Ísafold


Ísafold - 20.06.1908, Qupperneq 2

Ísafold - 20.06.1908, Qupperneq 2
142 ISAFOLD Heyrum um hitt, er fyr nefndum vér, hvað háskólakennarinn i Winnipeg segir í ræðu þeirri, er hér birtist í blaðinu í dag. Það erum vér, íslendingar, norræni þjóðflokkurinn, sem hann minnist á, og segir að hafi reynst meira en jajnoki vor (p. e. Engilsaxa), aö gájnajari og nú siðast að líkamsprótti. Þeir taka oss Jram að hajileikum til að leggja meira og meira erfiði d sig. Við gejum peim ekki meira en við piggjum. Eg d von d heillavœnlegum dprijum d oss aj sam- kepni við pd. Þvi prátt Jyrir alla galla getur enginn sanntir Engilsaxi pol- að nokkurn ofjarl eða jajnoka d nokk- uru svœði líjsins. — Hvort er sem oss heyrist? Kallar heimsins þróttmesta þjóð, þjóðin sem ekki þolir nokkurn ofjarl eða jafnoka á nokkuru svæði lífsins, — kallar hún oss nú þegar sinn jafnoka að gáfna- fari og jafnvel að líkamsþrótti? Er þetta þjóðin, sem hefir vanist því lengst, að á hana væri litið ör- smáum augum einmitt af þeirri þjóð, sem mest hjalar um bróðerni og bræðraþel í vorn garð þessi hin síð- ustu missiri? Og vér, — vér sjáljir haft eftir henni þessa lítilsvirðingar- dóma, margir hverir, eða að minsta kosti trúað því með sjálfum oss, að vér værum heimsins mesta pisl í þjóðatölu, bæði að vexti og atgervi. Vitið þér, hvað er vort eitt hið mesta mein, hinn mesti þröskuldur á leið sannra þjóðþrifa? Því var lýst fyrir oss fyrir skemstu einmitt á þessum stað af landsins hugðnæmasta ræðusnilling (E. H.). Það er vantraustið á sjálfum oss, á landi og lýð. Svo rótgróið er það, að vér verð- um að njóta við þjóðar í annari heims- álfu til að fj því útrýmt eða gera tilraun til þess, það er til mannfólks- ins kemur eða lýðs þess, er landið byggir. Gæði landsins er bræðraþjóð vor elskuleg farin nú að koma auga á, eygir þau álengdar, líklega oss held- ur til óþurftar en hins.------ Eg á enn ónefnt fyrsta og ég held æðsta skilyrði þess, að vér fáum notið sjálfra vor til fulls og tek- ið þeim þroska, þeim framförum, sem efni er til í lýð og í landi. Það er — f r e 1 s i ð, óskorað frelsi og engum hömlum bundið öðrum en lögum sjálfra vor, þeim lögum, er vér setjum oss sjálfir, en engin pjóð önnur, beina leið né óbeina. Af afspurn og af fornsögum vorum berið þér skyn á, hvað það er að vera ambátt. Þær gengu kaupum og sölum, sem þér vitið, eins og dauðir munir eða búpeningur, — teymdar á markað með reipi um háls og hend- ur bundnar á bak aftur. Fjarstæða væri að bera þær saman við meðferð bræðraþjóðarinnar svonefndrar á oss. Skopleg mun og flestum okkur þykja sú hugsun og meira en það, að hún, mörkin, sem hefir ekki nema þrið- jungs vöxt við fóstru okkar á annan veginn og er ekki nema ljVi á hæð við hana, svo maður geri að gamni sínu [Himmelbjærg — Öræfajökull], að hún geri sér lítið fyrir og teymi hana, fjalldrotninguna, á sölumarkað sem búfé I En lítum á: vér vitum öll, að nú er í smíðum, ef ekki full- smiðaður, nýr sáttmáli, þar sem mörkin fyrnefnd heitir því náðarsamlegast að selja ekki ísland af hendi, — liklega hvað mikið sem í boði er. En felst eigi I þeirri náð meðvitund um fulla heimild til þess ? Enginn getur gefið upp rétt, sem hann veit sig eiga engan hlut í. Og er ekki skemst á að minnast, að m ö r k i n var nærri því búin að farga úr sinni eigu annari svo nefndri hjálendu, Vesturheimseyjunum dönsku ? Margur mun svara svo, að ófrelsið sem vér höfum átt við að búa af Dana hendi, hafi aldrei