Ísafold


Ísafold - 07.03.1908, Qupperneq 1

Ísafold - 07.03.1908, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Ver?) árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eda l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, er ógild nema komin bó til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaðiö. Afgreibsla: Ansturstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 7. marz 1908. 10. tölublað I. O. O. P. 893138 l/2 Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal. Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 l/a og ö1/^—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd, og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Guðsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. bandsbankinn 10 */a—21/*. Bankastjórn við 12—1* Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn k sd. 2—8. Tannlækning ók. í Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 3 l/2—5 72 í Austurstræti 20. Karlar eða konur sem umboðsmenn til að taka á móti ýmsum vörum frá Þýzkalandi, Berlin, og fleiri löndum óskast í hverjum hreppi á íslandi. Meðmæli hreppstjóra eða sóknar- prests eru áskilin. Bréfaskifti á íslenzku. Umsóknir sendist ritstjóra ísafoldar fyrir 1. maí 1908. MillilandaneMin Fyrsta skeytið um hana hingað var þetta um hálftímafundinn sama kveld- ið, sem íslenzku nefndarmennirnir komu til Khafnar, og um tvö kon- ungsheimboð næsta sólarhring, — að- alsamkomulags-þjóðraðið. fú, og þetta, að ritari í nefndinni ætti að vera maðurinn, sem útvalinn er fyrir löngu af hinni dönsku stjórn til að »flytja málið« af hennar hendi gegn íslendingum. Þar með er nefndin lokuð inni um óákveðinn tima, þ. e. nefndarmönn- um bannað að láta nokkurn mann út í frá láta nokkurn skapaðan hlut til sín heyra um það er í nefndinni gerist þangað til hún hefij; lokið verki sínu. Því næst kemur nú fyrir fám dög- um, 4. þ. mán., svofelt blaðahrað- skeyti: Satnkvœmt prentaðri skýrslu, er Jram liejir verið l'ógð Jrá hagjrœðisskrifstoju rikisins (um viðskijti Islands og Dan- merkur) Jrá iyoo—/907, skuldar Is- land ríkissjóði nú j,j 00,000 kr. Al- pingi er kent um upphaj einokunarinn- ar. Dybdals stjórnarjarskjal Jram lagl prentað. Þetta gerðist hvorttveggja Jöstudags- kveldið 28. J. mán. Næsti Jundur laugardag (p. e. í dag). Ejtir pað 4 Jundir á viku. Viltur er sá sem geta skal, — spá í eyðurnar um, hvað muni vera til tínt upp í þessar 5 miljónir og 300 þúsundir. Skuldaskiftin eru rakin alt frá ár- inu 1700. Og þó mæla stöðulögin svo fyrir (frá 2. jan. 1871): »011 skuldaskifti, sem verið hafa hingað til milli ríkissjóðsins og ís- lands, eru hér með alveg á enda kljáð«. Er þetta þá svo að skilja, að Dan- ir striki nú sjálfir yfir íögin, sem þeir valdbuðu oss fyrir 37 árum? Eða að þeir striki yfir þess klausu eina í þeim, en láti annað standa ? Og hafi þeir gert það, fá þeir þá þessa fjárhæð saman með því móti, að leggja saman allar greiðslur úr ríkissjóði tíl íslands timabilið 1700 til 1871, en draga frá að eins beinar tekjar af landinu, að sleptu því sem var látifr renna í ríkissjóð af arðbær- urn