Ísafold - 11.04.1908, Síða 1

Ísafold - 11.04.1908, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eúa tvisvar í viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eBa l‘/« dollar; borgist fyrir miöjan ^úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn (skrifleg) bundin viB áramót. er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viB blaBiB, AfgreiBsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. i. o. o. p. 894178 V2. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 í spital. Forngripasafn opiö A mvd. og ld. 11—12. Illutabankinn opinn 10—2 ^* og ó1/*—7. I?• U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Árd. til 10 síöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* siðd. íiandakotskirkja. Guðsþj.91/* og 6 á helgidögum. Uandakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 0—8.' Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripa^afn á sd. 2—8. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11— Næsta blað miðvikudagiim 15. þ. mán.9 en ekkert laugardaginn 18. Hvort betra er, Hvort betra er, að millilandanefnd- in, íslenzki minni hlutinn í henni, verði sammála eða ekki. Það kann sumum að þykja undar- leg spurning, að minsta kosti svona í fljótu bragði. Þeir munu vilja kalla það eitt sæmd vorri samboðið, að vér förum ekki að klofna í tvent, er á hólminn er komið við Dani, hvað sem líður viðskiftun- um og viðbúðinni i vorn hóp. Þeir munu vilja telja það vel ráðið og fagurt til afspurnar, er matarfarar- þingmennirnir létu ekki á öðru bera í hitt eð fyrra úti í Kaupmannahöfn en að þeir væri allir á einu máli, þetta eina skifti, sem þeir áttu sam- eiginlegar stjórnmálaviðræður þar við danska þingmenn, og framsóknarmenn unnu það til, að hafa ekki orð á því, sem þeim bjó inst í brjósti um end- urskoðun sambandsins við Dani, til þess að spilla ekki matarfriðinum þá. Það var fagurt afspurnar og góðum börnum líkt. En hvort það hefir verið eftir því forsjállegt, um pað munu nú vera orðnar skiftar skoðanir. Nú heyrist varla nokkur maður minnast á millilandanefndina öðru vísi en að upp stigi það andvarp frá dýpstu rótum hans innfjálga hjarta: O, að þeir yrðu sammála, allir hinir íslenzku nefndarmenn! Stjórnarblöðin eru jafnvel farin að segjast hafa frétt, að þeir séu sammála eða þáað þeir verði áreiðanlega sammála. En frétt geta þau ekki hafa skapaðan hlut úr nefndinni nema því að eins, að þar hafi einhver rofið heilaga þagn- arskyldu, einhver úr stjórnarflokknum í nefndinni; og getur þar naumast verið öðrum til að dreifa en sjálfum »húsbóndanum«; eftginn fer að væna hina um þá ofdirfð, að þeir fari að haga sér öðru vísi en hann mælir fyrir, menn, sem eru ekki einungis hans dyggir flokksfylgismenn, heldur nánir embættisþjónar hans og alúðar- vinir og venzlamenn. En hver gerir ráð fyrir þvílíkri óhæfu, öðru eins endemi? En um hvað eiga þeir að vera orðn- ir samtnála eða verða sammála, hinir íslenzku nefndarmenn ? Það virðist vera aðalatriðið, mestu máh skifta. vlU n°kkuð af þjóðinni un, en hmn hlutinn stefnir gagnstæða átt. þriðja ldð e) til í sambandsmálinu. Um annaðhvort af þvj tvenr ur það þá að vera, sem nefnd aðhvort er orðin sammála, eða sammála. En hvað segir sá hluti þjóðarinnar, sem er þeim málstaðnum fylgjandi, or þeir snúast í móti, hinir íslenzku nefndarmenn ? Annaðhvort er, að sú hin almenna Þsk nm ágreiningsleysi meðal landa vorra í nefndinni er hugsunarlaust varafleipur, er undir taka þeir sem Reykjavík laugardaginn 11. apríl 1908. 