Ísafold - 08.02.1908, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.02.1908, Blaðsíða 3
ISAFOLD 23 gallagripir, fyrir sakir kunnáttuleysis. En þrátt fyrir það er svo mikl bót ráðin á híbýlutn manna, að slíkt verður ekki til peninga matið. Eitt hefir nú gert verið úr steinsteypu (í Reynisholti); og er líklegt að sú húsagerð eigi fram- tíð fynr, — því nógur er sandurinn í Skaftafellssýslu. þá hefir ræktun landsÍDS farið all- mjög fram. Héraðið liggur vel við til þeirra hluta, beint mót sólu og suðri, °g er auk þess syðsti bletturinn á landinu. Tvö búnaðarfólög eru hér, og hafa unnið síðasta árið, erskýrslur ná yfir, nálægt 3000 dagsverk. Mest mannvirki hafa verið unnin árið sem leið: áveituskarður grafinn úr Deildará um 1200 faðma, auk allra aukaskurða, og er ætlast til að vatDÍð nái út yfir hér um bil 300 engjadag- sláttur. Búnaðarfélag íslands hefir lagt til þessa fyrirtækis um 170 kr. þá hafa Reynishverfingar lagt veg á sinn kostnað til heyfiutninga frá Reynisfjalli að Hvammsá, um 2 ratir, 4 álna breiðan og að öllu leyti vel gerðan. |>að er bæði mikið og þarft verk; og mun Bjaldgæft að bændur leggi svo mikið á sig fyrir vegi. |>að er hvorutveggja, að þeim hefir til þessa eigi skilist nauðsyn þeirra, enda hafa þeir hins vegar viljað láta kosta þá af almannafé. Eyrir verkinu stóð í vor Magnús. Valdim. Finnbogason; en gat ekki synt því í haust fyrir annríki og tók þá við Einar bróðir hans. Var lokið við veginn á |>orláksmessu, eD þó eitt- bvað óborið ofan í enn og bíður það vorsins. Nálægt 1890 var hér byrjað á far- andkenslu í mjög smáum stíl, en þró- aðist smámsaman, þar til er fyrstibarna- skólinn var reistur árið 1904 við Deildará. Nú eru skólarnir 5 hór í Mýrdal, og starfa allir. En líklegast verður einhver þeirra að leggjast nið- ur, þegar hin nýju fræðslulög koma til framkvæmdar. Rjómabúsfélag var stofnað fyrir ð árum, og hefir það framleitt frá 11— 15 þÚ8. puDd af smjöri árlega. Nautgriparæktunarfélag er hór. En það er þó því miður heldul í afturför, og er slíkt illa farið, að bændur skuli ekki geta séð, hve mikiiaverður er slíkur félagsskapur bæði beinlínis og óbeinlínis. Hér hefir nú verið drepið á það helzta, sem hér hefir gert verið síðari árin í framfaraátttina. En um aftur- för mun naumast þurfa að kvarta, nema ef telja mætti það, að bændur eru töluvert skuldugri en áður, er að- allega stafar af kosnaðinum til húsa- bóta. En hve miklu slíkar skuldir nema er ekki hægt að segja; og ekki heldur, hve mikils virði hin nýju hús eru, umfram það er áður var. En eitt er víst: að eignin er margfalt meiri; og óhætt mun vera að fullyrða, að skuld- ir bænda séu naumsst meiri en það sem búpeningur er nú bæði fleiri og verðmeiri en áður. Stærsta raeinið er fólskflutningurinn til sjávarins; og er þaö þó ekki svo undarlegt, þótt efnalítið ungt fólk hafi leitað ti! Vestmanneyja, eða þá Reykja- víkur. En hitt er mörgum torskildara, hvernig bændur, sem búið hafa á þægilegum jörðum við sæmileg efni, hafa getað fongið sig til að yfirgefa það og setjast að í Vik, þar sem enn er um enga atvinnu að tefla nema hjá bændum, eða við fiskiróðra. Umveiði- •'iinann í Vík er nú nær 100 manns, fyrir utan Víkurbæina; og er það mik- ill hópur — ekki meira en sumir þoirra hafast að með köflum. Á þessu yfirliti má að miklu leyti sjá framfaraviðleitni þessa héraðs, þótt margt sé hér ótalið, til þess að forð- ast of langt mál. Til dæmis hefði verið gaman að setja hér útdrátt úr búnaðarskýrslunum til og frá um þetta timabil. En því miður hefi eg þær ekki við hendina. 