Ísafold - 16.11.1907, Side 2
286
IS AFOLD
Erlendar ritsimafréttir
til ísafoldar frá R. B.
Kh. 14. nóv. kl. 5 sd.
Morð og sjálfsmorð i Khöfn.
Sofus Basmussen, stjórnleysingjaleið-
togi og ritstjóri sijórnleysingjablaðsins
Skorpionen, skaut í gær lögrngluþjón,
er dtti að sœkja hann til að afplána
dóm, og því nœst sjálfan sig.
Rússneska þingíð.
Fulltrúaþingið í Pétursborg var sett í
dag með mikilli viðhöfn. Það er skip-
að 195 hægrimönnum, 128 miðlunar-
mönnum, 41 miðftokksmönnum (kadett-
um), 15 Pólverjum, 28 vinstrimönnum
og 6' Múhameðstrúarmönuum, m. m.
Vilhjálmur keisari.
Keisarahjónin þýzku eru i kgnnisför
til Lundúna.
Lúalegt óþokkabragð bafa ein-
hverjar Danasleikjur af lægsta tægi af sér
gert hér í nótt: skorið á fánataugar hjá
þeim, er hafa islenzkan fána, þar sem til
hafa náð, með þvi að til stóð, að þeir
yrði dregnir á stcng i dag, á afmæli Jón-
asar Hallgrimssonar.
Danska fánanum hefir aldrei verið nema
fylsta kurteisi sýnd alla tið siðan er hófst
fánahreyfingin islenzka. Þeir mega vara
sig á þvi, misvitrir Dana-dindlar, að þeir
spilli henni ekki með heimskupörum sinum
og óþokka-strákskap.
Hálftíræður varð Páll Melsteð sagn-
fræðingur á miðvikudaginn 13. þ. m. og
var þá fáni dreginn á hverja stöng i hæn-
um. Ekki er honnm að sjá neitt aftur farið
frá því i fyrra. Hann hefir fótavist meiri
hluta dags, er ern og hress i anda, og fagn-
aði glaður og ánægður hinum mörgu af-
mælisgestum.
Prestkosning. Prestur er kosinn á
Hofteigi Haraldur Þórarinsson prestaskóla-
kandídat.
Laust prestakall. Staður i Stein-
grimsfirði. Núverarandi mat kr. 1313,13.
Prestsekkja er að vísu í brauðinu, en hún
fær væntanlega eftirlaun úr landssjóði.
Auglýst 12. nóvember.
Umsóknarfrestur til 16. janúar 1908.
YeitÍ8t frá næstu fardögum.
Gufuskipin. Laura komst á stað á
sunnudaginn 10. þ. m., með allmarga farþ.
Strandferðabátarnir Hólar og Skálholt
komu um helgina sem leið, ld.kveld og
mánudagsmorgun, troðfnllir af farþegum.
Hólar komust á stað áleiðis til Khafnar í
fyrradag og Skálholt í gærmorgun.
Guluskip Capri kom frá Newcastle á mánu-
daginn, með pantaðan steinolíufarm frá
Zöllner.
Vesta ókomin enn norðan um land og
vestan. Orðin 10 dögum á eftir áætlun.
Veðráttu. Hægviðri fyrri part viku
með nokkru fjúki og litlu sem engu frosti.
Hlánaði mvd. með austanstormi og rigning
um kveldið. Næstu daga tvo hvass á út-
sunnan og rigndi mikið. Sama átt í dag,
en þurr, og snjóað í nótt dálítið.
Likt veður norðanlands og austan.
Hiti sem hér segir kl. 7 að morgni:
Bv. Bl. Ak. Gr. Sf.
Sd. 10. 4- 0.5 -ú- 4.5 4- 4.5 4-5 4- 3.5
Md. 11. 0 -i- 4.4 4- 3.4 4- 4.5 + 1.2
Þrd. 12. 4-1.1 4- 3.2 4- 6.2 4- 11 4- 3.4
Mvd. 13. 4-0.8 0 0 4- 6.0 4- 3.5
Ed. 14. -j- 1.1 -j- 1.6 -j- 2.5 0 -j- 6.7
Fsd. 15. -j— 2,4 -j- 1.8 -j- 3.0 + 0.3 -j- 4.0
Ld. 16, + 1.1 + 0.5 + 2.5 4- 1.0 + 6.1
Rv. = Reykjavik. Bl. = Blönduós. Ak.
