Ísafold - 14.03.1908, Síða 1

Ísafold - 14.03.1908, Síða 1
Kemur út ýmist oinu sinni eða tvisvar i viku. Verö árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1 */* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blabib. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavik laugardaginn 14. marz 1908. I- O. O. F. 893208 Va K.E. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spital. Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Ulutabankinn opinn 10—2 »/* og 6»/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 V* siód. Landakotskirkja. Guðsþj. 9*/« og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10V*—12 og 4—5. Landsbnnkinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. f*andsbókasafn 12—3 og 6—8.' Lands8kjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lwkning ók, i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripn^afn á sd. 2—3. Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 3 t/2—5 !/2 í Austurstræti 20. N. Kbl. (15. þ. m.): Djöfullinn freistar }esú — Gildi ritningarinnar eftir Campbell — Grenjadals Siggi o.fl. fer aukaferð suður i Keflavík og Garð h. 18. og 24. f>. m., ef veður leyfir. Bæjarvatnsveita Reykjavlknr. Landsins stærsta mannvirki. Bæjarstjórn Reykjavíkur afréð á siðasta fundi, aukafundi 8. þ. m., að láta taka til starfa við það mikla mann- virki nú með vorinu, og hugsar sér'. að fá því lokið á 3 missirum. Lánist það, verður svo komið haust- ið 1909, að bæjarmenn eiga kost áj gnægð vatns, neyzluvatns og þvotta- vatns, áður en tvö ár eru liðin, og það inni í húsunum hjá sér hvar sem1 er, hátt og lágt; þarf ekki annað en rétta til hendi og snúa dálitlum hana. Höfuðstaður vor kemst þá að því leyti til á bekk með bæjum á líku reki og þaðan af meiri eða þá minni alstaðar um hinn mentaða heim. Þess hefir verið langt að bíða, — löng þraut og hörð. Vatnið verður ekki einungis meira en nóg, heldur og afbragðsgott, að I dómi efnafræðings þess, er landið I hefir í sinni þjónustu, hr. Asgeirs Torfasonar. Það verður tekið úr gamalli og frægriuppsprettulin d,Gven darbrunnum, sunnan við Hólmsá, nokkuru neðar en bærinn stendur að Hólmi, á að gizka 13—14 rastir fyrir ofan Reykjavík. Vatnið sprettur þar upp undan hraun- rönd, hreint og tært, margsiað af sjálfri náttúrunni, sem sparar oss þann hinn mikla kostnað, er til þess fer víðast, að gera sér vatnssíu með mannahöndum, svo stórfenglega og vandgerða, sem við þarf handa heilli borg. Vatnsveita þessi verður hið mesta mannvirki, sem gert hefir verið hér á landi i einu lagi og á einum stað. En hins vonum vér, að fleiri fari á eftir ekki minni háttar, heldur jafnvel tnargtfalt stórfenglegri. Búist er við að það kosti um eða yfir 400,000 kr. Það mikla fé tekur bærinn að láni eða vel það. Hann hefir fengið lof- orð fyrir því hjá öflugri peningastofnun í Khöfn, Bikuben, með 41/2 af hund- raði í leigu og endurgreiðslu lánsins alls á 40 árum. Það veiður nál. 27,000 kr. árskostn. fyrir bæinn, meðan á því stendur.Qo ára tímabil. En ekki þarf að láta sér það vaxa í augum. Fyrirhugaður vægur vatnsskattur