Ísafold - 07.03.1908, Page 2

Ísafold - 07.03.1908, Page 2
38 ISAFOLD Það er ekki meira fyrir stjórn íslauds að hafa slíkan erindreka vestra til að greiða fyrir vestanförum en fyrir Canadastjórn að hafa mann hér til að greiða fyrir vesmrförum. Þvinæst ætti stjórnin hér að reyna að útvega vestanförum einhverja ívilnun í fargjaldinu vestan að, að minsta kosti ef þeir væru nokkuð margir í einu, alveg eins og Canadastjórn ger- ir handa vesturförum. Loks gæti landssjóður styrkt menn beint til vestanferða með hæfilegum ferðastyrk, ætlað til þess nokkur þús- und um árið; hann leggur fram fé til einhvers, sem óarðvænlegra er og síður er þörf á. — En mundi ekki slíkur styrkur verða misbrúkaður, og meðal annars þeir gangast helzt fyrir honurn, sem minstur væri fengur i hingað ? — Nei, styrkurinn yrði aldrei og ætti ekki að vera nema lítill hluti eða að minsta kosti minni hluti þess, sem heimferðin kostar, og þá alls ónóg ónytjungum og öreigum; enda mundi þess konar fólk engan hug leggja á að vitja aftur fósturjarðar sinnar. Heimfýsi ala yfirleitt þeir einir vest- anmenn, sem aldrei geta gleymt gamla landinu, setja það skör hærra en alla staði aðra á hnettinum; en slíkir menn eru margir vestan hafs og peir eru ekki af lakari endanum; það er öðru nær. Hafa má og þá varúð um ferðastyrkinn, að hann yrði ekki annað en endurgjald upp í til- kostnaðinn til að komast heim, sem greitt væri t. d. ekki fyr en 2—3 ár- um eftir að vestanfarinn væri seztur hér að við fasta atvinnu, búskap eða annað. Þá væri það fyrir girt, að nota mætti styrkinn til snöggrar ferð- ar hingað heim eða jafnvel í vestur- farasmalamensku. Enn þyrfti, ef vel ætti að vera, að hafa hér nefnd manna, sem greiddi fyrir hingað komnum vestanförum um atvinnu og leiðbeindi þeim á ýmsa lund, visaði þeim á atvinnu, út- vegaði þeim ábýli, ef drög væri lögð fyrir það í tíma, áður en ráðist væri til heimferðar, og þar fram eftir götum. Erindi hefir hr. P. B. flutt um mál þetta bæði hér og í Hafnarfirði — ísafold hefir þó ekki heyrt það — og ætlar sér að flytja það víðar miklu. Hann tjáist segja þar kost og löst á lifinu vestra og varar menn við gyll- ingum og ginningum þaðan, hvort heldur í bréfum eða munni vestur- farasmala. Gerir sér far um að bera saman lífið hér og þar rétt og hlutdrægnislaust, , og sýna fram á, hver heimska sé að ímynda sér það miklu betra þar en hér. Ekki er ólíklegt, að landi þessi hinn vestræni tali af meiri kunnugleik um líf fátæklinga i bæjum vestra heldur en sveitamanna þar, með þvi að það hefir hann reynt sjálfur, en sveitalífið ekki eða sveitabúskap. Enda ber hann ekki á móti þvi, að íslenzkum bænd- um vestan hafs líði mörgum vel; sumum mjög vel. En hann heldur fram þeirri eindreginni skoðun, að með sömu atburðum mundu þeim hinum sömu hafa vegnað engu mið- ur hér á landi. — Hann ber ábyrgð á, hvort sú skoðun er rétt eða ekki. Það væri harla mikilsvert fyrir oss, fyrir gamla landið, að sem mest drægi úr vesturförum héðan af, og að vest- anfarir