Ísafold - 23.05.1908, Side 1

Ísafold - 23.05.1908, Side 1
Kenrar út ýmist eina sinni eða tvisvar i vikn. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða l‘/« dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blaöiö. AfgreiÖsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 23. maí 1908. I. O. O. F. 895299. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spítaJ. Korngripasafn opiö A mvd. og ld, 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */» og ð»/«—7. K. F. U. M. Lestrar- og skcifstofa frá 8 árd. til 10 síðd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */s siod. Landakotskirkja. GuOsþj.OVa og 6 á helgidögum. LandAkotsspitali f. sjúkravitj. 10*/*—12 og 4—5. Lnndsbankinn 10* l/s—21/«. Bankastjórn við 12— 1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8.' Landsskjftlasafnið á þvd., fmd. og ld. i2—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11 12. NáttúiugnpasRi’n k sd. 2—8. Tannlækning ók. i Póstliússtr. 14, l.og3.md. 11- Bruuabótagjöhlum er við- taka veitt mAnudaga og fimtudaga kl. 2l *l2~5‘/2 í Austurstræti 20. J>eiin er aivara. Þeim er alvara, Döuum, að iáta það ekki á sig ganga, að ísland sé riki, og því síður fullveðja ríki. Þeir forðast orðin þau bæði eins og heitan eld í öllum sínum tillögum, og hafa fengið íslenzku nefndarmennina alla nema einn (Sk. Th.) í lið með sér um það. Jafnvandlega sneiða þeir og hjá orðinu sáttmála. Það stendur heima, sem ísafold gizkaði á, að ' það er ekki annað en þýðingarvilla þar sem það stendur í íslenzka uppkastinu i 9. gr. Þar stendur í danska frumritinu orðið Overenslmnst, eins og spáð var. — Þess skal getið hér, að sú þýðing- arvilla sem aðrar 1 uppkastinu er að kenna nefndinni sjálfri, en alls ekki tíðindamanni Blaðskeytabandalagsins 1 Khöfn. Hann hefir símritað íslenzku þýðinguna á frumvarpinu (uppkastinu) orð fyrir orð eins og nefndin hefir frá henni gengið og prenta látið í nefndarskjölunum. Eins og sjá má á Sögunni aj sam- bandsnejndarstarfinu hér í blaðinu í dag stingur Sk. Th. einmitt upp á hinu rétta orði: jullveðja ríki (suveræn Stat). En það feldu hinir allir í einu hljóði að sögn, þar á meðal hinir íslenzku samnefndarmerm hatis allir 6. Aðra tilraun gerði Sk. Th. í sömu átt með breytingartillögu sinni við 5. gr. um að hafa þar orðin: um fiski- veiðar í landhelgi beggja rikja, í stað landhelgi við Danmörku og ísland. En steindrepin var sú breytingar- tillaga fyrir honum ekki síður en hinar. Konungur tók einmitt svo til orða i Kolviðarhólsræðu sinni í fyrra, tal- aði um ríkin bæði. En Danir mega ekki heyra það nefnt, og 6 af 7 íslendingum i nefnd- inni eru þeim sammála og samtakai Og glögt er það enn, hvað þeir vilja. Oss er nauðugt að rengja bræðra- þelið hálofaða. Vér viljum fegnir trúa á það, trúa því, að bræðrum vorum við Eyrarsund gangi aldrei nema gott til í öllum tillögum sínum i vorn garð, að bræðraþelið lýsi sér jafnan í öllum þeirra orðum og gjörðum. En það er svo ilt að ráða við minnið. Það fæst ekki til að sofa. Það fæst ekki til að gleyma þeim umliðnum atburðum, sem bezt kæmi sér oft að féllu í gleymskunnar dá, ekki sízt á hærri stöðum. Ein saga frá umliðnum ölduun fer eigi úr huga mér, segir skáldið. Hún er nú ekki frá nmliðnum öld- nm, sagan, sem rifjast mun upp fyrir flestum þeim, er eitthvað kunna