20. jan. 1908 Þ- Fólk er taliö alt að því helmingi langlífara hór á landi nú orðig en það var fyrir hálfri öld. Þá var meðalæfi manua hór rúm 35 ár. En 62 ár tæp var hún orðið að meðaltali árin 1901 —1905. Svo segir aðallandshagsfræS. ingur vor, Indriði Einarsson. Só það róct, erum vór orðnir langlíf- ust þjóð í heimi, langlífari en Norð- menn; þar, í Norvegi, er meðalmanns- æfi sögð rúm 60 ár. En í Danmörku ekki nema 57 ár. A íerð og* flug-i um Vestur-Canada I. Landi nokkur, er heima á í bænum Calgary í Alberta-nýlendu, ísafold al- veg óþektur, hefir sezt við á jólunum og ritað henni langan pistil um ferð, er hann fór f sumar þar um hálfbygt land, Saskatchevan-fylki; og eru hér nokkrir kaflar úr brófinu, þeir er helzt lýsa sérkennilegri hlið á Ameríkulífinu, einyrkja-búskap í hálfbygðum héruð- um og kaupavinnu þar um slóðir, m. m. Ferðinni var heitið upphaflega til bæjar þe3s í fyrnefndu fylki, er nefn- ist Indian Head, 350 mílur enskar vestur frá Winnipeg. Ekki mun það sögulegt þykja lönd- um vestan hafs, sem hann segir af Indíönum, sem fult er af þar kring- um Indian Head, segir hann; en hér austan hafs vita fáir mikið um þá. — Ekki nenna þeir að vinna frem- ur þar en annarsstaðar í þessu landi, heldur láta stjórnina ala önn fyrir sér að mestu leyti. það telja þeir henni skylt, með þvf að hún bafi í orðsins fylata skilningi s t o 1 i ð landinu (Can- ada) frá þeim. Ekki virtist sólarhitinn hafa nein áhrif á þjóðflokk þennan, því hvað heitt sem úti var, dúðaði það sig þykk- um ullarsjölum frá hvirfli til ilja, karl- ar og konur. þar að auki báru kon- urnar börn sín í pokum á bakinu; kollurinn stóð upp úr. Börnin sýnd- ust vera ánægð yfir meðferð þessari, og var að sjá, að þau væru þessu all- vel vön. Ekki ber það ósjaldan við, að pokinn vilji síga, einkum ef inni- haldið er þungt, og er þá ekki annað en hosBa honum á sinn stað aftur. Stundum eru tvö börn í sama poka. Vissi eg þá oft ekki, er eg sá konur þsssar álengdar, hvort eg átti að halda það Indiana-konur með pokann sinn, eða illa hlaðna islenzka móbrauka. gjört það fyr. Eg hélt svo vera, því að á íslandi væri ekki til nokkur óplægður blettur. Hann spurði mig, hvers vegna ísland væri kallað ísland. Eg svaraði, að þegar Norðmenn hefðu numið landið, hefðu tvö fyrstu árin rekið þangað mikið afhafís sunnan úr Miðjarðarhafi, og hefðu þeir þá valið landinu þetta heiti. Síðan hefði enginn maður séð þar ís; en landið héldi þó sínu gamla nafni. Ekki sá eg, að honum þætti þetta neitt óeðlilegt. Eg spurði húsbónda minn, því hann hefði aldrei kvænst, hann, sem hefði nóg efni. Hann sagði eg vissi sjálfur, að kvenfólk væri ekki nema til níðurdreps, og tíndi til mörg dæmi máli sínu til stuðnings, og kvað hvern þann mann sælan, sem héldi sér frá þeim ófögnuði. Eftir hádegi þann sama dag sagði eg húsbónda mínum, að eg gæti ekki verið lengur hjá honum. Mér leiddist svo mikið, og eg fyndi það, að eg lifði ekki vikuna á enda, ef eg