Ísafold


Ísafold - 19.01.1907, Qupperneq 1

Ísafold - 19.01.1907, Qupperneq 1
Kemur nt ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll,; borgisk fyrir miðjan júlí (erléndis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin viÖ áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi sknldlaus við biaðið. Afgreiðsla Austurstræti 8. XXXIV. árg. Keykjavík laugardaginn 19. jamiar 1907. 3. tölublað Höggur sá er lilifa skyldi. |>ví gengu flestir eða allir að vísu i stjórnarskrárendurskoðunarþófinu, sena lauk að sinni 1903, að eignast mund- um vér öruggan talsmann í frekari sjálfstæðisviðleitni vorri þar, sem væri hinn nýi íslenzbi sérmálaráðgjafi, hver svo sem hann yrði. f>að vissum vér raunar mikið vel, að margan höfum vér átt Gissurinn vor á meðal alíslenzkan að kyni fyr og síðar í sögu lands vors. Oss rekur glögt minni til stjórnar- baráttu vorrar hinnar eldri, og að hún treindist fullan fjórðung aldar ekki sízt fyrir það, að þá var 4. hver þing- maður að jafcaði fyrir fram sjálfsagður fylgifiskur Danastjórnar í Khöfn og andvígur Jóni Sigurðssyni í allri sjálf- stæðÍ8baráttu hans. f>að var hin kon- ungkjörna sveit, er jafnvel slæddist með stöku þjóðkjörinn þingmaður stundum og kembdi þá ekki hærurnar í þeim sessi, né heldur sá konungkjör- inn þingmaður, er stjórninni brást í hennar áhugamálum. Kalla mátti, að fremur kendi það auðtrygni og skammsýni að búast, við öruggri þjóðhollustu af hinum nýja trúnaðarmanni stjórnarinnar, ráðgja.f- anum. En munurinn var þó sá, að hann hlaut eftir almennum reglum að verða einhver þjóðkjörinn þingskörung- ur, meira að segja sá, er meiri hluti á þingi kysi helzt að fylgja, þar sem í skipun konungkjörinna þingmanna var að jafnaði farið aðallega eftir fylgi- spekt við stjórnina, hvað sem leið þjóð- fylgi og þjóðhollustu. |>ví varaði sig og enginn á, að valds- mannaliðinu, sem hafði andæft stjórn- arbótinni, tækist að hlunnfara svo þjóð- ina, er sigurinn var að berast henni upp í hendur, að hún veitti því þá þing- fylgi í síðustu hríðinni, svo mikið fylgi, sem til þess þurfti með lagi og rang- indum, að skreiðast upp í valdasessÍDn og halda þar áfram sínu gamla stjórn- aratferli — alveg eins og minni hlut anum í eldri stjórnarbaráttunni tókst að bjarga sér á kili, er hann beið skip- brot þá, og hremma völdin og beita þeim því næst til andróðurs gegu endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Með þeim brögðum fór svo, að fólk af sama sauða- húsi réð stjórn í landinu eftir síðari stjórnarbreytinguna fl903) sem hina fyrri 1874. — f>að voru önnur von- brigðin. Hin eru þau, að í stað þjóðholls meiri hluta höfum vér feugið meira en helming þings sama sem konungkjör- inn. Færslu valdasólargangsins í ná- munda við þingliðið, úr 300 mílna fjarlægð, hafe fylgt þau ósköp, að meiri hluti þings er orðinn að eintómum tunglum og smústirni kringum hana, í Btað þess að ætlast var til, að hann féði gangi hennar — raeð því að ekki ráða hér 'sömu lög sem fyrir gangi himintunglanna. f>að er áríðandi, að ganga ekki þess- ara umskifta dulinn. 