Ísafold - 08.02.1908, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.02.1908, Blaðsíða 2
22 ISAFOLD Kosningarlagagal larnir Ekki mundu verða nú mörg atkvæði með svo löguðu bæjarstjórnarkosninga- nýmæli, sem hér var í lög tekið fyr- ir 4 árum, eftir þá höfuðraun, sem hefir verið um það gerð nýverið hér í bæ, — ef nú stæði til að lögleiða slikt fyrirkomulag. Hitt er öllu sennilegra, að 9 at- kvæði af 10, ef ekki 99 af 100, yrðu með því að fá það úr lögum numið, og^það sem allra fyrst, áður en til kemur að nota þau lög aftur. Það er að segja sumt i þeim. Leynilegum kosningum munu flest- ir vilja halda, eins í bæjarstjórnarkosn- ingum og alþingiskosningum. Það miðar til þess, að kjósendur njóti sem bezt frelsis síns ; og aldrei of vel um það búið. En hitt nýmælið í lögunum, lista- kosningin, er eitt dæmi þess af mörg- um, hve gjarnt er stjórn og þingi að gleypa útlendar hugmyndir alveg ómeltar og sníða þjóðinni stakk eftir þeim, hvort sem vel fer eða illa. Það er vitaskuld, að gallarnir á þeirri kosningartilhögun koma ber- legast fram í annari eins óþarfa-bylt- ingu og þeirri um daginn, er lög ráku úr sessi alla bæjarfulltrúa höfuðstaðar- ins í einni þvögu. En það sannast, að ekki þykir síðar meir gott við þau að búa, þó að færri verði fulltrúarnir, sem kjósa skal, — tvöfalt færri. Listakosning til bæjarstjórnar verð- ur mjög lengi bæði óþörf og ómeð- færileg. Hún er óþörf meðan kjósendur skiftast ekki alment eftir bæjar-málum eða almennri stefnu í stjórn þeirra. Og ómeðfærileg verður hún með- an kjósendur eru alment á viðlíka þroskastigi og nú gerist. Sannfæringarfrelsi þeirra virðist og mundi mega fá borgið engu miður með alt annari tilhögun, og þó mega koma vel við skynsamlegum samtökum og réttmætum, miðað við bæjarins hag í heilu lagi. Eðlilegast virðist og kjósendum að- gengilegast, að þeir mættu krossa beint við nafn þeirra fulltrúaefna, er þeim líkaði bezt, i stað þess að gera það við þann og þann lista (A, B, C, o. s. fiv.), sem þeir eiga jafnvel örð- ugt að muna, hverir á standa, eða ruglast í því, og hitt þó enn verra, að innan um ýmsa góða menn og kjósanda geðfelda á þeim eða þeirn lista geta verið aðrir, sem þeir eru mjög svo mótfallnir. Það kann að þykja seinlegt og ruglingshætt fyrir óvanan kjósanda, ef fulltrúaefni eru mjög mörg. En meðfærilegra verður það samt en hitt, t. d. ef nöfnin eru höfð í stafrófsröð; þá er lítill vandi að leita innan um þau að þeim, sem kjósanda geðjast bezt, jafnmörgum og kjósa skal í það skifti, eða þá færri, ef honum svo sýnist; pað á að vera alveg löglegt. Fulltrúaefnin voru um daginn um eða yfir 70. En það verða þau aldrei, eða neitt því likt, er kjósa á ekki 15, heldur aðeins 5. Með líku hlutfalli ættu þau þá ekki að verða uema rúm 20. En minstu munar á þeirri tölu á við töluna 18 á listunum um dag- inn. En munur að geta sett kosn- ingarmark sitt, krossinn, við nafn ákveðins manns eða manna, en við einhverja bókstafareiknings-stærð (A, B, C, o. s. frv.). Það er mun að- gengilegra og viðfeldnara fyrir kjós- anda. Annað, sem breytaþyrftinauðsynlega og umbæta, ef hreyft er við bæjar- stjórnnrlöggjöfinni á annað borð, er