Ísafold - 29.09.1906, Síða 2

Ísafold - 29.09.1906, Síða 2
250 ÍSAFOLD En það er annað, sem Norðmenn gera, þótt ekki hafi þeir þessa skóla til að miklast af. þeir virðast vera til muna hagsýnni að ýmsu leyti heldur en bæði Danir og vér. þeir láta bæði dýralækna og einkum fjöliðnarkandídatana (verkfræðingana) fara til þýzkalands ogiaSviss eða annað að afioknu bóknáminu, og láta þá venjast þar verklegum framkvæmdum árum saman, áður en þeim kemur í hug að trúa þeim fyrir slíkum störf- um heima fyrir, fylgi þeim nokkur vandi. þ e i r taka ekki til þess tóma bókvitsmenn, nýskropna frá prófi. þeim er óhætt að trúa því, Dönum, að það er ekki vegna nánari eða betri fræudsemi við Norðmenn, ef vér tök- um þá fram yfir samríkisþjóð vora, heldur blátt áfram af hagsýni. Vér mundum gera það, hvaða þjóð sem í blut ætti, jafnvel Tyrkir eða Rússar. þetta er hagsýnis atriði og annað ekki. Að oss geti skjátlast í valinu, er alt annað mál. J>að má vel vera, þ ó 11 undanfarin lítils háttar reynsla virðist e k k i benda á það. Eftir að þetta var letrað, hefir ísafold borist norskt blað, P o s t e n, frá Krist- janíu, þar sem tekið er heldur óþyrmi- lega ofan í Politiken o. fl. fyrir fram- komu hennar í þessu máli, í ekki færri en þremur aðsendum greinum. Þar er meðal annars synt fram á, að Pol. fari með bull, er hún segir að ekki sé til nema einn iðnaðarháskóli í Norvegi. Þeir séu 3 í stað 1: í Kristjaníu, Björgvin og Niðarósi, og hafi sá skólinn, í N., einkum orð á sór fyrir veigamikla til- sögn. Þar næst er Dönum vísað á að spyrjast fyrir við háskólana í Hannover og Charlottenburg (hjá Berlín), þar sem flestir norskir verkfræðingar og iðnfræð- ingar lúki við nám sitt, og muni þá fást vitneskja um, frá hverju hinna norrænu landa þangað komi beztir nemendur. Loks hyggur höf. fyrstu greinarinnar það muni vega ekki hvað minst, að norskir verkfræðingar séu vanir því að eiga við jafnörðugt. landslag til hafnar- gerðar eins og vór eigum við að búa, íslendingar. Hinar greinarnar verður minst á næst. Myndasýning hefir Þórarinn B. Þorláksson málari þessa daga í Goodtemplarahúsinu uppi á lofti. Þar eru 40—50 myndir eftir haun, landslagsrayndir af /rnsurn stöðum hér landi, hinar n/justu og tilkomumestu úr óbygðum norðan við Eyjafjallajökul og þar í grend, — ein af Eyjafjallajökli sjálfum og ein af Tindfjallajökli og Þrí- hyrning, — margar úr Dölum, sumar hér úr Rvík, ein af Horni með lágnættissól, o. s. frv. — Það er allmikið varið í þær margar. V erzlunarsala. Yerzlunar- og fiskiveiðafólagið danska (Islandsk Handels- og Fiskerikompagni) á Vestfjörðum, sem stofuað var í Khöfn fyrir nokkrum árum og ætlaði að gleypa allar verzlanir hér vestanlands að minsta kosti, er löngu uppgefið orðið á þeim gróðaveg og hefir selt fyrir skemstu stærstu verzlunina, sem það átti eftir (eða hina stærri af tveimur), þá á Pat- reksfirði, með öllum húsum og lóðum m. m., konsúl Pétri A. Ólafssyni, fyrir lítið verð fremur, að mælt er. Sú eign öll kvað hafa kostað fólagið alls um 120,000 kr., með þeim miklu um- bótum, sem það gerði á eigninni. Flateyjarverzlunina á það eftir óselda. Bítir tíu ár. Úr ferð um