ykjust að sama skapi. Þess þörfnuðust vér sáran. En hlutdrægnis- laust þarf að dæma vistina vestan hafs og austan, og þeir einirþað að gera, sem dæma kun-na. Ella fer ver en skyldi. Hr. P. B. er skýrleiksmaður, rösk- ur og hvatlegur, hátt á fimtugsaldri. Hann hugsar til að láta konu sína og börn koma á eftir sér vestan að og ætlar að taka sér bólfestu hér ein- nversstaðar þar sem honum lízt bezt á sig. Veðrátta viknna frá 1. marz til 7. s. m. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Þh. s -4 2.7 -4 3.0 4- 7.5 -4 3.7 4- 9.5 0.0 M 0.0 4- 3.0 4- 4.8 -4 7.8 4- 6.7 - 0.8 Þ -rí 1-6 4- 2.0 4- 4.5 -4 9.2 -4 3.2 - 2.1 M 0.0 -4 6.5 4- 6.0 -4 3.4 -4 1-8 - 2.6 F + 1.5 4- 2.2 -4 0.2 — 2.2 + 3.0|- - 3.1 F + 0.3 + 2.1 + Á4 -4 1-9 + 0.41- - 3.3 L -b 0.6 4- 5.1 4- 3.8 4- 9.0 -4 6.0 - h 18 Hægviðri og stillar þessa vikn, stondum mesta blíða. 1 A víð og dreif. iv. Sólskin og tungsljós. Nýlega las eg í blaði langa grein um mann, og var hún einróma illyrði um manninn. Þegar hún var lesin betur niður í kjölinn, kom það upp úr kafinu, að þessum manni var fundið það til for- áttunnar mest, að — honum hafði farið fram! Ritgerðin var hálfsmánaðar löng, þ. e. hún var f tveim blöðum, sem komu út eitt í hvorri viku. í þess- um greinum var rakin framkoma fjandmannsins á þann hátt, að hann var mintur á hvassyrði þau, sem hann hafði látið fjúka um mótstöðumenn sína, þegar hann var á gelgjuskeiðinu. Nú var hann vaxinn upp úr því að illyrðast við mæta menn. Og um þetta var honum svo brigzlað. Þetta blað, sem jós þessu skolpi á mótstöðumann sinn, hafði að ritstjóra óþroskaðan mann og lítils háttar. Það var þess vegna engin furða, þótt þannig þyti í þeim tálknum. Eg furðaði mig að minsta kosti ekki á þessu atferli, þessa manns. En eg féll nálega í stafi hérna um daginn, þegar eg las i Bjarma — guðsmálablaðinu, sem mentamaðurinn Bjarni Jónsson stýrir — grein eina, sem átelur síra FriðrikJ. Bergmann fyr- ir það eitt, að — honum hefir farið fram. Síra Friðrik var á fyrri árum rit- mensku sinnar ekki laus við að vera hégiljumaður i guðfræði sinni og frem- ur ihaldssamur. Hann hélt þvi fram t. d., að Gamlatestamentið væri alt »innblásið af guði«, »bókstaflega«, ef- aðist t. d. um, að dauðinn mundi hafa verið til í náttúrunni á undan syndafallinu o. s. frv. Nú er síra Friðrik vaxinn langar leiðir upp úr þessum barnafötum. Þetta finst mér gleðiejni. En hitt finst mér harmur mikili, að minna hann á þessi barnabrek sín, í þeim vændum, að gera hann minni mann nú, en hann hafi áður verið, í guðskristninni. Mér finst það ekkert undrunarefni, að ungir menn fara flaumósa um skeið og hafa hátt. Sá er háttur ungra manna, sem efni er í, oft og víða. Ef þessir menn vaxa með aldr- inum, eru þeir ekki ámæiisverðir á þroskaskeiði sínu. Og svo er um síra Friðrik. Hann þroskast nú dagvöxtum, svo að hann mænir yfir þann FriðrikJ. Bergmann, sem hóaði í lætin fyrir 10—13 árum. Þá var hann hálfgildings hrævareldur í vestrinu, sem logaði á spjótsoddi síra Jóns