Ísafold - 29.08.1908, Síða 1

Ísafold - 29.08.1908, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisTar i viku. Yerð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis B kr. eBa l1/* dollar; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD Uppsðgn (skrifleg) bnndin yið Aramót, er ógild nema komin bó til útgefanda fyrir i. okt. og kanpandi sknldlans yið blaMB. Afgreiðsla: Anstnrstræti 8. XXXV. árg. Reykjavlk laugardaginn 29. ágúst 1908. 54. tölublað I. O. O. F. 898219. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spital. Forngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 V* og 5 */s—7. K. F. U. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—6. Landsbankinn 101/*—21/*. P-akastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—3 og 1 ~6, Landsskjalasafnið á þia., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasam á sd. 2—3. Tannlækning ók.i rósthússtr.14, l.ogS.md. 11- ' Faxaílöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness sept. 1., 3. og 6. Keflavíkur ágúst 30., sept. 8. og 10. Garðs ágúst 30. og sept. 10. Teiknipappír í örkum og álnum fæst í bókverzlun Isafoldarprentsmiðju. Ef vér hefjnm það samtaka! Margan mann, sem vill ekki ímynda sér að Uppkastsmönnum gangi annað til baráttunnar heldur en ást á land- inu, stórfurðar á því, hvað sú ættjarð- arást eykur þeim litla trú á landinu og traust á þjóðinni. Þeir treysta henni ekki til að heita þjóð. Því að það heit á hún ekki skilið, ef hún getur ekki staðið straum af sjálfri sér og átt algerlega með sig sjálf án annarrar þjóðar aðstoðar. En til þess treysta þeir henni ekki. Það segja þeir sjálfir. Ef hún á að fara til þess, þá líkja þeir henni við mann í áralausum bát úti á reginhafi. Þeir treysta henni ekki til að taka neinum sjálfstjórnar-framförum á ókomnum öldum; treysta islenzku þjóðlifi ekki til annars en að verða að stöðupolli. Þeir kannast ekki við það. Skiljanlega. En þeir kannast við annað. Þeir hafa sagt, flestir Uppkastsmenn: Frumvarpið fullnægir öllum kröfum þjóðarinnar. Og einn nefndarmaðurinn hefir bætt við: Þjóðin er ekki þroskaðri en það, að hún hefir ekkert að gera við meira. Jæja, vér Sjálfstæðismenn erum nú ekki alveg á peirri skoðun. Okkur þykir betta æði-mikil skammsýni. En segjum, að þeir hefðu á réttu að standa. Segjum, að með Uppkastinu væri þjóð- inni sniðinn stakkur eftir vexti. Skammsýnisþokunni yfir hugum Upp- kastsmanna léttir ekki svo ýkja-mikið upp við það. Það stendur sem sé svo á því, að þjóðin má ekki fleygja stakknum, þeg- ar hann er farinn að standa henni á beini; standa henni fyrir þrifum og vexti. Það er ekki ætlast til að vér fáum nokkurn tíma annan nýjan, ef vér tökum við þessum. Þvert á móti. Og það er ætlast til að Danir ráði bótunum á flíkina, þegar hún er far- in að slitna. Það er »eftir samkonm- lagit við þá. Mesta hættan í þessu máli, eins og þar er um hnútana búið, hætta, sem Uppkastsmenn vitanlega blygðast sín fyrir, þegar um hægist, að hafa hugs- að um af svo mikilli léttúð og lítilli alvöru, — hún er óuppsegjanlegu niálin. Hvergi verðum vér að fara jafn- varlega eins og þar. Hvergi er skó- kreppu-hættan meiri. Ef vér eigum að semja á hendur þjóðinni einhverja stjórnarfars-tilhögun, sem hún á að búa við um ókomnar aldir, þá er henni ekki trygt sjálfs- forræði sitt til frambúðar með öðrum hætti en þeim, að þessi tilhögun leggi aldrei neinar hömlur á þroska þjóð- arinnar, hvað mikill sem hann verð- ur, og hvað langt sem hann nær. Henni getur orðið farið líkt um vöxt sinn og viðgang eins og sól, sem sendir ijós sitt jafnt í allar áttir. Og vér höfum ekkert leyfi til að sýna það í svo mikilvægu starfi, sem hér ræðir um, að vér gerum ráð fyr- ir öðru. Vér höfum ekkert siðferðislegt vald til að segja: Þroski þjóðarinnar get- ur aldrei farið lengra í þessa átt held- ur en þetta og þetta. Hið eina, sem