Ísafold - 11.08.1906, Blaðsíða 2
ÍS AFOLD
l'GJ
Sögn þess af undirtektunum af Dana
hálfn: heldur mikið ár því gert líka.
Góðra gjalda vert vilja sumir kalla
það líklega, að alþingismenn þeir, er
tóku til máls á fundinum 29. f. mán.,
vöruðust að láta þar koma fram ágrein-
ing sín í milli. En minna mátti varla
vera. Sá þingmaður hefði fengið ekki
öfundsvert orð á sig, er farið hefði að
rjúfa frið þá.
þá fyrst reynir á samlyndi, er á þing
kemur hér og þar á að fara að orða til
fulls kröfur vorar og koma sér niður
á fullnaðarúrslitun málsins. þar velt-
ur aðallega á því, bvort stjórnarliðið
lætur ófyrirleitnustu ofstopana í sínum
hóp vaða uppi og bæla undir sig þá,
sem vilja hegða sér af viti og með
stillingu, eða það skýtur þeim aftur
fyrir sig og Iætur þá halda sér í skefjum.
þá munu stjórnarandstæðingar ekki
láta á sér standa til samkomulags, svo
miklu ranglæti og yfirgangi sem þeir
hafa beittir verið af stjórninni frá 1904,
sem hefir til þessa verið miklu fremur
ófyrirleitin flokkstjórn en nýtileg lands-
stjórn.
Brlend tíðindi.
Markonisk. 10/g
Frá Rússlandi. Verkfallsmenn
komust í skærur við lögreglumenn á
járnbrautarstöð í Pétursborg. þar
féllu 8 menn af lögregluliðinu. Bylt-
ingarverkfallið færist út um land á
Rússlandi, er komið til Moskva og
Rostoff og annarra borga.
j?ví er samsint af stjórnarmanna
hálfu, að forsætisráðgjafanum nýja hafi
ekki lánast að koma saman frjálslyndu
ráðuneyti. Hirðin er því máli meir
og meir fylgjandi, að stjórnin verði
falin hervalds alræðismanni.
Frá ýmsum löndum. Blöð í
Bandaríkjum láta illa yfir því, að
Japanar meina Bandamönnum verzlun
í Mandsjúríu; stjórninni hafa borist
kvartanir út af því.
Kunnugt er um 335, er druknað
hafi á gufuskipinu Sirio (við Spánar-
strendur), en mjög marga vantar.
Vesturfarar urðu tryltir af hræðslu,
stukku í bátana í þvögum og söktu
þeim.
MilIwaukee-Avenue-banki í Chicago
lokaði dyrunum. þeir sem þar áttu
fé inni ruddust svo fast að, að róstur
urðu úr, sem lögreglan bældi þó.
Ymsa vantar af embættismönnum
bankans. Síðari braðskeyti segja, að
skipað hafi verið að handtaka forstjóra
bankans og gjaldkera.
Svo var hiti mikill í New York á
mánudaginn, að 10 menn biðu bana
og tugum saman liðu menn í ómegin.
Síðari fréttir segja þá skifta hundruð-
um, er yfir hefir liðið af hita og hefir
orðið að fara með á spítala.
Enskur sundmaður, er Billington
heitir, svam 1000 yarða (sama sem
485 faðma) á 12 mín. 52]/2 sek. í
Ulveston á Engl., og ber hann af
öllum sundmönnum í heimi.
Pre.stsko.siiing
fór fram nýlega á Möðruvöllum í
Hörgárdal, en varð ekki lögmæt —
fundur svo illa sóttur. þeir fengu
Strjáling atkvæða hvor, cand. theol.
Lárus Thorarensen og síra Jón þor-
steinsson (frá Sauðanesi).
Dreyfus-málið
Hann er loks alsýknaður
með liæstaréttardómi.
I.
Nær tólf ár hefir málið það staðið
yfir. |>ví Iauk ekki til fulls fyr en
12. f. mán., er hæstirétturinn í París
dæmði manninn í einu hlj. alsýknan af
öllum ákærum réttvísinnar. þetta
skyldi birta í 100 blöðum frönskum
og auglýsa í öllum hreppum á Frakk-
landi. —
RéttvísÍ8-morð er það kallað, er
menn eru af lífi dæmdir um sakleysi.
