Ísafold - 27.05.1908, Síða 1

Ísafold - 27.05.1908, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i vikn. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eða l‘/« dollar; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD Uppsögn (skrifleg) btmdin við Aramót, er ógild nema komin só til dtgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö bladið. Afgreiösla: Austurstrœti Ö. XXXV. árg. I. O. O. F. 895299. Aagnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 í spital. Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. tllutabankinn opinn 10—2 */■ og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofn. frá 8 árd. til 10 siÖd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */« síbd. Landakotskirkja. Guösþj.9*/« og 6 A helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd.t fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11 12, NAttúrugripasai.1 k sd. ‘2—8. Tannlækning ók. i rósthússtr.14, l.ogS.md. 11- ' Brtuiabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og íimtudaga kl. 2 */2—5x/a > Austurstræti 20. . Sameiginleg mál — dönsk mál. Þetta orðtæki: sameiginleg mál er ekkert annað en rangmæli í þeirri merkingu, sem það er haft og hefir verið haft alla tíð í stjórnmálaviðskift- um Danmerkur og íslands. Dönsk mál er rétta nafnið. Það eru mál, sem liggja eingöngu undir danskt vald, dönsk úrslit. Austurriki og Ungverjaland eiga sér sameiginleg mál, en Danmörk og ís- Iand ekki, hvorki með gamla laginu né hinu nýja fyrirhugaða. Austurríki og Ungverjaland ráða úr- slitum mála i sameiningu, með jöfnu atkvæði. Milliríkjaþingið þar, skipað 60 þingmönnum frá hvoru ríkinu, kemur saman sitt árið í höfuðstað hvors ríkis, Vin og Buda-Pest, ræðir hin sameiginlegu mál og ræður þeim til lykta með hnifjöfnu jafnrétti, þótt Ungverjar séu ‘/4 færri en Austur- ríkismenn, og með hnífjöfnu fjárfram- lagi á konungs borð og keisara. En í ríkjasambandi Danmerkur og íslands er ætlast til að annar þáttur- inn, Danmörk, ráði að 'ólln leyti sam- eiginlegu málunum, en að ísland hafi þar ekkert atkvæði, hvort heldur er í óuppsegjanlegum sameiginlegum mál- um eða uppsegjanlegum. Allir sjá á því, hve villandi er, að kalla slíkt sameiginleg mál. Sama verður því næst ofan á, er litið er á eðli svo nefndra sameigin- legra mála dansk Islenzkra, að minsta kosti hinna óuppsegjanlegu, annarra en konungssambandsins. Það eru aldönsk mál, mál, sem taka ekkert til Islands eða lítið sem ekkert. Hervarnirnar snerta það ekki hót. Þær koma hvergi nærri íslandi. Það er aldrei um það hugsað minstu vitund, þegar verið er að gera land- varnarráðstafnir fyrir Danaveldi. Ekki minstu vitund. Því þetta hið eina herskip, sem er látið koma íslandi við, strandgæzluskipið, er alveg laust við hervarnir í réttum skilningi. Það er ekkert annað en lögregla á því sviði landeignar vorrar, sem stendur ekki upp úr sjó, landhelgissvæðinu. Það er nákvæmlega sama eðlis og hefir sama hlutverk á hendi eins og lögreglan á landi. Þá er annað, er kemur til Breta- veldis. Þess mikla herskipastól er ætlað að verja ekki síður nýlenduríkin meðfram en heimaríkin. Þess vegna er honum dreift um allan heim hér um bil, I 7 höfuðdeildir, auk minni deilda. Hvenær hafa Danir tekið í mál að hafa deild úr sínum flota við ísland? Aldrei nokkurn tíma. Enda er hann ekki til tvískiftanna. Likt má segja um utanríkismálin. Þau snerta ísland að öllum jafnaði nauðalítið sem ekki neitt, varla frek- ara yfirleitt en starfsvið konsúla nær yfir. Heitið sameiginleg mál er því aðal- lega biekking og ekki annað. Þaö eru dönsk mál, aldönsk mál í raun íéttri, sem á nú að nota til þess Reykjavík miðvikudaginu 27. maí 1908. 