Ísafold - 14.03.1908, Page 2

Ísafold - 14.03.1908, Page 2
42 ISAFOLD Ólympíuleikir og lslenzkir iþróttamenn. Helgi Valtýsson kennari heíir vakið máls á því snjalt og skörulega, að vér íslendingar ættum að reyna að verða menn með mönnum og láta oss ekki vanta á alþjóða-leikmót það, er ráð- gert er í Lundúnum í sumar og skírt nafni hinna frægu höfuðleikmóta Forn- grikkja á Ólympíuvöllum í Elis. Slík leikmót voru endurvakin fyrir nokkr- um árum og hófust á Grikklandi, í Aþenuborg (1896). Ef úr því yrði, að íslenzkir íþrótta- menn kæmust á þetta leikmót í sum- ar, er ætlast til að þeir þreyti þar meðal annars íslenzkar glímur, sem er ekki ólíklegt að þykja mundi mikið til koma. Danir hafa kvatt íslendinga til að koma þar og látið jafnvel á sér skilja, að þeir mundu eiga kost á styrk til þess úr ríkissjóði. En því ber oss alveg að hafna, með því að þá mund- um vér taldir með þeim, Dönum, og þeim eignuð frægðin, er vorir menn kynnu að ávinna sér. Enda nóg kom- ið af því sem þeir kalla ölmusugjafir við oss, þótt ekki sé við það bætt að þarflausu. Ofætlun er íþróttamönnum vorum sjálfum að kosta ferð sína til Lund- úna og dvöl þar, meðan stendur á Olympiuleikunum, og hefir því verið stofnað til almennra samskota í ferða- styrk handa þeim. Því ekkert fá þeir í aðra hönd nema frægðina, ef vel tekst. Helzt er kosið að þeir gætu orðið ekki færri en 8 alls, 4 norðlenzkir og austfirzkir, og 4 sunnanlands og vest- an. Minna en 1000 kr. er ekki bú- ist við að duga mundi handa hverjum. Fullyrt er, að landsstjórnin íslenzka hafi heitið til þeirrar ferðar 2000 kr. Ekki mun þó vera auðgerð grein fyr- ir lagaheimild .fyrir þeirri fjárbrúkun, og er því gizkað á, að stjórnin hugsi sér að taka féð traustataki úr landssjóði, í von um fjárveiting alþingis eftir á. En það mun mörgum finnast nokkuð viðsjál braijt, Að öðru leyti hefir verið auglýst, að hér taki þeir við samskotum í þessu skyni, Arni Jóhannsson bisk- upsskrifari og Tr. Gunnarsson banka- stjóri. Leikfélag Reykjavíkur ætlar að fara að fást við einn mikils háttar og stórum fræg- an sjónleik eftir Hinrik Ibsen, Þjóð- niðinginn (En Folkefjende), þar sem hann veitir maklega og mjög svo óvæga ráðning tuddalegum meiri-hluta- ofstopa þeim, sem oft og tíðum skreyt- ir sig fjöðrum heilags almennings- álits og ófalsaðs þjóðviija, með allri þeirri lítilmensku, er í því skjóli leyn- ist og dafnar. Það er vei af sér vik- ið Og vasklega gert, ef leikfélagið ræður við og kann vel með að fara það meistaraverk. Aflabrögð. Mokfiski komið í Garðinum, í net. Aldrei meiri netjaútgerð þar en nú. Þangað hafa nú flutt sig ýmsir uian- sveitarmenn til róðra um vertíðina, þar á meðal margir Akurnesingar. Botnvörpungurinn Jón forseti kom inn nú í vikunni með góðan afla; hefir fengið 32000 það sem af er ár- inu. Leiðsögumaður á Valnum, strandgæzluskipinu, er nú orðinn Þ o r s t e i n n J. Sveinsson skipstjóri, í stað Matthíasar Þórðarsonar, sem genginn er í þjónustu danska fiski- veiðafólagsins n/ja, þeirra Lauritzens og hans fólaga. Hr. Þ. J. Sv. hefir ritað greinina Frá Valnum (Islands Falk) hér í blað- inu. Veðrátta viknna frá 8. marz til 14. s. m. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. 8 0.0 + 0.5 4- 3.5 4- 5.4 4 0.7 h i-° Þ + 1.0 + 0.5 + 0.4 4- 2.0 + 0.9 - 4.6 M -3- 0.6 — 1.8 4- 2.3 4- 3.7 4- 0.6 - 3.1 M + 1.4 + 0.4 4- 0.1 4- 2.5 + 0.6 - 3.0 F -é- 1.1 4- 5.5 + 0.8 4- 4.4 0.0 - 1.5 F '-j- 0,8 4- 2.0 4- 1.0 4- 4.0 + 0.4 _ - 1.7 L 4- 0.5 4- 2.0 4- 3.6 -4 1.0 + 0.8 h 1.6 Frá Yalnnm (Islands Falk). Meðan eg stundaði fiskiveiðar, lang- aði mig oft að frétta af þessu skipi, því eg var þeirrar skoðunar að eg mundi á einhvern hátt geta haft gott af því. Eg vissi að skipið kom víða og fekk fréttir af fiskiveiðum á hver- jum stað. Eg vil því biðja yður, hr. ritstj., að ljá línum þessum rúm í blaði yðar, ef einhver kynni að hafa gagn eða ánægju af að lesa þær. Það er eins og við er að búast, misjafnir dómar manna um þetta skip. Starfsemi þess þekkja fáir, ut- an það eitt, að það eigi að taka út- lend fiskiveiðaskip, ásamt öllum botn- vörpungum, þegar þau eru i land- helgi, og varna því að þau fari inn- fyrir landhelgismark. Annað starf mun almenningur ekki hugsa að það hafi, enda er það aðalstarfið, sem því er ætlað og það leggur aðalkapp á að stunda. En eins og allir sjá er ætlunarverk þess mjög einhliða, ef það er eina starfið, sem það á að framkvæma. Enda er ekki svo, því er ætlað þeg- ar timi er til, að framkvæma ýms ætlunarverk, sem eru mikilsverð í sinni grein, þó af þeim komi ekki í svipinn beinar tekjur. Eftir því sem eg hugsa mér rétt- ast, mun þetta skip vera ætlað, jafn- framt og það er strandgæzluskip, til að styðja að viðgangi fiskiveiða vorra með hverjum þeim hætti, sem því er unt, og er hugmynd min í þessu efni ekki tekin úr lausu lofti, heldur hafa yfirmennirnir - sjálfir sýnt, að slíkt er þeirra vilji og ætlunarverk og mun í þeirri grein ekki síztur, vera yfirmaður sá sem nú er, hr. kapt. Joncke. Til nánari skýringar skal eg benda á nokkur atriði, sem það hefir fram- kvæmdir á nú þegar: a. Að hjálpa fiskimönnum til að fá skaða bættan, er orsakast af völd- um annarra fiskimanna, sem hægt er að fá sannanir fyrir; hafa skýrslueyðublöð verið send til sýslumanna og hreppstjóra, og geta rriym sem fyrir tjóni verða snúið sér til þeirra til að fá slík eyðublöð; væri mjög æskilegt að menn kyntu sér, hvernig þau eru stíluð, svo að þeir, þegar tjón ber að höndum, gefi gaum að þeim ákvæð- um, sem þau tilnefna.. Einkum er það nafn og númer skipsins sem þarf að vita, og ef hægt er að afmarka staðinn (með landmerk. jum). Eg vona að menn skilji, hve mikilsvert slíkt getur verið og að þeir útfylli skýrslurnar svo vel, að vanræksla á því geri ekki kröfur þeirra ónýtar. Látið ykkur skiljast, að skip þetta er strand- gæzluskipið okkar, sem við eigum að nota okkur til heilla í öllu* setn unt er, og verið þess fullvissir, að allar ykkar formlegar kvartanir eru með ánægju teknar til greina og úr þeim greitt með samvizku- semi. b. Að rannsaka strauma meðfram ströndum landsins og á hafi út. c. Að mæla dýpt sjávar og kynnast botnslagi. d. Að