Ísafold - 17.02.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.02.1906, Blaðsíða 2
Konungsútförin. Hún fer fram á morgun í Hróars- keldu kl. 2 síðd. f>ar eru Danakon- ungar og drotningar kórsett, aem kallað er, eins og flestum mun kunn- ugt vera. Annars átti útfararathöfnin að byrja í gær í Khöfn, líkförin að hefjast kl. 11 árd. gegnum borgina, með hátíðar- göngu og annari viðhöfn. Líkið sjálf- sagt flutt á járubraut til Hróarskeldu í gærkveldi eða í dag. Marconiloftskeyti barst ningað í fyrra kveld, þess efnis, er nú var mælt — prívatskeyti að eins, lil Duus-verzlun- ar, hnýtt aftan við frétt um salt- skip, er leggja skyldi á stað hingað í gær, með þeim ummælum, að b 1 ö ð i n hér skyldu látin vita um þetta; er það m j ö g þakkarverð hugulsemi og kurteisi af aðaleiganda og stjórnanda þeirrar verzlunar, hr. kaupm. Ólafi Á. Ólafssyni. Hér hafði lengi verið búist við hrað- skeyti um útfarardaginn frá stjórninni í Khöfn, vegna fyrirhugaðrar sorgar- minningar í dómkirkjunni. Hingað kom í fyrra dag hraðskeyti frá Poldhu, stílað til Marconistöðvarinnar hér, að stöðin í Poldhu hafi fengið þá fregn frá Khöfn, að íslandsráðgjafinn sé þangað kominn heilu og höldnu. En ekkert meira. Ekkert minst á konungsútför- ina. Er á því helzt að skilja, sem ráðgjafinn hafi lagt sjálfur drög fyrir, að sú frétt væri send, fréttin um h a n n, komu h a n s til Khafnar, og þar með búið; en talið 083 ekkert varða um hitt, konungsútfarardaginn. Tvenns er til getið um þetta merki- lega skeytingarleysi: ásetnings-lítilsvirð- ing við oss, þessar hræður, sem hólmann þennan byggja, eða sú hugsun, að læging væri, ef ekki landráð, að vera að nota jafn-óhefðarlega, ódönskulega og jafnvel óguðlega undirkomið hraðfréttasam- band eins og Marconiskeytasambandið. En vitanlega hefir frónski ráðgjafinn verið þar auðmjúklegast alveg sam- ■mála embættisbræðrum sínum dönsku og Suenson kammerherra, að slíka óhæfu mætti ekki taka í mál, þó að hann kynni að hafa verið, er héðan fór, ráðinn í að gera osb viðvart um útförina með Marconiskeyti. f>að mun hafa verið látið berast út í gær frá stjórnarskrifstofunum, að prí- vatskeytið til Duus um útförina hafi verið sent beint eftir undirlagi ráðgjaf- ans. Einhverir hafa þar fundið þó til kinnroða fyrir fyrnefnt hátterni alt sam- an, úr því að slík yfirbreiðslutilraun er gerð. En skeytið bor sjálft með sér, að þetta er alveg tilhæfulaust. f>ar er að eíns beðið að láta b 1 ö ð i n vita af þessu, en stjórnina alls ekki; hún er ekki nefnd á nafn. Enda segir sig sjálft, að komið hefði sú tilkynning fyr, ef til hefði staðið. Henni hefði væntanlega verið lofað að slæðast með, þegar stórviðburðurinn hinn, koma ráð- gjafans til Khafnar, var tilkyntur. f>að er eins og allir skilja, að sjálf nefnir stöðin í Poldhu ekki útförina í fréfctaskyni fyr en hún er um garð gengin. Hún hefir ekkert tilefni til þess, fremur en um aðra fréttnæma viðburði. H é r verður úfcfararminningarathöfn- inni þannig háttað f dómkirkjunni á morgun, í stað hádegismessu flytur dómkirkjuprestur að eins ræðu af pré- dikunarstól, minningarræðu, en sungið fyrir fyrstu og síðustu ljóðin í sorgar- hátíðarflokk Stgr. Thorsteinsson (sjá Isafold 7. þ. ra.), en eftir Bænin fyrir konungi (prentuð í sama bl.) og Alt eins og