Ísafold - 21.03.1908, Page 2

Ísafold - 21.03.1908, Page 2
46 ISAFOLJD Geraldine (gufubáturinn) fer aukaferð til Keflavíkur og Garðs 24., og til Borgarness 30. þ. mán. og kemur við á Akranesi báðar leiðir. það sem af var mánuðinum þegar póstskip lagði af stað frá Khöfn, 10. þ. mán., hvað sem því veldur, hvort heldur forföll hinna dönsku nefndar- manna, og þá margra, eða einhver vanbúnaður íslendinga í nefndinni; og mun það vera öllu líklegra. Það var ekkert leyndarmál hér, er nefnd- armenn bjuggust til ferðar, að þeir höfðu lítið sem ekkert búið sig und- ir starf sitt. Og ekki er líklegt, að þeir hafi mikið að því gert eða getað gert á leiðinni. Enda naumast lang- að mikið til að taka upp Botníu-bræð- inginn alkunna frá 1906. Þeir hafast við í hótel Kongen af Danmark, hinir íslenzku nefndarmenn, allir nema Skúli Thoroddsen; hann valdi sér bústað í Grand Hotel Nils- son, sem er skamt þaðan. Það kost- ar 6 kr. á mann á dag, fæði og húsnæði (í Kongen af Danmark). En 18 kr. á dag kvað húsbóndinn (H. H.) láta ávísa nefndarmönnum. Þeir eiga að hafa afganginn til annarra smáþarfa og til að skemta sér fyrir. Fá þó að koma í kgl. leikhúsið ókeypis 2 kveld í viku. Samkomusal hafa þeir og leigðan sér aukreitis í því gistihúsi til þess að halda þar fundi fyrir sig, er þurfa þykir. Þar mun Jón Sveinbjörnsson vera skrifari. Þær hrökkva því líklegast skamt, þessar 7000 kr., sem þingið veitti til að standast neíndarkostnaðinn, nema nefndin verði því fljótari að lúka sér af. En um það virðist ekki byrlega blása. Politiken tjáist hafa spurt hina íslenzka nefndarmenn, daginn sem þeir komu, hvenær þeir byggjust við að nefndin hefði lokið sér af, og fekk það svar, að hún œtti að vísu að vera búin fyrir júlílok, en að ekki væri loku fyrir skotið, að hún kæmi með bráðabirgðarálit fyrir þann tíma, en héldi svo áfram síðar meir! Nærri má geta, að ekki muni mik- ið um það vitnast, hvernig er sam- komulag milli hinna íslenzku nefnd- armanna. Sama iæsingin fyrir því sem öðru er í nefndinni gerist. Poli- tiken kveðst hafa spurt þá, daginn sem þeir komu, hvort þeir hugsuðu sér að koma hvorir með sínar tillög- ur í nefndinni, stjórnarliðar og stjórn- arandstæðingar, og fengið það svar, að um það væri ekkert fastráðið. Þeir vildu heyra áður, hverju haldið yrði fram af Dana hálfu. — Og eru fulltrúar beggja flokk- anna sammála um það? spurði blaðið. Þeir litu hvor framan í annan og svöruðu: já. Svona skýrir blaðið frá. En ef Danir í nefndinni hafa nú haft lík svör fyrir sér og viljað heyra kröf- ur og tillögur íslendinga áður en þeir láta neitt uppi? Og verði svo verið að metast á um það fyrstu vikurnar! Eða þá að hinir íslenzkú nefndarmenn hafa verið reknir til að setjast við og skrásetja sínar kröfur, úr því þeir væru ekki búnir að því, og fundum frest- að á meðan. Þeir væru skyldir að láta undan, minni hlutinn í nefndinni! Nýjiun hljómleikum á höfuðstaðurinn von á um aðra helgi, hjá þeim Brynjólfi Þorlákssyni organista og bans söngsveit, eftir lang- an og rækilegan undirbúning. Þar verða eingöngu sungin og leikin lög eftir landa vorn Sveinbjórn Sveinbjörns- son, hinn fræga ljóðlagahöfund í Ed- inborg, og öll ný, þ. e. hér áður ókunn, nema konungsfagnaðarljóðin frá í sumar. Heilsuhælið. Aheit, dánargjafir, minn- ingarsjóðir o. fl. Heilsuhælið hefir auðgast af gjöf- um víðs vegar að, og það