veitir það í aðra hönd, auk reksturskostnaðar. Þótt árskostnaðurinn yrði alls 40,000 kr., þá er það ekki nema sem svarar 4—5 af þúsundi í virðingarverði húseigna í bænum, sem er nú komið fast að 8 miljónum. Aðalvatnsæðina ofan frá Gvendar- brunnum til bæjarins á að leggja skemstu leið og hentugustu, víðast neðan jarðar, en sumstaðar ofan, þai sem eru óvinnandi klappir í jörðu, og yfir árnar, Hóimsá og Elliðaár. Gera verður brýr yfir þær og hafa vatnsæðarnar neðan í þeim, til hlífðar við skemdum. Brýrnar mega vera mjóar. Þar sem leggja verður vatns- æðarnar ofan jarðar ella, á að lykja þær innan í öflugum garði, líkum upphleyptum vegi. En það er ekki nema á stuttum spottum, fyrir ofan ár (Elliðaárnar). Þegar til bæjarins kemur, kvíslast þessi meginvatnsæð í margar smærri, eftir götum bæjaritis og þaðan inn í húsin. Hæð landsins þar, sem Gvendar- brunnar liggja, er næg til þess, að vatnið lyftist sjálfkrafa upp á efsta loft í hverju húsi í bænum. Það sem bæjarstjórnin gerði á fyr- nefndum aukafundi 8. þ. m., var að samþykkja tillögur þar til skipaðrar nefndar, vatnsveitunefndarinnar, um það, bvaða tilboðum skyldi sæta i útlent efni til vatnsveitunnar og sam- setning á pipunum hér. En frestur til slíkra tilboða var á enda runninn 6. þ. mán. Aðalefnið útlenda eru vatnspípurnar. Tilboðin um þar, sem nefndinni bárust, liöfðu verið 15—20. Þeirra allra leizt nefndinni lang- bezt á- það er gert hafði hlutafélag eitt i Khöfn, sem kent er við Sophus Berendsen. Það fær pípurnar frá Frakklandi og selur þær, fluttar á skipsfjöl í Antwerpen, á ekki fullar 100,000 kr. (97V2 þús.). Vilji bæjar- stjórn fá flutning á þeim þaðan hing- að eftir ráðstöfun sama hlutafélags, á hún kost á þvi fyrir 20 franka gjald á smálest hverja og þar með ábyrgð á, ef eitthvað brotnar af pípunum á leiðinni. Pípnafarmurinn kostar þá hingað kominn um 112 þús. kr. Sama félag gerði og ódýrast boð í vatnshana m. fl. Fjögur tilboð liöfðu komið um vatnspípnalagning, en þau voru öll svo ónákvæm og óákveðin, að bæjar- stjórn varð að fresta að ráða nokkuð af um þau. Níu verkfræðingar höfðu boðist til að taka að sér eftirlit með verkinu af hálfu bæjarstjórnar. Nefndinni leizt bezt á tvo, annan norskan, en hinn danskan. Norðmaðurinn hafði sér það til meðmæla, auk annars, að hann hafði staðið fyrir vatnsveitugerð í Ála- sundi í Norvegi eftir brunann þar fyrir nokkrum árum (1904). Hinn hefir gert vatnsveitu í Aakirkeby á Borgundarhólmi. Hann hefir og dval- ist ') l/2 ár í Queensland í Ástralíu og annast þar ýtns mannvirki. Hann heitir Holger A. Hansen; og var nefndin og bæjarstjórnin á eitt sátt um að taka hann heldur. Norðmað- urinn var töluvert kaupdýrri, og vildi fá, auk kaupsins, fólk sitt, konu og börn, ókeypis hingað flutt með sér. Það verður geysimikil atvinna fyrir verkamenn, öll óbrotin vinna að þessu mannvirki, og veldur sjálfsagt miklu aðstreymi til bæjarins, meðan á þvi stendur, þótt ekki sé á bætandi þær búsifjar sveitabænda. En ekki verð- ur við öllu séð. Vatnsveitunefndinni var á fyrnefnd- um fundi falið að útvega tilboð í þá vinnu og