Ísafold - 27.04.1907, Side 2
Sambaiuismálið
Og
fáuaináliö.
Hinn 4. apríl 1907 hélt Máifunda-
félag Hornfirðinga fund í hina nýja
þinghúsi Nesjahrepps, til að ræða fána-
málið og sjálfBtæðismál vort, eða um
samband ísland við Danmörku.
Fundarstjóri var kosinn f>órarinn Sig-
urðsson oddviti i Stórulág, og skrifari
|>orleifur Jónsson, hreppstjóri í Hólum.
Á fundinum voru mættir flestallir
bændur í Nesjahreppi og fáeinir aðrir.
Frummælandi í fanamálinu var verzl-
unarstjóri f>órh. Daníelason.
Eftir nokkrar umræður var borin
upp avo látandi tillaga í fánamál-
i n u:
Fundurinn lýsir dnœgju sinni yfir
því, að fdnamálið er alvarlega komit)
á dagskrá þjóðarinnar.
Um fánagerðina hallast fundurinn
að fána Stúdentafél. í Reykjavík, og á-
lítur ekki nema til vafninga og mál-
inu til tafar, að vera að halda fram
'óðru visi lóguðum fána, svo framar-
lega sem sú fánagerð kemur ekki í bága
við lit og lögun annarra þjóða fána,
en það hefir ekki verið upplýst enn.
Tillagan samþykt með30 atkv.; tveir
greiddu ekki atkv.
Frummælandi í sambandamálinu var
hreppstjóri f>orleifur Jónssoa. Eftir ít-
arlegar umræður um rnálið var borin
upp þeasi tillaga í sambandsmál-
in u:
Fundurinn er algjörlega samþykkur
stefnu þeirri, er kemur fram í blaða-
ávarpinu svo kallaða, en álitur yfirlýs-
ingu þingmanna i stjórnarflokknum lýsa
óheilindum og tviveðrungi. Og getur
fundurinn eigi borið traust til þeirra
manna að semja við Dani um mál vor,
nema þeir skuldbindi sig til, fyrir þing,
að halda þvi fram i fullri alvöru, þeg-
ar til samninganna kemur, að ísland
verði frjálst sambandsriki Danmerkur,
og að sérmál íslands skuli eigi borin
upp i rikisráði Dana. — Annars álitur
fundurinn að stjórnin hefði átt að rjúfa
þingið, svo þjóðin hefði átt kost á að
kjósa þingmenn sina með sérstöku til•
liti til þessa mikilvœga máls.
Samþykt í einu hljóði.
Fundi slitið.
Þórarinn Sigurðsson. Þorleifur Jónsson.
Með síðasta póati er ísafold skrifað
úr Stykkishólmi:
Allir hinir óbáðari menn hér vestra
hafa verið að bíða eftir því síðan um
nýár, að stjórn vor gengist fyrir þing-
rofi og léti stofna til nýrra kosninga í
vor. Hefir mönnum alment skilist, að
þetta var bein skylda stjórnarinnar,
bæði gagnvart þjóð vorri og Dönum,
þegar jafn mikið er í húfi og ný sátt-
málsgerð milli landanna, íslands og
Danmerkur. Nú er C e r e s kom 1.
þ. m., án þess nokkuð hsyrðist í þessa
átt, þótti sýnt, að úti væri, eða því
Bem næst, um allar þingrofshorfur af
hendi stjórnarinnar. í samráði við
nokkra góða menn stofnaði því síra
Sig. prófastur Gunnarsson í Sth. enn
til fundar fyrir Stykkishólmsbúa og
þá, er þar voru staddir um það leyti,
til þess að ræða með sér sjáifsstæðis-
mál íslands. Fundurinn var haldinn
í samkomuhúsi Goodtemplara og sótt-
ur óvanalega vel, eftir því sem hér
gerist. Alls munu þar hafa verið komn-
ir saman um 50—60 manns, þar af
sem næst 40 með kosDÍugarrétti. Fund-
arstjóri var kosinn Jósafat 8. Bjalta-
lín snikkari, en ritari Magnús kennari
Blöndal.
Fundarboðandi, síra Sig. próf. Gunn
arsson, hóf umræður í all-löngu raáli,
og lagði síðan fram svo látandi til-
lögu:
1. Fundurinn telur stjórn, íslands
vanrœkja mjög skyldu sína, eigi að eins
gagnvart vorri þjóð, heldur og gagnvart
Dönum, ef hún skipar ekki fyrir um
þingrof og nýjar kosningar í vor, svo
að þjóðinni gefist kostur þess, að hafa
full og lögmœt áhrif á kosningu nefnd-
armanna af íslands hálfu í sambands-
laganefndina.
