Ísafold - 23.11.1907, Side 2
voru ýmist flutt eða sungin í sam-
sætinu.
’Simskeyti kom frá Akureyri, frá
bæjarstjórninni þar, til formanns hátíð-
arnefndarinnar, »árnaðarkveðja frá fæð-
ingar- og æskustöðvum skáldsins.«
Samsæti höfðu haldin verið í nokkr-
um öðrum félögum hér fietta kvöld:
Iðnaðarmanna, Ungmenna og Verzl-
unarmanna, og ef til vill fleiri.
Samskotin.
Gjaldkeriminnisvarðasamskotanefnd-
arinnar, Halldór Jónsson, skýrði frá í
samsætinu, að ekki hefði hafst saman
nema um 5500 kr. til myndarinnar,
og vantaði enn 500 kr. á, að hægt
sé að segja, að þjóðin reisi þennan
minnisvarða. Hann kostar fullar
6000 kr
Þar af hefði Reykvíkingar einir lagt
í samskotasjóðinn tölulvert meira en
helming, eða jullar 3000 kr., en önn-
ur héruð landsins sem her segir (sam-
tals 2500) í kr.:
Arnessýsla . . 160 Norðurmúla . 280
Barðastrandar 20 Rangárvalla . 24
Dala......... 70 Skagafjarðar . 120
Eyjafjarðar . . 330 Snæf.-o.Hpd. 60
Húnavatns . . 5 Strandasýsla . 30
ísafjarðar. . . 90 Suður-Múla . 180
Kjós.-og Gull. 170 Vestmann.. . 44
Mýr.-ogBorg. 50 Þingeyjar . . 230
Fjárframlögin eru mikið sómasam-
leg úr mörgum héruðum landsins,
en tfltakanlega lítil úr fáeinum þeirra,
allra helzt einu þó (5 kr.) Og mun-
það vera miklu fremur forgönguleysi
að kenna, að uppskeran hefir orðið þar
svo nauðalítil, heldur en hinu, að þar
skorti ýmsa sæmilega vel stadda menn
öðrum landsmönnum framar mann-
lund og drengskap til að styðja jafn-
fagurt mál og þjóðræknislegt sem það
er, að reisasæmilegan minnisvarða öðr-
um eins manni og listaskáldinu góða,
óskmegi þjóðarinnar nú orðið að
minsta kosti. Og færi samskotin eitt-
hvað fram úr 6000 krónum, áður en
lýkur, þá er nóg að gera við afgang-
inn, t. d. í upphleyptu myndirnar
fyrirhuguðu á fótstalli minnisvarðans.
Mannalát.
Hér varð bráðkvaddur mánudags-
keld 18. þ. m. uppgjafaprestur og fyrr-
um prófastur síra Ó 1 a f u r Ó 1 a f s-
s o d, Bíðast prestur á Saurbæjar-
þingum, þangað til í fyrra, rúmlega
hálf-sextugur að aldri, f. 27. nóv. 1851
í Stafholti, og voru foreldrar hans síra
Ólafur Pálsson, síðar dómkirkjuprestur
lengi og prófastur (f 1877) og koDa
hans Guðrún Ólafsdóttir sekretera
Stephensen frá Viðey. Hann útskrif-
aðist úr latínuskólanum 1876 og af
prestaskólanum 1878, vígðist prestur
að Garpsdal árið eftir; fekk uokkrum
árum eftir Saurbæjarþing. Hann bjó
mörg ár ókvæntur, með móður sinni
lengst, en kvæntist 1894 ekkju Jóns
S. K. K. S. Johnsen læknis í Húsa-
vík (f 1887), Guðrúnu, dóttur merkis-
bóndans Gísla Oddssonar frá Lokin-
hömrum, er lifir mann sinn ásamt 8
börnum þeirra, hinu yngsta á 1. ári.
— Síra Ólafur heit. þótti vera góður
ræðumaður, gegn og hóglátur.
Botnvörpungsstrand.
Hinn 9. þ. m. strandaði enskur botn-
vörpungur, P r e m i e r, nr. 740 frá
Grymsby, skipstj. George Dixon, á
Herglandsfjöru f V Skaftafellssýslu.
Skiphöfnin, 15 manns, bjargaðist á
land, nema einn 16 ára drengur, sem
króknaði í bátnum á leið til lands.
Hinir 14 eru á leið hÍDgað niður heil-
ir á búfi.
