Ísafold - 11.04.1908, Page 2

Ísafold - 11.04.1908, Page 2
66 ISAFOLD Erlend tíðindi. Auk yfirráðgjafans, Gunnars Knud- sen, er helzti maður eða nafnkend- astur í hinu nýja ráðuneyti Hákonar Norðmanna konungs, frá 18. f. m., Castberg sýslumaður, allmikill þing- skörungur og mjög framarlega í flokki hinna framgjörnustu frelsismanna. Hann er dómsmálaráðgjafi, en G. Kn. fyrir fjármálunum, auk ráðuneytisfor- menskunnar. Með utanrikismál fer Christoffersen, er var lengi yfirkonsúll i Belgíu. Landvarnarráðgjafinn heitir Heftye, áður ritsímastjóri. Það er í frásögur íært um hina nýju ráðgjafa, að þeir hafi fylt flestir flokk þeirra manna, er risu öndverðir gegn Karlstaðar-sáttmálanum 1905, er batt enda á misklíðina við Svía út af skilnaðinum. Þeir voru og þjóðveldis- sinnar í þá daga og andvigir því, að Karl Danaprinz yrði konungur Norð- manna. En sætt hafa þeir sig við það hvorttveggja síðan, er þeir fengu ekki sínum vilja framgengt þá. Gunnar Knudsen var meira að segja ráðgjafi í ráðuneyti Michelsens framan af skiln- aðarárið, en gekk úr þvi, er hann fekk því ekki framgengt, að þjóðvalds- stjórn yrði í lög tekin í stað kon- ungdóms. Hið gamla ráðuneyti, þeir Lövland og hans félagar, féll með 3 atkvæða mun, þ. e. 3 atkvæða meiri hluta á móti sér á þingi. Enda er mikil tvisýna á, hvert hið nýja ráðuneyti hefir viðunanlegt þing- fylgi. íhaldsliðið er því fjandsamlegt. Af pingi Dana er helzt að frétta geysi-rimmu út af Alberti, dómsmála- ráðgjafa þeirra hinum alkunna og ís- landsráðgjsfa fyrrum, gjörræði hans og ýmsu misindis-hátterni hans öðru embættisrekstri. Gengið í skrokk á honum í báðum þingdeildum, og brugðust honum þar krosstré sem önnur tré, þar á meðal annar eíns maður og Mogens Frijs greifi, höfð- ingi fyrir bandamönnum hans í lands- þinginu, hinum frjálslyndu ihalds- mönnum. í hinni þingdeildir.ni báru jafnaðarmenn o. fl. upp þingsályktun um rannsóknarnefnd á hendur hon- um um embættisrekstur hans, og studdu þá tillögu hans allir flokkar nema stjórnarliðið, sem hefir líklega afl atkvæða til að fá hana felda, þótt hæpið sé. Forsetinn, sem er stjórn- arsinni, hafði ekki tekið hana á dag- skrá, er siðast fréttist. Því er spáð, að þrákelkni J. C. Christensens yfir- ráðgjafa að halda i Alberti muni koma honum í koll og ráðuneyti hans öllu. Dáinn er 24. f. m. á Englandi her- toginn af Devonshire, einn meðaJ nafn- kendustu þjóðmálaskörunga Breta, hálfáttræður að aldri (f. 1833). Hann nefndist áður Hartington lávarður, þar til er hann tók við föðurleifð sinni, geysimiklum stóreignum víðs vegar um land á Englandi, með 7 höfuðbólum eða stórhöfðingjasetrum, er var hvert um sig konungshallar ígildi. Hann hafði setið á þingi hálfa öld, frá því 1857, og varð ráðgjafi 1866 fyrsta sinn, hjá Gladstone, og síðan hvað eftir annað, er G. var við stjórn. Hann var og höfðingi yfir framsókn- arþingliði Breta nokkur ár í stað Gladstones, er hann lagði niður for- ustuna (1875—78). En loks greindi hann á við G. út af heimastjórnar- máli íra 1886 og gerðist þá höfðingi yfir klofningssveit þeirri úr liði Glad- stones, er sig nefndi Sambands- menn, en slepti forustu þess við Chamberlain, er hann tók