Ísafold - 21.03.1908, Page 1

Ísafold - 21.03.1908, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar í viku. Verb árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l1/* dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaftið. Afgreiösla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 21. marz 1908. 12. tölublað I. O. O. F. 893278 V2 AugnUekning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 í spítal. Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. (Ilutabankinn opinn 10—2 */• og ó1/1—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. t.il 10 slbd. Alm, tundir fsd. og sd. 8 */* slrtd. íuvndakotakirk ja. Guösþj. 9*/a og 6 á helgidögum. L tndakotsspítali f. sjúkravitj. 10 >/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10 >/*—2 */*. Bankastjórn vió 12—1. Laudsbókasafn 12—8 og 6—8/ Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. N'áttúrngripasain á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Póstliússt.r. 14, l.ogS.md. 11— 1 Nýir kaupendur að ÍSAFOLD 35. árgangi, 1908, sem verður full 80 tbl. og kostar eins'og áður aðeins 4 kr. fá í kaupbœti sögurnar Heljar greipar, í 2 bindum og Fórn Abrahams í 3—4 bindum jafnóðum og úfc kemur, uin 50 arkir alls. Þenna stórkostlega kaupbæti fá allir skilvísir kaupendur, nýir og gamlir, um leið og þeir borga blaðið og vitja hans eða láta vitja. Ofan á alt þetta fá kaupendur með sama fyrirvara sérprentaða nýja, mjög vandaða skemti- SÖgu, þegar Fórn Abrahams lýkur, sem verður bráðlega. Sjálft var blaðið Isafold alt að því helmingi ódýrara árgangnrinn, en önnur innlend blöð flest, eftir efnis- mergð, en selst nú, með þessari miklu stækkun, fyrir minna en liálf- virði móts við önnur blóð landsins. ISs’ Forsjállegast er að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áðnr en upplagið þrýtur af sögunum. Þetta eru hin langmestu vildarkjör, sem nokkurt íslenzkt blað hefir nokkurn tíma boðið. ÍSAFOLD er landsins langstærsta blað og eigulegasta í alla staði. Fyr- ir þessa geysimiklu stækkun nú get- ur hún orðið og á að verða margfalt fjölbreyttariaðefnien áður,enda á von á ritmensku-aðstoð ýmissa hinna færustu manna þjóðar vorrar. ÍSAFOLD er þó ekki dýrari en önnur hérlend blöð, sem eru ekki helmingur á við hana árgangurinn að stærð eða leturmergð. ÍSAFOLD er þvi hið langódýrasta blað landsins. ÍSAFOLD gefur þó skilvísum kaup- endum sínutn miklu meiri og betri kaupbæti en nokkurt hérlent blað annað. ÍSAFOLD gerir kaupendum sínum sem allra-bægast fyrir með því að lofa þeim að borga í innskrift hjá kaup- mönnum hvar sem því verður kom- ið við. ÍSAFOLD er og hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar vönduð- ustu og beztu skemtisögur. ÍSAFÓLD styður öfluglega og ein- dregið öll framfaramál landsins. ÍSAFOLD stendur djarflega á verði fyrir réttindum landsins, og heldur sérstaklega fram og berst fyrir pjóð- ræðiskrðjum almennings hvort heldur er við útlenda valdhafa eða innlenda. ÍSAFOLD er fús til góðrar sam- vinnu við hvaða landstjórn sem er, þá er rækir skyldn sína og vinnur dyggilega að framförum landsins. ÍSAFOLD vítir hins vegar mjög einarðlega og skörulega hvers konar misferli í stjórn