kjörfundartíminn og kjörstjórnarskip- unin; og var það auma yfirsjónin af þinginu í sumar, er það fjölgaði kjós- endum hér framt að helming, að láta þar að lútandi reglur haldast óhagg- aðar eins og var fyiir meira en mannsaldri, er bærinn var ekki ^/4 hluti að stærð eða fólksfjölda við það sem nú er og kosningarréttur mikl- um mun þrengri, — óhaggaðar að öðru en þeirri litlu breytingu, sem gerð var fyrir 4 árum á kjörfundarlengdinni. Fyrir þá yfirsjón neyddist nú bæjar- stjórn til fyrst og fremst að fara á snið við lögin um stjórn kjörstjórnarinnar á atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðsl- an gat hafa að öðrurn kosti enzt 2—3 daga, þótt staðið hefði frá morgni til kvelds. Enda hefir almenningur verið því alveg samdóma, með því að enginn kærði þau lagaafbrigði á lögmæltum fresti. Hún skipaði, bæjarstjórnin, í laga- leysi 6 undirkjörstjórnir, og hafði jafn- margar kjörstofur, í stað einnar. Hin löglega tilkjörna 3 manna kjörstjórn hafði að eins yfirumsjón með atkvæða- greiðslunni, og átti hægra með það en ella fyrir það, að innangengt var úr einni stofunni í aðra, — í barna- skólanum. Með þessú lagi var lokið við at- kvæðagreiðsluna á 6 stundum. Það var helmingi lengri timi en lög til- taka að kosningartíminn megi styztur vera, og mun því margur ímynda sér, að þá hafi kjósendur haft nógan tíma að komast að og meira en það. Það var og svo að sjá. Örfáir kjósendur gáfu sig fram síðustu 2 stundirnar af 6, eða frá kl. 3—5, og hefði kjörstjórn sjálfsagt getað slitið kosningarathöfn- inni í fullu lagaleyfi tniklu fyr en hún gerði. En hún gerði það heyrin- kunnugt, er 4 stundir voru liðnar írá því er kjörfundur hófst, að 2 stundir enn yrði honum haldið áfram, hvort sem nokkur kjósandi gæfi sig fram eða ekki. En það var ekki nóg, og er ekki nóg. Það er rangt að hafa lögin svona, eins og þau eru. Þau eiga að hafa kjörsalinn eða kjörsalina, ef fleiri eru, opna allan daqinn, frá morgni til kvelds, t. d. frá kl. 9—9. Kjósendur eiga að réttu lagi að geta haft sem mesta hentisemi, koma þegar þeir eiga hægast með, og þurfa ekkert að sér að ugga. Þeir eiga að mega ganga að því vísu fyrir fram, að atkvæðagreiðslu geti ekki orðið slitið fyr en kl. það eða það, og þá svo seint, að þeir þurfi engu niður að slökkva, engri vinnu, þó að þeir neyti atkvæðis síns, þegar þeir eiga heima á kjörstaðnum, eins og er í kaupstöðum. Þeir eiga ekki að þurfa að eiga það undir högg að sækja, hvort þeir kom- ast að til að kjósa eða ekki, — eklsi að þurfa að vera á glóðum um að missa af kosningunni nema þeir standi á verði lengi dags. Jafnan er mesti troðningur framan af að komast að því að kjósa. Við það hverfa margir frá, sem vonlegt er, og hugsa sér að koma aftur, er um hægist. Flestir hafa eitthvað við bundið. En þá eiga þeir á hættu, að verða of seinir. Kjörfundarslitin geta komið yfir þá eins og þjófur á nóttu. Þetta spillir dyggilegri hagnýting kosuingarréttarins miklu meira en margur hyggur. Það er fullyrt nú, eftir þessa kosn- ingu, að fjöldi verkamanna hér í bæ hafi orðið af því að kjósa fyrir það, að þeir voru ekkr lausir við vinnu fyr en eftir miðaftan eða enn