Ísafold - 08.02.1908, Side 1

Ísafold - 08.02.1908, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni efta tvisrar í viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- íendis 5 kr. eda 1dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blaÖið. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. __ Hvað tjáir þó Pétur og Páll Og jafn- vel Mattías beri oflof á þá mótora, sem þeir eru agentar fyrir, þegar öllum lýö er Ijóst að Dan-mótorinn ber höfuð og herð- ar yfir keppinautana. Röksemdir: Dan einn steinolíumótora hefir'þmt;- ar fengið gullmedalíu (í Marstrand 1904, í París 190^, í Bergen 1907) og alls 15 sinnum verið verðlaunaður. Það á því heima um Dan hið foru- kveðna: Kotn, sá og sigraði. Konimgsmorö Kitsíminn flutti snemma í vikunni svofelt skeyti: Konungur Portúgals og konungsejni skotin í vagni á aðalgötu. Mamiel kongsson sár, en gerðist kon- ungur. Franco landflótta. Uppreisn niðurbœld. Carlos I. Portugalskonungur var maður nær hálffimtugu að aldri, f. 28. sept. 1863. Hann tók konungdóm 1889 eftir föður sinn látinn, Hlöðvi konung I., er ríkjum hafði ráðið frá því 1861. Móðir Karls konungs, en drotning Hlöðvis konungs hét María Pia og Var dóttir Viktors Emanuels Ítalíu- konungs hins II. með því nafni (+ 1878), en systir Umberto konungs, er veginn var fyrir nær 8 árum. Drotning Karls konungs heitir Amalía og er af konungsætt Frakka fornri, þeirri er kend er við Orleans dóttir Hlöðvis Filipps greifa af París (f 1894), sonarsonar Hlöðvis Filipps Frakkakonungs (f 1850). Elzti son þeirra hjóna, sá er nú hefir veginn verið með föður sínuoi, hét Luiz Philippe, rúmlega tvítugur. Manuel sa, er tekið hefir konung- dóm eftir illvirki þetta, er nokkuru yngri, eitthvað 18 vetra. Tíðindi þessi koma eigi mjög á óvart, svo ljót sem þau eru, með því að verið hefir allrysjusamt þar í landi, Portúgal, síðasta missiri. Franco sá, er hraðskeytið um get- ur, var yfirráðgjafi konungs, en rauf þing og tók sér alræðisvald með kon- ungi og að lians ráði snemma sum- ars. Því var við skotið, að spilling hefði verið orðið afarmögnuð á þingi og Utan, fáir verið óstelandi af embætta- lýð landsins og þingmenn látið múta sér drjúgum, enda gekk ekki á öðru en sífeldum valdhafaskiftum. Alþýða m.anna hafði unað þeirri byltingu eígi illa fyrst í stað, en eigi þótti ftjálshugsuðum mönnum við samandi Þl frambúðar, að farið væri svo aftan að vorrar aldar þingstjórnarsiðum. Það var og mælt, að konungur hygði á að hverfa af einræðisvillu sinni, og v*ri konungsefni því mjög fylgjandi, ftarnar en föður hans líkaði um hríð, °R sætti hann vanþóknun konungs fyrir. Er. þess hefir hann eigi verið látinn njóta þó, hinn ungi maður, er hann var nú veginn með föður sínum. • Franco hefir forðað sér af landi burt. Þjóðvaldssinnar kváðu hafa verið tnargir í landinu og ætlað sér að korna af konungdómi þar. En það mun ekki hafa lánast, með því að annar sonur konungs hefir þó sezt að stóli. Aðrir vildu eigi breyta til um stjórnarskipun, heldur um konungs- ætt aðeins, og fa konungstign í hend- ur einum niðja hinnar fornu konunaS- ættar, Dorn Miquel; það þjóðhöfð- ingjakyn varð aldauða í beinan legg Reykjavík laugardaginn 8. febrúar 1908. 