Ísafold - 27.06.1906, Síða 2

Ísafold - 27.06.1906, Síða 2
166 ÍSAFOLD Heyforðamálið. ísafold og Fjallkonan hafa í síðnstu blöðum sínum fært lesendum sínum mjög þarflegar hugvekjur um heyleysi og fón- aðarfelli, og hafa þau, sérstaklega ísafold, komið með mjög alvarlegar og mikilsverðar hendingar um það, að lands- menn hefjist handa með að tryggja bet- ur fénaðareign sína með nægum fóður- birgðum en þeir hafa alment gert hing- að til. Það er mjög vel gert af blöðunum, að vekja máls á þessu stór-mikilsverða atriði, er verið hefir sú voða-landplága, sem allir vita, frá því er landiö bygðist, þegar nokkuð hefir á bjátað, nefnilega fóðurskortsbölið, og væri óskandi að um- mæli ísafoldar rættust: að þetta yrði síðasta árið, sem almenn heyþrot yrðu landinu að tjóni. Eg tel það ekki nema sjálfsagt, að bændur láti til sín heyra í blöðunum um þetta stór-nauðsynjamál, og láti skoðun sína í Ijósi um það, hvernig til- tækilegast sé að bæta þetta þjóðarmein. Að vísu er mál þetta svo vandasamt og margt athugavert við það, að varla er að búast við að hægt sé að ræða það til hlítar í blaðagreinum, nema rétt til að þess að koma því í hreyfing og hvetja menn til að snúa sór að því og leggja sitt til að afstyra þeirri stórhættu, sem af því getur leitt, og taka fyrir það mikla tjón, sem heyskortur er búinn að baka þessu landi. Því þótt því verði ekki neitað, sem betur fer, að fyrirhyggja bænda sé mik- ið betri nú en fyrir 35—40 árum, hvað þá heldur fyrir 100 árum, þá synir ástandið á þessu vori, að ekki er alt trygt í þeim efnum. Að það sé af kæruleysi bænda eða að þeim standi á sama, hvort þeir komist í heyskoi* eða ekki, dettur mér og víst engum í hug. Til þess liggja aðrar or- sakir. Aldrei er hættara við en eftir góðu árin, að bændur þoli ekki að taka á móti löngum gjafatíma. Þótt ótrúlegt sé, þá synir reynslan, að svo er. I góðu árunum keppast menn við að fjölga fénaði sínum, og svo virðist, að hjá fjármörgu bændunum fjölgi hann fljótara en þá varir. Önnur orsökin er fólkseklan. Fólkið streymir úr sveitunum. Enginn vill vinna að heyskap, og ‘þær fáu hræður, sem fáanlegar eru, selja vinnu sína svo dýrt, að bændur rísa ekki undir að taka fólk fyrir svo hátt kaup. Það hefir tvö- faldast á 4—5 árum. Enn er það, að lífsþarfirnar fara sívax- andi og gjöldin hækka til almennings- þarfa. Af því sem hér er sagt láta bændur freistast til að tefla á tvær hættur, þeg- ar þeir setja á. Gáandi ekki að því, að betra er að eiga færri skepnur sem áreiðanlega eign, en mikinn fénað í tví- sýnu. Aðalmergurinn þessa máls er þá sú spurniug: hvernig verður þessu meini algjörlega útrýmt? Um það hygg eg muni verða mjög skiftar skoðanir. En um hitt æ 11 u ekki að vera skiftar skoðanir, að kleift er það. Eg get verið samdóma ísafold um það, að ekki muni vera hagfelt og mundi ekki koma að haldi að setja bann- lög, þar sem þung hegning væri lögð við, ef fjáreigendur lentu í fóðurbirgða- skorti. Ekki mundi það gera sveita- búskapinn girnilegri. Enda líklegast, að það yrðu ein pappírslögin. Eg tel flest annað hyggilegra og affarasælla en að láta þingið blanda sér