Ísafold - 02.12.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1905, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eBa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin viO áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reykjavlk laug-arclaginn 2. desember 1905 77. blað. f. 0. 0. F. 87l28‘/a. Fyrirl. (B, J.). Augnlœknmg ókeypis 1. og 3. þrd. i ihverjum mán. kl. 2—3 i spitalanum. b'orngripasafn opið á uivd. og Id il—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—ii og 6^/a—71/,. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- án á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sannudagskveldi kl. 8'/s síðd. Landakotskirkja. Uuðsþjónusta kl. » -og kl. o á hverjum helgnm degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjákravit jeadur kl. 10'/j—12 og 4—8 Landsbankinn opinn hvern virkan deg ikl. 10'/2—2'/2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkan dag ki. 12—3 og kl. d—8. Landsskjalasafnir) opið á þrd., fimtud. og ld. kl. 12—1. Náttúrugripasafn opið á sunnud. 2—3 Tannlcekning ókeypis í Pósthússtræti 14. 1. og 3. mánud. hverB mán. kl. 11—1. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarnes 3. og 13. dea.; en suður í Keflavík 7. desember. Búturinn kemur við á Akranesi í hverri Borgarfjarðarferð. 'lö®” Báturinn fer alt af kl. 8 árdegis héðan. Lagastaðfestingarafrek ráðgjaíans. Lagasyrpan öll frá þinginu í sumar hefir nú fengið konungsstaðfestingu eins og hún leggur sig, smátt og stórt» í tveimur köstum, 20. okt. og 10. nóv., auk tollhækkunarlaganna frá 29. julí. Busl og smælki er megnið af því venju fremur. En líkt hefir þó verið stundum áður, er staðfestingarathöfnin hefir dregist missiri eða lengur, og sumum frum- vörpum. alveg synjað staðfestingar. |>etta mun því verða kölluð framför, og er það í sjálfu sér. Mun og mega ganga að því vísu, að máltól ráðgjafans kalli þetta hið mesta afrek af hans hendi, ráð-h e r r a n s, og glæsilegan vott um hans miklu atorku og skörungskap og frábært gengi hjá hátigninni og í ríkisráðinu. En þeir gæta ekki þess, að fyrst og fremst voru stjórnarfrumvörp öll á þessu þingi primsignd í ríkisráðinu fyrir þing. þau ein fengu dagsins ljós að líta og koma fyrir augu alþingis, er mörkuð höfðu verið fyrirfram hádönsk- um ríkisráðskrossi á enni og á brjósti. Og gerðist nokkur þingmaður svo djarf- ur, að vilja víkja þar við orði á þá leið, er ráðgjafinn mátti eigi fulltreysta að ríkisráðinu mundi líka, þurfti hann ekki annað en að gera í tómi ein- hverjum sinna manna vísbending um það, og var þá breytingin óðara annað- hvort feld eða aftur tekin. Sama var um þingmannafrumvörp þau, er upp voru borin á þingi 1 sumar. Eeld voru þau eða aftur tekin eða látin daga uppi, ef »húsbóndinn« hafði minsta grun um, að þau mundu að einhverju leyti miður geðfeld »þjóð við Edinborgar skófatnaðardeild. í því augnamiði að skófatnaðurinn, sem selst, geti orðið g’ang'aildi aiiglýsiilg' fyrir verzlunina, býður hún eftirfarandi kjörkaiip: Karlmanna hestal. reim. stígvél 7,5° Kvenmanna chevraux ristarskór L5o— 4»25 — — spennu — 7,75 — — með bandi 4,15 kálfskinn — 9,oo — Boxcalf 4,75 — 6,70 Boxcalf — 9,00—15,75 — — stígvél 7,50- 10,75 Chevraux skór ii,75 — chevraux — 5,45 Verkmannaskór frá 6,25—IC,00 Barnaskór