Ísafold - 18.08.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.08.1906, Blaðsíða 2
ÍSAFOLD halda sig utan landhelgi, en í land- helgi 8éu beztu fiakimiðin víðast, og þau ætli Danir sér,— uota þar sitt þegn- lega jafnrétti við íslendinga. En það segir blaðið sé að sýna Islendingum óhæfilegan yfirgang og meira að segja að brjóta lögá þeim. f>ví stöðulögin telji fiskiveiðar með íslenzk- um sérmálum, og g e t i það ekki aðra merkingu haft en þá, að íslandi en ekki Danmörku beri fiskiveiðar allar í landhelgi. Utan landhelgi hefir ís- land engin sérréttindi, segir bl., og því getur ekki verið átt við fiskiveiðar þar. En í landhelgi h 1 j ó t a það að vera íslendingar, sem hafa einir heimild til að reka fiskiveiðar. Frá íslenzku sjón- armiði hlýtur að vera alveg sama, hvort það eru heldur Englendingar, f>jóðverjar, Norðmenn eða Danir, sem veiða fisk í landhelgi, og það verður ekkert vit í hildarleik þeim, er háður er til að verja landhelgina, ef hafa á veiðina þar af íslendingum eftir sem áður. — f>etta er vel mælt og drengilega, og vitanlega alveg rétt. Klæöaverksmiðjan Iðunn. Meiri hluti hluthafa þeirra, er heima eiga í Eeykjavík, var á fundi 11. þ. m. eindregið á því, að reyna að endur- reisa verksmiðjuna og halda henni áfram, en sá enga leið til þess aðra en að afia meira stofnfjár, og skoraði á stjórn félagsins að leita nýrra fram- laga í 100 kr. hlutum, alt að 35,000 kr., fyrst meðal hluthafa, sem nú eru, og þvf næst utanfélagsmanna ; og skulu hin nýju hlutabréf ganga fyrir eldri með 5/o vöxtum af árságóða félagsins. Ekki er fullkunnugt um enn, hvert tjón hluthafar hafa beðið við brunann. Og ekki er, segir stjórnin (í boðsbréfi 16. þ. m.) hægt að gera nákvæma á- ætlun um tekjur verksmiðjunnar eftir- leiðis; en eftir þeirri reynslu, sem fengin er, segir hún, getur enginn vafi verið á því, að nýju hlutabréfin verða ávalt trygg með 5/. ágóða að minsta kosti. Eignin verður og öll tryggari en áður, með því að nú á að hafa húsið alt úr steini, innveggi og útveggi. Stjórn Iðunnar félagsins er. Jón Magnússon skrifstofustjóri, C. Zimaen konsúll og Ólafur Ólafsson prentari. Ekkert hefir vitnast enn um, hver valdur er að brunanum. Manninum, sem var grunaður um að hafa ætlað að kveikja í húsinu nr. 1 á Laugaveg, var slept úr gæzluvarð- haldi snemma í vikunni, og hafði hann ekkert á sig játað. Ekki mun afráðið hvort mál verður höfðað móti honum eða ekki. Maður druknaði af fiskiskútu frá H. P. Duus-verzlun í Eeykjavík, Eesðlut, norður á Húnafióa um miðjan f. mán.; hann tók út og náðist ekki. Hann hét Nikulás Árnason, ÁkurneBÍngur, kvæntur maður miðaldra og átti 2 börn. Eöskleikamaður sagður og vel nýtur. Heiðurssamsæti var O. Myklestad fjárkláðalækni haldið að Hrafnagili í Eyjafirði rétt áður en hann lagði á stað heimleiðis í fyrra mán. og þakkað fyrir starf hans hér. Hann hafði ort kvæði um ísland er hann hafði yfir í samsætinu. Erlend tíðindi. Markonisk. 