tilfinnanlegt verið og að það verði enn ótilfinnanlegra upp frá þessu, sama sem alls ekki neitt, ef vér göngum að sambands- nefndarfrumvarpinu, sem verið er að gylla fyrir oss um þessar mundir. Eg skal ekki um það þræta á pess- tím stað. En hins bið eg yður að minnast, að ekki þarf stundum nema nærri því ósýnilega ögn af ólyfjani í blóð manns til þess að sýkja allan líkam- an, ef til vill til bana. Svo er um ófrelsið, ósjálfstæðið. Jafnvel lítil ögn af því getur unn- ið það tjón, að aldrei bíði bætur. Ekki beinlínis, heldur þá krókaleið, að ósjálfstæðis-meðvitundin dregur úr manni, úr heilli þjóð dáð og dug, framkvæmdarhug, orku og áræði. Sá sem bannað er að hreyfa sig eftir sinni vild, hann afvenst þvi þangað til,að honum finst hann alls ekki g e t a það. Hann dáleiðist út í ómensku og athafnaleysi, og þar með út í — vantraust á sjálfum sér ! Þar i er eitrunin fólgin. — Nei. Vér tökum undir nú sem fyr með skáldinu — aldrei fremur en nú og aldrei fremur af hjartanlegri alúð en nú: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þin með straumunum þungu.— Og aldrigi, aldrigi bindi þig bönd nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. Þegar vér höfum numið þá list, að hagnýta til hlitar það sem í oss sjálf- um býr og i landinu, sem vér byggjum, höfum numið það, að trúa á mátt vorn og megin, næst drotni, þá syngjum vér enn fjálglegar en nú vor hin mörgu og fögru ættjarðarljóð. Því að vér e 1 s k u m landið — með aflið í fossunum ; vér e 1 s k u m landið — með tignina í tindunum ; vér e 1 s k u m landið, sem Jón Sig- urðsson hefir elskað. Vér e 1 s k u m Island! B. J. Glimukapparnir að norðan og austan, þeir, er til Lundúnafararinnar hafa verið kvaddir, eru hingað komnir fyrir nokkru og undirbúa sig nú af kappi með þeim, er héðan fara. Alls verða i förinni þessir sjö : Jóhannes JóseJsson frá Akureyri, Jón Pdlsson — — Pétur Sigjússon frá Húsavík Páll Guttormsson frá Seyðisfirði Hallgrímur Benediktsson frá Rvík Sigurjón Pétursson — — Guðm. Sigurjónsson — — Þeir leggja af stað héðan 28. þ. m. á Ceres. — Þegar til EngJands kem- ur, slæst dr. Helgi Pétursson í hóp með glímumönnunum og verður leið- togi þeirra og vörður. Til farararinnar er stofnað af þjóðar- metnaði. Hún d að verða landi og lýð til sæmdar, vekja athygli heimsins á Fjall- konunni við Norðuríshafið og vask- leik sona hennar. Og vafalaust gera glímumennirnir alt, sem þtim er unt, til þess að vér hljótum heiður af för þeirra. En vér megum ekki gera þá svo vesalmannlega úr garði, að þeir fyrir fjárskorts sakir geti ekki komið fram eins og vel samir frjálsbornum full- hugum. Fjársójnun til fararinnar þarf að verða rausnarlegri en orðið hefir til þessa — hér í höfuðstaðnum. Glímumennirnir að norðan og aust- an komu með um 2000 kr. paðan til farareyris, — þar af 800 kr. frá Seyð- isfirði. Það mundi samsvara 10 þús. kr. fjárframlagi úr höfuðstaðnum, eftir mannfjölda; en hér kvað hafa safnast að eins um 1400 kr. Væntanlega sýnir Reykjavík það þó enn, »eins og hún jafnan sýnir, að hún er þjóðlegust — hefir næmasta tilfinningu fyrir sæmd þjóðarinnar«, — eins og einn gildur höfuðstaðarborg- ari komst að orði 16. nóvbr. f. á., er minst var Jónasar Hallgrímssonar og fjárframlaga til líknesk's hans. Að meðtöldum landssjóðsstyrknum, sem heitinn er til fararinnar, 2 þús. kr., eru alls fengnar um 5V2 þús. kr. En minna en 7 þús. má farareyririnn ekki með nokkuru móti vera. Á morgun ætla kapparnir að glíma opinberlega