'EngÍD mein verða grædd nema þau sjáist glögt. f>á er fyrst hægt að leita bóta við þeim. 8vo var löngum áður, að minni hátt- ar mál fengu skaplegar lyktir og þjóð- inni geðfeldar. En um stórmálin bar í milli, og hafði stjórnin þar að jafn- aði fylgi minni hluta á þingi, konung- kjörna liðsins. Sama er lagið enn. Ráðgjafinn er kominn í stað landshöfðingja, sem áður var, og konungsfulltrúa þar á UDdan, en hefir það umfram, að hann fer með eitt þjóðkjörið atkvæði. Samsvara á hann að lögum því sem áður hét stjórnin í Khöfn (án konungs). það gerir hann í orði. En á borði er sem hann eigi yfir sér sams konar stjórn þar syðra eins og þeir áttu áður, kon- ungsfulltrúi og landshöfðingi. Og er sú stjórn þeim mun verri viðfangs, að hún er hvorki nafngreind né lögmæt. Hún ber grímu fyrir andliti. Hún leynist í skugganum, en ræður alt um það öllu þvf, er hún hirðir um að ráða. f>að sýndi þegar í upphafi ráðgjafa- skipunar-undirskriftin. f>að sýnir rit- símasamningurinu alræmdi. f>að sýnir afsölun landhelgisbrotasektanna til rík- issjóðs. f>að vottar fyrirfram-sýning allra lagafrumvarpa í Khöfn hinum dönsku ráðgjöfum þar. f>að sýnir sú stjórnarregla, að bera það eitt upp eða láta bera upp á þingi, sem gera má ráð fyrir að Dönum sé ekki ógeðfelt. Meðal annars t. d. ekki hreyft öðru eins áhugamáli þjóðarinnar frá fornu fari og inulendri búsetu fastakaup- manna, réttarbót, sem Færeyingar hafa fengið fyrir hálfri öld hér um bil, svo marg-innlimaðir sem þeir eru þó. Meiri hlutinn er svo vel þjálfaður, að þar ber engiun maður við að koma með slíkt að fornspurðum húsbóndanum. En fyrir minni hlutann er það ekki til neins. f>að sýna loks undirtektir ráðgjafans undir einingar-tilraun þá, er gerð var með blaðamannaávarpinu. f>að duldist fáum frá upphafi vega, undan hvers rifjun mundi runnin vera viðleitnin að spilla þeirri tilraun. f>að spurðist brátt, að aðalstjórnarstólpinn eyfirzki var þá daga á tali við ráðgjafann (í talsímanum) myrkranna í milli, ef eigi lengur. f>á fæddist þar á Akureyri lyfsala- laungetnaðuriun, sem rnargan rekur minni til. f>að var fyrsta tilræðið i gegn ávarpssamtökunum. Og er það ónýttist, var fundið upp á nýju. Svo gekk koll af kolli, f>á kiknuðu og Lögréttu-menn brátt í knjáliðum. Eldra ísfirzka blaðið, sérstaklegt málgagn ráðgjafans, liafði skrifað einum ávarps- manna sitt samkvæði og fór ekki dult með það þar vestra. En snerist á hæl eftir næstu ferð héðan. Og þarf eng- um blöðum um það. að fletta, eftir hvers skipun sú kúfvending hefir verið gerð. Loks var herör upp skorin og send í allar þær áttir, er ritsírai náði til, að safna ungunum undir stélið, ráðgjafaungunum, þingliðinu hans. f>eir tístu allir, sem til náðist, og hoppuðu heim. Og var það gert heyrinkunnugt hið bráðasta. Loks kemur lágnættis- andvarpið »húsbóndans« í áramótin, til að reka á smiðshöggið. f>arf ekki því að lýsa frekara. f>á var úr skorið til hlítar, hvar manninn er að hitta, und- ir hvaða merki hann skipar sér. f>ar er ekki um að villast framar. f>að dylst .eigi nú fremur en áður, hve »ekta« hún er, sú af konungi til- kjörin »landsins sál«, sem spámaður hús- bóndans nefnir í nýárssálmi sínum. — Hér var kostur á að fylla þjóðar- innar flokk, sjálfstæðisflokkinn, sem kominn var langt á leið að eyða öll- um tvístringi meðal þeirra, er bera frelsi landsins fyrir brjósti. En það er ekki einungis látið ónotað, heldur ekkert til sparað að spilla öllum árangri af hinni alvarlegustu og éindregnustu samvinnutilraun, sem gerð hefir verið um langan aldur til framgangs sjálf- 8tæðismáli þjóðarinnar. Hvar mundi fremur við eiga mál- tækið: Höggur sá er hlífa skyldi? Skólablaðið. Svo heitir nýbyrjað hálfsmánaðar- blað, á stærð við íngólf, gefið út af Flensborgarskólakennurunum og með styrk úr kennarfélagssjóði (300 kr.). Ritstjóri er Helgi Valtýsson kennarí í Rvík. Hlutverk blaðsins er að »ræða öll þau mál, sem að einhverju leyti lúta að skólahaldi, kenslu, barnaupp- éldi, andlegu