6. tölublað þar í Portugal fyrir rúmri hálfri öld, en hélt riki í Brasilíu til þess er þar var Dom Pedro keisara I. hrundið af stóli 1889; það riki gerðist þá þjóð- veldi, en hann lézt á öðru ári eftir (1891). Það þjóðhöfðingjakyn var kent við borgina Braganza í Portúgal. Portúgal er nokkuru minna en Is- land (1600 fermilur), en iandsbúar 6 miljónir. Stjórn hefir gengið þar tnjög á tré- fótum lengi. Ríkisskuldir afarmiklar. En landkostir miklir. Karl konungur hafði verið lítill at- kvæðamaður. Hann var mikill vin Játvarðar Engla- konungs. Enda hefir verið svo að orði kveðið urn Portúgal hin síðari árin, að það búi mjög í skjóli Breta. Þetta konurigsmorð i Lissabon er þriðja konungsmorðið hér í álfu frá því á siðustu aldamótum: Umberto Italíu- konungur var veginn 29. júlí 1900, og Alexander I. Serbíukonungur 11. júní 1903, svo og drotning hans Draga — brotið hús á þeitn á nátt- arþeli, likamir þeirra saxaðir sundur og líkunum fleygt út um hallarglugg- ann. Banaráð hafa nokkur ráðin verið bjóðhöfðingjum þann sama tíma, þau er eigi hefir framgengt orðið. Þeirra sögulegast er það, er færa skyldi til* heljar konungshjónin spænsku, þau Alfons konung og drotniug hans, Enu hina ensku, sjálfan brúðkaupsdag þeirra, 31. maí 1906, er þau óku heim frá hjónavígslunni. Það til- ræði, með sprengikúlu, varð meira en 20 manna bani, en þau konung sakaði hvergi. JRra Darimörku. Svo reynd- ist, sem til var getið hér í blaðinu fyrir nokkru, út af hraðfréttinni um samkomulag í sveitarstjórnarmálinu, að stjórnarliðið er að bræða sig saman við íhaldsmenn í því máli sérstaklega, og sjálfsagt fleiri, til þess að hanga við völd í lengstu lög. SveÍtarstjórnarnýmælið gengnr nú fram á þingi fyrirstöðulaust, soramark- að og halaklipt. Kosningarréttur í sveitarstjórnir og bæja er að vísu rýmkaður mikið frá því sem nú er og nokkuð líkt því sem her er, þar á meðal konum veitt- ur kosningarréttur og kjörgengi, og er ekki bundinn við efni frexar en það, að kjósandi gjaldi eitthvað tíl sveitar. En það gildir að eins hteppsnefndir. lil yfirsveitarstjórnanna, amtsráðanna, verður kosningarréttur eftir sem áður bundinn við allhátt sveitarútsvar : hin- ir hærri gjaldendur, auðmenn, látnir ráða mestu um, hvernig þau eru skip- uð, amtsráðin. Þar næst er áskilið samþykki amtsráðs til þess, að sveit- argjöld megi hækka til muna. Þetta tvöfalda haft þykir gagnbóta- mönnum og jafnaðarmönnum óhaf- andi og brigzla stjórnarliðum um marg- föld svik við stefnuskrá þeirra fyrrum eða alt til skamms tima; og eiga . þeir ilt fyrir það að þræta. En þessa kosti setja hægrimenn þeim, hinir frjálslyndari ihaldsmenn i landsþinginu, sem svo eru nefndir. Höfðingi þeirra er Mogens Friis greifi hinn józki, mestur stóreignamaður Dana. Hann er nú talinn ráða mestu í landinu, og hafa bælt þá undir sig, J. C. Christensen yfirráðgjafa oghans félaga. Enn er ókornið álitsskjal landvarnar- nejndarinnar miklu, er setið hefir á rökstólum 5—6 ár samfleytt. Og er mikill grunur um, að þar, í því máli, eigi einnig að slá undan hægrimönn- um, láta víggirðinguna um Khöfn standa óhaggaða o. s. frv., þrátt fyrir margfaldar heitstrengingar vinstri- manna fyrrum um að rífa hana niður, ef þeir mættu ráða. Andlátsdagur Holgers Drachmanns var 14. f. m. Hann lézt í Hornbæk við Eyrarsund eftir langa vanheilsu og nokkurra daga legu — fekk síðast lungnabólgu. Hann fekk mjög lof- samleg eftirmæli og mikil innan lands og utan. Enn var ólokið útför hans, er síðast fréttist frá Khöfn. Hann hafði gert þá