Ísafold - 20.06.1908, Side 1

Ísafold - 20.06.1908, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar l viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eSa 1 »/* dollar; borgist fyrir miðjan júlt (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, er ógild nema komin ué til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi sknldlans viö blaóió. Afgreiösla: Austnrstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 20. júní 1908. 36. tölublað Minni íslands. I. O. O. F. 896269. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spítal Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. niutabankinn opinn 10—2 */» og 6—7- K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 V* síöd. Landakotskirkja. Guösþj. 91/* og 0 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10l/t—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8.' Landsskjalasafnid á þrd., fmd. og Id. »2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11- 1 Faxaflöabáturinn Ingölfur fer upp í Borgarnes júní 20. og 27., júlí 6., 10., 15., 19., 27. og 29.; en suður í Garð júní 23. og 30., júli 8., 18. og 21.; og austur á Stokkseyri 30. júni. Sjálfsögð saimgirni. Stuðningur voru máli. Alt er að varast. Líka það, að vera sanngjarn! ísafold hefir heyrt það utan að sér síðan á dögunum, er hún birti athuga- semdalaust áht og skýringar tveggja sambandsnefndarmanna á þeirra eigin afreksverkum, Uppkastinu góða, að þann dag hafi hún átt að hallast meira að »afreksverkinu« heldur en alla daga aðra bæði fyr og síðar. Af hverju ? Af því að hún gerði það svona ræki- lega og athugasemdalaust. ísafold hefði getað séð við þessum misskilningi, ef hún hefði búist við, að nokkurir menn stæðu á svona iágu þroskastigi í stjórnmálum, eða rétt- ara sagt: alstaðar. Það var vitanlega ekkert annað en sjálfsögð drengskaparskylda við nefnd- armenn, að leyfa þeim að skýra sín- ar eigin athajnir, bera hönd fyrir höfuð sér, ef þeir gæti — án þess að grípa fram í fyrir þeim. Vér buð- um þeim að taka fram í greininni alla kosti frumvarpsins, oll rök, sem þeir sæi þeim til varnar. Og það gerðu þeir. Engin rök, betri né fleiri, hafa komið fram síðan því til stuðnings. Og fyrir vorum augum hefir ekki önnur grein í blaði voru sýnt afdrátt- arlausara, hvílíkt kviksyndi frumvarp- ið er frá uppbafi til enda, heldur en þessi röksemdafærsla nefndarmanna sjálfra. Sá er ávinningurinn af að hafa leyft þeim eitt skifti fyrir öll að bregða upp sínu merki í málinu, án nokkurra annara lita — svo hreint sem það er. -— — Þegar vér berjumst fast fyrir ein- hverju áhugamáli voru, og leggjum alt kapp á að fá því framgengt, þá erum vér altaf fyrst og fremst þeirr- ar sannfæringar, að vér höfum á rétt- ara máli að standa en andstæðingar vorir. Værum vér það ekki, þá væri þar með barisl móti betri vitur.d. En — þegar vér erum pess vísir, þá er hitt rökrétt afleiðing, að oss þykir því vænna um, sem málstaður andstæðinga vorra kemur greinikgri fram. Því hægra er öðrum mönnum að sjá, hvað hann er veikur. ísafold býður enn rúm hverjum ær- legum manni, sem vill verja frum- varpið og færir til ný rök að máli sínu. Hitt var drengskaparskylda við nefnd- armenn. Þetta er frjálslyndisskylda hennar við sína stjórnmála-andstæð- inga. En