væri þar lengur. Hann sagðist ekki sjá nein leiðindi á mér, og kvað þetta vera ken- jar einar; eg nenti bara ekki að vinna, og þann veg kvað hann flesou fólki farið í þessu landi. Eg bað hann að aka mér á næstu járnbrautarstöð, en það voru 7 mílur norður. það þótti honum of mikil ósvífni að fara fram á slíkt eftir öll svikin. Eg mundi hafa tíma til að ganga. Forlög íslenzks lærdómsmanns Blaðið Lögberg í Winnipeg flytur 2. f. m. eftirfarandi grein um einkennileg forlög íslenzks lærdómsmanns, er það hefir snúið úr norsku blaði, Washington Posten, sem kemur út í Kyrrahafsríkinu Washington, í Bandarlkjum: Daginn eftir að eg hætti að vinna á Indian Head, hafði eg tal af manni nokkrum, er kvaðst eiga heima 25 mílur enekar norður frá Indian Head og búa þar á sjálfseign, en vera ein- setumaður, og stæði bvo á fyrir sér, að hann þyrfti að fá mann eins og þriggja mánaða tíma, því heimilisann- ir væri miklar, og þótti honum ekki ósanngjarnt að eg gripi þetta góða tækifæri, þegar gott kaup væri í boði. Eg sá, að þarna átti eg kost á að fá mér ekið ókeypis 25 mílur, en það var sú leið sem eg ætlaði að halda hvort 89m var, og þótti því sjálfsagt að taka boðinu; og gerðum við þarnaút um vistarráðin, en þó ekki skilyrðis- laust. Eg setti það inn í vistarsamn- inginu, að ef mér félli ekki að ein- hverju leyti, þá væri eg jafnharðan laus með öllu af hans heimili, og þótt það yrði næsta dag, ef eg vildi svo vera láta. |>3tta þótti honum harla ósanngjarnt; en sagðist þó vona að heimili okkar mundi laða mig það að sér, að eg mundi ekki grípa til þess- arar greinar í samningnum. Nú var eg búinn að fá nýjan hús- bónda; en hamingjan góð! ekki leizt mér á hann. Hann var mjög áþekk- ur karli sem eg sá einu sinni vescur á SnæfelUnesi og var kallaður f>órður sterki. Nú ók eg heim með húsbónda mfn- um og gekk það eins og í sögu, því karl hafði góða hesta. Segir ekki af ferðum okkar fyr en við komum á hlaðið í Víti, eins og Oddur segir. f>ar bjó hann í litlum kumbalda, sem var öílum opinn, með moldargólfi, og lá rúmfletið hans þar í einu hornínu. J>að veit trúa mín, að það var bág- borið heimili. Hann sagðist þó vona mér litist á mig hér, og eg gerði mér að góðu alt sem þar væri á boðstól- um. Eg skyldi láta sem eg væri heima hjá mér. Hann kvaðst sjálfur hafa búið þarna 18 ár, og alt af liðið vel. Um kvöldið fór karl að matreiða fyr- ir okkur og fórst honum það allvel úr hendi, nema hvað ekki var verið að hafa fyrir að þvo diskana. Meðan setið var að snæðingi, sagði hann mér frá efnahag sínum. Eig- urnar námu alls 6000 dollurum. I þeirri eign voru 8 vænir vinnuhestar, sem hann kvaðst vera búinn að ala UPP undan einni meri. Morguninn eftir sagði karl mér að taka fjóra hestana og fara að plægja. Hann lót allvel yfir að eg mundi hafa |>að var þessu næst, að bréfritarinn komst að járnbrautarvinnu mánaðar- tíma. — Flestum finst járnbrautar- vinna mjög erfið, segir hann, einkum ef tíðin er misjöfn, eins og verða vildi í sumar: eftir miðjan ágúst til sept- emberloka gaddharka á hverri nóttu. |>egar byrjað var að vinna á morgn- anna, urðu menn að búa sig eins og um hávetur. Hveitiuppskera var að mestu leyti ónýt um þessar slóðir og ónýttist sumstaðai alveg. Merkur bóndi í Manitoba-fylki, sem eru 