Ísafold - 17.11.1906, Side 2

Ísafold - 17.11.1906, Side 2
302 ÍSALFOD f>egar henni og þeim félögum var sýnt Landbókasafnið, var lokið upp fyrir þeim eldtraustum Bkáp og þar tekið út nkjalahylki og úr því varlega gulleitt blað, er vér virtum fyrir oss með nokkura konar fjálgleik. f>að er Eeykholtsmáldagi, eiginhandar rit Snorra Sturlusonar. Sunnudaginn sama og lagt var á stað heimleiðis frá Eeykjavík gerði hún sér ferð inn að Laugarnesi að skoða þar leiði Hallgerðar langbrókar. Hún er þess mjög fýsandi, að fleiri danskar kenslukonur og kennarar noti sumarleyfið til að bregða sér hingað ekemtiferð. Segir þá muni ekki iðra þess. Obs, sem komura fyrst, var auðsýnd mikil ástúð. En eg hygg að gestrisni íalendinga svipi til hveranna þeirra: f>eir vella látlaust, og mun því öðrum kennurum og kenslukonum, er þangað koma, reynast hún eigi síður hlý og innileg. Meat er varið í pistla Andrésar H o v d e n s preets, hins noreka. Enda er hann alvanur rithöfundur og all- nafnkendur. f>eir standa í Buskeruds Amtstidende í Drammen o. fl. blöðum, á nýnorsku. — Fyrsta daginn eem hann var hér, fanst honum mjög til um að heyra í dómkirkjunni fornnorrænan sálmasöng, er hann nefnir bvo, fluttan með hjartanlegum krafti. Fólkið í kirkjunni fanst honum sem hann hefði séð áður, helzt í Björgvinjarbiskups- dæmi (landnámsmenn flestir þaðan). Kvenbúningurinn íslenzki þótti honum Ijómandi fallegur, bæði húfubúningur- inn og skautbúningurinn. Honum Iíkar hitt illa, að útlendum búningi skuli vera hrært þar saman við, Ev- rópubúningnum, sem hér er svo kall- aður, segir hann. Systur ganga stund- um sín á hvorum búningi. Hégóminn gægist alstæðar inn. Á leiðinni upp Hvítá á vélarbát var dreginn upp fyrir þeim á bæ einum vestan við ána (Ferjukoti?) íslenzka fálkamerkið. f>á hrópuðu Norðmenn 3 sinnum 3 húrra. En — Danir þögðu. f>eir þykjast e i g a ísland, segir hann. Snorra SturluBon telur hann meðal heimaina mestu mikilmenna, einn mátt- arviðinn undir germanskri þjóðmenn- ing. Colosseum í Eóm segir hann sé barnaglingur í aamanburði við Almanna- gjá, og Kínverjamúrinn líklega sömu- leiðis. Honum þótti undurfallegt í Laugar- dalnum og gott að lauga sig þar. Segir að ísland muni geta orðið bezta laugaland í heimi. Hægt sé að gera glerþak yfir laugarnar og jafnvel gler- veggi, ef vill. þá megi nota þær jafnt vetur og sumar. Sólarroðann yfir Eeykjav/k segir hann vera orðlagðan. Aldrei hefi eg séð sólina gylla fegur nokkurt land. Guð láti sólina skína alla leið inn í hjarta yngata bróður okkar, sem er ef til vill snauður af gulli, en auðugur í hjarta og heila. íslandi svipar til hans Jósefs meðal bræðra sinna: f>ér ætl- uðuð að gera mér ilt, en guð hefir snúir því til góðs, til þess að h a I d a miklu fólki viðlýði. íslandi var og ætlað að halda miklu fólki við lýði menningarlega: Sögurnar íslenzku eru gullnáma fyrir allar germanskar þjóðir til að læra að þekkja sjálfar sig. Hestana, samsönginn og glímurnar minnist hann á með miklu lofi. Kvæðin íslenzku, sem sungin voru, hafi verið stórum fögur sum, og lögin áhrifamikil. Lætur mikið af söng Elínar Matthíasdóttur. Glímumenn- irnir segir hann hafi verið mjúkir og liðugir sera hreysikettir, gengist að brosandi, en þó búið alvara undir. Eg hefi aldrei séð betur vaxna menn. Gaman að vera stúlka og