eignum, svo sem andvirði stóls- jarðanna o. m. fl. ? Eða hafa þeir tekið hallærisgjafirn- ar eftir móðuharðindin (1783), og lagt við þær vexti og vaxtavexti til þess að komast svona hitt? Af þeim var töluvert bæði frá Her- togadæmunum og Norvegi. Mundu þeir helga sér það líka? Svo kemurtímabiliðfrá 1871 — 1907. Hvað skyldi þar vera talið oss til skuldar ? Strandgæzlukostnaðurinn eða hvað ? Það er þó kostnaður, sem rétttrú- aðir danskir stjórnvísindamenn hafa ekki mátt heyra annað nefnt en að teldust rikissjóði, með því að strand- varnirnar væri alríkismál. Eða er það Khafnar-landstjórnar- kostnaðurinn tímabilið 1871 —1903, sem stöðulögin ákváðu að greiða bæri úr ríkissjóði? Eða póstferðastyrkurinn milli landa, er þau skipuðu eins fyrir um ? Viltur er sá, sem geta skal. Líklegast er, að þetta eigi að vera gryla, sem a að ógna oss og gera nefndarmennina íslenzku þjála og þæga, og jafnvel hafa þetta til þess að slá af móts við hæfilegar ívilnanir vor megin í innlimunarátt! Þetta umtalaða stjórnarfarsskjal Dyb- dals mun vcra ritgerð, er hann samdi fyrir á að gizka 10—12 árum og prentuð var þá í laumi til stuðnings og leiðbeiningar þeim dönskum stjórn- vitringum, er eitthvað vildu vita eða þyrftu að vita um íslenzka stjórnbót- armálið. Hér á landi mun enginn maður hafa fengið að sjá það nema landshöfðingi, — í trúnaði. Anders Dybdal þessi var þá og hafði verið langa hríð stjórnardeildarforstjóri hjá íslandsráðgjafanum. Nú er hann stiít- amtmaður í Álaborg. Hann var mjög ákveðinn innlimunarmaður, andvígur öllum frekari umbótum á stjórnarhög- um vorum en stöðulögin ákveða og stjóraarskráin frá 1874. Hann var þvi mjög mótfallinn, er Nellemann heit. léði máls á tilslökun við oss siðustu missirin, sem hann fór með Islands mál. Heldur er bót að því en hitt, að pukurbæklingur þessi skríður nú loks fram í dagsbirtuna. Hann þolir hana liklega heldur illa. Hugsaníegt er, að þetta »stjórnar- farsskjal«, sem hraðskeytið svo nefnir á íslenzku, sé þó ekki þessi ritlingur, heldur blaðagrein, sem vart varð við á gangi í Khöfn fyrir fám missirum og þekkja þótti mega á mark sama manns; hún var þá nafnlaus og komst aldrei í neitt blað. Hún hafði verið svo merkilega ógóðgjarnleg í vorn garð, að hinum dönsku blöðum þótti heldur um of. »Skjals«-nafnið virðist eiga fult eins vel við um slíka grein eins og áminstan bækling. En alt er þetta ekki annað en ágizk- un. Þess er getið í Khafnar-blaði, að H. Matzen prófesssor hafi sótt um (og fengið) lausn frá kenslu um stund til þess að geta unnið óskiftur að mestu í millilandanefndinni. Hann er einnhöfuðinnlimunarkennimaðurDana, svo sem mörgum inun kunnugt vera. Þeim þykir sýnilega mikils við þurfa, hinurn dönsku köppum. Fremur eru að vísu líkur til að þessi 5 milljóna reikningur Dana sé saman settur til þess að storka oss ís- lendingum en að gera eigi beint til- kall til þess fjár sem hverrar annarr- ar skuldar. Þeir segja við oss sem svo; Svona höfum við verið góðir við ykkuf, verið alt af að gefa ykkur, stór- fé, en þið þakkað það skömminni einni, verið hortugir og heimtufrekir. Hvar stæðuð þið