17/8 Frá Eússlandi. |>að bar til nýlega að hertamningum á einum stað á Eússlandi, að skotið var á Nikulás stórfur8ta. f>að gerði lífvarðarherfylki. Hann sakaði hvergi. En ómögulegt að komast fyrir. hver skotið hefir. Byltingarmenn f Varsjá notuðu ka- þólskan helgidag til samtaka um að myrða alla lögregluhermenn þar og aðra varðmenn með sprengikúlum og marghleypum. |>eir drápu og særðu 44. Herliðið skaut í móti gríðardemb- um og feldi eða særði 145 manns. Viðlíka vopnamessa í Lodz. Fráýmsum löndum. Persakon- ungur hefir látið það eftir almennings- ósk, að hann ætlar að kveðja til lög- gjafarþings með fulltrúum af öllum stéttum. f>ýzkur handlæknir, Bergmaun, hefir varið kvaddur suður í Miklagarð til soldáns, en í gær var látið betur af honum. jpað er nýrnaveiki, sem að honum gengur, og fleira, sem henni fylgir. Játvarður konungur og Vilhjálmur keisari hittust í Kronberg á Prúss- landi. |>eir kystust og óku saman í vagni þar um nágrennið. Mikil fagn- aðarlæti og viðhöfn. Allir sammála um, að þótt ekki komi þeir samfundir stjórnmálum við, þá muni þeir reynast mikilsvirði fyrir heimsfriðinn. Brunabótafélag í Hamborg, hefir af- sagt að greiða bætur, sem nema 4 milj. dollara, fyrir það sem brann í San Francisco í vor eftir landskjálft- anu, og ber fyrir sig, að tjónið hafi verið forsjónarinnar ráðstöfun. Mullah, uppreÍ8narhöfðinginn gegn Bretum í Afríku austanverðri, á So maliskaga, hefir gert herhlaup inn yfir landamæri þar og ráðist á þjóðflokk þann þarleudan, er kendur er við Kareharon, og hefir felda meira en 1000 manna og tekið 10,000 úlfalda. Pappírsmylnur og 7 íbúðarhús f Snodland í Kent á Englandi hafa gjör- eyðst af eldi. Tjónið metið 100,000 pd. sterl.; 500 manns mist atvinnu. f>að er alment álitið á Frakklandi, að harðar illdeilur séu í vændum milli stjórnarmanna þar og páfa f Eóm. Báðgerð ný járnbrautarlagning milli New-York og Chicago og muni hún kosta 30 milj. pd. sterl. (540 milj. kr.). Eoot ráðgjafa (utanríkis) frá Banda- rfkjum fagnað með hinum mestu virkt um í Montevideo. Hann er lagður á stað þaðan til Buenos Ayres. Mikið talað um vinfengi og samdrátt með öllum Vesturheimsþjóðveldum. Svo segir í símskeyti frá Panama, að lögreglan hafi flutt í útlegð seytján Kólumbíu-hershöfðiogja, er þar höfðu átt þátt í stjórnarbylting áður og voru nú sakaðir um samsæri gegn Stjórninni. Ldfandi myndir hefir norsknr ncaður, C. Köpke, sýnt hér í Iðnaðarmannahúsinu nokkur undanfarin kvöld. Þykir það góð skemtun og er aðsóknin eftir þvi. Annað- kvöld verður þessum sýningum lokið. I kvöld kl. 6 og annaðkvöld um sama leyti verða sýndar allmargar myndir úr lífi Krists. Þær eru teknar eftir svonefndum pfslarsýningum í Oberammergau i Sviss, sem lengi hafa verið haldnar þar 10. hvert ár og aðsókn að þeim verið ákaflega mikil. Hr. C. Köpke fer héðan til Seyðisfjarðar. Ætlar hann að taka þar lifandi myndir af hátiðlegri landtöku sæsimans o. s. frv. Tilhögun kenuarafélaga. Herra ritstjóri! í flestum sýslum landsins er verið að undirbúa stofnun kennarafélaga. í Gullbringu- og Kjós- arsýslu er slíkt kennarafélag þegar komið á fastan fót, og hefir þess verið óskað af keonurum víðsvegarum