her- toganafnbót. Loks varð hann ráðgjafi hjá Salisbury 1895, höfðingja íhalds- manna langa hríð, en slepti em- bætti 1902, er Balfour gerðist yfir- ráðgjafi. Var þó eftir sem áður for- seti í leyndarráði konungs; hafði ver- ið það frá 1895. — Hann var vitur maður og stiltur vel, í hávegum hafð- ur af mótstöðumönnum sínum jafnt sem hinum. Meiri háttar slys varð í Mandal 28. f. mán. Stórt seglskip norskt á ferð frá Ameríku til Stokkhólms með stein- olíufarin og nafta sprakk í loft upp þar úti á firðinum og týndust þar 13 menn. Skipið var að leita frétta í Mandal um ísalög í Eystrasalti. Spreng- ingin heyrðist inn í borgina eins og voða-skrugga og byrgði fyrir sólu jafn- harðan af kolsvörtum, þefillum reyk- jarbólstrum. En að öðru leyti varð íslenzk fiskiskúta fyrst til bera fréttir af slysinu; hún hafði verið úti á firði að reyna nýja steinolíuvél, er hún hafði fengið sér í Mandal. Hún bjarg- aði stýrimanni á steinoliuskipinu og 2 mönnum öðrum. Skipstjóri var staddur á landi. Japanskt gufuskip, Matsumaru, varð fyrir árekstri seint í f. mán. skamt undan Hakodate og sökk. Þar týnd- ust 300 manna. Námusprenging varð í Wyoming í Bandaríkjum rétt fyrir mánaðamótin og kviksettust þar 70 málmnemar. Höndlaðir botnvörpungar. Jprjá botnvörpunga hefir Valurinn dan8ki höndlað frd því síðast, fyrstu vikuna af þ. m., sinn hverrar þjóðar, franakan, þýzkan og enskan, alla stór- seka um Iandhelgisbrot. Fyrst náði hann föstudag í fyrri viku, 3. apríl, enskum botnvörpung í landhelgi við Vestmanneyjar. Sá hafði ekki vörpu í botni og voru því ekki gerð upptæk fyrir honum veiðarfæri né afli. En sektaður var hann um 1200 kr. Daginn eftir hremdi hann þýzkan botnvörpung á veiðum í landhelgi við Dyrhólaey og fór með til VeBtmann- eyja, eins og hinn. Sá var sektaður þar um 1200 ríkismörk, og gerð upp- tæk veiðarfæri og afli. En með því illa gekk að ná úr honum aflanum vegna storms og mannaskorts, seldi sýslumaður honum meiri hluta aflans við vægu verði fremur. Loks kom Valurinn með hingað á miðvikudaginn franskan botnvörpung, er hann hafði staðið að landhelgisveiði einhversstaðar milli höfðanua, þ. e. Hjörleifshöfða og Ingólfshöfða. Hann varð að sæta 1200 kr. sekt, og upp- tækum afla og veiðarfærum, en fekk afl- an keyptan eftir óvilhallra manna mati. Veðrátta vikuna frá 5. marz til 11. april 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s - 2.4 0.7 - 1.3 - 5.0 - 3.7 b 0.2 M - 6.4 - 7.4 þ 7.5 - - 3.2 - 8.8 - 3.0 Þ - 1.2 - 2.1 - 4.8 - 1.5 - 5.8 - 8.1 M - 1.4 - 0.5 - 0.5 - 0.5 - 2.5 - 5.3 F f- 3.4 þ 3.0 - 3.0 - 2.0 - 0.3 - 5.0 F - 4.9 - 3.4 + 3.4 - 1.5 + 1.0 - 4.2 L I- 3.9 b 0.7 + 4.0 1- 2.0 b 1.5 b 5.7 Hver dagurinn öðrum blíðari þessa viku, að kalla má, líkari áliðnu vori en vetri. Qufuskipin. Ceres (Gad) lagði á stað héðan austur og til útlanda laugardagskveld- ið var. Farþegar: Sighv. Bjarnason banka- stjóri i bankaeftirlitsferð kringum land, og Ari Jónsson ritstjóri til Englands. Hólar komu 8. þ. m. og Skálholt og Esbjerg í gær. Farþegi á Skálholti Hannes B. Stephensen verzlunarstjóri frá Bildudal. Fljótshéraði 21. marz: Nú er verið að aka skólahúsB-efninu að Eiðuœ, en bæpið að þvi verði