Slys í Héraðsvötnum,
eitt af mörgum, hafði orðið 15. þ.
m. Um það er símað frá Sauðárkróki
19. þ. m.:
Hörmulegt slys vildi til 15. þ. m. í
vesturós Héraðsvatna í Skagafirði. Sig-
urður hreppstjóri Ólafsson á Hellu-
landi fór á vélarbáti með sonum sfn-
um 3 frá Sauðárkróki að vesturósnum
og lögðu þeir bátnum í ósinn. Skafti
sonur Sigurðar varð eftir við ósinn til
að gæta bátsins, því landsunnanstorm-
ur var á. Um kvöldið rær Skafti á
pramma út í bátinn til þess að ausa
hann, en misti prammann frá bátnum.
Var nú komið rok og skóf yör vélar-
bátinn, svo að hann hálffylti, en hann
mun hafa staðið í botni. Ólafur bróð-
ir Skafta leitar nú til Jóns ferjumanns
Magnússonar og heitir á hann til hjálp-
ar, að ná Skafta úr bátnum. Jón fer
niður að ósnum, kallar til Skafta og
biður hann vera rólegan ; kveðst muni
sækja hann þegar er veðrinu sloti. En
ekkert heyrðist fyrir ofsanum. Sjá þeir
nú, að Skafti kastar sér út úr bátnum
og ætlar að synda til lands. Jón veð-
ur þá á móti honum upp í axlir og
ætlar að ná í hann. En er Skafti átti
eftir á að gizka 3 faðma að Jóni, kem-
ur á hann ísrek framan úr Vötnum,
sem færði hann í kaf, og druknaði
hann þegar. Lík hans er ófundið enn.
Skafti var um tvítugt, bezta manns
efni og þjóðhagasmiður, eins og faðir
hans.
Reykjavíkur-annáll.
Endurskoðentlur bæjarins eða bæjarstjórn-
arreiknanna, þeir Gunnar Einarsson konsúll
og Hannes Thorsteinsson bankaritari, báð-
ust eftir á siðasta bæjarstjórnarfundi, að
verða leystir við það starf. En bæjarstjórn
fanst ekki vera gildar ástæður til þess.
Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta
bæjarþingi:
Bæjarstjórnin selur 2. nóvbr. Baldri Bene-
diktssyni 516 ferálna lóð við Bergstaða
stræti (45) 258 kr.
Guðmundur Gíslason selur 8. mai Þor-
steini Gunnarssyni hálfa húseignina Litlu-
Klöpp á 3000 kr.
Jón Reykdal málari selur 23. septbr.
Erasmus Gíslasyni trésmið */» af Litlaholts-
bletti á 1300 kr.
Sveinn Jónsson snikkari gefur 14. nóvbr.
871 feralna lóð tíl Ingólfshússins við Berg-
staðastræti.
Þorlákur Davíðsson selur 19. febr. þ. á.
Guðmundi Magnússyni kaupmanni húseign
nr. 58 B við Grettisgötu á 5000 kr.
ÞorsteinD Gunnarsson selur 18. septbr.
Runólfi E. Sverrissen hálfa húseignina
Litlu-Klöpp við Klapparstíg á 4000 kr.
Hornablástur. Bæjarstjórn samþykti i
fyrra dag 500 kr. fjárveiting til hornablást-
urs um árið 19U8, og fól Birni Kristjáns-
syni 8amuinga við Lúðrafélagið, og umsjá
og gæzlu lúðranna til bráðabirgða.
Mjólkursölureglur fyrir höfuðstaðinn hef-
ir bæjarstjórn í smíðum. Hún vísaði á
síðasta fundi frumvarpi til þeirra til heil-
brigðisnefndarinnar.
Vatnsveitumálið. Síðari nmræða um það
í fyrra dag og samþykt að gera útboð
á öllu því verKi og efni, sem nújsegar er
auðið að gera, og vatnsveitunefnd falin fram-
kvæmd þess. Sérstakiega var henni falið
að utvega tilboð um pípur og athuga til-
boð frá verkfræðingi um að taka að sér
alla stjórn og umsjá pípugerðar og fram-
kvæmd verksins í heiid sinni.
Minni
Jönasar Hallgrimssonaiv
f>ú varst íslaDds æsku sál!
Ominn þinna sólskinsljóða
geymir ennþá íslenzkt múl
andi hlýr frá þinni sál
fyllir loftið. — Lyftið skál
listaskáldsins okkar góða ;
Enn þá geymir íslenzkt raál
óminn þinna sólskinsljóða.