leiðrétta alt sem það finnur rangt tiifært í sjóbréfum. e. Að kynna sér fiskigöngur eftir því sem hægt er, og ef um fiski- tegundir væri að tefla, sem vér höfum ekki notað eða veitt fyr, þá að leitast við að finna hag- kvæmustu aðferð til að veiða þær. Sömuleiðis að reyna þau veiðar- arfæri, sem héru ern ókunn, en aðrar þjóðir nota. Til slíkra rannsókna hefir skipið áhöld. En að vísu eru þessar rann- sóknir aukaverk, sem unnin eru þegar timi leyfir frá aðalætlunarstarfi skips- ins. Þar fyrir utan er skipið nokk- urs konar timningarskip fyrir skipverja, til að efla hag sjómannastéttarinnar, fræða hana og lyfta henni á hærra stig í hvívetna. Af ferðalagi okkar á Valnum fyrstu vikurnar er lítið að segja. Fiskiskipin útlendu, sem við sáum (það voru ein- göngu botnvörpungar eða lóðaskip), héldu sig langt frá landi, af því sjálf- sagt meðfram, að fiskur mun ekki vera genginn inn undir land. Fyrir Vestfjörðum hélt fiskurinn sig djúpt úti fyrir ísafjarðardjúpi. Á Ön- undarfirði lágum við tvo daga, að taka kol, og kynti eg mér eftir mætti fiski- veiðaástandið þar. Og vildi eg óska eftir þá dvöl, að ekki liði á löngu þar til er fiskiveiðadeild yrði stofnuð þar, sem mér sýnist brýn nauðsyn. Eftir því sem kunnugir menn sögðu mér, er þessi indæli staður fremur i hnign- un en framför er til fiskiveiða kemur og þar af leiðandi atvinna fremur rýr. Mundi fiskiveiðadeild geta komið þar miklu góðu til leiðar, ef hægt væri að vekja almennan áhuga á samtökum til að nota sér auðæfi þau, er liggja þar nær og fjær fyrir landi. Hina síðustu ferð höfum við verið eingöngu fyrir sunnan land; en það er eins þar enn, að skipin halda sig langt frá landi og segjast ekki fá fisk nema djúpt. Sama var að heyra þeg- ar við töluðum við fiskimenn í Vest- manneyjum, sem þó eru svo snemma vetrar búnir að fá góðan afla; hæsta tala 8. þ. m. um 7,000 fiska á skip. Sami afli þar áfram, þegar gaf. Fiskigöngtir. Svo virðist sem sjá megi oft á yfir- borði sjávarins, þegar fiskur er í göngu, einkum þegar hann fylgir síli eða síld. Sílið heldur sig við yfirborðið, enda oft, að fuglarnir veki eftirtekt manns á slíku. Svo var nú, að fram til 8. marz sáust engin merki þess, að síli væri í nánd. En 9. marz sáum við fyrst miklar silistorfur fyrir sunnan Reykja- nes og norður af Hafnabergi, enda urðum þess varir norður út af Hvals- nesi. Aftur á móti dagana áður, þegar við vorum við Dyrhólaey og þar í grend, að þá urðum við einskis sílis varir, sem bendir á, að það kom ekki austan með landi. Sé svo, að sílið komi fyrst upp fyrir sunnan Reykja- nes, bendir það á, að nú hagi fiskur göngu sinni þannig, að hann kom beint upp af hafi, en ekki eins og svo oft áður austan með landi, enda eru ef til vill fleiri bendingar í sömu átt, þar eð fiskur síðan um nýár hefir fengist til muna djúpt af Miðnesi og Skaga, og nú síðast höfð- um við tal af botnvörpung, sem sagði mikinn fisk undan Hellnastapa suður af Snæfellsnesjökli, sem ekki mun vera algengt svo snemma vetrar. Nýti veiðarfœri. Reynt hefir verið af skipinu með kolavörpu (Snurrevaad) á