land, að eg sæi um birtingu á lögum þess félags í blöðunum; bið eg yður því að sýna oss kennurum þá velvild, að birta meðfylgjandi lög kennarafélags Gullbringu og Kjósarsýslu í næsta blaði ísafoldar. Virðingarfylst Flensborg, 15. ágúst 1906. Jón Þórarinsson. * * * L O G kennarafélagsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu. 1. gr. Tilgangur félagsins er, að efla samvinnu og samtök meðai kennara sýsl- unnar, til að hæta mentun alþýðunnar og hlynna að hagsmunum kennaranna i öllum greinum, andlegum og likamlegum. 2. gr. Félagið heldur málfundi til að ræða um þau mál, er snerta tilgang þess, svo oft sem því verður við komið, og aldrei sjaldnar en þrisvar á ári: í skólaársbyrjun, i jólaleyfinu og þegar kenslu er lokið að vorinu. Vorfundur er aðalfundur félagsins. 3. gr. Formaður sér um, að á hverjum fundi sé til umræðu eitthvert kenslumál, eða uppeldismál. — Umræðuefnið skal auglýsa félagsmönnum um leið og fundur er hoðað- ur; en fnndarboð á að vera komið til fé- lagsmanna eigi siðar en hálfum mánuði fyrir fund. 4. gr. Atkvæðisrétt á fundi hefir hver félagsmaður, sam ekki stendur i tillagsskuld við félagið. — Á fundum ræður atkvæða- fjöldi úrslitum mála, nema um lagabreyting 8é að ræða (sjá 12. gr.). 5. gr. Kjósa skulu félagsmenn á vorfundi einn mann úr sinum hóp, til að mæta sem fulltrúi á ársfundum eða aðalfundum Hins islenzka kennarafélags i Reykjavik; skal gefa honum erindisbréf, er sé undirskrifað af formanni félagsins. Ferðakostnað, eða styrk til ferðarinnar, fær hann greiddan eftir ákvæði vorfundar í hvert sinn. Full- trúi félagsins flytur á fundum Hins islenzka kennarafélags hvert það mál, sem félags- mönnum er áhngamál, og þeir hafa falið honum til flutnings. b. gr. Það sem fram fer á fundum, skal bóka i gjörðabók félagsins, og skrifar formaður undir i hvert skifti með skrifara til staðfestingar. 7. gr. Félagsmaður getur orðið hver sá, karl eða kona, i Gullbringn- og Kjósarsýslu, sem hefir stöðuga atvinnu af kenslu og greiðir 2 kr. til félagsins á hverju ári. Gjalddagi árstillaga er fyrir vorfund ár hvert. 8. gr. Félaginu stjórnar 3 manna nefnd, og skal kjósa hana til eins árs i senn, for- mann og tvo meðstjórnendur: fébirði og skrifara. 9. gr. Formaður stjórnar öllum fram- kvæmdum félagsins með ráði samnefndar- manna sinna, Hann stjórnar umræðum á fundum, og skýrir frá efnahag og starfsemi félagsins á aðaifundum. Hann á atkvæðis- rétt á fundum, og séu atkvæði jöfn, ræður atkvæði hans úrslitum. 10. gr. Skrifari annast um ritstörf fé- lagsins undir umsjón formanns. 11. gr. Féhirðir innheimtir tekjur félags- ius og greiðir gjöld þess. Hann Bemur árs- reikning þess, en aðalfundur úrskurðar rnikninginn. 