blómstrið eina síðast. Kirkjan öll fcjölduð svörtu, eins og hún hefir verið síðan er andlátsfregn- in barst. Athöfnin byrjar á hádegi; sá tfmi samsvarar nokkurn veginn kl. 2 í Danmörku. Fráfali koitungs. Hann dó 29. jan., en ekki 30. — Eréttar skrásetning Marconifé- lagsins hefir þar verið ónákvæm, sem oftar: að tiltaka ekki daginn, vikudag, berum orðum. En það skilja allir heilvita menn, að ekkert kemur það við frétta-s e n d i n g u n n i, þ. e. send- ing Marconiskeyfcisins; hún er jafn- áreiðanleg fyrir því. Atvik að andlátinu er Isafold skrif- að frá Khöfn á þessa leið: Konungur hafði kl. 11—1 veitt mikl- um fjölda manna viðtal. Að því búnu settist haDn að dögurði, og borðuðu þau með honum, Dagmar keisaraekkja dóttir hans, og Hans prinz bróðir hans. |>á var hann óvenjuhress. En kvait- aði um þreytu. Líflæknir konungs, le Maire, kom að vitja hans að vanda kl. 2. Hann kvað ekkert að konungi annað en eðlilega þrevtu, er hann Frá þeirri veglegu athöfn segir svo í bréfi til ísafoldar frá Khöfn: |>að gerðist með þeim hætti, að á standandi hádegi 30. jan. var skotið 3 sinnum 27 fallbyssuskotum frá Sextusvirki og á samri stundu tekið til að hríngja öllum kírkjum í landinu. En forsætisráðgjafinn birtist í sömu andrá á loftsvölum konungshallarinnar, og mælti hátt og snjalt: Kristján komtngur IX. er dáinn! Lengi lifi hans hátign Friðrik kon- ungur VIII! J>á laust mannsægurinn á hallar- torginu og þar nærri upp miklum fagn- aðarópum, og er gizkað á að hann hafi numið 60—70 þús., — hátt upp tölu í allra Iandsbúa á íslandi. f>ví næst gekk h i n n n ý i k o n - u n g u r fram á hallarsvalirnar, og mögnuðust þá fagnaðarópin um allan helming. Hann tók til móls á þessa leið: Hinn gamli konungur vor, faðir minn ástkær, hefir lokað augum sínum. hefði átt tal daeinn sama við um 70 manns. En með því að von var margra gesta í boð konungs um kveld- ið, réð læknir honum að leggjast fyrir og hvíla sig þangað til. Hann hátt- aði því kl. 2 en dóttir nans, keis- araekkjan, settist í næsta herbergi. Kl. 3 heyrði hún lágar stunur til föð- ur síns. Hún spratt upp og inn til hans. þá var hann meðvitundarlaus orðinn og var honurn mjög erfitt um andardrátt. Hún sendi þegar eftir líf- lækDÍ og nánustu vandamönnum kon- ungs. Læknirinn hitti konung í and- arslitrunum, kl. 3,I0. Aðrir komu um seinan. Banameiuið var hjarfcatíog. Boðað höfðu þeir návisfc sína við útför bonungs, Vilhjélmur keisari, Ját- varður konungur, Georg Grikkjakon- ungur og Hákou konungur sjöundi. Alexandra drotning lagði á stað til Khafnar 2. þ. m. Hægt og rólega seig á hann svefn inn hinzti; skyldurækinn var hann við konungsstörf sín til síðustu stundar. Nú er eg tek við erfð þeirri, er for- sjónin hefir mér úthlutaða, treysti eg því örugt og ber fram þá bæn tií hæða, að Drottinn almáttugur veiti mér styrk og láti mig bera gæfu til að halda áfram stjórn ríkisins í anda míns elskaða föður og vera þjóðinni og fulltrúum hennar samhuga um, hvað henni sé fyrir beztu og ástkærri fósturjörð vorri til hamingju og bless- unar. Tökum allir undir: lifi fósturjörð vor! Konungur talaði bæði hátt og snjalt. Og enn gullu við ítrekuð fagnaðar- óp, en mannmúgurinn söng: Der er et yndigt Land! og fleiri ættjarðar- ljóð. Skömmu eftir ók konungur yfir um