hefir orðið fyrir allmörgum áheitum; en það á líka að bæta sárasta heilsubrestinn, það á að veita hjálp við þeim sjúk- dómi, sem er lang-tíðasta dauðamein æskulýðsins, það á að verja dauðan- um vorgróða þjóðarinnar, og það á aldrei að gera sér mannamun; ef tveir drepa að dyrum og beiðast gistingar, annar vel fjáður, en félaus hinn, þá samir ekki annað en biðja þá báða vera jafn-velkomna, taka við gjaldi fyrir greiðann af þeim, er goldið geta, en hýsa hina ókeypis, sem félausir eru. Ýmsir munu geta greitt fulla með- gjöf, aðrir nokkra meðgjöf; en marg- ur mun koma að Vífilsstöðum með veikt brjóstið og tómar hendurnar; og hver vill þá standa í dyrum og segja við komumanninn: — Hér er autt rúm, en þig hýsum við ekki, þér hjálpum við ekki, þú verður að segja þig til sveitar, góður minn, eða fara í gröfina, fyrst þú getur ekkert borgað. Peningana eða lífið? Þjóðin hefir tekið heilsuhælinu tveim höndum. En það veit eg, að petta vill hún ekki. Sönn mannúð spyr ekki um heim- ilisfang, leitar ekki að sveitfesti, þreif- ar ekki í vasa þeirra, sem sjúkir eru og hjálparþurfar. Heilsuhælið á Vífilsstöðum á að verða athvarf allra brjóstveikra manna hér á landi, eftir því sem rúm leyfir, án nokkurs tillits til efnahags sjúkling- anna. En til þess að veita mörgum sjúk- lingum ókeypis vist, þarf mikið fé ár frá ári; það verður hælinu um megn, nema því berist miklar gjafir, auk árstillaga félagsmanna í Heilsuhælisfé- laginu. Heilsuhælið er gjafa þurfi. íslendingar kunnu fyrrum að gefa. Fyrri alda menn voru ekki fjáðari en við, sem nú lifum. Og þó gáfu þeir hver í kapp við annan. Þeir gáfu til þess, sem þeir þektu bezt og töldu þarfast og nytsamast allri alþýðu. Þeir gáfu klaustrum og kirkjum. Fáfróðir menn ætla, að flestar gjafir til kirkna á fyrri öldutn hafi verið nauðungargjafir, sprotnar af helvitis- hótunum og ofbeldi klerkanna. En sannfróðir menn neita að svo hafi verið, heldur hafi flestar gjafirn- ar flotið af einlægri ást á kirkju og kristindómi. Sú ást mun hafa kólnað. Menn hafa hætt að gefa, týnt því niður, gleymt því að miklu leyti. Þetta á ekki heima um aðrar þjóð- ir. í öðrum löndum kunna menn enn að gefa. Þar telja allir stórefna- menn skyldu sína að láta eitthvað af hendi rakna til almenningsheilla. Og dánargjafir eru þar algengar enn sem fyr; barnlausir efnamenn láta sjaldn- ast eigur sínar hverfa í gráðugar hítir fjarskyldra ættingja, gefa þær heldur eftir sinn dag til einhvers góðs og þarflegs. Nú á dögum ganga þó ekki gjaf- irnar flestar til kirkna. Nú er mest gefið sjúkrahúsum, eða til þess að iíkna á einhvern hátt sjúk- um mönnum. Svo mikið kveður að þessu, að í sumum löndum veita flest sjúkrahús öllum sjúklingum ókeypis vist, hvað- an sem þeir koma; þar berast sjúkra- húsum alls konar gjafir, ótal gjafir, smáar og stórar, frá ríkum og fá- tækum. sífeldar gjafir, ár eftir ár, svo að gjafaféð nægir fyrir öllum út- gjöldum. Mjög margir íslenzkir sjúklingar hafa, vita menn, notið ókeypis vistar, hjúkrunar og hjálpar f enskum sjúkra- húsum, einkum í Edinborg (Royal Infirmary). Þar í landi er alstaðar völ á ókeypis sjúkrahúsvist og flest sjúkrahúsin kostuð eingöngu af gjöf- um góðra manna. Það er alsiða á Englandi og víðar, að menn arfieiða eitthvert sjúkrahús að aleigu sinni eða ánafna því dánar- gjöj; má sjá minningarspjöld um marg- ar slíkar gjafir í öllum