landsins, hvort held- ur er af þingsins hálfu eða umboðs- stjórnarinnar, æðri embættismanna eða lægri. Móðurmálið, Eg sá það í blöðuuum, að á Jón- asarhátíðinni í vetur hefði því verið hreyft, að stofna félag til verndunar islenzkri tungu. Vonandi lendir þetta ekki við orð- in tóm. Allir sem unna tungu vorri, allir þeir sem skilja, að hún er lífæð þjóð- ernisins, farvegur alls andlegs lifs með þjóðinni, ættu að taka höndum saman og starfa að hreinsun hennar, fegrun og fullkomnun. En það er um þetta starf eins og um öll önnur, að mestu skiftir að unnið sé af fyrirhyggju og réttum skilningi á því, hvaðan hættan stafar og hvað fyrst þarf að gera. Vér verðum að skilja, bvaðan þær eiturkveikjur koma, sem sýkja málið, svo að vér getum risið öndverðir gegn þeim og drepið þær' áður en þær magnast svo, að ekki verður við gert. Hvaðan stafar þá hættan mesf? Hún stafar e k k i fyrst og fremst frá bókmálinu. Bókmálið er alt af að mestu ávöxtur og afleiðing daglega málsins. Lærum fyrst að tala málið, þá batnar bókmálið fljótt. Gott tré getur ekki borið vondan ávöxt. Þeir sem tala fagurt mál, verða ekki í vand- ræðum að rita það sæmilega. Þetta hefir oss gleymst. Lærðu mennirnir svo neindir hafa um langan aldur gengið á undan þjóð vorri með illu eftirdæmi, atað ræðu sina útlendum orðum og þózt góðir, ef þeir vönduðu málið ögn betur þá sjaldan er þeir hafa ritað eitthvað. Útlendar námsbækur í skólunum á aðra hlið og ónóg kensla í íslenzkri tungu á hina hafa sömuleiðis verið sá Níðhöggur, er nagar neðan rót málsins. Þess vegna hefir fram á þennan dag alþýðumálið verið bezta íslenzkan. Upp til dala, fram til fjalla hefir íslenzkan til skamms tíma lifað síung og hrein á vörum alþýðunnar, endur- nærð af lestri fornbók'menta vorra og ósnortin af hrognamáli kaupstaðanna og margra lærðu mannanna. Það hefir verið sómi íslenzkrar alþýðu og verður aldrei fullþakkað. En nú eru byltingartímar með þjóð vorri. Nýjar hugmyndir vakna, lifn- aðarhættir og atvinnubrögð öll breyt- ast með degi bverjum. Nýjar stéttir risa upp, nýir atvinnuvegir. Þeim fylgja nýjar vélar, ný áhöld, ný hand- tök, nýjar vörur. íslenzka alþýðan breytist. Hún þarf ný orð á allar þessar nýju hugmyndir, hluti, áhöld og vélar, og handtök þau er þeim fylgja. Hvaðan fær hún þessi nýju orð? Vér sltulum líta á það sem snöggvast. Sjávarútvegurinn hefir á siðustu tímum tekið stórkostlegum brerrting- um. Hvernig er þá sjómannamálið núna? Það geta allir séð sem vilja líta í »Leiðarvísi í sjómensku«, sem birtist ekki alls fyrir löngu. Sú bók hefir vakið nokkurt umtal. Menn hafa eins og rumskast ögn, er þeir sáu sjó- mannamálið svart á hvitu. Og við- bjóðslegra hrognamál getur varla að líta, hvar sem leitað er. Útlend orð- skrípi, hvert öðru verra. • Svona talar þá önnur fjölmennasta stétt landsins. Þetta er daglega mál- ið hennar. En mál iðnaðarmanna er litlu betra. Lærisveinar mínir í iðnskólanum í Reykjavík gerðu það fyrir mig að rita hjá sér nókkur algengustu orðin, sem þeir nota daglega, og gáfu þeir mér dálítið safn af þeim. Hér eru nokkur sýnishorn: altan, anslag, battingur, að besld, Ijinnöxi, bormaskína, bretti, bustpíl, búkki, dóv, dopultönn, dregari, fas, að