mikið í þetta mál. Það hafa horfellislögin sýnt. Eg held ekki, að nokkur maður geti bent á, að þau hafi orðið til þess að auka eða tryggja fóðurbirgðir bænda. Og ekki munu bændur bera betra traust til þingsins í þessu efni nú, eins og það er skipað mestalt tómum enibæstismönn- um, sem aldir eru margir eða flestir upp í kaupstöðum og hafa aldrei fengist við sveitabúskap. Það sem eg hygg rótt að leita til þingsins um, eru heimildarlög til sýslu- og sveitarsamþyktarlaga um stofnun hey- forðabúra. Eg fæ ekki betur séð en að það sé tryggasta leiðin til að bæta að ein- hverju leyti úr þessu böli. En samhuga vilji og einbeittur áhugi þyrfti það að vera í þeim hreppi, þar sem forðabúrið er stofnað. Eg hugsaði mikið um stofnun hey- forðabúrs eftir áfallið mikla 1882. Síð- an hafa nú ekki komið tilfinnanleg áföll, að minsta kosti ekki hér á Suðurlandi, þangað til í vor, að segja má að nærri hafi hurð skollið hælum, þótt flestir hafi sloppið ómeiddir hér sunnanlands, sern betur fer. Að benda á fyrirkomulag á stofnun heyforðabús, er ekki auðhlaupið að í stuttri blaðagrein. Enda mjög hætt við, að skiftar verði skoðanir um aðferðina. En taka vil eg það fram, að ekki get eg sóð, að einstakir menn geti tekið að sér að setja það á fót eins og nú er ástatt um vinnukraft, slægjulönd og fleira. Með frjálsum framlögum frá helzt öllum hreppsbúum, sem stjórn búsins jafnar niður, verður fyrsti hey- forðinn að skapast. Heyhlöðunni verður að koma upp með láni, sem hreppurinn tekur eða stjórn heyforðabúrsins upp á sameiginlega ábyrgð hluthafa í því. Hugsun mín var ekki með þessum fáu línum að semja frumvarp til stot’n- unar heyforðabrús, þó’aö eg bendi aðeins á þessi tvö atriði. Enda þyrfti það frumvarp að verða ítarlegra en hér eru föng á að sýna. Það hafa margir óttast, ef stofnuð yrðu heyforðabúr, að margir mundu setja á jafnvel djarfara en nú, í trausti til forðabúrsins. En því ætti dýrleikinn á heyinu að afstýra. Komið hefir og verið með þá mót- báru, að bændur hefðu ekki efni á að láta svo rnikla eign vera vaxtalausa ár- urn saman, sem í heyforðabúrinu geymd- ist, og fá rýrnun á heyinu þar á ofan; einkum væri það tilfinnanlegt fyrir þá bændur, sem aldrei þyrftu að nota hey úr því. En heyið á að selja svo dýrt, þ e g a r það er notað, að fullir vextir hafist upp úr því. Þ a ð er mergurinn málsins, aðalskilyrðið fyrir, að þetta blessist. Sölumeinleysið gamla, gustuka- hugsunin — það er það, sem leggjast þarf alveg niður. Hins vegar er meira en lítið á sig leggjandi til þess, ef hægt væri, að finna örugt ráð til þess að af- stýra því voðalega fjártjóni, sem fóður birgðaskorturinn hefir bakað þessu landi fyr og síðar. Þó að eg hafi ekki enn séð annað ráð betra til að girða fyrir þetta marg-um rædda tjón, getur vel verið að aðrir sjái annað betra. Og vel veit eg það, að óhætt er mönnum að gæta vel að sér næsta ár með hey-ásetning, fyrir því, að heyforðabúrin verða ekki komin á laggirnar næsta haust. En eftir horf- unum, enn sem komið er, með heyafla næsta slátt, hlýtur mikil breyting að koma á fénaðarfjölda hjá flestum bænd- um, ef engu á að stofna í voða á næsta ári. Það sem næst sýnist liggja nú, er að bændur panti f samlögum fóðurmjöl til næsta vetrar handa kúm sínum til hey- sparnaðar, enda er eins dýrt að fóðra kýr á heyi eins og fóðurmjöli. Svo er orðið dýrt að afla heyjanna. Eg lýk svo máli mínu með þeirri von, að sem flestir láti til sín heyra um þetta afar-mikilsverða mál. Hala, í júnímán. 