lokið áður en ísa leysir, ef sú tíð helzt sem nú er. Veturinn hefir verið mildur og jarðssell, hey því töluverð enn, fjárhöld góð, en fé holdgrant, enda verið beitt mikið og hey létt og sinumikil Magnús Sigurðsson á Hjartarstoðum ný- giftur Ólöfu Guðmundsdóttur frá Hreim- stöðum. Hann kmpir erfðahluta systkina sinna og móður i búi og jörð fyrir 15 þús. kr. og gerist þegar gildur bóndi, sem faðir hans (Magnús sál. Sigurðsson á Hjartar- stöðum). Iðnaðarmannafélag er nýstofnað 'á Seyðisfirði með um 30 meðlimum. Það er þegar tekið til að undirbúa iðnaðarsýningu þar á komandi sumri. Fyrir framkvæmd- um stendur Hermann Þorsteinsson bæjarfulltrúi. Eiðavatn hefir Bergur Helgason, skólastjóri á Eiðum, rannsakað nýlega. Hann telur kleift að þurka upp vatnið að svo miklum mun, að við það græð- ist 3—400 dagsl. slægjuland, er af mundi fást um 1500 hestar af heyi. Herskipið Heimdallur hið danska, sem hér hafði strand- gæzlu einu sinni, kvað eiga að vera við hertamningar við Austurland í sumar og hafa aðal-bækistöð á Seyðis- firði. Hann á jafnframt að annast landhelgisvarnir þar um slóðir. t Okunn yfirráð. Eftir Sigurð Ibsen. II. (Nl.). Og visindin munu ekki heldur rengja, að til kunni að vera sálaröfl á einhverju æðra tilverustigi en því, er vér lifum á. Vísindamönnunum hefir nú lærst að líta öðrum augum á andleg fyrir- brigði en áður. Þeir lít nú ekki lengur svo á, að þau séu nauðsynlega bundin við taugakerfið. Þvert á móti virðist þeim svo, sem alstað- ar í heiminum verði vart einhverra sálarafla. Þeir ætla jafnvel, að ein- hvers konar vilji eða tilfinning eigi þá hlut að máli, er svo einföld fyrirbrigði gerast sem þau: að segulsteinninn dregur að sér járn, að vatnsefni og súrefni blandast og verða að vatni, að efnið og ljósvakinn leitast við að samlagast, en verjast fastlega fráskiln- aði, o. s. frv. Þeirri kenning hefir oft verið haldið fram, að öll fyrirbrigði ætti sér skýringar í einni frumlind. Það er nefnt á útlendu máli mónismi. Haeckel, náttúrufræðingurinn þýzki, og hans fylgismenn, héldu henni mjög á lofti. Það er eitt í kenningu þeirra, að sálaraflið sé uppsprettulind alls máttar, og að sú lind sé svo víðfeðm, að hvarvetna í náttúrunni eigi hún sér kvíslir, stórar og smáar. Minstu kvísl- ina í ódeilisögninni, en stærsta í sál hinnar æðstu líftegundar. Og líffæra- kerfi mannsins er fullkomnast þeirra, er vér þekkjum. En óðs manns æði væri að fullyrða, að hvergi í náttúr- unni sé til æðri líftegund, að í öll- um alheiminum geti engin stærri kvísl runnið úr uppsprettulind sálaraflsins heldur en sú, er fellur í hlut vorn mannanna. En séu nú til einhver sálaröfl á æðra tilverustigi en vér erum — hverjar hugmyndir gerum vér oss þá um starf þeirra? Ja — nú er sá galli á gjöf Njarð- ar, að tungu vora þrýtur orð og hug- myndaskeið vort er hlaupið á enda þegar hingað er komið. Hann er auðsær, ófullkomnunar-hængurinn, sem á því er að fara að reyna að gera sér grein fyrir athöfnum ókunnra yfirráða með því, að nota til þess líkingar, teknar úr þeim heimi, sem stjórnast af öllu öðru lögmáli. En vér höf- um engin önnur ráð; vér eigum eng- in völ á annari aðferð til að skýra þær. Og nú vil eg