Ísafold - 10.02.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.02.1906, Blaðsíða 1
Kemur át ýmist einn ginni eöa tvisv. i vikn. Yerð 4rg. (80 »rk. minnst) 4 kr., erlendig 5 kr. eða l'/. doll.; borgist fyrir miðjan jáli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (ss.riíieg) bandin v ð iramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. A fgreiðsla Austumtrœti 8 XXXIII. árg. I. 0. 0. F. 872168 V.. Erlend tíðindi. Marconiskeyti 9. febr. Mjög eru skiftar skoðanir um, hvert ráð stjórnarandstæðingar eigi að taka í ^naka þinginu. Blaðið Times stað- föBtir þá sögu8Ögn, að þeir Chamber- lain og Balfour geti ekki komið sór Saman. Sambandsliðið (þ. e. stjórnar- liðar, 8em áður voru, en eru ná etjórn- arandetæðingar) ætlar að hafa flokks- Mnd í vikunni sem kemur, en engar horfur á að þetta lagiet fyrir það. Síðari fréttir segja, að sambandaliðar ®éu nú að snúast og hallast á þá sveif, að kjósa 8ér heldur Balfour að leið- toga. Horfur eru því nú miklu væn- legri. Um kosning í City-kjördæmi í Lund- únum ætlar óháður framfaramaður oinn að keppa við Balfour. (Mishermt Uln daginn, af blaðinu, að hann væri þegar koainn, mótspyrnulaust; fréttin að eins sú, að engin mótspyrna væri fyrirhuguð). Bæjaratjórnin í Lundúnum heimsótti aftur bæjarstjórnina í París og var þar fagnað forkunnar vel. Borgarstjórinn í Santiago (á Cuba) stingur upp á að keypt sé eignin SaDguan Hill, sem riddarasveit Boose- v e 11 s forseta hertók í ófriðinum við Spánverja (1898), og láta A 1 i c e dótt- ur hans fá þá eign að brúðargjöf, og er haldið að gjöfin muni nema 200,000 pd. sterl. = 3 milj. 600 þús. kr.). Herinn ameríski gefur henni gullna byssu, sem skýtur gullkúlum. Vilhjálmur keisari sendir henni úemants-armband. Seðill fylgdi einni gjöfinni svo látandi: Mér þykir vænt öm að hún á engan hertoga. (þetta lýtur eð því orði, sem á hefir lagst um 8tórauðugar amerískar hefðarmeyjar, að þær girntust helzt tigna menn hér í álfu, þótt ekkert ættu til, vegna Upphefðarinnar). Herflotaatjórn Bandaríkja er að hugsa Um að setja hverfihjól í tvö ný höfuð- Orustuskip, sem eru nú í emíðum. Ábyrgðarfélaganefnd sú, er skipuð var í sumar af stjórnarinnar hendi, öiælir með fullkomnu stjórnareftirliti Uaeð ábyrgðarfélögum. Stiórnarvöld í Pennsylvaníu eru að koma á legg nýju lögregluliði ríðandi, vegna kolanemaverkfalIsÍDS, sem er í uðsigi, í aprílmán. Sjólið8málanefndin í Tokio (Japan) hefir látið uppi, að búist sé við, að ajólið flotinn muni verða stækkaður Upp í 400,000 smálestir á árinu 1907. Nfu menn brunnu til bana í fátækra Samalmenna hæli í Rennea (Frakkl.) °8 þrír kvenmenn er búist við að **ti8t hafi af hræð8lu. Aberdeen lávarður, hinn nýi írlanda- IRrl, yfgði embætti sitt með því að 5etna úr gildi »nauðungarlögin« um írland. Voðalegt járnbrautaslys er Ba8t frá Helena í Montana. Flutnings- Reykjavík laugar daginn 10. febrúar 1906 9. tölublað. Nú fer að líða að þeim tíma, er menn fara að búa fiskiskip sín út til veiða, og ættu sjómennirnir þá að hafir það í huga, að verzlunil) EDINBORG hefir alt sem þeir þarfnast til útgerðarinnar af beztu tegund- um og með tiltölulega lágu verði, svo sem: segldúka, línur, kaðla, seglgarn, skipmannsgarn, öngla og ótal margt fleira sem að út gerðinni lýtur, einnig alls konar matvðru. Ennfremur hefir nú verzlunin mikið úrval af sjófötum, auk alls annars. — Sjóstigvélin í EDINBORG þarf ekki að minna á, þau eru orðin svo góðkunn. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal. Forngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2*/a og 7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 siÓd. Alm. fundir fsd og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Guðsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj ICM/í—12 og 4—6. Landsbankinn 10‘/a—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12 Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11—1 Eh O o Jsqfolé Ramur nœsí m íaugaréag 1%. JoBr. Sjómenn! lítíð á sjófötin í Liverpool. Þar er úr miklu að velja, af allskonar útlendum og innlendum s.j ófatn aði, bæði fyrir fullorðna og unglinga, einnig ýmsum tegundum af sjésfígvéíum t. d. mjög hlý vetrar-vertíðar stígvél, öil fóðruð að innan með loðnu skinni. Allskonar vörur, er sjómenn þurfa með á sjóinn, fást ætíð i w Ch O O: Liverpool. Jarðræktarfélag Reykjavikur lest Bteyptist niður eftir hallanda og mölbraut farþegalest. Sex menn biðu bana, og 26 meiddust. Koaningar á rikisþing R