og líkamlegu*. Blaðið er sélegt útlits, 1. tölublaðið, sem kom út lð. þ. m. Botnvörpungsstrand varð enn laugardaginn var, 12. þ. m., á Miðnesi, svo sem hálfri mflu þaðan er Venture strandaði viku áður. f>etta skip heitir eða hét King Edward VII. f>ar varð og mannbjörg. Skipið liggur á þurru um fjöru. f>að hafði verið 4—5 ára og stundaði veiði hér við land þann tíma allan. f>að var nú á heimleið með afla sinn. Heilsuliælisfélagid. Nokkuð á 4. þúsund (3200 kr.) hefir fengist hér í bæ í árgjaldaloforðum, og 1400 kr. að auki í æfigjöldum. Og í Garðahreppi (Hafuarfirði aðallega) 7 eða 800 kr. í árgjaldaloforðum. Víðara hefir ekki til spurst enn. Æfigjaldamenn hér í Rvík eru auk áður umgetinna 2 (læknishjónanna Guðmundar og Katrínar Magnússon) þessir ð: Ásgeir Sigurðsson, Eiríkur Briem, Morten Hansen, Mich. Lund og Sighv. Bjarnason. Siðdegisguðsþjónusta i dómkírkjunni kl. 5 á morgun (J. H.). Erlendar ritsímafréttir til ísafoldar frá R. B. Kh 15. jan. 6 sd. L á t i n n er Adam Poulsen veður- fræðingur. Valurinn (Islands Falk) kominn til f>órshafnar 13. jan. Stjórnhollir vinstrimenn og miðlun- armenn vinBtri handar hafa kjörið Neergaard miðlunarmannaforingjafram- sögumann í tolllaganefndinni í fólks- þinginu. Kh 17. jan. 6 sd. L á t i n n er Rostrup grasafræðingur. Innanríkisráðgjafinn ætlar til Græn- lands í sumar. Bærinn Kingston í eynni Jamaica eyddur af landskjálfta og elds- bruna. f>ar fórust 1000 manns, en 9000 urðu húsnæðislausir. Mikil neyð. Fellibylur í Filippseyjum og varð 100 manna að bana. Englandsbanki hefir I æ k k a ð pen- ingaleigu úr 6/. niður í 5f. Brun höfuðsmaður verður fyrir Be- skytteren og honum næstur Rúdinger. * * * Jamaica er ein meðal Antillaeyja í Vesturheimseyjum, blómleg ey og fjölbygð, um 200 fermílur og eyjar- skeggjar um f miljón, mest Blámenn. Kolumbus fann hana í annari vestur- för sinni, 5. maí 1494, og kallaði Sant- iago. Nú eiga Bretar eyna og hafa átt 2J öld. f>eir skírðu hana Jamaica. Kingston er þar höfuðborg, sunnan á eynni, með nær 50 þús. íbúa. — f>etta er þriðji stórkostlegur landskjálfti í Vesturheimi á 1£ missiri: fyrst i San Francisco, þá í Valparaiso. Adam Poulsen veðurfræðingur var forstöðumaður fyrir veðurfræðisstofn- uninni í Khöfn. Hann dvaldist á Ak- ureyri vetrarlangt fyrir nokkrum árum til norðurljósarannsókna við 4. mann. Brun sá, er verður fyrir Færeyja- varðskipinu þetta ár, er alt annar maður en rithöfundurinn Daníel Bruun, Danir hafa í ráði að breyta til um stjórnarháttu á Grænlandi, sem eru og hafa lengi verið mesta ómynd, Iangar leiðir á eftir tímanum; og mun Græn- landsför Sigurðar Bergs innanríkisráð- gjafa vera í þeim erindum gerð. Mannalát. Hinn 1. október i hanst andaðist að heimili sinu Merkinesi i Höfn- um, fyrrumsýslunefndarmaður Sigurður Ó1 a f s s o n, fæddur 20. októher 1824 á Ægi- siðu i Holtum, sonur Ólafs bónda þar Sigurðssonar og konu hans Valgerðar Erlendsdóttur. Þaðan fluttist hann 1874 suður að Hvalsnesi og kvæntist sama ár Gluðríði Halldórsdóttur hreppstjóra i Kirkju- vogi. Þau bjuggu fyrst 3 ár á Hvalsnesi og þvi næst i Busthúsum i sömu sveit i 18 ár. Þaðan fluttust þau að Merkinesi og bjuggu þar 35 ár. Hún andaðist 1904. Þeim varð 10 barna auðið; af þeim lifa 2 synir og 3 dætur. Sigurður sál. var mesti hagleiksmaður, og munu verk hans og handlagni verða lengi í minnum höfð. Hann var greindur vel og fróður, skemtinn og glaðlyndur, og kom hvarvetna fram til góðs. S.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.