Ísafold - 19.09.1906, Qupperneq 2
238
ÍS AFOLD
Bókaríregn.
Jón Trausti: Halla.
Söguþáttur úr sveitalíf-
inu. — Utg. Arinbjörn
Sveinbjarnarson og Þor-
steinn GislasOD. Rvik
1906. 224 bls. 8.
Viðvaning88míð er hún, 8Ú hin ný-
Íasta skáldsaga vor, en óvenju-kosta-
mikil.
Smíðalýtin eru töluverð. En standa
grunt yfirleitt. Dálitlar glufur og
gloppur, og mállýti allmörg og mikil,
en þó ekki fieiri en algengt er orðið
um aðrar bækur af líku tægi, ekki sízt
þýðingar. — Sú ádeila nær vitaskuld
ekki til 8líkra manna sem Einars Hjör
leifssonar, Guðm. Friðjóns8onar eða
Þorgils gjallanda.
Ko8tirnir eru: dágott hugsmíðarafl,
liðleg, greið og gegn efnismeðferð, alveg
tilgerðarlaus víðast hvar, glögg eftir-
tekt á þvf, aem fyrir augu og eyru
ber, og stillileg sannleiksást.
f>etta er ástarsaga, ekkibeint frumleg
■— hve mörg skáld rita nú orðið frumleg
ar ástarsögur? —, en engin bein eftir-
Btæling þó. Vel fer hún ekki, í venju-
legum skilningi, eða þeim, sem almenn-
ingur gengst helzt fyrir að jafnaði. En
hugþekk er hún og verður hverjum
mætum manni og drengilega hugeandi,
konum og körlum, ungum og gömlum,
vegna þess, að hún lýsir aðallega og
lýsir vel og rétt einstaklega vel gefinni,
flestum mönnum hugþekkri ogeaklausri,
alíslenzkri sveitastúlku. Hún er
ekki annað en umkomulaus og ment-
unarsnauð vinnustúlka á sveitabæ. Eu
bvo vel að sér ger til sálar og líkama,
Bvo tápmikil í hvers konar þrautum,
Bvo kjarkmikil í andlegum raunum,
svo skyngóð á mannlífið, og svo göfug-
lynd, að langt ber af mörgum, mjög
mörgum hámentuðum hefðarmeyjum.
Og saklausari er hún tíu sinnum og
óspiltari en mörg sú, er ekki hrasar
eins og hún, sem kallað er. Hitt er
þó mest í varið frá höfundarins hlið,
að hún er sönn; lýsingin er rétt.
Lyndiseinkunn hennar og allri fram-
komu er rétt lýst, með fullri samkvæmni
frá upphafi til enda.
Svo er skaparanum fyrir að þakka,
að svona stúlkur, margt slíkra kvenna
á þessi litla þjóð, einmitt hvað helzt
meðal ómentaðrar alþýðu, svona vel af
guði gerðra, svona óspiltra, svona táp-
mikilla, svona göfuglyndra, er á reynir
og það er annars vegar, sem næst
gengur því er mest er í heimi: ein-
læg ást.
Presturinn ungi, sem við söguna
kemur mest auk Höllu, er látínn vera
lítilmenni, en ekki meira lítilmenni en
nóg eru dæmi til; hann er eigingjarn,
en sjálfselska hans er ekki meiri en
óhætt er að segja að alment gerist;
hann er kjarklaus, en ekki framar en
4 af 5 eða 9 af 10 í líkum kröggum.
|>ess er hér getið í þeirri veru að sýna,
hve vel höf. kann sér hóf. Hann ger-
alls enga ófreskju úr honum né var-
menni, þótt hann glati lífsláni stúlk-
unnar, sem lesanda verðnr svo inni-
lega hugþekk.
Gloppu mun margur kalla það í
sögunni, að höf. lætur það geta leynBt
lengi vel, að hinn ungi prestur er
kvæntur maður. |>að er ekki senni-
legt, að til gæti verið, jafnvel fyrir
hálfri öld, svo afskekt sveit á landinu
eða svo ókunnug högum sóknarprests
BÍns mánuðum saman, þótt nývígður
kæmi sunnan úr Reykjavík, að vita
ekki, hvort hann er kvæutur eðaókvænt-
ur. En höf. hefir þó dável til fundna
viðleitni á að gera það hugsanlegt.