vér getum sagt og eigum að haga oss eftir er þetta: Vér getum ekki bent á nokkurt tak- mark á nokkurri þroskabraut þjóðar- innar, þar sem þróunin nemur stað- ar. Þar eigum vér að gera ráð fyrir því, sem vér viljum helzt: að engin slík takmörk séu til. Það er minna í húfi, þó að skakt sé reiknað út, hvað margir íbúar séu í Reykjavík eftir þennan og þennan árafjöida. En hvernig hefir ekki farið? Það hefir enginn gert ráð Jyrir nándar nærri nógu miklum vexti og viðgangi bæjarins á móts við það, sem orðið hefir. Eins er um leikhúsnefnurnar. Það hafa verið reistir hér þrír kumbaldar á hálfum öðrum áratug, og hver um sig átt að nægja bænum fjórum sinn- um lengur en raun hefir orðið á. Sjálfsagt fer eins um næsta leikhús. En það er vitanlega þessi mikli kost- ur á því, að alt af má fá annað nýtt, þegar það gamla er orðið óhafandi! Fyrir xo árum hugsaði víst engin sál á þessu landi til þeirra tíma, sem vér mundum skilja við Dani. Það hefði þótt viðlika ólíklegt og að við kæmumst næstu árin í stjórnmálasam- band við einhverja þjóðinaá Mars. Nú verður þó ekki sagt, að menn hafi ekki hugsað um það. Þjóðfund- urinn á Þingvöllum í fyrra, þar sem komin voru saman mörg hundruð manns, kvaðst í ályktun sinni ekki sjá annað fyrir en skilnað landanna, ef ísland fengi ekki fullveldi yfir öll- um sínum málum. Og svona mætti lengi telja. Getum vér nú búist við þvi, að þessi tilhögun fullnægi kröfum og framförum þjóðarinnar um ókomnar aldirl Þegar fjöldi hennar beztu og skarpskygnustu manna sér nú, undir eins, hvílíkur gallagripur hún er? Getum vér ekki t. d. látið oss detta i hug, að einhvern tíma á ókomnum öldum, og það ekki svo ýkja-langt undan landi, muni þjóðarhögum vor- um komið svo, að íslendingum finn- ist ekki viðlit, að nokkrir aðrir en þeir peir sjálfir hafi vald til að semja fyrir sína hönd við aðrar þjóðir? Getum vér ekki séð, að með því að fá Dönum utanríkismálin í hendur, svo lengi sem þeir vilja, þá eru þeir óðara komnir inn á sérmálasvið vort eða niðja vorra, ef svo stendur á, hve nær sem sérmálakvíarnar eru færð- ar út? Getum vér ekki látið oss detta það í hug, að cefinkgur órjújanleiki á stór- málum þjóðar, sem á að öðrum kosti fram undan sér glæsilegt þróunarskeið, er brunaþurkur á doggvota gróður- reiti þjóðlífsins, gerir þá að skræln- uðum öræfahrjúfrum ? Þetta er það sem vakir svo glögt fyrir oss, sem viljum ekki ljá fylgi vort við frumvarpið óbreytt. Uppkastsmenn segja, að nú sé um tvent að tefla: frumvarpið eða skiln- að. Frumvarpsandstæðingar vilji i raun og veru ekki annað en skilnað. Þetta er ekki satt. Þeir vita, að rnargur maður mundi vilja taka frumvarpinu, ef hann gæti séð, að í því fælist það, sem Upp- kastsmenn segja að felist í því. Og að hann kýs ekkert annað fremur en að svo væri. Og ef það skyldi nú fást fram, hvernig geta þeir þá verið á móti þvi? Má ekki reyna að vita hvort það fæst? Nei, segja þeir. Ef það er ekki samþykt óbreytt, þá fæst ekkert. Hver hefir sagt þeim það? Eng- inn, sem hefir úrskurð i þessu máli. En pó að svo væri, þá er slikur hugs- unarháttur ósamboðinn frjálsum mönn- um þeirrar þjóðar, sem þykist öll eiga fylsta tilkall til að sáttmálanum sé breytt pangað til hann er orðinn eins og hún vill haja hann beztan og öðru- vísi ekki. Sumir komast þeir ekki hærra en það, þessir vængjalausu fuglar, en að halda, að ef vér tökum ekki Upp- kastinu, þá munum vér líklega búa við þá tilhögun, sem nú er um aldur og cefi! Þvi fá skepnurnar ekki mál- frelsi? Stjórnarmenn vita vel, að það er Jrurn- varpið en ekki stjórnin, eins og þeir hafa sagt, sem fyrir vorum sjónum er mergurinn málsins í Uppkastshríð- inni. Þeir vita vel, hversu öll þjóðin mændi vonarglöðum augum til nefndarmanna, með eldheitum óskum um, að þeir bæri nú gæfu til að leysa þjóðina úr margra alda læðingi Dana. Og hið sama gerðu blöðin. Mikill hluti þjóð- arinnar