fasa, fílsigti, ftókabretti, ftauhurð, að flútta, að forskalla, forstykki, fvlning- ur, fótfris, fú(k)ssvans, gesims, gerikti, gólffrís, grat, að grata, gratoki, grat- hefill, gratmeitill, gratsög, grunnhefill, að grunna, hanabjdlki, húljdrn, húlkíll, húlkilslisti, innskúð, karnis, kartbretti, karsisbretti, kilstuð, kjulla, kjönnari, klappi, knegti, kontrakill, krekt, að landa, að legta, lokkmaskina, lokkmeitill, lokk- paell, lokkur, meill, múl-etta, opsats, panelstaffar,plattur,plattkill,plattstaff- ur, póstur, plummameitill, púnjdrn, að pússa, pússhamar, pússhefill, ramm- stykki, rúnnkjafta, rúnnstaffur, servant, sentrumbor, senkandbolti, sinkill, skralli- bor, snitti, sirkill, að slísa, slúttskilti, snittbor, að snitta, spíðs, spíðsbor, still- aðs, stuð, að stuða saman, stuðtrín, að straua, að svœffa, svœfsög, svœfhnifur, snörgarn, skifsög, slípsteinn, tomma (ein- tomma, tvitomma o. s. frv.), valmi, valmaþak, valmafulningur, vaturpassi, o. s. frv. Þetta er ekki nema lítið sýnishorn, og flest frá einni grein iðnaðarins; en enginn skyldi ætla, að hinar grein- arnar væru stórUm betur búnar að góðum orðurn. Þá er verzlunarmálið. Sýnishorn þess má sjá í auglýsingunum í blöð- unum. Kunnugir menn hafa sagt mér, að ýmsir íslenzkir kaupmenn bókuðu verzlunarviðskifti sín á dönsku; og af sjón og raun veit eg, að sumir nemendur í verzlunarskólanum íReykja- vík sömdu reikninga á dönsku við prófið í bókhaldi vorið sem leið. Blátt áfram af því, að þeir kunnu dönsku orðin, sem að þvi lúta, en ekki íslenzk orð. Þá má geta nærri hvernig er um ýmsar vinnuvélar, er nú tiðkast, og handtök þau er þeim fylgja. Jafnv?l vegagerðarmenn nota að kunnugra manna sögn ýms útlend orð um starf sitt. Niðurstaðan verður þá þessi, að í öllum greinum verklegra framkvæmda taka meir og meir að tíðkast með oss útlend orðskripi; en enginn hirðir um, að stemma strauminn að ósi og skapa ný íslenzk orð og koma þeim á fram- færi með alþýðunni. Afleiðingin verð- sú, að því meiri sem verklegar fram- kvæmdir verða í landi voru, því meira fáum vér af argvítugu hrognamáli, sem hver hefir hugsunarlaust upp eftir öðrum þangað til tunga vor er spilt og svívirt. Vill nokkur mæla þessu bót? Láta þessi orð vel i eyrum? Eru þau svo sem ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra? Eru þau í samræmi við önnur orð tungu vorrar? Eru þau auðskilin ? Bera þau fangamark íslenzks anda ? Eru þau mærðar timbur máli laufgað, svo sem Egill kvað ? Nei, þau eru illgresi meðal hveit- isins, illgresi, sem óvinurinn sáði meðan vér sváfum. Vér verðum því að hreinsa akurinn áður en illgresið vex upp og kæfir hveitið. En hvernig á að fara að þvi? Það er ofur-auðvelt, ef vér viljum. Gætum fyrst að, hverir eiga að vinna verkið. Vér getum ekki láð alþýðunni, að hún notar þessi orðskripi. Skipstjórinn, sem skipar fyrir um seglskipin i ofviðri, nefir ekki tíma til að hugsa upp ný orð og kenna skip- verjum áður en hann skipar þeim. Hann verður að taka til þeirra orða, sem hann kann og hinir skilja. Iðnaðarmenn og verzlunarmenn hafa og annað að starfa en að smíða ný orð. Fæstir þessara manna mundu og færir um að auðga tungu vora að góðum orðum, þótt