Ísafold - 25.07.1908, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.07.1908, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tyisvar l viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1V* dollar; borgist fyrir miöjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppaögn (skriöeg) bnndin við áramót, er ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi sknldlans við blaöið. Afgreiðsla: Ansturstræti & XXXV. árg. Reykjavik laugardaginu 25. júli 1908. 45. tölublað I. O. O. F. 89879. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—B i spítal, Forngripasafn opiö á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */* og 61/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síöd. Alm, fundir fsd. og sd. 8*/» síód. Landakotskirkja. Guósþj. 91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn 10 x/a—2 V*. R*s.kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og l -6.' Landsskjalasafnið á þLa., fmd. og Id. 1&—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripa8aín á sd. 2—8. Tannlækning ók. i rósthússtr. 14, l.ogB.md. 11— l Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst nú i bðkverzlun ísafoldarprentsm. með þessu verði: 1,80, 2,2s og gylt i sniðum, í 'hulstri. SSO og 4 kx. Faxaflöabáturinn Ingolfur fer til Borgarness júlí 27. og 29.; ágúst 3., 9., 19. og 28. Keflavíkur og Garðs ágúst 1., 4,. 11., 22. og 30. Sandgerðis ágúst 1., 12. og 23. Blekkingar við kjósendur Rétt einu sinni! Nýjastar þær, sem nú er farið að leika: að stjórnin eða hennar heima- lömb láta prenta í pukri ógrynni af bæklingum um sambandsmálið, sem svo er háttað, að þar er hrúgað upp ósannindum um andstæðinga hennar og andstæðingablöð. Það er farið svo leynt með þetta, að mennirnir, sem þar eru níddir á bak, hafa ekki hugmynd um það fyr en þeir rekast sjálfir á það uppi í sveit í sumartóminu, eða þeim er sagt það af öðrum. Þeim ritum Uppkastsmanna, sem svona hefir ekki verið farið með, hafa Sjálfstæðismenn svarað út í æsar, hrundið hverju orði, sem ekki er satt o.s.frv. Það eru ritgerðir þeirra Jóns Jenssonar og Jóns sagnfræðings. En það þola ekki stjórnarmenn. Þeir þola það ekki, að andstæðingar sínir fái einu sinni að sjd málstað þeirra eins og hann er, — þá vita þeir, hver verða forlög Kartagóborg- ar. Þess vegna ríður á að ófrægja Sjálf- stæðismenn sem allra-mest án þess að þeir viti af, en gylia Uppkasts-endem- ið í augu þeirra manna, sem hugsan- legt er að sjái ekki við því. Þeir hafa lært það, stjórnarmenn, að nokkuð má vinna á t svip með nógu gifurlegum ósannindum, þar sem nógu mikið er þekkingarleysi fyrir. Hvað vita bændur uppi í sveit, hvað er t. d. sambandsheiti Austur- ríkis og Ungverjalands ? Einmitt af þ v í að þeir vita það ekki, er sann- söglispostulinn afdankaði látinn segja þeim ósatt. Og svona er um fleira. Það má telja þeim trú um, sumum hverjum, að hvar í heiminum sem gerður er samningur milli tveggja fullveðja ríkja, þá sé þetta og þetta í honum alstaðar svona eins og er í Uppkastinu, — þ ó a ð elzti og stjórn- málareyndasti maðurinn í nefndínni (Krabbe sýslumaður) segi, að Upp- kastið sé engu líkt nema sjálfu sér I Þetta má gera, ef menn eru nógu ósvífnir. Og eru ekki ósannindin og blekk- íngarnar, sem opinberlega hafa hrotið af munni