Ísafold - 04.11.1905, Blaðsíða 2
290
sýnÍ8horn af sfcórmerkjum þeirrar fræði-
greinar, stjörnuvísindanna nú á tímum.
Mjög þörf hugvekja er í þessu hefti
um verndun fornmenjaog gam-
alla kirbjugripa, eftir Matthías þórðar-
son stúdent (í Khöfn): að vanrækfc hef-
ir verið að friða með löglegum, frið-
lýstum samningum allar fastar forn-
rnenjar ú landinu (þingbúðir og þing-
staði frá fornöld, rústir af hofum og
hörgum, hauga, dysjar, grafir, leg-
8teina o. fl.), og lausar fornmenjar
látnar fara út úr landinu hrönnum
saman, fram hjá Forngripasafninu, eink-
um skrautgrípir og áhöld frá kirkjum,
sem dansk-ísl. hefðarkona ein í Khöfn
hefir aflað sér mikils orðstírs fyrir nú á
síðustu tímum — hefir rúið kirkjur
hér að Vj2 hundrað gripum, segir hún
sjálf, og jók með þeim veg og prýði
hjáleigusýningarinnar frægu í Khöfn í
sumar og þar með sæmd vora, að
hafa lagt ekki meiri rækt en þetta við
fáséna, þjóðkennilega kjörgripi. Húnhef-
ir haglega útskorinn prédikunarstól eftir
Guðbrand biskup fyrir blómskrauts-
borð; á gimsteinum settan kaleik,er páf-
inn hafði getið Grundarkirkju í Eyja-
firði á lð. öld, sæg af öðrum kaleikum
og skírnarfontaskáíum, altaristöflur, út-
skornar myndir, litmynd af Guðbrandi
biskup (frá Bakka í Öxnadal), o. s. frv.
Höf. skýrir frá lagafyrirmælum og öðr-
um ráðstöfunum, sem gerðar hafa ver-
ið í Danmörku og Svíþjóð.
Auk útlendra frétta, nokkurra rit-
dóma og smælkis eru í hefti þessu
tvö bréf frá Jónasi Hallgrírassyni
á skólaárum hans til Tómasar Sæ-
mundssonar (þá í Khöfn), ekki mikils
virði í sjálfum sér, en þó varið í að
fá þau vegna höf.; prófskrítlu eina frá
Bessastöðum segir hann fyuduislega.
Heftið þetta er dável fjölbreytt.
Ekki neitt tiltakanlega í varið þar, eu
ekkert laklegt heldur.
Stauraflutningaskipiö
s/s Moskow, sem hingað kom fyrir
hálfum mánuði með ritsímastaurabirgð-
ir, hefir verið að bjástra við síðan að
koma þeim á land hingað og þangað,
en gengið heldur illa, þrátt fyrir gæða-
veður lengst af. Mikið af þeim átti að
faia upp í Boigarnes. En þar flaut
skipið ekki inn. Var þá nokkuð flptt
á land í Höfn í Borgarf., með drjúgum
kostnaði, en með hitt farið til Reykja-
víkur aftur og Faxaflóagufubáturinn
beðinn fyrir það upp eftir.
Nú ætlar skipið á norðurhafnirnar í
kveld eða fyrra málið, með það sem
þangað á að fara.
Ekki hafði stjórnin gert ráð fyrir í
ritsímaáætlun sinni 1 eyris kostnaði af
afferming stauranna. En fróðlegt verð-
ur að sjá reikninginn þann á sínum
tíma.
Marconistöðin.
Um helgina sem leið bilaði viðtöku-
fcólið lítils háttar og gat ekki tekið við
skeytum 2—3 daga. Var helzt búist
við, að senda yrði það til Lundúna til
viðgerðar. En bjá því varð þó komist
í þetta sinn — Mr. Newman tókst að
gera við það hér. Varatól þyrfti stöð-
in að hafa, ef vel ætti að vera, eða
fleiri en eitt eintak af hverjum lim,
sem bilað getur, og mundi hún sjálf-
sagt hafa verið svo útbúin frá upphafi,
ef tjaldað hefði verið þá lengur en til
einnar nætur, sem kallað er — áformið
var það eitt, að sýua og sanna mönn-
um hér með reynslunni, að loftskeyti
gæti fluzt þessa vegalengd viðstöðu-
laust. Vitaskuld á enginn heimtiug á
betri útbúnaði en þetta, meðan ekki
er goldinn 1 eyrir fyrir þetta loftskeyta-
samband.
r
í S A F O L D
Meiri nndirlægjuskapur.