Dómurinn upphaflegi yfir Dreyfus
og meðferðin á honum eftir dóminn
(fremur en eftir dómnum) var verri en
morð, og er einhver óskaplegasta saga
af misbeiting lögsóknarvalds af réttvís-
innar hálfu, sem svo er kölluð, og ofstæk-
is og gjöræðia af hálfu þeirra manna, er
með embættisvöld fara, og eigi síður
hins, hve auðgert er að blinda og
æsa heila þjóð með lygum og falsi,
svo að hún veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Þessi er ferill málsins í sem fæstum
orðum:
Ungur liðsforingi í Frakkaher, Alfred
Dreyfus að nafni, Gyðingur að ætt,
vel gefinn maður og vel metinn, kom-
inu i höfuðsmannstign og herforingja-
ráð, var kærður um að hafa stolið úr
skjalasafni berstjórnarráðuneytisins
franska og selt þjóðverjum og ítölum
merkileg skjöl, sem leynt átti með að
fara og lutu að hermenskuráðstöfun-
um, ef ófrið bæri að höndum, dreginn
fyrir hermannadóm og sekur dæmdur
um landráð til embættismissis og æfi-
langrar varðhaldsvistar í útlegð. Hann
var flettur einkennisklæðum og sverð
hans brotið frammi fyrir félögum hans
f hernum. En þá sem fyr hrópaði
hann í sífellu, að hann væri saklaus.
Síðan var hann fiuttur vestur um haf,
í franska nýlendu í Suður-Ameríku,
Guinna, í hitabeltinu, þar er fáir
óvanir halda heiisu og lífi. þar var
hacn geymdur í dýflissu í hólma ein-
um, Djöflaey, og leikin hrakiega, langt
um fram það, er dómur til skildi, eink-
um síðari árin, með því að þá var
tekið til að hreyfa við málið heima á
Frakklandi og fjöldi manna sannfærður
orðinn um, að hann væri saklaus; og
vildu þá böðlar hans hafa hann feigan,
til þess að hann væri úr sögunni.
Maður einn í herforingjaráðinu, er
Piquard hét og var riddarahersir að
völdum, komst að því þar, að aðal-
sakargögnin á hendur Dreyfus voru
falsbréf, annað skrá um skjöl þau, er
Dreyfus hafði átt að stela og selja,
en hitt sendibréf, er í stóð »bófinn
D.« það D. átti að þýða Dreyfus.
En nú vitnaðist, að stafnum hafði
verið breytt úr P. í D. það höfðu
gert tvö varmenni í herforingjaráðinu,
Esterhazy og Henry — E. ritað skjala-
skrána og stælt þar hönd Dreyfus, en
hinn gert stafabreytinguna. 8á, H.,
drap sig á eitri síðar, er grunur lenti
á honum. Hinn var dreginn fyrir
dóm, en sýknaður, en Piquart stefnt
og hann dæmdur frá embætti. þetta
gerðu herforingjar — dæmdu. v í s v i t-
a n d i ranga dóma, að flestir ætla, af
því, að ella væri sæmd hersins franska
í veði. það varð úr, að landslýður
allur á Frakklandi skiftist í tvo flokka,
er annar hugði sig halda uppi sæmd
hersins og heill fósturjarðarinnar með
því að draga þeirra taum, er Dreyfus
höfðu dæmdan látið — og voru þeir
stórum fleiri —, og hinir, sem hafa
vildu réttlæti og sakleysi í hærra
gildi. þann málstað studdu fáeinir
þjóðmæringar, svo sem úgætismaðurinn
Scheurer Kastner, forseti í efri deild
þingsins, þingskörungurinn og blaða-
maðuriun Clemenceau (nú ráðgjafi),
Labori málflutningsmaður og mest og
frerast Emile Zola, sagnaskáldið fræga.