landskjálftasvœðið fri Í896 III. Rjómabúin. Eg man eftir fyrir 10—12 árum 2 bæjum er eg gisti á og heyrði um fótaferð einhver- staðar í bænum einkennilegt hljóð og óvenjulegt. Annar bærinn var Reyni- vellir í Kjós, en hinn Móeiðarhvoll. Síra þorkell heitinn á Reynivöllum var, að mig minnir, annaðhvort fyrsti eða annar búmaðurinn á landinu, sem aflaði sér skilvindu. Og þorsteinn á Móeiðarhvoli var fyrstur f sinni sýslu; það þykist eg muna fyrir vfst. Nú eru yfirleitt kannske 1—3 bæir í sveit um alt Suðurlandsundirlendið skilvindulausir. Fleiri ekki. Skilvindunum fylgdu rjómabúin eftir nokkur ár. |>au eru 5—6 ára hin elztu. En viðbrigðin síðan — þau eru al- veg óttrúleg. Ekki er ýkjalangt síðan er þeim manni þótti segjast vel á þingi, er lýsti íslenzku smjöri svo sem því óæti, að þakkarorð mætti í milli leggja jafn- vel mjög óvandaðs smjörlíkis og þess óhroða. En nú vantar íslenzkt smjör ekki nema herzlumuninn upp í að geta kept við bezta smjör í heirni, rjóma- búasmjör Dana. f>aðer hvorttveggja, að íslenzkt smjör var ekki á boðstólum við aðrar þjóðir fyrir fáum árum, — vér höfðum ekki aflögum af því þá, — enda mundi enginn þeirra hafa við því litið. Nú seljum vér heimsins smjörvönd- ustu þjóð, Englendingum, mörg hundruð þúsund pd. af því á hverju sumri. Hverju sumri, en ekki vetrum. — Hvers vegna ekki þá? spurði eg einn meðal helztu smjörbændanna um daginn. Hvers vegna ekki nema fáeinar vikur af sumrinu? — Málnyta er engin úr ám fyr en eftir fráfærur, og hún er farin úr þeim aftur löngu fyrir réttir. þá er og nyt dottin úr kúm. En vetrarframleiðsl- unni veitir oss ekki af handa heim- ilunum. Vér birgjum þau þá upp til alls ársins, til þess að þurfa ekki að skerða rjómabúasmjörið á sumrum. |>að er þá fyrst, er kúabúin aukast að mun, að vér förum að geta haft aflög- um smjör frá vetrinum. En þá þurf- um vér líka bæði að vera búnir að fá tíðari, hentugri og reglubundnari milli- landaferðir á vetrum, og — járnbraut til Reykjavíkur. Skýrslur höfum vér nógar á prenti um rjómabúin og framleiðslu þeirra. |>au eru nú orðin 1 og 2 og 3 í sveit um hér um bil alt Suðurlandsundir- lendið. |>ær örfáu sveitir, sem útund- an eru enn, ná þó til einhvers rjóma- bús með þolanlega hægu móti. þau eru meira að segja að spretta óðum upp íöðrum landsfjórðungum sumstaðar. Viðbrigði eru það fyrir þá, sem muna eftir búrum í sveit fyrir 40—50 árum, eins og þau gerðust þá víðast, að koma inn í rjómabússkála. Sáír eru þar meðfram veggjunum, eins og í búrunum gömlu, en ekki förðugir skyrsáir úr tré og bálfsoknir í jörðu, heldur pjáturskjólur svo vöxtu- legar, þær taka 400 pd., og eru ekki full- ar af súru skyri og misjafnlega hreinu, heldur nýrendum skilvindurjóma. Slík- ir sáir stóðu fimm í röð undir öðrum veggnum í Rauðalækjar rjómabúinn, er eg kom þar inn fyrir nokkrum vikum, sumir fullir, sumirhálfir, ogþarímilli; þeir höfðu verið 6 í sumar, er mest var um og smjörframleiðslan 400 pd. á dag. Nú var hún komin niður í 200 pd. Hluthafaheimili í því rjóma- búi eru 62, þar af 25 í Holtahreppi, 23 í næstu sveit fyrir neðan, Ásahreppi, 10 í Landeyjum, 3 á Landi, 1 fyrir veBtan f>jórsá (Urriðafoss) og 1 fyrir austan Rangá (Helluvað). Til annnarar handar rjómasáun- um er strokkur sem tekur 200 pd. af rjóma og strokkar úr hon- um 55 pd. af smjöri á 20 mínútum, þegar nóg er vatn í læknum, er hon- um snýr, og sömuleiðis hnoðunarvél, sem hnoðar 1 einu 25 pd. af smjöri. J>á er við þriðja vegginn stemþró geysimiki], er þvegið er í smjörið hvað eftir annað, áður en það er saltað. Steingólf er í skálanum öllum og glugg- ar á honum svo margir og miklir, að bjartara er ekki úti. Birtan er frum- skílyrði fyrir því frámunalegu hrein- læti, sem er aftur skilyrði fyrir nægri vöndun á smjorinu. Að þessu vinna 3 sélegar yngismey jar og fyrir þeim Elísabet Guðmunds- dóttir, systir Guðjóns ráðunauts. Hún var erlendis síðasta vetur, sér til frek- ari frama; hafði sem aðrar lært hjá Grönfeldt á Hvanneyri. Ekki s á eg annað en að þrifnaður væri hinn bezti í skála þessum. Og ekki á ferðamaður von á að sjá upp í sveit stúlkur eins nosturshreinar og hreinlátlegar til fara og þar með upp litsdjarfar eias og þjónustustúlkurí vönd- uðum gistihöllum erlendis. Eg heyrði í ferðinni forstöðumann fyrir öðru rjómabúi kvarta undan því, að illa héldist þar á rjómabústýrum. Efnilegustu bændasynir hremdu þær °g gengju að eiga þær á fyrsta ári. Eg lái þeim það ekki hót. það er ekki tölum talið, hve mikils- vert það er, sem rjómabúin vinna sem hreinlætisskólar, þó ekki væri annað. |>að taldi einhver hygnasti framfara- maður á þessu svæði rjómabúunum til ágætis meðal annars, að þau sköpuðu miklu meiri og betri félags- anda en áður. Tíðir málfundir um það efni drægju með sér skraf og ráðagerðir um ýmislegt annað, og áþreifanlegur hagnaður af þeirri ný- breytni gerði menn fúsari á önnur arðvænleg samtök. þyngstur mun þó vera á hlunninda- metum rjómabúanna peningastraumur- inn þaðan inn á heimilin, áður óþektur og þá flestum óhugsanlegur. |>au og bankarnir hafa skapað þá gagngerða breytingu, að þar sem áður voru bænd- ur oft í ráðaleysi að reyta saman í þinggjöld, geta þeir nú fengið peninga fyrir hvað eina hér um bil, er þeir geta mist frá búum sfnum. Fjórtán — fimtán hundruð kr. sagði mér eÍDn bóndi, Rangæingur, að hann fengi eða hefði fengið síðustu sumurin fyrir smjör sittj og alt að 4C00 kr. fyrir aðrar bús- afurðir. Hann seldi í sumar meðal annars 10 hesta á 120—330 kr. |>að hefði þótt ókotunglegur búskapur fyrir 20—30 árum. — Hvað gera bændur nú við pen- ingana helzt eða aðallega? Fer ekki að verða þörf á sveita sparisjóðum til þess að fjaðrirnar fjúki ekki af þeim út í loftið, sumum að minsta kosti? — Fyrst höfðu þeir nóg að gera með þá í skuidaholurnar, var mér svar- að. f>ær voru hvorki fáar né smúar. því næst fóru þeír að hugsa um að koma upp einhverju yfir höfuðið á sér, skárra en áður. Að því loknu fara þeir að þarfnast sparisjóða. f>að er mesta þing að fá þá, er þar kemur. B. J. Botnvörpungar þykja vera b/sna-nærgöngulir um þessar mundir í Garðsjó og þar í grend. Kváðu raunar hafa verið það í alt sum- ar, frá því um lok. Haldið sig þar að staðaldri þetta frá 6 til 10 eða 12, þrá- sinnis í landhelgi. Sjaldan sem aldrei kvað Fáfkinn hafa sést þar. Beskytteren lagðist þar við