Ísafold - 27.05.1908, Page 2

Ísafold - 27.05.1908, Page 2
114 ISAFOLD því hinu nýkjörna stefnt saman aftur samsumars, til þess að binda enda á stjórnarskrárbreytinguna. »Húsbóndinn« er bæði mikilvirkur og hraðvirkur. Hin mikla bylting kemst í kring alla, leið að 2l/% miss- iri liðnu.' &•' Nýja stjórnin þríhöfðaða (þ. e. með þrem ráðgjöfum) látin ríða í garð haustið eftir líkast til, samtímis vatns- veitunni í höfuðstaðnum og raflýsing- unni. Þá verður bjart yfir Reykjavik! EJ alt gengur þetta eins og í sögu og nákvæmlega eftir höfði ahúsbónd- ans«. EJ, ej, sagði kerlingin. Önnur símfréttar-ráðgátan var þing- rofið mikla i sumar. En hún er sæmilega auðráðin. Því veldur þingtímabreytingin. Þingmenn þeir, er nú eiga sæti á alþingi, voru kjörnir til 6 ára fullra, eða til júnímánaðaloka 1909. Það umboð verður af þeim að taka rniklu fyr, svo snemma, að þeir, sem kosnir verða á þing í haust (og á þjóðfund um leið), geti sezt á rök- stóla um miðjan vetur, eins og lög standa til. Ella yrðu það að vera gömlu þingmennirnir. Sóknargjöld til prests og kirkju. Skattamálanefndin vill nema úr lög- um frá fardögum 1911 preststíund af fasteign og lausafé, offur, lausamanns- gjald, lambsfóður og dagsverk. í þess stað greiði hver fermdur þjóðkirkjumaður il/2 kr. í prestlauna- sjóð. Nefskattur sá greiðist í pening- um fyrir 15. okt. fyrir fardaga ár það, sem þá er að liða. Hreppsnefnd heimtir það saman fyrir 6°/0 í ómaks- laun. Þá vill skattamálanefndin fella úr lögum frá fard. 1911 kirkjutíund af fasteign og lausafé, kirkjugjald af hús- um, ljóstoll, lausamenskugjald, leg- kaup og skylduvinnu sóknarmanna við kirkjubygging. Þar næst vill hún nema úr lögum í þeim sóknum, þar sem söfuuður hefir tekið að sér umsjón og fjárhald kirkju, niðurjöfnun á kirkjusöngkostn- aði og kirkjugarða, prestskosningar- kostnaði og þóknun til safnaðarfull- trúa, og skal greiða þann kostnað ail- an úr sjóði sóknarkirkjunnar. I stað þessara gjaldá allra kemur 75 a. nefskattur á hvern fermdan þjóðkirkjumann, karla og konur. Gjaldið greiðist sóknainefnd fyrir 15. okt. í kirkjufjárhaldssóknum má sóknar- nefnd með jákvæði lögmæts safnaðar- fundar og samþykt héraðsfundar hækka og lækka kirkjugjáld fyrir éitt ár í senn eða um tiltekið árabil. Landsstjórnin má í öðrum sóknum leggja á kirkjugjald, er samsvari, mið- að við tölu termdra safnaðarmanna 1. jan. 1911, öllum sóknartekjum að meðaltali árin 1901—1910, að feng- inni áður yfirlýsing kirkjuráðanda og sóknarfundar um, að lögmæltum kirkjugjöldum hinum eldri sé þann veg breytt. Húsráðandi svarar prests- og kirk- jugjöldum fyrir þá, sem eru til húsa hjá honum, gegn endurgjaldi frá þeim, og úr sveitarsjóði fyrir þá, sem eru á sveitarframfæri. Þeir prestar, er laun sín fá eftir eldri lögum en þeim frá 16. nóv. 1907, fá uppbót úr prestlaunasjóði fyrir sóknartekjur eftir 10 ára meðal- tali (1901—1910), að frádregnum 6°/0 í innheimtulaun. Aukaverkaborgun á að vera: 5 kr. fyrir hjónavígslu, 2 kr. fyrir skírn og 6 kr. fyrir ferming; líksöngseyrir 6 kr., auk þóknunar fyrir líkræðu, ef um er beðið. Prestur fær fylgdarmann báðar leið- ir, er hann vitjar sjúkra, en leggur sér til hest; sjóflutning fær hann ókeypis. Prestar og safnaðarfulltrúar fá ekki neitt fyrir kirkjureikningaskoðun né prófastar fyrir kirkjuskoðun. Kostiiaöar-grýíurnar. 