29. tölublað að halda oss í innlimunarhafti um aldur og æfi. Sá er sannleikurinn, þegar vel er að gáð. Þetta falsheiti, sameigitileg mál, er tælitafn, sem vér eigum að ginnast á til að láta leggja á oss þann Gleipni, er vér fáum aldrei af oss slitið urn aldur og æfi. Samjöfnuður á fyrirhuguðu satn- bandi íslands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis og Ungverja- lands hins vegar er háskaleg blekking. Annars vegar fylsta jafnrétti fullveðja ríkja; hins vegar samband fullveðja ríkis og hálffullveðja, ef ekki alveg ófullveðja. Þvi að shálffullveðja er það ríki, er á frelsi sitt og sjálfsforræði að ein- hverju leyti undir öðru ríki, sem er þá yfirdrotnari þess« (Ragnar Lund- borg). Það sjá allir, að það er að eiga frelsi sitt og sjálfstæði að einhverju leyti undir Danmörku, að láta hana ráða eina um aldur og æfi öllum utanríkismálum og hervörnum fyrir bæði löndin. Það er viðlika aflsmunur á þýzka keisaradæminu og Danmörku eins og á Danmörku og íslandi. Að fólks- fjölda eru Dantr viðlíka lítið brot af fólkstölunni í því riki eins og vér af mannfjölda i Danmörku. Mundu nú Danir vilja kalla það jafnrétti á við Þjóðverja, ef þeir væri I ríkistengsl- um við þá með svo feldu móti: ekki að hvorutveggju réðu i sameiningu utanríkismálum og hervörnum beggja landa, heldur að Þjóðverjar réðu þeim málum einir fyrir bæði löndin ? Tökum annað dærni, með þvi að enn eimir eftir af fornum fjandskap með Dönum og Þjóðverjum. Tökum Bandaríkjamenn i N.-Ame- ríku og Dani. Fólkstölumunurinn er að vísu enn meiri i því dæmi. En það skiftir ekki miklu. Hitt gerir samanburðinn enn gleggri, að líkam- leg og andleg fjarlægð er einmitt við- líka mikil milli Dana og Bandaríkja- manna eins og vor og Dana. Milli íslands og Danmerkur er að jafnaði 10 daga ferð. Lengri er hún ekki milli Danmerkur og Bandaríkja og þó styttri heldur nú orðið. — Hvernig mundi Dönum litast á það jafnrétti, að Bandamenn réðu einir utanríkis- málum og hervörnum þeirra rikja beggja? Mundi þeim þykja það rétt- mæli, að kalla hervarnir sameiginlegt mál, ef herskipaflotinn væri allur við Ameríkustrendur, en engin fleyta nærri Danmerkurströndum nokkurn tíma? Eða hvernig mundi þeim líka, að Bandamenn gerðu einir samninga við önnur ríki fyrir beggja hönd? Sviplík er andlega f]arlægðin milli vor og Dana eins og þeirra og Banda- manna. Tungumálin viðlíka ólik, saga þjóðanna sömuleiðis sundurleit og óskyld (að fráskildu stjórnartjóð- urbandinu, sem vér Ientum í við Dani fyrir rúmum 5 öldum) og þjóð- arhættir slíkt hið sama. Hvernig get- ur verið eðlileg undirstaða undir sam- eiginlegum málum, er svo til hagar? Þau eru ekki annað en pappírstilbún- ingur og eiga aldrei fyrir sér að veröa annað. Það er gersamlega gagnstæði- legt réttu eðli, að þau séu annað eða verði annað. Sannleikurinn er sá, að ráðin verða alla tíð