enskum sjúkra- húsum. Það er einnig mjög algengt, að sjúkrahúsum er gefin fúlga, til skilið að gjöfina skuli varðveita óhrærða, en verja vöxtum til að greiða að stað- aldri legukostnað eins sjúklings; er þá oft, að gefandi skírir sjóðgjöf sína nafni einhvers látins ættingja síns eða ástvinar. Yms ensk sjúkrahús eiga fjölda slíkra minningarsjóða, og mætti kalla þá sængurfúlgur; því að víða er venja að rita nafn hvers sjóðs á höfða- gafl einnar sjúkrasængurinnar, til merk- is um, að sjóðurinn líkni þeim, er þar hvíla. Mér er t. d. i minni eitt sjúkrahús í Lundúnum, fyrir börn, St. Ormond Hospital; þar sá eg eir- spjöld á afarmörgum höfðagöflum rúmanna og á þeim letruð nöfn ým- issa minningarsjóða eða gefenda. Eitt spjaldið bar nafn Alexöndru drotn- ingar; þann sjóð hafði hún gefið. En mér var sagt, að flest bæri sjóðs- nöfnin heiti látinna barna; hefðu for- eldrar þeirra gefið sængurfúlgurnar. — Þessi spjöld eru meira verð en legsteinar í kirkjugarði, sagði ein hjúkrunarkonan við mig. Því munu allir samsinna, einnig hér á landi, og einhverir, vonandi, láta það á sannast. Rúmin í heilsuhæiinu mega ekki vera færri en 50. En af hverjum 50 sjúklingum, sem þangað þurfa að komast, munu jafn- an margir félitlir og sumir gerSnauðir. Þeim þarf að líkna. Heilsuhælið þarf að eignast marga minningarsjóði. Og mér er sem eg heyri spurt: — Hversu stór þarf minningarsjóð- ur að vera til þess að ársvextir hrökkvi fyrir ársmeðgjöf með einum sjúkling og megi helga sjóðnum að fullu og öllu eitt rúm í heilsuhælinu ? Svarið er: 10,000 kr. G. Björnsson. Kennaraskólann fyrirhugaða smíðar Steingrímur Guð- mundsson húsasmiður hér í bænum. Hann á að standa sunnan í Skóla- vörðuhæðinni ofan til við framhald Laufásvegar, upp frá Gróðrarstöðinni. Skólahúsið á að verða 31 álna langt, en 15Ý2 alin é breidd, tvíloftað, og kjallari undir því öllu, 4 álna hár. Timburhús, traust og vandað, nema kjallarinn úr steinsteypu. Þar, i kjall- aranum, áað vera baðherbergi og skóla- iðnaðarstofa, ásamt geymsluhúsnæði. Að öðru leyti 3 kenslustofur i hús- inu niðri, og 1 uppi stór, auk skóla- stjórahúsnæðisins, sem verður 4 her- bergi og eldhús hið fimta. Lofthæð uppi og niðri 5 álnir. Skólastjóri Jón Þórarinsson hefir verið erlendis í vetur að velja og út- vega kensluáhöld handa skólanum og jafnframt að útvega tilboð í húsið sjálft, með þeim úrslitum þó, að hinn innlendi smiður hefir orðið hlutskarp- astur, sem fyr segir. Skólinn mun eiga að verða kom- inn upp fyrir haustið. Driiknun. Slys varð á sjó laugardaginn var, 14. þ. m., suður á Miðnesi. Fórst 6 manna far í róðri þar frá Gerðakoti, og druknaði bóndinn þar, Arni Ei- nfcoM,vaIinkunnur myndarmaður nokk- uð við aldur, við 6. mann, og voru 2 hans heimilismenn, annar tengda- sonur hans, en hitt fóstursonur, efnis- menn báðir. Hinir höfðu verið út- gerðarmenn, einn af Akranesi, annar úr Arnessýslu og hinn þriðji hér úr nágrenninu, yngsti sonur Gnðmundar Magnússonar að Geithálsi, fyrrum bónda í Elliðakoti, og hét Magnús, efnismaður. Báturinn hafði farist nærri lendingu, í brimi. Veður brast á skyndilega, mjög hvast. Formaður kvað hafa heitið Pétur Þórarinsson, maður fyrir innan þrítugt, einhleypur, systursonur Guðmundar frá Elliðakoti. Slysið hafði orðið npp við land- steina og líkin rekið öll nær að vörmu spori. Sama dag bjargaði íslenzk fiskiskúta öðrum