3 Þær eru lagðar á stað, grýlurnar þær, svo sem við var búist. Lögrétta dró eina sér við hlið síð- ast. Hún segir það til faðernis síns, að getið hafi sig »gamall þingmaður*, við Lögréttu sjálfsagt. Vel má það rétt vera. Fóstrið er þesslegt, að getið væri í elli, jafnvel í gamalórum. Svo ósélegt er það og óefnilegt. Það er ódæma-vesall samsetningur. Engin heil brú i honum frá upphafi til enda. Því líkastur, sem ætlaður væri tómum afglöpum, en ekki hugs- andi mönnum, kjósendum landsins. Höf. er að reyna að gera skilnað ískyggilegan, jafnvel voðalegan fyrir kostnaða sakir. Hann nefnir hinar og þessar fjárhæðir, er skilnaður muni kosta, og gerir þær sem allramestar, til þess að Iesendur skuli óa við, og kjósa heldur rigneglda innlimun en að hætta landinu út í þá óhæfu. Tala gerir hann annaðhvort af ger- samlegu þekkingarleysi á það mál, eða það er brjóstumkennanlegur mans- maður, langþjakaður leiguþræll, sém veröur að tala svo sem hann gerir, ef hann á að hafa i sig og á og ekki verða rekinn út á gaddinn eða hrak- inn út á öræfi, áttavitalaus og allslaus. Það mun sannast, þegar farið verð- ur að bera saman með rökum og réttum reikningum kostnaðarmuninn á því þrennu: a) að vera innlimaður (Danmörku), b) að vera í konungssambandi einu við hana, og c) skilja við hana alveg, þá verður algerður skilnaður lang- ódýrastur, konungssamband þarnæst og innlimun langdýrust, þegar öllu er á botninn hvolft. Auk þess sem allir vita, hver mun- ur er á afla-þrótt frjáls manns og sjáif- um sér ráðandi að öllu leyti eða ófrjálsra mansmanna, og mega af því tnarka fyrir fram, að innlimun muni vera lítill gróðavegur, þá skilur það hver maður, hvort lengi muni vera að fara nokkurir tugir og jafnvel hundr- uð þúsunda úr vasa landsmanna og yfir í pyngju bræðraþjóðarinnar, ef hún á að hafa ekki einungis forrétt- indi fram yfir allar aðrar þjóðir til fiskiveiða í landhelgi, heldur þau hlunn- indi til fjárausturs upp úr þeirri gull- kistu, fiskiveiðunum kringum landið, umfram oss, sem landið byggjum og þykjumst eiga það, er margfalt fjár- afl og margfaldur mannafli veitir. Konungssamband og skilnað skilur það eitt í kostnaði, að í kon- ungssambandinu verðum vér að leggja á konungsborð og til framfær- is konungsættingjum. Annar kostn- aður allur er samur með því fyrir- komulagi og fullum skilnaði. Því ann- að alt en konunginn berum vér einir á vorum herðum. Fyrir því er konungssamband þeim rnun dýrara, sem nú var sagt, — dýr- ara en fullur skiinaður. Alt um það hikaði ekki Þingvalla- fundur í fyrra við að kjósa heldur konungssamband en skilnað. Við það munu allir stjórnarandstæðingar standa enn, — kjósa heldur konungssamband- ið. Það er því nokkurn veginn út í hött talað, er þessi gamalóra grýlu- faðir í Lögréttu hygst hnekkja gengi stjórnarandstæðinga, sem nú eru, með þeim skilnaðarkostnaðarýkjum sínum. Hitt er þó skoplegast: ósjálfráð gapastokkssýning höf. á sjálfum sér, er hann ræðst á stjórnarstefnu sjálfs »húsbóndans« og hans manna í milli- landanefndinni, eftir því sem hún kemur fram með þeirra eigin undir- skrift í sambandsnefndarskjali 7. marz þ. á., þar sem þeir segjast halda fast við það, að líta beri á ísland að réttu lagi eða lagalega (de jure) svo sem frjálst land undir konungskórónu Dan- merkur, er hafi Jull umráð með kon- ungi yfir öllum sínuinmálum. Þvi fyrir- komulagi fylgir, svo sem nú var mælt, allur hinn sami kostnaður sem full- um skilnaði, að konungsmötunni o. s. frv. viðbættri. Þess er að geta þar á ofan um kostnaðaraukann af konungssamband- inu, að eitt mundi baka oss marg- faldan kostnað á við konungsmötuna, og það er fordildin, metnaðurinn, montið, rembingurinn