Ísafold - 15.08.1906, Blaðsíða 1
Kemur nt ýmist einn sinni eöa
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eBa
l'/j doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bandin viÖ
áramót, ógild nema komin sé til
ótgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi skuldlaus viö blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8
XXXIII. árg.
Reykjavík mid\Tikuclaginn 15. ágúst 1906
53. tölublað.
Verzlunin Edinborg. í næstu viku byrjum við. að flytja kol heim til þeirra, sem kaupa þau af okkur, þeim alveg að kostnaðarlausu. Einnig sendum við kolavagninn um ákveðna parta bæjarins og getur þá hver sem vill keypt kolin af vagninum í vætt- um (8o pd.). Af Standard-White-steinolíu höfuð við einnig fengið nýlega mörg hundruð tunnur. Verðið er 21 kr. tunnan heimflutt. Athug’ið, að senda ágizkunarmiðana sjálfa úr blöðunum. Annað verður ekki tekið til greina.
Eg undirritaður get upp á, að í auglýsingum EDINBORGAR i Isajold og Reykjavík frá 28. júlí til 18. ágúst (að báðum dögum með- töldum) séu orð. " (Heimili) - ágúst 1906 (Nafn)
Hvað vér viLjum.
jpessi eru meginatriðin úr grein
þeirri, er alþingism. S k ú 1 i rítstjórí
'Thoroddsen reit í Politiken 26.
og 27. f. mán., svo sem áður hefir
verið frá skýrt.
þegar eg hugsa um öll þau vinarhót
■og geBtrisni, er oss íslenzkum alþingis-
tnönnum hefir auðsýnd verið í kynnis-
för vorri hingað til Danmerkur, þar
fiem vér erum gestir konungs og ríkis-
þingsinB, finat mér það vera skylda
mín, að votta þakkir fyrir það ekki
tmeð háværum skálarræðum, Bem því
miður oft lýsa aðeins augnabliks-hug-
arhræriug, heldur með þeirri hrein-
ukilni, er að minni hyggju ein getur
treyst það vináttu- og bróðurband, sem
víst mun vera almenn ósk að náin
kynni danskra ríkisþingmanna og ís-
lenzkra alþingismanna bindi þar í
milli, báðum þjóðunum til heilla og
danska ríkinu til hamingju í bráð og
•lengd.
Eg geri öiuggur ráð fyrir því, að
það sé föst sannfæring þjóðarinnar
•dönsku, að þjóðiruar þrífist bezt og
dafni í skjóli frjálsrar stjórnar, og að
faenni muni vera ljúft að Ijá eyrq, ósk-
um þeim um aukið og tryggilegar um-
búið þjóðarsjálfstæði og frelsi, sem vér
Í8leudingar ölum í brjósti. — Svo
faefir þó því miður ekki ætíð verið um
dönsk ráðunayti, er til Islands kemur,
■og landslýður hér í Danmörku hefir á
stundum orðið að bíta í það hið sama
súra epli. — £u reynslan er hinn
bezti kennari, eins og kunnugt er, og
því er vonandi, að þetta, hvernig dönsk
ráðuneyti tóku fyrrum í þjóðlegt sjálf-
stæði og frelsi íslands, sé nú alveg úr
■ sögunni.
En þá mun verða spurt: hvað er
það, sera íslendingar vilja? Eru þeir
þá ekki ánægðir enn?
Nei, þeir eru ekki ánægðir. — það
væri mjög villandi og rangt, að kann-
ast ekki við það hreinskilnislega. —
Höf. gerir því næst glögga grein fyr-
ir því:
1. Stöðulögin (frá 1871) ólöglega
tindir komin, án samþykkis alþingis,
ofan í konungs fyrirheit um að stöðu
íslauds í ríkinu skyldi eigi verða til
lykta ráðið að fornspurðum þjóðfundi
f laudinu, enda hefði einveldi það, er
Danakonungur lét af hendi við þegna
• sína, ekki getað lent hjá ríkisþinginu
danska, er til íslands kom, heldur í
böndum íslendinga, er gengu á sínum
tíma í samband við Norveg sem sjálf-
stætt ríki og áskildi sér berum orð-
dm í sáttmála þeim heimild til að slíta
®ambandinu, ef þar til teknir skilmál-
aí væri ekki haldnir, en hægt að sanna,
það var ekki gert. Fyrir því get-
Utla vér íslendingar ekki kannast við,
. grundvallarlögin dönsku séu gild á
8'audi, enda hafa þau aldrei verið
1,1 þar, en það var þó í þá daga skil-
fyrir, að dönsk lög, er skyldu ná
l8Unds, gæti orðið gild þar.