í stjórnarbaráttusögu vorri. Hún er frá fyrstu missirum þess- arar aldar, 20. aldarinnar. Það er sagan af því, er konungur heitir oss áheyrn um stjórnarbót á öndverðu ári 1902, óbreyttu frum- varpi þingsins frá sumrinu áður að því einu viðbættu, sem oss gat ekki annað en komið vel, að ráðgjafinn íslenzki skyldi hafa aðsetu í Reykja- vík, með þeim einum bögli með því feita skammrifi, að vér yrðum að greiða kostnaðinn, sem af því leiddi; þ. e. af bústaðarfærslu hans hingað frá Kaupmannahöfn. Hét því með ráði íslandsmála-ráðu- nauts síns og með fullu samþykki alls hins nýja ráðuneytis, frelsisvin- anna miklu, sem þá voru nýseztir að völdum. Hét því orðalaust og mintist ekki einu orði á neina ríkisráðssetu. Hét þvi hiklaust, þótt alt til þess tíma hefði kent verið af öllum dönsk- um lögspekingum, að einingu ríkisins danska væri voði búinn, ef ráðgjafan- um frónska væri slept burt frá kon- ungssetrinu og út úr ríkisráðinu, og stjórnin danska haldið rígfast við þá kenningu. Þetta stóð í konungsboðskapnum. Það vissu þeir vel, ráðunautar kon- ungs, og þá ekki sizt sjálfur yfirlög- sögumaður Danaveldis, sem fór þá með íslenzk mál samhliða í hjáverk- um sínum. En þegar frumvarpið kom á eftir, stjórnarskrárfrumvarpið, pá var kom- ið þar í boðorðið um rikisráðs- setuna, og það látiö fylgja, að ef al- þingi gengi ekki að þvi, fengist eng- in stjórnarbót! Það er hið fræga stjórnkænsku-afrek Albertis hins réttláta. Með þeim hætti lét dönsk stjórn- kænska sjálfa sig ekki án vitnisburðar pá. — Minninu getur ennfremur orðið á að hvarfla dálítið lengra aftur í tím- ann, til eldri stjórnarskrárinnar, frá 1874. Þar stóð nú berum orðum einmitt í sjálfri stjórnarskránni, 2. gr.: »Konungur hefir hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands — — og lætur ráðgjafann fyrir ísland framkvæma það. Enginn varaði sig á öðrn þá en að íslandsráðgjafinn væri heill maður með heyrn og máli, holdi og bloði, eins og álfarnir; þeim minni gat eng- inn hugsað sér hann. En hvernig hafði dönsk stjórn- kænska það þá? Snaraði í oss broti úr aldönskum ráðgjafa og lét oss búa við það 30 ár! Nú er mörgum spurn: Er ekki þetta nýr danskur stjórnkænskuvottur og um leið nýr »sigur heimastjórnar- manna«, að hjala um það munnlega, að vér eigum að vera fullveðja ríki ogtæpta eitthvað á þvi í nefndaráliti, en varðveita lögin vandlega fyrir þeim ósóma? Minnið er vandakind, eins og við- kvæmnin. Það drepur stundnm á dyr og gerir ónæði þegar verst gegnir. Jóhann Sigurjónsson skáld, frá Laxamýri í Þingeyjar- sýslu, lauk í vetur við að semja leik- rit á dönsku: Gaarden Hraun. Fyrir tveim árum samdi hann á dönsku fyrsta rit sitt, leikrit líka (Dr. Rung). Það er í ráði, að þessinýileikurhans verðisýndurnæstaleikárí tveimur einna merkustu leikhúsum Norðurlanda, þeim Dagmarleikhúsinu i Kaupmannahöfn — þar er leikhússtjóri Martinius Niel- sen — og þjóðarleikhúsinu í Krist- janfu. Leikhússtjóri þar Vilhelm Krag, skáld og rithöfundur. Vér höfum heyrt það eftir öðrum þessara leikhússtjóra, Vilh. Krag, að ekki verði deilt um það, að leikurinn sé sannarlegt listaverk. — Hann kem- ur út að vetri í bókverzlun Gylden- dals. — Eigum vér ekki að fara að reyna,íslend- ingar, að eignast sjálfiríslenzkleikrita- skáld, áður en þeir verða fleiri að fara að rita fyrir aðrar þjóðir og á öðru máli ? Leikhúslausir getum vér það ekki. Landsbúnaðarféiagið. Þar var ársfundur haldinn 13. þ. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Fundar- stjóri var forseti félagsins, Guðm. pró- fastur Helgason. Eftir framlögðum reikningi átti fé- lagið í siðustu árslok nær 57 þús. kr., þar af 16Y2 þós. i skuldabréfum og i sparisjóði. Hafði aukist á árinu um nær 780 kr., þar af 530 kr. í tillög- um nýrra félagsmanna (53). Félagsstjórnin hafði tekið að sér eftir síðustu áramót búnaðarskólasjóð og búnaðarsjóð Austuramtsins (421-)- 1688 kr.l, er verja skal af 5/6 árs- vaxta til búnaðarskóla á Austurlandi, en leggja lj6 við höfuðstól. Til rcektunarjyrirtækja annarra en gróðrarstöðvarinnar hafði, auk þess fjár, sem gengur til fjórðunga-búnaðar- félaganna, verið varið á árinu: Til vatnsveitinga kr. 667,25, til sandvarn- argirðinga kr. 360,00, til sáðlands- sýnistöðvar kr. 100,00, til girðinga kr. 460,00, til sjógarða kr. 1913,66. Það lítur út fyrir, að félagið muni á þessu ári og hinum næstu þurfa að verja miklu fé til styrktar satngirðing- um, þar sem nú eru í undirbúningi á nokkrum stöðum eða þegar byrjað- ar samgirðingar margra bæja um tún og engjar. A þessu ári (1908) hefir félagið heitið 625 kr. styrk til einnar slíkrar girðingar, rúml. 3 mílna langr- ar, í Glæsibæjarhreppi, lengstu girð- ingar á landinu. Önnur er í undir- búuingi í Fljótshlíð, 2^/2 míla. Eftir ákvörðun Búnaðarþings er i ráði að koma upp 2 auka-gróðrarstöðv- utn, annari austan fjalls, en hinni í Borgarfirði, ef héruðin vilja styrkja til þess. Búnaðarfélagið vill leggja til nvorrar þeirra 350 kr. þetta ár og 100 br. næsta ár. Ekki er enn kunn- ugt um undirtektir sýslunefndanna, sem ritað hefir verið um þetta. Til kynbóta var varið kr. 7,749,54. Þar af til 14 hreppasýninga samtals 1270 kr., og til einnar héraðssýning- ar (við Þjórsárbrú, í sambandj við konungskomuna) 125 kr. Sauðfjár- kynbótabú 5 voru styrkt með °oo kr. hvert: Fjárræktarfélag Þingeyinga og búin á Breiðabólstað i Borgarfirði, nautabú í Skagafirði, á Tindi í Stranda- sýslu og Hreiðarsstöðum i Fljóts- dalshéraði. Tvö þau síðast töldu eru ný. Eitt hefir lagst niður, á Fjalli í Skeiðum, vegna bráðapestar í fénu þar. Til styrks nautgriparæktarfélögum 15 var varið 2,790 kr. Til hrossakyn- bóta 1450 kr.; þar af hrossakynbóta- bú Skagafjarðarsýslu 500 kr., hrossa- ræktarfélög Húnvetninga 300 kr., Austur-Landeyja 300 kr. og Fljóts- dalshéraðs 200 kr. Reynhverfingar fengu 150 kr. styrk til girðingar fyr- ir kynbótahross. — Hallgrímur Þor- grínreson á Einarsstöðum fekk 150 kr. styrk til ferðar um Þingeyjarsýsl- ur og Fljótsdalshérað til að kynna sér kyn og lifsskilyrði sauðfjár. Skýrsla hans kemur í Búnaðarritinu. Sá styrk- ur var ekki greiddur fyr en reikn- ingi var lokið, og kemur því ekki fyrri en í næsta reikningi. Til náms- skeiðs fyrir eftirlitsmenn nautgripa- ræktarfélaga var varið kr. 409,92. Það námsskeið hefir til þessa verið haldið að áliðnum vetri, en næst verður það frá 1. nóv. til 15. des. Er sú breyt- ing gerð einkum vegna þess, að bún- aðarþingið síðasta ákvað, að ekki skyldi frá ársbyrjun 1909 veita styrk neinu nautgriparæktunarfélagi, sem hefði ekki eftirlitsmann. Enn vantar nokkur þeirra eftirlitsmanninn, og þurfti að gera þeim kost á að hafa fengið hann