ráðstöfun fyrir henni sjálfur, að líkið skyldi brenna og leggja í haug eða sandhól norður á Jótlandsskaga; þar hafði hann dvalist löngum óg unað sér hvergi betur. Ýmsar ráðagerðir voru um mikils háttar viðhöfn í Kaupmannahöfn við útför hans. En helzt horfur á siðast, að hætt mundi við alt annað en afar- mikla blysför út Löngulínu um leið og skipið legði á stað með öskuna norður á Skaga, og skyldi varpa blys- unum í sjóinn, er skipið hyrfi úr augsýn; það þótti mönnum sem verða mundi hin mikilfenglegasta við- höfn og hinu framliðna mikilmenni helzt að skapi. Miljónarfélagiö. P. J. Thorsteinsson & Co. kvað hafa keypt verzlanir þær vestanlands, er kendar hafa verið við N. Chr. Gram heitinn, en átt hefir nú nokkur ár danskt hlutafélag í Khöfn (bræðurnir Adolph o. fl.). Þær eru í Stykkis- hólmi (J. A. Egilsson), á Þingeyri (C. Proppé) og í Haukadal. Háskólapróf. Enn hafa tveir landar lokið embætt- isprófi í f. mán. við Khafnarháskóla, báðir í læknisfræði, og báðir með I. eikunn: Páll Egilsson og Skúli Bogason —, og kvað Skúli hafa fengið hærri ein- kunn en nokkur íslendingur annar við það próf, 204 stig. Reykjavíkur-annáll. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórn í fyrra dag á þessum húseignum, i kr. Landshúnaðarfélagsins (Lækjarg. 14) 21,504 Jóns Brynjólfss. kaupm. (Austurstr. 3) 12,376 Hjartar Jónssonar, Bræðraborgarstíg 4,908 Þorsteins Egilssonar, Laugaveg 44 4,355 Jafetínu Jónsdóttur, Nýlendugötu . . 2,263 Bæjarstjórnarnefndir. Hin nýja bæjar- stjórn hélt sinn fyrsta fund í fyrra dag og kaus þá í fastanefndir þær, er lög gera ráð íyrir eða bæjarstjórnarsamþyktir. Þær eru nú svo skipaðar, sem hér segir. BrunamálanefncL: Lárus Bjarnason, Magnús Blöndahl og Sighv. Bjarnason. Byggingarnefnd: Jón Jensson, Knud Zimsen, Bögnvaldur Ólafsson (utan bæjar- stjórnar) og Sveinn Jónsson. Kllidaárnefnd: Jón Jensson, Kristján Jónsson og Lárus Bjarnason. Fátcekranefnd: Guðrún Bjórnsdóttir, Katrin Magnússon, Kristján Jónsson, Krist- ján Þorgrimsson og Sighv. Bjarnason. Fiskimannasjóðsstjórn, 1 maður i hana: Sighv. Bjarnason. Fjárhagsnefnd: Halldór Jónsson og Kristján Jónsson auk bæjarfógeta, sem er lögboðinn formaður hennar (sömu menn og áður). Hafnarnefnd, með bæjarfógeta: Kle- mens Jónsson og Lárus Bjarnason. Eeilbrigðisnefnd, með bæjaríógeta og béraðslækni: Briet Bjarnhéðinsdóttir. ItafLýsingarnefnd: Halldór Jónsson, Knud Zimsen og Magnús Biöndahl. /S'kattanefnd, með bæjarfógeta: Halldór Jónssoh og Kristján Jónsson (sömu og áður). Skólanefnd, með dómkirkjupresti: Briet Bjarnhéðinsdóttir, Halldór Jónsson, Jón Jeusson og Þórunn Jónassen. Vatnsveitunefnd (með bæjarfógeta ?): Klemens Jónsson, Knud Zimsen, Kristjén Jónsson og Þórður J. Thoroddsen. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi: Jónas Jónasson Eyfjörð seLur 29. janúar Gruðjóni Guðmundssyni á Hellnatúni hús- eign nr. 3 við Kárastig með 650 ferálna lóð á 4900 kr. Sæmundur Þórðarson selur 1. febrúar Þorsteiui Guðmundssyni yfirfiskimatsmanni húseign nr. 17 við Njálsgötu með 450 fer- álna lóð á 4400 kr. Uppboðsafsal 31. janúar til handa Guð- mundi Magnússyni trésmið fyrir búseign nr. 20 B við Laugaveg 20,600 kr. Bækur. Anders Hovden: Bdnd- inn. Ljóðabálkur. Matt- hlas Joehumsson íslenzk- aði. Rvík 1907. íslendingar kannast við Anders Hov- den, norska prestinn, er hingað kom til landsins í fyrra