Ísafold - 09.08.1905, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD
203
Þegar minni hl. er búinn að leggja
saman það sem beint er vantalið eða
þá heimskulegt of lágt áætlað hjá stjórn-
inni, koma fram 2KÞ/2 þús. kr., sem
áætlunin um landsímalagningarkostnað-
inn er of lág. Kétt talin verður hún
665Y2 þús. kr., í stað 455 þús. kr. hjá
stjórninni. Þar við bætast 2141/., þús.
kr. tii ísafjarðarálmunnar. Þetta verður
alt um 880 þús., sama sem 580 þús.,
er landssjóð legst til landsímans, er 300
þús. krónurnar frá liitsímafel. norræna
eru dregnar frá.
Þá koma ársútgjöldin til land-
símans.
Þau s/nir minni hl. með greinilegum
rökum, að ekki geta orðið minni en nær
138 þús. kr. að tekjum frádregnum,
eins og stjórnin áætlar þær (20 þús.).
Þar næst athugar minni hl. tilboð
Marconifólagsins.
Það er nú komið niður í 129 þús. kr.
á ári í 20 ár alls og alls, með starf-
rækslu og viðhaldi. Þar frá dregst ríkis-
sjóðstillagið 54 þús., og væntanlegar
tekjur innanlands og milli landa, 30 þús.,
eftir áætlun stjórnarinnar.
Þá eru eftir ekki fullar 45 þús. á
ári i 20 ár. Það er alt og sumt, sem
landið þyrfti að borga, ef Norvegur
leggur ekkert fram, »og ætti þá landið
allar stöðvarnar og annan útbúnað skuld-
laust og í góðu lagi«.
Þetta munar nær 93 þús. kr. á ári
frá því sem útgjöld landsins yrðu til
landþráðar og sæsíma eft.ir ritsímasamn-
ingnum.
Það yrði með vöxtum og vaxtavöxtum
á 20 árum hátt upp í 3 m i 1 j ó n i r
(um 2,872 þús. kr.), sem landinu yrði
að blæða um fram, ef það kysi heldur
ritsímasambandið en Marconi-loftskeyta-
sambandið.
En þ ó a ð ekki fengist 1 eyrir hvorki
frá Danmörku né Norvegi, þá yrði sæ-
og landsíminn oss þó nær 39 þús. kr.
d/rari á ári en Marconitilboðið, en það
er á 20 árum rúmar 1 2 0 0 þ ú s. kr.
Margt er fleira mikillar frásagnar vert
úr nefndarálitinu, en verður að bíða
næsta blaðs sakir rúmleysis.
Synjað kaupstaðarréttinda.
Með 1 atkvæðis mun tókst ráðgjaf-
anum og hans mönnum að fá banað
(4. þ. m.) frumvarpinu um kaupstaðar-
réttindi handa Hafnarfirði, langefni-
legasta kauptúninu ú landinu, og e f t i r
a ð flutningsm. þess höfðu lýst því yfir,
að þeir mundu við 3. umr. koma með
þá breytingartillögu, að landssjóður
þyrfti engan eyri að leggja fram til
launa handa væntanlegum bæjarfógeta
í Hafnarf. þar að auki hefði lands-
sjóður losnað við barnaskólastyrk
handa Hafnfirðingum, sem nú nemur
625 kr.
Tvær ræður hólb ráðgjafinn gegn
frumvarpinu. Svo mikils þótti honum
um vert að það félli.
Einn hinna óháðu þm. (M. A.) var
veikur. Og einn þm. greiddi ekki atkv-
(Guðl. Guðm.). Hefðu þeir verið báðir
með, mundi frv. hafa lifað og komist
gegn um þá deild að minsta kosti;
kannske báðar.
Nærri má geta, að ekki muni vera
neitt samband á milli afdrifa máls
þessa og hins, sem kunnugir fullyrða,
að stjórnin eigi annaðhvort einn eða
engan fylgismann í Hf., auk konungkj.
gerseminnar (Aug. Fl.), sem greiddi þó
ekki atkvæði með henni á þingmála-
fundinum þar síðasta.
Peim var synjað áheyrnar.
þessa klausu vill 2. þm. Rangæinga,
Magnús Stephensen f. landshöfðingi,
endilega fá birta í Isafold og kallar
það
leiðrétting.