eiga von á að eignast aðra eins pilta. Hann minnist á skilnaðarsamsætið ógleymanlegt, og ræðurnar, minni allra 3 Norðurlanda. Auðheyrt hafi verið, að hlýjast hafi mönnum verið til Nor- vegs. Hvorumtveggja, Norðmönnum og ísléndingum, þyki ill lykkjan á leiðinni milli Islands og Norvegs síð- ustu öldina. ísland hefði átt að fylgja Norvegi 1814. Hann segist halda, að sér hafi aldrei verið hlýrra og helgara innanbrjósts en í prédikunarstólnum í Eeykjavíkur- dómkirkju, fullri af fólki, við fagran og styrkvan, fornnorrænan sálmasöng. Allir horfðu hlýlega á mig og vildu mér vel. Mér fanst eg vera horfinn aftur í söguöldina. Og eg sá brátt, að þeir skildu mig. Sunnudag 19. júlí að áliðnu urðum vér að slíta oss frá vinum vorum og halda á stað. Bryggjan var full af gistivinum vorum og þeirra heima- mönnum. Kvenþjóðin, borðsessunaut- ar vorir úr veizluni kveldið fyrir, færði oss blóm að skiluaði. Mig langaði til að faðma alt ísland, og mér var ekki létt í skapi, er ag lagði á stað. Orðin, sem eiga við landið, eru víð- sýni, breiðablik; því landið e r mikil- fenglegt, voldugt til að sjá. f>ar er ekkert, sem lokar fyrir útsýnið (sem í Norvegi). ’Víðskygnir, skýrir heilar eiga við slíka náttúru. Grænir fletir mílur vegar, eins og í Laugardalnum. þrifalegt inni í bæjum alstaðar þar sem hann kom. Maturinn segir hann sér hafi fallið mætavel. Fiskmeti, einkum lax og silungur, harðfiskur, kjöt og mjólkurmeti. (Niðurl.). Reykjavíkur-annáll. Brunabótavirðing var samþykt i fyrra dag á þessum húseignum: Guðjóns H. Guðmundss., Hverfisg. 7,223 Halldórs Jónssonar, Suðurgötu 4 . 21,195 Jóns Helgasonar, Laugav. 45 . . 19,074 Jóns Jónssonar o. fl. í Mörk . . 7,362 Kristil. unglingafél. v. Amtmannsst. 16,650 Sighv. Bjarnasonar v. Amtmannsst. 20,355 Byggingafélag Reykjavíkur. Stofnað var 12. þ. mán. hér í bæ hlutafélag með þvi nafni, með 120 þús. kr. höfuðstól, er hækka má upp í 200 þús. og ætlar að taka að sér húsagerð af steini og tré, reka timhur- verksmiðju og grjótgerð og verzla með trjá- við og grjót. Hlutir 100 kr. og aukahlutir 25 kr. Félagsmenn 60, helmingur af hvor- um, steinsmiðum og tréBmiðum. Stjórn fé- lagsins er: Thor Jensen kaupm, form.; Eggert Claessen yfirréttarmálfm. féhirðir- Jón Hafliðason steinsm. skrifari; meðstjórn- endur Bjarni Jónsson trésm. og Stefán Egilsson múrsmiður. Dáin í Landakotsspítala i gær gift kona Jónina Brynjólfsdóttir (prests Jónssonar) frá Vestmanneyjum. Ennfremur (16.) frú Málfriður Kristin Luðvígsdóttir, kona síra ítich. Torfasonar biskup8skrifara. Erfðafestulandi Sigurðar Þórðarsonar, við Skólavörðustig, 1025 ferálnum, er honum bjóðast fyrir 1025 kr., var leyft að breyta í byggingarlóð með venjulegum kjörum. Fasteignasala. Þinglýsingar frá í fyrra dag: David Östlund selur Syvende Dags Adven- tisters danske Konference húsið Betel við Ingólfstræti á 7,500 kr. Gunnar Hafliðason í Nikulásarkoti selur Gunnari kaupmanni Gunnarssyni erfðafestu- land vestan við Klapparstig 2600 ferálnir á 1,200 kr. Hjörl. Þórðarson trésm. selur Sigurði Þórðarsyni skipstjóra húseign (við Landa" kotsstig (á Þorgrimsholtslóð) með 1075 fer- áln. lóð á 8,700 kr. Jón Árnason skipstjóri selnr Jóhanni kaupmanni Jóhannessyni húseign 29 við Hverfisgötn með 1050 ferálna !