Dómur höf. um þau bæði Höllu og
prestinn, í niðurlagi sögunnar, hefði
mátt missa sig. Skáldsagnahöfundar
eiga helzt að láta söguviðburðina tala,
en halda sér saman um hítt sjálfir.
Náttúrulýsingar eru dágóðar hjá
þessum höf., óviða smellnar, en hins
vegar óvíða tilgerðarlegar.
Sveitalífi og heimilisháttum á sveita-
bæjum Iýsir hann bæði rétt og laglega.
Eitt er það enn, sem gerir sögu þessa
mikið viðfeldna, og það er, hvað létt
er yfir henni og látlaust. f>að er líkast
því að hún hafi runnið úr penna höf.
eins og árstraumur. Hún er mjög ólík
því að vera saman kreist með sótt og
harmkvælum.
f>á er ísafold svikin, ef henni bregzt
sú von, að þjóð vor hafi græðst efni-
legur skáldsagnahöfundur þar sem Jón
Trausti er. — Nafnið það er vitan-
Iega gervinafn.
Ferðapistlar frá Finnlandi.
Eftir
síra Sigtrygg Guðlaug&son.
1.
Eg var enn á barnsaldri, þegar eg
las nokkura ferðapistla frá Finnlandi
eftir meistara Eirík Magnússon. f>eir
gripu huga minn svo, að mig dreymdi
þangað á nóttum. Og síðan hefir mér
verið kærkomið sérhvað það, sem frætt
hefi mig um land þetta og íbúa þess.
Nú hefi eg getað látið eftir löngun
minni að sjá það vakandi. Eg ferð-
aðist þangað í sumar ásamt þrem öðr-
um löndum (docent sr. Jóni Helgasyni
dómkirkjupr. síra Jóhanni f>orkelssyni
og cand. theol. Birni Stefánssyni) á
Kristilegan stúdentafund
N orðurlanda, sem haldinn var f
Nyslott 17. — 23. júlí.
f>ótt ferð þessi væri skyndiför, og
viðkynningin að sjálfsögðu einhliða,
þá dirfist eg þó að rita hér nokkur
orð svo sem endurminníng frá því ferða-
lagi.
Vér stigum fyrst fæti á Finnland í
Hangö. f>aðan var haldið tafarlaust
til Helsingfors sjóleið; þaðan á járn-
braut til Villmanstrand og frá Vilman-
str. til Nyslott á gufubát norður eftir
Saima (Vatninu).
f>egar litið er út yfir landið, þá verð-
ur fyrir augum manns, svo langt sem
þau eygja, sífeldir ásar og smáfell.
Eru það fornbergsbungur (granit) roeð
grunnum jarðvegi, sumstaðar berar.
f>ó er þessi harða beinagrind klædd
yndislegum skógarkyrtli. Hafa trjáræt-
urnar þreifað uppi hverja sprungu til
þess að tylla þar tánum, og ekki verið
stórlátar. Furan stendur bein og tign-
arleg, alt af að spegla sig, en björkin
hneigir sig og margbeygir fyrir henni,
þakkandi fyrir náðina að fá smá móa-
horn til umráða, og á stöku stað hefst
píllinn við (víðir), þar sem hann fær
nóg að drekka, og lætur vindinn bæra
gulbjarta eða silfurlita lokka sína. —
Og innan í þeirri umgerð sjást hér
og þar bjartir speglar. f>að eru vötn-
in, sem ásarnir hylja sjónum að mestu,
en alstaðar liggja fell í milli þeirra og
umhverfis þau, eins og möskvar í neti.
f>að er gaman, er gufubátarnir renna
eftir þeim, oft svo örmjóum, að tala
má við menn á landi frá báðum borð
um. Sýuist oft vera komið þar í kreppu
og báturinn stefna beint á land, en
alt í einu opnast spegilbrautirnar, ýmist
á hægri hönd eða vinstri, inn á milli
trjánna.