hallartorgið til sinna heimkynna, er verið höfðu, og birtist því næsfc á hallarsvölunum þar, og drotningin við hönd honum. þá ,laust enn upp nær óstöðvandi fagnaðarópum. Brlend tíðindi- Marconiskeyti 13. febr. Chamberlain hefir ritað bréf, þ®r sem hann segist ekki ætla sér að kepP8 um forustu fyrir sambandsliðum (stjóro- arandstæðingunum), en ef meiri hluW flokksins feldi toll-tillögur hans, kveðst hann muni koma á legg sérstakri flokksdeild. Hveitibrauðsdagar Alice Boosevelí eiga að vera 2 ár. þau hjónin ungö ætla að ferðast sama sem alt í kring' um hnöttinn og verður þeim veitt viðtaka við ýmsar hirðir, þar á meðaí hina ensku. Vatn hefir flóð yfir borgina CampoS í Brasilíu, af árvexti. BæjarmenB flýja þaðan; skemdir sagðar gífurlegar. Verkfallsróstur urðu í Donaro i Bolivíu og féllu þar 50 manna. White-Star línan f Liverpool er að láta smíða annað gufuskip, sem á a® heita Adriatic og verður s t æ r s t a s k i p í heimi, 25,000 smálestir. Lundúnabæjarfulltrúarnir eru enn ‘ Paris í dýrlegum fagnaði. þeir gengö fyrir Loubet forseta. Hann rómaðr mjög Játvarð konung og mintist mjög lofsamlegum orðum á »vináttumálio‘ með Frökkum og Bretum. Játvarður konungur hleypti af stokk- um á laugardaginn í Portsmouth höf- uðorustuskipinu Dreadnougth; það et hinn hraðskreiðasti, stærsti og öflug' asti vígdreki í heimi. þar hefir hagnýtt verið reynsla sú, er fenglS4 hefir í ófriðinum Rússa og Japanft' það hefir 9 tólf þumlunga-fallbyssur innan borðs (hlaupvídd 12 þuml.), e0 engar minni háttar stórskotatólnemS smáar hraðskeyfcar fallbyssur, sem ef ætlað að reka af höodum sér tundur- báta árásir. Z u 1 ú a r í Natan-Iýðlendu drápu 2 lögreglumenu, sem voru að heimtá saman skatta. Send hefir verið á stað 400 manna sveit til að hefna þeirra. Frézt hefir, að C a 8 t r o Venezuelfl' forseti hafi lagt bann fyrir, að nokkur útlendur maður stígi fæti sínum á land í hans ríki. Brúðkaup Alfons Spánarkonungs og Enu prinzessu af Battenberg á að standa í Madrid 2. júní. •Fimtíu og fjórir Kaffar druknuðu f vatnsgangi í námu einni í málnámS- geiranum (Rand) i Suðurafríku. Taft hermálaráðgjafi Bandamann® hefir beðið öldungadeildina um 20,000 pd. sterl. til þess að reisa hermanna- skóla í Manila og gerði þá grein fyrir því, að nauðsynlegt kynni að vera að senda her til Kína. Enn bryddir á óánægju í Svartahafð- flotanum; margir liðsforingjar hneptír í varðhald. Kvenmaður veitti Chukhin aðmírái sár, en varðmaður veitti henni bana- 15. febr. Vararíkisforsetar í Venezuela eru »ð koma á samtökum gegn Castro Frökk- um í vel. Nálega allur landslýður ef fjandsamlegur Castro, sem heldur áfraB5 baráttu sinni gegn útlendingum. Hallæri sagt í Andalúsíu, og að horf' ur séu ískyggilegar. Margar brauðbúð- ir og matvæla eyddar á ýmsum stöð' um. Friðrik konungur VIII er hann ávarpar lýðinn af . hallarsvölunum Amalienhorgar 30. jan. í dyrunum bak við hann sést frainan á J. C. Christensen forsætisraðgjafa, er þá hefir nýlýst yfir konungafkiftunum. (Myndin lánuð hjá P o 1 i t i k e n). Það sést á þessari mynd, að býsna liknr er hinn nýi konungur vor föður sínum. Hann hefir orðið það með aldrinum. Hann er á þriðja ári um sextugt (f. 3. juni 1843). Er Friörik áttundi tók konungdóm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.