margar tegundir 1,00— 5,25 Karlmannavatnsstígvél frá 16,00—17,00 Barna vatnsstigvél 5,50- - 7,40 Barnaskór með ýmsum litum, rnjög hentugir handa ungbörnum, 1,80. Komiö og- skoöiö skófatnaðinn! Engin fyrirhöfn aö sýna hann. Virðingarfylst ÁSGEIR SIGURÐSSON. Eyrarsund*. Stundum þuifti ekki annað en að breyta þeim svo, að slíkir agnúar væri brott sniðnir. þessari reglu þóttust menn sjá að væri vandlega fylgt. En liðið ráðgjafans svo þjált og auðsveipið, hinn mikli meiri hluti, að það bar aldrei við, að nokkur hræða hikaði. þeir komust það allra lengst, stöku menn, að hliðra sér hjá að greiða at- kvæði, ef þess gerðist engin þörf — nógur meiri hluti fyrir því samt sem áður, sem húsbóndinn vildi vera láta. En bágt munu þeir hinir sömu hafa fengið hjá honum á eftir, einkum ef þeir voru úr höfuðlífvarðarsveitinni, hinu konungkjörna kúgildi, sem hefir aidrei runnið götu sína af meiri sauðspekt og dygð eh í sumar, eftir hljóðlegasta blístri húsbóndans. það er sá mikli munur á því, að hafa ráðgjafann á þingi eða suður í Khöfn alla tíð, að ekki þarf alt að lenda í tómum ágizkunum um, hvað hann - vilji láta ná fram að ganga og hvað ekki. Fjarvera hans gerði laga synjanir eftir á eðlilegar og jaftivel óhjákvæmilegar. Ekki var hægt að heimta af honum, að hann væri þing- inu alveg samdóma í hverju máli eftir á og óspurður um það í tíma. Með hinu laginu, að hafa hann á þingi, koma lagasynjauirnar fyrir fram, ýmÍ8t á uudan þingi, í ríkisráðinu, eða á þingi, ekki í orði að vísu, en á borði að því leyti til, að þau ein nýmæli fá framgang, sem ráðgjafanum líkar, ef þingfylgið við hann er metið eintóm hlýðnisskylda við höfðingja sinn, eins og dáta við liðsforingja. Ef með öðr um orðum ekki er ætlast til, að ráð- gjafinn fari að vilja þingsins, heldur þingið, meiri hluti þess, að hans vilja, hvað svo sem líður óskum þjóðarinnar og þörfum landsins. því er það, að sé ráðgjafinn nánast danskur erindreki og ekki annað, og meiri hluti þings dansi alveg eftir hans böfði, verður þröskuldurinn alveg sami á leið fyrir þjóðlegum nýmælum eins og með gamla laginu. þá fyrst reynir nokkurn skapaðan hlut á það, hvort ráðgjafinn íslenzki er nokkurs megnugur um staðfesting laga frá þinginu, er þau eru ekki beint fyrir fram sniðin eftir höfði Dana, f smáu og stóru. Meðan svo er, hafa þeir ekki minstu freistingu til að amast við þeim. því meira sem rubbað er upp af slíkum lögum, því vænna þykir þeim um. þeir fá þá orð á sig fyrir frábært frjálslyndi oss til handa, en ráða samtímis alveg því, sem þeir ráða vilja. Þiugrofsáskoranirnar. Frásögn stjórnarblaða um undir- skriftir meðal kjósenda f. Rvík undir þess kyns áskoranir er að því leyti til fölsuð, sem þau skýra að eins frá tölu undirsbrifenda undir hinar eldri áskor- anir, um frestun á staðfesting ritsíma- laganna, en leyna því, sem getið var um í bréfinu, sem þeirn undirskriftum með fleirum fylgdu til stjórnarinnar og þau munu hafa sinn fróðleik úr, að fjöldi undirskrifta hefir safnast undir nýrri áskoranirnar, um þingrof að eins. Af áður umgetnum ástæðum var breytt til um innihald téðra áskorana einmitt um það lsyti sem byrjað var að safna undirskriftum hér í Reykjavík. Ritsímastaurarnir. Nýkominn heim úr miklu ferðalagi í þarfir landsímans væntanlega er hr. B. Bjarnarson