Bjarnasonar. Nú er hann sólskinsblettur og kvöldroði, sem spá- ir góðviðri að morgni. Hvenær skyldi mörlandinn hætta þvi, að bregða náunga sínum um það, að öðru vísi hafi hann dður verið ? Halda þessir ramstöðu, mosavöxnu menn, að sá maður sé mestur, sem stendur i sömu sporum alla æfi? Sjálfur meistarinn breyttist og óx. Lesið æfisögu hans, sem Renan franski ritaði, og sjáið rök þ'au, sem speking- ur sá færir fyrir því, að Jesús Kristur hóf síg af einni hæð á aðra, til þess er hann komst upp á þá efstu — Golgata. Þann veg var honum háttað. Og hví skyldu guðfræðingar vorir leika sér að því að verða mosavaxnir að fótum og sprotnir geitaskóf í höfði? Því að alt af er verið að opna eitt herbetgi að öðru í völundarhúsi lífs- ins og vísindanna. Sá maður, sem vill ekki líta inn í þau herbergi, hann metur tunglsljósið meira en sólskinið. Mér finst það vera »gleðilegt tákn tímanna*, að ýmsir meiriháttar guð- fræðingar vorir eru nú búnir að ná þeim þroska, að þeir taka sólskin vfs- indanna fram yfir tunglsljós kirkjunnar. Eg man vel þá tíðina, þegar síra Jón Helgason, Haraldur Níelsson guð- fræðingur og síra Friðrik J. Bergmann tóku tunglsljósið þetta fram yfir sól- skinið, sem eg nefndi. Síra Þórhall- ur gerði skynseminni jafnan hátt und- ir höfðinu. Og mér virðast þessir guðfræðingar allir saman vera komnir á svipaða sjónarhæð þeirri, sem síra Páll Sigurðsson stóð á, austur í Fló- anum. Bjarminn hans Bjarna og Ástvaids er ef til vill einn þeirra lita, sem friðarbogann skreyta. En hann er ekki sólskinið í fulln veldi — er ekki og mun ekki verða. Hann kann að verða fult tungl. Tunglsljósið er auðvitað betra en ljósleysi. En — enginn gróður lifnar í þvf ljósi, hvorki jurtalíf né hugsana. Sólarljósið eitt orkar því að vekja lífið af svefni sínum. Þess vegna ann eg sólinni meira en tunglinu. Og þess vegna ann eg meira þeim mönnum, sem eru sólarmenn, heldur en mánamönnunum. G. F. Um seðlafölsun hefir kvittur borist frá Khöfn með síðustu ferð, — að þar hafi orðið vart við falsaða ís- lenzka seðla. En kunnugra manna mál er það, að fyrir þeim kvitt muni ekki vera nema einhver misskilnings- flugufótur, — sem betur fer. Enda mun mega treysta því fylli- lega um seðla Islands banka að minsta kosti, að eftir þeim sé alveg ókleift að líkja, svo að nokkur mynd sé á. Það er svo mikið vandaverk. Þeir eru prentaðir í einhverri heimsins vönduðustu seðlaprentsmiðju, suður í Leipzig, með 4 litum og ýmsum af- arvandasömum auðkennum, þar á meðal nokkrum leynikennimerkjum. Enda hafði prentun þerrra kostað bátt upp í 40,000 kr, Hinir nýju Landsbankaseðlar virðast og vera allveg vandaðir og torstældir, þótt ekki séu nema ýmist einlitir eða tvílitir. Um gömlu Landsbankaseðlana er öðru máli að gegna. En þeir munu naumast vera mikið á gangi í Khöfn nú orðið. Reykjavíkur-annáll. Brunabótavirðing samþykti bæjarstjórn f fyrra dag á þessnm hnseignum, i kr.: E. Zoéga hótelhaldara, Aastnrstræti 12 (viðbótin)................... 33,240 Sveins Jóns Einarssonar, Grettisg. 