Ísafold - 17.11.1906, Side 1

Ísafold - 17.11.1906, Side 1
Kemui út ými8t einn sinni eöa tvisv. i vikn, YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. efia l'/í doll.; borgist fyrir miOjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Dppsögn (eknfleg) bnndin v B áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp andi sknldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austumtrœti S. XXXIII. arg. Reykjavík laugardaginn 17. nóvember 1906 76. tölublað. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spltal ÆTorngripasafn opið á myd. og ld. lt—12. Hlutabankinn opinn 10—2x/t og ö1/*—7. &. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 l/t siöd. ‘Landakotskirkja. Gubsþj.ð1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. -Landsbankinn 10 */a—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Landsskjalasafnid á þrdn fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 liandpóstar nval9:ll nv3:l2 a7:l2 aval4:12. Póstskip 20:111 21:111 23: II t -vf 25: II t 27:11 vf 1:12 vf2:12t 5:12 vf8:12 11:12 12:12 17:12. FfflflöapiitiÍB REKKJHVIK fer upp í Borgarnes 18. nóv.; 3., 13. og 21. des. Suður í Kef 1 avík m. m. fer hann 18. des. Verzlunin Edinborg V eínaðarvörudeildin: Nú með Vestu komu ullarsjölin margþráðu og enska yaðmálið eftirspurða. Ennfremur: Ný tegund af kyen-kápum, verð kr. 9.75 Sömuleiðis telpu-kápum, verð kr. 3.00 Reykjavíkur Biograftheater Frá ld. 17. til ld. 23. þ. mán. verða þessar myndir sýndar: Christofer Columbus Með járnbraut um Sviss Vistráðningaskrifstofan Dularfull fyrirbrigði Ríkistaka Friðriks 8. Uppþotsgabb Skift um börn Flökkulíf. þessar myndir ætti hver maður að sjá. |>ær eru allar ágætar. Frestið þvf eigi að koma þangað til það er orðið ofseint. — |>etta atendur aðeins yfir 8 daga. Sýning á hverju kvöldi kl. 7 og 9. Hljóðfærasláttur á hv. kvöldi. Aðgöngumiðar seldir £ stundu áður en sýning byrjar. Samkomnlagið. Samtök blaðanna, allra blaða lands- ins væntanlega, um eindregið banda- lag í stjórnardeilumálinu við Dani, mæl- ist bvarvetna mjög vel fyrir, það er til spyrst. |>eir, sem hefir ekki verið það full- Ijóst áður, sjá nú mjög glögt og greini- lega, að það væri, eins og annað blað (Fjallk.) kemst að orði, »ekki einungis ^oðatjón, heldur og óbærilegur vansi fyrir þjóðina, ef hver höndin væri upp á móti annari«, nú er vér eigum betri feost á en nokkuru sinni áður að bera fram óskoraðar kröfur vorar um það ajálfstæði til handa þjóð vorri, er hún má ekki án vera og á fullkomið til- feall til. Margur lítur svo á, sem Lögréttu- liðinu hefði mátt vera alveg útláta- laust að taka sér alls engan áskilnað- arfyrirvara, og að þá hefði bandalag þetta orðið enn máttarmeira. En hitt sjá þó allir og kannast flestir við, að þetta, sem í milli ber, er nauðalítið í samanburði við hitt, sem fullkomið samræmi er um, og gera fastlega ráð fyrir, að þetta litla eigi fyrir sér að hverfa úr sögunni, áður en það kemur að nokkurum verulegum baga. Og þá gengur alt að óskum í því efni. Stöku manni hefir orðið það í at- ’bugaleysi, að ímyuda sér að vér banda- menn ætlumst til, að ríkisráðsákvæðið atandi í hinum fyrirhuguðu nýju sam- 'bandslögum. f>vífer fjarri. Hitterannað mál, að með því að ekki verður kom- «st hjá að minnast á það, er til milli- landanefndar kemur, þar sem ríkis- ráðssetan hefir verið og mun vera enn fyrsta grein í stjórnlagatrúarjátning Dana andspænis oss, var í vorum aug- Um alveg sjálfsagt að leggja frá upp- ’hafi nauðsynlega áherzlu á það atriði — kveða upp úr um það afdráttarlaust, að vér gerðum oss alls eigi að góðu flutning sérmála 7orra í dönsku ríkis- r4ði. þag er holl hreinskilni og beint ^U’issandi, eftir það sem á undan er gengið. Hér kom í gær dáh'tið kátlegt eím- skeyti frá Akureyri, frá lyfBalanum þar, Oddi að nafni Thorarensen, við þriðja mann, og tjáist tala í Dafni einhvers fjölmenns fundar, er þar hafi haldinn verið kveldið fyrir, aðallega, að manni skilst, til þess að fagna frétt- inni um blaðabandalag það, er hér er umtalsefni. f>ar bólar á tvenns konar fljótfærnis- misskilningi eða eftirtektarleysi. Annað er það, að vér, forgöngumenn þessa handalags, höfum gengið fram hjá ekki færri en 5 blöðum landsins. En sannleikurinn er sá, sem þeim herrum var engin vorkunn að afla sér