i Bárubúð, bæði til að sýna list sína og til að afla fjár til ferðar- innar. Þá skemtun ættu þvi allir að sækja, sem vilja styðja fyrirtækið. Reykvíkingur. Nýr talsmaður. Margur dansar, þótt hann dansi nauðugur. »Húsbóndinn« hefir fengið sér nýj- an talsmann, þar sem er annar höf. Ríkisréttinda, Einar Arnórsson laga- skólakennara-ífni. Getur nokkurum manni til hug- ar komið, að hann, maðurinn sem ritað hefir um rikisréttindi vor eins og hann gerði fyrir fám mánuð- um, geri það af fúsum o g frjálsum vilja, að fara nú að hjálpa húsbónd- anum og félögum hans i nefndinni til að gylla innlimunarfrumvarp þeirra hið alræmda, eins og hann gerir nú i málgagniráðgjafans, — styðja þá stefnu, að semja af þjóðinni hennar dýrmæt- ustu réttindi, þau er hann nefndi svo fyrir skömmu? En verkið er lika eftir því. Það er eitt hið aumasta óvita-babl og endileysa, er nokkur dæmi eru til að vit borinn maður hafi látið frá sér fara, hinar aumustu hártoganir og blekkingar. »Veldi Danakonungs« segir höf. að sé rétt þýðing á »det samlede danske Rige« og dregur allar ályktanir sinar um nafnið af þvi. Nú veit allur lýð- ur, að þýðingin er röng. Þess vegna falla allar ályktanir þar um sjálfa sig. Samningsuppkast kallar höf. frv., en ekki lagauppkast, þótt lög sé kallað. Ef svo er, hví er þá verið að skira uppkastið rangnefni: kalla það upp- kast til laga? Hér hlýtur þá að vera hægt að gera breytingu á frumvarpinu, sem Danir hljóta að ganga að, hvað sem nefndarmenn segja. Því vart er það skiljanlegt, að Danir geri það að kappsmáli móti vilja íslendinga, að kalla það lög, sem er samningur. En það er einmitt svo, að það er rangt hjá E. A. að frumvarpið sé eftir eðli sinu frv. til samnings. Litum á sann- anir hans fyrir þessu. Hann segir: í 1. grein er tekið svo til orða, að þau mál verði sam- eiginleg, sem »efter gensidig Over- enskomst (0: eftir samningi af beggja hálfu) verði ákveðið í lögum þess- um. Alþingi er skift í tvær deildir, efri og neðri deild; til þess að eitthvað verði að lögum nú, þurfa báðar deild- ir að koma sér saman um það; lögin verða til »eftir samningi af beggja hálfu.« Eftir kenningu E. A. eru þá öll lög frá alþingi samningar, en ekki lög! Það sér hvert barn, hvílík fjar- stæða þessi nýja kenning E. A. er. Þá segir hann: »Lög eru samkvæmt eðli sínu óuppsegjanleg — það væri markleysa að segja sig undan lögun- unum, því sá sem gerði það, yrði jafnt dreginn fyrir lög og dóm fyrir því.« Þetta er rétt um sum lög, svonefnd boðorðslög (præceptiv lög); en fjöldi laga, og það einmitt þeirra laga, sem oftast eru notuð í daglegu lífi, eru uppsegjanleg. T. d. er hverjum manni leyfilegt, að láta vera að þinglýsa kaupum og veðsetningum, þótt þing- lýsing á því sé fyrirskipuð í lögum. Að þessuu leyti geta borgarar lands- ins sagt sig undan lögum þess, án þess að verða dregnir fyrir lög og dóm. Þá segir höf., að inn á við, á ís- landi og í Danmörku, verði sambands- grundvöllurinn að birtast svo sem lög væri; samningur verði þá að þessu leyti að vera lög. Hann sýnir sjálf- ur fram á, að þetta er vitleysis-hártog- un. Því hann segir: »Sams konar gildir um alla milliríkjasamninga. En, má eg spyrja, hver kallar þá samninga lög fyrir því? Enginn. Hver ástæða er þá til að kalla penna samning lög fremur en aðra milliríkja- samninga? Engin. — Ein blekking höf. er sú, að orðið »Medvirkning« í 3. gr. 2. tl. sé við- tækara en íslenzka orðið »samþykki.