Ísafold - 06.10.1906, Blaðsíða 2
258
ÍSAFOLD
Nýir kaupendur að
ÍSAFOLD
34. árgangi, 1907,
sem verður minst
80 arkir stórar,
og kostar 4 kr.,
fá í kaupbæti síðasta ársfjórðung
þ. á„ þeir sem gefa sig fram og
borga í byrjun hans, og sögurnar
Heljar greipar,
í 2 bindum
og
Fórn Abrahams
í 3—4 bindum
jafnóðum og út keraur,
um 50 arkir alls.
Þenna stórkostlega kaupbæti fá allir
skilvisir kaupendur, nýir og gamlir,
um leið og þeir borga blaðið og vitja
hans eða láta vitja.
Síldveiði á Skagafirði.
í fyrra sumar og þó einkum í sumar
höfum vér Skagfirðingar orðið fyrir stór-
kostlegum yfirgangi af hálfu erlendra
síldveiðara, einkum Norðmanna. Það
mátti heita svo, að það vœri undan-
tekningarlaust ekki nokkur dagur frá
því byrjun júlí til ágústloka — þegar
veður leyfði — að ekki sæist hér á firð-
inum, í Jandhelgi, fjöldi gufuskipa, oft
margir tugir, við síldveiði með hring-
nótum.
Þessi hringnótaveiði er, eins og kunn-
iigt er, afararðsöm, þar sem aflinn er
svo fljóttekinn. Kemur iðulega fyrir, að
eitt skip fær í einu kasti, sem svo er
kallað, frá 100 til 800 tunnur af síld.
Má því nærri geta, hver ógrynna-feikn
af síld slíkur fjöldi skipa eys upp dag-
lega. Skagafjörður mun hafa verið aðal-
og aflasælasta fiskimið síldveiðara frá
Siglufirði þ. á. Að eins eitt skifti, mér
vitanlega, var Fálkinn (strandgæzluskip-
ið) hér á firðinum 1 sumar, og þá hitt-
ist svo á, að veður hamlaði Norðmönn-
um veiðar, svo honum varð ekki feng-
sælt. Mun þó hafa um það leyti tekið
4 skip hér úti fyrir, í nánd við Haga-
nesvík, við ólöglegar veiðar. Vér höfum
því ekki af mikilli strandgæzlu að segja
eða verndun á landhelginni hér um
slóðir.
Þegar nú þess er gætt, að nú á seinni
árum hafa menn hér við Skagafjörð lagt
mikla stund á síldveiði í lagnet, einkum
á Sauðárkrók, Hofsós, Bæjarklettum og
víðar, og haft góðan arð af, áður en þess-
ar stórkostlegu síldveiðar útlendinga
byrjuðu, þá er ekki nema eðlilegt, þótt
hugsandi mönnum verði gramt í geði
yfir að sjá þessa erlendu ránsmenn fyrir
augum sér upp við landssteina dag eftir
dag. Aður en Norðmenn byrjuðu rek-
netaveiði og hringnóta hér, var árlega
mikil síldargengd hér á Skagafirði, og
síldin hélzt vanalega hér inni á firðin-
um fram eftir öllu hausti og stundum
fram yfir veturnætur. Nú er þetta orðið
á alt annan veg, því þó að síld gangi
hér inn á fjörðinn, staðnæmist hún ekki,
því bæði er hún veidd í stórum mæli
og stygð burt. í fyrra sumar var það
álit flestra sjómanna hér, að Norðmenn
hefðu varnað síldinni göngu hér inn, með
því þeir þá lágu í röð á skipum sínum
1 fjarðarmynninu og veiddu jafnóðum og
gangan kom. í sumar tókst þetta ekki,
því um þær mundir sem síldin var að
ganga hór inn á fjörðinn, hefti veður
síldveiðara frá veiðum nokkra daga sam-
fleytt; en þeim mun betur færðu þeir
sér í nyt síldina, þegar hún var komin
í landhelgi.
Nú finst oss bór vera kominn tími
til þess, að stemdir verði stigar fyrir
þessum ósvífna yfirgangi.
En hver eru ráðin?
Það virðist mér engin ofætlun, þótt
varðskipið væri látið vera á ferðinni hér
um þessar slóðir, sem síldveiðin er mest,
nokkuð oftar en verið hefir, á tímabil-
iuu frá 15. júlí til ágústloka. Væri
gott, ef landsstjórnin vildi styðja að því
og mæla með að svo yrði.