fyr- ir árslok næstu. Við námsskeið þetta í vetur áttu nemendur í fyrsta sinni kost á að læra að gera berklaveikis- rantisóknir á kúm með tuberculin. Til utanjarar var styrkur veittur: Til námsdvalar á mjólkurbúum 3 bú- stýrum, Aðalbjörgu Stefánsdóttur, Ingunni Stefánsdóttur og Sigurbjörgu Jónsdóttur, 150 kr. hverri. Til náms i landbúnaðarháskólanum í Khöfn Hann- esi Jónssyni 300 kr., Páli Jónssyni 300 kr. Benedikt Blöndal 200 kr. og Ingimundi Guðmundssyni 200 kr. Til náms við búnaðarháskólann i Asi í Norvegi Metúsalem Stefánssyni 200 kr. og Jokob Líndal 150 kr. Til hús- stjórnarnáms í Noregi Ragnhildi Pét- ursdótt ur^oo kr. Til að ferðast milli kjötsala og kynna sér sláturhúsa- gerð og til bjúgnagerðarnáms Vigfúsi Guttormssjmi 225 kr. Frá honum er komin fróðleg skýrsla um kjötsöluna, sem verður prentuð í Búnaðarritinu. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík var i byrjun þ. á. afhentur forstöðukonu hans jungfrú Hólmfríði Gísladóttur, samkvæmt ályktun búnaðarþings. Hef- ir hún skuldbundið sig til að halda skólanum áfram 1 ár fyrir hverjar 500 kr. af skuldlausri eign hans, en eignin var rúmar 1800 kr. Búnaðarþingið ætlaði 800 kr. til jarandkenslu í kússtjórn og matreiðslu ivort árið, 1908 og 1909. Jungfrú Jónína Sigurðardóttir, er þá kenslu lafði haft á hendi nyrðra undanfarið, stofnaði í haust hússtjórnarskóla í gróðrarstöðinni við Akureyri, og gat þvi ekki orðið af farandkenslunni í vetur. Nú hefir verið auglýst að í boði sé styrkur til slikrar kenslu nyrðra eða eystra næsta vetur, 60 kr. á mánuði. Jungfrú Ragnhildur Pét- ursdóttir, sú er fyr var getið, hefir lofað að taka að sér kensluna syðra eða vestra. Meðal óvísu gjaldanna voru þessar fjárhæðir stærstar: til smjörsýningar við Þjórsárbrú 200 kr., til trjáræktar- stöðvarinnar á Akureyri 200 kr., til Hólamanuafélags, sem látið hefir halda fyrirlestra nyrðra, helzt um búnaðar- efni, 100 kr., til Magnúsar dýralækn- is Einarssonar 100 kr. fyrir umsjón með fjárbólusetning, með því skilyrði, að hann stuðli sem bezt að því, að efni fáist til bólusetningar og gefi skýrslu um árangurinn. Skýrslurnar frá bólusetjurunum um bólusetning- una i vetur eru nú óðum að berast að. Yfirlitsskýrslan þó ekki enn sam- in; en svo mikið segir dýralæknir að sé víst, að »bláa« efnið, sem nú var bólusett með, hefir reynst vel, séð á kindunum hæfilega mikið, en fáar far- ist af bólusetningunni og fáar af þeim bólusettu farist úr pest. Rúnaðarnámsskeiðið, sem haldið var í vetur hálfsmánaðartíma við Þjórsár- brú og skýrsla var um í Búnaðarrit- inu, var vel sótt og vinsælt mjög, og sýnist hafa komið að góðum notum. Til þess var varið um 475 kr. Þótt það sé nær helmingur þess fjár, sem ætlað er til óvisra gjalda, sýnist sjálf- sagt að halda slíkt námsskeið aftur næsta vetur. Forseti gat þess, hvað gert hefði verið út af tillögum aðalfundar í fyrra : Um sætheysgerð og súrheys. Bún- aðarþingið sá sér ekki fært að sinna þvi máli á annan hátt en þann, að félagsstjórnin feli ráðunautunum að leiðbeina á ferðum sínum þeim, er þess óska, i þeirri heyverkun. Það hefir verið gert. Um prijaböðun. Búnaðarþingið skor- aði á Iandsstjórnina að láta framkvæma almennar fjárbaðanir til útrýmingar fjárkláða, en þótti þá ekki þörf þrifa- baðana á meðan, og veitti ekkert fé til þeirra. Um að útvega