Ísafold


Ísafold - 27.05.1908, Qupperneq 3

Ísafold - 27.05.1908, Qupperneq 3
ISAFOLD 115 — Konfetti — .Þriðjudaginn í föstuinngang, það er mér í minni. Sólin reyndi að brosa góðlátlega við óskabarninu sínu, hinni glaðlyndu Par- ísarborg, en gráar skyjaslæður brugðu fölva á brosið, og brá til beggja vona, hvort rigna mundi eða haldast hrein- viðrið. Himinn er hér fljótur til, hvort held- ur sorgar eða gleði. Klukkan var hálf þrjú. Á torgiuu uppi við Panthéon stóð múgur og margmenni og teygði fram hálsinn. Stúdentarnir voru að leggja af stað í gamangöngu sína um borgitia. Þarna sá eg þá loksins stúdentahúf- urnar frönsku. Eg hafði ekki séð þær fyr, þessa tvo mánuði við háskólann. Það eru svartbláar flauelshúfur með víð- um kolli festum í ennisgjörð, sem er ýmisleg að lit eftir því, hvert námið er. Yfir stúdentaþvöguna gnæfa alls kon- ar merki. Alt er á iði, bróp og köll og hlátur. Stúdentarnir safnast utidir merki sín. Förinni er heitið skemstu leið úr stú- dentahverfinu (Quartier Latin) yfir Sygnu, niður á Coneorde-torg og þaðan eftir breiðustu virkisstrætunum (Boule- vards) langan boga heirn í hverfið aftur. Fylkingin fer af stað. Á undan ríður varðliðsflokkur, allvígamantialegur, og kembir taglið aftur áf hjálmunum. Þá koma stúdentarnir, og fylgir hver flokk- ur sínu merki. Fyrir þeiin sem stnnda náttúruvísindi er t. d. borinn svartur grís úr pappa. Þeir hafa valið sér þetta merki fyrir þá sök, að upphafsstafirnir í nöfnum vísindagreinanna sem þeir stunda: P. C. N. Physique, Chimie, Sciences Naturelles (eðlisfrreði, !efnafræði, og náttúrufræði) eru hinir sömu og í orðunum »Petit Cochon Noir« (svartur grís). Merki skrautlistaskólans er málaralit- spjald og dregin á léttúðug mær. Dýralæknaskólinn fylgir vagni með líkneski af hesti í andarslitrunum og d/ralækni í hvítum vinnufötum. Hann er að stumra yfir hestunum. Flestir bera dýralæknarnir dýratnyndir á stöng- um, heljarfeita gapandi gæs, hesta, hunda, ketti, grísa o. s. frv. Þeir eru bezt búnir í þessa ferð. Þá getur að h'ta flokk Maroltkomanna. Það er nýíenduskólinn. Þar ríður Abd- el-Aziz keisari með sveit sína en á eftir fer Mulai-Hafid uppreistarsoldán, og bera menn hans blóðuga hausa og limi krist- inna manna á stöngum. Sú för er all- ófriðleg. Lögfræðingar fylgja fallöxinni frægu. Frakkar kalla hana e k k j u n a (1 a v e u v e), og er húu vafin sorgarslæðum. Merki tannlækna er jaxl alblóðugur, mannhæðar hár og hverjum manni hvim- leiður á að líta. Flestir eru stúdentar að öðru leyti hversdagsbúnir, hafa pípustúfiun sinn í munninum og láta eins og þeir sóu heima hjá sér. Þó hafa sumir hálfgrím- ur fyrir andliti eða þá langt nef, aðrir bera pappírsblóm á stöngum og nokkrir leika að handskellum. Auðséð er að það eru einkum ungl- ingarnir, sem taka þátt í þessum gleð- skap. Yarla virðist nokkurt andlit eldra en urn tvítugt. Eg furða mig einkum á tvennu : Fyrst því, hve fáir taka þátt í þessu. Þarna eru á að gizka fá hundruð stú- deuta, en við háskólann í París eru að minsta kosti um 16000 stúdentar. Því næst furðar mig, hve fátæklegur er viðbúnaður þeirra. Alt virðist gert af litlum efnum og lítilli rækt við at- höfnina. Yel gæti eg trúað því, að myndarlegur álfadans í Reykjavík kost- aði jafnmikið eins og varið hefir verið til þessa, enda hafa kunnugir menn sagt mér, að viðhöfnin þennan dag væri ekk- ert í samanburði við miðföstuhátíðina. Fylkingin heldur áfram. Hver syng- ur með sínu nefi, stundum Massilíubrag, og stundum eitthvað annað. Allar götur sem fylkingin fer um eru troðfullar af fólki og á öllum