óð á 6,500 kr. Sveinn Jónsson trésmiður selur ekkjunni Guðrúnu Guðmundsdóttur (frá Gnfunesi) húseign 28 í Þingholtsstr. á 18,700 kr. Hjúskapur. Geir Sigurðsson skipstjóri og yngism. Jónína Jódis Ámundadóttir, 16. nóv. Jón Pálsson trésmiður og Magnhildur Andrésdóttir (Vatnsstig 16), 16. nóv. Kárastíg skirði bæjarstj. í fyrra dag nýja götu, er liggi frá Skólavörðustíg norður að vegamótum Frakkastigs og Njálsgötu. Tjörnin. Bæjarstjórn fól í fyrra dag vega- nefnd að gera tillögur um hreinsun heunar og kostnaðaráætlun. Vatnsból nýtt alment samþykti bæjarstj. i fyrra dag: Melkotstúnslind, og fól vega- nefnd að gera nanðsynlegar ráðstafanir og framkvæmdir þar að lútandi. Vatnsveitan. Bæjarstjórn fól i fyrra dag Jóni Þorlákssyni verkfræðing að búa til og láta henni í té fullkomna áætlun yfir vatns- veitu bæjarins með öllum þar til heyrandi uppdráttum og reikningum fyrir sérstaka borgun, helming þess, er til er tekið í dönsk- um bæklingi frá 1889, og greiðist þó þvi að eins, að verkið verði unnið eftir forsögn hans og áætlun. Honum skal og greiða 1 kr. 25 a. nm kl.stund fyrir útivinnu, og 1 kr. fyrir innivinnu, o. s. frv. Veðrátta. Eftir langvinnar þiður með al- auðri jörð tók til að scjóa i gær litils háttar af austri. En i dag norðanbylur, frostlítill þó. Vélarbátinn Búa, þeirra Kjalnesinga o. f 1., rak á land hér í nótt, fyrir neðan Geirs- búð, og mun hafa skemst til muna. Rangár-áveitan- Með því að ísafold hefir minst á rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið- til þesB að komast eftir, hvort tiltœki- legt mundi vera að veita vatni niður á Eangárvelli úr Eangá eystri, vil eg biðja ritstjórn blaðsins um rúm fyrir nokkrar frekari skýringar á því máli. það var fyrst á manntalsþingi að Eeyðarvatni síðastliðið vor, er tilrætt varð um, hvort þetta mundi geta tekist. Áfok á ýmsar jarðir á EangárvöIIum hafði verið óvenjulega mikið, svo að elztu menn mundu ekki annað eins, og fór eg ásamt nokkrum af þeim, er til þingsins komu, til þess að líta eftir, hvort unt mundi vera að hafa nokkurt gagn af Eeyðarvatnslæk svo- nefndum til þess að hefta sandfokið. Okkur virtist auðgert að taka lækinn upp fyrir austan Eeyðarvatn, en lítil líkindi til að það kæmi að nokkru haldi nema fyrir örlítið landsvæði. Eg gat þess þá við nokkra menn að eg vildi reyna að komast eftir, hvort Eangá eystri yrði tekin upp, svo að hægt væri að láta hana vernda foksvæðið eða jafnvel hafa hana til uppgræðslu meðfram, og varð þetta til þess, að eg bað Kofoed Hansen sand- græðslumann að koma með mér upp að Rangá að einum stað, er eg hafði heyrt að hr. Ásgeir Torfason fyrir nokkrum árum síðan hefði litið á í sama skyni. Fórum við K.-H ásamt Skúla bónda Guðmundssyni á Keldum fyrst upp með árfarvegi nokkrum, sem nú er þur, svonefndri Sandgiljaá upp að Gráfelli tæpra þriggja tíma ferð frá Keldum. Farveg- ur ár þessarar, sem nefnd er í Njálu, liggur aðallega frá suðri til norðurs, frá Keldnalæk, þar sem áin hefir runn- ið út í fyrndinni, og nálægt danskri mílu upp frá Keldum, þar sem hann fer að beygjast til austurs. Við krók nokk- urn þar á farveginum fundum við fornmannagarðjallmikinn úr grjóti, er hlaðinn hefir verið til þess af taka ána upp vestur á Eangárvöllu. Frá forn- mannagarðinum fylgdum við farvegin- um eins og þegar er sagt upp að Gráfelli, en þar hafa menn haldið að upptök árinnar hafi