búfr. í Gröf. Hann fór til Austfjarða snemma í október og þaðan um bygðir og óbygðir norðan- lands alt vestur í Hrútafjörð; þaðan suður hingað, Holtavörðuheiði o. s. frv. Hann segir aðalerindið hafa verið nú að vísa á, hvar leggja ætti staurana og reisa þá á síðan. Sama svæðið fór hann um í sumar til þess að fá tilboð f stauraflutninginn. Samninga um hann segir hann n ú gerða (en fyr ekki) um alt svæðið, sem ritsíminn á að leggjast á, nema milli Hvalfjarðar og Hvítár í Borgarfirði, og lætur vel af kjörunum. Út af því, sem hermt var um daginn eftir bréfi norðan af Sauðárkrók um stauraflutninginn þar í Skagafirði skýrir h a n n frá, að færri hafi fengið þá at- vinnu þar en vildu og að fullsamist hafi þar um flutninginn 9. f. m., fyrir lítið á 3 kr. mest af leiðinni af Heljar- daísheiði vestur á Kolugafjall, en ekki nema 90 a. á láglendiskafla nægt sjó. Gott og blessað er það, hafi lands- sjóður komist að betrí kjörum um stauraflutninginn en á horfðist o g ef staðið verður þá við það án uppbótar síðar meir. Nógu þung byrði mun þó landsmönnum reynast ritsímafarganið alt, um það er lýkur. Og eitthvað hefir þetta mikla, tvöfalda ferðalag búfræð- ingsins kostað, auk annars. Ný fiskgeymsluaðferð. Nýtt ráð til að varðveita fisk óskemd- an hefir danskur maður nýfuudið, A. Sölling höfuðsmaður, fiskimálr.prindreki Dana á Englandi (Newcastle). Msð því geymist fiskur alveg sem nýr væri hálfan mánuð, og má þá koma hon- um á markað hvar sem er út um lönd, ef ferðin tekur ekki lengri tíma en það. Með nógu tíðum og stöðugum gufu- skipsferðum milli landa ættum vér þá að geta komið öllum þeim fiski, sem hér veiðist, á útlendan (enskan) markaðj svo óskemdum sem alveg nýdreginn væri úr sjó, og hætta að verka hann hins vegar, auk þess sem hægt ætti að vera að hafa hér nýjan fisk til matar nær því að staðaldri lengst upp í sveit. En vitaskuld þurfa Englend- ingar að venjast þeirri vöru áður. þeir munu vera eins og Danir, að þeir vilji helzt ekki sjá fisk öðru vísi en annað- hvort lifandi eða þá saltaðan. Svo vsr í Khöfn í haust fyrst í stað, er farið var að hafa þannig geymdan fisk á boðstólum. S v o fátækir erum við þó ekki, að við þurfum að éta dauðan fisk, — sagði öreigafólk, og vildi ekki við honum líta. En nú er það farið að komast upp á hann og fá færri en vilja. Geymsluaðferðin er harla vandalítil. Fiskurinn er slægður jafnskjótt og hann er innbyrður, og þá vafið um hann, hvern drátt fyrir sig, pergamentpappír gerðum af efni úr grasaríkinu. Hann ver því, að nokkur slagningur komist að fiskinum. jýví næst er fiskurinn látinn í kassa með smámuldum ís í og kassanum vandlega lokað. Lög- staðfest. Lögin frá þinginu í sumar hafa nú ö 11 hlotið konungsstaðfestingu, meiri hlutinn 20. okt., en hitt 10. nóv., auk tollhækkunarlaganna, sem voru undir- skrifuð af konungi 29. júlí og líklega endurstaðfest í haust einhvern tíma í ríkisráði, eða hvernig sem það nú hefir verið haft. Að þeim lögum meðtöld- um verður lagarollan þetta ár alls 61 að tölu. S/s Hólar komu i gær til Hafnarfjarðar áleiðis hingað með það af vörum, er Laura hafði orðið að skilja eftir, og nokkuðnorður. Siðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni 4 morgun kl. 5 (J. H.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.