vitanlega áskilur hún sér það, að gera sínar athugasemdir, hve nær sem henni þykir við þurfa, og það sam- dægurs. Hitt hefði ekki verið að gera nefnd- armönnunum sem allra réttast til, að leyfa peim ekki eitt skijti athugasemda- laust — þær komu síðar, og munu koma — að skýra verk sjáljra sín svo sem þeim var unt, tneðan aðrir höfðu ekki gert það nándarnærri jafn-greini- lega. Fyrst ejtir pað vissuni vér áreiðan- lega hvað þeir vildu, og höfum nú fyrir oss þeirra eigin orð. Jóos Sigurössonar afmælishktíð. Stúdentafélagið gekst fyrir því, eins og í fyrra, að minst var hér í höfuð- staðnum afmælis Jóns Sigurðssonar með hæfilegri hátíðarviðhöfn, auk þess sem fáni blakti á hverri stöng í bæn- um sjálfan afmælisdaginn 17. þ. m. ýmist blár eða rauður, þar á meðal á öllum almenningsstórhýsum, — fram- för frá í fyrra. Veður var óhagstætt, rigndi dag allan fram á kveld, þótt sæmilega réð- ist, er á leið kveldið. Þó gekk fjöldi manna i skrúðgöngu suður í kirkju- garð, með forustu Ungmennafélags Reykjavíkur ogungmennafél. Iðunnar, með lúðraþyt, og lögðu blómsveig á leiði J. S. Eu ræðum frestað þar til er betur viðraði, með því og einn ræðumaðurinn (Þ. E.) var ókominn úr ferð. Næsta dag, í fyrra dag, var bezta veður og fegursta. Þá dróst saman múgur og margmenni í barnaskóla- garðinum laust fyrir náttmál, á að gizka 3—4 þúsund, og voru þar lúðr- ar þeyttir og fyrirhugaðar ræður fluttar. Þar var fyrst leikið á lúðra fána- lagið og því næst kafli úr fagnaðar- ljóðum Matth. Jochumssonar til J. S. frá 1863, er svo byrja: Snillingur snjalli. Þeim sem ýmsum hátíðarljóðum öðrum var útbýtt prentuðum. Þá gekk fram Benedikt Sveinsson rit- stjóri og mælti fyrir minni Jóns Sig- urðssonar. Því næst mælti Björn Jónsson rit- stjóri fyrir minni íslands, og var leik- ið á undan: O fögur er vor fóstur- jörð. Þá var leikinn Reykjavíkuróður Einars Benedikssonar: Þar fornar súlur flutu á land, og mælti eftir það Indriði Einarsson revisor fyrir minni Reykjavíkur. Loks flutti Þorsteinn Erlingsson skáld tölu um fánann íslenzka, en fánalag Sigf. Einarssonar leikið á undan. Eftir það skipaði þingneimur sér mestallur í skrúðgöngufylking og gekk suður í kirkjugarð með blómsveig frá Stúdentafélaginu á leiði f. S., og lék iúðrasveitin fánalagið á leiðinni, en Ó guð vors lands við leiðið. Hátt á 3. þúsund mun hafa verið mannsöfn- uðurinn þar. Veður var hið fegursta, og þótti hátíðarhhald þetta hafa farið mikið vel fram. Kennaraskóliiin. ForBtöðamsður og 1. kennari er skipaður við hann af ráð- gjafanum 17. þ. m. BÍra Magnús Helgasun Flensborgarskólakennari; annar kennari dr. phil. Björn Bjarnason (frá Viðfirði) og þriðji kennari cand. scient. Olafur Dan Daníelsson, allir frá 1. okt. þ. á. Laudsbókasafnið. Þar hefir ráð- gjafi skipað 15. þ. mán. frá 1. okt. Jón Jakobsson yfirbókavörð, og Jón Jónsson sagnfrœð. fyrri aðstoðarbókivörð. Ætlunarveí’k lifsins. Ræða við skólauppsögn i Wesley College9.apr.1908. Kftir próf. N. R. Wilson M. A. Ph. D. II. Nl. Skólinn ætti að kenna yður, að hugsa sjálfstæðar hugsanir, en með gætni þó; það skal eg játa. Heimur- inn lætur sig rannsóknir ykkar og hugsanir engu varða; fyrir hann hafa þær ekkert gildi, en fyrir ykkur sjálf er hugsanin óumræðilegur