En svo var það óvinsælt verk, að
Scheurer-Kestner misti fyrir það for-
setamenskuna, og að Zola hélt við
meiðslum, ef eigi bana, ef hann lét
sjá sig á almannafæri. Hann hafði
borið sakir á stjórnina um afskifti
hennar af máli Dreyfusar, sannar og
réttar, og gerði það mjög 3körulega
og einarðlega. Hann var lögsóttur
fyrir það, sektaður og fangelsaður;
sömuleiðis ritstjóri blaðs þess, er hann
birti í grein sína, en það var enginn
annar en Clemenceau. Loks var þó
samþykt á þingi, að taka skyldi upp
málið aftur til nýrrar rannsóknar. það
var vorið 1899. þá hafði Dreyfus ver-
ið 5 ár í dýflissunni í Djöflaey. Hann
var enn tórandi þar, og var nú fluttur
heim til Frakklands til að standa fyrir
máli sínu. f>á fór svo, að þeir Ester-
hazy og Henry urðu að játa á sig
skjalafalsið. þá var það, er H. réð
sér bana. Hinn flýði úr landi.
Eu svo fór um mál Dreyfus, að
enn var hann sekur dæmdur, fyrir
nýjum herforingjadómi, í 10 ára varð-
haldsvist. f>að var í borginni Rennes
á Frakklandi, síðla sumars 1899. Var
eigi um annað tíðræddara þá um allan
hinn mentaða heim en það bneykslis-
mál og þann hneykslisdóm. f>au ósköp
gengu fram af öllum, og þótti mörg-
um, sem þjóðin franska hefði þar með
uppkveðið dauðadóm yfir sjálfri sér.
f>á var frjálslynd stjórn korniu til
valda á Frakklandi, óbáð hermanna-
ríki og kirkjuvaldi. Hún gaf Dreyfus
þegar upp hegninguna ókveðið. Hann
lét það svo vera að sinni, en þótti
enn misboðið mannorði sínu, nema
sakir væru af honum bornar með dómi.
f>ó lá það mál í þagnargildi árin næstu.
Loks tók enn ný stjórn rögg á sig,
þeir Combes og hans félagar, og létu
búa málið af nýju til dóms í hæsta-
rétti. f>ar sannaðist margfalt meinsæri
og aðrir stórglæpir á þá, sem um mál-
ið höfðu fjallað í vitna stað eða dóm-
arasæti, og lauk svo, sem fyr segir,
að Dreyfus var alsýknaður og í einu
hljóði.
Sjóhrakningur.
Hingað kom fyrir fáum dögum kaup-
skip s/s Ansgarius til Edinborgarverzl-
unar. Lenti á leið hingað frá Leith á
grynningum við Skeiðarársand (fram
undan Thomsens sæluhúsinu?) og
losnaði ekki fyr en eftÍT 8 stnndir,
komst þó hingað klaklaust og sér ekki
skemdir á því, en verður ekki bæft á
haf út aftur fyr en kafarar hafa rann-
sakað það; það á að fara héðan til
Spánar með fiskfarm. Nokkru var
fleygt fyrir borð af járni og kolum.
f>að hafði tafist áður í þoku við Fær-
eyjar eittbvað 16 stundir. Farþegi á
skipinu var ísleuzkur verzlunarmaður,
Haraldur Árnason frá "ýVakefield á
Englandi.
Dilskipaaíliiiii.
Vikuna þessa hefir mikið af Reykja-
víkurflotanum hafnað sig hér, með
rýran afla, rýrari en dæmi eru til 6
árin síðustu, segja kunnugir, bæði fátt
og smátt. f>ví er kent um mikið, að
hretið um miðjan f. mán. kipti mjög
úr. Veiðisvæðið var þá Húnaflói og
fyrir Hornströndum, eins og vant er
um þann tíma árs. En þá var þar
ýmist myrkt af hafísþoku og sudda,
eða stríðir stormar. FiskBmæðin því
að kenna, að ekki heflr gefið að liggja
djúpt.
