Ísafold - 18.01.1908, Blaðsíða 2
10
ISAFOLD
Um bæjðfstjórnar-
kosninguna
Kjósum sjálfstæða menn og
helzt öllum óháða
Undirskrifaðir kjósendur stinga upp
á þessum 15 mönnum í bæjarstjórn:
1. Kristjdni Jónssyni yfirdómara
2. Magnúsi Blöndahl trésmíðameistara
3. Jóni Jónssyni sagnfræðing
4. Eggert Briem skrifstofustjóra
5. Jóni Jenssyni yfirdómara
6. Frú Katrínu Magnússon
7. Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttur
8. Frú Guðrúnu Björnsdóttur
9. Þórði J. Thoroddsen lækni og gjaldk.
10. Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara
11. Ottó N. Þorlákssyni skipstjóra
12. Síra Ólafi Ólafssyni frikirkjnpresti
13. Sigvalda Bjarnasyni trésm.meistara
14. Sveini kaupmanni Sigfússyni
15. Pétri Guðmundssyni bókbindara.
Vér ætlum þessi fulltrúaefni mæla
með sér sjálf í þeirra augum, er þau
þekkja til hlítar, en það er allur þorri
bæjarmanna, flest þeirra; um hin má
spyrjast fyrir hjá þeim valinkunnum
mönnum og áreiðanlegum, er þeim
eru nákunnugir.
Sumir þeirra eru nú í bæjarstjórn
og hafa getið sér góðan orðstír þar
sem víðar. Það er mikilsvert að halda
þar nýtuni mönnum og hagnýta sér
fengna reynslu þeirra og þekkingu á
bæjarmálum, innan um marga nýja. og
bláókunnuga fulltrúa. Vér heíðutn
viljað eudurkjósa fleiri hinna gömlu
fulltrúa; en það eru einmitt þeir, sem
gefa ekki kost á sér framar, meðal
annarra.
Aðrir hafa margir kynt sig svo við
önnur alþjóðleg störf, að þeim er vel
treystandi til að standa vel i þessari
stöðu.
Loks eru nokkrir óreyndir eða lítt
reyndir við afskifti af almennum mál-
um, en að vorum dómi og annarra
kunnugra manna mjög líklegir til að
reynast vel.
Að öðru leyti hefir oss gengið það
til að tilnefna þessa menn öðrum
framar, að vér vildum veita kjósend-
um bæjarins kost á að greiða mönn-
um atkvæði í bæjarstjórn með f u 11 u
frelsi fyrir öllum félags-
b ö n d’u m.
Vér teljum það skaðlegt haft á
kjörfrelsi manna, að binda þá við
meiri hluta samþykt á fundi þess eða
þess félags, sem þeir eru i.
Það er mjög undir hælinn lagt, að
sá hafi beztan byr í slíkri atkvæða-
greiðslu, sem bezt er til fallinn að
verða fyrir kjöri í bæjarstjórn. Þar
geta ráðið mjög svo fjarstæðar hvatir
og ástæður, meðal annars undirróður
og atkvæðasmölun bæjarfulltrúaefnis-
ins sjálfs; en það er gömul reynsla og
ný, að þeir eiga oft minst nytsemdar
erindi í trúnaðarstöðu, sem fíknastur
eru þangað að kornast.
Það liggur auk þess í augum uppi
að af þeim undrasæg félaga, sem til
er hér í bæ, eru mjög mörgsvoafar-
fjarskyld að verkefni því sem bæj-
arfuiltrúar eiga af hendi að inna, að
úr verður greinilegasta athiægi, ef
troða á leiðtogum þeirra í bæjarstjórn.
Eri nú er svo helzt að sjá og heyra,
að öll kosningarbaráttan hér ætli að
verða kappróður milli félaganna að
koma hvert um sig að sínum manni
eða mönnum. En með því að full-
trúarnir eru færri en fjelögin, þótt
margir séu, miklu fleiri en holt er að
kjósa í -einu, þá ganga þau sum í
lífsábyrgðarfélag sín í milli um að verða
sem minst út undan. Það liggur við að
þetta félaga-fargan ætli áð ónýta alveg
góðan tilgang laganna með þessu
listakosninganýmæli og gera þau beint
skaðleg, svo að nerna þurfi það ný-
mæli úr gildi aftur.