= Akureyri. Gr. = Grimsstaðir á Fjöll-
nm. Sf. = Seyðisfjörðnr.
Stjörnarbyltingin á Russlandi.
það er ekki von, að almeuningur
átti sig á kosningafréttunum frá Rúss-
landi eða skipun hins nýja þings, sem
segir frá í nýjustu ritsímafréttum frá
Khöfn, öðru vísi en með nokkrum leið-
beinandi skýringum.
|>að er engin Bmáræðis-breyting, sem
orðið hefir á þinginu í kosningunum í
haust.
Hægri menn (ákveðnir stjórnarliðar)
voru á fyrra þinginu, þessu sem var
rofið í sumar snemma, ekki nema 72,
en eru nú orðuir 195, og er þó þingið
fámennara nú en þá; þá var tala þing-
manna 520 alls, en keisari gerði það
eitt meðal annars í nýrri kosningatil-
skipun f sumar, að hann fækkaði þing-
mönnum niður 1 442.
þá koma 128 miðlunarmenn, sem
voru ekki nema 32 á fyrra þinginu;
og hefir þvi stjórnin mikinn meiri hluta
á þingi í þeim málum, er þeir fylgja
henni.
Vinstrimenn voru á fyrra þinginu
214, en eru nú ekki nema 28.
Hinna flokkanna gætir svo sem alls
ekki neitt.
Hægrimenn voru á fyrata þinginu,
1906, ekki nema 20, og.miðlunarmenn
33. —
Margur mun spyrja, sem vonlegt er,
hvernig muni standa á þessum stór-
kostlegu umskiftum, — hvort rúss-
neskir frelsisvinir muni vera alveg
gugnaðir og af baki dotnir.
|>ví fer fjarri, heldur er það hitt,
að afturhaldsstefnan með keisaraein-
veldi er að verða ofan á aftur. Keis-
ara hefir tekist að fá þjóðina til að
bjósa á þing eins og honum líkaði
nokkurn veginn, — ekki með góðu
móti vitaskuld, heldur auk annars
með afar-ófrjálslegum kosningalögum,
er hann fyrirskipaði í sumar með sinu
einræði og að þinginu fornspurðu.
Með því að kjósendur í fjölmennum
bæjum eða kaupstöðum höfðu sent
framgjarnasta fulltrúa á þing og stjórn-
innióþjálasta, var nú bæjunumflestöllum
skotið inn í sveitabjördæmin og látnir
ekki kjósa fulltrúa sér. Kosningar-
réttur stóreignamanna í sveitum var
aukinn stórum, en fátækra bænda rýrð-
ur að því skapi. Pólskum þingmönn-
var fækkað úr 46 niður í 10. Kák-
assuslönd og öll Asíulönd Rússakeis-
ara senda nú aðeina 39 fulltrúa á þing,
en á anuað hundrað áður.
f>að er ekki ólíklegt, að með þessu
lagi og betri skipun eða dreifing her-
valdsins út um allar hálfur ríkisins
takist keisara og stjórn hans að halda
byltingamönnum í skefjum um hríð.
En það verður fráleitt til langframa.
Fyrri þingin fengu að vísu ámæli
fyrir vanstilling og frekju, og má vera,
að nokkuð hafi verið í því hæft um
um fyrsta þingið, 1906. En hið næsta,
þetta frá í vor (5. marz—15. júní),
gætti fullkomins hófs og stillingar eða
hinn frjálslyndi meiri hluti þess. f>að
voru keisaravinir á þingi, þeir er sig
kölluðu »sanna Rússa<, sem sátu sig
aldrei úr færi að egna meiri hlutann
upp til ógætni og vanstillingar, í því
skyni einu, að útvega keisara átyllu
til þingrofs. En er það tókst ekki,
var það ráð tekið, að misbjóða þinginu
með því að heimta framseldan tafar-
laust og umhugsunarlaust til sakamáls-
rannsóknar og dýflissuvistar á meðan
nokkurn hóp jafnaðarmanna á þingi,
er sakaðir voru um hlutdeild í bylt-
ingarsamsæri. Og er meiri hlutinn
bað um frest til að umþótta sig, var
þing óðara rofið.
f>á höfðu afturhaldsmenn fengið sín-
um vilja framgengt.
