Ísafold - 06.06.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.06.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar 1 viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1>/í dollar; borgist fyrir miðjan jiUi (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi sknldlans viö blaöiö. Afgreiösla: Austnrstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 6. júní 1908. 32. tölublað I .O. O. F. 896129. Augnlækniog ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 i spítal. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Fllutabankinn opinn 10—2 og 51/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */« síöd. Ii^ndakotskirkja. Guösþj.91/* og 6 á lielgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1- Landsbókasafn 12—3 og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasaiii á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14, l.ogS.md. 11- ' Brunabótagjöldum er við- taka veitt mánudaga og fimtudaga kl. 2 V*—sVs í Austurstræti 20. Konuugsríkið Isiaud. Ummæli Ragnars Lundborg. Hann heldur f>ví fram í fyrstu grein sinni um nefndarfrumvarpið, í blaðinu Upsala 13. maí, að verði það frum- varp samþykt, þá sé þar með ríkis- staða Islands viðurkend og lög feng- in fyrir því, að það nefnist konungs- ríki, sem það hefir raunar verið að réttu lagi alla tíð síðan 1262. Sam- bandið, sem nú kemst á milli Dan- merkur og íslands, verður ekki sam- band yfirríkis við undirtylluriki, held- ur er bersýnilegt, að sambandið ber að telja málefnasamband (realunion), ogí málefnasambandierubáðirsemjeud- ur fullvcðja, svo sem kunnugt er. En þótt fullveldið verði að vissu leyti takmarkað með frjálsu samkomulagi mihi ríkjanna, þá merkir það ekki það, að annaðhvort þeirra missi full- veldi sitt; það skilja allir. Sam- bandið verður hér um bil sama sem milli Noregs og Svíþjóðar eftir rikissáttmálanum frá 1814. Berum saman fyrnefnda 1. gr. í frumvarpinu við upphaf norsku stjórnarskrárinnar fyrir 1905: »Konungsríkið Norvegur er frjálst, sjálfstætt, óskiftilegt ríki, sem verður ekki afhent, sameinað við Svíþjóð undir einum konungi.« Lög- mælt sameiginleg mál Danmerkur og Islands verða hin sömu sem milli Austurrikis og Ungverjalands. Eftir atvikum má og fela Danmörku á hend- ur önnur mál, en þau getur ísland síðan tekið að sér, ef því þóknast. Verði gengið að þessu frumvarpi, öðlast því ísland fullveldi og fær kon- ungsríkisheitið hátíðlega viðurkent, en sambandinu verður ekki sagt sundur, svo sem mátt hefir til þessa að rétt- um lögum. Gamli sáttmáli (frá 1262) verður sem sé af numinn. Liklegast verður haft á móti þvi á íslandi af þeirri ástæðu; en álitamál er, hvort ekki er betra að sleppa hinum gamla sáttmála, er kostur er að fá viðurkent fullveldi í málasambandi við ©an- mörku. Til þess að frumvarpið verði samþykt á íslandi mun þó þurfa að gera þá orðabreyting að í stað »det samlede danskt Rige« komi: »det samlede dansk-islandske Rige.« í hin- um íslenzka texta frumvarpsins stend- ur: »ríkjasamband, er nefnist veldi Danakonun'gs.