Það er engu líkara en að hvertfé-
íag um sig hugsi sér einhverra hlunn-
inda von fyrir sjálft sig að þvi, að
eiga fulltrúa í bæjarstjórn úr sínum
hóp, — nærri því eins og ætti að
senda mann á hvalfjöru, en ekki hitt,
sem er, að lögð er þung byrði á herð-
ar þeim mönnum, sem fyrir kjöri
Aerða, mjög tímafrek og fyrirhafnar-
mikil kvöð, sem flestir vilja helzt
komast hjá, meðan auðið er, og þeir
hvað helzt sern nýtastir eru, með því
að þeir finna jafnan glegst til ábyrgð-
arinnar.
Það tökum vér fram, að margt
þeirra manna, er vér höfum skipað
sæti nokkuð neðarlega á skrá vorri,
teljum vér engu miður tilkjörna en
þá sem þar eru hafðir ofarlega. En
ekki geta allir verið efstir; og teljum
vér hinum mörgum borgið einmitt
fyrir það, að þeir eru hafðir efstir eða
mjög ofarlega á skrá hjá sumum fjöl-
skipuðust félögum bæjarins.
Vita þykjumst vér, að ýrnsir hefðu
Kunnað því betur, að landsmála-
flokkunum flefði verið jafnara saman
blandaðífulltrúatilnefning vorri. Enþví
svörum vérsvo, að vér viljum hafa óháða
ogsjálfstæða menn í bæjarstjórn, en það
er kunnugra en frá þurfi að segja,
hve nauðafátt sjálfstæðra manna til er
í stjórnarflokknum. Kjötkatlar og
krossaglingur er aðalaðdráttarafl stjórn-
ar þeirrar, er nú höfum vér yfir
oss, en fyrir því hvorugu gangast
sjálfstæðir sæmdarmenn.
Vér skulum taka til dæmis það hlut-
verk hinnar nýju bæjarstjórnar, að velja
bæjarstjóra.
Er ekki áríðandi að fá í þá stöðu
mann, sem er öllum óháður, háum og
lágum, og óviðriðinn allan sérfylgis-
félagsskap, þar á meðal gróðafélög, er
bærinn á eitthvað undir eða þau undir
honum, mann, sem hefir engra annarra
hagsmuna að gæta en bæjarins og gef-
ur sig við þeim allan og óskiflan ? En
mundi stjórnarliðið verða líklegt til
að miða alt við það, en ekki hitt,
hvort umsækjandi þarfnast stöðunn-
ar sér til viðurlífis eða til þess að
geta komið ár sinni vel fyrir borð sér
til hagsmuna, og hvort hann er lands-
höfðingjum vorum ástfólginn og hand-
genginn, og þar fram eftir götunum?
Vér vonum, að sem flestir félags-
böndum ófjötraðir og sjálfstæðir bæ-
jarmenn, karlar og konur, þýðist til-
lögur vorar og veiti þeim örugt fylgi.
Það er enginn efi á því, að þá verð-
ur bæjarstjórn Reykjavíkur vel skipuð.
Nokkfir óháðir kjósendur.
Kelvin lávarður hinn skozki
lézt um miðjan f. mán., kominn á 4.
ár um áttrætt. Hann var einhver
heimsins mesti og frægasti vísinda-
skörungur. Hann nefndist áður Sir
William Thomson. Hann var 53 ár
kennari við háskólann í Glasgow í
eðlisfræði. Hann var herraður 1892
og nefndist eftir það Kelvin lávarður.
Hann gerði afarmerkilega vísindalegar
uppgötvanir hverja á fætur annari,
einkum í rafmagnsfræði. Honum er
það þakkað mest, að loks tókst að
leggja sæsíma um Atlanzhaf þvert
(1866), svo að haldi kæmi til hrað-
skeytaflutnings.