vérið í nánd, og að elds- umbrot og hræringar muni hafavaldið hvarfi hennar. Vatnsmegin virðisf' eftir farvegsstærðinni munu hafa verið á að gizka nálægt helraingi á móti Eangá eystri. þegar við komum að Gráfelli, veitti eg því eftirtekt, að árgljúfur mikið sást í beinu framhaldi af farveginum lengra til austurs, og virtist mér eðli- legra að geta þess til, að upptök þessarar horfnu ár mundu liggja fjær. Við fórum yfir háls nokkurn norður af Gráfelli og reyndist svo, að hinn sami farvegur varð enn á vegi okkar hinumegin við fellið. Fylgdum við honum langa Ieið aðallega til norð- austurs alt upp að Hellufjalli; treyst- um8t við þá ekki til að halda lengra eftir farveginum, með því að við vor- um hvorki útbúnir með mat né heyr. en alt gróðurlaust, sem við höfðum farið yfir frá Keldum. Við snerum okkur þá að því, að leita eftir Iíklegum upptökum á Eangá. Skúli á Keldum sagði okkur frá munn- mælum um það, að taka mundi mega Eangá upp þar nokkru austar fyrir Bunnan Hellufjöll, og litum við á einn stað sem hann benti okkur á þar. En auðséð var, að slíkt voru engin tiltök, með því að mikið hálendl lá þar alstaðar vestan við ána. Við héldum síðan niður með Eangá yfir svonefnt Langvluhraun (á víst að vera Langvegahraun), þangað til við komum að þeim stað, er hr. Á. T. hafði litið á. f>etta var seint í júlímánuði og sva dimt orðið af nótt, er við komurn að þessum stað, að ekki var unt að mæla neitt. Vegna hestanna urðum við að fara niður undir Hafrafell á grastorfur nokkrar og biðum við þar birtingar. Slðan gengum við K.-H. aftur til hins sama staðar. Hann hafði með sér hallamæli og mældist honum talsverður halli frá ánni vestur eftir sandÍDum, þangað til kom að farvegi þeim, sem áður er frá skýrt. f>essi farvegur liggur örskamma leið að heita má frá upptökustaðnum, en flóðveit- uam borgið úr því alla leið fyrst um sinn vestur að fornmannagarðinum sem áður er nefndur. ÓraDnsakað er enn, hvort vatninu yrði veitt þaðan en rniklar líkur til hins, að fornmenn hafi veitt þvi um mikla víðáttu, enda varla gerandi ráð fyrir að þeir hefðu lagt ella í slikt mannvirki sem garður- inn er. Með því að mál þetta horfði svu vænlega við, vildi eg reyna að koma því lengra áleiðis, og fekk Thalbitzer verkfræðing til þess að koma austur eftir að hanu hafði lokið mælingum sínum í Árnessýslu, og var með hon- um Sigurður ráðunautur Sigurðsson. Fórum við þrír ásamt Skúla bónda á Keldum að upptökustaðnum og síðan vestur eftir árfarveginum forna og lit- um á svæði það, er líklegt þótti aA vatninu mundi verða veitt um frá- fornmannagarðinum. Engar mæling- ar voru gerðar í þetta sinn; en hr.. Thalbitzer skrifaði mér álit sitt um það, hvað næst lægi við að gera, og sendi eg það Búnaðarfélagi íslands, með beiðni um að félagið sendi mann til þess að nauðsynlegar mælingar yrðu framkvæmdar. Formaður félags- ins, lektor f>. Bjarnarson, tók vel og greiðlega í þetta mál, og kom Sigurður ráðunautur Sigurðsson austur aftur innan skamms og mældi það sem fyrir lá nákvæmlega. Mælingarnar hafa verið sendar Thalbitzer, og hefir hanm lofað að gera áætlun um kostnaðinn> eftir þeim svo snemma, að mál þetta verði lagt fyrir næsta sýslunefnd- arfund Bangæinga. Má búast við, að sýslunefndin ásamt Eangárvalla

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.