« Hér viðurkennir hann þó eina þýð- ingarvillu; en hann ætlar um leið að snúa henni sér og sínu máli í hag. Ef það er rétt, þá er hér eitt ein- stakt dæmi þess, að Danir í nefnd- inni hafi viljað pröngva meira rétti upp á íslendinga en þeir fóru sjálfir fram á! Þeir vildu láta »Samtykke« standa í frumvarpinu, en létu undan Dönum þar sem annarsstaðar, og settu orðið »Medvirkning« í staðinn. En það merkir íhlutun, en alls ekki sam- þykki. Aftur á móti nær orðið samþykki miklu fremur yfir bæði umræður og samþykki heldur en hitt orðið, þótt höf. þræti fyrir. Þetta þarf ekki að orðlengja, þvi hver meðalgreindur mað- ur sér þetta, er hann athugar það. Þetta er til marks um, í hver rökþrot höf. er kominn. Hann fer að skrökva upp orðaskýringum! Mér finst alveg ófyrirgefanlegt af höf., að fara með svona mikilli léttúð með þetta mesta velferðarmál þjóðar- innar. Svona klunnaleg hugfimissýn- ing finst mér alveg óboðleg. En ann- að eu hugfimissýning ætlast höf. áreið- anlega ekki til að greinin sé. Hyggilega er það gert af höf. og þeim sem að honum standa, að leggja ekki að höfuðaðfinslunum við upp- kastið, sneiða alveg hjá þeim, en vaða vígamannlega fram í móti smámun- unum, og ráða þó ekkert við þá. Haukur i Horni. Raddir frá almenningi um sambandsmalið. IV. Hreppnm (Árn.) 12 júni 1908. Það var óvenjulega mikill ánægju- b1ær á fólkinu i vor þegar símskeyt- in voru að berast af nefndarstarfinu, um alla blessunina sem það átti að leiða yfir þjóðina. Jafnvel sjötugir karl- ar brugðu á leik og blessuðu nefnd- ina, en allramest ráðgjafann, sem þó hefir ekki verið þeim neitt tiltakan- lega hjartfólginn síðan árið 1905 (eft- ir bændafundinn), og sögðu: — Hann tók illa í Þingvallafund- inn og ályktanir hans i fyrra. Nú hefir hann séð sig um hönd, og unn- ið sjálfur að því sama. Nú hefir hann þó látið vitið og góðmenskuna ráða fyrir valdagræðginni. En nú verður hann ráðgjafi áfram, því nú elskar öll þjóðin hann. Á þessa Ieið var talað manna á milli. Svo kom frumvarpið. Ó, þau sáru vonbrigði. Ó, það m y r k u r! S á r a s t af öllu stingur það, að semja réttinn af ejtirkomend- unum um aldur og œfi. Það er glaep- ur í augum manna. Landhelgis-hrossakaupin eru ekki heldur vinsæl. Eitt hefir nefndin gert, þó óbein- linis sé. Hún hefir flutt hugi margramanna nœr algerðum skilnaði við Dani, og eg held að þeim fjölgi daglega. Erl. ritsíinafréttir til ísafoldar. Kh. 19. júni. Taft forsetaefni. Samveldismenn hafa tilnefnt Taft til forsetaefnis af sinni hdlfu. Haraldur prinz lofaður Helenu prinzessu af Glilcksborg. Færeyingar kvarta i Nationaltidende um að þeir missi rétt til fiskiveiða við ísland eftir 25 dr og heimta breyting (d sambands- frumvarpinu.) Vilhjálmur keisari hefir haldið herhvataræðu út af Revál- fundinum. Veitt brauð. Sira PAli Stephensen & Melgraseyri veitt Holt í Öntmdarfirði 18. þ. m. Prestaskólapróf. KI. 5 siðd. snnnn- dag 21. flytja prestaskúlanemendnr próf- prédikuu sina i dómkirkjnnni á siðdegis- mesButíma. Hlýjar kveðjur. Samhugur Norðmanna. Þeimfjölgaróðum,Norðmönnunum,sem taka svari voru, sjalfstæðismanna, í sam- bandsmálinu. Þeir hafa brennandi áhuga á því, að vór notum nú færið til að losa oss undau ollum böndum og yfir- ráðum Dana, og látuin ekki ginnast svo, að lagður verði á oss sambandsfjöturinn n/i. Vór höfum rekið oss á fimni greinar um tnálið í einu blaði, sem gefið er út í Björgvin, Gula Tidend, og er rit- stjóri að því Jóhannes Lavik. Vér tökum þær hór upp í blaðið, og vonum að mörgum manninum muni