f>essar vatnaslæður liggja um mest
alt landið, með hægu straumfalli í land-
suður. Á vetrum er það bundið klaka-
dróma, en þá eru ísaferðirnar eigi síð-
ur skemtilegar. Fyrir því er jafnan
eitthvað til yndis þeim er ferðast um
þetta þúsuud vatna-land.
f>ótt landið 8é nafnfrægt fyrir nátt-
úrufegurð, þá hefir eigi síður þjóðín, sem
byggir það, vakið athygli á sér. það
eru Finnlendingar, sem upprunalega
eru af tveim fjarstæðum ættstofnum.
f>eir, er byggja vesturströnd landsins
og eyjar þar fyrir landi, eru komnir
frá Svíþjóð og af norð germonskum
kynstofni. En mestur hluti landsins
er bygður af þjóðflokki, sem fróðir
menn ætla að hafi í fyrndinni hafst
við á landamærum Norðurálfu og Aust-
urheims, norður og suður, en nú á
heima þar á Finnlandi, á Ungverja-
landi, á stöku stað í Rússlandi (þar
fámennur, þó) og loksnyrzt í Svíþjóð og
Noregi. Er hann nefndur finsk-ugrisk-
ur; mjög er ókunnugt um uppruna hans
(þótt hann hafi helzt verið talin til
Mongóla), og mál hans svo ólíkt bæði
ural-altaiskum og indo-evrópeiskum
málum, að ekkert er ákveðið um skyld-
leika við þau. Tveir ættstofnar af
þessum þjóðflokki hafa tekið sér bústað
í Finnlandi: Tavastar og Karelar
(Kyrjálar), en blandast síðan saman.
Finnar koma ekki við mannkyns-
söguna fyr en á 12. öld e. Kr. f>eir
eru þá seztir að í landinu, en lftið þar
um lögbundið þjóðfélag. f>að var árið
1157, er Eiríku hinn helgi Svíakonungur
fór krossferð til Finnlands. Hann
lagði undir sig landið og voru þau
yfírráð síðar fastara bucdin, einkum
af f>orkeli Knútssyni 1293. Takmörk
landsins að austan og norðan voru
ákveðin 1323, en síðar var þó oftlega
deilt og barist um þau.
Finnar eru því frá upphafi sögu sinn-
ar háðir útlendu valdi; en lauslegt
var það lengi. Aðallinn, sem þar reis
upp, gerðist innlendur, þótt hann væri
af sænskum uppruna. Félagslífið studd-
ist við innlendan heimilisgrundvöll, og
mótþrói gegn yfirgangi, jafnréttistilfinn-
ing og löghlýðni einkendi þjóðina. Ár-
ið 1632 fær hún jafnrétti við Svía að
kjósa sér konung, og er þó eigi talin
hernumin þjóð. f>ó rennur hún engan
veginn saman við Svía-Biskup og
aðall eru af sænskum ættstofni, og
kalla þó landið »þessa vora fósturbygð«.
Arið 1398 játast Finnlendingar undir
Kalmarsambandið. En yfirráð Dana-
konunga verða helzt til að hefta vald
Svía á Finnlandi og efla sjálfstæði þjóð-
arinnar. Hún varð jafnvel síðust til að
hverfa undan Kristjáni II., og þegar
Gustav Vasa náði landinu við árslok
1523, virtist það vera hernumið í ann-
að sinn, Syo varð þó eigi í reyndinni.
Stjórn Vasa-ættarinna jók konungs-
valdið. En á Finnlandi kom jafn-
framt upp öflugur aðall, sem hafði
innanlandsstjórn mjög í höndum sér.
Og G. V. gerði son sinn Jóhann aðher-
toga þar, með konungsvaldi að miklu
leyti, til þess að »fátæk alþýða ætti
þar athvarf réttmætum málstað sínum#.
Jarðarför landsbókav. Hallgríms Mel-
steð fer fram á inorgun, 20. sept. kl. 12
(húsið nr. 2 i Suðurg.).