í siðasta (50.) blaði ísafoldar, i grein
með fyrirsögninni: »Bændafundurinn í
Keykjavík« segir meðal annars:
»Annar þm. Rangæinga, f. landsh. Magn-
ús Stephensen, gjörði sér lítið fyrir og synj-
aði þeim áheyrnar, sem honum skyldi flytja
þetta bréf«.
Þetta er alt saman helber ósannnindi.
Eg veit ekki til, að neinir menn hafi átt
að flytja mér neitt bréf, svo mér gafst ekki
tækifæri til hvorki að veita þeim mönnum
áheyrn eða synja þeim um hana. En milli
kl. 4 og 5 á þriðjudaginn komu heim til
min 4 Rangæingar:
Síra Olafur Finnsson í Kálfholti,
Eyólfur hóndi Guðmundsson i Hvammi,
Jónas bóndi Árnason á Reynifelli;
hinn 4. þekti eg ekki, en mér hefir seinna
verið sagt, að hann muni hafa verið
Páll bóndi Stefánsson í Asi.
Þegar þessir menn komu heim til mín, var
eg nýseztur að miðdegismat, og var þeim
þá vísað ÍDn i skrifstofu mína, en óðara
en eg var búinn að gleypa í mig spónmat-
inn, kom eg inn til þeirra og átti tala við
þá í fullan hálfan tima, að því mér virtist
i mesta bróðerni. Okkur kom saman nm það,
að eg gæti ekkert átt við ályktanir fund-
arins, þar sem eg sem forseti neðri deildar,
gæti ekki borið npp í þinginu neina tillögu,
né greitt atkvæði um neitt mál.
Eg skal bæta því við, að enginn þessara
manna, og yfir höfuð enginn þeirra mörgu
Rangæinga, sem áðurnefndan fund sóttu,
voru minir kjósendur; það voru sem sé,
eftir þvi sem eg bezt veit, ekki nema 3
bændur austur yfir Ytri-Rangá, en flestallir
minir kjósendur eru í austurhluta sýslunnar,
fyrir austan Ytri-Rangá, og eru þeir engin
ginningarfifl.
Sé margt 4 ísafold jafnsatt eins og þetta,
þá verða þeir fróðari eftir, sem lesa hana.
Reykjavik 5. ágúst 1905.
Magnús Stephensen.
Vitanlega er hvert orð satt í frásögn
ísafoldar, þeirri er hér um ræðir, þrátt
fyrir þesai nin stórorðu mótmæli og
ósannindabrigzl.
það var tylft manna, kjósenda, hinna
helztu bænda úr kjördæmi M. St., sem
kosin var á bændafundinum 1. ágúst
til þess að flytja honum bréflega kveðju
fundarins, með fundarályktununum og
áskorun um, að leggja niður þing-
mensku, ef hann fengist ekki til að
fylgja þeim.
það var einungis til þess að biðja
um áheyrn fyrir þessa tólf menn, fá
tiltekinn stað og stund í því skyni,
sem þeir síra Ólafur Finnsson og hans
félagar fundu þingmanninn að máli.
En hann svaraði í styttingi, að hann
vissi ekki til, að hann ætti neitt við
þá vantalað, þessa tólf kjörnu menn,
og vildi ekkert hafa með þá að sýsla
'í slíkum erindum.
þetta er ekki gott að skilja né orða
öðru VÍ8Í en að hann »synjaði þeim
áheyrnar*.
þessir, sem fundu hann til þess a ð
e i n s, að biðja hann auðmjúklegast
um áheyrn fyrir sjálfa sig og félaga
sína 8, höfðu ekki einu sinni bréfið
meðferðis, þetta sem 12 manna flokk-
urinn átti að flytja þingmanninum.
það stóð alls ekki til, að þeir flyttu
það þá. f>eir höfðu ekkert umboð til
þess einir fyrir sig.
Fyrir þessar stirðu undirtektir neydd-
ust þeir, sem bréfið áttu að flytja, til
að senda það síðan í bæjarpóstinum,
með nöfnum sínum undir öllum tólf.
f>að mun hafa komið til góðra skila
morguninn eftir, þótt þm. láti þess
ógetið. f>eim var m e i n a ð að flytja
það með þeim hætti, sem fyrir þá
hafði verið lagt. f>ess vegna u r ð u
þeir að hafa aðra aðferð.