« Netndin skrifar öll undir bæði danska og íslenzka tezt- ann. Ennfremur mun ísland auðvit- að gera tilkall til að mega hafa kaup- fána fyrir sig, og ekki að eins heima- fána. Þá liggur og í augum uppi, að eftir þetta verður til sérstakur ís- lenzkur þegnréttur. Talað er um í frumvarpinu »jafnan fæðingjaréttc, sem mun merkja það, að Danir öðlist sömu réttindi á íslandi sem íslendingar í Danmörku; en alt um það er engan- veginn neitt því til fyrirstöðu, að til sé sérstaklegur islenzkur og sérstak- legur danskur þegnréttur. En þessum atriðum má komast fram úr með samkomulagi, er frumvarp- ið verður lagt fyrir þing bæði á ís- landi og i Danmörku. Þar. er ekki um að tefla neitt efnisatriði, heldur að eins einkennismiða utan á, sem er þó mikils virði fyrir hið minna land- ið. Vonandi er, að samvinnan milli hinna sameinuðu konungsríkja Dan- merkur og íslands verði nú létt, íbú- um beggja ríkjanna til góðs. Önnur grein um málið er í blað- inu 19. maí og er þar sagt frá hrað- skeyti héðan frá Reykjavík í Politiken deginum áður, þarsem skýrt erallgreini- lega frá undirtektum þeim, er fyrsta fréttin um sambandsnefndarfrumvarp- ið fekk hér í blöðum og félögum, en þess getið til, i ritstjórnarathugasemd aftan við þá frétt, að frumvarpið og athugasemdirnar aftan við það geti naumast hafa verið kunnugt orðið þá á íslandi. Höf. heidur því fram af nýju, að frumvarpið beri greinilega með sér, að ísland eigi að verða »full- veðja ríki, jafnrétthátt Danmörku, en í málefnasambandi við hana og ekki konungssambandi einu. Það~sést og á frumvarpinu, að ekki á að skapa neitt yfirriki yfir Danmörku og ís- landi, heldur fær hvort landið um sig í hendi fullveldi, en gera þar á til- teknar takmarkanir með samkomulagi á báðar hliðar. Orðatiltækið »det samlede danske Rige« er því mjög óeiginlegt. Skárra væri auðvitað að kalla það »det samlede dansk island- ske Rige«; en það er ekki heldur gott, með því að ekki verður tiUneitt slíkt ríki, heldur verða það tvö ríki. Það ætti því að hafa mei lagi skifti á því orðatiltæki og monarki eða mm/o«’eða þá að sleppa allri setningunni þeirri. Verði það eigi, mun líklega ekki verða gengið að frumvarpinu. En það er eins og vér höfum tekið fram í hinni fyrri grein vorri, að hægt er að koma þeirri lögun á, er frumvarpið er tekið til meðferðar á þingi bæði á íslandi og í Danmörku. Með samkomulagi við Danmörku getur og ísland trygt sér hlutdeild í utanríkismálum, svo að sendiherrar og kaupræðismenn verði dansk-íslenzkir embættismenn.* * & * Þeim þykir logandi vænt um, sam- bandsnefndarmönnunum ogþeirrafylgi- fiskum, hvert orð, sem fram flýtur nú afvörum Ragnars Lundborg. Ráðgjaf- inn skrifast á við hann og vitnar í hann hátiðlega sér til stuðnings. Hann las upp á fundi í fyrra kveld nýjasta bréfið, sem hann hafði fengið frá hon- um eða kafla úr því, alveg sama efnis og síðari ritstjórnargrein hans, 19. maí, — nema ef hann hefir slept einhverju úr henni. Las það upp ósköp hátíð- lega, svona hér um bil eins og það væri úr sjálfum guðspjöllunum, og sneri því á íslenzku jafnhátíðlega. En hvað er svo á þeim vísdómi að græða? Mun ekki sumum finn- ast það bera fremur keim af kapps- fullu málfærslumannsskjali en óhlut- drægri rannsókn vísindamanns? Hann (R. L.) stendur á því fastara en fótunum, að ísland verði nú við- urkent að vera