1906. p. Guðmundsson. — Nu er ísland fátæk ey. Nu er ísland auöugt land. — Við ber það, að tekið er svari voru í dönskum blöðum, þegar verið er þar með einhverja heimskuna eð fjarstæð- una um land vort og þjóð. þeir eru svo nauðafáir þarlendir menn, sem skortir hvotki vit né vilja til að láta 088 njóta sannmælis. það eru þeir, sem kynt hafa sér land og lýð af dá- lítilli alúð. Búnaðarkandídatarnir, sem hér komu í fyrra, ltafa borið oss vel söguna allir í því, sem þeir hafa um ferðina ritað, og sagt rétt frá flestu, sem fyrir augu þ^irra bar eða eyru eða þeir öfluðu sér vitneskju um. Lausleg þýðing er hér á greín eftir eiun þeirra, L. Frederiksen, assistent í Landsbúnaðarfélagsstjórninni í Khöfn. Einhver Ingvar Vaag hafði ritað grein í vor um þjóðbúninga í Söndagsbl. (nr. 10), minst þar á blómlegan hag landsins á söguöldinni og komist því næst svo að orði: Nú er ísland fátæk ey, og bændur yfirgefa býli sín hver á fætur öðrum og leita hælis vestan hafs. . . . Og þeir sem eftir eru verða að leggja hart á sig til þess að bjargast. — Eg get eigi látið þeirri kenningu ómótmælt, segir L. Fr., að ísland sé fátæk ey. Lesendur blaðBÍns mega ekki ímynda sér, að þeir sem nú byggja sögueyna veglátu, eigi að búa við eymd og örbirgð og vilji því komast sem fyrst til Ameríku. það er því miður satt, að helzti margir hafa haldið vestur um haf síðustu árin til þess að leita hamingjunnar; þeir hefðu getað og hefðu átt heldur að reyna að finna eitthvað af »gullinu«, sem til er í ís- lenzkum jarðvegi og í sjónum um- hverfis landið þeirra. það er enginn vafi á því, að ísland á sér mikilla framfara von bæði f land búnaði og fiskiveiðum; og þar á heima fólk, sem sýnt hefir með því, sem það hefir gert síðari árin, að það hefir trú á framförum Iandsins og auðsúppsprett- um þess á sjó og landi, og reynir að hagnýta sér þær svo vel, sem frekast er auðið. það er sjálfsagt öllum kunnugt, að mjög er fiskisælt hafið umhverfis ís land. Hitt vita fæstir Danir neitt um, a ð á síðustu 4—5 árum hafa stofnuð verið meira en 30 samvinnu smjörbú, a ð þar eru 4 búnaðarBkólar, og a ð þar hafa verið síðustu árin sett á Btofn kynbótafélög og eftirlitsfélög hér um bil eins og í Danmörku. þar eru mörg jarðabótafélög. fíækt- unarfélag (Norðurlands), sem stofnað var 1903, hefir meira en 1000 félaga. f>ar eru 2 fastar tilraunastöðvar, og þar er Landbúnaðarfélag, sem sam- svarar nánast Landsbúnaðarfélaginu danska. Miklir vegir hafa gerðir verið þar síðari árin og margar brýr, sumar mjög kostnaðarsamar. — Útfluttar vör- ur frá landinu hafa tvöfaldast að vöxt- um á síðustu 20 árum. (Höf. minnist því næst á uppdrátt þann af framför- um íslands á árunum 1885—1902, sem Thor E. Tulinius gaf út í fyrra í sam- bandi við