17. tölublað eru gagnstæðrar skoðunar um, að rverri niðurstöðu nefndinni beri að komast, — eða að þeir gera allir meira úr því sem er nánast fagurfræði-legt tilfinningamál, heldur en hitiu, hvað andinu horfir til heilla um ókomnar aldir, hvott sem það er heldur inn- limun eða rikis-fullveldi með skilyrði eða án þess. Alt hjal um ágreiningsleysi í nefnd- inni, hve það sé æskilegt, er með öðrum orðum einber hégómi, nema m að eins að lokið væri öllum ágreining meðal þjóðarinnar eða þjóð- málaflokkanna um, hvorn kostkin eigi leldur að taka, innlimun eða rikis- fullveldi. Vér sjálfstæðismenn mundum telja það mikið fagnaðarefni, með nánari skildaga þó, ef hinir íslenzku nefndar- menn yrðu allir á einu bandi, hinu | sama og vér. Hinum væri það því að eins fagn- aðarboðskapur, að þeir væri gengnir í lið með oss, orðnir sjálfstæðismenn, eins og vér. En á því hefir ekki bólað til þessa. Og það er naumast hugsanlegt, að svo sé orðið eða að svo verði fyrst um sinn, nema með því einu móti, að höfðingi þeirra, ráðgjafinn, hefði tekið sviplegum sinnaskiftum og gengið í lið með vorum mönnum í nefndinni. Þá ganga flestir að því vísu, að þeir mundu gera slikt hið sama, ekki ein- ungis samnefndarmenn hans úr stjórn- arliðinu, heldur flokkurinn allur eins og hann leggur sig. Því að kunq- ugra er það en frá þurfi að segja, að takmarkalaus drottinhollusta við hann, flokkshöfðingja sinn, er þeirra fyrsta og æðsta boðorð, — sú drottinboll- usta, að hafa aldrei aðra stjórnmála- skoðun en hann. Kæmi það fram, er brotið verður innsiglið frá munni nefndarmanna, að ráðgjafinn og hans menn hefði snúist í lið með vorum mönnum í nefnd- inni, stjórnarandstæðingum, þarf eng- inn að efa, að stjórnarliðsfylkingin öll mundi snarast á hæl í einni svipan, eins og einn maður, og skipa sér undir vort merki, sjálfstæðismanna, andspænis Dönum. En haldi ráðgjafinn sinni fyrri stefnu, í samkvæmni við alla sína íramkomu hingað til, þá fer því svo fjarri, að ágreiningsleysi í nefndinni væri fagn- aðarefni, að það væri hið mesta ólán, er oss gæti að höndum borið, og það í þjóðarinnar mikilvægasta velferðar- máli. Þau tíðindi merktu það, að vorir menn i nefndinni hefðu brugð- ist steínuskrá sinni, svikið oss í trygð- um. (En það mun þá að vísu aldrei henda. Því þarf enginti að kvíða). Þá væri sannarlega tifalt betra að nefndin yrði ósammála en sammála, þ. e. hinn íslenzki minni hluti hennar. Þá er enginn vafi um, hvort betra væri, friður eða misklíð, eindrægni eða sundurþykkja. Til eru þeir menn sjálfsagt, sem bera rnundu brigður á, að blessun fylgdi skyndilegn afturhvarfi ráðgjaf- ans og þar með fylgjandi einingu í hóp hinna íslenzku nefndarmanna. Þeir mundu treysta því valt, að aítur- hvarfið yrði endingargott, að það mundi endast langt fram yfir kosn- ingar, með sjálfsögðum sigri hans þá og hans manna —, fremur en t. d. áforrn hans á þingi 1903 um að taka ekki í mál, að yfirráðgjafinn danski réði eða ritaði undir skipun hins fyrirhugaða sérráðgjafa fyrir ísland, m. fl. í líka átt. Þeir segja, að hann mundi pá gefast fljótt upp og kjósa miklu heldur frið við Dani en vonleysis-baráttu, er hann mundi svo