veggsvöl- um standa menn og konur að horfa á. En á táunum með fram gotunum hafa k o n f e 11 i-salar bækistöðu sína í löngum röðum. Þeir standa við háa hlaða af pappírspokum, gulum, rauðum, grænum og bláum, og grenja hver í kapp við annan. I hverjum poka er tvípund (kíló) af k o n f e 11 i, samlitu pokunum. Pokinn kostar 50 sentímur. Konfetti er eins kouar litað pappírs- hrat, örsmáir kringlóttir pappírssneplar, sem haft er til að kasta í andlit þeim sem fram hjá ganga. Það er þjóðleikur hér á þessum degi. Gatan verður al- þakin þessu hrati, sem liggur í sköflum og ljómar í öllum litum, eins og sjálfur regnboginn hefði frosið og vindurinn feykt honum í skæðadrífu um göturnar. En salan gekk tregt í fyrstu ; krakk- ar einir sem hanga í pilsi mömmu sinn- ar og stöku hispursmey verðu.i til að kaupa sór poka og hefja glettingaleik- inn. Konfettísalarnir hrópa hærra og hærra : — Tvípund af konfetti á 50 sentímur. Vel vegið tvípund af ósviknum konfettí, 50 sentímur! hljómar hæna og hærra gegnum skarkalann. Og mannelfan líður áfram með þung- um straumi yfir eina brúna á Sygnu. Þar dreg eg mig út úr þvögunni og fer skemstu leið niður á Concorde-torg. — Vel vegið tvípund af ósviknu konfettí! hljómaði lengra og lengra í burtu, og þá vaknaði hjá mór efinn um það, að pokarnir vægju í raun og veru tvípund og að konfettíið væri ósvikið. Göturnar meðfram Sygnu voru mann auðar, allir höfðu safnast þangað sem leið stúdeutanna lá um. Og eg gekk í heimspekilegum hug- leiðingum um mannlega fávizku og barnaskap. Hvað var barnalegra en þetta að eyða ógrynni fjár í pappírshrat til að ausa í andlit hver annars tiltek- inn dag á ári hverju? Hvað var heimsku- legra en þetta pappírsflyksufjúk á þriðju- daginn í föstuinngang? Eg hugsaði heim: Þriðjudaginn i föstuinngang, það er mér í minni, þá á hver að þjóta í fang á þjónustunni sinni. Þá var þó íslenzki siðurinn skynsam- legri og skemtilegri! Blessaðar þjónusturnar ! Þjónusturnar sem þvoðu fötin manns og bættu þau. Þjónusturnar sem hjálpuðu manni úr freðnum sokkum og skóm þegar maður kom heim kaldur og svangur á vetrar- kvöldin og buðust jafnvel til að þvo manni um fæturnar, ef maður þá gat þolað það fyrir kitlum. Þjónusturnar sem lögðu samanbrotna sokka, heita af hlóðarsteinunum, hjá rúminu manns að morgni. Þjónusturnar sem vöktu stundum fram á nætur á sumrin við að þvo og bæta plöggin manns, þó þær kæmu sjálf- ar dauðþreyttar af engjunum. Þjónusturnar sem unnu alt fyrir ekk- ert. — Mór varð heitt um hjartaræturnar. Eg sendi í huganum hlýja þokk til allra þjónustnanna minna,. líka þeirrar sem stundum var önug við mig af því að hún var að hugsa um hann lagsbróður minn, sem hún giftist mörgum árum síðar vestur í Ameríku. — — Eg var nú kominn aftur mitt inn í manustrauminn. Hann leið eins og ógnarbreið elfa af Concorde torginu inn yfir breiðustu og fjölförnustu virkis- strætin. Konfettí-hríðin var nú orðin skæðari en áður. Annarhver maður hefði fengið sór poka og litaðist um eftir fallegu andliti til að glettast við. Mér varð litið um öxl, því eg heyrði að töluð var sænska bak við mig, og um leið fekk eg stóreflis-él af konfettí í andlitið. Það var stúlkan sem talaði sænskuna, »ljóshærð og litfríð, og létt undir brún«. Hún hló svo hjartanlega, að eg gleymdi á svipstundu öllum þjónustunum mín- um, og þegar betur var að gáð, þá fanst mér að konfetti væri ekki svo fráleitt, ef rétt væri með það farið. Að minsta kosti varð eg að ná mór í poka til þess að gera sænsku stúlkunni sk.il, og þeg- ar hana varði minst, fekk hún duglega stórhríð og