2. Fundurinn er rneð öllu samþykk-
ur blaðamannaávarpinu 12. nóv. f. á.,
þar sem þess er krafist fyrir Islands
hönd, að þaðverði frjálst sambandsland
við Danmörku, og að kveðið verði á um
það með sambandslögum, er ísland taki
óháðan ]>átt í, hver málefni hljóta að
vera sameiginleg mál þess og Danmerk-
ur, en að íslendingar verði í öllum öðr-
um málum einráðir með konungi sín-
um, og að ekki geti þvi komið til mála,
að sérmál lslands verði borin upp i
ríkisráði Dana.
Um tiliögur þessar urðu allmiklar
umræður, er allar lýstu eindregnu fylgi
við þær, að undanskildum tölum eins
manns, er einn allra fundarmanna
reyndi að andæfa, sérstaklega þingrofs-
tillögunni. Maðurinn hafði engin ábrif
á fundinn, og var fyrri tillagan sam-
þykt með 35 atkv. gegn einu, og hin
síðari með 39 samhljóða atkvæðum. —
Tuttugasta jan. síðastl. var stofnað
félag í Stykkishólmi og nefnt Fram
farafélag Stykkishólms. A allskömm-
um fresti gengu 44 menn í félagið, þar
á rneðal allir heldri menn kauptúns-
ins. í félagi þessu eru rædd ýms mál,
er horfa þykja kauptúninu og almenn-
ingi til heilla og sóma. Tíunda marz
var haldinn fundur í félaginu — hinn
3. eða 4. í röðinni — og var þá meðal
annars tekið til umræðu f á n a m á 1 i ð.
Fiytjandi þess var Sig. próf. Gunn-
arsson. Hann flutti alllanga tölu um
málið. Hann gat þeirrar hreyfingar, er
komin væri á þetta mál víðsvegar um
landið, og taldi Framfarafélaginu sæma
að taka vel undir þá hreyfingu. Hann
lýsti, hvað fáni merkir yfirleitt, og
kvað reynsluna vera þá, að fáni hverr-
ar þjóðar sé henni helgur dómur, og
glæddi þjóðernistilfinninguna, þjóðar-
metnaðinn, hvetti til góðra, sjálfstæðra
framkvæmda o. s. frv. Hann sýndi
fram á, að mótbárur þær, er komið
hefðu fram gegn málinu úr nokkrum
áttum, hefðu eigi við rök að styðjast.
Loks bar hano upp svo látandi til-
lögu :
1. Framfarafélag Stykkishólms er
því mjög fylgjandi, að vér íslendingar
hugsum oss nú þegar fyrir sérstökum
þjóðarfána.
2. Um fánagerðina vill félagið ekki
láta uppi nú þegar neina ákveðna til-
lögu, en lýsir jufnframt yfir því, að
það muni ekki gera fánagerðina að
deilumáli.
Eftir nokkrar umræður, er allar lýstu
einlægu fylgi við málið, voru greindar
tillögur bornar undir atkvæði og Bam-
þyktar í eiuu hljóði. Á fundinn komu
33. Einn greiddi ekki atkvæði.
Dáinn er
2. þ. m. merkisbóndinn K r i s t j á n
Tómasson á Þorbergsstöðum í Lax-
árdal. Hann var jarðaður í Hjarðar-
holti 16. þ. m., að viðstöddu óvenju-
miklu fjölmenni. Síra Jóhannes á
Kvenuabrekku hólt húskveðju og talaði
einnig við gröfina; en sóknarpresturinn,
síra Ólafur prófastur, hólt líkræðuna.
»Við fráfall þessa manns hefir hérað-
ið mikið mist; því að í manninn var
mikið varið«.
Heilsuhœlismálið.
Kristján læknir Jónsson í Clinton í
•Bændaríkjum hefir sent félaginu því
200 kr. gjöf, og Þórður Guðjohnsen,
fyrri verzlunarstjóri á Húsavík (nú í
Lohals í Danmörku), 100 kr.
Störslysið nýjasta.
Fiskiskúta með 21 manni.
Tekið þykir nii fyrir alla von um
fiskiskútuna G e o r g, sem minst var á
í síðasta tbl.