kalla, eftir hans skaplyndi og undanfarinni reynslu af djörfung hans og hugrekki, er við þá væri að skifta. Hn hvað sem liður því hugboði, þá er enginn vafi á þvi, að áminst aftur- hvarf ráðgjafans nú í nefndinni væri oss mikiil ávinningur að sinni að minsta kosti, og því stórmikið fagn aðarefni. Það er pá og það er pví að eins nokkur von um að Danir láti undan nú í neýndinni. Þess er ekki nokkur von, ef sjálfstæðisstefnuna styðja þar að eins þessir 3 íslenzku stjórnarand- stæðingar, sem i nefndinni eru. Þá er málið okkur tapað að sinni, skil- málalaust. En þó að ekki yrði því að heilsa, að Danir slökuðu til, áður en nefndin lýkur sér af, þá stæðum vér stórum betur að vígi í málinu áfram. Þá yrði sjálfstæðiskröfunum haldið fram á hverjum þingmálafundi í land- inu undir kosningarnar í haust, og enginn maður kosinn á þing, er þeim væri ekki fylgjandi. Þá yrðu þjóðinni hlunnindi að hinni orðlögðu, órjúfanlegu höfðingjaholl- ustu stjórnarliða. Þeir mundu fylgja flokkshöfðingja sínum þá eins og einn maður engu síður en þótt hann stefndi í gagnstæða átt. Því inst við beinið eru nauðafáir íslendingar innlimunar- menn. Þeim gengur ekki pað til aðal- lega, er þeir fylgja stjórninni, heldur höfðingjahollustan og flokksrígurinn, auk hlunnindavonarinnar fyrir sjálfa þá að ýmsu leyti, sem þeir gangast margir fyrir hér sem annarsstaðar, en vitaskuld engan veginn allir. — Þetta tvent græðist á því, hvernig sem fer, ef landar vorir í nefndinni verða allir sammála, — sammála þann veg, sem hér segir og einn er fær, sammála urn að láta sér eigi minna líka en að vér séum fullveðja ríki, og að kannast sé við það af hendi sambandsþjóðar vorrar í orði og verki, að það séum vér. En mikill vandi er kjósendum lands- ins á höndum, er skera skal úr, hver- ir hinna »umventu« stjórnarliða eiga traust þeirra skilið eftirleiðis. Það er afaráríðandi, að þeim skjátl- ist þar ekki eða þá sem allraminst. Þeim er sumum vel trúandi til að berjast jafndyggilega og vasklega utidir hinu nýja merki eins og hinu gamla. Hafi þeir einu sinni tekið sinnaskift- um, eru þeir menn eins trúir hinum nýja málstað. Aftur eru aðrir svo gerðir, að þeim er aldrei treystandi, og er afaráríðandi að láta ekki þakklætið fyrir sinna- skiftin koma fram í nokkuru trúnaðar- trausti í þeirra garð. Þeir eru eins vísir til að bregðast öllu trausti á nýjan leik. Og er þá hinu mikla máli í sýnan voða stofnað, ef nokkuð er undir þeim átt. Það fer og saman að jafnaði, að þeir hinir sömu hafa brugðist trausti kjósenda sinna í öðr- um málum og yfirleitt reynst þjóð- inni engir nytsemdarmenn á þingi, heldur þvert á móti. En um það tölum vér um frekara, er líður að þeirri hólmgöngu, kosning- unum í haust. Fyrst er nú að heyra, hvernig nefndinni reiðir af. Vér vonum alls hins bezta; en vitum ekki neitt um það fyr en á sínum tíma. — Því megum vér ekki gleyma, að allar fagrar óskir um ágreiningsleysi í nefndinni eru því að eins af viti hugsaðar og orðaðar, að sammála verði hún um það eitt, sem vel hlýð- ir: um'að halda fram óskoruðu sjálf- stæði landsins. Að öðrum kosti er ágreiningur betri en eining, sundurþykkja betri en samlyndi. Manntjón. Frakknesk fiskiskúta kom inn í Fáskrúðsfjörð eftir ofsa-veðrið síðasta í f. m. og hafði mist 5 menn í veðr- inu og skipið laskast rnjög. — Talið líklegt, að fleiri