ú 8 8 a eiga að fara fram 7. apríl og verður þingið líklega sett 28. apríl. Kirkjurósturaar halda áfram í París og um alt Frakkland. SÓBÍalistar sker- ast í leik í móti. Utanríkisráðgjafi Breta, Grey lávarð- ur, hefir mist konu sína. Hún dó eftir byltu úr vagni. Enn varð maður >'ti vestra sama dag sem Stykkishólms- póeturinn og förunautar hans, og í sömu sveit, Helgafellssveit. Hann hét Jón þorgeireson, frá Saurum, maður hnig- inn á efra aldur og laaburða, og var á ferð upp að Hrísum þennan dag, 30. f. mán. Hanu var ófundinn, er siðast fréttist. Fréttin í síðustu ísafold um fráfall póst8in8 var tekin beint eftir réttar- prófum um slysið, sem póstmeistaran- um höfðu verið aend. Onnur blöð hafa rueðal annars ranghermt nafn póstsins, — nefna manD, sem varpóstur í fyrra, en hætti með síðustu áramótum. Kommgsútförin. Engin fregn hefir enn borist um, hvenær hún á fram að fara. Landsstjórnin hér sendir nú með póstskipinu fagran gullsveig á kistu konungs, ! því trauati, að skipið nái í útförina. Sveiginn hefir smfðað Er- lendur Magnússon gullsmiður, en Stefán EiríkaBon myndskeri gert uppdrátt að honum. Sfðdegisguðsþjónusta i dómkirkjunni & morgun kl. 5 (J. H.) hélt aðalfund sinn 8. þ. m. Félags- menn eru 74. Sjóður félagsins er nú við árslaokin rúmar 1900 kr. Hefir vaxið síðasta árið um 125 kr. Vinnu- styrkur 755 kr. var greiddur árið sem leið. Jarðabótavinna félagsmanna síð- asta sumar var um 2700 dagsverk, hjá 43 félagsmönnum. Hæsta dags- verkatölu hafði Thor Jenssen 525, þá Vilhjálmur Bjarnarson 309, Pétur Hjaltested 259, Guðmundur Jakobsson 205, Guðmundur Jafetsson 135, Guð- mundur Magnússon kaupm. 132, Jón Guðmundsson 123, Guðm. Ingimunds son 104, Árni Gíslaaon f. póstur 101, og svo framvegis lækkandi. Verðlaun fyrir þessar jarðarbætur félagsmanna greiðast á næsta sumri, 2^ kr. á hver 10 dagsverk. Tveir plægingamenn voru ráðnir í sumar hjá félaginu, yfir vorið og haust- ið. Samkvæmt skýrslu þeirra höfðu þeir plægt um 17 dagsl. af áður óbrotnu landi og 6 dagsláttur af brotnu landi; en herfað 32 dagsl. þeir hofðu og sáð í 25 dagsláttur, en það er minst af sáðlandinu hér í Reykjavík, því flestir vilja heldur sá sjAlfir en láta jafn dýra menn gera það og plægingamennirnir eru. Samþykt var að styðja að plæging- um næsta sumar með alt að 20 aur. um klukkutímann. Búist við að plæg- ingamenn fáist ekki fyrir minna en krónu um klukkutíruann fyrir sig og tvo heBta með aktýgjum. j>etta er hátt kaup; en aðgætandi er, að fóður hestanna er dýrara hér en annara- staðar á landinu. Rætt var um að hafa skoðnnargerð á ræktuðu landi félagsmanna, sérstak- lega á sáðgörðum, til þess að veita einhverja viðurkenningu, þar sem bezt er um gengið; en vegna þess, hve fáir voru á fundi, var engin ályktun gerð um það að svo stöddu; en æakilegt talið, að aukafundur yrði haldinn í félaginu seinna í vetur. E. H. Nýja sljórnarblaöið á Akureyri heitir N o r ð r i, og eru fóstrar þess stjórnarflokks-þingmenu þeir þrír, er þar eiga heima, Guðlaug- ur sýslum. og bæjarfóg., Jón frá Múla og Magnús Kristjánsson. j>að kvað vera álíka og Norðurland að leturrúmi, en spássíur stærri. j>að kemur í stað þokkahjúanna Gjallarhorns og Stefnis, — hefir, aegir Nl., hvolft potti ekki að eins yfir Stefni, sem örðugt veitti að gefa upp andann, heldur líka vfir Gjallarhorn. S ö m u orð hafa verið lögð undir tungurætur Norðra, er hann hóf göngu sína, eins og systur hennar hér, Lög- réttu : hann tjáir sig vera »öllum flokkum óháðan*. j>að er beitan, sem höfð er til að reyna að smeygjá blaðinu inn á alþýðu. En »efndanna er vant, þá er heitið er unnið«. Lögrétta tók í sfnu biðilsbréfi undir eins svo fast í streng með stjórninni, að hún kvað ritsímamálinu hafa verið ráðið heppilega til lykta á þinginu í sumar, og að öll mótspyrna móti því hafi verið sprcttin af »gamla flokks- hatrinu«. Norðri segir svo í sinni fvrstu grein um stjórnarandstæðinga landsins. að þeir »vilji með vanhugsuðum ærslum og frekju æsa alþýðu manna til að umhverfa ekki einasta þessari stjórn, heldur öllum grundvelli réttlátrar stjórnar í landinu*. V i 1 j a æsa, umhverfa o. s. frv. — réttlátrar stjórnar! Mundi nú flokkshatur og æsiugur geta komist á öllu hærra stig en lýsir sér í þe8sum ummælum ? Muudi ekki fleBtum verða fyrir að taka undir með Norðurl., er það kveðst ekki sjá, með líku áframhaldi, hvers vegna Gjallarhorn þurfti að lenda undir pottinum?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.