þeim megin, sem valdið er meira, margfalt meira. Því hefir verið við skotið, að rík- isþingið danska mundi leggja blátt bann fyrir, að Danmerkur konungur væri og konungur yfir íslandi, er það væri orðið annað ríki, samkvæmt 4. gr. grundvallarlaganna, nema með þvi skilyrði, að utanrikismál og hervarnir væri sameiginleg mál, fylgdi konung- inum í einu lagi fyrir bæði löndin. En blekking er sú kenning, með því að ekkert vit er i að skilja svo téða grein, að Dana konungur megi ekki halda áýram að vera konungur yfir þeim löndum, er hann hefir ráð- ið fyrir að undanförnu öldum saman. Það væri hin mesta fjarstæða, að láta þá grein merkja það, að þing Dana mætti reka konung sinn frá ríkjum i einu landi hans frá fornu fari. Blekking og fyrirsláttur, — fyrirslátt- urog blekking. Annað ekki. Höndlaðir botnvörpungar. Vikuna sem leið hremdi Valurinn danski tvo botnvörpuna, báða í Garð- sjó, og fekk þá sektaða hér, annan franskan, sem sektaður var um 400 kr. að eins, með því að honum haföi lánast að ná upp vörpunni áður en Valurinn kom að, en hinn um 1000 kr. auk upptöku afla og veiðarfæra; sá var enskur, Aberdeenshire frá Aber- deen, skipstj. Rasmussen, danskur. Skógarverði höfum vér í.ú fengið 3, auk yfir- mannsins, Koefod-Hansens. Elztur er Stefán Kristjánsson, Bárðdælingur, er hefir sezt á Hallormsstað, en hinir eru Guttormur Pálsson (kand. Vig- fússonar á Hallormsstað, -j* 1885), og Einar Sæmundsson frá Vopnafirði (Einarssonar Sæmundssonar frá Brekku- bæ). Þeir hafa báðir numið skógrækt- ariðju á Jótlandi, í ríki Mogens Frijs Frijsenborgargreifa, á 3 árum. Þeir fá 1000 kr. í kaup. Einar Sæmunds- son byrjar starf sitt hér í Borgarfirði og fer þá austur um sveitir alt í Þórs- mörk. Landmælingar. Hér kom um daginn (á Sterling) hópur danskra landmælingamanna, 54 að tölu alls, til þess að starfa hér I sumar sem undanfarin sumur. Höf- uðsmaður yfir þeim heitir Johansen, fyrirliði úr herstjórnarráðinu. Aðrir yfirmenn flokksins eru 3 yfirlautinant- ar og þá 16 undirforingjar eða mælinga- menn, og 34 óbreyttir liðsmenn. Sveit þessi skiftir sér í þrent. Einn hópurinn vinnur á Vestfjörð- um að þríhyrningamælingum þar. Það eru 2 yfirlautinantar, 4 mælingamenn og 6 óbreyttir liðsmenn. Annar hópurinn hefir undir Biskups- tungur, Laugardal, Grímsnes, Þing- vallasveit, Grafning, heiðarnar hér næstu og alt vestur í bygð við Faxa- flóa. Fyrir henni ræður Johansen höfuðsmaður, og hefir með sér 6 mælingamenn og 14 liðsmenn. Þeim er og ætlað að athuga járnbrautarstæði þar um slóðir. En hinn þriðji hefur undir allan Reykjanesfjallgarð með bygð allri að honum alt inn að Hafnarfirði. Fyrir þeirri deild ræður Hansen yfirlautin- ant og hefir sama liðsafla sem Johan- sen höfuðsmaður (6-(- 14J. Thore-gufuskipafélag. Aðalfundur var í því félagi 28. f. mán. í Khöfn. Það hafði haft árið sem leið 727,000 kr. flutningstekjur, en 677,000 kr. í hitt eð fyrra. Bag- að hafði það mikið óvenjuhátt verð á kolum og peningadýrleikinn í haust og í vetur. Það kostaði 15,000 kr. meira til kola en árið fyrr, og varð að gjalda 21,000 kr. meira í vexti af lánum, samtals 36,000 kr., sem er sama og 15% af hlutafénu. Skip félagsins fóru 55 ferðir til íslands þetta ár (1907), þar af 26 til Reykjavíkur. Skip félagsins