stjórnarlýðsins, — eru þær svo sem ekki vel á borð við þettai Nærri má geta, hvort minna er sparað til þeirra, þegar þeir eru einir utn hitnna að segja frá. — Hvaða ósvífni er það, spurði Einar Benediktsson, sem ekki má segja í föðurlandi Jóns Ólafssonar? Og þ e 11 a eru mennirnir, sem fylgja ráðgjafanum ! Fokið í öll skjól. Hörinuleg óyndisúrræði. Oss er i minni í dag strákurinn, sem langaði til að berja hana móður sína, en fekk því ekki framgengt, af því að hann var tekinn t bóndabeygju. Þar gat hann hvorki hreyft legg né lið; hann gat ekkert annað gert en orgað, veslingur, og æpt upp i eyrun á þeim, sem hélt honum: Þú ert djöfullinn; þú erí djöfullinn! Vér vitum ekki, hvort nokkrir þeirra, sem við voru staddir, hafa verið sann- færðari um það eftir en áður, að maðurinn, sem drengnum hélt, v æ r i djöfullinn. — Oss dettur þessi strákur í hug, af því að stjórnarblöðin hér í bæ, Lög- rétta og Reykjavik, hafa verið svo einstaklega lík honum undanfarið. Þau hafa verið hnept í bóndabeygju af röksemdum mótstöðumanna sinna. Þau hafa sjálf ekki getað komið við nokkrum þeim ástæðum, sem hafa ekki verið ónýttar fyrir þeini jafnóð- um. Þeim iinst standa gustur af rökum andstæðinga sinna, flýja und- an þeim inn í hverja smuguna á fæt- ur annari; en hröklast burt hvaðnæfa. Alstaðar er jafn-næðingsamt; — og nú er fokið i öll skjól. Hvað er þá tekið til bragðs? Þau taka til að æpa — eins og strákurinn í bóndabeygjunni. Þau skifta öllum Sjálfstæðismönnum niður í flokka, og í flokkunum eru eintómir glæpamenn. Þau segja ekki berum orðum að vér séum glæpa- menn, en þau drótta að oss þeim hvötum að baráttu vorri, sem oss virðast glæpsamlegar í þessu máli. Hér getur lesandinn fengið að sjá, hvað ópin eru sannfærandi: Þeir segja að í fyrsta flokknum séu ajturhaldsmennirnir, þeir menn, sem vilja, að alt sitji við sama, vilji eng- ar breytingar hafa, þyki það nóg, sem er. Þetta segja þeir án þess að fara í felur á eftir. Og þó vita þeir, ef þeir hafa nokkurt tilkall til annars en að þegja í þessu máli, að rtda/-ástæðan til þess, að vér Sjálfstæðismenn viljum ekki ganga að frumvarpinu óbreyttu, er sú, hvað það veitir oss lítil rétt- indi á móts við þau, sem vér þykjumst eiga tilkall til — þess vegna viljum vér breyta frumvarpinu, breyta því í samning, sem fullnægir miklu betur kröfum vorum. Þetta vita þeir jafn- vel og þeir vita, að peir sjdlfir (þeirra blöð) eru og hafa alla sína stjórn- málatíð verið foringjar rammasta aftur- haldslýðsins á landinu. Þetta er nú einn flokkurinn. Les- andinn getu ímyndað sér, hvað þeir segja um hina: atigurgapana (það eru æsku-mennirnir, þeir, sem Henrik Ibsen segir um, að standi framtið- inni næst, aý pví að þá óri alt af lengst fyrir réttlætinu), einfeldningana, (það eru líklega þeir skáldin Einar Hjörleifsson og Þorsteinn Erlingsson) og loks KSpekúlantana« (það er sjálf- sagt Kristján Jónsson og — hver veit hvað margir). Svona er nú aðferðin. Og hún er svo sem ekki öll þarna. Þegar alt annað þrýtur, þá hafa þeir þó eitt að grípa til. Það er — að hætta að tala um Uppkastið, mál- efnið, sem þeir eru að vinni fyrir, en taka til að hefja svívirðingarofsókn- ir með eintómum illyrðum og alls konar Ijótum munnsöfnuði gegn þeim mönnum, sem þeir eiga í höggi við. Vita