verkjœri og reyna pau. Búnaðarþingið samþykt þeirri tillögu. Jón Jónatansson, bústjóri í Brautar- holti, hefir í vetur farið utan (til Dan- merkur, Svíþjóðar og Norvegs) með styrk frá Búnaðarfélaginu í því skyni, 28. tðlublað Harmoniumskóli Ernst Stapfs öll 3 heftin, í bókverzl- un ísafoldarprentsm. Viöskiítabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Verð: 8, 10, 12, 15, 20, 25 og 35 aurar. Sálraabókin (vasaútgáfan) fæst nú í bókverzlun Isafoldarprentsm. með þessu verði: 1,80, 2,25 og gylt í sniðum, í hulstri, 350 og 4 kr. að kynna sér verkfæri, sem hér gætu að gagni komið, sérstaklega gera til- raun til að fá sláttuvél svo lagaða, sem hér ætti bezt við. Jón viðstadd- ur á fundinum og mundi skýra frá árangri ferðar sinnar. Um áveituna austan fjalls. Bútiað- arþingið henni samþykt. Vatnshæðin í Hvítá mæld i sumar á hverjum degi: getur komið sér vel að vita, iver hún var á óminnilegu þurka- sumri. Sigurður ráðunautur Sigurðs- son ferðaðist í haust nm Flóann og télt fundi i hverjum hreppi til að vita undirtektir manna undir áveitu- málið. Því nær allir fýsandi þess. Skýrsla Sigurðar er í Búnaðarritinu. Síðan hafa stjórnarráðinu verið send gögn þau, er fyrir hendi eru um 'lóaáveituna (áætlun Thalbitzers, teikn- mgar hans og útreikningar o. fl.) með lillögum félagsstjórnarinnar um málið, og hefir hún lagt það til, að frum- varp um áveituna verði lagt fyrir al- lingi 1909; þó hefir hún ekki talið iað líklegt og ekki einu sinni æski- egt, að slikt stórmál væri útkljáð á einu þingi, heldur sé í lagafrumvarp- inu gert ráð fyrir, að framkvæmd verksins skuli ekki byrja fyr en eftir alþing 1911. Mundi þá vera kostur á að heyra undirtektir og álit hlutað- eigenda, búenda og jarðeigenda á áveitusvæðinu, og sýslunefndar Arnes- sýslu um málið í þeirri mynd, sem iað fengi á alþingi 1909, og mætti þá gera þær breytingar á alþingi 1911, sem ástæða kynni að þykja til. Um Skeiðaáveituna hafði Thalbitzer, eins og kunnugt er, lagt það til, að ekki yrði lagt út í hana fyrri en heft væri sandfokið á Skeiðunum, og því enga áætlun gert um hana. En af því að komið getur að þvi, að ráðist verði í það fyrirtæki, þótti ráðlegt, að fá nú þegar áætlun, bygða á mæling- um þeim, er gerðar hafa verið, með- an kostur er á að fá sama manninn til að gera hana, Er nú fengin áætl- un Thaibitzers, og er ágrip af henni i Búnaðarritinu. Um vatnsveitu í sveitabæi. Búnað- ■'rþing samþykti þá tillögu. Hún virð- ist þegar hafa vakið talsverðan áhuga. Nokkrar beiðnir hafa borist félaginu um leiðbeiningar og mælingar til þess konar áveitu. Búnaðarritið hefir vak- :ð athygli á því máli með 2 smá- greinum eftir bændur, sem hafa kom- ið áveitu á hjá sér, og nú í síðasta hefti hefir það flutt rækilega leið- beiningu eftir Jón verkfræðing Þor- láksson. Samið hefir verið við Helga jirnsmið Magnússon i Reykjavík um sölu á pípum og dælum til slíkrar vatnsveitu með miklum afslætti. Sá samningur er auglýstur í Búnaðarrit- inu. Jón bústjóri Jónatansson skýrði frá framkvæmdum sínum viðvíkjandi út- vegun verkfæra. Skýrsla sú kemur bráðum i Búnaðarritinu og er hennar þvi ekki frekara getið hér. Önnur mál ekki rædd, enda var fundurinn fámennur og 2 ráðunautar lélagsins fjarstaddir, annar í ferð, hinn sjúkur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.