bát í fiskiróðri á sömu slóð- um, 4 manna fari úr Keflavík. Hún var úr Hafnarfirði, eign Sigfúsar kaup- manns Bergmann, Langanes. Þeim bát engin hjálpræðisvon ella. Landsreinkíngurinii 1906. Hann er nú nýprentaður, og eru þessi hin helztu atriði úr honum. Sem betur fer hafa tekjurnar farið nú sem fyr að jafnaði fram úr áætl- un, jafnvel með hæsta móti. Þær voru áætlaðar nál. 1 milj. 12 þús. kr., en hafa orðið 1 milj. 355V2 þús. Þær hafa orðið með öðrum orðum rúml. 340 þús. kr. meiri en ráð var fyrir gert i fjárlögunum. Alt um það hefir orðið nokkur tekjuhalli, ekki mikill þó, tæpar 24 þús. kr. Það er ritsímafarganið, sem gleypt hefir mestan gróðann á tekjuaukanum, hátt upp í 300 þús. kr., um jram 300 þúsundin, sem Ritsímafélagið norræna lagði til landsímans fyrir að þurfa ekki að leggja sæsímann nema til Austurlands, sem það hafði þó stór- hag á. Tekjuaukinn stafar langmest af toll- unum, eins og vant er. Þeirra er mestur gróðinn á kaffi- og sykurtollinum, eða fullar 77 pús. kr. Þá hefir áfengistollurinn komist það fram úr áætlun, að nemur 56 pús. kr. Loks hefir útflutningsgjald af fiski og lýsi orðið // pús. kr. drýgra en við var búist. Hér er yfirlit yfir muninn á reikn- ingi og áætlun í helztu tekjugreinunum, — áætlunin í fyrra dálki, en það í síðara dálki, er upp úr hverri tekju- greininni hafðist á endanum, i þús. kr.: áætl. varð KafFi- og sykurtollur . . 312 389 Afengistollur . . . . 143 201 Tóbakstollur .... 143 153 Utflutningsgj. af fiski og lýs; 65 121 Viðlagasjóðstekjur ... 57 71 Abúðar- og lausafjársk. . 43 54 Arður af póstferðum . . 40 88 Aukatekjur................38 52 Landhelgissektir. ... 11 Ýmsar tekjur .... 5 27 Það var í fjárlögunum búist við meira en 200 þús kr. tekjuhalla eftir fjárhagstímabilið alt, þ. e. bæði árin 1906 og 1907 samanlögð, eða rúm 100 þús. hvert árið, ef jafnt er skift á þau bæði. En vegna hins mikla tekjuauka hefir hann ekki orðið fyrra árið nema tæp 24 þús. Það eru ýmsar aukafjárveitingar og útgjöld eftir nýjum lögum, sem eiga mikinn þátt í að höggva skarð í tekju- aukann. Sú fúlga nemur 75 þús. kr. Til ritsíma og málþráða var ætlað á árinu 253 þús., en komst upp í 281 þús. Til vegabóta voru ætlaðar 60 þús. kr., en urðu 94 þús. Loks höfðu verið ætlaðar til verk- legra fyrirtækja 189 þús., en það urðu 223 þús. kr. Rúma 1 milj. 89 þús. kr. er við- lagasjóður talinn hafa átt til i árs- lok 1906. Þá námu óinnheimtar tekjur lands- sjóðs nær 64 þús. kr. Peningaforði landssjóðs er sagður hafa verið þá 549 þús. kr. Viðlagasjóður var fyrir aldamótin komin upp í 1228 þús. kr. (Hér er alstaðar talið i heilum þús., með þeim hætti, að slept er minna en Va Þ^s, en meira gert að heilu). Veðrátta vikuna frá 15. marz til 21. s. m. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s h 0.6 + 6.1 + 2.0 0.0 þ 5.0 - 0.5 Þ -’l.l +- 0.3 + 0.2 -+ 4.0 - 1.1 - - 4.5 M - 0.2 fi- 1.0 + 1.0 +- 4.0 - 2.0 - - 4.5 M - 3.0 + 4.0 + 6.0 + 2.0 - 1.4 0.0 F - 1.5 + 1.6 + 4.6 + 3.2 - 9.8 - 3 0 F - 0.8 + 2.5 + 0.5 — 3.0 - 0.9 - 5.3 L - 1.0 -+ 3.0 + 3.0 + 3.0 h 3.8 h 4.5 Siðasta hálfan mánnð má kalla að verið hafi einmunatið, likara vori en vetri. Utanför biskups. Herra Hallgrímur biskup ætlar ut- an á Sterling í næstu viku að leita sér lækninga. Lektor Þórhallur Bjarnar- son annast embættið fyrir hann á meðan. Erl. ritsíniafréttir til ísafoldar. Kh. 18. marz