vitneskju um, að ekki hefir verið gengið fram hjá neÍDU hérlendu blaði, er við landsmál fæst í alvöru, eða þá að minsta kosti ekki nema alls einu. Seyðfirzka blaðið átti að ná í til við- tals. en var ekki hægt þá vegna síma- bilunar; en ísfirzka blaðinu eldra er 8krifað. Öðru vísi er ekki hægt ( það að ná. Hin eru öll komin í bandalagið eða á leiðinni þangað. — f>etta eina, sem gengið var fram hjá af ásettu ráði, telja sumir alls ekki meðal landsmála- blaða; og þeir sem það gera, hafa þá skoðun, að fylgi þess, þótt fengist hefði í s v i p, mundi hafa fremur gert að spilla fyrirhugaðri samvinnu en bæta hana, að minsta kosti þegar fra liði. Hin athugasemdin kveður svo að orði, að það sé •óheppilegt og vottur um pólitfskt þroskaleysi, að vilja setja inn í sam- baudslögin, að sérmálin berist ekki upp í ríkÍ8ráðinu«. f>essu er þegar svarað með því að benda á, að ekki stendur nokkur staf- ur í ávarpinu um það, að í sambands- lögunum fyrirhuguðu skuli bannað að að bera upp sérmál vor í ríkisráðinu. Og virðist það bera vott um furðu- mikið þroskaleysi í lestrarkunnáttu fullorðinna manna, að komast ekki fram úr örfáum línum, skýrt prentuð- um. f>ess þroska virðist sem þeim lyfsalanum og hans félögum mundi naumaBt veita af að afla sérmeð ein- hverju móti, áður en þeir taka að sér að gerast kennifeður í pólitískum þroska þeim, er þeir kunna því nafni að nefna. f>ess er ef til vill jafngott að geta, að eftir annari símafrétt í gær frá áreiðanlegum manni á Akureyri hafði umræddur fundur verið aðeins leyní- fundur (»pukursfundur«) heimaBtjórnar- félags nokkurs þar í bænura. Erlendar ritsímafréttir til ísafoldar. Khöfn 17/ii kl. 9 árd. Firðritimariimbótin. Valdem. Poulsen loftritar frá Lyng- by til Newcastle. Clemenceau forsætisráðgjafinn nýi í París segist vera sósíalisti. Blaðaávarpið íslenzka þvkir tíðindum sæta hér. Hákon konungur orðinn sokkabandsriddari. * * Blaða-ávarpið til Islendinga var sím- ritað héðan á miðvikudaginn til Poli- t i k e n og hefir birzt í því blaði í fyrra dag. Lausn frá prestskap veitti ráð- gjafi 12. þ. m. síra Jes A. Gísla- s y n i Mýrdalsþingapresti eftir beiðni hans, eftirlaunalaust. f>að brauð (1318 kr.) því laust frá næstu fardög- um. Uppgjafaprestur fær af brauðinu 118 kr. Umsóknarfr. til 16. jan. Landlæknisembættið er veitt 7. þ. mán. héraðslækni í Reykjavík Guðmundi Björnssyni, segir símskeyti frá Khöfn. Eftir kennaraleiöangurinn. f>rent af kennarafólkinu norræna, sem hér var á ferð i sumar, hefir rit- að langt mál pm það ferðalag, alt einstaklega vel og vingjarnlega. Ber landi og lýð mjög vel söguna. Er gagnhrifið af fegurð landsins, eins og hinu, hve vel þeim félögum var tekið. f>að er hvorttveggja, að frá Dan- mörku kom nærri því tómt kvenfólk, enda er það kona, sem ferðasöguDa ritar fyir þess hönd, frk. D o r t e a Rosendal, sú hin sama, er sam- sætiskvæðið orti í sumar, sem prentað er í ísafold 1. ágúst. Island, der kneisende Hovedet löfter f>að var hún, sem var lang-bezt að sér alls kvenfólksins í fornsögum vor- um, kunni úr þeim langar þulur utan- bókar. Hún ritar (Höjskoleblad- e t 21. sept. og 5. okt., langt mál og rækilegt, og fylgir greininni nokkuð af myndum héðan. Gestrisnina hér lofar hún mjög, lætur mikið af samsöng- num í Bárubúð og skautbúningnum, — raddirnar hafi verið einkennilega mjúkar og hreinar. Skallagrímshaug þótti henni harla mikið í varið að sjá og að hugsa sér Egil, er hann flutti lík Bövars í haug- inn og kvað: áttak ask þanns óx af mér ok kynvið kvánar ftiinnar, ok hafði fustans kyrtil rauðan, þröng- van upplutinn, ok þrútnaði évá, at kyrtillinn rifnaði af honum ok svá hosurnar. Henni verður allskrafdrjúgt um ferða- lagið upp Borgarfjörð, Reykholtsdal- inn — riðið 9 sinnum yfir ána — og fyrir Ok til fúngvalla. Svanasöngur- inn á heiði i sólarupprás á leiðinni frá Brunnum ofan á f>ingvöll hreif ferða- fólkið svo, ásamt allri náttúrufegurð- inni, að seint mun fyrnast. Á þingvöllum renna saman fyrir henni fornsöguendurminningarnar og náttúrufegurðin. Vér þekkjum öll, segir hún, myndir af Gullfossi, fagrar myndir og tilkomu- miklar; en svo þrúðefldum rómi mælti hann til fegurðartilfinningar vorrar, að oss fanst myndirnar verða daufar og sviplausar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.