að tolla í tízk- unni við danska rausn og höfðings- skap. Sá kvíði mun engum þeim virðast ástæðulaust, sem horft hefir á látbragð og hátterni löggjafa vorra og valdsmanna f þingmannaförinni i fyrra, horft á gráhærð gamalmenni hopp- andi hokin í herðum og hnjáliðum utan um dönsku þingmennina, bros- andi út undir eyru sleikjulegasta und- irgefnisbrosi, þar sem nndirþjóðarmeð- vitundin skein út úr hverjum andlits- drætti og hverju líkamsviðbragði, en yngri kynslóðina i þeim hóp og öllu stjórnarliðinu dansandi eins og ung- lömb eða fettandi sig og brettandi — eintómum undirtyllu-fettum og brettum — eins og Hottentottar og hala-blámenn kringum skurðgoð sín. Eða veitinga-austurinn þá, sem einn hinn merkasti höfðingi meðal gesta lands'ns annar en sjálfur konungur- inn og manna góðgjarnastur í vorn garð komst svo að orði um eftir á, að sér og öðrum hefði fundist þær bera heldur mikinn keim af uppskajnings- bruðlunarsemi (parvenuagtig Odselhed) þótt gott eitt hefði oss gengið til vit- anlega, viljað sýna sem mesta gest- risni. Breyting á vegaíögum. Til innheimtu-hægðarverka vill skattamálanefndin láta breyta það miss- irigömlu löguunm (frá 22/u f. á.), að hreppsvegagjald utan kauptúna, sem eru hreppsfélög sér, sé látið renna beint í sveitarsjóð og heimt saman með öðrum sveitargjöldum, en hreppsvega- kostnaður greiddur beint úr svsitar- sjóði, að hreppsvegagjald i kauptúna- hreppsfélögum sé haft færanlegt frá 1 V4—~3 kr., eins og annarstaðar, en ekki óhreyfanlegt 2^/2 kr., og að verk- færamannaskrá sé samin í júnímán., en ekki marzmán., sem veldur inn- heimtuvafningum, er þeir, sem á skrá standa, flytjast brott að vorinu i hjúa- skildaga eða fardögum. Gufuskipiu. Þrjú Thore-skip hafa komið eða farið frá því siðast: Sterling (E. Nielsen) fór héðan áleiðis til Austfjarða og Kbafnar 25. Meðal farþega til Khafn- ar voru Oddur Gislason yfirréttarmálf.m. og frú hans, frú Hjaltested með 2 börnum (síra Bjarns Hjaltesteds), frú Valborg Einars- son, jungfrúrnar Þuriður Jóhannsd. (Þorkels- sonar dómkirkjupr.), Valgerður Þórðard. (frá Hól), Katrín Hafliðadóttir (Guðm.ss.), Guðrún Jónsdóttir, Ólafía Guðmnndsdóttir (frá Nesi), Sigríður Sigurjónsdóttir, Þór- hallur Ólafsson (prentara), Th. Balslev læknir á Vainum. Þá fór ennfremur um 180 manns til Austfjarða. Ingolf (F. Scbjöttz) fór sama dag (25.) vestur og norður um land með nokkuð af farþegum. Kong Helge (Clausen) fór daginn eftir (26.) vestur og norður, með allmargt far- þega, þar á meðal 0. Forberg simastjóri, G. Eggerz sýslum. öll 3 skipin komu full- fermd vörum, ýmist hingað eða umhvervis landið. Samein.-félagsgufuskip Laura (Aasberg) kom i morgun frá Khöfn og Skotlandi beint, 2 dögum á undan áætlun. Meðal farþega voru millilandamennirnir allír, nema Skúli Thoroddsen, sem liggur veikur í Khöfn. S/s Ceres (Gad), skip sama félags, lagði á stað í gærkveldi til Austfjarða og útlanda. Kaupskipafregn, Hingað kom 22. þ. mán. s/s Valhal (290, Fragland) frá Barntisland með kolafarm til Edinborgar- verzlunar. Eros (263, H. Andersen) frá Leith með kolafarm til Bj. kaupm. Guðmundsson- ar, og í fyrradag Agnes (263, N. Rasmus- seij) frá Kristjansand með timburfarm til P. J. Thorstensons & Co.; og gær Eva (638, Cristian Hauge) frá Metthil með kola- farm til Edinborgarverzlunar. Permiug á morgnn i Frikirkjunni. Synodus stendur til að haldin verði laugar dag 26. júní. Dansmeistarinn frá Khöfn, hr. Georg Berthelsen, er hér dvaldist i fyrra sumar nokkrar viknr að