síðar, og hafi ekki uggað að sér um það. Það er raunar fremur óliklegt, að svo hafi verið í þetta sinn, — lítið um útivinnu, að minsta kosti, og almenn- ingi kunnugt um áður fyrnefnda ráð- stöfun til flýtis kosningunni, en fyr- ir það valt að treysta þvi, að kosn- ingin stæði langt fram á kveld. En þetta er þó alls ekki fortakandi. En hvað sem því líður, þá er hið eina rétta að búa svo um með lög- um, að slikt geti ekki viljað til. Kjósendur eiga að geta skilað at- kvæði sínu alian daginn. Þeim á að vera það jafnlítill ómaks- auki og tímatöf eins og að skreppa í búð. Það á að gera þeim, kjósendum, sem allra greiðast fyrir og auðveldast. Fyrir kjörstjórum er dagurinn út- gefinn hvort sem er. Enda geta þeir skifst á og skroppið frá til skiftis, einn í senn; það leyfa lögin. Þeir eru og ekki til vegna sjálfra sín, heldur kjósendanna. En það er ekki við að búast að þeir sitji við kjörborðið allan daginrr, meðan iög segja þrjár stundir nóg eftir atvikum. Þess vegna þarf að breyta lögunum. Nýtt kirkjnblað. Sá orðrómur var borinn út hér um bæinn um nýárið, að N. Kbl. ætti þá að hætta að koma út. Það hefir reynst hviksaga ein. En sú breyting hefir orðið við blaðið, að síra Jón Helgason hefir hætt þar við útgáfu og ritstjórn, og lektor Þórh.Bjarnarson verður einn um hvort- tveggja þetta árið. Fyrsta tölubl. þessa árgangs, sem kom út í lok síðasta mánaðar, er mjög eftirtektarvert. Og rætist á ár- inu þær vonir, sem þetta blað hefir vakið — sem ekki virðist nein ástæða til að véfengja, — þá má ganga að því vísu, að Kirkjublaðið verði mörg- um kærkominn gestur. Helmingur þessa tölublaðs er bréf- kaflar frá síra Zópboniasi heitnum Halldórssyni til síra Þ. B., og ritgjörð um hann eftir ritstjórann. Þessir bréfkaflar verða vafalaust lesnir af meiri athygli en margt ann- að, sem út hefir komið á íslenzku nýlega. Sumpart vegna efnisins sjálfs. Sumpart, og ekki síður, vegna þess, að höfunduriRn var ekki að eins mik- ils metinn prófastur, heldur og áhuga- mikill trúmaður. Lesandanum er sýnt í þessum bréf- um inn í leitandi mannssál, fulla af spurningum og efasemdum. Höf. seg- ist hafa beðið guð um meira Ijós, og ekki hafi sér verið annað unt en að breyta skoðun sinni um ýmislegt, sem honum hafi verið kent. En slíkt sé erfitt verk og seinlegt. Ekki verður séð á þessum bréfköfl- um, hve gagngerð skoðanabreytingin hefir verið. En hitt leynir sér ekki, að höf. hafa þótt ýmsar kenningar kirkjunnar í meira lagi vafasamar. Og óþolandi þykir honum það, að prestar skuli ekki hafa kenningarfrelsi, skuli vera rígbundnir með eiði við tiltekinn bókstaf, í landi þar sem kallað er að trúfrelsi sé ríkjandi, og vikið frá embætti, ef þeir víkja frá fyrirskipuðum trúarsetningum, sem kveðið hefir verið á um með ofbeldi og atkvæðafjölda á kirkjuþingum á ófrjálslyndum trúarfrekjutímum. Hon- um þykir í meira lagi óviðfeldið, að prestar skuli ekki mega hreyfa sig andiega hér á landi, »eftir að maður« getur þó ekki annað en farið að hugsa og álykta sjálfur, þegar lífið og reynsl- an er búin að taka mann í sinn skóla um fleiri ár — eða réttara sagt: eftir að sjálfur guð hefir tekið mann í sinn skóla og kent manni