skipum hefði hlekst á þar um slóðir. Bœkur. Islandsk Benæs- sance. I Hundred- aaret för Jónas Hall- grímssons Födsel. Et Sty kke Litteraturhistorie af Olaf Hansen. Köben- havn 1907. Olaj Hansen er einn þeirra fáu danskra manna, sem lagt hafa rækt við tungu vora og bókmentir. Hann hefir áður þýtt úrval úr ljóðum beztu skáldanna okkar (Nýíslenzk ljóðagerð), og nú kemur þessi bók (Endur- reisnartimabil Islands). Bókin er ekki löng, I24 bls. Höf. hafði byrjað á henni fyrir tveim ár- um, og ætfað sér þá ekki annað en að rita stutta æfisögu Jónasar Hallgríms- sonar og flétta inn i hana þýðingum á nokkrum ljóðum hans og öðrum ritsmíðum. En þegar hann hugsar betur um það, sér hann sem er, að skáldið skilst ekki að fullu, þótt rann- sakað sé að um samtíð hans og henni lýst, hvað vandlega sem gert er. Það verður líka að benda á hagi þjóðarinnar jyrir hans daga. Og það gerir höf., lýsir þjóðarhögum íslend- inga frá því eftir miðja 18. öld og fram að dauða Jónasar Hallgrímsson- ar. Vitanlega verður að fara fljóttyfir sögu í svo litilli bók; en ótrúlega miklu er þar þó komið fyrir. Og öll er bókin einkar-skemtilega rituð, og af stórmiklum hlýleik og góðvildarþeli til lands vors og þjóð- ar. Höf. skilur Jónas Hallgrímsson vel. Svo vel, að sumuni mönnum ís- lenzkum veitir ekki af að lesa þessa bók. Og prýðilega tekst honum að þýða ljóðin eftir hann, þó að sum allra-íslenzkustu kvæðin tapi sér. Enda er ekki heldur svo hlaupið að því, að ná þeim hugsunum, sem islenzkum fjöllum og fjörðum og dölum, ís- lenzkum gljúfrabúum og giljum og grösugum hlíðum, íslenzkum bunu- lækjum og bakkafögrum ám — og íslenzkri tungu er trúað fyrir að geyma. Alt er þó vel þýtt; sumt aðdáan- lega vel. Jónas kveður: Heilsaða einkum, ef að fyrir ber engil, með húfu og rauðan skúf í peysu; þröstur minn góður ! það er stúlkan mín. O. H. þýðir það svona (bls. 108): (Hils, naar med Sang din Sommerdal du naar) især et Englebarn — hvis du det ser — med Hue paa, röd Kvast og saa i Tröje. Det er — min lille Drossel, du forstaar. Og það kalla eg laglega gert. Höf. hefir þýtt 8 kvæði heil eftir Jónas — mörg helztu kvæðin —, en brot úr öðrum. Það gildir einu hvar gripið er til: alstaðar ritar höf. um »listaskáldið góða« af hlýleik til hans og skilning á hon um. Þetta er út síðasta kaflanum: »Minst af æfi Jónasar Hallgríms- sonar, svo stutt sem hún er, var var- ið til skáldskapariðjunnar. En þess naut hún þó alls, sem hann vann annað. Náttúran varð lifandi fyrir sjónum hans, og skilningur hans á henni gerði hann að náttúruskáldi . . . . Tækifærisljóðin hans áttu sinn þátt í því að vekja þjóðina af svefni, og hann er fyrsta skáldið íslenzka, sem sannarlega hefir tignað náttúrufegurð- ina . . . Hann skipar ekki öllu rýmra sæti í bókmentasögu þjóðarinnar held- ur en i meðvitund hennar. Það er ekki meiri ellibragur á ljóðum hans heldur en ef þau hefðu verið ort i gær; yndisleikur málsins heldur þeim við. Og svo trúlega hefir hann lýst íslenzkri náttúru, að þær lýsingar eru jafn-nýjar í dag eins og fyrir 70 ár- um. Og eldheit ættjarðarást hans hefir vermt margan æskumannshug- ann alt fram á þenna dag. — En er nú hugsaniegt að starf hans lifi ann- arsstaðar en með þjóðinni hans ? JJj- taugin í skáldskap hans, listin og vald- ið á tungunni getur vitanlega aldrei notið sín að fullu annarstaðar en þar. En hinar, hvað er um þær? Og höfundur svarar: »Maður, sem skilur tilfinningar þeirr- ar þjóðar, sem er að reisa við af nýju og leitar til Jónasar Hallgrímssonar, — hann fer ekki jafnnær frá honum. . . . Og þeir einir fá ekki séð, að hann búi yfir nýjum hugsunum, sem sneyddir eru öllu skynbragði á nátt- úrufegurð. . . . Alt af lýsir hann því, sem er einkennilegast.