4B 24,635 Bj. Guðmundssonar kaupm., Skóla- stræti 1, með geymsluhúsi . . . 10,644 Gnðm. Þörkelsson, Grettisgötu . . 10,644 Bæjargjaldkeri Reykjavíkur, Pétur Péturs- son, hefir sótt um lausn frá 1. júlí. Dánir. Ingibjörg Steingrímsdóttir frá Hundadal, ógift, dó 27. f. m., 55 ára. Kristín Jónsdóttir frá Hoffelli i Horna- firði, dó 4. marz. Olaíur Guðmnnd son lausam. frá Geld- ingaá, dó 6. marz, ókv., 50 ára. Yilborg Jónsdóttir (Vitastíg 13), dó 3. marz, af mislingaafleiðingum, 13 ára. Fasteignasala. Þinglýsingar frá síðasta bæjarþingi: Árni Guðmundsson seiur 3. marz Sigurði Sigurðssyni hálfa búseignina Bræðraborg á 3400 kr. Árni Jónsson selur 4. rr.arz Runólfi Sverri- sen húseign nr. 13 við Oðinsgötu með 700 ferálnu lóð á 7000 kr. Guðrún Árnadóttir selur 27. febrúar Þar- steini Guðlaugssyni húseign við Brautar- holt með 891 ferálna lóð. Halldór Þorsteinsson trésmiður selur 25. febr. D. Ostlund trúboða húseign nr. 8 við Þingholtsstræti á 7900 kr. Jón Guðmundsson trésmiður selnr 28. febr. J. Lange málara húseign nr. 3 við Þingholtsstræti með 807 ferálna lóð, að nokkuru í makaskiftum fyrir l/3 jarðarinn- ar Spákonufells i Húnavatnssýslu. Jón Vilhjálmsson skósmiður selur 22. febr. KrÍBtni Jónssyni trésmið 3 /3 af húseign nr. 12 við Frakkastíg i makaskiftum fyrir hús- eign nr. 4 við Vatnsstíg m. m. Kristinn Jónsson trésmiður selur 22. febr. Gunnari Einarssyni kaupm. og Páli Stefáns- syni verzJunarerindreka húseign nr. 38 við Vesturgötu i makaskiftum fyrir húseign nr. 4 við Vatnsstig m. m. Rnnólfur Sverrisen selur 2. marz Hall- dóri Sigurðssyni trésmið hálfan steinbæinn Litlu Klöpp við Klapparstræti á 3500 kr. Hjúskapur. Kristján Jóhannesson skó- smiður (Vg. 29j og ym. Ingibjörg Jóns- dóttir, 6. marz. Andleg víðsýni. Veturinn er þegar genginn í garð. Vetrarglugga eru menn að setja á hús sín utan yfir þá, sem áður voru. Það eykur ekki birtuna, en það eyk- ur skjólið. Það bætir fráleitt loftið, né eykur víðsýni, því á vetrum forð- ast menn að opna glugga nema ör- sjaldan, en láta sér lynda að opna að eins litla loftstnugu neðan við rúð- una. Vér gengum eftir stræti einu fyr- ir nokkuru síðan. Vér tókum eftir húsi, sem vetrargluggar höfðu verið settir fyrir á undan öðrum húsnm. Maður sat fyrir innan gluggann og horfði út, — ekki gegn um glugga- rúðuna sjálfa, eins og títt er, heldur gegn um loftsmuguna undir glugga- rúðunni. Skyldi honum þykja víðsýn- in of mikil, ef hann horfir gegn um rúðuna, spurðum vér sjálfa oss. Skyldi hann kunna betur við, að sjá ekki yfir nema örmjóa rönd strætisins i einu, heldur en að horfa yfir mikinn hluta þess? Útsýni mannanna yfir heiminn og tilveruna var í upphafi álíka víðtæk og mannsins gegn um smuguna. Saga mannanna er saga þess, hvern- ig þeir hafa smám saman komist upp á að þoka sér frá smugunni og upp að rúðunni og horfa gegn um hana. Þeir, sem djarfastir hafa gerzt, hafa lokið upp glugganum og rekið út höfuðið. Lengra hafa þeir naumast komist. Hin sanna víðsýni er enn