þar sjálfum að hugsa, álykta, efast og trúa«. í sambandi við kristindómskensluna krefst höf. þess, að ekkert sé ,í biblíu- sögunum, sem stríði móti heilbrigðri skynsemi, þegar hún nær þroska síð- ar í lífi nemandans, »svo að seinna komi sem minst barátta milli trúarinn- ar og skynseminnar«; en hitt hyggur hann ókleift, að afstýra efasemdum og andans striði. Það »stríð virðist þurfa hér á jörð, til þess að fullkomnun og framför geti átt sér stað«. Um óskeikulleik ritningarinnar er höf. allgagnorður. Hann telur tíma til þess kominn, að láta ljós lýsa í þvr efni, og fullyrðir afdráttarlaust, að úti i sveitum séu menn fullir af eía um það atriði. »Þér að segja er svo margt í gamlatestamentinu svo lygi- legt, að það getur ekki verið guðs orð, heldur mun það vera skáldskapnr eftir menn á óupplýstum tíma», segir höf. í þessu efni kveðst hann vera sam- mála síra Páli Sigurðssyni; enda vera einn þeirra manna, sem þyki vænt um ra;ður hans yfirleitt. Óhætt segir hann sér líka að fullyrða, að alment falíi mönnum betur í geð trúarskoðanir hans en þær, sem koma fram í öðrum prentuðum prédikunum (biskupanna Péturs og Helga). Það liggnr í augum uppi, hve mikla þörf prestur með miklar efa- semdir og írábrigðishugsanir hefir á skilningi og samhug manna, sem eru á svipuðu andlegu reki og hann. Og þá ekki síður á bókum. Enda er það átakanlegt, hve höf. finnur til einstæði sinnar. Hann fréttir, að von sé á nýrri bók um gamla-testamentið, og þá ritar hann : »Blessaður, lofaðu mér að vita, hvað hann (höf. bókar- innar) segir, þegar þú ert búinn að fá hana og kynna þér hana. Maður er svo einmana uppi í sveitinni, og vill verða líkuir kræklulegu blómi, er vex í skugga; verður því feginn hverjum nýjum geisla utan úr andans heimi«. N. Kbl. hefir flutt ýmsar greinar, bæði frumsamdar og þýdaar, sem öll- um mönnum hefir verið bersýnilegt að stefndu í frjálslyndisáttina. Um- mæli ritstjórans í inngangsorðum í þessu tölubl. benda ótvíræðlega á það, að hann hugsi sér að halda lengra á þeirri braut. Meðal annars er kveðið svo að orði: »Hjá oss íslendingum — guði sé lof fyrir það — er almennur trúar- áhugi því að eins hugsanlegur — að hann byggist á og lifi i sannfrjáls- lyndum kristindómi«. »Þjóðlíf vort bíðuu þess aldrei bæt- ur«, segir hann ennfremur, »ef trúar- lífinu í landinu er spilt, hvort heldur það er með svefni sinnuleysisins eða þröngsýnis-ofstæki fáfræðinnar«. Með því að flytja bréfkafla þá, sem getið er um hér að framan, sýnir blaðið enn betur, að því stendur enginn stuggur af frelsishreyfingunum í sál- um mannanna. Og það lætur ekki þar við lenda. í þessu tölubl. er lofað broturn úr hinni heimsfrægu bók R. J. Campbells um nýju guðfrœðina. Höf. er mestur prédikari á Englandi nú. Og þessi bók hans hefir vakið meiri athygli og umræður en nokkur guðfræðibók önn- ur á síðari árum. Bókin flytur skoðanir, sem eru allólíkar þeim, er kirkjan flyt- ur að jafnaði, um ýms aðalatriði krist- innar kenniugar: samband guðs við alheiminn, samband mannanna við guð, eðli hins illa, guðdómseðli Krists, friðþæginguna, gildi ritningarinnar, annað líf og guðsríki — gerir einkar- gáfulega tilraun til