Ísafold


Ísafold - 23.05.1908, Qupperneq 2

Ísafold - 23.05.1908, Qupperneq 2
110 Jafnrétti við Danmörku. Fullveðja ríki. Það eru atriðisorðin í ágreinings- atkvæði Skúla Thoroddsens við meiri hluta sambandsnefndarinnar. Og það hið sama var mergurinn málsins í Þingvallafundarstefnuskránni í fyrra, er stjórnarandstæðingaflokkur- inn á þingi síðast fól sínum mönn- um að fylgja fram i nefndinni, en tveir þeirra hafa horfið frá, hvernig sem á því stendur — Sk. Th. einn fylgt henni trúlega. Þessi eru inngangsorð hans fyrir breytingartillögum þeim, er hann bar fram í nefndinni (3. mai): »Eg undirskrifaður hefi ekki séð mér fært að ganga að lagafrumvarpi því, sem fjögra manna nefndin hefir samþykt, og hefi eg því áskilið mér ágreiningsatkvæði og tilkynt, að eg bæri tram breytingartillögu. Astæða mín fyrir þessu er sú, að eg tel það nauðsynlegt til þess að fullnægja hinni íslenzku þjóð og varðveita gott samkomulag meðal beggja landanna, að lagafrumvarpið beri ljóslega með sér, að ísland sé fullveðja ríki og ráði að fullu öllum sínum málefnum og njóti í alla staði jafnréttis við Danmörku, og sé að eins við hana tengt með sameiginlegum kon- ungi. En eftir mínum skilningi er fyrir þetta girt, þegar einstök mál (utanríkismálefni og hervarnir á sjó og landi) eru undan skilin uppsögn þeirri, sem 9. gr. heimilar, en fengin umsjá danskra stjórnvalda með slíku fyrirkomulagi, að ísland getur því að eins tekið þátt i þeim eða fengið þau sér í hendur, að löggjafarvald Dana samþykki. En þegar íslend- ingar vita það með sjálfum sér, að þeir fá sér i hendur með tímanum að nokkru eða öllu leyti fullveldi yfir málefnum þessum, þegar þjóðin æskir og finnur sig færa til, þá mun það, að minni ætlan, áreiðanlega leiða til þess, að þjóðin unir vel hag sínum og vill ekki hrapa að neinu því, sem gæti bakað þessuin tveim rikjum vandræði á nokkurn hátt. Eg finn ekki, að sú mótbára sé á neinum rökum bygð, að hin fyrirhugaða sjálf- stjórn íslands í utanríkismálum sin- um gæti, ef til vill, leitt til erfiðleika gagnvart öðrum löndum, því auðvitað sjá bæði rikin jafnt hag sinn í því, að gæta hinnar nákvæmustu varkárni í því, sem snertir skifti þeirra við önnur riki. Að líkindum mundu og ekki heldur verða vandræði úr þvi, að friðtrygging hins islenzka rikis yrði viðurkend að alþjóðalögum. Ákvæðið í S- gr.: »Danir og ís- lendingar á íslandi og íslendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafn- réttis í alla staði* finst mér einnig varhugavert, sérstaklega af því að uppsagnarákvæði 9. greinar nær ekki til þessa ákvæðis. — Þessi skipan er ekki heimiluð í lögum, sem nú gilda, og miðar því að takmörkun á lög- gjafarvaldi beggja landa, því sem nú er; og þegar borin er saman íbúatala íslands og Danmerkur, þá getur þessi takmörkun komið óheppilega niður við einstök tækifæri á ókomnum tím- um, séð frá íslenzku sjónarmiði. Kaupfánann út á við tel eg al- íslenzkt málefni, samkvæmt gildandi stjórnarskrá íslands, og sé enga ástæðu til að ráða til breytinga í því efni*. Skilnaði aldrei heitið. Síraskeyti. Hr. alþm. Skuli