kl. 11 árd. Ráðuneytisskifti i Noregi. Lövland, ráðuneyiisforseti í Noregi, er farinn frá voldum, en við þeim tek- ið Gunnar Knudsen og með honum gjörbreytingamenn. Millilandanefndin. Jón Sveinbjörnsson er skrifari í henni (íslenzka minnihlutans þar). Fréttirnar frá Noregi merkja það, að fram er komið það, sem lengi hefir til staðið, að þar er komið 'á laggir samræmt ráðuneyti meiri hluta þings, eins og þingið er skipað eftir kosningarnar í fyrra haust. Hefði orð- ið mikiu fyr, ef Norðmönnum hefði ekki verið sárt um að missa Michel- sen úr embætti, skörunginn, sem stýrði svo fimlega farinu þeirra gegn- um skilnaðaröldurnar. Hann lét af embætti í haust vegna heilsubilunar, en við tók þá í bili Lövland þessi, er verið hafði utanríkisráðgjafi hjá hon- um. Eftir hann liggur í vetur það afrek, að koma á nokkurs konar vá- tryggingarsáttmála fyrir Norveg við stórveldin næstu. Gunnar Knudsen er einn helzti þingskörungur Norðmanna i fram- sóknarliði þeirra. Vegna Ólympíuleikanna í Lundúnum í sumar eða til undir- búnings undir þá sýndi reykvíska glímufélagið Jrmann list sína bæjar- mönnum hér í Iðnaðarmannahúsinu laugardaginn. var, 14. þ. mán.; ágóð- anum skyldi verja til að styrxja is- lenzka glímumenn til fararinnar þang-. að. Það var góð skemtun, fór vel fram og skipulega, og glímt af mik- illi list af þeim, sem bezt tókst. Full- orðnir glímumenn voru alls 24. Auk þeirra glímdu nokkrir unglingar um fermingaraldur. Þeir munu vera frækn- astir glímumenn, Hallgrímur Benedikts son, Sigurjón Pétursson og Jónatan Þorsteinsson Hugsað er til að senda til Lundúna 4—5 hina færustu. Miður var þessi skemtun sótt en skyldi, og þyrftu bæjarmenn að gera bragarbót síðar. Ekki mun af veita til ferðastvrksins. Ríkisréttiiidi íslands. Skjól og skrij. — Svo nefnist nýtt rit, er þeir hafa samið, dr. phil. Jón Þor- kelsson landsskjalavörður og Einar Arnórsson cand. jur., en Sigurður Kristjánsson bóksali kostað, 240 bls. í mjög stóru 8 blaða broti. Það eru skjöl og skilríki fyrir því, að tímabilið 1262—1662 hafi landið verið að réttum og órofuum lögum konungsríki og haft full ríkisréttindi, og að alt, sem gerst hefir eftir þann tíma um breytingar á réttarstöðu landsins, sé á engan hátt bindandi fyrir landið eftirleiðis. Það er stói merkilegt rit, sem sjálf- sagt er að gera frekari grein fyrir síðarmeir. Sameignarkaupfelag Reykjavíkur — nefnist nýlega stofn- að félag hér í bæ, er ætlar sór að safna stofnsjóði (veltufé) með 10 kr. hlutum frá félagsmönnum til þess að geta ávalt keypt útlendan varning sem mest fyrir borgun út i hönd; að safna varasjóði til þess að félag- inu sá borgið á ókomnum tíma; að fækka svo sem unt er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarvið- skiftum; að útvega félagsmönnum sem bezt- ar vörur með svo góðu verði, sem unt er, og koma innlendum afurðutn í svo hátt verð, sem auðið er; að auka þekking félagsmannna, eink- um á samvinnuíélagsskap, verklegum framförum, vöruvöndun o. fl. Félagið ætlar að hafa verzlun og sölubúð í Reykjavík, og kaupa og selja vörur einungis fyrir peninga út í hönd. Formaður er Sigurður Sigurðsson Landsbúnaðarfélagsráðunautur. Botnvörpungur Marz (Hjalti Jónsson) kom inn i fyrra dag með allgóðan afla, eitthvað yfir 20 þús. Hefir fengið alls nál. 50 þús. það sem af er árinu.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.