þessum stöð- um ýfir þetta timabil, og mun þó naumast kominn sá tími, að þess konar fiskur sé genginn undir land; það er mest koli. Fyrst í Hafnarfirðí 2. marz og fengust í einum ádrætti mest 120 skarkolar. Sama dag reyndum við fyrir utan fjörðinn undan Straumsvík, en gátum ekki dregið fyrir steinum í botninum, Þriðja sinn í víkinni fyrir sunnan Reykjanes; þar fór á sömu leið. Og síðast var reynt undan mið- jum Vogastapa; þar er ágætur botn og fengust þar í fyrri dræíti um 60, en fæst af því skarkolar; síðasta skiftið mjög lítið, enda koma fram þeg- ar dregin er slík varpa steinar þeir, sem fiskimenn kasta út á fiskimiðun- um og hafa notað í seglfestu; og mun það tefja mjög fyrir, ef farið verður að nota slík veiðarfæri hér alment. Af þessari litlu reynslu kemur það þó undir eins fram, að margir máls- verðir liggja enn ónotaðir fiaman við fjörusteinana. En naumast er veturinn svo arðsamur okkur sjómönnunum, að ekki sé betra að sinna öllu því, er aukið getur tekjurnar, en minkað útgjöldin. Og væri óskandi, að menn, sem heima eiga í námunda við þennan stað, hugsuðu á komandi ári um að reyna sjálfir þetta veiðarfæri, sem í sjálfu sér er mjög ódýrt. Þó maður geti ef til vill ekki búist við stórum afla, mundi sú veiði veita heimilum þeirra mikil lífsþægindi og sparnað. Og er beinasti vegurinn til að leita sér fræðslu í þessu efni sem öðru, að snúa sér til yfirmannsins á strand- gæzluskipinu, sem lætur með ánægju í té alla slíka fræðslu og bendingar, er miða fiskiveiðum vorum til fram- fara. Þ. J. Sv. Engin siðdegisguðsþjónusta á morgun i dómkirkjunni, en miðvikudag 18, kl. ií stigur sira Jón Helgason i stól þar (föstuprédiknn). Gufuskipin. 8/s SterlÍDg (Em. Niel- sen) lagöi á stað frá Leitli i morgun kl. 10 hingað i leið. Bækur. Arne Garborg: Hul- iðsheimar. Þýtt befir Bjarni Jónsson frá Vogi. Rvik 1906. Ekki er það bókinni að kenna, hve lengi hefir dregist að geta um hana hér í blaðinu. Höfundurinn er Árni Garborg, tal- inn einn í flokki hinna beztu skálda Norðmanna, en vitanlega ekki nema jarl þeirra skáldjöfranna þriggja: Hinr. Ibsens, Björnstjerne Björnsons og Jón- asar Lie. Ein bók hans er orðin þjóðkunn hér á landi; það er Týndi faðirinn. Arni Garborg er mjög einkennileg- ur rithöfundur og frumlegur; ritar ólíkt öllum mönnum öðrum. Hann er andasambands-maður og einn hinn djúphygnasti vitsmunamaður landsins; eða svo segir um hann Björnstjerne Björnson. Ekki hafa þó skoðanir þeirra tveggja manna farið mjög saman; flest hefir þá skilið í siðgæðismálum. En þeir virða þó hvor annan mikils. Um það er lil dæmis að taka, að á sextugs af- mæli Björnsons (1892) hafði Árni Garborg ritað um hann grein í eitt- hvert tímaritið norska. Björnson las það heima hjá sér afmælisdaginn sinn. Hann lagði frá sér tímaritið með tár í augum og sagði við þá, sem við voru staddir: »Þetta hefir Arni Gar- borg skrifað til þess að fá mig til að gráta, og honum hefir tekist það.