Í>ví er haldið fram af danskri
há!fu, að þvj ag danskt, löggjafar-
vald (konungur og ríkisþing) hafi sett
8töðulögin á sínar spýtur, þá geti það,
hvenær sem því þóknast og án þess
að íslenzka þjóðin komi þar nærri,
breytt þeim lögum eða jafnvel numið
þau alveg úr gildí og þar með kipt
burtu grundvellinum undan sjálfstæði
og frelsi íslauds. þetta er kent við
háskólann, og því er oft haldið fram í
dönskum blöðum; og er Islendingum
vorkunn, þótt þeim lftist ekki á þá bliku.
3. þ>á er ýmislegt í stöðulögunum
að efni til, sem vér íslendingar erum
ekki ánægðir með: upptalning á sér-
málunum íslenzku, og þar með alt
annað gert að sameiginlegum málum,
í stað þess að miklu réttara hefði
verið að hafa það hins vegar. Mjög
áríðandi, að þar sé skilið glögt í milli
(tökum til dæmÍ3 ritsfmamálið). Og
þótt 8v® færi, að fsl. löggjafarvaldið
færði þar með út kvíarnar lítils hátt-
ar, þá geti höf. ekki trúað því, að
danska þjóðin færi að amast við því.
4. Annað viðkvæmt atriði í stöðu-
lögunum er tillagið, 60 þús. krónurnar,
sem dönsk blöð tala oft um eins og
náðargjöf, þótt sannleikuriim sé sd, að
þetta er ekki annað en Isiga af fé, sem
íslancL átti inni i ríkissjðði (fyrir seld-
ar jarðeignir og sjóði), er gerður var
fjárskilnaður með Danmörku og íslandi,
•g það leiga, sem ríkisþingið tiltók þar
að auki með sjálfsvaldi, þótt gert væri
fra íslands hálfu tilkall til mikki meira.
— Ég ímynda mér nú ekki, segirhöf.,
að nú sé nokkur maður sá á íslandi, sem
vilji fara fram á frekara tillag úr rík-
issjóði en téðar 60 þús. kr., sem annar
málsaðili hefir sjálfur skamtað, en hins
vegar vildum vér gjarnan fá greiddan
höfuðstólmn, sem áminst fjárhœð er
leiga eftir, t. d. í óuppsegjanlegum
dönskum kgl. ríkisskuldabréfum, til
þess að það viðkvæma atnði sé þár
með alveg úr sögunni; og mér er næst
að halda, að ef danska löggjafarvaldið
vill ekki fallast á það, þá muni vera
efst í mönnum á íslandi að gefa upp
tillagið og reyna að komast af án þess,
eins og bezt vill verkast.
5. þá nefnir höf. nokkur minni hátt-
ar atriði í stöðulögunufn, er þarfnist
endurskoðunar við frá íslenzku sjón-
armiði: yfirstjórnarkostnaður landsins,
sem þau ætla ríkissjóði að bera, er
nú dembt á landssjóð í hinni endur-
skoðuðu stjórnarskrá, með búsetu ráð-
gjafans í Eeykjavík; fyrirmælum lag-
anna frá 1871 um tillagið til póst
sambpnds milli landanna þyrfti eitt-
hvað að breyta, vegna samgangna-
breytinga, er síðan hafa orðið; vér ætt-
um að hafa heimild til að veita inn-
borinna manna rétt á íslandi; sjálf-
sagt að hafa í nýjum stöðulögum fyr-
irmæli um hlutdeild í stjórn sameig-
inlegra mála, ef til kæmi og ísland
vildi eiga sinn þátt í koslnaðinnm.
Aðalatriðið er það t'yrir oss íslend-
ingum, segir höf., að við það sé kannast
glögt aý Dana hálfu, að vér höfum eðli-
legan og sögulegan rétt til að ráða því
með, hvaða stöðti vér höýum í danska
ríkinu.