ávinningur. Með ákefð klífum við hærra og hærra, en eigi fót fyrir fót. Við get- um orðið hér læknar og lögfræðingar með ófullkominni mentan undirbún- ingsdeildar. Skammsýni kirkjunnar bindur sig eigi einu sinni við þessar lágu kröfur, heldur veitir ykkur aðgang að æðstu stöðu lífsins, er þið hafið fengið spónblað af eðlisfræði og heim- speki og að eins hálf-melt. Þegar eg heyri prest vera að ásaka »rafmagns- straum um galgopaskap, sem enginn heiðarlegur rafmagnsstraumur ætti að sýna«, verð eg auðvitað ekki mjög vondur; rafmagnið virðist hafa furðu- aðdráttarafl fyrir menn í stólnum. En eigi fæ eg varist undran yfir, hvort jafn-ónákvæm þekking muni eigi svifta orð hans að jafnmiklu leyti öllu gildi um mildu margbrotnari efni, — ódauð- lega sálu mína. Gjörið þið ykkur í hugarlund, að eintóm þekking í lög- fræði gjöri mikinn lögfræðing úr nokkurum manni? Spyrjið hvaða lög- fræðing sem er. Frá sjónarmiði hags- munanna borgar það sig fyrir ykkur að afla ykkur eins fullkominnar ment- unar og ykkur er unt. Fylki þetta stendur ekki í stað. Að 25 árutn liðnum verður það orðið miðstöð menningarinnar. Haldið þið nú, að þið, með hálfgildings barnaskólamentan, getið fullnægt kröfum nýrrar kynslóðar með miklu betri menning? Þjóð vor hefir trú og starfsþrek, en trú og starfsþrek eru blindir leið- togar. Og bresti oss fjarsýnis-gáfu, leiða þau oss ofan í marga gryfju. Satt er það, að enginn frelsar jafn-margar sálir og sá, setn trúin á það fagnaðar- erindi, er hann flytur, gjörir heitt um hjartað. En enginn maður er í jafn- mikilli hættu með að láta eigin veiga- litlar skoðanir sínar í stundlegum og eilífum efnum gjöra sig svo blindan, að hann fái eigi séð neitt nýtilegt i skoðunum annarra. Sé gómstórum smápeningi haldið nógu nærri auganu, hylur hann tunglið. Tilhneigingin til að líta alt illu auga, sem nýtt er, eða ólíkt sjálfum oss, er mannkyninu með- fædd. Kongó þjóðin málar djöfla sína hvita, — af gildum ástæðum, ef helm- ingur fregnanna þaðan er sannur. Það er því ekki að undrast, að við hverja framför i heirni hugsananna hafa risið upp ákafar ofsóknir af hendi þeirra, sem gjört hafa sér skurðgoð úr gömlum skoðunum. Tuttugasta öldin mun fá að líta jafn-gagngjörðar breytingar í hugsana-heiminum eins og nitjánda öldin. Að ætla sér að veita þeim viðnám er jafn-árangurslaust og að ætla sér að þurausa Atlants-haf með tebolla. Hið gamla breytist, þokar fyrir hinu nýja. Trúvillingadómar og trúvillingabrennur er liðið undir lok. En til eru ofsóknar-tegundir engu síður kvalafullar en líkamlegar pynd- ingar. Mannúlfarnir, sem æptu eftir blóði Hypatíu á strætum Alexandríu- borgar og trúvillinga-veiðimenn nýrri tima eru allir i sömu þvöguntii. Gætið að vkkur, að lenda þar ekki lika! En langt er það frá mér, að gefa i skyn, að trúhræsni og þröng- sýni eigi sér að eins stað i guðfræði- legum efnum. Vísindamaðurinn hrósar sér af að vera frjáls og laus við þetta, en viðtökur þær, er störf Sálarrann- sóknafélagsins brezka hafa fengið írá miðlungs holdshyggjumönnum gamla skólans, sýna, að hugur hans er enn ekki opinn i hálfa gátt fremur enn á dögutn Lavoisiers og Rumjords greifa. Heiðarlegan stjórnmáiamann, sem orð- inn er bandóður í flækju eigin hugs- ana sinna, höfum vér oft fyrir