Hann var jarðaður á Þorliksmessu
í Westminster-kirkju í Lundúnum,
þar sem eiga sér legstað ýmsir hinir
mestu afreksmenn Breta. Hann var
lagður við hlið þeimNewton, Herschel
og Darwin.
Geysileg namuslys hafa orð-
ið mánuðinn sem leið í Pennsylvaníu
í Bandaríkjum, kringum Pittsburg, 4
sinnum á rúmum hálfum mánuði,
Þar biðu bana samtals 823 manns,
sein sjá má af þessu yíirliti:
Des. 2. Naomi-náma ... 50 farist
6. Monogah-náma . 440 —
16. Yolande-náma . . 75 —
19. Jacobi-Creek-náma 250 —
Vel og tryggilega bafði verið um
námur þessar búið allar saman, það
er mannlegur máttur til nær. Enda
eru margir á því, að slysunum muni
valdið hafa einhver ókyrð neðanjarðar,
einhver landskjálftavera, sem finst ekki
öðruvísi ofanjarðar en á mjög næm
landskjálfta mælitól langar leiðir það-
an, sem slysiri verða, janvel lengst
austur i Norðurálfu. Þar höfðu fund-
ist bæði suður í Austurriki og á Ítalíu
einhverjar hræringar á undan hverju
þessu slysi, sem hér greinir frá, En
slysin verða með þeim hætti, að losn-
ar um eldfimt gas í jörðu undir nám-
unum og í því kviknar, svo að úr
verður loftsprenging.
Dönsk glámskygni
R i t d e i I a
um
Frjalst sambandsland.
Nefndur hefir verið hér í blaðinu
einu sinni áður eða tvisvar danskur
maður, er heitir Knud Berlin,
dr. jur., og er að 'semja bók um sam-
bandsmálið íslands og Danmerkur,
eftir undirlagi dönsku stjórnarinnar.
Ritið á vitaskuld að verða hávís-
indalegt og þá nm fram alt gersam-
lega óhlutdrægt.
En höf. hefir gert bæði sjálfum sér
og þeim, sem hann hafa útvalið, mik-
inn ógreiða með því undirbúnings-
viðviki sínu, að hann hefir ritað í
danskt blað, er hann starfar að, Danne-
brog (17. nóv. f. á.), afarhlutdrægan
og fáfræðiskendan ritdóm um Frjálst
sambandsland Einars Hjörleifssonar,—
_ hina dönsku þýðingu þess.
Hann byrjar þar á þeirri haugavit-
leysu, að bókin sé »alveg einhliða
flokksfylgisrit, og haldi fram allra-
svæsnustu kröfum og staðhæfingum
íslenzkra stjórnarandstæðinga*.
Þar næst ber hann á móti því, að
það sé rétt hjá £. H., er hann segir
(bls. 86), að þetta, sem nú er farið
fram á af íslendinga hálfu (stjórnar-
andstæðingum), sé ekki nein ný stefna.
Það sé »nákvæmlega sama stefnan,
sem haldið var 1851, sama stefnan,
sem allur þorri íslendinga hefir ávalt
síðan játað sig vilja haldac.
Þá lætur hann E. H. segja sögulegan
rétt íslands (til sjálfstæðis) grundvallast
eingöngu á fyrstu fjórum öldunum
(874—1262), er það var þjóðveldi,
þar til er það komst »undir Norveg«(i)
segir hann, og að hann geri ekkert
úr hinum nærri því sjö öldum, «er
landið var háð Norvegi og síðan Dan-
mörku»(l)
* -----------------------
Hér kennir furðulegrar glámskygni.
Og hefir alþm. dr. Valtýr Guðmunds-
son sýnt frarn á það glögt og greini-
lega í sama bl. 25. nóv., og tekið
þar röksamlega svari vor sjálfstæðis-
manna.