Einhver sögusögn er um það, að hann
hafi átt að sjást eftir Tryggvabylinn
(21. f. m.); og er þá líklegast, að hann
hafi farist í skírdagsveðriru, réttri viku
síðar. Það var mesta afspymurok, er
brast á skyudilega, með miklu dimm-
viðri. Helzt er gizkað á, að skipið hafi
þá verið statt mjog nærri Vestmann-
eyjadröngum og ekki haft svigrúm til
að losna við þá, heldur farið þar í spón.
Kunuugir segja, að þetta hafi verið
bezta skipið í öllum fiskiskipaflotanum
héðan. Það var 84 smálestir að stærð,
19 ára gamalt, en fekk gagngerða aðgerð
fyrir 2 árum, sem kostaði 9 l/2 þúsund
kr. Nú áttu þeir þar í félagi, Tryggvi
Gunnarsson bankastjóri helminginn,
Þorsteinn kaupm. Þorsteinsson (Bakka-
búð) '/a, °g skipstjórinu, Stefán Daníels-
son, l/r>. Þorsteinn var sjálfur fyrir því
lengi framan af; hann mun hafa útveg-
að það; þá var það ákaflega aflasælt,
efst á aflaskrá ár eftir ár, og lengur
raunar.
Það var virt á 18 þús. kr., en vátrygt
að eins fyrir 10 þús., í Faxaflóafélaginu.
Auk hinna óvátrygðu 8 þús. telja
eigendur sig hafa skaðast um 10 þús.
kr., í útgerðarkostnaði, lánum til skip-
verja m. m.
Þetta var skipshöfnin:
1. Stefán Daníelsson skipstjóri . 36 ára
2. Sigm. Sigmundsson styrim. . 25 —
og þessir hásetar :
3. Bjarni Ásmuudsson frá
Brekkulæk (Hún.)............22 —
4. Bjarni Sigurgeirsson frá
Fögrubrekku.................18 —
5. Einar Guðmundsson frá Brú
í Stokkseyrarhreppi.........26 —
6. Gestur Sv. Sveinsson .... 27 —
7. Guðjón Jóakimsson fráSelfossi 20 —
8. Guðmundur Daníelssou ... 38 —
9. Guðmundur Steinsson .... 29 —
10. Guðmundur Guðmundsson
fru Jaðri í Þykkvabæ .... 24 —
11. Höskuldur Jóakimsson
frá Selfossi.............25 —
12. Jakob Þorsteiusson úr Húnav. 24 —
13. Jón Daníelsson..........30 —
14. Jón Guðmundsson.........28 —
15. Magnús Magnússon
frá Núpdalstungu.........22 —
16. Magnús Ingvarsson.......34 —
17. Ólafur Jónsson..........43 —
18. Vilhjálmur Guðmundsson
frá Knútsborg............39 —
19. Þorsteinn Pótursson ..... 33 —
20. Þorvarður Daníelsson . . . . 46 —
21. Þórarinn Guðmundsson ... 58 —
Þeir áttu heima hór í bænum, sem
ekki er annars við getið um, 12 alls.
Nr. 7 og 11 voru bræður. Sömuleið-
is nr. 1, 8 og 13.
Sjö voru heimilisfeður og láta eftir
sig mikla ómegð, en engar eigur.
Skipstjóri (St. D.) lætur eftir sig ekkju
með 4 börnum ungum, 1—8 ára.
Jón bróðir hans 1 barn.
Jón Guðmundsson konu og 1 barn
og annað á leiðinni.
Guðmundur Steinsson gamla konu og
eitt barn stálpað.
Vilhjálmur frá Knútsborg geðveika
konu og 4 börn ung.
Þórarinn Guðmundsson konu og 5
hörn, þar af 3 mjög ung.
Þorvarður Dauíelsson konu og 4 börn,
þrjú mikið ung.
Aðrir skipverjar munu hafa verið
einhleypingar, vinnumenn eða lausamenn.
Dáinn af ineiöslum
or í nótt Eyólfur Eyólfsson,
skipstjóri á fiskiskútunni H a r a 1 d i.
er hann átti ásamt Kristni Magnús--
syci kaupmanni og þórði Péturssyni f
Oddgeirsbæ, efnismaður um þrítugt og
nýlega kvæntur dóttur þórðar. Skútan
er með hreyfivél, og var skipstjóri að
koma heoni á stað í fyrra dag snemma,
er hann lenti í henni með annan hand-
legginn, sem muldist allur upp að oln-
boga, auk þess sem hann fekk flsiri
meiðsli, um leið og hann slengdist á
vélina, þar á meðal voðasár á hálsinn.