augum. Með aukinni menning fara áhrif mentaðra manna vaxandi. I Norður- álfu hafa þeir öldum saman verið leið- togar og í Bandarikjum fara áhrif þeirra sívaxandi. Mörg ykkar, — flest- öll, geta orðir leiðtogar í ríki og kirkju, ef þið leggið nóg á ykkur. Einhver hagfræðingur hefir sýnt, að tækifæri skólagengins manns sé i sam- anburði við ómentaðan alþýðumann hlutfallslega eins og 60 móti 1. í þessu hamingjusama landi þurfum vér eigi að kvelja lífsframfærslu út úr nízkum jarðvegi, og eigi göngum við heldur bognir undir þeirri byrði, að eiga í vök að verjast gegn árásum er- lendra óvina. En aldrei hafa tími og ástæður gjört hærri kröfur til áhuga og viðsýni en einmitt nú. Tveir tugir þjóðflokka eiga hér eftir að vaxa saman og auðga þjóðlifið. Einn nor- rænn þjóðflokkur, sá, sem flesta full- trúa á hér við skólann — blóð af voru blóði og hold af voru holdi —-, hefir reynst meir en jafnoki vor að gáfnafari og nú síðast einnig að líkamsþrótti. Þeir taka oss fram að hæfileikutn til að leggja meira og meira erfiði á sig. Við gefum þeim ekki meir en við þiggjúm. Eg á von á heillavænlegum áhrifum á oss af samkepninni við þá. Þvi þrátt fyrir alla galla, getur enginn sannur Engil-Saxi þolað nokkurn ofjarl eða jafnoka á nokkuru svæði lifsins Eg segi þetta eigi af skrumgirni, en nefni það setn sannreynd, er Frakkar og Þjóðverjar hafa að ástæðu til þess að hata oss af hjarta. Svo eg á von á fjörugnm leik, eins og komist er að orði á strætum úti, þegar oss hefir skilist, að vér eigum hér keppinauta, sem vert er að þreyta fang við. Sagan segir oss, að tnerkustu þjóðir hafi til orðið úr samruna margra kynflokka. í Astraliu er engin slík margbrotin gáta úr að leysa, né heldur jarðvegur jafn-frjór; þar er heldur eigi hægt að eiga von á öðrum eins árangri. Ein- ungis þekking liðinnar og núlegrar tíðar getur kent oss sanna byggingar- list, en hún fæst að eins með við- tækri mentan. Látum hvern einstakan starfa svo, að komandi kynslóðir rísi á fætur og lýsi blessan yfir oss. Verði ætlunarverkið vel af hendi leyst, fáum vér maklegan heiður; verði það illa unnið, maklega minkun. Af þeim, sem mikið er gefið, verður mikils krafist. (Breiðabl., april 1908). Sambandsmálið. í smágrein i ísafold 17. þ. m. getið þér þess, herra ritstjóri, að eg »tjáist vera nefndarfrumvarpinu alveg mótfall- inn eins og það er orðað<s;. Með því að hætt er við, að þetta verði skilið svo, að afstaða mín í sambandsmálinu sé önnur en hún er í raun og veru, þar sem svo freklega er að orði komist, óska eg þess getið í blaði yðar, að eg er einmitt meðmæltur frumvarpinu sem uppkasti að lögum, og annað er hér ekki um að ræða að sinni. Nafnið »uppkast« bendir ótvíræðlega á, að breyta megi orðalagi frumvarpsins, enda ómögulegt að skipa neinu löggjafarvaldi, hvorki íslenzku nó dönsku, að samþykkja það óbreytt. Með því eg nú er óánægður með orðalag frumvarpsins, vil eg gera þær breytingar á því, að ótvírætt verði, að 1 því felist allar þær réttarbætur, sem sjálf nefndiu segir og ætlast til að í því felist, meðal annars sú, að ísland 8Ó nefnt fullveðja ríki í sjálfum lögun- um. En aðalgrundvellinum yil eg ekki breyta, svo að málinu só með því stofnað í hættu. p. t. Rvik 19. júni 1908. Valtýr Guðmundsson. Ræða á