En ekki er það nú einhlítt, þó að
hepnaðist að ná í nokkura af þessum
yfirgangsseggjum og sekta þá eftir nú-
gildandi lögum. Þeim vex ekki í augum
að borga þær sektir, sem nú liggja við
slíkri veiði. Það þarf að gjörbreyta lög-
unum um fiskiveiðar erlendra þjóða hór
við land og herða til muna á sektum
þeim, sem nú eru lagðar við landhelgis-
veiðum, öðrum en með botnvörpum.
Sektir þær, sem nú eru í lögum, frá
150—500 kr. eða eitthvað þar um bii,
er sama sem ekki neitt fyrir síldveiða-
skip, sem veiðir á 1 til 2 kl.st. alt upp
undir 1000 tunnur af síld, eða frá 5,000
kr. til 10,000 kr. virði. Það þarf að
breyta lögunum svo, að afli og veiðar-
færi só gjört upptækt, auk sektanna,
sem og gjarnan mættu hækka. Það eitt
mundi duga til þess að gjöra þessa
pilta dálítið varfærnari en þeir eru nú,
því veiðarfærin eru afardýr og aflinn oft
mikils virði.
Aðaltilgangur minn með þessum lín-
um er að vekja máls á þessari laga-
breytingu, og um leið vil eg taka það
fram, að æskilegast af öllu væri það, ef
hægt væri að hraða lagasmíðinni svo, að
lögunum yrði beitt næsta sumar. Það
ætti að vera hægt. Þingið ætti að geta
verið búið að afgreiða lögin að fullu
fyrir eða uzn miðjan júlí n. á., og síðan
ætti staðfesting þeirra að geta fengist
tafarlaust, á sama hátt og á lögunum
um tollhækkuuina í fyrra, jafnvel með
ritsímanum.
Eg hefi átt tal við nokkra af for-
mönnum síldveiðaskipanna, og virtist mér
þeir fremur gera gys að strandgæzlunni
hór en að þeir óttuðust hana; euda sumir
þeirra gefið í skyn, að vel svaraði kostn-
aði að veiða í landhelgi og verða sekt-
aður eftir núgildandi lögum.
Það mundi gleðja mig, ef menn vildu
íhuga þetta mál fyrir næsta þiug og
hafa það hugfast, að það þolir enga
bið. Það þarf að herða á lögunum
tafarlaust. Yera má að einhverir séu
Norðmönnum svo hlyntir, að þeir unni
þeim að veiða 1 landhelgi, en gaman
væri að heyra ástæður fyrir þeirri
skoðun.
Landsstjórnin ætti ekki að láta þetta
mál afskiftalaust, og æskilegast væri að
hún vildi hlutast til um, að varnarskipið
væri sem allraoftast á ferð hór um
firðina norðanlands, meðan síldveiðatím-
inn stendur yfir, en það er aðallega
síðari bluti júlí og svo ágústmánuður
allur.
Ritað 1 september 1906.
Höfðstrendingur.
Ritsímafréttir
hefir íaafold og fleiri blöð hér í bæ í
sameiningu lagt drög fyrir að fá frá
Khöfn, ef eiothvað ber við sögulegt
þar eða annarsstaður um Norðurlönd,
það er hætt er við að Marconifélagið
láti ógetið, Meira þörfnumat vér ekki,
meðan loftskeytanna nýtur við. Slík
tíðindi gerast ekki með degi hverjum,
og koma því ekki skeyti þaðan (frá
Khöfn) nema við og við. Einkisvert
hrafl eða orðasveim hirðum vér ekki
að kaupa dýrum dómum.
Vér látum einnig síma blöðum vor
um, ef eitthvað verður tíðinda innan-
lands, þar sem landsíminn nær til.
Loítskeytafrcttir
°/io-
Frá Rússlamli.
Lögreglan hefir náð 110 sprengikúl
um og miklu af sprengitundri í verk-
fræðingaskóla járnbrautastjórnarinnar í
Pétursborg.
Undanfarna 4 mánuði hafa 164 menn
verið drepnir og 596 særðir á borgar-
strætum í Varsjá.