Framhaldið var hin nyja kosninga-
ófrelsistilskipun keisara, sem fyr segirfrá,
með ávöxtum hennar, kosningunum í
haust.
Gull og silfur
í einu lagi hefir nú fundist í Vatns
mýrinni, á 133—136 feta dýpi. Gull
hafði fundist áður á 2 stöðum. Sýn-
ishornin öll hafa þeir rannsakað, Ás-
geir Torfason efnafræðingur, Erlendur
Magnússon gullsmiður og Björn kaupm.
og alþm. Kristjánsson, er hefir bezt
áhöld hér á landi til slíkra rannsókna
og mikla verklega þekkingu.
Sama er þó óvissan enu um það,
hvort tilvinnandi er eða ekki að stofna
til málmnáms þarna, og fæst því mið-
ur líklega engin vissa um það fyr en
grafinn er með ærnum kostnaði námu-
gígur niður að gullinu.
Borinn er nú kominn rúmt l1/^ hdrað
fet niður.
Maöur druknaði
á bát á Stöðvarfirði 20. f. m., Jón
að nafni Daníelsson, ungur mað-
ur ókvæntur. |>eir voru 2 á bát, og
varð hinum bjargað af kili, Páli Skarp-
héðinssyni frá Hvalnesi.
Vatnsveitaii.
Geir kaupmaður Zoega hefir látið
grafa í haust nýjan brunn skamt frá
húsi sfnu, hjá Glasgow gömlu, og feng-
ið þar óþrjócandi vatn ágætt, eða svo
er að sjá og heyra; og þykir mörgum
sem það sé fyllilega rannsóknarvert,
hvort fengist geci eða ekki nægar vatns-
birgðir handa bænum þar undan Landa-
kotshæðinni, áður en farið er að sækja
þær upp að Hólmi.
Mannalát.
Hór andaðist í fyrri nótt frú Míren
Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir
ekkja Jóhannesar sýslumanns Guðmunds-
sonar (f 1869), nær áttræð að aldri.
Hún var einkabarn Lárusar sýslumanns
Thoraiensen í Enni, Stefánssonar amt-
manns Þórarinssonar (f 1864) og konu
hans Elínar Jakobsdóttur Havsteins.
Hún fluttist skömmu eftir lát manns
síns til Reykjavíkur með börnum þeirra
hjóna, þá öllum ungum, hafði þar ofan
af fyrir þeim (meðfram) með því að
halda mönnum borð og mannaði þau
vel. Þau vcru, sem upp komust: Jó-
hannes sýslumaður og bæjarfógeti á
Seyðisfirði; Ellert vélastjóri í Ólafsdal;
Lárus aðstoðarprestur < Sauðawesi (f 1888);
Anna, er átti Dr. Valtýr Guðmundsson
(t 1903); Sigríður, gift Kjartani pró-
fasti í Hruna; og Katrín, ógift, heima
hjá móður sinni. — Frú Maren sál.
hafði á sér almenningsorð fyrir val-
mensku og ráðdeild, atorku og ástríki
við börn sín.
Þ ó r u n n Ó 1 a f s d ó 11 i r frá Grjótá
< Fljótshlíð, kona Þórðar Sigurðssonar
(frá Múlakoti) andaðist 15. f. m. að
heimili þeirra Móhúsum á Miðnesi, 55
ára að aldri, eftir 28 ára hjónaband.
Af börnum þeirra lifa 5 móður sina.
Hún var myndarkona, einkar brjóstgóð
og vel látin og er það mikill og sár
missir manni hennar og börnum. p.
Fórn Abrahams
íFrh.l.
Á miðri leið þessa ærslastraums datt
hestui; aðrir hnutu um hann og ultu
um koll, og stöðvun varð á ferðinni.
Vögnum var ekið saman; þeir rákust
á og steyptust saman í eina bendu.