fullveðja ríki, jafnrétt- hátt Danmörku, segir að það sé auð- séð á frumvarpinu, en getur þó ekki bent á nokkuð því til sönnunar. Hann smellir á Island hefðarheit- inu konungsríki, pó að varast sé að nefna það svo nokkursstaðar í frum- varpinu. Hve margir munu búast við því í fullri alvöru, að Danir fari að kalla ísland konungsríki (öðru vísi en þá í háði), úr því að þeir eru elcki til neyddir að lögum ? Hver mun vera .svo einfaldur, að gera ráð fyrir því? Mun ekki margur reka í það augun, að í upphafi 1. greinar í sambands- sáttmála Svia og Norðmanna, sem höf. vitnar einmitt í, stendur: konungsríkið Norvegur? En hvar stendur það eða því Mkt um ísland? Hann kannast við, að orðatiltækið »det samlede danske Rige« sé óhaf- andi, með þvíað slíkt ríki verði aldrei til, heldur verði ríkin tvö, og gengur að vísri breytingu á þvi orðatiltæki á þingi m. fl. Hann lítur þá óvart ekki á frum- varpið eins og einhvern helgidóm, er ekki megi hrófla við í nokkurum staf, að viðlögðum þeim þungum vítum, að Danir kippi að sér hendinni og gangi alls ekki að neinum sambandslögum, heldur láti alt standa við það sem er. Hann gerir hvað eftir annað ráð fyrir þess kyns minni háttar breytingum, er hann svo kallar, en segir þó í öðru orðinu, að þær séu samt mikiis virði fyrir hið minna landið. Þar hefir hann vissulega gert þeim félögum, nefndarm., slæman bjarnar- greiða. Þeir mega til að fella hitt og þetta úr biblíunni sinni, ef hún á að koma þeim að fullum notum. Enda munu þeir vera farnir til þess. En hvað verður þá um óskeikulleikann ? Marconiskeyti Og þráðlaus talskeyti. Nú fær Politiken, atkvæðamesta blað- ið í Khöfn, að staðaldri Marconiloft- skeyti vestan frá Ameríku. Þau eru send beint frá New-York til Lundúna, en þaðan með ritsima til Khafnar. Þetta hefir tognað úr. leikfanginu, sem þeir töluðu um, stjórnarliðar, er þeir voru að lögleiða hér fyrir fáum missirum margfalt dýrari og stopulli hraðskeyta-aðferð. Þeir tala mikið um, Danir, að nú muni félag það í Lundúnum, er keypti loftskeyta-aðferð Vald. Poulsens hins danska, þá og þegar komast upp á loftskeytaflutning um þvert Atlanzhaf. Þeir spáðu í haust, að V. P. yrði eins fljótur að því og Marconi. En nú eru liðnir bráðum 9 mánuðir síðan Marconi hafði það af. Svo greinilega sprakk spáin sú. En í þráðlausum talskeytasending- um er V. P. langt á undan öðrum. Þess er getið í dönskum blöðum hin- um nýjustu, að nú sé talast við þráð- laust alla leið milli Lyngby hjá Kaup- mannahöfn og Esbjerg vestur við Englandshaf, og þekkist glögt rómur þess sem talar. Það munu vera um 30 mílur danskar eða alt að því hálfa leið landsenda í milli hér. Mannalát. Hinn 21. maímánaðar andaðist í Hergilsey á Breiðafirði Kristján Jónsson, faðir Snæbjarnar hreppstjóra. Kristján fæddist árið 1830 á Kleifum í Gils- firði og voru foreldrar hans Jón Árna- son og Kristín Eggertsdóttir, sem þar bjuggu þá, en hann var ungur tekinn til fósturs af hjónunum Snæbirni Gísla- syni og móðursystur sinni Guðrúnu Eggertsdóttur í Hergilsey, og tók arf eftir Þau. Hann bjó um 50 ár í Her- gilsey, og var með helztu bændum í Flateyjarhreppi; hann var iengi í hreppsnefnd og gegndi oddvitastörf- um. Kona