sjálfs fóru 39 ferðirnar, en leiguskip 16 ferðir- Tekjuafgangur varð alls nær 104 þús. kr., en að frádregnum vöxtum af lán- um og stjórnarkostnaði m. m. 45 ‘/2 þús. kr. Af þeirn gróða fengu hlut- hafar 4% í árságóða, alls 10 þús. Hitt var lagt í varasjóð og til við- gerða m. m. Binir ráða þeir — 1. E i n i r ráða þeir, Danir, eða er ætlast til að ráði einir öllum utanrikis- málutn beggja landa, smáum og stór- um, skipun kaupræðismanna fyrir bæði löndin og öllu þeirra starfi, öllum þeirra verkahring; sjálfsagt að þeir verði jafnan danskir, og ekki liklegt að þeir fari að draga vorn taum nokk- urn tíma, ef á rekast hagsmunir vorir og bræðraþjóðarinnar. Fyrirvarinn um, að danskir alþjóða- samningar gildi því að eins ísland, að rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki, væri náðarsamleg velgerð, ef hertekin þjóð ætti í hlut; en við jafnréttis-bræðraþjóð — hvað er um pað að segja ? Þetta er ekki annað en neikvæðisvald við ofrikis-ókjörum, en alls ekkert vald til að ráða að öðru leyti innihaldi milliþjóðasamninga. Ráða þessu einir skilmálalaust og um aldur og æfi (sjá 3. gr. T í sambandsfrv.). 2. E i n i r ráða þeir hervörnum öllum. Enda höfurn vér þeirra engin not nokkurn tima hvort sem er. En nógur háski annars vegar af hervarna- sambýlinu og einveldi annars sambýlis- mannsins yfir þeim. Strandgæzla telst ekki með hervörnum. Hún er ekki annað en löggæzla á sjó, á þeim hluta landeignarinnar, sem sjór flýtur yfir og kölluð er landhelgi. Ráða þessu einir skilmálalaust og um aldur og æfi (3. c.). 3. Einir ráða þeir þvi, hvern gunnjána vér notum, ef einhvern tima kemur að þvi, að hans þörfnumst vér. Ráða því, að það sé danski fáninn, dannebrog, hann og enginn annar. Ráða því einir skilmálalaust og um aldur og æfi (3. e.). 4. E i n i r ráða þeir, hvaða kaup- jána vér notum út á við, þ ó a ð verzlun og siglingar séu íslenzkt sér- mál. Ráða því, að hanti sé aldansk- ur: dannebrog. Þeir meina oss ekki beint að nota annan fána innanlands, islenzka fánann nýja t. d., m e ð þ v i a ð um það eru engin lög, að oss beri að nota danskan fána á hýbýlum vorum eða annarsstaðar innanlands, svo að þeir hafa alls ekkert vald til að skifta sér af því. Þessu ráða þeir og um aldur og um aldur og æfi, ef þeir vilja. Þeir þurfa ekki annað en að neita að að- hyllast allar breytingar á íánanum, þegar liðinn er endurskoðunarfrestur- inn, hér um bil heill mannsaldur(3. h.). 5. Einir ráða þeir landhelgis- gazlu hér við land. Hana megum vér aldrei taka að oss sjálfir að öllu leyti nema með þeirra samþykki, og jafnvel ekki auka hana á sjálfs vor kostnað nema með þeirra ljúfu leyfi (3. b. og 9.). Ráða því um aldur og æfi með sama fyrirvara og við 3. c. 6. E i n i r ráða þeir og því með sama fyrirvara, hverir hafa skuli jað- ingjarétt (þegnrétt) hér á landi. Þó megum vér fyrir náð veita hann þeirn sem oss sýnist, með því skilyrði, að sá hafi og þegnrétt í Danmörku (3. e.). 7. E i n i r ráða þeir ennfremur með sarna fyrirvara, hvaða peningar skuli vera gildir hér á landi, hvernig gerðir og úr hvaða efni (peningaslátta, 3. f.). 