3—4 hundruð mílur austur af þessum stöð- um, segir svo í bréfi til mín: í með- alári fáum við bændur hér 25—30 kvartil af ekru, en í sumar ekki nema 8—10 kvartil og það af Bkemdu hveiti. Samt segja íslenzku blöðin vestan hafs, að hveiti-uppskera sé í meðallagi í Canada þetta ár, og veit eg, að það mishermi muni vera óviljaverk. Nú var eg hættur að vinna að braut- inni, og dugði því ekki að slóra þar lengi, því höfðingjarnir reiknuðu 25 sent fyrir hverja máltíð sem eg þáði þar eftír að eg hætti vinnu, og mundi þvf fljótt hafa gengið á mánaðarkaup- ið með því lagi. En nú var það að athuga, að hér var eg úti f óbygðum, þar sem engin umferð var, og lá því ekkj annað fyrir mér en að ganga á næstu járnbrautarstöð, en það voru 40 mílur á annan veginn, í suður, en 60 mílur á hinn, í norður. Eg tók þá leiðina sem lengri var, og lagði á stað 16. september snemma morguns. Eg gekk fyrst lengi um flóa og fen. Eg sá óvíða þess merki, að mannabygð væri á leið minni, utan 4 ómerkilega kofa á tveggja til þriggja mílna millibili, tildrað saman úr óunD- nm trjám. Eg kom að tveimur þess um kofum, en þeir voru mannlausir; þetta munu hafa verið heimili einsetu manna, en þeir verið hver veit hvað langt í burtu að vinna sér inn pen- inga. Kofarnir voru lokaðir, en gegn um veggina á öðrum kofanum sá eg rúmflet á gólfinu, eldavél með potti yfir og önnur matarílát. Hinn kofinn var heill að mestu leyti; þar varð eg því að fara á gluggann til að sjá inni- haldið; þar lá köttur í rúminu, sem mændi á mig vonaraugum; eg sá þar tækifæri á að gera góðverk, opnaði gluggann og lét s epnuna sjá sólina. Um hádegisbilið kom eg að litlu, en laglegu heimili. Kona var í húsinu og tvö börn sem hún átti. Eg spurði hana, hvort hún gæti selt mér miðdeg- isverð. Hún hélt það, og bauð mér inn. Eftir litla stund kom bóndi henn- ar heim frá útivinnu og var hinn skemtilegasti heim að sækja. þáði eg þar mat, nógan og vel til reiddan. Eg ætlaði að borga þeim 25 sent fyr- ir greiðann, en þau vildu ekki taka við því; og mun slfkt óvanalegt í þessu landi. |>e8BÍ hjón höfðu fluzt frá Eng- landi fyrir tveimur árum. Undarleg frásaga um lærðan mann fátækan er n/lega orðin heyrinkunn. Maður þessi á heima í grend við Ta- coma á Kyrrahafsströnd, og fáum verið kunnugt um verustað hans. Hann hefir átt þar við örbirgð að stríða; en rit- gerðir hans í blöðum og bókum hafa fræðimenn í höfuðbólum heimsmenning- arinnar lesið með aðdáun. Fáir vita deili á honum, en virtur er hann jafnt af ríkum sem fátækum fyrir þekkingu sína og prúðmensku. Hann byr í ofurlitlum kofa í nánd við l’arkland, 5 mílur vegar frá Tacoma. Þarna situr hann dag eftir dag í kofanum sínum, ymist við lestur fornrita eða ritar skoðanir sínar á tor- skildum viðfangsefnum, er hann hefir varið æfi sinni til að kynna sór og rann 1. Hann er blásnauður. Á ekkert nema rúmið sitt og léleg rekkjuklæði, eitt borð, einn steinoliulampa, /msar bækur, sex gamla brauðkassa, (þá het'ir hann í bókaskáps stað), og handrit eftir sjálfan hann. Þetta eru allar eigur hans. Þessi einkennilegi maður er Bertel Gunnlaugsen prófessor. — Sagt er, að hann eigi kyn sitt að rekja til íslenzkra stórmenna. Hann gat sór hinn bezta orðstír við nám sitt við háskólann í Kaupmanna- höfn, Róm og