Allir munu sjá sig til neydda að
kannasfc við, að við einhver lög verði
það að styðjast, ef umboðsstjórn lands
skuldbindur sig til að meina öllúm nema
einum tilteknum manni eða félagi að
hafa þar nokkursstaðar hraðskeytastöð
eða hraðskeytasamband, — að hefta
svo og skerða umráð manns yfir land
eign hans, að hann megi ekki hafa
þar neinsstaðar jafn-meinlaust mann-
virki sem loftskeytastöð. Margur mað-
ur sæmilega skyngóður og jafnvel dá-
vel lögfróður kallaður mundi meira að
segja vilja efast um, að hægt væri að
leggja slíka kvöð á eigmr manna hér
á landi með einföldum lögum, eða öðru
vísi en að breytt væri áður stjórnar-
skránni og dregið til muna úr eignar-
helgi þeirri, er hún leggur svo mikla
áherzlu á. En hvað sem því líður, þá
rengir hitt varla nokkur heilvita mað-
ur, að lagaboð muni þurfa til annars
eins hafts á eignarumráðum manna.
En hvaða lög eru til um það hér á
landi ?
Engin önnur en þessi sem þingið
samdi í sumar og ekki eru einu sinni
staðfest orðin enn, það er frekast er
kunnugt hér.
En þau lög segja svo sjálf berum
orðum (4. gr.), að þau nái ekki til
þeirra hraðskeytasambanda, sem á
stofn eru komin og starfrækt hafa ver-
ið fyrir 1. júlí 1905; þeim megi halda
áfram eins og að undanförnu, ef eig-
endur óska, þótfc landinu sé annars
með lögunum áskilinn einkaréttur til
slíkra hluta.
Eigi t. d. Marconistöðin hér, sem á
stofn var komin og starfrækt fyrir 1.
júlí þ. á., samt sem áður engan rétt
á sér, verður það að vera af því, að
hún kemur i bága við einhver önnur
lög eða rétt.
En það mega þá til að vera einhvdr
útlend lög, líklega dönsk, eða þá ein-
hver alþjóða- eða milliþjóðalög.
Leit ætti að vera á þeim íslenzkum
mönnum, sem dirfasfc að halda því fram,
að hér á landi gildi dönsk lög um hagnýt-
ing á eignum manna, — að landeigendur
hér megi ekki nota land sitt, gera þar
meinlaus mannvirki o. s. frv. öðru vísi
en eftir dönskum lögum. |>ar komi
ísienzk lög alls ekki til greina, eða að
minsta kosti ekki, ef danskt löggjafar-
vald hefir sett önnur lög þar að lút-
andi hjá sér, þótt vér vitum ekkert af.
Maður, sem hlýtt hefir vandlega og
samvizkusamlega íslenzkum lögum um
það efni, getur þá átt á hættu að
komast undir manna hendur, ef dönsk
lög segja annað og hann hefir ekki
hagað sér þeim samkvaemt.
Hvað væri þ á orðið um sérmálalög-
gjöfina íslenzku?
Við slík réttindi væri heldur en eigi
örugt að búa og ánægjulegt, eða hitt
heldur.
Um hitt, milliríkja-sambandið, er það
að segja, að þar eru samningar
algengir um hitt og þetta, bæði sam-
göngumál og annað. En almenn
milliþjóða-1 ö g þess kyns er ekki kunn-
ugt að til séu.
Auk þess eru samningarnir því að
eins gildir, að þeir eigi við lög að
styðjast.
þar að auki er siður að birta þá
þegnum þess ríkis eða þeirra ríkja,
er þeir eiga að gilda fyrir. f>að þyk-
ir ekki nærgæfcnislegt, að ætlast til, að
þeir hlýðnist þeim að öðrum kosti —
hlýðnisc því, sem þeir ekki einungis
vita ekkert um, heldur eiga jafnvel
alls ekki kost á að fá neina vitneskju
um.