Thoroddsen send- ir í dag blöðum ísafold, Ingólfi og Þjóðviljanum þetta símskeyti: Skilnaði aldrei heitið í sambandsnejnd- inni strax eða siðar, og engu yfirlýst um hann. ISAFOLD Sagan af sambandsuefndarstarfiiiu Þess má geta, að viðaukatillagan við 3. gr. c. kvað vera sprottin af grun eða jafnvel ráðagerð um að hafa hér danskar herskipastöðvar á einhverjum hafnsælum firði. Hugs- unin hjá Dönum sú enn sem fyrri, að þeir eigi landið og landsbúal Enn um slóttuvélar. Mér skilst á grein sira Jóhanns í Stafholti í 14. tbl. ísafoldar þ. á. sem hann ætli að sláttuvélar þær, sem fluzt hafa hér til lands, hafi reynzt óhæfar, eða litt hæfar til notkunar hér. Nefnir hann því til sönnunar nokkur dæmi, sem hann þekkir til, að þær hafi reynzt miður en skyldi. Dæmi þessi og greinin yfir höfuð er góð til þess að vara menn við að fara ógætilega i þvi að kaupa sláttu- vélar og önnur litt þekt verkfæri, en hún getur líka orðið til þess að fæla menn um of frá þeim kaupum. Mannaflið er nú orðið svo dýrt,að ekki veitir af að nota hestaflið, þar sem unt er að koma því við. Eg er einn þeirra manna, sem hef keypt sláttuvél og notað hana 2 ár, og sé eg ekki eftir því kaupi, þótt eg hafi ekki getað notað hana nema á nokkurn hluta af engjum mín- um. Reynzla rnín á sláttuvélinni er þessi: Ómögulegt er að slá með henni nema vel slétta jörð. Á starengi og öllum mjúkum jarðvegi, þar sem kamb- urinn á vélinni getur sokkið dálítið niður í rótina, slær vélin svo vel, sem bezt er slegið með orfi og ljá. A harðvelli slær hún of fjarri rót. Vel slétt tún, sem á að tvíslá, er gott að slá með henni fyrri sláttinn, en of loðslegið, ef ekki á að slá nema einu sinni. Tveir hestar draga vélina vel, án þess að mæðast til muna; fer erfiði hestanna þó nokkuð eftir jarðvegi. Eigi þarf mikla orku til þess að stýra vélinni; laghentur unglingur getur það vel, ef hestarnir eru vel tamdir. Á mínum engjum hefir dagsláttan (1600 □ faðm.) verið slegin með vélinni á 2 klst. Fljótlegast er að slá þar, sem taka má fyrir stórar spildur í einu, því að mjög tefur að þurfa oft að snúa við. Litla bletti borgar sig ekki að slá með vél. Að mínu áliti mætti breyta sláttu- vélunum svo, að þær væru betur við hæfi okkar íslendinga. T. d. þyrftu tindarnir í kambinum að vera þynnri, svo að ljárinn gæti tekið nær rótinni, þá er harðvelli er slegið. Dráttarút- búnaður þarf að vera betur lagaður fyrir 2 hesta, og fleira mætti laga. Þaðliggur í augumuppi, að ekki borg- arsig að kaupa sláttuvél til þess að slá að eins litinn blett á ári; en víða hagar svo til, að 2 eða fleiri menn gætu átt sláttuvél í félagi og notað hana til skiftis. Sumarið sem leið var sláttuvélin min notuð V2 mánuð samtals, á mínum engjum. Þann tíma álít eg að hún hafi sparað mér 24 karlmanna dagsverk, sem mundu hafa kostað um 90 krónur; það er hálít verð vélarinnar. Þvi miður eru tún og engjar til- tölulega óvíða svo slétt, að slá megi með vélum; þess vegna geta sláttu- vélar ekki orðið algeng verkfæri hér á landi að svo komnu; en sjálfsagður hagnaður er fyrir hvern þann bónda að kaupa sláttuvél, sem getur notað hana til nokkurra muna. Birtingaholti 24. apríl 1908. Águst Helgason. Veðrátta vikuna frá 17. til 23. mai 1908. 