Ísafold - 13.02.1907, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.02.1907, Blaðsíða 3
ISAFOLD 31 Fórn Abrahams. (Frh.l. Hún hrökk snögglega við og leit sturluð knngum sig. Drottinn Jesú, mÍ8kunnaðu mér! |>arna komu þá útlendu hermennirnir ríðandi ; það glampaði á vopnin þeirra og hestarnir hneggjuðu. Hún hljóp inn, komst að stiganum upp á loftið, kieif upp þang- að, dró stigann upp á eftir sér og skreið með nötrandi töncum niður á bak við tóma aldinabyrðu við vestur- gaflinn. Bara að þeir fyndi hana nú eigi, bara að þeir færí fljóct burtu aftur; hér væri heldur enginn heima. Skjálfandi lá hún þarna, lagði við eyrað og þuldi bænir sínar. Hurðinni var hrundið upp með oísagangi, niðri heyrðist þungt fótatak og hópur hermanna brauzc inn. jpeir rótuðu um í öllum krókum og kimum, byltu við húsgögnum og rifu burt veggþiljurnar. Með byssuskeftunum brutu þeir hornskápinn í mola, möl- vuðu gluggarúðurnar, dreifðu búshlutum um gólfið og svo hevrðist hláturinn í þeim upp yfir allan skarkalann; há- vaðinn fór sívaxandi. — Leitið þið rækilega, var skipað harðlegri röddu ; þeir hafa alstaðar fal- in vopn. — f>eir eru skynsamari en það, að þeir fari að geyma byssurnar í stof- unum hjá sér, sagði önnur rödd þýð- lega. Leitið í hesthúsinu og útihús- unum ! Upp á loftið með ykkur! Betty gamla leið í óvit og vissi ekki til sín framar. Hér var komin samtíningssveit lög- reglumannaog fyrir þeim riðilstjóri úr hernum. Blenkins var í för með þeim. Hann hafði slitið af sér ólundina og honum hafði tekist að sannfæra yfir- foringjann um, að brýna nauðsyn bæri til að gjörhreinsa héraðið. Með því var átt við, að allir fullorðnir menn og allir sveinar eldri en 12 ára væri hneptir í varðhald, öll vopn gerð upp- tæk og konum með ung börn komið fyrir þar sem þeim væri fyrirmunað að færa bændum sínum og öðrura vanda- mönnum nokkrar fréttir. þetta tiltæki, sem átti að gjöreyða stórt landflæmi, var kölluð eðlileg varóðarregla, er nauðsyn bæri til þá í bili; það var eigi hægt að koma með neina mótbáru gegn því. Foringinn hafði daginn áður fengið ný ónot hjá næsta yfirmanni sínum, er langmestar hafði áhyggjurnar, og lét aér því eigi detta í hug að sýna neina hlffð framar við aðra. Foring- inn hlýddi á lymskuráð Blenkins og sendi hermannadeild til að bæla ræki- lega niður síðasta mótþróann. í ann- ari Iandshálfu hafði heil borg verið fyrir skömmu lögð við velli og onn annarsstaðar voru búgarðarnir brendir; það mátti með engu móti viðgangast, að uppreisnareldurinn fengi næði til að bálast upp aftur þarna. Veslings foringinn gerði svo sem hann var vanur, þó hendur sínar og óskaði sér að vera laus við stöðu sína, sem búið var að baka mundi honum gráarhærur, en loku var fyrir skotíð að öfluðu honum eftirþráðra verðlauna fyrir allar þrautirnar; að öðru leyti lofaði hann undirmönnum sínum að ráða gjörðum sínum og skifti sér sem allra minst af þeim. þessi herdeild, sem komin, var að van der Naths, hafði gert þjófaleit ú tveim bæjum öðrum þá um morgun- inn. Tvær ryðgaðar byssur og nokkur hundruð af Mausers-skothylkjum var alt og sumt, sem þeim fénaðist á síð- ari bænum. þá var sönnunin fengin ótviræð, enda scóð ekki á hegningunni; hana mátti lesa í rjúkandi rústunum, sem þeir höfðu yfirgefið fyrir fám stundum. Hermennirnir voru kátir af hepni sinni og bjuggust við að gera ennþá merkilegri uppgötvanir, þar sem eigandi búgarðsins var