sænska kveðju. Og um leið og hún hvarf hlæjandi inn í mannþvöguna, heyrði eg hana pískra um það við lagsystur sína, hve skrítið væri að rekast þarna á mann, sem talaði sænsku Nú voru allir komnir í gott skap. Hlátrar og sköll, orðamælgi, hróp og köll og söngur blandaðist saman og varð að undarlegum klið fullum af græskulausum gáska og lífsfjöri. Alt verður að hlátri. Þarna situr maður á háhesti annars manns og heldur uppboð á hattprjón, sem hann hefir fundið. Þarna gengur maður með svart skegg ofan á bringu, umkringdur af ungum stúlkum sem skilja ekki við hann fyr eti skeggið er orðið eins og glitofinn dúkur. Stundum skapast eins og ahringið í mannstraumnum, það er þegar menn og konur verða svo áköf í koufetti-kast iuu, að ekki stoðar annað en nema stað- ar og hamast þangað til annað hvort flýr. Vanalega er það veikgerðara kynið, sem leggur á flótta, en furðanlega harð vítugar eru sumar Parísarstúlkurnar í þessum viðskiftum. Á stóttunum fram af drykkjuskálun- um með fram strætunum sitja menn og konur undir tjaldþökum og hreinsa kverkarnar með glasi af öli eða víni. En ekki er neinn þar friðhelgur, og vel má gera ráð fyrir því, að glasið fyll- ist af konfetti, ef ekki er vel um búið. Þess vegna er í dag pappírslok yfir hverju glasi. Eg tylli mér niður þar, sem bezt er útsýni yfir mannfjöldann. Yfir að líta er hann eins og iðandi blómabreiða á dökkblám feldi — svo er fyrir að þakka þúsundlitu hattaskrauti kvenfólksins. En hvar sem augað eygir gjósa upp strokur af konfetti, gulu, rauðu, grænu bláu, er blandast saman og fellur eins og éljadrög yfir manngrúaun. En hærra í lofti svífa tómir bréfpokar eins og fuglar og koma vanalega í koll þeim sem er svo einfaldur að hafa háa hatt- inn siun í þessa ferð.. Smádropar hrjóta úr lofti. Gráar skýjaslæðurnar dökna meir og meir. Gamanið er bráðum úti, því nú fer að rigna. Mannelfin skiftir sér í ótal kvísl- ir og hverfur um óteljandi hliðargötur út um borgina. Allir sporvagnar fyll- ast á svipstundu. Konfettið á götun- um verður að leðju eða deigi sem hnoð- ast neðan í sólana. Á leiðinni heim hugsa eg um það, hve mikið þessi lýður á af eðli barnsins sem lifir á líðandi stundu, leikur sér þegar sólin skín og gleymir öllum áhyggjum í græsknlausum gáska. Því gamanið er græskulaust. Þarna- voru saman komin hundruð þúsunda, karlar og konur, ungir og gamlir, ríkir og fá tækir, saddir og svangir, — allir glaðir, engin illindi. Daginn eftir sá eg í einu blaðinu, að lögreglan hefði haft liðsafnað mikinn á þremur stöðum þar sem mestur var mannfjöldinn, en að aldrei hefði þurft til að taka. Reyudar sagði annað blað, að 192 hefðu verið handsamaðir fyrir óspektir og illindi. Það hefir líklega verið þegar kvölda tók og á daginn leið, og — hvað er það meðal svo margra? Paris u/3 1908. G. F. Norðmenn taka svari voru. Eitt hið merkasta tímarit þeirra, Samtiden, flytur í síðasta hefti (apríl) ádrepu um afstöðu vóra við Dani eftir Dr. ^Andr. M. Hansen, nafntog- aðan þjóðakynfræðing og heimspeking allmikinn, sem ritar í hvert hefti hug- vekju, er nefnist Tidens Tanker, og er þetta kafli ur henni: Þá þegar (fyrir 27 árum) var hug- sjónamarkið orðið þetta, að »norður- landaríkin« yrði jj'ógur, og það i sem ailra óháðustu ríkistengslum hvert við annað. Framtiðarspár — óneitanlega fagrar. Sem stendur er nú einmitt verið að semja um fjárhagsskifti og fram- tíðarsamband tveggja landanna, ís- lands og Danmerkur. Og málið er nokkurn veginn ljóst. í Danmörku verður öll þjóðernis- afstaða við önnur lönd að fara alger- lega eftir skilningi þeirra þjóða