naumast til. Enginn hefir orðið svo frægur, að horfa yfir alt land sannleikans. Það heyrir varla til því stigi mann- legrar tilveru, sem vér þekkjum hér í mannheimum. Þó er munurinn óumræðilega mikill, hve mikið af landareign hans menn horfa yfir, eft- ir þeirri siónarhæð, sem þeir velja sér. Oft sjá þeir tómar sjónhverfingar, ef smugan, sem þeir horfa út um, er frámunalega þröng. Gyðingar voru í fornöld óumræði- lega þröngsýn þjóð, þrátt fyrir það, að þeir voru trúhneigðir menn. Þeir áttu bágt með að gera sér í hugar- hmd, að sá guð, sem þeir trúðu á, skifti sér nokkuð af högum annarra þjóða eða léti þeim nokkurn kærleika í té. Svo lítil var smugan, sem þeir horfðu út um yfir lifið og tilveruna. Spámenn risu upp hver á fætur öðrum og vildu kenna þeim að horfa út um gluggann. En þeir voru oft- ast hrjáðir og hraktir og fengu smán- arlegan dauða að launum. Mann- kynsfrelsarinn kom og sýndi fram á, að guð væri faðir allra manna og færi aldrei í manngreinarálit. Allir menn væri því bræður, synir sama föður, enda mundi þeir koma frá austri og vestri, norðri og suðri og setjast að borðum i ríki himnanna með forfeðrum Gyðinga, er þeir stærðu sig svo mjög af. En fyrir þessa dýr- legu víðsýni var hann krossfestur. Lærisveinum sínum gat hann ekki sagt alt, sem hann vildi. Þeir voru ekki færir um að veita því viðtöku. En hann hét þeim fulltingi anda sins. Smám saman skyldi þeir leiddir í all- an sannleika. Saga mannanna sýnir, hvernig þetta er smám saman að gerast. Fullkomnara skilning eru menn stöðugt að fá á sannleikanum. Otal margt skilja menn eflaust nú, sem lærisveinunum hafði ekki skilist. En hve framförin er óumræðilega hægfara I Mennirnir eru svo tregir að yfirgefa smuguna, þótt verið sé að sýna þeim gegn um gluggann. Samt sem áður er ekkert að ör- vænta. Andi sannleikans, andi rnann- kynsfrelsarans, guð sjálfur, er með í allri leit mannauna. Hann leiðir þá frá einni sjónarhæð til annarrar, — ósjaldan án þess þeir viti eða kannist við, hver það er, sem heldur i hönd þeim. Hann er í rannsóknum vís- indanna og heilabrotum heimspeking- anna. Hann er í listurn og skáld- skap. Hatin er í frelsisbaráttu þjóð- anna. Og um fram alt er hann þar sem siðfræði og trúfræði er annars vegar til að gera mennina víðsýnni í þeim efnum og auðugri að þekk- ingu hinnar æðstu speki. Hvarvetna eru mennirnir að nema ný lönd. Ög þeirri landnámstíð er ætlað að halda áfram jafn-lengi tilveru þeirra. Hleypidómar og blind fast- heldni við gömul sjónarmið varpa þokum og torfærum á leið þeirra og tefja fyrir. Síngirni og úlfúð er fjöt- ur um fót þeirra. Margir þykjast eiga allan sannleikann og álíta goðgá að seilast lengra. Bræður verða þeir einir þá, sem sitja við sömu smug- una. Hinir, sem horfa út um rúð- una, eða hafa verið svo djarfir að opna gluggann — óvinir sannleikans, glötunarinnar börn. En hvað um það I Sannleiksins andi gefst ekki upp. Hann leiðir mennina áfram. Kennir þeim betur og betur að þekkja skapara sinn og föður og hulin rök