reyna að gera mönnum það ljóst, við hvað eg á. Eg get ekki gert það nákvæmara en með þessu dæmi: Maður er á gangi fram hjá maura- þúfu. Hann stigur óvart ofan á hana eða fer að róta til í maurahrúgunni með staf sínum, annaðhvort til rann- sóknar eða þá af því, að honum þyk- ir það betra en að gera ekki neitt. Hvað hefir borið við? Skorkvikindi kramist, göngin hrunið, og alt kom- ist í uppnám og á ringulreið hjá mauraveslingunum. En ekki líður á löngu, áður en lagi er komið á aftur. Þeir eru dregnir burt, sem drepist hafa; ójöfnurnar sléttaðar, sem á hafa komist — og maurarnir taka til af nýju að gera göngin hjá sér. En hafa þeir nokkra hugmynd um hvað gerst hefir? Vita þeir hver hefir raskað svo til um híbýli þeirra? Röskunina hafa þeir orðið varir við; en hafa þeir nokkra hugmynd um orsök hennar? Sjálfsagt ekki. Það er nú fremur af skornum skamti, sem vér vitum um maurana. En að öllum líkindum vita peir ekki hið minsta hót um oss. Vér teljum þá mjög vel viti bornar skepnur, en vitsmunum þeirra er alt öðru vísi háttað en vorum. Oss er að því leyti minna áfátt en þeim; vér getum al- veg farið með þá að vorri vild, orð- ið þeirra örlaganornir, ef oss þóknast, og komið eins og skrattinn úr sauð. arleggnum þegar þeir eru sem óhult- astir um störf sin. Og þó er óhætt um það, að þá órar naumast fyrir nokkurri þekkingu á oss, hvað þá meira. Með líkum hætti og þessum gæt- um vér hugsað oss einhver öfl, meiri oss og fremri að öllum hæfileikum, sem hlutuðust til um hagi vora, án þess þó að oss væri tilvera þeirra kunn. Eins er því háttað um þá mauraþúfu, sem nefnd er mannfélag, að þar kemur mörg umbyltingin óvænt, og hvernig sem á stendur. Krökt er af dæmum þess, að stórkostleg andleg umskifti verða svo að kalla á svipstundu, nýjar stefnur koma alt í einu í ljós, nýjar hugsanir eru born- ar fram — og alt þetta tekur heilar þjóðir og aldir óskiljanlega föstum tökum. Það er engu likara en að haföldum hugsana hafi sópað yfir löndin, og að þar með hafi heilar allra mannanna komist á hreyfingu. Og agndofa sitjum vér yfir þeirri hugsun, hvaðan öldurnar séu íunnar. Það mundu maurarnir ekki hafa gert í okknr sporum. En vér erum nú svo skapi farnir, að oss langar til að kunna skil á hverju fyrirbrigði, vita um orsök þess og samhengi. Og því er það, að til eru á meðal vor heimspekingar, sagnfræðingar og þjóð- menningarþulir. Það er þeirra hlut- verk að rannsaka þessi mál og graf- ast fyrir um orsök þeirra, en hitt ekki, að segja fyrir óorðna hluti; enda rætast þá sjaldan spárnar. En þegar vissa er fengin um það, að einhver umbylting hefir orðið líkrar tegundar og hér ræðir um, — þá fræða þeir oss um það, og skýra oss frá orsökum þeim, er að henni liggja. Rekja til rótar allar ástæður þess, að þessar urðu orsakirnar og ekki aðrar. Þeir benda oss á, hvernig alt var í haginn búið áður en hún kom og að að því hafi stuðlað: náttúrútilhögun, kynseinkunnir, þjóðfélagsástandið, áhrif mikilsmegandi manna og áhrif þorr- ans á báða bóga, annaðhvort eins og eins manns eða allra í sameiningu, o. s. frv. Og svona verðum vér að fara að því að skýra breytingarnar, sem verða á högum mannfélagsins. Annan veg