Hann tekur það fram andspænis
flokksfylgisbrigzlinu, að ritið sé samið
að tilhlutun »þjóðræðis- og landvarnar-
manna o. fl.«, eins og stendur á titil-
blaðinu, og þvi geti það ekki ver-
ið rétt, að það »haldi fram allra-
svæsnustu kröfum og staðhæfingum
íslenzkra stjórnandstæðinga« ; sú lýs-
ing geti að eins átt við skilnaðar-
menn, en það sé hvorugur fyrnefndra
flokka. Með þessu »0. fl.« sé og
átt við nokkurn part af stjórnarliðinu,
enda sé kunnugt, að handritið hafi
verið yfirfarið af trúnaðarmönnum úr
öllum þeim flokkum áður en það var
prentað. Stjórnarblaðið Lögrétta hafi
og borið því mikið vel söguna; og
mundi þar hafa kveðið við alt annan
tón, ef ritið væri svæsið flokksfylgis-
rit.
Þar næst sýnir dr. V. G. frani á, hve
andmælandi hans veður niikinn reyk,
er hann ber á móti því að, að stefn-
an sé hin sama nú og 1851. Hann
(dr. Kn. B.) hafi sýnilega enga hug-
mynd um það, að þá, 1851, var farið
fram á fullkomna sérstjórn fyrir ís-
land í sérmálum þess, komandi hvergi
nærri ríkisráðinu, en ætlast til, að
um satneiginlegu málin ætti Island at-
kvæði meðal annars þann veg, að ís-
lenzkur erindreki í Khöfn ætti setu í
ríkisráðinu. Svo ringlaður er dr. Kn.
B. og grunnfær, að hann fær út úr
því hina mestu ósarnkvæmni, að þá,
1851, hafi Islendingar viljað hafa ráð-
gjafa sinn inn í ríkisráðið, en nú vilji
þeir hafa hann út úr því! Með því
að íslandsráðgjafinn nú samsvarar al-
veg hinni innlendu ráðgjafastjórn, sem
farið var fram á 1851, og kemur
hvergi nærri sameiginlegum málum,
þá er hið fylsta samræmi í því, að vilja
ekki hafa hann i ríkisráðinu. Hann
á ekki þar að vera hóti fratnar en
íslenzku ráðgjafarnir eftir stefnuskránni
frá 1851.
Hlægilegasta fjarstæðan hjá dr. Kn,
B. er sú, er hann segir E. H. byggja
sögulegan rétt vorn á ástandinu hér
á þjóðveldistímunum, í stað þess að
hann byggir hann einmitt á ástand-
inu ejtir að þjóðveldið var undir lok
liðið: á sáttmálanum frá 1262, sem
gerði enda á því, og á því sem gerð-
ist þar á eftir. Það rekur dr. V. G.
mjög skilmerkilega.
Dr. Kn. B. svarar í sama bl. og
getur þar raunar ekkert fyrir sig bor-
ið annað en atkvæði alþingis á tveim
þingum 1901 og 1903, er bafi sam-
þykt nær í einu hlj., að íslandsráð-
gjafinn skyldi eiga setu í rikisráðinu;
og sé meira varið í það atkvæði en
hitt, hvað ráðgert var 1831. En þó
að það sé rétt hermt, þá hrindir það
ekki skekkjunni hjá höf. (Kn. B.),
er hann þrætir fyrir, að stefnan sé hin
sama nú og 1851. Það er raunar
vandræða-útúrsnúningur og annað ekki.
Dr. V. G. svarar aftur i sama bl.
2. des., og kemur því þar upp um
hinn útvalda stjórnfræðing dönsku
stjórnarinnar, að hann hefir alls ekki
litið i rit J. E. Larsen háskólakennara
um stöðu Islands í rikinu, þetta sem
Jón Sigurðsson svaraði með sinni frægu
ritgerð, er hefir sömu fyrirsögn. Því
þar er skýrt nákvæmlega frá því, sem
farið var fram á af íslendinga hálfu
á þjóðfundinum 1851, þar á meðal
því, sem dr. Kn. B. veit ekkert um,
er hann fer að rita unt málið: að
þar var gert ráð fyrir innlendum ráð-
gjöfum, er bæru að eins ábyrgð fyrir
alþingi, en kæmu aldrei nærri ríkis-
ráðinu.