Bússneskt gufuskip á ferð í Svarta-
hafi varð fyrir því, að 25 ræningjar
réðust til uppgöngu á það og kúguðu
farþega með marghleypum. f>eir rændu
því næst póstsendingum og rupluðu.
féhirzlu skipsins, náðu 12,000 rúflum
og komust burt með ránsfeng sinn.
Uppreisnin á Kuba.
Taft sagði svo í háskólasetningar-
ræðu í Havanna, að Bandamönnum
hefði ekkert annað gengið til með
íhlutun sinni en að hjálpa Kuba og
gera eyjarmenn aftur færa um að taka
til starfa að framförum landsins.
Svo er sagt af fyrirætlun stjórnar-
innar í Washington, að hún ætli sér
að lofa Kubamönnum að reyna sig enn
af nýju við sjálfstjórn og að hafa
þar ekki herlið lengur en þangað til
þar er komin á kyrð og regla.
Ýms tíðindi.
Sjö loftsiglingamenn komust norður
yfir Ermarsund, þar á meðal 2 enskir,
en 9 lentu á Frakklandi. Sá var
amerískur, er verðlaunabikarinn vann.
Tíminn var 28 stundir. Hin loftförin
urðu að fara niður áður, af því þau
voru komin of nærri sjó. Handlegg-
urinn á Santos Dumont, hinum fræga
loftsiglingamanni frá Brasilíu, varð
fastur i gang vélinni, og varð hann að
niður.
írska bandalagið í Ameríku safnaði
í gær 78,000 dollurum til stuðnings-
fara heimastjórnarmálinu.
Miss Lake, ensk hefðarmær, var myrt
með hroðalegum hætti í fáfarinni skógar-
götu skamt frá Essen. Lögreglan hefir
lagt fé til höfuðs morðingjanum, en
hann hefir ekki náðst enn.
Brunabótavirðing staðfesti bæjarstjórn i
fyrra dag á þessum húseignum, i kr.:
Árna Hanness. við Stýrimannastíg 6,424
Arna Jónssonar Laugaveg 37 . . . 18,561
Asgeirs Gunnlaugss. v. Stýrim.stíg 7,300
Baldurs Benediktss. v. Bergstaðastr. 3,113
Björns Jónssonar v. Stýrimannastig 4,553
Björns Þórðarssonar v. Laugaveg . 15,716
Ditl. Thomsens Hafnarst. 17 ... . 27,292
— — 21 (ishús) 3,822
Eyólfs Eyólfssonar Yesturgötu 55 . 3,588
Gkla Jónssonar Laugaveg 50 B . . 4,230
Jóhannesar Jónssonar v. Smiðjust. 3,463
Jóns Eyvindssonar v. Stýrimannast. 11,121
Jóns Reykdal v. Miðstræti......... 14,336
Magnúsar Magnússonar og Sigurðar
Guðmundssonar v. Ingólfstræti 13,718
Olafs Árnasonar kaupm. v. Suðurg. 14,938
Rich. Torfasonar v. Stýrimannast. 8,899
Runólfs Jónssonar v. Skólavörðust. 5,487
Sigurj. Ólafss. & Co. v. Skólavörðust. 14,477
Stefán8 Ounnar8sonar v. Miðstræti 11,387
Stefáns Kr. Bjarnas. v. Grundarst. 9,762
Dánir. Helga Finnsdóttir frá Dagverðar-
nesseli, dó í holdsveikraspít. 26. f. m.
Sveinbjörn Sveinsson frá Hóli í Dýraf.,
dó i Landakotsspítala 25. f. m.
Erfðafestulandi Þorláks heit. Guðmundss.
i Eskihlíð aðsalaði bæjarstjórn sér forkaups-
rétti að i fyrra dag. Það á að kosta 5,500 kr.
Framræsing bæjarins. Byrjað er á neðan-
jarðar-lokræsum til frárensli, skólpi úr bæn-
um o. fl., og langt komið með eitt slikt
ræsi gegn um malarkambinn hjá Bæjar-
bryggjunni. Það var samþykt á bæjar-
stjórnarfundi í fyrra dag að lengja um 25
álnir upp i Pósthússtræti, með því skilyrði,
að Guðjón Sigurðsson úrsmiður Iegði 200
kr. til verksins.