Landsbókasafnið. Þar hefir for-
stöðunefndin sett Jón Jónsson sagnfræðing
aðstoðarhókavörð.
Eskifjarðarsíminn.
Dagfari gat þess í sumar — á
rit8tjóruardögum Sigurðar Guðmunds-
sonar —, að hr. stórkaupm. Thor E.
Tulinius í Khöfn hafði farið þess á leit,
að Múlasýslurnar og Seyðisf jarðarkaup-
staður legðu fram fé til talsímasam-
bandsins mili Seyðisfjarðar og Eski-
fjarðar, 7500 kr. eða sem svarar x/4
hlutar kostnaðarins, en að sýslunefnd
Norður-Múlasýslu og bæjarstjórn Seyð-
isfjarðar hefði »algerlega neitað að
taka þátt í nokkrum fjárframförum«
til fyrirtækisins, og að það virtist »helzti
mikil hreppapólitík og ómyndarskapur
af Norðmýlingum, að hlynna ekki að
málinu«.
Yms blöð önnur hermdu svo þessa
sögu um »ómyndarskap« Norðmýlinga
og virtist furða sig á, að þeir skyldu
ekkert vilja »s t y r k j a« þetta gagn-
lega fyrirtæki.
1 frásögu þessari er máli hailað á
Norðmýlinga og Seyðfirðinga, og reynt
að gera þá ámælisverða í augum al-
menuings, og vil eg því leitast við að
leiðrétta það sem mishermt er.
Skal eg þá fyrst taka það fram, að'
á fundum, sem haldnir voru til að
ræða þetta mál, bæði í bæjarstjórn
Seyðisfjarðar og sýslunefnd N-Múla-
sýslu, var fylhlega viðurkend nauðsyn
og gagnsemi sambands þessa, og þvi
fagnað, að það kæmist á. Hins vegar
sáu þessi stjórnarvöld ekki ástæðu til
leggja fram fé til fyrirtækisins, fyrst
og fremst af því, að kunnugt var, að
slík fjárframlög skiftu engu um fram-
gang þess; í öðru lagi lá ekkert fyrir
um það, að sýslan og kaupstaðurinn
fengju hluttöku í stjórn fyrirtækisins
í hlutfalli við væntanleg fjárframlög,
heldur var það þvert á móti skýrt
tekið fram í málaleitan hr. Tuliníusar,
að stjórn fyrirtækisins og starfræksla
öll yrði í höndum manna hans. í
þriðja lagi gekk sýslunefndin að þvf
alveg vísu, að hún — ef til vill þegar
á þessu ári — yrði að sinna kröfu1
frá Yopnfirðingum um fjárframlag tif
talsímasambands milli Hofs og Vopna-
fjarðarverzlunarstaðar, sem mun vera
2—3 mílur vegar og liggur að öllu
leyti innan sýslu. — En um talsímann
milli Seyðisfjarðar og Eskifjarðar er
þess að geta, að hann kemur hvergi
nærri Norður Múlasýslu.
Seyðfirðingar bjuggust einnig við,
að leggja fram fé til talsímasambands
hjá 8ér, eins og þegar er komið fram.
Mishermið er því þetta aðallega:
Málaleitan hr. Tuliníusar stórkaup-
manns til Múlasýslnanna ogSeyðisfjarð-
arkaupstaðar var alls eigi ósk um »styrk«
til að koma talsímasambandinu á,
heldur t i 1 b o ð um að gerast hlutbaf-
ar í fyrirtækinu, — tilboð, sem af hálfu
Norðmýlinga og Seyðfirðinga var hafn-
að jafn-kurteislega eins og það var
framborið. Eg tel sennilegast, að hr.
Tulinius hafi ekki verið það neitt
áhugamál, að Norðmýlingar og Seyð-
firðingar gerðust hluthafar, heldur hafi
tilboðið af hans hendi verið eitt af
skilyrðum þeim, er honum hafi sett
verið fyrir veitingu 20 'ára einkaleyfis
til að stofna og starfrækja umrætt
talsímasamhand.
A. Jóhannsson.