Dr. Kn. B. hafði í svari sínu sleg-
ið því fram, að ísland hlyti að hafa
beldur gagn af því en ógagn, að
íslandsráðgjafinn væri kyrr í ríkis-
ráðinu, »að minsta kosti í sameigin-
legu málunum.« Því svarar dr. V.
G. svo:
1. Það er bæði á móti stjórnar-
skránni og stöðulögunum (frá 1871),
að íslandsráðgjafinn skifti sér yfír
höfuð nokkurn skapaðan hlut af sam-
eiginlegum málum, með því að hann
er eingöngn ráðgjafi í sérmálunum.
2. Þótt svo væri, að hann gæti
haft einhver áhrif á úrslit sameigin-
legu málanna með því að eiga sæti í
ríkisráðinu, þegar hann væri þar stadd-
ur, þá verður það nokkuð hæpið, er
þess er gætt, hve sjaldan hann er
viðstaddur bér í Khöfn, og að það er
engan veginn víst, að þau mál yrðu
einmitt þá tekin til meðferðar.
3. Loks er hugsanlegt, að það hafi
skaðleg áhrif á úrslit sérmálanna, að
hann sé í ríkisráðinu.
Urn tilvitnun dr. Kn. B. í stjórnar-
skrána segir dr. V. G. svo meðal
annars, að af íslendinga hálfu sé því
haldið frarn, að hafi sérmálalöggjafarvald-
ið íslenzka haft eitt fyrir sig heimild
til að lögleiða ríkisráðssetu ráðgjafans,
þá hljóti það og að hafa einnig vald
til að breyta þeim lagatyrirmælum á
sínar spýtur, og lögleiða, að ráðgjaf-
inn skuli ekki eiga þar sæti.
Dr. Kn. B. svarar enn i sarna bl.
og maldar í móinn. Hann heldur sig
hafa fundið eða læzt hafa fundið snaga
að hengja á hatt sinn, þar sem er
sú grein nefndarálitsins frá 1831 (13.
gr.), er ætlast til að erindrekinn
íslenzki í Khöfn beri upp fyrir kon-
ungi til samþykkis eða staðfestingar
þau íslenzk mál, er til hans kasta
þurfa að koma. Það lætur hann sem
eigi að gerast í ríkisráði eða skilur
það svo, og segir, að þar sjáist, hvort
hann hafi ekki haft rétt fyrir sér:
alt sé sama tóbakið, ráðgjafinn sá og
þessi sem nú er í lögum eftir stjórn-
arskránni frá 1903. En hann hefir
annaðhvort lesið nefndarálitið mjög
flausturslega og »óvísindalega«,eðahann
er að beita visvitandi blekkingum, sem
renna lesendum hans vel niður, en
kunnugum blöskrar. Því búið er áð-
ur að taka það fram berum orðum,
að erindrekinn íslenzki í Khöfn ^kuli
»eiga setu og atkvæði i ríkisráðinu,
eins og aðrir ráðgjafar konungs í
þeim málum, sem kunna að verða
sameiginleg og ísland varða«. Og
er þar með svo greinilega sagt, sem
frekast er þörf á, að í sérmálunum
skuli hann ekki eiga setu í rikisráðinu.
Að öðrum kosti var ekkert vit i að taka
það fram, að hanti skyldi eiga þar
setu í sérstaklega tilteknum málum,
þ. e. sameiginlegu málunum.
Það er í fám orðum fyllilega rétt
og satt, að þjóðfundurinn 1851 ætl-
ast einmitr til, að ísland sé frjálst
sambandsland við Danmörku, en í
engu undir hana gefið. Sérmálunum
eiga íslendingar að stjórna sjálfir með
konungi, alveg hlutlaust af Dönum
og utan ríkisráðs, eti hafa fult atkvæði
með þeim um sameiginlegu rnálin,
þau er ísland varða, bæði í ríkisráði
og á þingi. Þeir eiga að hafa að
lögum áskorað atkvæði um sameigin-
legu málin, af pví að landið er frjálst
sambandsland. En auðvitað hafa þeir
ekki bolmagn við Dani í þeirri at-
kvæðagreiðslu. En atkvæðið hafa þeir.