fullkomna höfuðstaðar- lýðinn í sinni fögru list, er væntanlegur aftur í sömu erindum innan skamms (sjá auglýs.). Skjöl og- skrif lögð fyrir sambandsnefndina. Skýrslu hagfræðisskrifstofunnar dönsku hefir verið áður getið að nokkru. Það var fyrsta skjalið, sem lagt var fyrir nefndina, dags. 27. des. f. á. Þar var hnýtt aftan við hug- vekjukorni um sambandið milli ís- lands og Danmerkur, það er kemur til verzlunarfyrirkomulags fyr á tím- um, eftir einhvern dr. phil. Erik Arup, og stefnir alt að því að rengja það sem Jón Sigurðsson hefir ritað um það mál. Logandi vænt þótti Dön- um um þau skjöl bæði. Þeir símuðu út um allan heim, a3 vér skulduðum þeim 53/10 milj. kr., og að pó legðu þeir oss 60,000 kr. ársstyrk. Þeir sögðu ekki, að svona teldist hagfræðisskrifstofunni til, heldur full- yrtu það eins og órækan og sögu- legan sannleika, að þann veg væri háttað fjárhagsviðskiftum þeirra í milli og vor. Og þó vildum vér verða ríki I Þvílíkt aðhlátursefni um viða ver- öld ! Hins heyrist hvergi getið, að nokk. urt blað útlent, danskt eða ekki danskt, hafi flutt þá fregn, að vér teldum til svo stórrar skuldar hjá þeim, að þeirra tilkall vægi ekki nema helming þar á móti. Getið var í fyrstu fréttum af nefndar- þinginu ritlings um stjórnarskrármálið íslenzka eftir A. Dybdal stiftamtmann, er áður var deildarstjóri langa hríð hjá íslandsráðgjafa-brotinu. Það var danskur leiðarvisir handa ráðuneytinu, samantekinn fyrir 11 árum, er dr. Valtýr tók til að rugla Nellemann í ríminu og leiða hann afvega út af réttri há-danskri braut inn á íslenzka villigötu, öllum rétttrúuðum dansk- lunduðum stjórnargörpum til armæðu og óþurftar. Þá var Dybdal til fenginn að snúa þeim kenningum upp í villu, og er mælt að það verk hafi hann unnið af mikilli aiúð. Ritsmíð sú var prentuð í pukri. Og óbirt er hún enn í nefndarþingskjölunum. Þar næst er að geta ritkorns eftir skrifarann í sambandsnefndinni hinn danska, dr. jur. Kn. Berlin: Um stöðu Islands í ríkinu par til 18 ji (er stjórn- bótardeilan hójst, segir hann). Stutt yfirlit. Það er og prentað í pukri, þ. e. sem handrit, og heitið frekari röksemdum síðar, í rækilegri ritgerð. Dagsett er þetta 1. marz. Fremur virðist ritsmíð sú í fljótu bragði likjast kappsams málfærslu- manns sóknarskjali eða varnar en vís- indalegri og óhlutdrægnislegri eftirleit sannleikans. Þar er runnið á vaðið með þvi að bera harðlega á móti því, að vér höfum verið nokkuru sinni í konungssambandi einu við Norveg. Hitt fullyrðir höf., að vér höfum verið blátt áfram norskt skattland alla tíð fr’á því er landsmenn gengu á hönd Hákoni konungi gamla. I lík- um anda rekur hann stjórnarsögu landsins alt fram um miðja öldina sem leið, og klykkir út á kapítula um »ísland undir júnígrundvallarlög- unum (dönsku) til 1851«. Þar næst kemur skrá frá »hagfræðis- skrifstofu ríkisins* í Khöfn um öll útgjöld til Islands á tímabilinu frá 1871—1907. Margt er skrítið í þeirri Harmoníu. Þar er talinn ekki ein- ungis allur styrkur til gufuskipsferð- anna milli íslands og Danmerkur þann tíma, og viðgerð á gufuskipum í þeim förum, heldur alt sem varið hefir verið til mælinga hér við land og mælinga á landi' síðustu árin, svo og lítils háttar styrkveitingar til að koma hér upp vitum. Enn fremur er þess getið þar, að árin 1894—1899 (5 ár) hafi »adjunkt (síðan prófessor) Thor- oddsen« fengið úr ríkissjóði 2700 kr. árstyrk til jarðfræðislegra og landfræð- islegra rannsókna á íslandi, en síðan alla tíð, 8 ár samfleytt, 1500 