sumar (1906). Hann ferSaðist hór nokkuð upp um sveitir með öðrum Norðmönnum, kennarasveit- inni, dvaldist nokkra daga í Reykjavík, og reit um viðtökurnar í uorsk blöð þegar hann kom heim, gagntekinn af ást til landsins og frændsemishlýleik við þjóðina. Og ást á landinu — landinu haus — hún er það, sem mest ber á í B ó n d- anum, sögunni eftir hann í stuðluðu máli, sem M. J. hefir nýlega þýtt. Sagan er stutt: Ötull og fátækur bóudason kvongast og reisir bú, en stundar jafnframt fiski- veiðar. Þá er það einhvern dag, að honum berst á í róðrinum, en »verst í land einn á kili.« En það hefir reynt svo heilsu haus, að hann er ekki hálfur maður t.il vinnu við það, sem áður var. Nú berst í bökkum fyrir houum. Og að lokum fer svo, að búið er selt upp í skuldir. Synir hans tveir fara til Vesturheims; þeim græðist þar von bráðara fó — og hverfa þeir þá heim aftur til foreldranna. Annar þeirra kvongast og fer að búa, en sækir þó sjó eins og faðir hans. Þá verður gamla sagan aftur ný. Hann týuist í róðri, en sonur hans kemst á laud með sama hætti og afi hans áð ur. Það fær svo mjög á móður hans, að hann verður að heita henni því, að koma aldrei á sjó framar. Hann fæöist nú upp með henni. En er aldur færist yfir hann, sækir hann áköf sæþrá. Móð- ir hans veröur þá loksins að leyfa hon- um að fara. — Og nokkrum árum síð- ar fróttir hún, að hann hefir druknað. Þá er henni horfið alt, sem hún unni. Dagarnir verða að vikum, máuuðirnir að árum. Loks er hún orðin blind. En i draumi talar hún við drenginn sinu. Og í andlátinu sér hún hann; hann er kominn til að leiða hana yfir á landið ókunna. — Það er notalegt að lesa bókina; hlý- leikur í hverri hugsun og einhver norsk- ur myndarbragur á frásögninni. Fyrsta kvæðið í bókinni heitir: Móð- ir mín. Það kvæði er einna fallegast. Þar segir svo: Að koma heim til hennar, Það var að vera hjá guði. Hófundurinn ritai sjálfur á nýnorsku; eitt kvæðið er um máíið. Þá er enu eitt kvæði þar urn Gunn- ar á Hlíðarenda. — Eg átti tal við M. J. fyrir tveim árum. »Það er há-bölvað að þýða eftir þá Björnsson og Ibsen,« sagði hann þá. Enda hefir honum tekist við annað bet- ur; og núna síöast við Bóndann. En hugsanir höfundarins eru ekki heldur höggnar í norskt forngrýti, eius og landa hans, þeirra er uú voru nefndir. M. J. nýtur sín þar bezt, sem rýmst er um hann. — Eg minnist ekki á það í þýðingunni, sem mór þykir miður fara. Héðan af er það ekki til neins gagns, og hefir ef til vill aldrei verið. Sumum skáldum er svo farið, að þeii geta fundið gim- steinana, en ekki skygt þá. Svo er um Matthías Jochumsson. Og því er það að vér gleymum nú því úr skáldskap hans, sem oss finst lakast, því, sem vór höldum um, að hann vilji sjálfur gleyma. En fleiru gleymum við heldur ekki. Hitt munum vór. Og þegar vór lítum yfir það — þá langar mann til að taka 1 höndina á honum fyrir dagsverkið. Misvindi. Þýðingar eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Rvík 1907. Kvæðin eru 18. Vindurinn stendur af austri og suðri til skiftis. Sunuanvindurinn er »mjúkur, blíður blær«; hlíðastur þegar hann kemur frá Heine. —: Bjarni frá Vogi hefir vísað þeim leið hingað norður, vindunum, og gert það svo vel, að hlýjasti blærinn er nærri því jaftihlýr hór eins og á Þýzkalandi. Misvindi endar á Formæling, kvæði eftir Árna Garborg; hann bölvar þar landráðamanninum niður