Að þm. hafi talað við þá síra Ólaf
»í bróðerni* góða stund, kemur engum
manni í hug að rengja, engum, sem
þekkir, hve öll ókurteisi í viðmóti ér hon-
um ólagiu. En það kemur ekki þessu
máli við. Áheyrnar-synjunin við þá
12 var söm fyrir því, eins og allir sjá
á því sem hér hefir verið frá skýrt og
nóg vitni eru að, ef reynt skyldi verða
að þræta fyrir það.
f>að er annars skrítinn fróðleikur,
sem þm. þessi kemur með í niðurlagi
»leiðréttingar» sinnar: að »enginn þess-
ara manna« o. s. frv. »voru mínir
kjósendur*.
En er hann þá ekki þingfulltrúi
þeirra allra jafnt fyrir því, hvort sem
þeir hafa allir greitt honum atkvæði eða
ekki? Og er þeim ekki jafu-heimilt
fyrir því, að láta uppi afdráttarlaust,
hvort þeim líkar framkoma hans á
þingi eða ekki, eða hvernig þeir hyggja
sínu kjördæmi og þjóðinni allri fyrir
bezcu að hann komi þar fram?
Líkt má segja um hina athugasemd-
ina, þar sem þm. skýzt að baki for-
setans í neðri deild, er ekki geti borið
upp »í þinginu neina tillögu né greitt
neitt atkvæði um neitt mál«. En er
þá »sameinað þing« ekki þing? Og er
hann atkvæðislaus þar líka, þótt eng-
inn viti betur en að þar sé alt annar
maður forseti, af sama sauðahúsi að
vísu, ea þó ekki sami maður?
Annað eins hefir þó við borið eins og
að fjárlögin kæmust í sameinað þing
núna, og þar með ritsímamálið. f>ar
að auki er þess að geta, að jafnmikils
háttar maður og mikils megandi getur
vissulega haft áhrif á mál á við meðal-
mann á þingbekk atkvæðisbæran, þótt
þar eigi hann ekki sæti (í neðri d.),
heldur í hástólnum. Til dæmis á hin-
um daglegu flokksfundum, *bankafund-
unumi alkunnu.
Hvorug þessi athugasemd virðist því
samsvara hinum alkunna skarpleik
þessa virðulega þingmanns.
Og væri það ekki ofdirfska að leggja
slíkum manni heilræði, mundi ísafold
leggja það til, að hann væri ekki alveg
eins stórorður næst, er hann þykist
þurfa að »leiðrétta« eitthvað. f>að fer
ekki vel í munni mjög margra ára
æðsta valdsmanns í landinu og síðan
alþingisforseta, stórkross af dbr. p. p.
p. p., að lýsa það »helber ósannindii,
sem fullsannanlegt er um jafnharðan,
að þar er hvert orð satt og rétt.
Skattamál landsins.
Eitt af mörgum glæsilegum stjórn-
hyggindatiltekjum ráðgjafans á þingi í
sumar voru þau ummæli í einni þing-
ræðu hans, að hann mundi taka skatta-
mál landsins og tolla til íhugunar og
endurskoðunar, er hann hefði heyrt álit
þess flokksins, sem hann »styddist
við«, um málið. f>ví var það, ér nefnd
var sett í málið í deildinni, að Fram-
sóknarflokksmenn létu »stjórnarstuðn-
ings«-flokkinn vera einan um að kjósa
í nefndina. f>eir sögðu sem svo, að
úr því að ráðgjafinn vildi ekki heyra
nema álit s i n n a manna, væri engin
ástæða til fyrir hina, óháðu fulltrúana,
að trana sér fram og láta til sín heyra.
Skömmu síðar þrammaði fram á
sjónarsvið Mímir ráðgjafans, uppgjafa-
rektor og konungkjörinn þingmaður
BMÓ, og bar upp þá tillögu í sinni
deild, efri d., við þriðja mann (Guðj. —
Ág.), að fjármálanefnd deildarinnar
væri falið að taka einnig skattamál
landsins til íhugunar, með því að »and
ófsmenn« stjórnarinnar í neðri d. hefðu
»gert skrúfu«, er kosin var skattamál
í þeirri deild.