8 M Þ M F F L Rv. 6.8 6.5 6.4 4.2 4.0 7.4 + 4.8 Bl. Ak. \ Gr. \ Sf. Þh 9.0 8.0 6.6 3.2 2.5 6.3 5.2 -11.0+ 6.5| -11.5 + 9.0 - 9.01+ 6.01 - 3.8!+ 4.8' 3.5 8.0 5.3 + 0.3 + 6.6 + 4.6 7.8 7.7 4.8 5.7 4.0 + 1.8 + 6.5 7.3 9.0 8.2 5.0 8.7 4.7 6.7 Hljómleikar verða á morgun í Bárubúð með forustu hr. Brynj. Þorlákssonar til ágóða eða launaþóknunar handa söng- sveit dómkirkjunnar; og ætti fólk að hugsa eftir því, hve nauðalítið það fólk fær í aðra hönd fyrir sitt mikla og tímafreka ómak hvern helgan dag alt árið, oftast tvivegis sama helgan daginn. Febrúar 28. Fundur settur. Lögð fram skýrsla hagfræðisskrifstofunnar í Khöfn um fjárhagsviðskifti íslands og Danmerkur m. fl. Formaður nefnd- arinnar, yfirráðgjafi Dana, les upp skjalleg skilríki um óskir íslendinga 1906 (í þingmannaförinni). Marz 7. íslenzku nefndarmennirn- ir leggja fram skjal um undirstöðu þá, er þeii fara fram á að lögð sé fyrir umræðum nefndarinnar um sam- bandsmálið. Þeir halda því fram þar allir í einu hljóði, að lagalega beri að líta svo á, að ísland sé frjálst land undir konungskórónu Danmerkur og hafi með konungi fullræði yfir ollum málum sínum, nema eitthvað af þeim sé eða verði eftir samkomulagi milli Danmerkur og íslands falið sérstak- lega umsjá Danmerkur. Þeir halda því fram, að þjóðin íslenzka hafi aldrei lagalega selt í hendur nokkurri þjóð annari fullveldi það, er hún hafði óef- anlega margar aldir á þjóðveldistím- unum. Hún hafi aldrei lagt samþykki sitt á neitt, er rétt sé að skilja svo sem handgöngu undir aðra þjóð. Marz 16. Nefndarmennirnir íslenzku allir sjö leggja fram eftir áskorun á lundinum næsta skjal, þar sem bent er á nokkur höfuðatriði í nýrri lög- gjöf um stöðu íslands í Danaveldi (det samlede danske Rige e. Monarki). Þeir segjast þar »miða við, að ísland sé erfðaland Danakonungs, að fram- kvæmd í samlimunartengslum (rea- lunion) við Danmörku, sem er þó ekki í samræmi við það sem rétt ber á að líta á lögum, eftir þeim grund- velli sem vér tókum fram á siðasta fundi, og hugsum vér oss því sam- eiginleg lög, þar semfyrirermælt bæði af dönsku og íslenzku löggjafarvaldi um samband það milli Danmerkur, er risið hefir upp af því, að löndin hafa sameiginlegan konung og aðrar kringumstæður hafa orðið til efnitil.« Þeir skiftu málunum í tvo flokka, a) föst og órjúfanleg sameiginleg mál; b) sameiginleg mál eftir samkomu- lagi. Þeir telja í fyrra flokknum það sem leiðir beint af konungssamband- inu og til er tekið i 2. gr. frumvarps- ins eins og það er nu (sja ísaf. 16. mai) og 3. gr. stafl. a., og í síðara flokknum öll hin sömu mál sem þar erunefndnema hervarnirogkaupfánaút á við, — ætlast til þá, að hvorugt þeirra mála komi Dönum við, það er oss gegnir. Marz 2y. koma dönsku nefndar- mennirnir allir 13 með sitt uppkast til sambacdslaga. Hjá þeim er 1. gr. svolátandi: — »ísland er frjálst land, sem verð- ur eigi afhent, með sérstökum lands- réttindum innan Danaveldis. Nafn þess er