sækja þúsundum saman stöðvar
Rússa við Tumenelfi og veitir betur.
Landsstjórinn i Odessa hefir gefið út aug-
lýsing um, að Gyðingar hafi valdið óeirðun-
um og samblæstrinum i Odessa.
Mælt er, að í friðarskilmálum Japana sé
meðal annars 200 milj. pd. sterl. skaðabóta-
krafa (sama sem 3,600 milj. kr.), og að
Vladivostock skuli vera hlutlaus höfn, en
heita þar i móti að víggirða ekki Port Arthur.
Mannflutningar til Bandaríkjanna hafa
aldrei verið eins miklir og árið sem endaði
30. júní; þeir námu 1,027,421 manns.
Rafmagnshraðlest rakst á aðra járnbraut-
arlest, sem hélt kyrru fyrir nærri Liverpool,
d Lancashire- og Yorkshire-brautinni. Þar
létu 20 menn lífið og margir meiddust.
Mr. Phelp Stokes, miljónamæringur frá
Ameríku, og kona hans, sem hét áður Rósa
Pastor og vann að vindlagerð, eru komin af
hafi til Liverpool og lögð á stað í langt bif-
reiðarferðalag um Bretland hið mikla og
meginland álfunnar.
Vaxandi neyð er i Pétursborg, vegna verk-
fallanna, og ástandið út um land að versna.
Áfengisveitingabann á mannfl.skipum.
Frunavarpið um það er komið úr
nefnd f neðri d., og er nefndin (M. A.,
G. P. og J. M.) þvf meðmælt með
nokkrum smábreytingum. Segir það
vera sitt »samhuga álit, að mikið mein
hafi hlotist af þvf, að í núgildandi
lögum eru engin bein ákvæði um veit.
ingar áfengra drykkja á skipum, er
hér koma við land eða ganga hafna f
millic.
Aðalregluna í hinum fyrirhuguðu
lögum vill nefndin láta orða sem hér
segir:
Á skipum, er koma hér við land,
eða ganga með fram ströndum lands-
ins eða innanfjarða, má ekki veita
áfenga drykki meðan skipið liggur f
höfn, hvorki farþegum né aðkomu-
mönnum. Heimilt er þó útgerðar-
manni eða skipstjóra að veita gestum
sínum.
|>etta nær þó ekki til útlendra skemti-
skipa eða annarra ferðamannaskipa, er
korna hingað til lands eingöngu í því
skyni, að flytja hingað útlenda ferða-
menn. Sektir 50—500 kr. Upptækt
er áfengið, ef brot er ítrekað. Bryti
ber ábyrgð á veitingum þjóna sinna.