Búist er við, að fjármálanefndin (í
efri d.) muni ekki hafa tíma til þess-
ara íhugunar, og þá ljklegast leggja
það til, meiri hlutinn (þ. e. stjórnar-
liðar), að sett sé milliþinga-bitlinga-
nefnd til að annast þá íhugun, vænt-
anlega undir forsæti fjármálavitrings
ins BMO, sem ekki er ósennilegt að
mundi mega missa tíma til þess frá
öðrum önnum sínum.
Norðmennog Svíar
Með miklu snarræðí og hygni hefir
stjórn og þing í Kristjaníu afráðið í
einu hljóði, að verða við þessu sem Svíar
fara fram á, um almenna atkvæðagreiðslu
meðal kjósenda um land alt meö eða
móti skilnaðinum við Svía.
Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram
sunnudaginn að kemur, 13. þ. m.
Engiun efast um, að mjcg mikill meiri
hluti muni verða með skilnaðinuin. Það
hefir stjórn og þing vitaö.
Kjósendur, sem átt geta þátt í þess-
ari atkvæðagreíðslu, eru nær hálfri
miljón.
Að því loknu koma til íhugunar aðrir
skilnaðarkostir Svía.
Þar ráðgera Norömenn að setja ein-
hverja kosti í móti.
Friöarstefmj er mikill meiri hluti Svía
sagður fylgjandi, einkum alþ/ða manna.
Það eru þing-herrarnir einir, sem enn
eru þar með nokkurn þjóst og þurra-
dramb, einkum efri deildin. En fá
naumast sínum vilja framgengt. Enda
dirfast þ e i r ekki að kalla þjóðarviljann
goluþyt, þótt mikillátir séu. Konungur
er og einbeittur friðarvinur í þessari
misklíð.
Ýms tíðindi erlend
Japanar eru langt komnir að vinna
eyna Sachalín af Rússum.
Um 430,000 hafa Japanar núvígbún-
ar andspænis Rússum í Mandsjúríu.
En þeir ekki nema 250,000 að sögn.
Friöarfundurinn í Washington milli
Rússa og Japana átti að byrja í gœr.
Vilhjálmur keisari heimsótti konuug
vorn í mánaðamótin slðustu. Talað
var, að hann mundi vilja skifta sér eitt-
hvað af konungskjöri í Norvegi. En
Karl sonarsonur Kristjáns konungs er
sagður líklegur til að verða fyrir því.
Þeir höfðu og fuudist í þessari ferð,
Oskar konungur og Vilhjálmur keisari.
■ Bretar seuda flotadeild allmikla aust-
ur í Eystrasalt í lok þ. mán. Það er
kallaö gert til þess að s/na, að þeir
ætli sér ekki að láta neinn loka því
fyrir nefinu á sér. Enda hefir verið á
móti því boriö, að Vilhjálmur keisari
beri það fyrir brjósti.
Eugenía drotning, ekkja Napoleons
keisara III., var á ferð í Khöfn fyrir
skemstu á ensku skemtiskipi. Hún er
komin fast að áttræðu. Hún á heima
á Englandi.
Útflutningsgjalds-lögin.
Lögum um útflutningsgjald af sjávar-
afurðum vilja nokkrir þm. (M. Kr. og
Guðl. G.) safna í eina heild, og breyta
þeim jafnframt á þá leið, að gjaldið
greiðist einnig, er sjávarafurðir eru
fluttar úr veiðiskipum eða bátum í
flutningaskip, sem liggur í landhelgi
og ætlar að flytja þær til útlanda, ef
þau koma með hann á höfn hér á landi
og eru afgreidd þaðan.
Breytingin miðar eÍDkum til þess að
ná útflutningsgjaldi af síldveiði Norð-
manna.
Búnaðarskólarnir.
F e 11 a gerði stjórnarliðið í neðri
deild (með 13 : 8) tillögu frá þm. Skag-
firðinga 0. fl. um að láta búnaðarskól-
ann á Hólum í Hjaltadal haldast áfram.
þeir vilja flytja hann, norðlenzka
búnaðarskólaun, til Eyjafjarðar, í ná-
munda við Akureyri.
Eiðaskóli lagði Einar f>órðarson
einnig til að fengi að standa. f>að var
felt með 14: 6 atkv.