hvort pað hrífur ekki! Eitt af því, sem nú er notað í annað sinn í þessum tilgangi er — rannsókn dularfullra fyrirbrigða. Fyrir tveim árum, meðan rannsókn- irnar voru lítt kunnar hér á landi, var miklu hugsanlegra en nú að tak- ast mætti að æsa heimska menn og fáfróða gegn þessari nýbreytni. Enda var það ekki sparað. Rannsóknarviðleitnin á því, hvort þroskahæfileikar mannsins eigi fram- undan sér óetidanlega braut, viðleitni, sem meðal annars er sprottin af dýr- legustu fullkomnunarþrá mannsandans — h ú n er dregin niður í sorpið af eintómu stjórnmálahatri á þeim mönn- um, sem við þær eru að fást. Þessi sannleikur, sem mestu og frægustu vísindamenn segja um, að sé dýflegri framtiðarleiðtogi heimsins heldur en nokkurn mann órí fyrir, — h a n n er tekinn hér í reifum, og ataður út í rennusteinum lyginnar, eingöngu af persónulegu hatri á þeim mönnum, sem við rannsóknirnar fást, en eru ekki í sama stjórnmálaflokki og hinir. Þetta léku stjórnarblöðin hér í bæ fyrir tveim árum, þegar þau höfðu ekkert annað til að ófrægja með stjórn- mála-andstæðinga sína. Og þetta eru þau nú tekin til að leika aftur. Af hverju? Af því, að nú er fokið í öll önnur skjól. Nú láta þessi þokkablöð rigna óvirð- ingarorðum á alla þá menn, sem komið hafa nærri rannsóknum dular- fullra fyrirbrigða, það er að segja: ej þeir eru á m ó t i Uppkasts- endeminu. Annars ekki. Þeir ráðast á oss, Uppkasts- a 11 d - s t æ ð i n g a, fyrir að eiga við þessar rannsóknir. En — hvers vegna í ósköp- unum taka þau ekki til að svívirða Jón sagnfræðing? Hann er þó eins einlægur og ákveðinn Tilraunafélags- maður og nokkur maður annar. Jú, það er af því, að hann er með Upp- kastinu. Stjórnmálalegt hatur alt sam- an. Og reglan er þessi: Ef þú ert Tilraunafélagsmaður, og vilt vera tneð Uppkastinu, þá skulum við bera þig á örmum okkar, hæla þér á hvert reipi, og halda þér fram. Ef þú ert á m ó t i því, þá níðum við þig niður fyrir allar hellur fyrir það, að þú ert Tilraunafélagsmaður. Stjórnarblöðin vita sjálf, að þau fylgja þessari reglu. Þau vita, að þau hafa gripið til þessara hörmulegu óyndis- úrræða, þegar alt annað þrýtur. Þetta er síðasta atrennan til þess að klóra í bakkann. Annað mál er það, hvort þau kom- ast á þessu til lands. ísafold kann ekki betra heilræði að leggja þeim en þetta: Haldið þið þessum svívirðingum á- fram, svo lengi sem þið viljið. Tím- inn er réttlátur, eins og sjálfur drott- inn, hefir spakur maður sagt. Ef ykkur stendur alveg á sama um það, hvaða dóm framtiðin kveður upp um ykkur og framkomu ykkar iþessulang- vandasamasta máli, sem nokkurn tíma hefir verið lagt fyrir þjóðina, sam- bandsmálinu, — þá er sjálfsagt ekki nema rétt af ykkur að halda áfram. Laust prestakall. Viðvík i Skaga- firÖi (Yiðvikur, Hóla og Hofstaða sóknir og Ripursókn i Hegranesi, samkvæmt hin- um nýju lögum frá 16. nóvbr. 