12. gr. Tillögur til lagabreytinga skal bera upp á haustfundi eða miðsvetrarfnndi, og nær hún lagagildi á næsta vorfundi, ef */8 þeirra atkvæða, sem á vorfnndi eru greidd, eru með henni. Heiðursmedalíu úr gulli hefir frú Thora Melsteð fengið, og kvað mjög fáum dönskum konum hafa hlotnast sú sæmd. Raflýsingin Alveg er það óviðunandi, ef lagst er undir höfuð eða látið dragast lengi úr þessu að koma á raflýsing hér í bæ. Af öllum fyrirhuguðum umbótarstór- virkjum hér er það lang viðráðanleg- ast, líklega bæði fyrirhafnarminst og. kostnaðarminst. það er strætalýsingin ein, sem bæ- jarsjóð kemur við. Annar kostnaður legst ekki á hann. Aðra lýsingu kosta einstakir menn, húsráðendur o. s. frv. Bafljós á strætum kostar ef til vill> eitthvað meira en steinolíuljósið, sem nú höfum vér. En miklu þarf það naum- ast að muna. Jafnmikil birta og nú gerist kostar sjálfsagt heldur minna en meira, ef tekin er upp raflýsing. Hitt er það, að gert verður tilkalb til töluvert betri birtu og þ a r a f leið- andi kostnaðarmeiri. En einbvern tíma v e r ð u r bærinn að færast úr skræl- ingjahjúpnum bæði með þetta og annað, ef hann á ekki að verða eilíft »aftur- úrstand« bæja á viðlíka reki og smærri þó miklu a 1 s t a ð a r annarstaðar um siðaðan heim. f>að er sem fyr segir, að annar kostnaður en strætalýsingin legst ekki* á bæjarsjóð eða þarf ekki að gera það- að minsta kosti. Gerir það ekki, nema ef haldið verð- ur frara þeirri heimsku, sem kvaA' hafa bólað á í bæjarstjórninni, að vilja ekki beyra annað tekið í mál en að' bærinn komi sjálfur upp raflýsingunni,. taki til þess stórlán og láti sína menn,. verkfræðingana, sem hún á kost á hér„ framkvæma verkið. p a ð væri hið mesta óráð, af 2 ástæðf- um aðallega: 1. Verkið fæst ekki eins tryggilega gert, ef því stjórna ekki vanir menn við slík störf og bera á því fulla ábyrgð. 2. Bærinn verður að fara svo spart með lácstraust sitt, sem hægt er, vegna annarra stórvirkja, sem hann á fyrir höndum, fyrst og fremst vatnsveitunnar, er hann h e fi r sama sem afráðið að- gera á sínar spýtur; þar næst neðan- jarðar-sorpræsingarinnar, sem er óhjá- kvæmileg, að vér nú ekki nefnum höfn- ina. Hið eina rétta er, að veita einhverjm raflý8Íngarfélagi. sem bera máfult traust til, einkarétt til að raflýsa bæinn á sinn kostnað um ákveðið tímaskeið, 8egjura 15—20 ár, gegn umsömdu ár- gjaldi fyrir strætalýsing og sömuleiðis; með ákveðnu hámarki á Ijósaverði fyrir einstaka menn. f>au bjóðast til þess sjálfsagt tíu fyrir eitt. f>á verður verkið framkvæmt af þaulvönum sérfræðingum í þeirri grein,. þ. e. þeim, er ráða allri tilbögun og segja fyrir verkum. Atvinnu fá óbreytt- ir verkamenn hérlendir við það starf alveg eins hér um bil, hvort sem það kostar heldur bæjarsjóður eða einstakra manna félag. f>að eru verkfræðingar vorir einir, sem verið getur að misst atvinnu fremur, ef höfð er sú aðferð, sem hér er mælt með. En þess má ekki almenningur gjalda né bæjarsjóð- ur. Báðagerð um að nota vatnsafl úr Elliðaánum til raflýsingar hér ætti helzt að hverfa úr sögunni, með því að svo er að beyra sem reynslan hafi sýnt annarsstaðar allgreinilega, að því að eins sé nokkur bagur að nota vatns- afl, að það sé bæði mjög nærri og. fossinn eða fossarnir háir og allvatna- miklir. 8í&degismessa á morgun i dómkirk— jnnni kl. 5 (J. H.). Síra Fr. FriÖriksson messar á hádegi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.