Neapel. Á yngri árum hann kennari Helenu prinzessu, systur Játvarðar konungs. En hann þreyttist á hirðlífinu, enda var staif hans eigi svo vel launað sem skyldi, og sneri hann sér því að öðru, og tók þá að starfa að þ/ðingum fyrir tímaritið The North British Review og ritaði enn- fremur að staðaldri í Pall Mall Gazette. Árið 1880 fói Gunnlaugsen burt af Englandi vestur til Bandaríkja. Hann dvaldist um hríð í New York. Þar var hann meðal annars kennari James Bryce, sem nú er sendiherra Breta í Washington og er höfundur hins alkunna ritverks The American Commonwealth. Annar lærisveinn hans var enska skáldið Sir Lewis Morris, er lózt í síðastl. nóvembsr- mánuði. Gunnlaugsen fekst við kennarastörf í ymsum borgum í austurríkjunum um mörg ár, en fluttist síðan vestur til Ta- coma. Þar hefir hann nú dvalist síðustu fimtán árin. Bókvísi stundar hann enn af mestu elju. Fáir vita um hann. Vera má, að frægð hans spyrjist víðar, þegar hann er látinn. Hann talar fimtán tungumál og allmargar máll/zk ur, og er afbragðsvel að sér í öllum þeim málum. Hann hefir þ/tt fjöldann allan af gullaldarritum /miss konar, og mörg merk tímarit flytja enn ritgerðir eftir hann. Tacomabúar þekkja hann tiltölulega minst, þó að hann eigi heima í nágrenni við þá. Þreytumörk sjást nú ljós á honum, eftir öll árin, sem hann hefir setið álútur við skrifborðið sitt eða lesið af kappi. En þegar hann minnist á rit sín, þá hyrnar yfir honum. í norrænum bókmentum, sem orðnar eru að mestu leyti til á íslandi, er hann stórfróður. Hann er jafnvel að sór í danskri, norskri, þ/zkri og sænskri tungu og bókmentum sem móðurmáli sínu. Þá er hann og mesti hestur í gömlu málunum, latínu og grísku, og yngri málunum, sem af þeim eru runnin, ítölsku, spænsku og frönsku. Sanskrít hefir hann lesið í sjö ár. — Þegar hann var 63 ára gamall, fór nann að stunda kínversku og japönsku, og á næstliðnu hálfu fimta ári hefir hann aflað sór mikillar þekkingar í þeim. Gunnlaugsen er nú 68 ára gamall, en vinnur þó fullar sex klukkustundir á degi hverjum við lestur og skriftir- Vafalaust mundu margir vilja verða til þess að veita honum fjárstyrk og maklega sæmd. En hann hefir hafnað auði, vinsældum og öllu því, er menn alment sækjast eftir, og elur nú aldur sinn fjarri fósturjörðu sinni. — En hvað skyldu menn hljóta að laun- um fyrir að lifa og starfa eins og þessi maður? mundi margur spyrja. Því hefir prófessorinn svarað með þess- um orðum: Lífið hérna megin er einkisvert á móts við annað líf. Lærdómur og þekk- ing gefur lítið i aðra hönd. Lengi varð eg að lifa við sult og seyru þegar harð- ast var hér um slóðir 1893, þangað til málaflutningsmaður nokkur í Tacoma bað mig að þ/ða nokkrar lagabækur fyrir sig af frönsku á ensku. Eg var hálft þriðja ár að því og fekk fyrir það 350 dollara. Svo átti eg að fá auka- þóknun þegar bækurnar voru komnar út. En þess verður nú reyndar ekki langt að bíða, að eg komist þangað, sem eg þarf engra eftirgjalda við. Þannig eru þau, æfikjörin hans, þessa fróða, starfsama öldungs. Það er gamla sagan, sem alt af er n/, að fátækt og einstæðingsskapur eru förunautar þekk- ingarinnar. Það er rótt, sem segir í grein þessari, að Bertel Gunlogsen (e k k i Gunn- laugsen) er af heldri manna kyni ís- lenzku, sonur