Enn er gott að hlusta á hannr
hulduljóða skáldið þýða,
8em hvert blóm í brekku ann;.
blærinn, lindin, fossinn kann
ennþá ljóðin eftir þann
ástvin bjartra sumartíða.
Enn er gott að hlusta’ á hann,-
hulduljóða skáldið þýða.
ísland geymir ekki margt,
ef það gleymir minning þinni.
Hvort það bauð þér blítt eða’ hart,,
breiddirðu’ á það lofsins skart,
sást þar Ijóma sffelt bjart
sólskin yfir framtíðinni.
— Sé því, Jónas, sífelt bjart
sólskin yfir framtíðinni.
p. G.
Erlendar ritsimafréttir
til ísafoldar frá R. B.
Kh. 20. nóv. kl. 4 sd.
' Hansen frá Grundesölille, landsþingis-
maður og jústizráð, er skipaður i
íslenzku nefndina (millilandanefndina)
í stað Ilansens mdlfœrslumanns (Kold-
ing-Hansen).
íslenzk félög héldu hátíð á laugar-
daginn til minningar um J ónas
Hallgrímsson. Hannes Hafstein
talaði í minningu Jónasar og fyrir
minni samlyndis íslands. Dr. Valtýr
Guðmundsson mælti fyrir~minni ráð-
gjafans.
Höfnin á Skaga vígð í gœr hátiðlega
af konungi.QÞar var Hafstein viðstadd-
ur.
Kh. 21. nóv. kl. 10 slðd.
/ Iskyggilegt ástandJjí j Por t’u g a l.
Þjóðvaldsinnar i f.miklumjjuppgangi.
Margt manna. höndum tekið.
Barnaskólastyrkur. Þessir barna-
skólar hafa fengið þ. á. styrkjír landssjóði,
i kr.
Bakkagerðis...........................174
Bessastaðahrepps......................260
Blldudals.............................178
Brekkuþorps...........................131
Búðaþorps.............................278
Deildarár.............................132
Eyrarbakka............................372
Flateyrar.............................121
Garðahrepps (Hafnarfj.) .... 874
Geirseyrar............................261
Grindavikur...........................148
Hafnahrepps...........................121
Hellissands...........................260
Hesteyrar.............................114
Hnifsdals.............................226
Hólshrepps............................305
Húsavikur..............................382
Keflavikur.............................252
Látra..................................123
Miðneshrepps..........................261
Njarðvíkur.............................105
Norðurkots.............................157
Núps...................................87
Olafsfjarðar...........................304
Ólafsvikur.............................382
Óslandshlíðar..........................131
Reynishverfis..........................120
Sanðárkróks............................244
Seltjarnarne8hrepps....................309
Siglufjarðar...........................261
Skeiðflatarsóknar ...... 140
Skipaskaga.............................382
Stokkseyrar . . ...... 243-
Brunabótavirðingar samþykti bæjarstjórn-
in á fundi 21. þ. m. á þessum húseignum, i
krónum.
Brydes-verzlunar í Hafnarstræti,
norðan strætisins.............. 54,657
sunnan — 10,806
Steingr. Guðmunds. trésm., Amtmst. 33,239
Jóns Þórðarsonar kaupm..............24,131
Samúels Jónssonar, Nálsg............11,088
Óiafar Stefánssonar, Yestnrg. 38 . 8,955
Guðm. Magnússonar (Grettisg. 58 B) 6,223
Böðv. Jónss. vinnuskúr, Rauðarárst. 4,324
Brydes-buð hér i bæ hefir kastað eliibelg
í sumar og haust, og var þó alls eigi til-
takanlega ellileg áður. Hún er orðin hin
prýðilegasta af öllum búðum bæjarins, bæði
utan og einkum innan; þær eru þó nokkuð
háreistari sumar, t. d. Edinborgar, Duus,
Gunnars Einarssonar, Magasinið i mörgu
deildunum, og allglæsilegar að mörgu leyti;
einkum tók Duus-húð miklum og fögrum
stakkaskiftum í fyrra, en Edinborgarbúðin,
ári eldri, eins og háreist höll. Búð Sv.
Sigfússonar í Hverfisgötu er og mikið
smekkvísleg útlits, og eins var gerð mikil
breyting til batnaðar á húð B. Kristjáns-
sonar fyrir fám missirum. Er það alt mik-
il bæjarbót fiá því vöruhúöir voru hér
varia þekkjanlegar frá litt vönduðum
geymsluhúsum, og illa gluggaðar, og eftir
þvi smávaxnar flestar, sem ekki er ýkja-
langt á að minnast.