1907 um skipun prestakalla), sem auglýgt var 7. jan. þ á., er nú auglýet af nýju til nmsóknar, með þvi að s&, sem veitingu fekk fyrir því, hefir afsalað sér þvl. Veitist frá siðastliðnum fardögum, með launakjörum eftir nýju prestlaunalögunum. Auglýst 20. júli. Umsóknarfrestur til 5. september næstk. Alberti fallinn. Símskeyti frá Khöfn í fyrra dag flytur þau tíðindi eftir blaði hans, Dannebrog, að nú hafi hatin sagt af sér, sá hinn tilkomumesti og um leið lang-ófyrirleitnasti náungi í vinstri- mannaráðuneytinu frá 1901. Hann hefir setið að völdum rétt 6 ár, og verið alla þá tíð dómstnálaráðgjafi, en íslands-ráðgjafabrot framan af, 1901— 1904. Fyrst hjá Deuntzer eða undir hans forsæti, en siðan hjá J. C. Christensens, frá því eftir ársbyrjun 1905. — Hann mun haía ráðið því mest, að einmitt frjálslyndustu og mætustu mönnunum í ráðuneytinu var þá bolað burt, þeim Deuntzer, Hage, Jöhnke o. fl., en teknir í þeirra stað menn, sem voru þjálli í vasa þeirra félaga, Alberti og hins nýja yfirráð- gjafa (Christensens). Afrek þessa nýfallna garps i ís- lands-ráðgjafastöðunni eru þjóðkunn. Það fyrst, að hann strikaði yfir stóru orðin fyrirrennara sinna og annarra danskra stjórnvitringa, um að eining ríkisins danska væri voði bú- inn, ef íslandsráðgjafinn sæti annars- staðar en við hlið hátigninni í Khöfn. Hann hugsaði sig ekkert um, að láta það eftir, að hann væri skrijaðnr í Reykjavík, gegn því, að málin íslenzku bæri hann upp í ríkisráðinu. Hann vissi sem var,' að i augum sparsamra danskra bænda, sem voru þá og eru enn í meiri hluta í fólksþinginu, mundi ríkiseiningarkreddan vera létt á metum móts við þann 20—30 þús. kr. árlega sparnað fyrir ríkissjóð, er fylgdi flutning stjórnarinnar frá Khöfn til Reykjavíkur, auk þess sem ekki var hætt við öðru en að höfð mundu einhver ráð með að láta ekki reyk- vísku stjórnina hlaupa langt út úr götunni, út úr afmarkaðri braut þeirra höfðingjanna í Khöfn. Og sú von þeirra rættist vissulega. Annað stjórnmála-afrek Albejti oss til handa var þetta, að hann kúsaði eða vélaði alþingi til að fallast á rík- isráðssetu reykvíska ráðgjafans, með því að Jauma því boðorði inn i stjórn- arskrárfrumvarpið frá 1902, þvert of- an i konungsfyrirheit frá 10. jan. s. á., eða án þess að á það hefði minst verið þar einu orði. Hafði í hótun- um, að vér fengjum alls enga stjórnar- bót ella. En vissi sem var, að þing og þjóð væru orðin svo langþreytt á stímabrakinu við Dani, að sú hótun mundi hrífa langt. Og hún hreif til fullnustu. Þar kendi aikunnrar ó- fyririeitni hans. Þvi vitaskuld gat h a n n engu um það ráðið, hvort haldið yrði fyrir oss stjórnarbótinni lengur eða skemur, jafnvel ekki þá stund, sem hann væri sjálfur í ráð- gjafasessi, og því síður lengur. Þriðja afrekið má sjálfsagt telja rit- símasamninginn alræmda frá 1904. Það er vafalaust hans verk, er íslands- ráðgjafinn nýi, sem hann hafði sjálfur dubbað og leit upp til hans síðan sem væri hann faðir hans, var látinn eiga sama sem ekkert við samningstilraun- ir við Marconifélagið í Lundúnum, heldur rígbinda sig við Dani með fullnaðarsamningi við Norræna-rit- símafélagið og þröngva slðan þing- flokk sínum hér til að staðfesta þann óheillasamning, þó að fengin væri þá, er þar að kom, fylsta vissa fyrir not- hæfi Marconiaðferðarinnar, svo mikla kosti sem hún hefir fram yfir hina og svo frjálsleg kjör og tilkostnaðar- lítil sem þá voru í boði. Hann kendi sínum auðsveipnum lærisvein, frónska ráðgjafanum, að fara með þingmenn eins og húskarla sína. i stað þess að lúta þeirra vilja. Hann (A.) hafði það lag á sínu búi, meðan til vanst, þó að síðast hefði hann ekki með sér nema 1 hræðu um fram hálft fólksþingið. Það er