kr. vís- indalegan ársstyrk. Alls hefir Þ. Th. fengið þann veg úr ríkissjóði 2 5x/2 þús. kr. Með árinu 1904 er tekið til að telja íslandi strandgæzlukostnað, þar með smíðakostnað Valsins; það eru alls 680,000 kr. á 3 árum. Næsta nefndarþingskjal er um stöðu Islands í ríkinu með nafninu L. H. Bjarnason á titilblaðinu. Lengra er það miklu en meðal-sendibréf — það er nærri n bls. prentaðar —, og hvergi neitt um það, að nefndar- mennirnir íslenzku hafi skráð það í samvinnu, og maðurinn (L. B.) hrein- skrifað það. Það virðist vera að mestu samdráttur úr ritgerð Jóns Sig- urðssonar um það efni frá 1856 og Frjálsu sambandslandi E. H. Þá koma »bráðabirgða-athugasemdir, fram lagðar af hinum íslenzku nefnd- armönnum, út af fjárhagsviðskifta- skýrslu hagfræðisskrifstofunnar«. Þar eru engum nefndarmanni eignaðar öðrum fremur. Efnið í þeim virðist vera að miklu lejm það sem stóð ný- lega í Þjóðviljanum eftir Sk. Thor- oddsen og síðan i ágripi í ísafold 13. þ. mán.: Skuldaskijti íslands og Dan- merkur. Síðasta meiri háttar nefndar-þing- skjalið er ritgeið eftir Dr. Knud Ber- lin um Gamla-sáttmála. Þar er (á 24 bls.) reynt að snúa í villu flestu því, er Jón Sigurðsson hefir um hann ritað, svo og því, er þeir dr. Jón Þor- kelsson og Einar Arnórsson rita um það mál í Ríkisréttindum íslands. Síðast er dálítill pistill frá forstjóra hagfræðisskrifstofunnar út af bráða- birgða-athugasemdum íslenzku nefnd- armannanna um skuldaskifti íslands og Danmerkur, svar við ýmsum að- finslum þar. Hér eru að eins talin aðfengin skjöl og skrif, er fyrir nefndina voru Iögð, en slept hennar ritsmíðum sjálfrar. Frá þeim var skýrt síðast, utan nefndarálitinu sjálfu, sjá síðar. Landiiurar úr lögum. Það eitt nýrnæli skattamálanefndar- innar, að frá 16. rnai 1911 skuli öll gjöld, sem til eru tekin í landaurum eða álnatali eftir verðlagsskrá, talin í peningum eftir meðalverði verðlags- skrár í hverri sýslu árin 1901 —1910. Sleppa skal smábrotum úr eyri, en gera stærri brot en ‘/2 að heilum. Skilnaðar-tilboðið? Símskeyti Skúla Thoroddsen í síð- asta bl. sýnir það, sem margan grunaði, að lítill mundi flugufót- urinn íyrir fréttinni um skilnaðar-til- boð við oss af Óana hendi, ef vér þýddumst ekki þeirra kosti og vildum heldur skilnað. Eða þá hitt, að vér mundum engu ofríki beittir, ef vér höfnuðum öllu sambandi við þá, Dani. Hér mun vera ekkert við að styð- jast annað en lauslegt skraf nefndar- manna sin í niilli, eða þau ummæli einhvers hinna dönsku nefndarmann- anna eða fleiri en eins, að óhugsan- legt væri, að farið yrði að beita við oss vopnum, vopnlausa þjóð, ef vér vildum vera lausir við Dani. Þétta hefir sá hinn sami eða þeir hinir sömu komið með svo sem sína skoðun eða sannfæring. En það er sitt hvað, eða að lýsa því yfir í nefndinni, með lófataki þar, og skrásetja í nefndarálitið. Hitt er annað mál, að líklegt er ekki, að vér mundum verða kúgaðir með stórskotum eða byssustingjum til að halda trygð við bræðraþjóðina og elska hana. Það er ekki líklegt, að henni þætti sér sama að vera þeim rniklum mun minni og ódrengilegar skapi farin en þjóðin sem býr austan F.yrarsunds, að fara að bera vopn á vopnlausa sambands- þjóð, er hún skirðist við það, þótt vel víg sambandsþjóð og sæmilega víg- búin vildi ekki una í sambandinu lengur. Konungur gekk þar á undan, Oskar II, og þjóðin fylgdi honum viðstöðulaust. Er líklegt að Friðrik VIII mundi reynast meiri ódrengur, ef svo bæri undir hér?

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.