þeir vildu. Það eru mentamennirnir, rithöfund- ar vorir og málfræðingar, sem eiga að skapa ný orð eftir þörfum og cenna þau alþýðunni. Gerum ráð fyrir, að t. d. 7 fær- ustu íslenzkumennirnir í Reykjavík tækju sig sarnan um að vinna að æssu, tækju sér fyrir hendur að út- vega góð, íslenzk orð um alla þá rluti og handtök, sem nú eru nefnd útlendum orðskripum. í Reykjavík eru ýms félög, og mér er kunnugt um að sumum þeirra að minsta kosti mundi vera ánægja að veita þeim lið- sinni sitt. Gerum ráð fyrir, að Iðn- aðarmannafélagið, Verzlunarmannafé- lagið, sjómannaféiögin, Verkmannáfé- lagið, og ef til vill fleiri, kysu hvort um sig nokkra menn úr sínum hóp í nefndir. Iðnaðarmannafélagið kysi t. d. í nefnd: járnsmið, húsasmið, húsgagnasmið, skósmið, söðlasmið, úr- smið, klæðskera, prentara, bókbindara o. s. frv., einn eða fleiri í hverri grein eftir þörfum. Hver þessara manna safnaði saman öllum þeim orðum og orðskrípum, sem sérstök eru fyrir þá iðnaðargrein, er hann stundar, Með likum hætti færu hin félögin að. Að loknu starfi sínu afhentu svo þessar nefndir 7 manna ncfndinni orðasöfn sín til meðferðar. Nefndin hefði að sínu leyti á með- an safnað saman þeim orðum, sem þegar eru til i málinu um þessi efni og nota mætti jafnframt sem stofn nýrra orða. Um sumar greinar eru til slík orðasöfn úr fornmálinu, t. d. orðaskráin aftan við bók dr. Valtýs Guðmundssonar Privatboligen paa Is- land i Sagatiden, og orðaskráin aftan við ritgjörð meistara Eiríks Magnús- sonar um skip fornmanna o. s. frv. Úr öllurn þessum orðaforða veldi svo nefndin þau orð, sem hæfileg eru, en smíðaði ný orð í stað hinna, sem óhafandi væru. Semdi síðan úr þeim orðabók; og væri ef til vill rétt, að útlendu orðin. og orðskrípin sera af þeim hafa fæðst, stæðu í svigurn við hvert orð. Það væri gott til saman- burðar og til viðvörunar. Hentugt væri að einfaldar drátt- myndir væru í bókinni til skýringar, þar sem þurfa þætti, svo sem nú tíðkast f beztu orðabókum erlendum, t. d. mynd af húsgrind, mynd af skipi með rá og reiða 0. s. frv., og prentuð við nöfnin á hverjum hlut um sig. Þessa orðabók ætti ekki að gefa út til fulls, fyr en hún hefði verið send með eyðublöðum til allra þeirra manna, er helzt hugsa um þessi efni, svo að þeir gætu gert breyting- artillögur, sem nefndin síðan gæti tekið til greina, áður en bókin yrði gefin út til almenningsnota. Þá væru orðin fengin, og nú væri eftir að koma þeim á framfæri, gera þau að almenningseign. Það ættu skólarnir að gera. Hvar eiga iðnaðar- menn að læra nöfnin á þeim hlutum, sem þeir hafa um hönd? í iðnskól- unum. Mér er kunnugt um, að iðn- aðarmenn þrá góð, íslenzk orð í stað hrognamáisins, sem þeir verða að tala. Þeir mundu ekki verða lengi aí átta sig á þeim og bindast féiags- skap um að hafa þau um hönd. Og eg efast ekki um, að húsbændur þeirra yrðu fljótir að læra af þeim nýyrðin. Sama mundi verða raunin á um verzl- unarskólann og sjómannaskólann. Kennum æskulýðnum að tala hreint og fagurt mál, láfcum hann læra það í skólunum; þá koma gömlu menn- irnir á eftir. Og þótt einhverir kynnu að þumbast við, þá hverfa þeir smám- saman fyrir ætternisstapa, og á gröf- um þeirra hljómar islenzkt mál af ís- lenzkum vörum. 