þess, að samþýða öll þessi atriði í hugsanalífi og þekk- ingu nútíðarinnar. I inngangsorðunum lætur ritstjór- inn þess getið, að N. Kbl. fái miklu minni stuðning hjá landsmönnum en gamla Kirkjublaðið hafi fengið fyrir 15 árum. Það væri illa farið, ef sá stuðningur færi ekki vaxandi. Einmitt um þessar mundir |er verið að halda að þjóðinni trúmálaritum, sem ekki leggja að eins kapp á það að aftra frjálslyndis-þroska þjóðarinnar, heldur vilja og íæra hana aftur á bak í and- legum efnum um langt skeið. Oss virðist, að frjálslyndum mönn- um ætti að vera áhugamál að styðja alla viðleitni, sem fer í öfuga átt við það, er N. Kbl. nefnir með réttu pröngsýnis-ofstœki fájueðinnar. Sambandsmálið og réttlætistiifinningin. Síðasta hefti hingað komið (nóv. f. á.) af Breiðablikum, tímariti síra Fr. J. Bergmanns, flytur grein með fyrirsögn: Hvar er réttlœtistilfinningin nœmust?, og er sórstaklega um það, hvernig hún komi fram í sambandsmálinu íslenzka við Dani. Þetta er upphaf greinarinnar: — Aldrei hefir íslandi verið meiri eftirtekt veitt út um heiminti en ein- mitt nú, og aldrei eins mikil. Fiá Austurríki ritar J. C. Poestion oss, að aldrei hafi þýzku-mælandi menn gefið íslandi og íslenzkum málum annan eins gaum og nú. Fyrir tíu árum hafi blöð og tímarit naumast fengist til að taka nokkuð um ísland. Þá hafi enginn kært sig um að fá nokkura vitneskju um hluti, sem þar væri á prjónum. Eu nú sé öðru máli aö gegna. Nú þykist þau ekki fá of mikið úr þeirri átt, heldur miklu færra en þeir vildi. Því nú horfi hugir manna þangað. Hið sama má segja um hinn enska heim. Tímaritið ameríska, íteview of Reviews (þ. e. Vesturheimsútgáfan af hinu heimsfrægu tímariti W. T. Steade), flytur all-rækilega ritgjörð um sjálfstæði- kröfur íslands í þessum mánuði og þýðir útdrátt úr ummælum danskra blaða og tímarita um það, sem fram hafa komið eftir konungsförina í sumar. Er það gjört af skilningi og velvild, og af sam- hug svo miklum með kröfum íslendinga, að lesendum dylst ekki hugur um ein- dregið meðhald. Hins veíður líka vart, að þar mundi hægt að koma að fræð- andi ritgjörðum um íslenzk mál, svo framarlega sem nokkur hefði tíma og ástæður til að rita. Er eigi þettavegna þess, að réttlæti hins íslenzka málstaðar só að verða mönnum Ijóst? Höf. þykir því næst stinga nokkuð í stúf, er kemur til bræðra vorra Dana, dauskra ummæla vel flestra í vorn garð um sjálfstæðiskröfur vorar. Mikill meiri hluti þjóðarinnar dönsku sé þeim kröf- um allsendis andvígur, einkum þeir sem mestu ráða f landinu: þeir sem hafa stjórn þess og fjármagn með höndum, þótt einstöku ágætismenn líti á sam- bandsmálið öldungis óvilhöllum augum og vilji láta róttlætið ná fram að ganga. Einn þjóðmálaflokk danskan telur hann þó líta á málið öðrum augum, augum róttlætis og sanngirni. Það eru jafnaðarmenn (sósíalistar). Hinir flokk- arnir líti á það frá sjónarmiði danskra hagsmuna og danskra drotnunar-hug- mynda. Leggur höf. loks út af því frá kristilegu sjónarmiði, hver læging það só, er þeir verði til að sýna næmari róttlætistilfinning, sem eru kristinni trú andvígir, svo sem eru jafnaðarmenn vel flestir, heldur en hinir flokkarnir, sem