akkeri 3—4 daga; var að mæla. Þá stundina vöruðust botn- vörpungar að vera of nærri. — Þeir eru verstir, þegar dimmir nótt, mánuðina september, október og nóvember, um haustróðrana. Fiskur þar töluverður um þessar mundir. Loftskeytaíréttir Uppreisnin á Cnba. Fimtán hundruð sjómenn og landher- menn eru í undirbúningi sð lenda á Cuba og verja höfuðstaðinn, Havanna, veiti uppreisnarmenn þar atgöngu, ef slitnar upp úr satnningum. Samfundir Tafts við uppreisnarleiðtogana höfðu meiri árangur en við var búist. Horfur eru nú betri. Heyrst hefir, að stjórnin á Cuba hafi afráðið í kyrþey að láta eftir uppreisnarmönnum sama sem alt, er þeir fara frani á. Hættulegt agaleysi er sagt að sé í herbúðum uppreisnarmanna, Sumir halda, að uppreisnarmenn hafi sigrast á Palma forseta og séu Batida- nienn að reyna að stela frá þeim þeirri frægð. Taft segir, að ekki sé enn nokk- ur sjómaður úr Bandaríkjaher stiginn á land á Cuba. Taft hefir sett stjórninní á Cuba tvo kosti: að slaka til við upp- reisnarmenn, eða að hann leggi eyna undir hervaldsstjórn; og hefir stjórnin tekið þann kost, að fara að ræða friðar- kosti við uppreisnarmenn, og skuli Taft gera um þau atriði, er eigi verða samn- ingsaðilar ásáttir um. Roosevelt forsetí hefir skipað, að öllu sjóliði, sem til þess má missa sig, skuli stefnt suður til Cuba. Svertingjar og hvítt kven- fólk í Bandaríkjum. Tíðar árásir Svertingja á hvítt kven- fólk í borginni Atalanta í Georgíu (Bandar.) hafa æst svo skap hvítra manna, að þeir hófu á laugardaginn almenna atlögu að Svertingjum. Þeir réðust inn í Svertingjahverfið og börðu Svertingja, karla og konur, með stöfum. Landvarnarliði var út boðið, en það fór mjög í hægðum sínum Lögreglan segir, að drepnir hafa verið 8 Svertingjar og 1 kona svört; en engiun sár. Síðustu fréttir segja, að róstur hafi byrjað aftur á sunnudagiun. Þá var einn Svertingi drepinn. Herlið bældi óeirðirnar. Alls hafa 12 Svertingjar fengið bana og tveir hvítir menn; margt manna með sárum. — Blað eitt í Atalanta hefir lagt 200 pd. sterl. til höfuðs hverjum Svertingjar er ráðist á hvítan kvenmann. . Ýms tíðindi. Fullyrt er, að Rússar séu að leita fyrir sér um n/tt lán á Frakklandi. Ferju hvolfdi í Campbellpore á Ind- landi og druknuðu þar 150 manns, Það hefir borist út, að stjórnin enska muni ætla sér bráðum að veita írum allrífa heimastjórn. Sprengikúlnaverksmiðja hefir uppgötv- ast- í Stokkhólmi. Hearst hefir verið tilnefndur ríkis- stjóraefni í New York af hendi sérveldis- manna, eftir mjög snarpa baráttu við íhaldsama sérveldismenn. Hearst berst t’yrir því, að bæjarfélögin eigi sjálfsam- göngufæri og aðrar stofnanir til al- mennra nytja. Dómsmálastjórnardeildin í Washington hefir úrskurðað, að kjöteftirlitslögin nái ekki til útlends kjötmetis, er flutt sé til Bandaríkja. Steensland bankastjóri í Milvaukee, norskur, hefir verið dæmdur í betrunar- geymslu um ótiltekinn tíma fyrir pen- ingafals og stuld úr sjálfs sín hendi. Dansk-ísl. stórgróðafélagið vita menn ekki frekar um að svo stöddu en getið var í ísafold um dag- inn, eftir Politiken. f>að mun ekki

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.