nú, ræflarnir, ef við gengjum eftir því sem okkar er rétt- mæt eign? Þetta ætti með öðrum orðum að vera fremur gaman en alvara. En grátt mundi slíkt gaman kallað, ef bræður ættu í hlut; og mun mörg- um finnast lítið bróðurþels-bragð að slíkum viðtökum á fyrsta samkomu- lagsfundi, jafnhliða matgjöfunum. Og til er sá íslenzkur metnaður, er telja mundi það svar bezt við eiga, hvort heldur sem þetta er beisk alvara eða grátt gaman, að íslenzku nefndarmenn- irnir bæðu »bræðurna« sitja heila, gengju af fundi og sneru heim á leið með fyrstu ferð. Heilsuhælisfólagið Félagsmenn orðnir rúm 4000 Heilsuhælisstaðurinn ákveðinn Þriðjungur félagsmanna er í Reykja- vík, 1330. Þar næst eru Hafnfirðingar drýgstir. Þar, á þeim stöðum báðum, hafa Oddfellowar, frumkvöðlar þessa fyrir- tækis, unnið manna mest að því að afla félaginu fylgis. Annarsstaðar á landinu hafa undir- tektir hvergi orðið betri að tiltölu en á Fáskrúðsfirði, fyrir forgöngu Georgs læknis Georgssonar. Félagsmenti þar nær 70, með nær 90 árstillögum. Andrés læknir Féldsted á Þingeyri hefir og útvegað nær 100 félagsmenn, með fast að 130 árstillögum. Alls eru fengin loforð fyrir 3000 árstillögum. Hvert árstillag er 2 kr. minst. Margir hafa lofað fleiri en einu árstillagi, sumir alt að 10. Þetta eru 10,000 kr. í árstekjur. Æfitillögum, 200 kr., hafa og nokkr- ir skrifað sig fyrir og greitt þau flest- allir. Þar að auki hafa félaginu gefist samtals nær 6l/2 þús. kr. Þar af er nær þriðjungur, 1850 kr., frá Odd- fellowum i Reykjavík, 1400 kr. frá amtsráði Suðuramtsins, 1000 kr. frá H. Ellefsen hvalara. Enn eru ófengin ákveðin tillagalof- orð úr meira en þriðjungi allra sveit- arfélaga á landinu. En þau koma smámsaman. Um 20 þús. kr. þurfa árstekjur að verða, eftir því sem á er ætlað, til þess að rísa undir kostnaði af 50 sjúklinga heilsuhæli með ekki hærri meðgjöf en flestum er kleift, svo sem 1 kr. á dag t. d. Félagið þarf því að stækka enn að miklum mun, helzt að tvöfaldast. Auðvitað er ekki hugsað til annars en að reisa hælið sjálft að meira eða minna leyti fyrir lánsfé. Það kostar fráleitt minna en 100,000 kr. En lánið þarf að ávaxta og helzt endur- greiða smámsaman að einhverju leyti. Svo er reksturskostnaðurinn. Þótt ekki sé hægt að svo stöddu að ábyrgjast, að félaginu verði kleift að koma heilsuhælinu upp á næstu missirum — stjórnin vill að það gæti orðið sumarið 1909 —, þá hefir hún, félagsstjórnin, þó fest sér umráð yfir jarðarparti undir hælið og þar með afráðið, hvar það eigi að standa. Það eru Vífilstaðir í Garðahreppi í Gullbringusýslu, eftir tillögum nefnd- ar þeirrar, er yfirstjórn félagsins hafði kosið til að velja staðinn, svo sem frá var skýrt í síðasta blaði. Hún lýsir staðnum sem hér segir: Við höfum gætt að ýmsum stöðum hér nærlendis, í Reykjavíkurlandi, i Seltjarnarneshreppi, Mosfellshreppi og Garðahreppi, og lízt okkur langbezt á kirkjujörðina Vífilstaði í Garðahreppi. Vífilstaðir er efsti bær í þeirri sveit og er þaðan 2J/4 röst ofan á Hafnar- fjarðarveg hjá Hraunsholti (ekki ak- vegur); frá Hraunsholti er 2 rasta leið í Hafnarfjörð, en 8 rastir