Vér viljum því láta endurskoða stöðu-
lögin og íá ný sarabandslög, er sam-
þykt séu bæði af dðnsku og íslenzku
löggjafarvaldi, og verði þeim því ekki
breytt öðru vísi en með samþykki
beggja málsaðilja. Slíka endurskoðun
þyrfti að uudirbúa hið alka bráðasta
með því að skipa nefnd ríkisþingmanna
og alþiugismanna.
6. |>ví næst drepur höf. á konungs-
titilinn, að Ieland væri tekið upp í
hann (»Danmerkur komungur og ís-
lands*).
Framangreind atriði segir hann að
hafi orðið samkomulag um á leiðinni
til Danmerkur meðal meiri hluta þing-
manna, sem sé stjórnarandstæðinga og
hins frjálslyndara fylkingararms stjórn-
arliðsins, þ. e. tólfmenningaana.
7. f>á tekur hann fram, að danskt
löggjafarvald eigi að láta sig engu
skifta, hvernig íslenzka löggjafarvaldið
hagar yfirstjórninni innlendu, hvort
heldur hún sé falin landstjóra með
ráðgjöfum, eða 3 ráðgjöfum í stað eins
nú.
Yfir höfuð verðum vér Islendingar, segir
hann, að biðja oss mjög eindregið und-
þegna allri íhlutun danskra ráðgjafa
um sérmál vor. f>ess vegna hafi stjórnar-
andstæðingum á Islandi sárnað það,
er skipun ráðgjafans, sem nú er, var
undirskrifuð af forsætisráðgjafanum
danska, og þar hygg eg meiri hluta
þjóðarinnar vera á sama bandi. f>að
mál útlistar hann ítarlega, frá voru
sjónarmiði.
þeasu segir höf. að stjórnarandstæð-
ingar muni ekki láta undir höfuð leggj-
ast að reyna að fá breytt, jafnframt
öðrum nauðsynlegum stjórnarskrár-
breytingum, svo sem stytting á kjör-
tímabilinu, afnám eða fækkun kon-
ungkjörinna þingmanna o. fl.---Hann
kveðst ekki trúa því, að hin frjálslynda
danská þjóð eða hin danska stjórn
haldi fast í áminsta íhlutun um sér-
mál vor. Hann vill ekki bíða með
þær umbætur eftir sambandslögunum;
nefndir oft seinvirkar. Mikill dráttur
mundi verða til að halda við óánæg-
junni og veita þeim vind í seglin, sem
helzt vildu láta slíta sambandinu milli
íslands og Danmerkur. Frásagnir
danskra blaða nm þá skilnaðarumleit-
un hafi verið ýktar. f>að séu helzt
stöku utanþingsmenn og ungir menn,
sem þá hugmynd aðhyllist. En fainir
ungu menn verði einhvern tíma roskn-
ir menn, og ekki ^bregðist þeir allir
æskuhugsjónum sínum, þótt þær kunni
að sýnast eiga langt í land. Hannef-
ast ekki um, að með góðu samlyndi
og tilslökun á báðar hliðar muni hægt
að koma góðu lagi á sambandið milli
landanna, báðum málsaðijlum til hæfis.
— ísland 8é að vísu mjög strjálbygt
að svo stöddu, en sízt sé fyrir að synja,
að mikið verði úr því með tímanum,
og hver viti nema það standi einhvern
tíma, er langt um líður, Danmörku á
sporði að fólksfjölda og velmegun.
þetta er aðalefnið úr hinni rækilegu
og vel sömdu útlistun höf. á vorum
málstað frammi fyrir dönskum blaða-
Iesendum, sem hann á miklar þakkir
skilið fyrir og mun hafa greitt mjög
fyrir samtalsfundinum danskra og ís-
lenzkra þingmanna 29. f. mán.
(Töluliðaskiftinguna hefir ísafold gert,
fyrir glöggleika saklr).
S/s Vesta (Gottfredsen) lagöi á staö
í gærkveldi vestur um land og norður
til útlanda. Far tóku sér meðal margra
annarra Hjörleifur prófastur Einarsson
frá Undirfelli og hans frú heimleiðis,
síra Matthíag skáld Jochumsson sömul.
til Akureyrar, ásamt börnum sínum Stein-
grími lækni (og hans frú) og frk. Elínu.