« — — »Efhann hefði verið ritdómari*, seg- ir höf. í niðurl. bókarinnar, »þá hefði hann getað rutt H. C. Andersen braut.« Vér efumst ekki heldur um það. Hann skildi Andersen manna bezt. En vér efumst ekki heldur um hitt, að í Jónasi Hallgrímssyni hafi búið alveg jafnmikið eins og í þessu danska skáldi, sem svo frægt er orðið. Vér segjum ekki meira —, því að vér get- um ekki reist þá skoðun vora á nein- um rökum. En vérsegjum: jafnmik- ið, af því að öll líkindi liggja til þess. Síðustu árin var hann farinn að rita æfintýr í hans stíl — æfintýr, sem sem standa ekki að baki sumum beztu æfintýrum Andersens. Og áttu þeir þó við ólík kjör að búa eftir það er Danir tóku að skilja sinn snilling. Okkar snilling skildum við aldrei, ís- lendingar, — aldrei meðan hann lifði. Ekki fremur en aðra afburðamenn vora hingað til. Listavinur. Húsbruni a Seyðisíirði. Vinnukona skaðbrennur og deyr. Húsfreyja stekkur út um glugga og fótbrotnar á báðum fótum. Frá húsbrunanum á Seyðia- firði 13. f. m. (hús Nielsens kaup- manns), sem getið var í símskeyti i 11. tbl. ísafoldar, er svo skýrt í ný- komnum bréfum og blöðum að austan: Eldurinn kom upp með þeim hætti, að stofuofninn sprakk þegar vinnukon- an var að kveikja upp í honum um morguninn og hafði skvett i hann steinolíu. Eldurinn læsti sig þegar í föt stúlk- unnar, og þaut hún út og greip með sér steinolíuílátið. |>egar út kom, loguðu föt hennar frá hvirfli til ilja. Menn komu að og rifu utan af henni fötin, jusu hana snjó og slöktu þann veg eldinn á svipstundu. |>ó var hún evo skaðbrunnin, að læknir taldi vonlítið að hún mundi lifa, enda dó hún 8 dögum síðar (21. f. m.) í sjúhrahúsinu eftir miklar þján- ingar. Hún hét Kristín Halldórsdótt- ir, 17 ára gömul. Húsið stóð á svipstundu í björtu báli að innan niðri. En Nielsen kaupmaður, kona hans og tveir synir voru uppi á Iofti og í rekkju, en elzti sonur þeirra var kom- inn á fætur og út. Nielsen braut þegar upp glugga og lét sonu sína siga þar niður, stökk sjálfur á eftir og ætlaði að taka á móti konu sinni. Menn voru þá komn- ir að, og tóku í móti Nielsen, er nið- ur kom, svo að ekki sakaði, En áður en varði stökk konan út um gluggann, kom niður standandi og fótbrotnaði á báðum fótum um ökla- lið. |>etta gerðist í svo skjótri svipan, að eigi varð afstýrt eða hjálp við kom- ið. Kona Nielsens kaupmanns heitir Jónína Jónsdóttir, og er systir frú Sig- ríðar konu f>órarinB kaupm. Guðmunds- sonar á Seyðisfirði. Húsið brann til kaldra kola á skammri stundu og varð eDgu úr því bjargað. Hins vegar tókst að verja því, að eldurinn næði öðrum húsum, enda var bllðalogn. Slökkviáhöld voru í ólagi og komu því ekki að notum svo fljótt Bem skyldi. Húsið var vátrygt og húsmunir, en svo lágt, að eignatjón Nielsens er tal- ið um 37^ þús. kr. Meðal annars brunnu 500 kr. í peningum og höfuð- bækur verzlunar. En verzlunin var í öðru húsi.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.