Aðalbúðarhús Brydes-verzlunar er nú orð-
ið 60 álna langt og 15 á breidd. Þar af
eru 48 álnir af lengdinni ein sölubúð niðri
og efri lofthæðin annað eins, með skrifstof-
um. Henni er skift i 5 deildir (en ekki 18),
eftir varningstegundum og er innangengt
milli þeirra allra. Þar er öllu mjög hag-
anlega fyrirkomið og smekkvislega, og hirta
glæsileg, af ekki færri en 26 lux-lömpum;
miðstöðvarhitun um alt húsið.
Gluggar eru 12 í röð á suðurhlið húð-
arinnar, úr spegilgleri, og að eins 1 rúða
hver, og þó meira en mannhæð hver.
Áfgreiðslufólk í búðinni 18, þar af 8
kvenmenn.
Meðal margra utanhúðarhúsa, er verzl-
uninni fylgja, er ferðamuDnahesthús handa
30 hestum, og ennfremur innivist eða hæli
fyrir 20—30 ferðamenn að matast í og at-
hafna sig. Það ei notasæl framför.
Breyting sú á verzlunarhúsum Brydes-
verzlunar, og viðauki við þan, er gerð hef-
ir verið i sumar, kvað hafa kostað fuli
50,000 kr.
Ræktunarsjóðsverðlaun hafa þessir
búendur fengið þ. á., þau er hér greinir
* (eftir »Frey«) i kr.
Baldvin Baldvinsson, Hamrendum (Dal.) 50
Brynjólfur Bjarnason, Engey 50
Diðrik Stefánsson, Vatnsholti (Arn.) 50
Eggert Briem, Viðey 150
Einar Finnbogason, Þórisholti (V.-Skaft.) 50
Einar Thorlacius, prestur í Saurbæ 50
Finnbogi Finnsson, Svínhóli (Dal.) 50
Georg Pétur Guðmundsson, Núpi (Rang.) 50
Gissur Jónsson, Drangshiíð 50
Guðjón Daníelsson, Hreiðarstöð. (Eyjaf.) 50
Guðjón Guðmundsson, Ljótunnarst. (Str.) 75
Guðm. Eiríksson, Karlsskála 50
Guðmundur Magnúson, Núpi (Rang.) 50
Hailgr. Kristjánss., Ytra-Garðshorni(Eyf.) 50
Hinrik Hansson, Jófríðarstöðum 50
Jóhann Einarsson, Mýrarkoti (Skagaf.) 50
Jóhanna Guðmundsd. Brekkum (V.-Sk.) 50
Jón Arasou, Þverá (Eyjaf.) 100
Jón Einarsson, Neðri-Hundadal 50
Jón Einarsson, Vorsabæ (Skeiðum) 50
Jón Konráðsson, Bæ (Skagaf.) 50
Jón Sigurðsson, Búrfelii (Grimsnesi) 50
Jörgen Jörgensson, Gilsstöðum (Hún.) 50
KatrínSigurðard., Þorgeirsstöðum (Lóni) 50
Klemens Ólafsson, Kurfi (Hún.) 50
Kristján Jóhannesson, Jódísarst. (Eyf.) 100
Magnús Magnússon, Villingavatni 50
Olafur Finnsson, Fellsenda 100
Óiafur Jóhannesson, Stóra-Skógi (Dal.) 100
Óiafur H. Jónsson, Sólheimum 75
Ólafur Sæmundsson, prestur, Hraungerði 50
Runólfur Runólfsson, Norðtungu 100
Sigurður P. Sivertsen, prestur, Hofi 50
Sigurgeir Gíslason, Hafnarfirði 50
Skúli Árnason, læknir, Skálholti 50
Stefán Jónsson, Arnarbæli (Grímsnesi) 50
Vernbarður Einarsson, Hvítanesi 50
Þorbjörn Guðmundsson, Brjánsstöðum 50
Þorleifur Sigurðsson, Syðra-Holti (Eyf.) 50
Ögmundur Ögmundsson, Sogni 50
Unglingaskólastyrkur. Þessir 6
unglingaskólar hafa fengið landssjóðsstyrk
þ. á.,isem hér segir, í kr.
Grundar iJEyjaf.......................463
Húsavikur.............................375
Isafjarðar............................500
Ljósavatns............................322
Núps í Dýrafirði......................117
Skútastaðahrepps......................130