til Reykja- víkur. Bærinn stendur sunnan í hálsi, er gengur frá austri til vesturs og veitir mjög gott skjól fyrir norðan- vindum, svo að þar er lygnt í riorð- anátt, þó að hvast sé í Kópavogi, á Bústöðum og íArtúni, og rok hér í Reykjavík. Til vinstri handar frá bænum, aust- ur með hálsinum, er allstórt stöðuvatn, Vifilstaðavatn, þrefalt stærra en Reykja- víkurtjörn eða þaðan af meira; eru hæðir kringum vatnið að norðan, aust- an og sunnan og skógi vaxin suður- 'nlíðin (Sandahlíð). Vatnið leggur mjög seint, og sitja jafnan álftir á því á vetrum. Úr vatninu rennur allstór lækur, Hraunsholtslækur, niður með túninu á Vífilstöðum gegnum mjög laglegan, sléttan engjablett. Nokkur silungsveiði er bæði í vatn- inu og læknum. Að sunnanverðu við þetta dalverpi, beint á móti bæn’ um, er öxlin á Vífilstaðahlið, gengur hlíðin til landsuðurs, og er lágskóg- ur í hlíðinni utanverðri, en hærri skógur þegar innar dregur; frá hlíð- inni gengur Hafnarfjarðárhraun til sjávar; er þar og góður vegur milli hrauns og hlíðar og hraunið mjög fagurt, mikill gróður í dældunum. Frá bænum sér út á sjó og suður til fjalla. Af hlíðinni er mjög viðsýnt í allar áttir. Vífilstaðabær er rúmar 40 stikur yfir sjávarmál, vatnið 30 stiknr, Vífilstaðahlíð 150 stikur háhlíðin. Okkur virðist þessi staður bera langt af öllum öðrum stöðum hér nærlendis: nálægt þjóðbraut, en þó út úr, svo að þar er mjög litil manna- ferð; náttúrufegurð mikil og marg- breytt; skjólgott fyrir köldustu áttinni; hægt um neyziuvatn og afrensli, þur- lent og hentugt hússtæði hvar sem vill. Jörðin Vífilstaðir er kirkjujörð frá Görðum og er afgjaldið 6 vættir fiska, og 2 kúgildi. Er nú tvíbýli á jörðinni; hefir eldri bóndinn, Sigurður, búið þar yfir 20 ár. Túnið er held- ur gott, engjar litlar, en ágæt útbeit, þar sem er hlíðin og hraunin; eru 2 stórir hellar í hrauninu skamt frá bænum og fé hýst í þeim; þeir heita Maríuhellar. Við teljuin sjálfsagt að félagið festi kaup á jörðinni handa hælinu, því að margt ilt getur af því leitt, ef stjórn hælisins má ekki ráða því, hver ábú- andinn er á jörðinni, enda margt ann- að, sem með því mælir, að hælið eigi jörðina. Einhverja grasnyt mundi það þurfa, og skóginn ætti að friða; hann mundi þá hækka og prýkka ár frá ári. Gæti þá lika komið til mála, að landið verði fé til að græða skóginn, svo að hælið þyrfti engu þar til að kosta. Við getum ekki enn sagt með vissu, hvar hentast muni að reisa húsið, hvort heldur á túninu eða innar, nær vatninu; enda skiftir það minstu að svo komnu. — — Reykjavik 27. febr. 1908. G. Björnsson. G. Magnússon Hjörtur Hjartarson. Yfirstjóm félst á fundi 29. f. mán. í einu hljóði á tillögur nefndarinnar um heilsuhælissetrið og afréð að festa sér umráð yfir svo miklu af jörðinni, sem þurfa þætti, en það er sem svarar þriðjungi hennar fyrst um sinn. Og er nú bráðabirgðasamningur gerður um það við ábúendur jarðar- innar og landsdrottin, Garðaprest, með biskups ráði. Þar næst vat á sama fundi sömu nefnd falið að gera tillögur um stærð og lögun hins fyrirhugaða heilsuhælis, lostnaðaráætlun m. fl. Vesturfarir og