hefir lagt á úrskurð sinn í þessu máli, hefir kveðið upp úr ,um það, að þeir hafi lagt á hana ný bönd með Uppkastinu i stað þess að leysa hin gömlu. Svo að sú aðdróttun er sprottin af einhverju öðru en góð- girni, að þjóðinni þyki Uppkastið gott, en sé á móti því af einhverjum öðr- um hvötum. Sá maður, er vill bregða upp hug- sjón fyrir heilli þjóð sem hefir mist sjónar af köllun sinni, og vera sjálfur leiðsögumaður hennar að hugsjóna- markinu, hann hefir trú á pjóðinni. En trúin er aldrei hlutlaust sálarástand. Ef hann er ekki i nokkrum vafa um, að þjóðin eigi hæfileika til að finna köllun sina, þá breytir hann eins og þeir hæfileikar séu til. Og þ a ð eyk- ur þá stórkostlega. Engir nema þeir, sem hafa mátt- lausan vilja tii að reisa þjóðina við, geta beðið til guðs og giftu landsins: að láta þjóðina taka fegins höndum hálfum rétti sinum, sem hún fær með friði, úr þvi að hún fær hann ekki allan án baráttu. Engir nema þeir, sem eiga máttlausan vilja. Það er víst nokkuð sjaldgæft fyrir- brigði, að hugarylur islenzkra stjórn- mála-andstæðinga hvers til annars sam- eini þá. Og þó er ekkert, sem þjóð vor þyrfti fremur við, Þvi að landið er nóg, bóI og gumar er nóg, bara ef ástin, ef ástin, ef ástin er nóg! Það á skapandi mátt, sem mnn hefja það hátt, ef vér hefjum það samtaka — þ á er það nóg! Björnstjerne Bjórnson hefir kveðið þetta erindi um Noreg. Það hefði eins getað orðið um ísland. Ef vér eigum að hefja landið hátt, þá eigum vér að sameinast, — þá eigum vér mætast í ástinni á landinu. Ef oss gæti lærst, að það væri að komast skemst, að komast sem lengst í óvirðingarummælum um andstæðinga sína, sem lagt er svo mikið kapp á annars vegar í stjórnmálabaráttu vorri, þá hefðum vér lært stórmikinn sparn- að á afli handa landinu, afli til að »hefja það hátt«. Afli, sem er eytt til þess eins að sundra og dreyfa öðr- um kröftum og spilla fyrir góðum málstað, hvoru megin sem hann kann að vera. Það er víst, að tilgangur lífsins er ekki sá, að mennirnir geri hver öðr- um alla þá bölvun, sem þeir geta hugsað upp. Og þjóðinni gerir það hugarfar meira tjón en orðum verði að kom- ið. Nei, það er samúðin, hugarylurinn, ást til mannanna, ást til landsins, sem getur gert oss að foringjum og ó- breyttum liðsmönnum þeirrar hugsjón- ar, að hefja landið hátt — og hefja það samtaka 1 Róttleysi á sjó og landi. Jafnóðum og sambandsnefndarmenn hröklast af hólmi, gjörþotnir að rök- um, verjulausir og berir að óheilind- um og beinum ósannindum í sam- bandsmálinu, er nýjum innlimunar- köppum otað í skörðin, til þess að reyna að halda uppi vörninni. En eins og við er að búast eru vopn þeirra hin sömu og hinna: Blekkingar og ósannindi. Annað ekki. í síðasta tbl. Lögréttu er landsverk- fræðingurinn látinn þylja langt mál um fiskiveiðaréttinn, til varnar innlim- unar-uppkastinu. Honum er trúað bezt til þess, — manni, sem vitanlega hefir aldrei feng- ist hið allra minsta við sjávarútvegs- mál og ber því að líkindum nauðalít- ið skyn á slíka hluti. Enda er vörn hans ljósastur vottur þess. Og annar álíka skynbær höfundur hjalar um sama efni í Reykjavíkinni 27. þ. m. En hvers vegna er þessum mönn- um skipað út á völlinn? Mundi það ekki vera fyrir þá sök eina, að allir sem skyn bera á það atriði málsins, sjái það í hendi sér, að landhelgisrétturinn er genginn oss úr greipum um aldur og æfi, ef vér gerum Uppkastið að lögum? Með ljósum og ómótmælanlegum rökum hefir verið sýnt fram á það hér í blaðinu og víðar, að þetta hlýt- ur svo að fara: Danir og Jrumvarpsmenn telja strand- varnirnar til hermála. Hermál vor(!) eiga Danir einir að annast um aldur og cefi. (Það er einn flokkur hinna sameiginlegu og óuppsegjanlegu mála samkvæmt Upp- kastinu). — Gunnfáninn er einn, og um aldur og cefi i Dana höndum. Strandvörnunum Jylgir landhelgisrétt- urinn, pann veg, að meðan Danir halda peim