kallast vera sæmilega kristnir. — Þetta er vitaskuld aldrei nema satt. Þ ó er hitt eftir að vita, hvort jafn- aðarmenn mundu sama sinnis, ef þeir hefðu völdin. Þeir eru nú í litlum minni hluta á þingi og hafa lítil sem engin völd utan þings. Það er þvf hugsanlegt, að þeir uoti þetta mál meðal annarra aðallega til að áfellast þá, sem völdin hafa, en lótu sór alt hægra, ef um skifti og þeir mættu ráða. En ekki er rótt að gera ráð fyrir slíku alt um það. lir Mjrdaluuni. Eins og kunnugt er, þá er Mýrdal- urinn vestasta héraðið í Skaftafells- sýslu; austasti bærinn er Hjörleifs- höfði og stendur austur á Mýrdals- sandi; en vestasti Sólheimar og stend- ur við Sólheimasand. fléraðið er því lukt söndum að auBtan og vestan, en jöklum að norð- an. MýrdaUjökull gnæfir þar við himin, svipmikill og tignarlegur, og teygir frá sér hvíta fæturna niður í gil og lautir undirfjallanna. Aðalbygðin er í dal þeim, er sveitin dregur af nafn sitt. það er all-stór dalur með tlötum botni, um 4 rastir frá austri til vesturs og nokkuru lengri frá norðri til suðurs. Fremst f þessum dal er Dyrhólaós, og milli hans og sjávar er Dyrhóley. Óvíða mun feg’ra en á grasflötunum þar í eyjunni, þegar ósinn er spegil- sléttur. En hins vegar sogast sjórinn um sker og dranga, en smábára leik- ur sér við sandinn. Mýrdalurinn hefir lengi verið bjarg- vættur sýslunnar. Aður en botnvörpungarnir tóku að venja komur sínar hingað, var hér fiskisælt mjög, þegar á sjó var komið. það kom sér vel, því að ekki var auð- hlaupið að þvf að ná sér f björg utan af Eyrarbakka þegar hart var í ári. þvi var sjórinn oft og einatt bjarg- vættur manna um alla sýsluna. Fyrir 20 árum var byrjað að verzla í Vík, og hefst með því nýtt tfmabil í sögu þessarar sveitar. það stendur heima, þegar verzlunin kemur, að þá koma líka botnvörpung- arnir, og eru þeir búnir að eyða svo vandlega hin fiskisælu grunnmið, að ekki verður fiskvart, þótt róið sé árum saman. Meðan verzlað var á Eyrarbakka og í Vestmanneyjum gekk mestur hluti vorsins í þessar ferðir. Stundum tept- ust menn 2—3 vikur í Vestmanney- jum og komu svo með 1 hestburð í fari síuu. þess á milli var róið þegar fært var, svo lftill tími varð til jarðabóta eða húsa; enda enginn áhugi á slíku þá. Ekki gert nema haldið við hinum ló- legu hreysum. Taði nær öllu brent, en lítið hirt um sð taka mó, þótt fáanlegur væri. þegar verzlunin kemur og aðdrættir verða hægri, er eins og nýtt líf færist í sveitina. þá fara menn að vinna fyrir kaupi við uppskipun, þann tíma sem gekk annars í ferðalög; enda er þá þegar farið að bæta hús og jarðir. Byrjað á heyhlöðum, með járnþaki, og hefir þeim fjölgað svo ótt, að nú er nálega hvert heystrá undir járnþaki. því næst var tekið til við íveru- húsin; og gerðu sér flestir fjós-bað- stofur fyrst í stað. En brátt sáu menn, hve óvistleg húsakynni þær voru, þótt þær kostuðu ærið fé. þær voru því að mestu lagðar niður, en timburhús komin í staðinn á allflestum bæjum. þar hafa menn þó illa goldið van- kunnáttunnar, og gætir þesB all-mjög enn þá í gerð timburhúsanna; því að mörg eru þau að einhverju leyti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.