hans var Ingibjörg And- résdóttir frá Bæ í Króksfirði, og var heimili þeirra orðlagt fyrir gestrisni og greiðasemi. Eftir að hann varð ekkjumaður 1898 hætti hann búskap, en var hjá einkasyni sínum, og hjá honum dó hann, blindur og elli- hrumur. Bræður hans nú á lífi eru þeir Magnús hreppstjóri í Tjaldanesi, Stefán i Berufirði og Rögtivaldur í Hergilsey. Dáinn er hinn fjórði fyr- ir nokkrum árum, Eggert bóndi á Kleifum. Hvers vegna vér neitum. Vér kunnum ljómandi fallega enska visu um það, hvert skilyrði er, til þess að menn, félög, heilar þjóðir fái að bera fána hugsjónanna hátt, fái að leggja til gimsteina í framtíðarkórónu heims- ins — sumar þjóðir fá það aldrei — fái að eiga pann gimsteininn, sem hver þjóð vildi helzt eiga. Vísan er svona á íslenzku: Hvert liferni er æðst? Það, að lifa trúr^ og láta það daglega sjást. Vera sjálfum sér trúr —gæta sannleikans elds, og sjá nm hann logi frá morgni til kvelds. Það ljós brýtnr skarð i lyganna garð, og vor laun eru: sannleiksást. Kera sjálfum sér trúr — pað er þroskaskilyrði þjóðanna, það eru dyrn- ar að hinum mikla fögnuði, að fá að vera einn í þeirra hóp, sem elska sannleikann, og hlaupa til og taka upp konungsmerkið, þegar þeir sjá því drepið niður. Að vera sjálfum sér trúr — það er að vita hlutverk sitt. Og um þá þjóð, sem það veit, hefir Björnstj. Björn- son sagt, að »hún á helgast afl um heirn* hvort sem hún er stór eða smá. Alt lýtur því afli fyr eða síðar. Réttlætishugstjórninni lýtur alt. Hún er lífefnið í andrúmslofti þeirra þjóða, sem næst standa framtíðinni. Ekki hitt, hvort þær eru stórar, fjölmennar. Þeir skulu lýðir löndum ráða, er útskaga áðr of bygðu. Spáin rætist. Þroskahugsjónin er önnur nú en hún var í árdaga. Nú er hún sú, að vera sjálfum str trúr. Vinna það ekki fyrir værugirni sjálfs sín eða ónáð annara að nema staðar á hálfnaðri leið að hugsjónamarkinu. — Því viljum vér ná, hvað sem öðru líður. Og öll íslenzka þjóðin hefur aldrei verið nær því en nú. Hvort sem hún sundrast, þegar á reynir. Vér göngum að því vísu, að hún muni þakka fulltrúm sinum fyrir pcirra starf i sambandsnefndinni — þakka þeim öll i einu hljóði. Þegar þeir segja: — Ef þjóðin átti að fá atkvæði um þetta mál, ef nokkuð átti að verða af samningum, þá urðum vér að gera það, sem vér gerðum. Vér höfðum ekkert vald til að taka á oss þá ábyrgð, að neita þessum samningi. Það verð- ur þóðin að gera sjálf, ef hún vill. Vér gerðum alt, sem unt var, til þess að íslenzku þjóðinni líkaði samning- urinn sem bezt. Meira en þetta voru ekki tiltök að fá — — Þegar þeir segja þetta, nefndarmenn- irnir, eins og þeir hafa gert, þá befir þjóðin ekkert annað að leggja þar til andsvara en þetta: — Hafi þér alúðarþakkir fyrir starf- ið! Með þessu einu er þeim í lófa lag- ið að ná stórkostlegum vinsældum með þjóðinni. Með þessu einu. Með þvi, að þeir fari ekki lengra. Að þeir haldi fram bótunum, en kannist við meinin. Samningurinn er ekki að neinu leyti á þeirra ábyrgð. Þeir halda því eindregið fram, að eftir þessum samningi sé ísland með öllu jafnrétthátt Danmörku. Nær það nokkurri átt? Um 25—40 árin næstu er oss t. d. neitað um að sigla nokkurn tíma með vorn eigin fána. Er