láta. byrja á henni í vor. Þessir 3 menn eru í þeirri nefnd: bæjarfógeti Halldór Dauíelsson (vænt- anlegur borgarstjóri í hans stað síðar), Klemens Jónsson, Kristján Jónsson, Knud Zimsen og Þórður J. Thorodd- sen. Svo hefir og nefndin sér til ráðuneytis Jón Þorláksson verkfræð- ing. Nokkuð hefir almenn verið eða var fyrst í stað tqluverð hræðsla við vatns- skattinn, sem leggja verður á bæjar- menn til þess að standa vatnsveitu- kostnaðinn. Nú hafa lög frá síðasta þingi bannað að hafa hann hærri en 6 af þúsundi í brunabótavirðingarverði íbúðarhúsa. Sennilegt er að gera ráð fyrir fullum 4 af þúsundi framan af. En hann á fyrir sér að lækka, eftir því sem bærinn vex. Það yrðu 40 kr. árgjald af 10,000 kr. húseigti. Og má mikið vera, ef ekki kosta nú fjöl- skyldur með því húsnæði yfirleitt vel það til vatns um átið, þegar öllu er á botninn hvolft, eins og flest óbreytt vinna er nú dýr orðin, og það miklu minna vatns en þær þarfnast eða ættu að nota og mundu nota, ef gnægð hefðu vatns á takteinum jafn- an og enga freisting hefðu til að spara það. Bæjarstjórn hefir lagaheimild til að leggja aukagjald á verksmiðjur, bað- hús, iðnaðarfyrirtæki og önnur fyrir- tæki, er nota vatn til annars en venjulegra heimilisþarfa, svo og á þá, er hafa vatnshana utan húss. Þar við bætist vatnstökugjald af skipum, jafnt innlendum sem útlendum, þeim ér nota vatnsveitu kaupstaðarins. — Þetta dregur hvorttveggja nokkuð úr vatnsskattinum af íbúðarhúsutn. Hlutabankinn. Fimm miljónir Aukafundur var haldinn í Itonum, íslands banka, 7. þ. mán., til þess að fá löglega samþykta ályktun um að hagnýta heimildina í lögurn frá síðasta þingi um að bæta við hlutaféð 2 miljónum, hækka það úr 3 milj. upp í 5 milj. kr. Fundur um það mál í sumar sem leið var' ekki svo vel sóttur, að það væri hægt þá. Nú þurfti ekki að lögum meiri hlut hlut- hafa á fundinn, við aðra tilraun. Svofelda ályktun samþykti fundur- inn þessi i einu hljóði: Fundurinn telur brýna pörý á, að hlutajé bankans verði aukið svo fljótt, sem kringumsteeður leyja, og sampykkir Jundurinn pví, að hlutajéð skuli hcekka upp í j miljónir króna. Felur jund- urinn Jramkvœmdarstjórn bankans að annast að öllu kyti um hlutajjáraukn- inguna á pann hátt, sem bankastjórnin álítur hagkvcemast. Hvenær þetta getur orðið? Það er mjög undir hælinn lagt enn. Bankar þeir i Kaupmannahöfn og Kristjanfu, sem veittu í fyrra ádrátt um, fyrir milligöngu bankastjóra Emils Schou, að taka að sér þessa 2 milj- óna viðbót í þ. á. byrjun, bundu það loforð því skilyrði, að þá væri engin veruleg breyting orðin á peninga- markaði heimsins úr því sem var í þann mund. En nú er öðru nær en að það hafi ræzt. Markaður sá spilt- ist i haust meira en dæmi er til mjög mörg ár. Þá fyrst, er hann kemst í nokkurn veginn samt lag aftur, eru bankar þessir skyldir að efna loforð sitt. En sjálfsagt verður lagt fast að þeim um að gera það sem allrafyrst, og munu þeir að líkindum telja sér það siðferðislega skylt, úr því að þeir höfðu einu sinni veitt fyrnefndan ádrátt. Húsbruni. Simað frá Seyðisfirði i gær, að brunn- ið hafi íbúðarhús