Stefáns Gunlogsens, er hór var landfógeti fyrir meira en hálfri öld (1838—1848) og fyrri konu hans, Ragnhildar Benediktsdóttur Gröndal (t 1841); og voru þeir systrasynir, Bertel Gunnlogsen og Benedikt Gröndal hinn yngri, er hér dó í sumar sem leið. St. G. landfógeti dó í Khöfn fyrir 20—30 árum, hafði átt þar heima meira eti 30 ár embættislaus. Hann var ísl. prests- son austfirskur. Hann átti tvo sonu, Ólaf og Bertel. Þeir frömuðust báðir suður í löndum og tóku kaþólska trú. Þeir voru miklir námsmenn báðir. Ólafur var dr. phil. og lengi meiri háttar blaða- maður í París. Bertel nam skólalærdóm Róm. Það mun vera rétt að miklu leyti, sem segir í framanskráðri grein, — stöku atriði minni háttar ef til vill eitthvað /kt eða úr lagi færð. B. G. mun hafa gefið sig lítið að lönd- um sínum bæði austan hafs og vestan, en verið þó vel unnandi landi sínu og þjóð alla æfi. Hefir skotið bólu upp af honum við og við f þeirra hóp, einkum í Chicago; hann hafðist þar við mörg ár um og eftir 1890. Hann mælti á íslenzku og ritaði hana mætavel, og fylgd- ist vel með því sem gerðist í íslenzkum bókmentum. Ömurlegt er að vita hann í þessum einstæðingsskap og örbirgð. Gullbringusýslu sunnanv. á gaml- ársdag 1907. — Árið sem ná er á förnm hefir verið að öllu samanlögðu eitthvert það bezta, sem komið hefir lengi hér. Vetrar- vertiðin mátti heita yfirleitt i betra lagi. Að visu varð fiskafli sunnan Skaga tæp- lega i meðallagi, en aftur í Garði og Leiru óvenjulega háir hlutir. Þar fyrir innan mátti kalla meðalafla. Fiskverð var óvenjulega hátt, eða 75 kr. skpd. Aðra tima en vertiðina þarf ekki að telja, nema þá sjaldan fiskast á haustin; þvi sumarið flykkjast allir i hurtu til að leita sér vinnu, svo þó að afli væri að sumrinu, þá er enginn heima til að róa. Grasvöxtur varð i lakara lagi, en nýt- ing ágæt; mátti heita að aldrei kæmi skúr úr lofti alt sumarið. Garðávöxtur varð i góðu lagi, og telja má sumartið það sem af er vetrinum. Nú sem stendur er góður afli i Höfnum, þegar gefur, og eitthvað á Miðnesi. Netafli hefir orðið með minna móti hjá flestum í haust i Garðsjó. Netin hafa líka ofsótt tveir óvinir, marfló og botnvörpung- ar; við marfló varð nokkuð vart i fyrra haust, en ekki nálægt því eins og þetta ár, þvi sumt af fiskinum í netunum hefir verið uppetið eftir eina nótt, svo að ekki hefir verið eftir nema beinin innan i roðinu. Til dæmis hámeri eftir 2 nætur, sem liðu milli umvitjuna, öfl uppétin, nema hryggur og roð, en i þess stað út-troðin af marfló. Fróðlegt væri að fiskifræðingur landsins (B. S.) léti í ljós álit sitt um þetta i blöð- unum. Lítið er talað hér enn um væntanlegar kosningar til alþingis. En svo mikið má þó fullyrða, að óhætt er stjórnarliðum að halda sig heima, og fáum mun koma til hugar að skifta um þingmenn, ef þeir gefa kost á sér, sem áður voru. Um Stað í Stsingrímsfirði sækir síra Böðvar Eyólfsson, aðstoðarprestur hjá föður sinum í Árnesi. Um lausn frá prestskap sækir síra Janus prófastur Jónsson í Holti i Ön- undarfirði vegna heilsubrests. Frófastnr er skipaður i Vestur-Skafta- fellsprófastsdæmi sira Magús Bjarnarson á Prestsbakka. Síra Magnús prófastur Einars- son á Mýrum hafði beiðst lausnar,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.