Bryggjumáliö.
Með 37 atkv. gegn 5 samþykti Kaup-
mannafélag bæjarins á fundi í gær-
kveldi að skora á bæjarstjórnina að fara
ekki að leigja bryggjuna fáeinum (2—3)
stærstu verzlunaraigendunum, ásamt
bryggjusmiðnum, bankastj. Tr. Gunn-
arssyni, sem kom á fundiun óboðinn
og kvaðst ekki fara út, þótt sér væri
vísað burt í ainu hljóði, og flutti Iang-
ar tölur sér til meðmælis og sínum
félögum, með þeim glæsilegúm arangri,
sem að framan segir.
Heini frá Ameríku
aftur komu um daginn alfarnir, á
H ó 1 u m, Guðmundur Jóhannesson frá
Miðhúsum í Kvík, Kristján Krist.jáns-
son frá Hólakoti i Rvík, og Jónaa
nokkur af Vatnsleysuströnd.
Stýrimannaskólinn. Þessir luku
þar prófi í stýrimannafræði 19. þ. m.:
aðaleink.
1. Sigfús Scheving, Vestm. . . 63 stig
2. Jakob Jakobsson, Húnav.s. 59 —
3. Olafur Kristófersson, Rvik . . 59 —
4. Ólafnr Þórðarson, Arnarf. . . 58 —
5. Snæbjörn Stefánsson, Rvík. . 58 -
6. Jón Björnsson, Hafnarf. . . 55 —
7. Guðm. Eyleifsson, Skildingan. 50 —
8. Isleifnr S. Guðmundsson, Rvík 48 —
9. Jón Jónasson, Rvik .... 46 —
10. Guðm. Bergsveinsson, Álftaf.
vestra 45 —
11. Sigurður Sigurðsson, Rvík . . 41 —
Nr. 1, 2 og 4 voru að eins einn vetur f
skólanum.
Hæsta einkunn við próf þetta er 63 stíg',
en lægsta 18 stig.
Prófdómendnr voru prestaskólakennari
síra Eiríkur Briem (form.), bæjarfulltrúi
Hannes Hafliðason og stýrimannaskólakenn-
ari Magnús Magnússon (vegna veikinda
skólastjóra).
Daiasýslu 16. april: Fréttir eru þær
helztar úr héraðinu, að tiðarfarið 1 allan
vetur til marzmán. hefir verið svo dæma-
laust ilt og óstöðugt, að elztu menn muna
eigi slíkt. Með þessu fylgdu langvinnar
hagleysur, svo fremur hefði illa horft með
heybjörg, ef eigi hefði komið nú góður bati..
Flestir hefðu nú haft fóður fram á, sumar-
mál, en verið þá uppi og nálega allir jafnir,,
svo um hjálp hefði varla verið að tala.
Þar að auki voru kauptúnin i Búðardal og
Skarðsstöð vörnlaus, en Hvammsfjörður
fullur af íshroða, svo að eigi var hægt að
komast þar inn. En nú siðan apríl hyrjaði
hefir venið einstök gæðatíð, svo alt fer von-
andi vel, verði vorið eigi hart. Það er nú
alls eigi hægt að tala um illa ásetning hér
í þetta sinn; þvi hefði harðindin‘staðið til
sumarmála, þá hefði verið komin full 20
vikna innistaða fyrir sauðfé og hross víð-
ast hvar, og þó alt verið þá óskemt.
Við samfundi manna, sem i vetur hafa
verið fátíðir, er oftast eitthvað talað um
landsstjóruarmál og eru menn mjög skiftir
í skoðunum í því efni hér um slóðir; þó
mun fylgjendum stjórnarinnar alt af vera
talsvert að fækka í héraðinu, og er það
mest að þakka hinu heimskulega ófrjáls-
lyndis-atferli heimastjóruarflokksins á þess-
um vetri.
Engan þingmálafund er enn farið að
halda hér, en trúlegt er, að það verði gjört
einhvern tima í vor.
Lausn frá prestsþjónustu eftir-
launalaust hefir sira Pétur Helgi Hjálm-
arsson á Helgastöðum fengið 8. þ. m.