tilverunnar. Kenn- ir þeim betur og betur að þekkja hver annan og kannast við, að þeir sé bræður. Það er hvorki hilling né sjónhverf- ing. Víðsýni mannanna eykst óðum. Úthaf sannleikans eiga þeir framund- an sér. Þeir þekkja naumast enn nema firði og víkur. Annars gæti ekki sannleikurinn verið guð, né guð sannleikurinn. Annars væri líf rnann- kynsins ömurleg harmsaga. Og ann- ars væri trúarbrögðin tál. (Eftir síra Fr. J. Bergmann, i Breiða- bliknm nóv. 1907). JbT-á Dtíntnörku. Þaðan er að frétta lát i merkismanna, Fr. Meldahls húsameistara í Khöfn og Ludvig Schröders lýðháskólastjóra í Askov. Fr. Meldahl var einhver frægastur maður danskur i sinni ment, lengi forstöðumaður listaháskólans í Khöfn, sagði fyrir um smíð á f'jölda stórhýsa í Danmörku, og eru þeirra frægust Friðriksborgarhöll fendurreisn hennar eftir brunann mikla 1859) og Mar- marakirkjan í Khöfn Hann réð og að mestu sniði og fyrirkomulagi Alþingis- hússins; þar hafði þó verið nokkuð út af brugðið, úl hins lakara, þar á meðal feld undan stétt undir því. Mel- dahl var mjög hlaðinn titlum og met- orðum, hafði hafist af smáum manni. Hann hafði einn um áttrætt, er haun lézt. L. Schröder var 9 árum yngri, en mun hafa verið elztur lýðháskólamað- ur með Dönum og þeirra frægastur, maður stórmikils metinn og mætavel þokkaður. Hann veitti skólanum í Askov forstöðu nær hálfa öld, hóf hann af litlum stoíni til nokkurs konar yfir- háskóla fyrir öll Norðurlönd. Tveir minni háttar bankar í Khöfn, en allstórir þó, Grundejerbanken og Detailhandlerbanken, komust í þrot í f. mán., og gátu ekki staðið í skilum í svip. Því fylgdi venjulegt uppþot, er svo ber undir, stjórnlaust aðstreymi þeirra, er inni átti í bönkunum, til að ná þar í peninga sína. Til þess að afstýra frekari vandræðum og algerðu bankahruni hljóp fjármálastjórn ríkis- ins undir bagga með 10 milj. kr. ábyrgð, með því skilyrði, að aðrar 10 milj. fengjust trygðar aðra leið, og tóku 5 helztu bankarnir í Khöfn á sig þá ábyrgð, 2 milj. hver. Þá staðn- aði uppþotið, og fyrnefndir bankar 2 héldust á floti áfram. Með þessu lagi haldast peninga- vandræðin enn í Danmörku, og eng- in vaxtalækkun nærri að svo stöddu, og hver veit hvað lengi. Frá Vestmanneyjum. Þar gerði ofsastorm 20. f. m., um miðjan dag, er almenningur var »róinn« til fiskjar á vélarbátum, sem er raunar alls ekki róið; talshættinum gamla er haldið. Bátarnir höfðu nauðulega land flestir. Botnvörpungar björguðu skipshöfn af tveimur, og festu bátana aftan í sig, en mistu þá, — festin slitnaði og þeir hurfu, og hefir ekkert af þeim liafst. Annar botnvörpungurinn var ensk- ur, en hinn var íslenzkur (Hjaltajóns- sonar). Þetta er mikill skaði, bæði fyrir hinn unga ábyrgðarsjóð, og eins þá sem á bátunum voru, sem mistu bæði aflann í það sinn og veiðarfæri, og eins aflavonina á vertíðinni nýbyrjaðri kalla má. Beint tjón er áætlað um x 2,000 kr. Afli er mikill í evjunum, er á sjó gefur; en gæftir strjálar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.