Hvaða löglegir milliríkjasamningar
mundu það vera og með blýðnisskyldu
af íslendinga hendi í sér fólgna, sem
meina íslenzkum bændum eða borgur-
um að hafa í sinni landareign loft
skeytaBtöð, sem tekur við loftskeytum
einhversstaðar að, innan lands eða
utan?
f>að er verið að hjala stundum all-
mikið um réttarsvið sameiginlegra
mála, danskra og íslenzkra, í sambandi
við þetta mál um hraðskeytaeinkarétt-
inu. Meiri hluti nefndarinnar í rit-
símamálinu í sumar gerði sér meira
að segja lítið fyrir og gaf undir fótinu
um, að þar mundi sérmálavaldið ekki
ná til.
En fyrirsögn hefði það þótt ein-
hvern tíma, t. d. á dögum Jóns Sig-
urðssonar, að íslenzkir þingmenn og
þjóðmálaleiðtogar færu að gera leik til
þess, að sérmálasviðið íslenzka yrði
sem þrengst og rýrast, þrengra miklu
jafnvel en Danir hirtu um. Að í 8-
1 e n d i n ga r yrðu til þess að vekja
máls á slíku!
En vitaskuld er það ekki meira en
annar undirlægjuskapur við danska
valdhafa og Dana-erindreka þann, er
yfir þingi og þjóð drotnar um þessar
mundir.
111 meöferð á skepnum.
Lög eru sefct til að vernda húsdýrin,
ferfættu skepnurnar, og látið varða
refsingu, sé illa með þær farið, þeim
mi8þyrmt, eða þær látnar sæta miklu
hungri o. s. frv.
En það virðist að ýmsu leyti minna
hugsað um þær tvífættu, mannskepn
urnar.
Sér í lagi dettur mér í hug í þessu
sambandi aðbúðin á Hólum í 3 far-
rými haust og vor, þegar flestir eru
farþegarnir. f>eim er troðið niður í
lestina; engin eru rúmstæðin, og ekk-
ert hafa menn i kringum sig nema
skrfnur sínar og farangnr, og veltast
þarna innan um tóma lestina, og oft
eru þrengslin afarmikil, en lítíð um
loftbreytingu eða endurnýjun lofts,
einkum í vondu veðri og ósjó, því eng-
ar eru loftpípurnar, svo sem á reglu-
legum skepnuflutningsskipum; hlýtur
andrúmsloftið þar að vera afarilt með
köflum, ekki sízt þegar kýr eða hross
eru þar lfka í gisnum klefum í lest-
inni.
Yfir höfuð mun meðferðin fyllilega
ríða bág við fyrstu frumreglur heilsu
fræðinnar.
En yfir tekur þó, þegar farþóga-
fjöldinn er svo mikill, að fcjalda verð-
ur yfir hóp uppi á þilfari.
Yrði skipið fyrir ofsaveðri, gæti auð-
veldlega farið svo, að öllum hópnum
skolaði útbyrðis.
f>að virðist vert að vekja athygli á
þessu óhæfilega háttalagi.
En engar kvartanir hefi eg séð á
prenti um þessa herfilega aðbúð.
Og ekki hefir þingið kvartað. Vest-
manneyingar einir létu óánægju í ljósi
á þingmálafundi í vor, og æsktu eftir
stærri strandskipum til vor- og haust-
ferða; en hvort þingið hefir nokkurt
tillit tekið til þess, er það var að
semja við gufuskipaferðirnar, er mér
ókunnugt.
f>etta fyrirkomulag, sem nú er, er þó
alveg óviðunandi, og mesta nauðsyn
að fá stærra skip vor og haust á þeim
ferðum, sem farþegastraumurinn er
mestur til Austfjarða og þaðan aftur.
því seint er að byrgja brunninn, þeg-
ar manntjón er orðið af þessu ráðlagi.
í októberm. 1905. Z-\~2
Maimalát.