getum vér það ekki. Vér verðum að sjá og þreifa á orsökum þeirra. Víst er um það, að oss virðast þessar or- sakir valda miklu um. Eg ber ekki heldur á móti því, að svo kunni að vera. En eru þær einar um hituna, koma þær mestu til leiðar, eru þær aðalorsakirnar ? Vér sitjum með veraldarsöguna í höndunum. Viðburðaþáttunum er vel og skipulega niður raðað. Vér les- um um atvik þau, er valdið hafa hin- um stórkostlegustu viðburðum og breytingum á heiminum. Vér lesum til dæmis að taka um rómverska rík- ið: hvernig það fer í mola, eða um stjórnarbyltinguna á Frakklandi: hvern- ig bún brýzt fram. Höfundurinn hef- ir búið til nákvæma reiknings-skýrslu yfii það, sem þessum stórviðburðum veldur. Hann hefir borið saman tekju- lið og gjalda í þeim reikningi og bendir oss nú á, hver reikningslokin hljóti að verða. En þegar vér höf- um endurskoðað reikninginn, þá finst oss líklega æði-mörgum sem að ein- hverja meiri eða litla upphæð hljóti að vanta til þess að vér skiljum þessa útkomu. Vér segjum með sjálfum oss: Þetta er nú alt saman gott og blessað og liggur svo sem i augum uppi; en — er þarna komin öll skýr- ingin, sjáum vér þarna allan sannleik- ann eins og hann er? Stendur ekki eitthvert öflugra vald að baki, sem vér þekkjum ekki? Og meira að segja. Oss fer að gruna, að alt, sem nefnt er athafnir og þroski og framfarir og afturfarir, eða §inu nafni veraldarsaga, sé að lokum ekkert annað en áhrif máttar- strauma, sem upptök sín eiga fyrir utan skynjanasvið vort mannanna. Það sé ímyndun ein, að þetta alt séu vorar aðgerðir; vér séum ekki annað en leikfang í höndum ókunnra yfir- ráða, sem sitja við stýrið. Þessa skoðun hefir mannkynið alið í brjósti sér alla tíð og nefnt forlagatrú. Hún birtist ýmist í hugtökum (anarka með Grikkjum, falum með Rómverjum, kismet með Múhameðstrúarmönnum) eða þá i persónugerving (örlagadís- irnar, valkyrjurnar, nornirnar). í forn- aldarskáldskap austurlanda birtist hún, í Hómerskvæðunum, sorgarleikum Grikkja og eddukvæðunum norrænu. Stórfenglegustu skáld heimsins — Shakespeare, Goethe — virðast hafa verið undir áhrifum oss yfirskilvitlegra valda. En hitt er þó enn merkilegra, að atkvæðamestu stjórnmálaskörung- arnir — Cæsar, Napoleon — hafa verið eldheitir örlagatrúarmenn. Að pví leyti hafa náttúrurannsókn- irnar ekki flutt oss neinn nýjan boð- skap. En þær hafa fært til þess vís- indalegar sannanir, sem áður voru getgátur einar. Að til sé heimur ut- an vorra skynjanatakmarka, að hann taki þar við, sem skilning vorn þrýt- ur — það er ekki lengur nein til- gáta: vér vitum að hann er til eins vel og vér vitum nokkuð annað. Eng- in svo nefnd heilbrigð skynsemi fær lengur talið oss trú um, að veruleik- inn sé bundinn við það eitt, sem vér fáum séð og beyrt, fundið og þreif- að á, vegið og rnælt. Vér vitum, að til er heimur jafnverulegur og sá, er vér lifum I. Það getum vér fullyrt; en ekki heldur fleira. Vér rennum ekki grun i, hver áhrif hans eru á oss, né vor á liann. Þar við lendir; vér verðum að láta oss það nægja, nú eins og áður, að skýra fyrirbrigði lífsins að þeim einum hætti, sem þekking vor kann til. En vér erum ekki jafn-öruggir og áður um að þær séu