Dönum neitað um það ? Þá standa þeir á þvi fastara en fót- unum, að ísland sé fullveðja ríki, land með fullveldi yfir öllum sínum málum. Vér mótmælum því, meðal annars af því að það er hvergi nefnt á nafn í samningnum. Þeir leggja þar til andsvara: Ger- ir ekkert til þó að það sé ekki nefnt, ef frumvarpið sýnir það að öðru leyti. Þetta er gert til þtss, að danska þjóð- in fallist fremur á það, heldur en ef það stæði berum orðum. Hún er hvimpin við stór orð í þessu máli. Vér skiljum þetta. Vér skiljum, að nefndarmennirnir dönsku vilji hlífa þjóð sinni við stórum orðum. Þeir halda hún fælist þau. Það héldum vér líka um íslenzku þjóðina á Þing- vallafundinum í fyrra. Þá var orð- unum: fullveðja riki, ekki hleypt inn í ákvæðið, þó að fundurinn færi fram á það eitt og ekkert annað. En hvers vegna var það gert? Það var gert af þeirri ástæðu sem sé, að orðin: frjálst sambandsland, voru þá orðin einkunnarorð þjóðar- inar. Blaðamanna-ávarpið hafði það fyrst, og síðan var það samþykt af þing- málafundum út um alt land. Það hafði með öðrum orðum náð festu með þjóðinni. En ekki hin orðin: fullveðja ríki. Þau voru ný. Þjóðin hafði krafist sjálfstæðis síns með þessu nafni: frjálst sambandsland. Þau voru rituð í fánann. Er nú nokkuð líkt ástatt um Daui? Sýnir Þingvallafrumvarpið það nokk- urstaðar, að vér höfurn ætlað að tæla vora eigin þjóð til að ganga að öðru en hún vildi sjálf, eða vissi með öllu hvað hún samþykti? Vér skiljum vel, að Danir vilji orða frumvarpið sem allra-gætilegast. En vér skiljum ekki, að þeir vilji fleka svo sjálfa sig, sína eigin þjóð, að hún fái ekki að vita, hýað það er, sem hún gengur að. Að þegar hún samþykkir, að ísland sé partur úr danskri ríkisheild, alrík- inu danska, þá merki það, að hún samþykki, að ísland sé Jullveðja riki. Vér spyrjum aftur: Nær þetta nokk- urri átt? Oss má standa á sama um hvað Danir segja að eigi að felast í orðun- um. Oss nægir ekki minna en að sjá það sjálfir. Nægir ekki minna —, ef vér viljum vera sjálfum oss trúir. Og að ísland sé partur úr danskri ríkisheild merkir það eitt, að það sé ekki fullveðja ríki. Ef ísland væri fullveðja ríki, þá væri það ekki frem- ur partur úr danskri ríkisheild heldur en Bandaríkin. Ef það verður sann- að um Bandaríkin, England eða Frakk- land eða hvert annað fullveðja riki, að þau séu partur úr danskri rikisheild, þá skulum vér þegja um þetta mál. Annars ekki. Hvar liggur fiskur undir steini? Hvernig stendur á því, að nefndar* mennirnir íslenzku ætla Dönum ekki betra en þetta, að þeir fari að draga sjálfa sig á tálar? Hvernig stendur á, að þeir, sem áttu að ábyrgjast um íslenzka textann, þýðinguna á frumvarpinu, að hún væri i nákvæmu samræmi við frumtextann, hinn danska — hvernig stendur á, að þeir hafa gert hann miklu glæsi- legri á íslenzku? Nei. Þetta er aðal-orsökin til þess, að vér neitum fylgi voru við frum- varpið óbreytt. Þetta, að það er kviksyndi. Vér viljum ekki eiga það á hættu, að vér hleypum í og losnum ekki. Vér viljum reynast trúir sjálfum oss. Þess vegna neitum vér að láta beita oss nokkurri undirferli. ' Neit- um, að aðrir séu beittir henni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.