8. E i n i r ráða þeir því með sama fyrirvara um aldur og æfi, að danskir pegnar séu oss jajnréttháir til jiskiveiða hér við lmd (5. gr.). Það er að bjóða stein fyrir brauð þar í móti, að vér skulum vera Dönum jafnréttháir til fiskiveiða i landhelgi við Danmörku. Það er hlægilegt hilliboð og annað ekki. 9. E i n i r ráða þeir, hvað mikið eða lítið greiða skuli oss upp í hina miklu skuld, sem vér eigum hjá rikis- sjóði (7. gr.). 10. E i n i r skera þeir úr öllum ágreiningi um, hvort mál sé sameigin- legt eða eigi. Eftir gerðardómstilraun, sem þeir hafa á sínu valdi að láta takast eða takast ekki, kveður danskur dóros- forseti i hæstarétti upp fullnaðarúr- skurð um allan slikan ágreining, stór- an og smáan (8. gr.). Þannig er jafnréttinu háttað. Svona vaxið er ríkis-fullréttið. Þann veg er háttað fullveldinu, sem hið nýdubbaða, fullveðja riki nyrzt í Atlanzhafi á að hafa yfir ö 11 u m sinum málum, út á við og inn á við! Þjóðfimdur, tvenn þingrof °g stjoi’Darskrárbreyting. Símfréttin um daginn um þingrof og þjóðfund var mörgum torskilin, sem von var raunar. Til þjóðfundar skyldi kjósa 10. sept., sama dag sem til alþingis, og saman átti hann að koma í febrúar- mánuði, eins og alþingi. Voru það þá tvær samkomur, sem verið var að stofna til, venjulegt al- þingi og þjóðfundur? Og var þá hugmyndin, að kjósa skyldi tvenna fulllrúa, aðra á alþingi og hina á þjóð- fund? Vit gat verið í þvi, með þvi að þessar samkomur hafa hvor sitt hlut- verk. En skrítin var þessi samleið þeirra. Gizkað var á í þeim vafa, að aldr- ei ætti samkoman að vera nema ein, með einum og sömu fulltrúum, en hlutverkið tvent: vanaleg löggjaf- arþingstörf, og að ræða og samþykkja sambandsfrumvarpið, og skyldi alþingi nefnast þjóðfundur aö þvi leyti. Það er eins og þegar krakki er skirður tveimur nöfnum, sem hér var mikill siður um eitt skeið, ofanverða öldina sem leið, og víða e r siður er- lendis, ekki sizt um börn þjóðhöfð- ingja og annars stórmennis. _ Enda er og hugmyndin þessi stór- höfðingja barn, þessi um þjóðarsam- komu, sem er tvöföld í roðinu og þó einföld um leið. Það verður eins konar tvígyðistrú úr öllu saman áður lýkur. Honum dettur margt gáfulegt í hug, vorum vitmikla og glæsilega »húsbónda«. Þvi að komið er það nú í ljós, að sá hefir átt kollgátuna, sem þessa skýring lét sér hugkvæmast. Tvigyðis-kenningin er rétt, keiprétt. Alþingismenn þeir, sem kosnir verða í haust, 10. sept., til 6 ára, eiga að fá hjá kjósendum þá um leið umboð til að ráða til lykta sambands- málinu, samþykkja sambandsnefndar- írumvarpið eða — hafna því. Að því leyti nefnast þeir þjóðfund- armenn, en alþingismenn ella. Það lengir vitaskuld þingræður ofurlítið, að verða jafnan að taka svo til orða t. d.: hinn heiðraði annar þjóðfundarmaður og um leið annar alþingismaður Gullbringu- og Kjósar- sýslu! En ekki verður við öllu séð. Eins og annað eins lítiiræði sé ekki tilvinnandi til þess að geta sleg- ið tvær flugur í einu höggi.------- Engin lög eru um það, að ekki megi lúka við sambandsmálið á einu þingi, einum þjóðfundi. Enda kvað vera í ráði að gera það undir eins í vetur, á þinginu, sem hefst 15. febr. En með því að breyta þarf stjórn- arskránni um leið og sambandsmál- inu er til lykta ráðið, verður stjórn- arskrárbreyting borin upp á alþingi i vetur, ogþing rofið, er það frumvarp er samþykt, kosið um vorið og þingi

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.