vestanfarir. Maður er nefndur Páll Bergsson, íyfirðingur, er verið hefir vestan hafs, Ameríku, rúm 20 ár, og er nú ný- kominn þaðan, i þeirn ótíðkanlegum erindagerðum, að eggja landa sína hér aj vesturferðum, en ekki á. Það segir sig sjálft, að í slíkum erindum ferðast hann ekki á kostnað Canadastjórnar og fyrir gott kaup frá henni, heldur á sjálfs sín kostnað ein- göngu. Hann fór vestur fyrir ítrekaða áegg- jan nákomins ættingja síns, er þá var búinn að vera þar 11 ár. Hon- um (P. B.) leið vel hér, hafði nóg að gera sumar og vetur, og vel í aðra hönd. En harðæri gekk yfir hér, sem frændi hans vestra býsnaðist mikið yfir og níddi landið ákaflega í bréfum sínum, en hældi Ameríku. — Bréfin vestan að eru verstu og hættulegustu vesturferða-agentarnir. — Leið honum þá ekki vel? — Nei. Hann hafði aldrei nema til hnifs og skeiðar, með miklu striti; var aldrei óvinnandi. — Hvernig gat hann þá farið að eggja yður á að koma? — Eg skil það ekki. Eg held helzt að það hafi verið búið að koma inn í hann svo mikilli ótrú á landinu, af látlausu níði vesturfara-smalanna, að honum hafi fundist vinir sínir og vandamenn vera í voða staddir, ef þeir létu hér fyrir berast, en mundu hafa nokkurn veginn í sig og á, ef þeir kæmu vestur. Eg ímynda mér það heldur en hitt, að hann hafi vil- jað láta mig lenda í sama skipbrotinu, samkvæmt hinu fornkveðna um sætt sameiginlegt skipbrot. Eg trúi því ekki um hann, — þótt dæmi viti eg hins, að sjaldan muni skrifað nema gott vestan að, þótt litlu sé af að láta. Það er þá heldur þagað. Hann tók mér vel, þessi frændi minn, en hann var nauðalítils megn- ugur. , * Hr. P. B. var 6—7 missiri i Winni- peg, en fluttist þá suður í Duluth í Minnesota. Þar var hann 17 ár, og þar er fólk hans enn, kona og 5 börn. Hann hafði ýmislegt fyrir stafni, en helzt eða oftast einhverja smáverzlun. Með því að neyta allrar orku, beita öllum lifs og sálar kröftum af fremsta megni bjargaðist hann nokkurn veginn, segir hann, en hefir engan afgang eða lítinn sem engan. — Eg er sannfærður um, mælti hann, að með sömu viðburðum hefði eg haft helmingi meira í aðra hönd, ef eg hefði aldrei vestur farið. — En eruð þér, þá viss um, að þér hefðuð lagt eins mikið á yður hér eins og þar? — Nei, ekki er eg það að vísu. Og annað er hitt, að vestra lærist manni betur að beita kröftum sínum með hagsýni og fyrirhyggju. Maður sér það fyrir sér og lærir ýms vinnu- brögð betri en hér. Það er aðalábat- inn á verunni vestra að mínum dómi. Hvernig á að að fara að laða landa vestan um haf aftur, þá er hér mundi slægur í? spyr ísafold. — Fyrst þurfa að koma í móti hag- skýrslunum vestrænu, sem eru ekki annað en úrval, um hagi þeirra, er bezt líður þar, áreiðanlegar skýrslur um efnahag manna hér og að dreifa þeim skýrslum út meðal landa vestra. Því næst þyrfti að hafa vestra góðan erindreka, er veiti þeim, er heim vilja fara, þær leiðbeiningar og þá fyrir- greiðslu, sem þeir þarfnast og hægt er að láta þeim í té, — alveg eins og Canadastjóm hefir hér slíkan erind- reka til að leiðbeina mönnum vestur

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.