á réttarkröfu þjóðar-séreðlisins. Þeiiri kröfu, að heil þjóð eigi algerlega ó- skoraðan rétt á óbaeldum stjórnarfars- legum þroska sjálfrar sín. Danir fara þá úr þessu ekki að hafa neinn siðferðislegan rétt til að synja allsherjar óskum og kröfum íslenzku þjóðarinnar. Það er af sú tíð, þegar kröfur um þótt ekki væri nema örlítinn sjálf- stjórnarauka voru gerðar afturreka, og það látið fylgja, að þeim yrði ekki að eins synjað, heldur væri það ekki nema fyrirhöfnin ein að vera að bera fram slíkar kröfur. Það er af sú tíð, segi eg; þess háttar aðferð stoðar ekki lengur. Vitaskuld virðist sú þjóð, sem ekki er að stærð nema 80 þúsundir, vera nokkuð rýr að tölunni til, til þess að með henni geti búið og dafnað fult og frjálst þjóðar-séreðli, eða með öðrum orðum, að hún geti orðið þjóðarheild sér. Og alt af má bera það í vænginn, að með þessu lagi lendi þjóðernis-hugmyndin út í ó- göngur eintómra öfga, ef málið er rakið til þeirrar rótar, að Færeyingar eigi hið sama tilkall til að vera þjóðar- heild. En þar er alt öðru máli að gegna. Því er nú einu sinni svo háttað og verður ekki í móti mælt, að á íslandi býr þjóð, sem er steypt i sínu eigin móti, með alveg sérstök- um þjóðerniseinkennum, alveg sjálf- stæðri þroskasögu og að tungu og lyndiseinkun og öllum lands- og þjóðarháttum gersamlega sneydd öllu sambandi við Danmörk. Og að fólks- fjöldanum til er afstaða íslands við Danmörku nákvæmlega hin sama og afstaða Danmerkur við Þýzkaland. Það kann að vera, að íslenzk ríkis- skipun verði ekki alveg eins gljáandi í augum annarra þjóða, ef hún þvær af sér danskan hirðijóma. Og því sé betra að hafa hann á sér: hafa á sér danskan hirðljóma — gagnvart öðr- urn löndum. En það er ekki til nokkur ástæða, sem vit er í, ekki nokkur ófúin stoð undir þann málstað, að Danir hafi nokkurn rétt til að tálma íslending- um að lifa og láta eins og þeir vilja, eins og þeir sjálfir æskja og krefjast, sigla sinn sjó — með sínum fána. Frá hernaðar-sjónarmiði er mjög líkt háttað um ísland, jafnafskekt land sem það er, eins og önnur norður- lönd. Að eins eitt stórveldi er til, sem verulegan áhuga kynni að hafa á af- skiftutn af landinu. Það er Bretland. Og sá áhugi virðist einmitt mundu stefna í þá átt og enga aðra, að sjá um að sjálfsforræði landsins væri alt af borgið. Þá skoðun má meðal annars reisa á einu dæmi úr sögu íslands. Það var á þeim tíma, er Englend- ingar áttu þá hina miklu og víðsýnu stjórnvitringa, er kunnu ráð til að tryggja þjóðinni brezku öll yfirráð á sjó með hernámi á víð og dreif uin veröld alla, og það á útjöðrum heims. Þá áttu þeir í ófriði við sambands- þjóðirnar tvær, Dani og Norðmenn, en tóku ekki gæsina á íslandi, sem gafst fyrirhafnarlaust. Það var í stjórnartíð Jörundar hundadagakongs, sællar minningar. Þó nota þeir ekki þá vald sitt til ann- ars en að koma á aftur lögsamlegri reglu í landinu, — undir fullveldi Dana. — — Höf. tekur svo til orða í hugvekju sinni, sem hann hafi hér kornið og kynst landsmönnum töluvert fyrir 27 árum. Vera má, að einhverir muni eftir því. Það hefði átt að vera 1881. Þökk hafi hann fyrir, að leggja þann veg orð í belg, sem hann hefir gert. Husnæði óskast, 3—4 herbergi, nú þegar. Jón Sveinsson trésm. vísar á. 52 f>að var ekki heldur von til hann gæti neytt vitsmuna sinna, og verðaaðburðast allan aunnudaginn með þennalitla bagga á bakinu ! Og það hefði staðíð ú sama, þó að hann hefði nú haft fult vit, úr því að ekbert seldist hjá honum. Eng- in af hinum Dalamönnunum, sem ferð- uðust um þetta þorp, þurfti að þramma með sekkinn allan sunnudaginn