Hafskipabryggju ætlar trésmiðafélagið
Völundur að gera fram undan verk-
smiðju sinni, og veitti bæjarstjórn í fyrra
dag samþykki sitt til þess, með þeim skil-
yrðum, a ð bæjarstjórninni sé beimilt að
leggja gjald til hafnarsjóðs á notendur
bryggjunnar aðra en beiðendur sjálfa (þ. e.
Völundarmenn), og a ð félaginu sé skylt að
leyfa öðrum að nota bryggjuna að svo
miklu leyti sem slíkt kemur eigi í bága við
notkun félagsins sjálfs, en meðan bæjar-
stjórnin tekur eigi gjald af bryggjunni sé
félaginu heimilt að taka gjald fyrir afnot
hennar, þó eigi hærra en hæjarstjórn sam^
þykkir. Enn áskildi bæjarstjórnin sér rétt
til að taka bryggjuna til almennra afnota
hvenær sem henni þykir þurfa, en þá skal1
beiðendum goldið andvi'ði hennar eftir'
óvilhallra manna mati; á næstu 5 árunv
verði ekki greitt meira en 80 °/0 af upphaf-
legu verði bennar; á næstu 5 árum þar á
eftir ekki meira en 50 °/0; á næstu 5 árum
þar á eftir ekki meira en 30°/0i og að 15
árum liðnum ekki meira en 20 °/0. Upp-
haflega verð bryggjunnar skal ákveðið með1
úttekt og mati óvilhallra manna og sé beið-
endur skyldir að láta þeim i té til afnota
alla reikninga yfir kostnaðinn.
Hjúskapur. Egill Egilsson skipstjóri og,
yngism. Margrét Árnadóttir.
Gunnar Jónsson og yngism. Valdimaría-
Helga Jónsdóttir (Njálsg. 50) 4. okt.
Halldór Sigurðsson trésm. og yngism.
Jónína Ingibjörg Snorradóttir, 5. okt.
Sigurbjartur Hróbjartsson járnsm. og
yngism. Júliana Björnsdóttir (Miðstr. 6>
4. okt.
Kirkjuklukkunni samþykti bæjarstjórn i'
fyrra dag að breyta svo, að hún sýnr
miðtima þann fyrir Island, er stjórnin hefir
ákveðið vegna ritsímans.
Raflýsingarmálið. Nefnd i þvi máli skýrðí
frá á bæjarstjórnarfundi i fyrra dag áliti
sínu á skjölum, er bæjarstjórninni hafðí
borist þar að lútandi, og lagði til, að hún-
gæfi út yfirlýsing um að hún vildi veita
áreiðanlegu félagi einkaleyfi til að selja-
bæjarfélaginu rafmagn.
Málinu var frestað til næsta fundar og"
óskað eftir letruðu áiiti nefndarinnar, helzt
prentuðu.
Sameinaða. fél. Loks i morgun birtist
s/s Ceres hér, i stað 30. f. m., frá Khöfn
og kringum land, fyrsta skifti eftir Færeyja-
áfallið. Skipstjóri sami og þá, Gad
pr.lautinant; mun nú vilja siður fara sér að
voða. Nú á hann eftir að skreppa tii Aust-
fjarða sunnan um iand; það átti hann að-
gera 2. þ. m.
Meðal farþega hingað á Ceres eru þeir
Olafur Eyólfsson verzlunarskólastjóri, Helgi
Sveinsson bankastjóri á ísafirði, Rögnvaldur
Ólafsson húsameistari o. fl.
Steingrímur læknir Matthíasson kom norð-
an að i fyrra dag, af Blönduósi, og þau
hjón bæði; þangað kom hann á s/s Ceres,
en var þá búinn að fá nóg af hraðanum
þeim.
Hann er nú settur héraðslæknir
hér i Reykjavik.
Loftskeytasamband afráðið
hér við land, segir Norðurl. 26. f. m.,
og ber fyrir sig talsímaskeyti héðan.
Blaðið segir fulla viseu fengna fyrir
því, að samningar takist milli Marconi-
félagsins og stjórnarinnar íslenzku um
loftskeytastöð hér á landi.
ísland á sem sé að verða miðstöð
Marconiskeytanna milli Englands og
Vesturheims.
Einmitt það sem ísafold gerði ráð
fyrir í fyrra, þegar hæst stóð bardag-
inn um loftskeytin.
Blaðið bætir því við, að stjórnin-
Reykjavíkur-annáll.