fyrir allar hellur. Það er afspyrnurok á austan. Er. -------------- Taugaveikishættan. Héraðslæknirinn í Reykjavík (G. H.) hefir bent ísafold á, að þó að kenn- ing sú um taugaveikina, hvernig hún berst, er Hafnarfjarðarlæknirinn flytur og blaðið hafði eftir honum um dag- inn, hafi verið talin rétt og góð og gild fyrrum, þá sé n ú enginn vafi á því talinn, að veikin berist alls ekki eingöngu þunn veg, sem hann (Þ. E.) kennir, heldur einnig beint mann frá manni, í ryki í loftinu o. s. frv., einkum eða aðallega þar, sem er þröngbýlt og þrifnaðar vant. Þess séu nóg dæmi, að veikin flytjist langar leiðir um hávetur, í frosthörkum, sem varna því, að sótt- kveikjan komist niður í jörðina. Með góðum þrifnaði og góðu lofti sé sýkingarhættan engin eða sama sem engin. Margíöld reynsla fyrir því t. d., að taugaveikissjúklingar sýkja ekki frá sér i spítölum, þótt þeir liggi þar innan um aðra. Að jafnaði geri veikin mest um sig meðal fátæks fólks og i þröngum híbýlum og miður þrifalegum. Enda miklir örðugleikar á viðunanlegum þrifnaði þar sem svo til hagar, t. d. í litlum moldarbaðstofum í sveit eða sjóplássum. Veörátta vikuna frá 2. febr. til 8. febr. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf- Þh. s + 1-8 + 2.0 + 6.5 + 3.5 + 9.8 1- 6.6 M q- 2.6 4- 4.0 4- 4.5 4-10.0 — 2.5 - 7.6 Þ -f 4.5 + 5.5 + 4.0 + 0.4 — 2.5 - 1.7 M 0.0 -f- 1.8 + 1.5 4- 1.5 + 5.0 - 7.6 F q- 4.0 4- 7.0 4- 7.0 4-11.0 — 5.1 - 3.2 F 4 9 + 4.2 + 4.0 4- 2.5 4- 3.0 - 2.1 L -4- 2.7 4- 4.9 — 5.4 4-10.6 4- 5.0 - 0.4 Enn injög umhleypingasanat þessa viku, aðallega við útsuður þó, sem áðnr. Messufall á morgun í Fríkirkjunni. Sterling lagði á stað hingað á leið frá Leith mvd. 5. þ. m. síðd. Bandamenn og Japanar. Með þeim upprennandi stórveldum hafa verið nokkiar viðsjár undanfarin missiri. Bandamönnum verið lítið um þá »uppskafninga« gefið eða mik- ið aðstreymi þeirra inn í Bandaríkin. Þeir ömuðust við börnum þeirra í al- þýðuskóla hjá sér, þótti ill vinnu- samkepni þeirra o. fl. Uppþot urðu og barsmíðar í Kyrrahafsborgunum sumum, einkum San Francisco. Síð- an fer að brydda á hinu sama norð- ur í Canada, á Kyrrahafsströndinni þar, t. d. varð mikið uppþot í haust i Vancoverey, Japanar illa leiknir þar og þeim misboðið á ýmsa vegu. Loks tóku Bandamenn það ráð, að þeir gerðu megindeild herskipaflota sins suður um Suður-Ameríku og vestur í Kyrrahaf, 16 vígabarða sína bina stærstu og öflugustu, og mörg skip minni, til þess að ögra Japans- mönnum. Það var viku fyrir jól. Því réð mest Roosevelt forseti. Hann er stórhuga og ókvalráður. Leiðangur sá var i orði kveðnu gerður til her- tamningar. En allir þóttust vita( hvað undir bjó. Enda gugnuðu Japanar. Þeir munu ekki hafa þózt við búnir að leita fangs við Bandamenn að svo stöddu, ekki lengra en liðið er frá hólmgöngu þeirra við Rússa. Segir siðasta frétt, að þeir hafi geng- ið að þeim kostum, að hefta að mestu eða öllu mannflutninga til Bandaríkja. Og líkan samning hafa þeir ennfrem- ur gert við Canada-stjórn. Flotinn þeirra Bandamanna er alt unr það látinn halda áfram sína leið vestur í Kyrrahaf. Annað þykir ekki hlýða fyrir yfirvarps sakir. Hann var eigi alls fyrir löngu staddur í Rio Janeiro; ekki kominn lengra en það. Roosevelt forseti þykir hafa sýnt af sér nú sem oftar mikinn skörung- skap og snarræði.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.