og innanhússmunir N. Nielsens kaupmanns þar. Hús og munir vátrygt fyrir 4,500 kr. NJr botnvörpungur islenzkur. Keyptur skuldlaust. Hingað kom i fyrri viku frá Eng- landi nýr botnvörpungur íslenzkur, hinn fimti í röð hingað til höfuð- staðarins. — Hinir eru Coot, Jón forseti, Marz og Snorri Sturluson, allir keyptir í fyrra, nema Coot fyrir fám missirum. Það er fjölment hlutafélag alíslenzkt, er þetta skip hefir keypt, útvegsmenn og nokkrir borgarar aðrir hér i höfuð- staðnum og þar í grend og nokkrir Vestmanneyingar. Nokkra hlutina eiga sjómenn, þilskipahásetar; og þyrfti sá mjói visir að þroskast fljótt og vel. Þá er komið æskilegt lag á útveginn, er sjómenn eiga sjálfir afla- áhöldin, stór og smá, eða sem mest í þeim, skip og veiðarfæri. Botnvörpungur þessi hét á Eng- landi Osprey, en hefir nú verið skírð- ur upp og kallaður lslendingur. Hann er 60 smál. að stærð netto, en á annað hundrað brutto. Tölu- vert stærti en Coot, en minni en hinir þrir. Hann hefir kostað hingað kominn um 70,000 kr. og er að kalla má keyptur skuldlaust, þ. e. án nokkurrar lántöku. Það var ekki lagt í að kaupa hann fyr en hlutaféð var alt fengið, sem til þess þurfti að eignast hann, og greitt af hendi að helmingi, en hinn helmingurinn áskilinn, er skipið kæmi, og er nú að gjaldast; — verið tekið að eins nokkurt bráðabirgðalán, í íslands banka, til þess að standa í tafarlausum skilum með kaupverðið. Það er 12 ára gamalt, þetta skip, en hefir verið yngt upp að nokkru leyti* árið sem leið, látin i það ný gufuvél og nýr ketill. Hlutafélagið, sem skipið á, nefnist Fram, og er formaður fyrir því Magnús Blöndahl húsasmiður, en meðstjórn- endur Elias Stefánsson útvegsmaður (eigandi m. fl. að fiskiskútunni Golden Hope), Ásmundur Gestsson kaupmað- ur, Ingólfur Lárusson og Guðmundur Sigurðsson skipstjórar. ■ Fyrir skipinu verður Ingólfur Lárus- son. Hann stóð fyrir kaupum á því og sótti það til Englands. Hann *liefir verið áður fyrir íslenzkum fiski- skútum (Guðrúnu frá Gufunesi) og reynst mjög heppinn og ötull fiski- maður. Fyrir þvi eru mikið góðar vonir um, að þessu fyrirtæki farnist vel. Bankavextii’ er enn óhreyfðir hér í íslenzku bönkunum báðum, 7°/0, vegna pess, að þeir eru það háir enn í Danmörku. En hvergi annarstaðar um hinn ment- aða heim, svo kutinugt sé. Jafnvel í Svíþjóð voru þeir komnir nokkuð niður úr því, er síðast fréttist, ofan : 61 /2 °/0, svo mikil sem þó hafa verið peningavandræðin þar í vetur. Þeir eru nokkuð lægri orðnir 1 Nórvegi, 6 eða $l/2. Sömuleiðis á Þýzkalandi fi/2. Og á Englandi (í Lundúnum) þok- uðust þeir fyrir skömmu niður í ^l/2. Enginn treystir sér til að spá neinu um það, hve nær vextirnir muni kom- ast í skaplegt lag í Danmörku, — og þá hér um leið. Hinu þykir þó mega að visu ganga, að eitthvað lækki þeir heldur bráðlega. Það vœri orðið nú, ef ekki hefði þetta áfall að höndum borið í Khöfn f f. mán., að tveir alistórir bankar komust í þrot þar i einu að kalla, og klífa þurfti þá þrítugan hamar til þess að forða þeim við falli algerlega, með þar af leiðandi frekari peningamarkaðs- spjöllum þar í Danmörku. 