Og á Bvipstundu hrúgaðist þar upp
stór haugur af trjáviðarrusli og alls
konar hlutum, og á þessari stíflu, er
á þenna hátt hafði hrúgast upp, braut
binar æðandi öldur flóttans. þessr
farartálmi, sem skifti flóttanum í tventr
veitti þeim, er á undan voru komnir,
færi á að sleppa; en bak við virkið,
sem hlaðist hafði úr brotnum vögnum,
tryldum skepnum og mölvuðum hús-
gögnum, æddu nokkur hundruð manna,-
sem sáu að för þeirra var tept — eu
höfðu mist alla hæfileíka til þess að
ráða fram úr vandræðunum á skyn--
samlegan hátt.
Nokkrir hugrakkir menn ætluðu að
reyna að koma skipulagi á, en sætto
alls konar hindrunum, voru troðnir
og urðu að hætta við svo búið. Enm
þustu vagnar að útjöðrum virkisine-
og urðu þar fastir, óreglan jókst stór-
um, allir þrengdu sér saman < þyrping,
menn létu sem óðir væru og vissu
ekki hvað þeir gerðu. Alt, sem miðað
hafði til þess að halda flóttamönnunum
saman, var nú með öliu horfið, og við
fallbyssuskot, sem alt í einu heyrðisti
bak við þá, urðu þeir enn truflaðri og,
óttaslegnari en áður.
Englendingum tókst að koma tveim--
ur fallbyssum við, og eftir nokkur ár-
angurslaus skot voru þær kðmnar f
hæfilegt færi. Orustan var byrjuð.
Fylking sú, er de Vlies hafði skilið’
flóttamönnunum eftir, var að eins eitt
hundrað manna, sem tvístruðust, er
þeir heyrðu fallbyesuskotin. Fyrstcr-
sprengikúlurnar lentu að vísu allfjarri,
og gátu þvf engan skaða gert; en«
enginn gat búist við að svo færi um-
þær, er á eftir kæmi. þessir hundrað'
menn héldú þvi á stað upp eftir hæð-
inni, beggja megin við virkis-kösina,
riðu fram hjá henni og létu forlögin-
ráða, hvað um hana yrði. f>eir höfðu
gjört það sem í þeirra valdi stóð, og
það var ekki til neins að vera að bíða
eftir sprengikúlum óvinanna, enda ekki
fýsilegt.
Samantvinnuð fúkyrði voru æpt á
eftir þeim, er þeir höfðu sig uudan.
f>að var ausið yfir þá bölbænum, gamal-
mennin báðust fyrir, konurnar hljóð-
uðu og börnin grétu. Og með jöfnu>
millibili dundu stórskotin álengdar;
þau yfirgnæfðu hávaðann um stund,
eu svo gekk hann aftur fjöllunum1
hærra, hamslaus og tryldur, eins og
ýlfur æstra, óteljandi kvikinda.
Eftir að varnarliðið hafði látið und-
an síga, voru Dornenborgarar sá hluti
Búahersins, er næstur var óvinunum,
Og þótt ófriðurinn hefði átt að vera
búinu að herða í þeim þolrifin, þá
störðu þeir þó óeðlilega st.órum og
óttafullum augum niður í dalverpið.
En er sprengikúla þaut fram hjá og
reif upp jörðina allnærri þeim, skipuðu
þeir sér f röð, eins og þeim var sagb
fyrir.
þeir voru naumast komnir á stað, er
Westhuizen reisti sig upp í söðlinum
og varð eins og ósjáifrátt litið niður
yfir órafárið að baki þeim. Hann varð
náfölur og þrýsti hendinni á hjarta Btað.
í miðri þvögunni, þar sem menn og
dýr ruddust um og lögðu ótal tálmanir
hvert fyrir aunað, var bent til hans
með Htilli hendi, og barnsrödd heyrðist
hrópa í aumkunarverðum róm :
— Pabbi.........pabbi minn!
Röddin var að vísu veik, en svo
örvæntingarfull og bitur, að hún skar
gegnum hávaðann og náði einmitt til
þeirra eyrna, sem henni var ætlað að
ná.
Westhuizen kannaðis við hreiminn
í röddinni; það var eins og hvíslað
væri að honum, að það væri hann,
sem kallað var á. Og hann leibþang-
að og sá litla scúlku, sem stóð upp í
vagni og veifaði með hendinni.
— Ruth..........dóttir mln!