lftill vafi á þvi, að sá gjör- ræðisandi, sem brytt hefir svo mjög á í stjórn ráðgjafa vors hins óskifta og alíslenzka, sem svo átti að vera, muni vera andleg arfleifð fri skapara hans hinum danska, dómsmálaráð- gjafanum, sem nú er genginn fyrir ætternisstapa. Bezt tryðum vér því, að undan sömu rifjum væru runnin ráðin þau, að lemja nú fram í snatri sam- bandsnefndaruppkastið góða, þótt ekki væri hann (Alberti) í nefndinni sjálf- ur. Hann var talinn ráða flestum gjörðum yfirráðgjafans, og um auð- sveipni hins frónska við hann fer ekki tvennum sögum. Það sver sig svo sem greinilega í ættina þá, að heimta af kjósendum hér að ráða við sig til fulls á fáeinum vikum, hvað gera skuli við annað eins vandamál og sambandsmálið milli Danmerkur og íslands um ókomnar aldir, dúðað í jafn-lævislegum reifum og Uppkastið er. Slík ófyrirleitni er honum nauða- lík. Og þá þetta, að láta hóta oss, að annars fáum vér ekki neitt, ekki neitta lögun á sambandinu milli land- antia, ef vér göngurn ekki að þessu. Eða þá hitt, að i fyrra telur ráðgjafi vor sjálfsagt, að ekki verði minna haft við sambandssáttmálann fyrirhugaða en lög mæla fyrir um hina smávægi- legustu stjórnarskrárbreyting: að láta 2 þing fjalla þar um, með þingrofi í milli. En nú — nú skal rífa þetta af á e i n u þingi, með fárra vikna umhugsun og undirbúningi undir kosn- ingar til þess þings, og það á þeim tímaárs, er almenningur getur alls ekki gefið sér tóm til slíkrar umhugsunar og undirbúnings, um há-heyannirnar. — Ef slíkur ofstopi og frekja er ekki líkt einmitt þessum danska húsbónda »húsbóndans« frónska! í heimalandinu, Danmörku, var gerður að honum mikill stormur á þingi i vetur hvað eftir annað og á hann bornar margar sakir um gjör- ræði og hlutdrægni, Síðast átti að setja hann undir rannsóknarnefnd, eftir rannsóknarheimild grundvallar- laganna (eins og stjórnarskrárinnar) út af stórkostlegum embættismisferlum. En húskarlalið þeirra félaga, hans og yfirráðgjafans, hratt því öllu frá sér með atkvæðamagni sínu, siðast með ekki nema 1—2 atkvæða meiri hluta af nær 120 á þingi, í fólksþinginu. Þá hafa þeir félagar sjálfsagt hugsað sér þetta, að láta hann velta úr völd- um svona í kyrþey milli þinga, er sem minst bæri á, og bera þá fyrir lasleik eða því um líkt, Það stendur líka heima: blað hans segir einmitt svo, að sótt hafi hann nú um lausn vegna heilsubilunar 1 Sá sem greiddi honum þyngsta höggið í höfuðatlögunni að honum á þingi í vetur var Herman Trier, fyrr- um fólksþingisforseti, maður einna mest virður allra danskra þingmanna, Hann skoraði á yfir-ráðgjafann að láta hann fara frá embætti, »með því að það mundi hafa siðspillandi áhrif, ef hann sæti enn kyrr í dómsmálaráð- gjafaembættinu, bæði meðal lýðsins, í ráðuneytinu og á þingi«. Hann kvað umboðsstjórn Alberti vera í »eðli sinu afturhaldskenda í mjög mikils- verðum atriðum og atferlið gjörræðis- fult og persónulegt.« Eftir þann dóm bar hann ekki sitt bar, þótt í völdum héngi þetta fram á sumar. Hann vann með lymskuráðum forðum kjör- dæmi undan einum langfærasta vinstri- mannaforingjanum, V. Hörup ritstjóra (1892), gerði bandalag við hægrimenn í þvi skyni, enda var alla tíð blend- inn mjög í trúnni. þótt fylU gerði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.