eins og hann varð að gera. þá fóru þeir í kirkju, lausir og liðugir eins og aðrir. En þessi vesalings maður hafði víst ekki hugmynd um, að nú væri helgidag- ur, fyr en hann stóð þarna í sólskin- inu fyrir utan kirkjuna og heyrði þang- að sáhnasöng. f>á var hann þó það með sjálfum sór, að hann vissi, að hann gat ekkert selt í dag. Og nú lá við, að hann sendi heilann forsend- ing; hann átti sem sé að segja hon- um til, hvar hann ætti að eyða þess- um tómstundum dagsins. Stundarhríð gerði hann ekki annað en að stauda grafkyr og stara út í bláinn. Hversdagslega komst hann fyrirhafnarlftið fram úr öllum sínum vandamálum. Haun var ekki lakarí en það, að hann gat gengið vikuna á 53 enda bæ frá bæ og gegnt kaupum sín- um. En suunudeginum gat hann aldrei vanist. Hann kom alt af yfir hann eins og stór, óvænt áhyggja. Hann einblíndi út í loftið, augun bærðust ekki, og ennisvöðvarnir voru teknir að þrútna. Hið fyrsta, sem var ráðgert inni í heilanum, var það, að hanu Bkyldi ganga inn i kirkjuna og hlýða á söng inn. En því ráði var hafnað. Hon- um þótti fjarska-gaman að söng, en hann þorði ekki að fara inn í kirk- juna. Hann fældist ekki fólkið. En í sumum kirkjum voru einhverjar kyn- legar og óviðfeldnar myndir, er áttu að tákna verur, sem hann vildi helzt ekki hugsa neitt um. Loksins komst hann að þeirri niður- stöðu, að úr því að hér væri kirkja, þá hlyti líka að vera hór kirkjugarður. Og úr því að hann hafði kirkjugarð að flýja til, var honum borgið. Betra varð honum ekki boðið. Kæmi hann augtt á kirkjugarð á ferðum sínum, gekk hann æfinlega þangað og settist þar, og þó að það væri í miðri viku og hann ætti sem annríkast. 56 geita-umskiftingar. En því gat hann aldrei treyst. Svo að hann var ekki miklu nær, þó að hann væri ekki hræddur við aðrar skepnur en geitur. Og alt kom í einn stað niður, þó að hann væri rammur að afii, og að þess- ir heimavönu hestar gerðu engurn manni mein. En slíka hluti getur ekki sá maður athugað, sem svo er ástatt um, að óttiun er orðinn rótgró- inn í sál hans. Hræðslan er þung byrði og erfið þeim, sem hún sleppir aldrei af tökunum. það var mesta furða, að hann skyldi þó komast fram úr hestaþvögunni. Seinasta spölinn hljóp hann í tveim- ur geysilöngum stökkum, og þegar hann var kominn inn í kirkjugarð, lokaði hann hliðinu á eftir sér og tók að ógna hestunum með kreftum hnefum: — Bölvaðir vesaldar kvikindis hafr- arnir ykkar! Þetta gerði hann við allar skepnur, gat ekki stilt sig um, að kalla þær all- ar hafra. Skynsamlegt var það ekki; hann galt þess á þá lund, að nafnið festist við hann, og það féll honum þyngra en flest annað. Allir, sem þektu 49 ofboðið við það, sem áður var. Hún reyndi af öllum mætti til að standa uPPi gerði til þess hverja atrennuna á fætur annari, en engin tókst; dauða- dáið hélt henni. þangað til loksins, loksins — hún fann, að hjartað var farið að slá, blóðið farið að renna í æðunum. Og stirðleiki dauðans rann af líkamanum. Hún stóð upp og þaut eins og elding á móti honum------------------- Fjórði kapituli. það er nú víst og satt, að Bólinni þykir vænt um sveitakirkjur og svæð- ið þar í kring. Hafið þið nokkurs staðar tekið eftir meira sólskini held- ur en sunnan við litla, hvíta kirkju um há-messutímann? Hvergi er að sjá jafn- raikið Ijósgeislaflóð um það Ieyti, eins og er þar, hvergi jafnmikla fjálgleika- kyrð í náttúrunni. f>að er sólin, sem þá heldur vörð á og gætir þess, að engir verði eftir úci af kirkjufólkinu og séu að masa saman. Hún vili láta alla’

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.