« — Og nú kem eg að Huliðsheim- mu. Norðmönnum þykir vænt um þá bók; sveitafólki norsku finst hún vera hold af sínu holdi, enda er hún rituð fyrir það og á máli sem líkustu því, sem talað er i sveitum í Noregi, sveitamálinu svo nefnd eða nýnorsku. Bókin er æfisaga unglingsstúlku einnar á Jaðri, rammskygnrar. Hvar sem hún er stödd, sér hún ókunnar verur í kring um sig, illar og góðar. Hún segir frá því; en fólk heldur þá að hún sé brjáluð og kallar hana Hóla- fífl. Kvöld eitt kemur stúlkan inn ti móður sinnar og kveðst hafa séð bróður hennar úti, standa þar hjásér. En seinna fréttu þær að hann hafi einmitt »dáið þá sömu stund*. Þá efast stúlkan ekki framar um sýnir sínar; þá veit húu, að hún á að sjá bæði dranga og tröll og náhjúpi vafðar vofur. — Og svo heldur sagan áfram og segir frá öllum þeim undrum, sem fyrir hana ber. Og inn í hana er fléttað alls konar heimsádeiluni, kvæðum, slétt og vel kveðnum, fjörugum viðburðum og gáfulegum skoðunum höfundar. — Ekki hefir verið vandalaust að þýða þessa bók jafn-vel og það virðist vera gert. Þar er fult af fallegum kvæð- um og lausum við allan þýðingar- keim. Eitt þeirra er kvæðið um Þrána (bls. 81). Þar er ein vísan svona: Af gigt i bakið oft fær hún flog, hún mamma, er fer um eldhúsið svala sog, hún mamma. Æ, væri’ 'eg hurtJin, ég vefði mér svo vel að stafnum, að hlifði’ eg þér, elsku mamma. Það kvæði er eitt af fallegustu kvæð- unum í bókinm. Þá er hún góð, þó að hún sé a; öðru tægi, vísan, sem hann kveður, galdrakarlinn með múlbandið (bls. 114): Eg kenni mönnum þugarhik og helzt að sinna öngu. Því kann margur hin þöglu svik að þegia við öllu röngu. — — Huhðsheimar er einhver hin vin- sælasta bók eftir þenna höfund. Noregi er hún það. Og hún hefir unnið til fullra vinsælda á íslandi. Sumarg'jöf. III. ár. Útg.: Bjarni Jónsson frá Vogi 0 g Einar fíunnarsson cand. phil. Rvik 1907. Margt iaglegt er í þessari Sumargjöf frá síðasta vori. Lag eftir Árna Thor- steinsson við vorvísur Jónasar Hall- grímssonar (þessar : Vorið góða, grænt og hlyj-tt). Þrjú smákvæði eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson — hann kunni ekki að yrkja nema vel. Bráðlega koma á prent í einu lagi ljóðmæli þau, er hann hefir iátið eftir sig. Baldur Sveinsson, vinur hans og skóla- bróðir, hcfir ritað um hann nokkur orð í Sumargjöfina, þenna sama ár- gang. — Fremst er mynd af níu þjóð- kunnum skáldum vorum. Og margt, margt er þar fleira, svo seni laglegir smáþættir eftir þá Þing- eyingana Indriða Þorkelsson og Þor- gils gjallanda, snotur Ijóð eftir Huldu> snildarkvæði eftir Þorstein Erlingsson: Við fossinn, o. fl. Æska Mózarts. Theo- dór Árnason þýddi. Rvík 1907. Bókin er þýdd fyrir íslenzkan æsku- lýð. Og sjálfsagt þykir unglingum gaman að lesa hana. Flestir hafa þeir gaman af að lesa um stórmennin. Og hér eiga þeir kost á að lesa um eitt- hvert stórfengasta söngskáld beimsins. Hann veit af því barn, að hann muni verða mikill maður og frægur. Og hann lyftir sér hæð af hæð — til þess er hann stendur jafu-oíarlega meistur- unum efstu, eða enn hærra. En það er ekki heldur verið að reyna við hvert fótrnál hans að smákæfa í hon- um eitt hið helzta einkenni allra mikil- menna: bjargfast traust á sjálfum sér. — Nokkuð ber á því, að þýðandann vantar enn þá næga þekkingu á mál- inu ; en hann ritar það þó blátt á- fram og tilgerðarlaust. Og miklu bet- ur ritar hann tungu vora 18 vetra gamall heldur en sum ritlistar-ofur- mennin íslenzku — hálf-fertug eða þaðan af eldri. Gauti. Um Vífllsstaði heilsuhælissetrið fyrirhugaða (fyrir berklaveika) vitnar landlæknir G. Björnsson til þess (í Lögr.), sem Land- náma segir, að sá sem þar bygði fyrst- ur og bærinn er við kendur, var leys- ingi Ingólfs Arnarsonar landnáms- manns og annar þeirra tveggja hans manna, er öndvegissúlurnar fundu undir Arnarhváli í Reykjavík. Hinn hét Karli. Honum þótti hrjóstrugt hér. »Til ills fóru vér um góð heruð, er vér skulurn byggja útnes þetta«, mælti hann, og strauk úr vist- inni frá Ingólfi. En »Vífli gaf Ing- ólfr frelsi ok bygði hann at Vífil- stöðum; við hann er kent Vífilsfell; þas bjó hann leugi ok varð skihíki maðr«. Virðist eftir því Vífilsstaðir vera annað elzta býlið á landinu en Arn- arhóll í Reykjavík. Landlæknir hefir það eftir dr. Jóni Þorkelssyni landsskjalaverði, að Vífils- staðir hafi komist snemma í eigu Viðeyjarklausturs. En síðar hafi hremt jörðina danskir höfuðsmenn. Loks varð hún eign Garðakirkju og er það enn. Því valda kaldavermsl, að Vífilstaða- vatn leggur mjög seint á vetrum. Landlæknir segir, að nú um daginn, 1. sunnudag í góu, er hann kom þar og þeir félagar að kanna land undir heilsuhælið, hafi verið á vatninu stór vök og þar á álftahópur á sundi; en þá hafi verið 6 þml. ís á Reykja- vikurtjörn. Hann segist hafa átt ný- lega tal við mann, sem viða hefir farið, innan lands og utan, og hafi sá sagt sig langa suður i Vífilsstaðahlíð, jafnan, erillalægiá sér;svoerþarfagurt. Hún er suður frá bænum á Vífilsstöð- um, áföst við Sandahlíð, sem liggur sunnan að Vífilsstaðavatni, og gengur langan veg inn í landið til landsuð- urs, skógi vaxin hátt og lágt. Þann skóg er sjálfsagt að friða, og mundi hann þá þjóta upp á fám árum. Vífilsstaðavatn er 3—400 faðma upp frá bænum, á hægri hönd, er riðið er upp á bæi og austur. Blinda stúlkan, sem njóta 4 ágóðans af kveldskemtun þeirri, sem auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu, er dóttir fátækra foreldra hér i bæDum. Hún er sú þriðja af börnum þeirra, sem missir sjónina. Hið elzta er drengur, rem fyrir góðra manna tilstyrk er kominn til Khafnar. Annað er líka drengur 10 ára, sem á siðasta þingi I fekk styrk til utanfarar og auk þess var fyrir nokkrum vikum styrktur með ágóða af kveldskemtun, sem þá var haldin. Þessi stúlka hefir þar á móti einkis styrks notið; en foreldrunum ómögulegt að kosta hana. Nú er i ráði að styrkja hana til utanfarar og bafa ýms félög heitið henni styrk, t. d. Kvenfélag Reykjavikur, Thorvaldsensfélag- ið, Kvenfélag Fríkirkjusftfnaðarins og auk þess einstakir menn, sem hafa haft góð orð um það, og loks er ákveðin í sama skyni kveldskemtun sú, sem nú er auglýst hér i blaðinu, og vonandi er, að vel gangi, vegna tilgangsins. B,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.