minningarhátíð Jóns Sigurðssonar 1908 i Reykjavík. Hún er fögur Með fanna-kögur Uui fjallabrún, Hamra, gjögur, Holt og tún; Um nes og ögur Oð og sögur Og aldna rún Göfug geymir hún (o. s. frv., þ. e. höfð yfir öll erindin, eftir Gr. Th.). Eg kýs þessi ljóð til flutnings hér frainar öllum þeim mörgu snildarlegum ættjarðarljóðum, er vér eigum til, af því að mér virðist þar vera fólgin ein hin snjallasta lýsing á fóstru vorri í stuttu rnáli, í ætt við hinar frægu, kjarnmiklu tnannlýsingar í gullaldar- ritum vorum, — tökum til dæmis Iýsinguna á Helga Njálssyni: Hann var friðr maðr sýnum ok hærðr vel. Hann var sterkr maðr ok vel vígr. Hann var vitr maðr ok stiltr vel.. Mikils er vert um fögur ættjarðar- Ijóð. Þau glæða ættjarðarástina í brjóst- um landsins sona og dætra. En i hana er þó þá mest varið, ef hún er starf- söm. Hver skyldi sú starfsemi vera ? Sú, að hlynna að henni, fóstru okk- ar, á alla lund, rækta liana, hlúa henni, klæða hana grænum möttli milli fjalls og fjöru, hagnýta auðæfin i sjónum við strendur hennar, ausa upp sjáljir gullkistuna þá. Til þess þarf vaska menn, eigi til vopnaburðar að fornum sið, heldur atorkumikla, árvakra og þrautseiga. En hvernig fáum vér vaska menn? Með því að bægja frá hinni upp- rennandi kynslóð öllu því, er þroska hennar getur orðið til hnekkis, en styðja og glæða alt það, er henni horfir til vaxtar og viðgangs, til eflingar sönnu manngildi. Með því meðal annars, — eg tek það dæmi — að hætta að láta áfengisólyfjanina lyfja elli hverri kynslóðinni á fætur annari, með því að geraþáóvættlandræka hið allra bráðasta. Markmið hvers þjóðfélags á að vera að gera það farsælt, láta kynslóðinni, sem það skipar, liða sem allra bezt að kostur er á, ala hyggilega, forsjál- lega og atorkusamlega önn fyrir öldum og óbornum, gera þá ánægða, bjart- sýna, orkumikla. Það markmið hreppum vér því að eins, að vér leggjum kapp á að kenna æskulýð vorum þær manndygðir, er til farsældar leiða. Auk ráðvendni og drengskapar, frumskilyrðum sannrar farsældar, óbrigðullar ánægju í lifinu, — þurfa ungir menn að temja sér karl- mensku, þol og þrek, hugrekki og sannan metnað. Þá eignumst vér vaska drengi, hrausta og harðfenga, ekki til hernað- ar í venjulegri merkingu, til vopna- burðar, heldur til að herja á óblíða náttúru, til lofsverðrar samkepni við aðrar þjóðir og til að afla sér þess frama, þeirrar virðingar með þeim, er sig- ursæl samkepni við þær i manndáð og atorku afrekar oss. Þvi hvað er hernaður smáþjóða nú á tímum? laínvel hinirvitrustumenn smáþjóðar þeirrar, er vér höfum mest kynni af, og þó er margfalt, þrítugfalt stærri en vér, — þeir telja herbúnað af hennar hálfu hina hlægilegustu heimsku og hégóma, sömu fjarstæðuna eins og ef lamb ætlaði sér að ganga á hólm við ljón, þar sem er eitthvert stór- veldi álfunnar. Og svo er vcrið að bera upp í sér, að vér eigum að vera í samlögum við þá þjóð urn herbúnað I Að hervarnir eigi að vera sameigin- legt mál þeirrar þjóðar og vorl Er vel hægt að hugsa sér broslegri fjar- stæðu? í stað þess að hvorug þjóð- in er meira vaxin en einfaldri lög- gæzlu á landi og sjó, þ. e. í land- helgi; en slík löggæzla er að sjálf- sögðu sérmál þeirra hvorrar um sig.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.