réttar. Leyndardómur lífsins elt- ir oss, og sú hugsun sleppir aldrei af oss tökunum, að tilvera vor sé á yfirborðinu, en ekla í djúpinu; og að orsakir þær séu að eins hýðið af aldininu — kjarnann eigum vér ófund- inn —, og að samhengið, sem vér getum bcnt á, séu molar einir úr miklu stærri heild. Gauti. Af ferðum Valsins. Skömmu eftir að fiskur var kominn inn fyrir Garðskagann, fóru botnvörp- ungar að halda sig þar í nánd, án þess þó að gera mikið veiðarfæratjón eða að þeir væru staðnir að veiði í land- helgi. Af hræðslu um skemdir af þeirra hendi skrifaði sýslumaður í Hafnar- firði yfirmanni á Valnum, og mæltist til að þessu svæði væri veitt sérstak- leg athygli þegar ástæður leyfðu. Varði yfirmaður því töluverðum tíma til þqssa staðar, en árapgurslaust, þar til 29. marz, að tveir botnvörpungar voru teknir og færðir inn til Reykjavfkur. þegar skipið var ferðbúið var farið af stað og haldið suður og austur með landi ; hafði undaufarna daga verið stormasamt, og sökum þess, að búast mátti við að eitthvað hefði orðið að fiskiskipunum, var haldið í milli fiski- miða þeirra og lands, til að geta jafn- framt litið eftir hvorutveggja, enda hittum við fiskiskipið Ásu, sera hafði veikan mann, er var að læknis ráði fluttur til Vestmanneyja. Hafði ekk- ert orðið að því skipi í stormunum, og var þá búið að afla fuli 10,000 fiska. Við sigldum efcír það fram hjá fleiri skipum, sem ekkert merki gáfu, og töldum við þeím því líða vel. Eftir að við komum til Eyjannamá segja að hver dagurinn hafi verið öðr- um líkur, sífelt ferðalag þegar veður leyfði, ýmist með fullum hraða eða kyrru, og þá oftast þar eftir samhliða öðru skipi til næstu hafnar. þegar litið er til þess, hversu marg- ir botnvörpungar nú stunda veiði ná- lægt Vestmanneyjura og þar í grend, er mesta furða, hve fáir þeirra eru í landhelgi, t. d. lágu þar í stormi einn daginn 74 botnvörpungar ; dagana áð- ur fór skipið meðfram ströndinni Ianga leið og í kring um Eyjarnar og sáum að eins fáa nálægt landhelgi og einn f landhelgi; hann var færður til Eyjanna. Fiskigöngur. það var 9. marz, er við sáum 'sílið í nánd við Reykja- nes; en 11. s. m. fiskuðu allir vel, er net áttu í Garðsjó, og næstu daga eft- ir var agætis &fli, sem þó miukaðiaft- ur, enda var stormasamt allan seinni hluta marzmánaðar. Um sama leyti fiskuðu öll þilskipin meira eða minna á öllu svæðinu frá Reykjanesi til |>or- lákshafnar, bæði djúpt og grunt. Um 14. marz mun fiskur hafa kom- ið til Eyrarbakka, en ótíð tafði róðra. Um 20. s. m. vita menn að fiskur er kominn milli Vestmanueyja og lands og um svipað leyti til Dyrhólaeyjar ; en vestur og austur af Vestmanneyjum frá því fyrst að reynt var í vetur og nú þann 4. apríl var mjög mikill fisk- ur 20—30 mílufjórðunga í S. S. V. af Vestmanneyjnm. Yfirleitt mun mikill fi8kur hafa komið upp að suðurland- inu í vetur, og kemur það heim við trú gömlu mannanna. J>eir álitu, að þegar fiskur kæmi beint af hafi, yrði gott fiskiár. Aflinn í Vestmannaeyjum í vetur er sórstaklega góður; vorueinstöku vélar- bátar nú 4. þ. m. búnir að fá alt að 12000 fiska á skip, og fiskurinn þar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.