sagður ákafur föðurlandsvinur, en það er hin stærsta synd, sem mótstöðumaður í hernaði getur gert sig sekan í, eftir skilningi hinna, er í móti vega. Blenkins þaut um berbergin sem vitstola væri og sparkaði öllu í mola, sem fyrir honum varð. Hermennirnir fóru að dæmi hans, og þegar ekkerc grunsamlegt var að finna, sýndu þeir af sér jafnmikinn ofsa, og þeir mundu gjört hafa, ef rannsókn þeirra hefði borið einhvern árangur og þeir hefði fundið eitthvað af fyrirboðnum hern- aðartólum. Tryllingur óarga dýra hafði gagntekið þá, og þegar ekkert annað var eftir að gera, réðust þeir á veggina með byssuskeftunum. Mein- fýsnin, er virðist vera hverjum manni ásköpuð, sýndi sig í tíu ólíkum mynd- um, og eftirdæmi Blenkins, er enginn spurði um, af hvaða toga væri spunn- ið, gerði þá enn svæsnari. — Engin lifandi sál! öskraðiBlenkins. Hann hefir farið með drenginn. Bífið þakið af uppreisnarbælinu! Gjörið eitthvað, piltar! Flokksfyrirliðinn sat í legubekknum og hló að ákefð liðsmannanna. Hann hafði gaman af öllum gauraganginum og gerði ekkert til að varna skemd- unum; höfðu Búarnir svo sem ekki hagað sér eins og óarga dýr í Natal og víðar, og var eigi rétt regla, að gjalda Hku líkt 1 Annars væri slík rannsókn ekkert áhlaupaverk og hann gæti hvenær sem vildi lagt hönd á brjóst sér og fullyrt það með rólegri samvizku, að hver maður annar í hans sporum mundi hafa hagað sér alveg eins, er líkt stóð á. Ofan af loftinu kvað við sigrihrós- andi gleðióp; þeir höfðu fundið Betty gömlu. Henni var draslað fram á loftsskörina. Hún skreið skjálfandi niður stigann, en þá er hún var kom- in alveg mður, var mátturinn þrotinn; hún datt á gólfið og gat ekki staðið upp aftur. Blenkins vildi þrysta henni með fótasparki og höggum til sagna um, hvar húsbóndi hennar hefði falið sig; en hermennirnir höfðu þó rænu á að aftra því. — Eg skal vÍ8t kenna henni að tala, ýlfraði Blenkins og hljóp fram í eldhús til að sækja glóð. Flokksfyrirliðinn elti hann forvitinn; en þegar hann skildi, hvað hann hafði í huga, bannaði hann honum það í hörðum róm. — f>að er hættulaust, flokksforingi, hvfslaði Blenkins fleðulega. Eg ætla ekki að gera nema hræða þennan gamla apa. En foringinn vildi með engu móti leyfa neitt í þá átt og Blenkins varð að hætta við fyrirætlun sína, svo sárt sem það tók hann. Foringinn ypti öxlum til merkis um, að njósnarinn þyrfti ekki að búast við samþykki, og bjóst til að fara burt úr eldhúsinu. Hann var kominn fram í dyrnar, er hann heyrði Blenkins æpa upp yfir sig. Hann leic við og sá hvar Blenk- ins lautr ofan yfir eldinn og rótaði í öskunni með járnstöng. — Hver djöfullinn! kallaði bann upp. Hvað á þetta að þýða? Hann fleygði frá sér járnstönginni og þaut burt sem orðið hefði fyrir höggormsbiti. — Hvað hafið þér fundið? spurði fyrirliðinn og skoðaði munina, sem Blenkins hafði skarað fram úr hlóðun- um. þar voru gamlar látúnsspengur og nokkrar hornhlífar úr sama efni, sem auðsjáanlega höfðu verið á bók. |>etta lá þarna sótugt og svart, öld- ungis ófémætir smámunir, mjög óþess- legir að kveikja forvitni eða ótta nokk- urs manns. En Blenkins virtist hafa alt annan skilning á þessu, er hann stóð þarna upp við dyrastafinn og var þungt fyr- ir brjósti. Allur litur var horfinn af andliti hans, jafnvel nefið var eigi rautt framar. — Hvað gengur að yður, maður? — Hann hefir brent biblíuna sína, stundi Blenkins upp. — Nú, hvað þá? — Eg