10/, 1908. Guðm. Finnbogason. Millilandanefndin. Munnur nefndarmanna er sem kunn- ugt er lokaður með sjö innsiglum. ?að mun vera danski húsbóndinn, . C. Christensen yfirráðgjafi, sem akkað hefir, en ráðsmaður hans hinn ]:rónski haldið fyrir hann á ljósinu; tann er svo sem varaformaður í nefndinni. Fyrirmyndin er landvarn- arnefndin danska, sem setið hefir við vinnu nær 6 ár, í sama húsnæðinu. — Veglegra dæmi gat hin íslenzka ekki fengið eftir að breyta. Skjölin þau hin stóru, er sírnað var að fram hefðu verið lögð prentuð á : yrsta fundi nefndarinnar, virðast ekki íafa verið birt almenningi, en munu þó ekki hafa verið beint undirskilin þagnarskylduria. Því að hefir einsfregn- riti blaðanna getað sagt frá þeim. Það reynist rétt vera, sem ísafold gat til, að ritgerð Dybdals er sú hin sama, sem hann var látin taka saman fyrir 11 árum og þá var prentuð sem handrithandaráðgjöfunum dönsku, fullar 7 arkir að stærð. Svo virðist sem efni hennar sé enn haldið leyndu, eða að ekki hafi fengið hana aðrir f hendur en nefndarmenn. Simskeytið gat þess'um skuldaskifta- skýrslu hagfræðisskrifstofunnar dönsku, að hún væri yfir tímabilið 1700—1907. Þar með hafa höfundar skýrslunnar komist hjá að eignrita íslandi það sem tekið var ránshendi frá klaustr- 'um og kirkjum á 16. öld, svo og verzlunareftirgjaldið m. m. alla 17. öldina. Slept kvað og vera ýmsu síð- an íslands megin, en líklega alt til tínt Dana megin, smátt og stórt, — allar styrkveitingar fyr og síðar, alt ríkis- sjóðstillagið eftirstöðulögunum, strand- gæzluskipskostnaðurinn og verð strand- gæzluskipsins nýja, Islands Falks — sem allir vita að er þó aðallega ekki annað en viðbót við herskipaflotann danska og sniðið eftir hans þörfum miklu fremur en vorurn; enda lítill vafi á, að það mundi kvatt heim héðan óðara ef ófrið bæri að höndum. En — þá eigutn vér líka Islands Falk samt, ef skilnaður yrði og skuldaskiftum lokið um leið þann veg, sem hag- fræðisskrifstofan heldur fram að rétt sé. Annars kvað ekki vera hægt að sjá nema að litlu leyti, hvað talið er oss til skuldar og hvað ekki, með því að alla nákvæma sundurliðun vantar. Með þessum hætti hefir fengist út áhallinn á oss, þessar 5 miljónir og 300 þúsundirl Ritið er að eins fram lagt skjal fyr- ir nefndina, en ekkert um það vitað, hvort hún, þ. e. hinn danski meiri hluti hennar, hugsar sér að krefjast þessa fjár eða ekki, þessara 5 ®/io milj- ónar. Hún hefir sennilega ekki látið neitt uppi um það að svo stöddu. Enda fullkomið leyndarmál, þótt svo hefði verið, eins og aðrar gerðir nefnd- arinnar. Ritið 'er eitt af sakargögnum hennar í sókninni á hendur vorum mönnum í nefndinni. En óráðið, hversu freklega hún beitir því, þó að næst liggi að hugsa sér að beita eigi slíkum og þvílíkum sakargögnum til að láta oss semja aj oss sjálfstæðisrétt vorn. Ekki er nefnd á nafn hin fyrirhug* aða bók dr. Kn. Berlins. Vera má, að hún sé fullsamin þó, en að ekki megi aðrir sjá hana en nefndarmenn. Símskeytið um fundarbyrjunina skýrði svo frá, að fundir i nefndinni ættu að verða 4 á viku. En ekki var þó búið að halda nema x fund

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.