hlyna um hjartarætur er þeir heyra þær hinar hl/ju og alúðarmiklu samhugar kveðjur frænda vorra. Það er þykt blóð, sem rennur ekki til skyldunnar, segir máltækið. Norðmönnum, frændum móður vorrar, er runnið blóðið til skyld- unnar. Þykkara ætlar það að verða í sumum íslendittgum, sonum hennar. En því á hún sjálfsagt að fagna, að þeir verða miklu færri. Verra en að sitji við sama! Er hugsanlegt að íslendingar gangi að þessu? Þetta er ritstjórnargrein, og er itór lítið eitt stytt, eins og sumar hinar: .. . Allir vita, hvernig Danir fóru að við friðarsamninginn í Kíl 1814, að þeir sviku undir sig með falsi og prettum bæði Island og Færeyjar. Það var ekk- ert annað en valdrán. Og loks hefir nú verið skipuð nefnd til að gera uppkast að lögum um sam- bandsntál landannti beggja, Danmerkur og íslands. Hún hefir nú lokið starfi sínu. En það er tæplega aunað hægt að gera í fyrstu, en að hrista hófuðið yfir úrslitunum. Já, vér skiljum vel, að Danir séu ánægðir með þetta frumvarp; þeim þyki ekki margt að því. En hitt þykir oss stórfurða, að Islendingar geti gengið að því. En það gera þeir — flestir (þ. e. nefndarmenn) . . . Verst er ákvæðið um óuppsegjanlegu málin um aldur og æfi: konungsskipun, utanríkismál og hervarnir. Fái Danir yfirráð yfir öllu þessu, þá fá þeir það, sem þeir h a f a e lt k i f e n g i ð h i n g a ð t i 1. Þeir fá sam- þykki ísleudinga á því, sem þeir hafa áður tekið með ráni og svikum og hald- ið fyrir þeim án nokkurs róttar. Það voru óuppsegjanlegu málin, sem Svíar ætluðu að fjötra oss með. En fjöturinn slitnaði af því, að Svíar voru o f ósveigjanlegir. Það var nú ekki svo undarlegt. Norðmenn gátu mikið lagt á sig fyrir það, sem þeir sjálfir vildu. Það þótti Svium líka. Og svo spentu þeir bogann þangað til hann brast. Reyndar getur enginn krafist þarna meiraaf íslendingumenNorðmönnum. En dapurleg eru úrslitin samt sem áður. Að eins e i n n íslenzkur rnaður í nefnd- inni, sem ekki vill samþykkja á þjóðina eilíf bönd, fjötra um aldur og æfi — það er Skúli Thoroddsen ritstjóri. En ánægja er það jafnframt, að þar er þó e i n n. Vór vomim að þessi eini maður verði að mörgum þúsundum. Vér segjum þetta ekki af þvi, að vér sóum að æskja nokkurs stjórnmálasambands milli Noregs og íslands. Vór höfum enga ástæðu til að bú- ast við, aðíslendingar mundu viljalíta við oss svo sem sambandsþjóð, og þar að auki e r alt ríkjasamband allra mesta tildurs- tilhögun. Nei, oss svíður þetta af því einu, að vór berum / brjósti samhug til íslendinga. Verði frumvarpið samþykt, þá lendir alt í eilífri óánægju þegar frá dregur. Vór höfum reynsluna, Norðmenn. Vór vitum hvað það er. Oss svíður það ekki minna af þ e i m ástæðum, að það ei Noregs sök, að ísland hefir orðið nokkurs konar niðursetningur. Fyrst það, að Noregskonungar reru að því öllum árum, að ræna þjóðina sjálf- stæði sínu. Og aunað hitt, að það er oss að kenna sjálfum, hvernig Danir kubbuðu sundur veldi lands vors .... Vór væntum þess, að nú verði margir Skúlar á íslandi — og eiugöngu Skúl- ar að lokum. En það verður sjálfsagt þar eins og í Noregi, að sambandsbraut- in verður þakin politískum náum. Þá er önnur smágrein eftir ritstjórann um óuppsegjanlegu málin. Hann minn- ist þar á heimastjórnarflokkinn og Hannes Hafstein þar einn: Só undarlegt um þann rnann, sem eiuu sinni hafi verið talinn svo há-frjálslyndur. Greinin endar svo: Vilji íslendingar ganga að þ e s s u,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.