sýninguna, og getið var um hér i blaðinu þá; hann ber með sér, að landinu hafði farið mikið fram í öllum greinum, nema í áfengisnautn;: hún hafði minkað úr nærri 11 pottum á mann niður í tæpa 3 potta). Eíkisskuldir eru engar á íslaudi. |>að á í þess stað varasjóð með hátt upp í 2 rnilj. kr. (Höf. telur þar með peningaforða landssjóðs í síðustu aug- lýst reikningslok). það er því ekki hægt að kalla ís- land fátækt land, þótt ekki sé á neitt annað litið en efnahaginn; og lítum vér á sögu landsins, náttúru þess og tungu þjóðarinnar, þá er Island auð- ugt land. Land, sem á sögu sinni slíka fjár- sjóðu, sem fornsögurnarýslenzku; land,, þar sem stórkostlegir jöklar, fögur fjalllendi og hrikaleg hraun lykja um frjósaraa dali og auðræktað undirlendiý — það er ekki rétt að kalla það fá- tækt land. Tungan íslenzka, sem nú. er töluð og rituð, er runnin beint af tungu þeirri, er töluð var í fornöld í Danmörku, Norvegi og Svíþjóð. Hún er orðin hljómfegurri og hljóðauðgari en fornmálið, og ísland eitt hefir varð- veitt málið óblandið útlendum efnum. íslendingar eiga heiðurinn fyrir það, að hafa varðveitt bæði tungu Norðurlanda og sögu þeirra. — f>ví næst, minnist greinarhöf. á hest- ana íslenzku og telur dönskum bænd- um vafalausan hag að því, að fá sér þá. Varla séu til þægari, fótvissari, þol- betri né þurftarminni hestar en íslenzku hestarnir. Mörgum ferðamönnum, sem til íslands koma — þeir eru því mið- ur fæstir danskir, segir höf. — finst það vera mesta yndi, eins og íslend- ingum sjálfum, að hafa góðan reiðhest og geta riðið sér til skemtunar langar. leiðir innan mikla náttúrufegurð. f>á talar höf. um hina »frámunalega ástúð og gestrisni við alla Dani, sem til Islands komi«, og segir, að það fyrnist þeim sízt, er reynt hafa. Onnur ein8 gestrisni segir hann að hittist ekki fyrir í afskektustu bygðarlögum á Jót- andi. Ekki kom mér svo fyrir sjónir á ferð minni um landið í fyrra sumar, að bændur sem þar láta fyrirberast, •verði að leggja mjög hart á sig til að bjargast«, eins og hr. Ingvar Vaag kemst að orði. Nei, — landsmenn viuna að vísu af atorku og leggja nokkuð á sig, en það er ekki gert til þess að hafa rétt að eins málungi matar. þeir gera það til þess að hag- nýta þá miklu landskosti, sem hið fagra land þeirra hefir til að bera, og til þess að gera vistina þar svo góða og girnilega, að eitthvað af frændum þeirra, sem farnir eru vestur um haf, fýsi að hverfa heim aftur og leggja lið sitt því mikla starfi, sem þar er tekið til við síðustu árin. Verði landið ekki fyrir óvtentum, áföllum, eldgosum, landskjálftum eða því um líku, þá er það víst, að ekki líða svo margir tugir ára, að þar verði orðið miklu fleira fólk og betur efnað en nú gerist, og þá verður rétt að kveða svo að orði: lsland erauðugt land. Eyrir því eru svo miklar líkur, að vissu gengur næst, að landkostir íslands og atorka landsbúa vinni það á, að þau orð verði að órækum sannindum áður langir tímar líða. L. Frederiksen. Landrltarinn kom heim aftur úr Danmerkurferð sinni núna á helginni á s/s Ceres. i i

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.