Þar er engu slept af réttinum, hvað
sem líður framkvæmdinni.
Dr. V. G. hefir ekki haldið stæl-
unni áfram og því ekki átt kost á að
hrekja fyrnefnda síðustu villu and-
mælanda síns, — sem hér er gert —,
af því að hann er einn af samverka-
mönnum ritstjórnarinuar.
Þessi deila er fyrir það i frásögur
færandi aðallega, að hún sýnir, hvern
hegóma rná bjóða Dönurn í röksentda
stað í svona máli, sem þeir þekkja
ekkert og botna ekkert í, hirða ekki
um það, og að stjórnin danska virð-
ist vera enn sem fyr ótrúlega
óvönd að »vísindamönnum«, þegar
hún ætlar að fara að fá vandamál út-
listað svo, að allir skuli skilja og sjá
hið rétta.
Þess ber að geta þó um mann
þennan, dr. Kn. B., að hann er mikið
kurteis og þýður á manninn við and-
mælanda sinn. Má og vera, að það geri
hann enn betur til kjörinn en ella að
koma almenningi í »réttan« (þ. e.
Dönum hagkvæman) skilning á sam-
bandsmálinu. Með því lagi rennur
heimskan vitleysingunum enn betur
niður. En í svona máli eru Danir og
verða líldega lengstafmestu vitleysingar
hérum bil undantekningarlaust. Góð-
vild geta þeir haft rnikla til að bera og
hafa niargir í vorn garð. En þokan
ber hana ofurliði, skynleysis þokan
og skeytingarleysis um að vita hið
rétta í svona máli.
Ægishjalmurinn brczki. Það
sést á enskum blöðum, er ísafold
hafa borist fram til áramóta, að
Bretum hefir orðið allmjög bilt við
hinn milda herbúnaðarauka, er Þjóð-
verjar hafa á prjónum. Þeir hafa sem
sé í ráði að auka nú hernaðartilkostn-
að sinn alt í einu um fullan fjórð-
ung. Hann á að vera fullar 400 milj.
ríkismarka um árið, í stað ekki fuilra
300 rm. Þessi 400 miljón rm. sam-
svara 330—60 milj. kr. Þeir ætla
þann mikla kostnaðarauka til þess að-
allega, að auka herskipastólinn; þeir
una því illa, að vera varla meira en
hálfdrættingar við Breta, svo mikið
sem þeir hafa þanið sig.
En það standast eigi Bretar. Þeir
rnega ekk heyra það nefnt, að nokk-
urt ríki standi þeim á sporði á sjó.
Þar þurfa þeir að bera ægishjálm yfir
öllurn þjóðutn. Þeir telja heimsríki
sitt í veði ella og þar með sjáift
Bretaveldi eins og það er. Svo hátt
mega ekki Þjóðverjar hugsa, að ætla
sér að hrófla þar hót við.
W. T. Stead ritstjóri hefir nú hafið
upp sína miklu raust í tímariti sínu
(R. of R.) og víðar, og skorar á þing
og stjórn að taka á sig rögg tafarlaust
og láta sér ekki annað líka eða minna
en að Bretar auki við sinn herskipa-
flota tveimur nýjum vígdrekum á við
Orag hinn mikla (sbr. ísafold f. á.)
fyrir hvern einn slíkan, er Þjóð-
verjar koma sér upp. Slíkt hefir geysi-
kostnað í för með sér. En ekki
stoði í það að horfa, er annað eins
er í húfi. Eg vildi láta gera sam-
þykt um það, segir hann, á friðar-
fundinum í Haag i sumar, að stór-
veldin létu þar staðar numið, sem kom-
ið er, um hinn óskaplega vígbúnað.
En úr því að ekki var nærri því kom-
andi og Þjóðverjar fara nú svona geyst,
taka annað eins stökk og þetta alt í
einu, þá ei oss ekki til setu boðið.
Þetta er engin ósamkvæmi fyrir
mér, segir hann, heldur í fylsta sam-
ræmi við allan minn friðarboðskap
fyr og síðar.