er dauðans matur, æpti hann utan við sig. Hór er líf mitt í veði. Hann Ieit flóttalega á tvær hendur, herti sig upp og hljóp út. Hræðslan í honum hafði verið svo bersýnileg, að flokksfyrirliðinn varð áhyggjufullur og flýtti sér út á eftir honum, til að vita hvernig á þessum ósköpum stæði. — Bíddu, maður! Hvað gengur á fyrir yður ? — Eg veit hvað það merkir, er Búi brennir biblíuna sína, anzaði hann. Úr því spyr hann hvorki um himnaríki né helvíti; það veit eg vel. Hann brauzt út á hlað og fann hestinn sinn, Rtökk á bak og reið á harða spretti í vestur. Hann gerði hvorki að sjá né heyra, þó að her- raennirnir væru að veifa og kalla á eftir honum. Fyrirliðinn stóð í bæjardyrunum og horfði á eftir óburðugri mannsmynd, er laut fram yfir makkann á hestin- um. Frakkalöfin flöksuðust aftur af honum, bakið var kengbogið og knén voru upp undir höku, af því að ístaðs- ólarnar voru langtum of stuttar. það var kátbrosleg sjón. Og með þvi að foringjanum var síður en eigi ógeðfelt að losna við manninn, lofaði hann honum að eiga sig. Nú var og eigi meira þar að starfa, og bauð hann því liðinu að stíga á hestbak, leit í skrána, sem hann hafði í innri brjóst- vasanum og reið með flokkinn til næsta bæjar. — Zimmer, las fyrirliðinn upp af skránni. Félag til eflingar leikfimi og íþrótt- um er ætlast til að verði stofnað hér í bæ, ef nógu margir gefa sig fram. þeir, sem vilja sinna þessu máli, eru beðnir að mæta á hótel Island á föstudaginn kemur kl. 9 síðdegis. A. Bertelsen. Peningabudda fundin á Hverfisgötu. Vitja má í Vesturgötu 53 B A heimili alþekts læknis í Khöfn, (á heima í skrauthýsi á Frið- riksbergi), geta nokkrir drengir, er ganga í skóla, fengið dvalarstað eftir 14. maí næstkomandi. Það verður farið prýðisvel með þá í alla staði. Menn snúi sér munnlega eða skrif- lega til prófessorsfrúar Allen, Rath- sacksvej 4, á 2. gólfi, Khöfn V. Aðalfundur Jarðræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn fimtudag 14. febr. kL 6 síðd. í Báruhúsinu. Meðal annars verður þar rætt um, á hvern hátt. bæjarbúar geti losnað við átroðning af sauðfé. Einar Helgason. JuQiRfálag %3tviRur: Sherlock Holmes verönr leikinn iföstuclaginn 15. þ. m. kl. 8 síðdegis. Kirkjörðin Hlíð er laus til ábúðar vorið 1907. Afgjald: 3 gemlingar, og 30 pd. tólg. Menn snúi sér til Vogsósaprests. Undirritaður, sem um mörg ár hefir þjáðst af lystarleysi og magakvefi, hefir losnað algerlega við þessa kvilla með því að nota að staðaldri Kína- Íífs-elixír hr. Valdemar Petersens. Heiðarhúsum, 20. ágúst 1906. Halldór Jónsson. I rúm 8 ár hefir kona mín þjáðst mjög af brjóstveiki, taugaveiklun og slæmri, meltingu, og hafði hún þess vegna reynt ýmisleg meðul, en ár- angurslaust. Eg tók því að reyna hinn heimsfræga Kína-Iífs-elixír hr. Valdemar Petersens í Friðriks'nöfn, og keypti eg því nokkrar fiöskur. Og þegar hún hafði brúkað 2 flöskur, tók henni að batna, meltingin skánaði, og taugarnar styrktust. Ég get því af eigin reynslu mælt með bitter þess- um, og er viss um, ef hún heldur áfram að brúka þetta ágæta meðal, nær hún með tímanum fullri heilsu. Kollabæ í Fljótshlíð, Lojtur Lojtsson. Eg hefi hér um bil um 6 mánuði við og við, þegar mér hefir þþtt það við eiga, notað Kína-lifs-elixír hr. Valdi- mar Petersens við sjúklinga mína. Eg hefi komist að þeirri niðurstöðu, að hann sé ágætlega gott matarhæfis- lyf, og eg hefi orðið var við góðar verkanir að ýmsu leyti, meðal annars með slæmri og veikri meltingu, sem oft hefir staðið í sambandi við óg'leði og uppköst, óhægð og uppþembu fyr- ir bringspölum, slekju í taugakerfinu, og eins við hreinni og beinni hjart- veiki. Lyfið er gott, og eg get mælt með því. Kristjaníu, Dr. T. Rodian. Biðjið berum orðum um ekta Kína- lifs-elixír Valdemar Petersens. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Variö yður á eftirlíkingum. Óskilafénaður seldur í Kangárvallasýslu baustiö 1906. Holtahreppur: Hv. sauður 2 v. m.: blaðstýft aft. biti h., standfj. aft. biti fr. v., hornm.: blaðst. aft. h., heilrif. standfj. fr. v.; grá ær 1 v. m.: sýlt lögg ;\ft. h., blaðst. fr. v.; hv. hrútl. m.: sneiðrif. fr. h., tvist. biti aft. v.; hv. lamb m.: st.fj. aft. h., tvi- rif. i stúf v.; hv. 1. m.: sýlt gagnfj. h., tví- stýft fr. v.; hv. 1. m.: sýlt st.fj. fr. h. Landmannahreppur: Sv. ær. 1 v. m.: 2 stig aft. h., stýft. biti fr. v., band i v. eyra; sv. ær 1 v. m.: tvirif. í stúf b., sneitt aft. gagnfj. v.; hv. 1. m.: blaðst. aft. h.; grátt 1. m.: tvist. aft. biti fr. h., tvist, aft. v.; hv. 1. m.: st.fj. fr. h., blaðst. aft. st.fj. fr. v.; hv. 1. m.' sneitt fr. h., hálfur stúf. fr. v.; hv. 1. m.: blaðst. aft. v.; hv. 1. m.: stúfrif. h., sneitt biti fr. v.; bv. 1. m.: sýlt biti fr. h., blaðst. aft. v., (illa erert); hv. 1. m.: sneitt fr. standfj. aft. h., stýít biti fr. st.fj. aft. v.; hv. 1. m.: biti aft. h., stúfrif st.fj. aft. v. Rangárvallahreppur: Hv. ær með larnbi m.: boðbilt h., háift af aft. v., hornm.: sneitt aft. h., geirst. v.; hv. ær 1 v. m.: sneitt aft. gagnb. h., tvíst. aft. biti fr. v.; morbildótt ær 4 v. m.: stýft standfj. aft. h„ hvatt gagnb. v.; hv. 1. m.: blaðst. fr. biti aft. h., biti aft. v.: hv. 1. m.: st.fj. aft. h., blaðst. fr. v.; hv. 1. m.: miðhl. band i h. eyra, tvist. fr. v.; hv. 1. m.: geirstýft bæði; hv. 1. m.: geirst. bæði; mór. 1. m.: hamarsk. h., hvatrif. gagnb. v.; hv. 1. m.: heilrif. h.; hv. I. m.: tvist. aft. h.; hv. 1. m.: 2 st.fj. fr. h., stýft v.; mór. 1. m.: hamarsk. h., hvatrif. gagnb. v.; rauð hryssa 2 v. m.: blaðst. og st.fj. fr. h., st.fj. aft. v. Hvolhreppur: Hv. 1. m.: stýft h.; hv. 1. m.: sneitt fr. v.; hv. 1. m.: sneitt st.fj. aft. h., hamarsk. v.; rauð hryssa 5 v. m.: sýlt eða blaðst. fr. b., (illa gert) sýlt v.; rauð hryssa 1 v. m.: blaðst. fr. v. Vesturlandeyjahreppur: Hv. ær full- orðin m.: sýlt biti afs. h., sýlt st.fj. fr. v., (illa markað); hv. 1. m.: sneitt aft. h.; hv. l. m.: blaðst. fr. h., sýlt st.fj. fr. v.; hv. sauður 1 v. m.: stýft h., stúfrif. v.; hv. 1. m. : hvatt h., sneitt aft. gagnfj. v. Austurlandeyjáhreppur: Hv. ær 2 v. m.: sneitt fr. biti aft. bæði; hv. ær 1 v. sneitt fr. biti aft. bæði; hv. ær 1 v. m.: tvirif. i stúf h., st.fj. aft. v.; hv. 1. m.: stýft v.; mór. 1. m.: blaðst. aft. h.; hv. 1. m.: sneiðrif. aft. h., vaglrif. fr. biti aft. v. Vestur-Eyjafjallahreppur: Hv. hr. 1 v. m.: sneiðrif. fr. h., gagnb. v., hornm.: tvirif. í sn. fr. h., hvatt v.; hv. 1. m.: ham- arsk. h„ sýlt v. Austur-Eyjafjallahreppur: Hv. ær 2 v. m.: stýft st.fj. fr. h., stýft v.; hv. 1. indir ánni: vaglrif. fr. h., sýlt biti aft. v. Andvirði framantalins óskilafénaðar geta eigendur fengið hjá viðkomandi hreppstjór- um til næstkomandi nóvembermánaðarloka. Miðey, 2. febr. 1907. í nmboði sýslunefndarinnar, Einar Amason.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.