11. tölublað Gullið íslenzka. Vænlegar horfur. Farið var að dofna heldur yfir gróða- vonum manna á gullinu upp úr Vattis- mýrinni. Búið að kosta allmiklu fé, alt að 25 lús. kr., til borana og annarra undir- búningstilrauna. En félagið, sem hefir átið gera þær undirbúningsrannsóknir, mjög litlu eða engu nær, ekki um, að gull sé til í mýrinni djúpt í jörðu, íeldur hitt, hvort þar sé fyrir nokkru að gangast, — nokkur gróðavon að vera að re}ma að ná því. Helzt bú- ist við, að það væri svo lítið að til- tölu, að ekki væri tilvinnandi við það að eiga. Boranir var félagið hætt við, vegna lítt kleifra örðugleika. Holurnar þurftu að vera margar, ef leita skyldi til hlitar. En harkan svo mikil öðru hvoru, er langt dró niður, að það hefði orðið afar-seinlegt. Félagið hall- aðist þá helzt að hinu, að grafa nið- ur gíg svo víðan, að ganga mætti úr skugga urn, hvað til væri af málmum á þeim stað, reglulegan námugig, og biður nú tilboða í það verk. Það vill helzt fá eitthvert útlent félag tii að taka það verk að sér á sinn kostn- að, gegn hlutarvon í gróðanum, ef málmnámið reynist gróðavegur, með því að þá má ganga að vísu, að það verði unnið með nægfi kunnáttu og atorku, en valt að treysta því ella, svo fáir sem skyn bera á þá hluti hér. En riú er það nýrra tíðinda um þetta Vatnsmýrargull, að dálítið sands- sýnishorn upp úr borunarholunni hefir verið rannsakað suður í Berlín, af þeim dr. M. Grúner, þýzkum málm- fræðing og efnafræðing, er hér var á ferð í sumar, og íslendingnum Guð- mundi Hliðdal; og reyndist þeim vera í því svo mikið gull, að nema mundi 9 kvintum i 2000 pundum af sandi, en það kvað vera prefalt á við það sem gerist í Suðurafríkunámunum, sem þó eru taldar vel vinnandi og fram yfir það. Þetta ritaði hr. G. Hl. nleð sfðustu póstferð formanni Málmfélagsins,Sturlu kaupmanni Jónssyni. Sýnishornið hafði dr. Griiner feng- ið hjá konsúl D. Thomsen í sutnar, en kvartar um, að það hafi verið helzt of lítið til þess, að mikið sé á því bygg- jandi. Þetta ætti þó að verða heldur til að koma skriði á framkvæmdir fé- lagsins. Híjómleikar. Til þeirra var stofnað í Bárubúð sunnudaginn var, hljóðfæraleiks ein- göngu. Það höfðu gert þrír danskir menn hér í bæ, tveir verzlunarmenn og frú Péturs Brynjólfssonar ljós- myndara Þau léku á þrjú hljóðfæri (piano, orgel og fiðlu). Frúin lék þeirra langbezt. Hún leikur á hljóðfæri af óvenjulega mik- illi handfimi, eftir því, sem hér tíðk- ast. En karlmennirnir spiluðu hvorugur vel, og sumt lakara en það. — Lítil- þægt fólk við sjálft sig, sem finst svona skemtun boðleg. Skemtunin var auglýst á götunum á dönsku. Betur mælist fyrir, að það sé gert á íslenzku. Það er dönsk- um mönnum útlátalaus kurteisi, eða ætti að vera; eða mundi verða tekið í mál, að auglýsa hér á ensku hljórn- leika enskra manna, eða á þýzku, ef til þeirra væri stofnað af Þjóðverjum, eða á norsku, þ. e. norsku landsmáli, ef þeir menn ættu í hlut, er á þá tungu mæla og rita? Hví þá fremur, þótt danskir menn eigi í hlut, hér heim- ilisfastir?

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.