Sumt af skipunum er farið út aftur,
í síðustu útivistina á sumrinu.
Kommgsheim sókniu.
Um hvert leyti Friðrik konungur'
kemur að sumri, mun ekki vera full-
ráðið enn. Talað um, að það verði
annaðhvort rétt fyrir þing eða þá um
miðjan júlímánuð. Komi hann fyrir
þing, er gert ráð fyrir, að bann muni
setja þingið sjálfur.
f>að er haft eftir honum, að til þess
mælist hann lengstra orða, að viðtök-
urnar hér verði hafðar sem íburðar-
minstar, einkum veizlufagnaður. Meira
varið i að nota hina stuttu viðdvöl
hér til að sjá það sem mest þykir tif
koma og kynnast landi og lýð. Og er
það óefað af einlægni mælt, bæði eftir
skaplyndi þeirra frænda, hinu alkunna
yfirlætisleysi, og um leið vegna nær-
gætni við oss um kostnaðinn.
Til þingvalla og Geysis er gert ráð
fyrir að konungur muni ferðast, og ef
til vill þaðan niður um sveitir, syðri
leiðina hingað aftur.
Hann ætlar að ferðast kringum land
og koma við í hinum kaupstöðunum
öllum þremur (Isafirði, Akureyri og
Seyðisfirði). Viðstaðan þar sjálfsagt
örstutt.
Skipið, sem hann ferðast á, er helzt
tekið í mál að muni verða eitthvert af
stærri skipum Sam.félagsins (liklega
Birma), sem eru mörg þúsund smálestir
að stærð, með föruneyti einhverrar
brynsnekkjunnar í danska flotanum.
Konungsferðaskipið, Dannehrog, þykir
langt um of lítið í slíka langferð.
Viðtökunefndin er fráleitt farin að'
hugsa eða ræða til neinna muna sitfe>
verkefni.
Húsnæði handa konungi og hanff1
föruneyti verður erfiðast að útvega
hæfilegt.
Mönnum mun að svo stöddu ekki
hugsast annað tiltækilegra en efra lyftí
latínuskólaus. Þar hafði Kristján kon-
ungur veizlur þær, er hann hélt hér;'.
en niðri, í bekkjunum, hafðist þjón-
ustnlið hans við, hið óæðra. Sjálfur
gisti hann í landshöfðingjahúsinu.
Sjálfsagt þarf húsnæðið einhverrar
umbótar við að sumu leyti, hvert sem
það verður, áður konungur geti notasfc
við það. Til þess yrði lítill sem enginn-
tími í skólanum, öðru vísi en að hann
yrði losaður einhvern veginn nokkurn
tíma fyrir skólauppsögn. En þá raá
hugsa sér barnaskólann notaðan í
viðlögum fyrir mentaskólakenslunap
hanu losnar í miðjum maí.
Ríkisþingmennina 40, sem bjóða á
með konungi, verður líklega að fara
með eins og stúdentana dönsku hér
um árið: koma þeim fyrir til gistingar
hjá bæjarmönnum hingað og þangað-
það var líka gert um ýmsa förunauta-
Kristjáns konungs.
En að 3vo stöddu er þetta alt tóm-
ar bollaleggingar og annað ekki.
Sö n gsk emtun
veittu góða bæjarmönnum á miðviku-
dagskveldið í Báruhúsinu þau hjón
Sigfús Einarsson og frú Valb. Einars-
son (f. Hellemann), hina fyrstu eftir
komu sína hingað í sumar. Aðsókn
mikið góð, bátt upp í húsfylli. Af
16 ljóðum, er þau sungu, voru 2—3
íslenzk; þau söng frúin, sem er aldönsk,
en maður hennar eintóm dönsk ljóð
eða þýzk. f>að fansc mönnum heldur
skrítið, auk þess sem ekkert málið af
þremur græddi á því að framburði,
þótt furðuvel beri frúin fram íslenzk-
una. Frú Ásta Einarssou lék undir á.
hljóðfæri.
f>au hjón syngja aftur annað kveld,
hið sama að miklu leyti — nokkrar
breytingar.