Hinn 11. september þ. á. andaðist
að Miklaholti í Biskupstungum merk-
isbóndinn Eiríkur Eiríksson,
63 ára. Banameinið lungnabólga. Ei-
ríkur sál. var fæddur að Vorsabæ á
Skeiðum. Foreldrar hans voru Eirík-
ur bóndi Hafliðason, þorkelssonar frá
Birnustöðum og Ingveldur Ofeigsdóttir
Vigfússonar frá Fjalli. Eiríkur sál.
uppólst hjá foreldrum sínum og dvald-
ist hjá þeim til 30 ára aldurs. Flutt-
ist að Miklaholti vorið 1872 og gjörð-
ist fyrirvinna ekkjunnar Guðriinar Jóns-
dófctur, ættaðrar fráEinhoIti, en kvænt-
ist henni haustið eftir. f>au bjuggu
lengstum á hálfri jörðinni, sem er litil
ábúð og liggur undir ágangi af sand-
foki. f>au bjuggu þó jafnan sæmdar-
búi og bætti Eiríkur ábúð sína mjög
mikið bæði að túnbótum og öðru, auk
þess sem hann hýsti bæ sinn mjög
sómasamlega. Eiríkur sál. var búhöld-
ur góður, áhugamaður í öllum fram-
fara- og félagsmálum, hreinlyndur, djarf-
ur og réttsýnn, samvizkusamur, góð-
viljaður og hjálpfús. Hann var jafn-
an talinn með helztu bændum í sinni
sveit og naut almenns trausts og virð-
ingar sveitunga sinna. Hreppstjóri
var hann nokkur ár, en mjög lengi
hreppsnefndarmaður og sýslunefndar-
maður. f>au hjón eignuðusfc 2 börn,
sem bæði fæddust andvana, en fóstr-
uðu mörg börn og fóru með þau eins
og þau ættu. Ekkja Eiríks sál. lifir
hann, á áttræðisaldri, mædd og þreytt,
en þó furðu-ern. St.
þórður bóndi þórðarson frá
Leirá i Borgarfirði lézt á ferð hér í
bænum aðfaranótt 1. þ. m.; varð
bráðkvaddur. Hann hafði fjóra um
þrítugt, f. 1871, sonur hins nafnkunna
atorkumanns þórðar heit. þorsteins-
sonar á Leirá og konu haus Bann-
veigar Kolbeinsdótiur, sern enn lifir.
þórður yngri var kvæntur (1872) Guð-
nýju Stefánsdóttur frá Hvítanesi. þau
eignuðusfc 4 börn, er 3 lifa. Hann
var fjörmaður, eins og faðir hans, vel
gefinn að mörgu leyti og vel látinn.
Hann var einn eftir hér ó landi af 5
systkinum; hin 4 komiu til Amer-
íku. Hann hafði nýselt föðurleifð sína;
og var kaupandi Guðni þorbergsson á
Kolviðarhól.
Nýlega er dáin ekkjan Guðrún
Guðmundsdóttir, á Beynifelli
á Bangárvöllum, er átti Árna heit.
Guðmundsson, er þar bjó fyrrum og
var elztur hinna mörgu sona Guðmund-
ar hins ouðga á Keldum, — bróðir
Sigurðar í Helli, Vigfúsar í Hala og
þeirra systkina. Sonur þeirra Árna
og Guðrúnar er Jónas bóndi á Beyni-
felli, en dóttur þeirra, Margréti, á
Tómas bóndi Sigurðsson á Barkarstöð-
um. Guðrún sál. hafði verið mesta
merkiskona. Hún var yfirsetukona
mjög mörg ár. Hún varð rúmlega
sjötug.
Höndlaðir 2 botnvörpungar.
Loks hefir hinn nýi Heklu-yfirmað-
ur þó rekið af sér slyðruorðið og hremfc
31. f. mán. 2 enska botnvörpunga við
landhelgisveiði í Garðsjó — þar mun
löngum vera nóg af að taka — hafði
þá með sér inn í Hafnarfjörð og fekk
þá sektaða þar og afla og veiðarfæri
gert upptækt. Botnvörpungar þessir
voru báðir frá Hull og heitir annar
Seagull, en hinn Queen Alexandra.
Seagull hafði gerst brotlegur áður emu
sinni, fyrir mörgum árum í Grindavík,
og var því dæmdur nú í 2500 kr. sekt.
Hinn var sektaður um 1500 kr.
Hekla hafði gengið hér all-röggsam-
lega fram, er hún raknaði loks við sér.
En hér skyldu fleiri slík hreysti-
verk á eftir fara.