tekið í titil konungs«. Þar næst taka þeir 2. grein úr stöðulögunum orð fyrir orð, um sér- mál íslands, — bæta að eins við rit- síma og bankamálum m. fl., er til helir komið síðan. Þá er grein um það, að ísland megi eiga sér fulltrúa á ríkisþinginu, líkt og stöðulögin gera ráð fyrir, og fleira er þar enn tekið beint upp úr þeim lög- unt, en þó gert ráð fyrir að ríkis- sjóður greiði landssjóði einhverja fúlgu eitt skifti fyrir öll, í stað tillagsins, og sé þá lokið til fulls öllum skulda- skiftum þeirra sjóða í milli. Loks eru talin upp hin og þessi fjárútlát, er skuli lenda á ríkissjóði einum fyrir alt Danaveldi. Nefndar- menn nefna það »byrðar«, er Danir beri einir. Það eru sömu gjöld og ríkissjóður ber nú, þar með konungs- mata og borðfé til konungsættingja. Apríl 3. Hinir íslenzku nefndar- menn allir leggja fram uppkast frá sér til sambandslaga. Það byrjar á sömu orðunum sem fullnaðar-uppkast allrar nefndarinnar síðar, birt hér 16. þ. m.: »ísland er frjálst og sjálfstætt land, sem eigi má afhenda«, en ekki nefnt, að löndin séu í ríkjasambandi, er luti veldi Danakonungs. Það er og hér um bil eins að öðru leyti og siðar varð, þar á meðal ætlast til að dóms- forseti í hæstarétti sé oddamaður i gerðarnefnd, er ágreiningur rís um það, hvort eitthvert mál sé sameigiu- legt eða ekki, — nema að utanríkis- mál og hervarnir eru látin vera upp- segjanleg. April 7. Nokkrir (6) hinna dönsku nefndarmanna, þar á meðal yfirráð gjafinn, Chr. Krabbe, H. Matzen og H. N. Hansen, koma með sitt frum- varp, þar sem ekki er gerður munur á sameiginlegum málum (öðru en því er lýtur beint að sameiginlegum kon- ungi), heldur sagt um þau öll, að fyrirmælin um þau megi endurskoða eftir 25 ár (1933)- En þar er bætt við í upptalning sameiginlegu má anna ríkisráöinu og sambandinu við Grænland og nýlendurnar. Apríl 14. Hinir sömudönsku nefnd armenn (6) bera upp breytingartillögu, þar sem er í upptalning sameigin- legra mála felt burt Grænland og ný lendurnar og ríkisskuldir og rikiseign ir (sem stóð í uppkasti þeirra frá 7. f. m.). Apríl iS. Nýtt uppkast frá íslenzku nefndarmönnunum. Þar er skotið inn í 1. gr. ríkjasambandinu, Danaveldi (det samlede danske Rige, sem er rangþýtt í fullnaðar-uppkastinu: veldi Danakonungs). Sameiginlegu málin eru þar söm og áður, nema bætt við kaupfánanum. Þar er og gert ráð fyrir, að ísland muni síðar meir eiga hlutdeild í stjórn sameiginlegu málanna, en eigi engan þátt í kostn- aði til þeirra þangað til. Ætlast er þar enn til, að dómsforseti í hæsta- rétti sé oddamaður í gerðarnefnd. Endurskoðun eftir 20 ár, og ekki gert ráð fyrir öðrum málum óuppsegjan legum en því um konungssambandið. Þetta skrifuðu þeir allir undir, ís- lenzku nefndarmennirnir orðalaust, nema Skúli með þeim fyrirvara, að hann vildi ekki ganga að því, að hafa kaupfánann sameiginlegan. Apríl 30. Undirnefnd, 2 íslending- ar (I. J. og L. H. B.) og 2 Danir, bera upp nýtt uppkast. Þar er fæð- ingjarétti slept úr sameiginlegu mál- unum, en skotið inn nýmælinu um, að þegar losnar sæti í hæstarétti, skuli skipa í það