uppi, eiga peir landhelgina hér við land. — En pað er og hlýtur aðverða um allar ókomnar aldir, eða svo kngi sem Dönutn póknast. Viö þessum rökum getur enginn hreyft. Enda hefir enginn borið pað við, Og væntanlega gera frumvarpsmenn það ekki; því að um leið yrðu þeir að kingja svo óendanlega mörgu, sem þeir hafa látið út úr sér — þar á meðal sjálfu Uppkastinu. Þeir yrðu þá að hætta að halda því fram, að engin önnur þjóð en sú, er reglulegar hervarnir hefir, geti annast löggæzlu við strendur sínar. Þeir yrðu að hætta að lofa Dani og vegsama fyrir það, að þeir ætli að fara með hermál öll«fyrir vora hönd« og bera fyrir oss þá byrði, sem af þvi hlýzt. Því að pað eru strandvarn- irnar — önnur »hermál< eru oss með öllu óviðkomandi. Og sú »hermála- meðferð* er þeim marg-goldin með landhelgisréttinum. Séu frumvarpsmenn enn sem fyrr og eigi að síður ófáanlegir til að fall- ast á, að alment lögregluvald megi ná og nægja til löggæzlu í landhelgi (eins og islenzkt dómsvald nær þar til), — þá verða þeir að skafa út úr Upp- kastinu ákvæðið um sameiginlegan og óuppsegjanlegan gunnfána, ef þeim er það alvara, að vér fáum nokkuru sinni taugarhald á strandvörnunum og land- helgisréttinum. Þvi að með þvi að gera strand* varnirnar að hermálum og ákveða oss sameiginlegan herfána með Dönum, er — eins og áður er sagt — öllum sundum landhelginnar lokað Jyrir oss. Það tjáir ekki hót að benda oss á ákvæðið í Uppkastinu, það, að vér getum »hvenær sem vér viljum sagt upp þessu sameiginlega máli, landnelgis- vörninni, með Járra ára fyrirvara«(!) Það er ein fyrirlitlegasta blekk- ingin. • Þegar því er haldið fram, að land- helgisvörnin sé hermál, þá ber að skoða svo tilboð oss til handa um að takast hana á hendur, sem oss sé gef- inn með því kostur á að taka þátt í hermálum Dana. En sú hlutdeild hlyti að kosta oss megnið af tekjum landsjóðs árlega, og meira til, eftir því sem Danir kynni að auka útgjöld sín til hermála. Vér hefðum sjálfir ekkert atkvæði um það, hve mikið vér yrðum að gjalda til þessara mála. Veitingarvald á landsjóðsfé væri að því leyti gersam- lega í höndum Dana. Og hvers virði væri þá það vald, er vér héldum eftir? Fjárveitingarvaldið er talið með dýr- mætustu þjóðarréttindum. Ættum vér nú líka að farga því i hendur Dönum? Réttkysið er hér sem endranær aðal- átylla frumvarpsmanna — meginstoð þeirra og styrkur. Með því að telja oss vita-réttlausa amlóða og undirlægjur, hyggjast þeir gera oss það ljúft að kyssa á vönd- inn. En réttleysiskenningin er röng f þessu atriði sem öðrum. í »alríkislögum« höfum vér aldrei heimilað Dönum fiskiveiðar f landhelgi við ísland. Sá réttur, sem peir haja nú til slikra veiða, hann er — að svo miklu kyti sem hann er til — eingöngu bygður á einjöldum ísknzkum lögurn, — lögum sem vér getum breytt hve ncer sem oss póknast. Að sjálfsögðu hafa Danir fengið þann rétt fyrir strandgæzluna. Og það er ekki nema sanngjarnt og maklegt — meðan um semur. En hitt er freklega ósanngjarnt, að búa svo um, að strandgæzlan hljóti að verða í höndum Dana um allar ó- komnar aldir, pótt vér kysum að ann- ast hana sjálfir og fá landhelgisrétt vorn óskertan. Akvæðið um landhelgisréttinn til handa Dönum er einmitt sett f sam- bandalaga-uppkastið af pvi, að þeim er nú ekki heimiluð landhelgin svo að trygt sé. Hin lögfulla trygging þeim til handa felst í Uppkastinu. Verði það að lögum, fáum vér við engu haggað. Sá er munurinnl Sama er að segja um svonefnt »jajnrétti pegnanna«, sem réttleysis- kennifeðurnir eru sífelt að stagast á og vitna i. Enn pann dag í dag eru engin lög til, pau er heimili Dönum jajnrétti við oss hér á landi. Þvi til sönnunar má meðal annars benda á jossalög síðasta þings (lög nr. 55, 22. nóvbr. 1907), sem bola Dön- um jafnt sem öðrum útlendingum frá mikilsverðum hlunnindum hér, sem

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.