íslenzknm manni, er hafi sérþekkingu á íslenzkri löggjöf og sé kunnugur íslenzkum högum. Endur- skoðun eftir 25 ár, og gert ráð fyrir að hervarnir og utanríkismál séu óuppsegjanleg. Maí 2. Undirnefnd, er skipuð hafði verið 30. marz og í voru íslenzku nefndarmennirnir allir ásamt fyrnefnd um 6 dönskum, leggur fram nýtt uppkast, með örlitlum orðamun frá uppkasti 4 manna undirnefndarinnar. Þar bæta þeir H. Matzen og Skúli Thoroddsen við fyrirvara aftan við undirskriftirnar, H. M. með skírskot- un til einhvers, er hann hafi haldið fram í nefndinni, en Sk. Th. áskilur sér breytingaratkvæði. Maí 3. Þau breytingaratkvæði kemur hann (Sk. Th.) með daginn eftir. 1. brt. hans er, að í stað »ísland er frjálst og sjálfstætt land, sem eigi má afhenda* komi: ísland er frjálst og fullveðja ríki. 2. brt., að í stað ríkjasamband Dana- veldis (det saml. d. Rige) komi að ' eins: ríkissamband. 3. brt. við 3. gr. c., að eftir orðin 5. jan. 1874 bætist inn: Hernaðar mannvirki og ráðstajanir ma ekki gera á íslandi, nema íslenzk stjórnarvöld haji lagt á pað sampykki. — Leita skal sem Jyrst alpjóðaviðurkenningar á Jriðtrygging hins íslenzka ríkis. 4. brt.: 3. gr. d. orðist svo: EJt- irlit með fiskiveiðum i landhelgi við ísland, pó að áskildum rétti Islands til að auka ejtirlitið. 5. brt. við 3. gr. g : orðin kaup- Jána út á við falli burt. 6. brt., við 5. gr.: Fyrir ftskiveið- ar í landhelgi við Danmörk og ísland komi: um fiskiveiðar í landhelgi beggja rikja. 7. brt., við 8. gr.: Fyrir »dómsfor- seti hæstaréttar sjálfkjörinn oddamað- ur« komi: rœður hlutkesti, hvor peirra verður oddamaður, dómsjorseti í hæsta- rétti eða æðsti dómari á tslandi. 8. brt., við 9. gr. Efni þeirrar brt. er, að endurskoðunar á lögunum megi krefjast að 20 árum liðnum og að hún gangi nokkuð fljótara en gert er ráð fyrir hjá nefndinni, og loks, að konungur megi eftir tillögum ríkis- þings eða alþingis slíta öllu sam- bandi milli ríkjanna nema konungssamb andinu. Mai 6. Feldar allar breytingatillög- ur Skúla Thoroddsen, að sögn með öllum atkv, gegn hans eina, þ. e. einn- ig hinna íslenzku nefndarmanna 6, og uppkastið samþykt síðan óbreytt með öllum atkv., dönskum og íslenzkum, nema hans. Þetta er lauslegt yfirlit yfir gjörðir nefndarinnar, eftir nefndarskjölunum prentuðum, er hingað bárust í gær með e/s Ceres. Reykjavíkur annáll. Brunabótavirðing samþykti bæjar9tjórn i fyrra dag á þessum húseignum, i kr.: Guðm. Ámundasonar við Langaveg 1008 Samúels Jónssonar við Shólavörðust. 16,092 Signrjóns Gunnarssonar við Njálsg. 4502 Þorsteins Sveinbjarnars. við Njálsg. 2962 Bæjargjaldkerastarfið veitti bæjarstjórn i fyrra dag Borgþór Jósefssyni verzlunar- manni með 7 atkv. af 14 og eftir hlutkesti milli hans 0g Einars kaupm. Árnasonar, sem hlaut hin 7. Dáin 16. þ. m. jungfrú Kristjana Kristjáns- dóttir, 45 ára, isfirzk; varð bráðkvödd. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi. Ari Þórðarson kaupmaður selur 19/6 1906 Kristjáni Gnðmundssyni búfræðing húseign nr. 14 við Klapparstíg með 1100 ferálna ióð. Guðlaugur Ingimundarson selur 14. mai Sigríði Jónsdóttur húseigu nr. 58 B við Laugaveg með 825 ferálna lóð á 3500 kr. Sigurður Ámundason gefur 18. maí Ing- unni Eyólfsdóttur húseign nr. J1 við Vatns- stig. Sigurður Árnason selur 21. marz Gisla Jónssyni skika af Norðurmýrarbietti á 2000 kr. Hjúskapur. Hallmundur Sumarliðason og jungfrú Stefan'a Thorlacia Bjargmundsdótt- ir, 16. mai Hannes Stigsson og jungfrú Olafía Sig- ríður Einarsdóttir, 17. mai. Jón Jónsson Reykdal málari og jungfrú Fanney VaJdimarsdóttir, 16. mai. Jarðarför Guðjóns Guðmundssonar ráðu- nauts fór fram í dag. Hófst i Landsbúnað- arhúsinu og flutti þar húskveðju fyrv. for- seti félagsins, lektor tceol. Þórhallur Bjarn- arson. Eftir ræðuna voru snngin þessi snotru erfiljóð og vel við eigandi: Islenzkur varstu, einbeittur þinn dugur, ólgandi starfsblóð svall i þínn hjarta. íslenzkur var þinn orkufulli hugur, öruggur gekstu sigurvegu bjarta. Skinandi trú á landsins veg og veldi veginn þér lýsti fram að hinzta kveldi. Hart er að missa menn á bezta skeiði, menn, sem að höfðu kraftinn til að berjast, sárt er að hlaða sonum nngum leiði, sennunni i, er fóstran þarf að verjast. Nornir, hvers eigum allir vér að gjalda? Ættjörðin þurfti’ á liði sinu’ halda. Þckk fyrir starfið, margir sárt þin sakna, svo er um hvern, er reyndist góður drengur. Eigi vor þjóð til fulls úr roti að rakna ráðsnjallru sona njóta þyrfti’ hún lengur. Þökk fyrir sporin, þau i heiðri geymast, Þau vissu fram, og skulu aldrei gleymast! Einhverir vilja rengja það, sem stóð i æfiminning G. G. hér i ísafoid, að hann hafi verið kominn af Bólstaðarhliðarætt (J. P. prófasti i Steinnesi). Hann sagði svo sjálfur, hvort sem rétt er eða rangt. Leikvöllum handa börnum vilja kvenfélög bæjarins láta bæjarstjórnina sjá fyrir. Hún tók því máli vel og ætlar til þess Þorgrims- holtsblett við Landakotsveg, og ráðgerði að kaupa í þvi skyni ennfremur erfðafestn- land Sig. Þórðarsonar við Skólavörðustjg á 2650 kr. Ennfremur var bent á Austur- völl, Vitatorg og blett við Grettisgötu. Næturvörð skipaði bæjarstjórn i fyrra dag Þó ð Geirsson í stað Kr. Jónssonar. Prestvlgsla. Forstöðumaður prestaskól* ans, síra Þórhallur Bjarnarson, vigir á mergun i fjarveru biskups guðfræðiskand. Harald Þórarinsson prest að Hofteigi. Vígslu lýsir síra Jón HelgaBon og verður því engin síðdegis-guðsþjónusta. Slægjur í Örfirisey leigir bæjarstjórn í sumar Sigurði Jónssyni steinsmið á 110 kr. Vestanmenn komu hingað í fyrra dag á Ceres þessir 4, alkomnir (nema 1 ef til vill): Stefán Magnússon prentari, Jakob Þor- steinsson frá Heiðarbæ í Þingvalla- sveit og kona hans, eftir 21 árs dvöl vestra, og Böðvar Sigurðsson, borg- firzkur. Gufuskipin. Thoreskip Sterling kom í fyrra dag beint frá útlöndum með fjölda far- þega, 80—90, þar á meðal 24 danskir mælingamenn. Ennfremur Ari Jóns- son ritstjóri, kaupmennirnir Thor Jensen, Ólafur Árnason og Chr. F. Nielsen, Eggert Briem óðalsbóndi frá Viðey, Koefod-Hansen skógfræðingur, Ingvar Sigurðsson stúdent, danskur læknir á Valinn Christiansen, frú Tang

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.