Ísafold - 29.08.1908, Síða 2

Ísafold - 29.08.1908, Síða 2
214 ISAFOLD sé eignarhaldi á fossum, er þeir hafa þó beint sózt eftir. Eftir þeim lögum mega engir aðr- ir en þeir menn, sem hér eru heim- ilisfastir, ná að eignast fossa hér á landi, hvorki eina sér eða með lönd- um, sem að þeim liggja, og ekki held- ur notkunarrétt á fossum. þessi rétt- ur er þeim jafn-óheimill og ógildur, án sérstaks leyfis, hvort sem þeir ná honum með >frjálsri afhending, eða nauðungar-ráðstöfun að manni lifanda, eða með hjónabandi, eða aðerfðnm*. En auðsætt er, að slík lög hefðu ekki getað orðið til, — ekki orðið samþykt í dönsku ríkisráði, ef Danir hefðu vitað sig eiga jafnrétti við oss að lögum. Það er ekki fyr en með sam- bandslaga-uppkastinu, ef það verður að lögum, að Danir hljóta þennan rétt hér. En honurn ei$a peir aldrei að nd. vjajnritth peirra við oss hér á landi getur orðið stórkostleg luetta ís- lenzku pjóðerni, eða þetta sem nejnt er jafnrétti, en er pritugjdldur réttur erlendrar pjóðar á við einfaldan rétt sjálfra landsmanna. — Alpýðumaður. Nýbreytnishatur. Eftir próf. Lombroso. Cesare Lombroso er heimsins langfræg- asti geðveikislæknir og einn hinn nafnkunn- asti sálarfræðingnr, sem nú er uppi. Hann hefir tvo nm sjötugt (fæddur i Verónu á Ítalíu 1836). í æsku fekst hann við skáld- sagnagerð. Hann las læknisfræði við há- skóla i Torino, varð herlæknir i frelsis- striðinu ítalska 1859, en prófessor i geð- lækningafræði þrem mánuðum síðar(1862), og tók úr þvi að gefa sig alian við vís- inda-rannsóknum. Fyrstu visindarit hans voru um geðveikisathuganir, en heimsfræg- nr varð hann fyrst fyrir hók sina um glœpamanneðlið (L’uomo delinquente). Hann er höfundur þeirrar fræðigreinar, sem við það er kend. Dularfull fyrirbrigði befir hann rannsakað og varð spiritisti fyr- ir fáum árum, sama árið og landi hans einn, Marconi, loftskeytamaðnrinn heims- frægi. Nýbreytnishatur merkir nákvæmlega hið sama og alþjóðar-orðið: misoneismi, (að- fengið úr grisku), — merkir hatur á öllu nýju. Nýbreytnishatur — misonetsmi. Eg á við þá eðlis-tilhneiging allra hryggdýra — og vitanlega mannsins ekki sízt, einkanlega á frumstiginu — að hafa óhug á öllum nýjum skynjana- áhriíum og vilja forðast þau. Vér höfum fyrir oss dæmið um hundinn hans Bret Harte’s, — fyrir- taks dæmi um stórmerkilegan hund! Hann spýtti gallinu af gremju út af öllum nýjungum menningarinnar: gasi, ritsíma, járnbrautum o. s. frv. Sæi hann verið að koma upp síma- staur, eða járnbrautarlest á leið um bæinn, varð hann hamslaus að gelta. Vér vitum, að þótt ekki sé annað en ef vagni er ekið um götur í smá- bæ, þá gelta þarna hundarnir í gríð og kerkju, þó að engum lifandi manni sé þægð í því. Eins er um hestinn; hann hneggjar, ef riddarinn hefir haft fataskifti. Eg skal taka til nokkur fleiri dæmi. Franskur maður hafði tamið apa og klætt hann mannabúnaði. Einn dag- inn brýst apinn út um glugga, og flýði aftur til skógar. En gömlu kunn- ingjarnir urðu dauðhræddir við hann, og vöruðust að koma nærri honum; langa-lengi voru þeir svo uppvægir, að þeir lintu ekki hljóðum og gargi. V a r i g n y segir frá ketti, sem horfði á, að verið var að breyta til í skrautlegum gestasal, til þess að yrði dansað í honum; húsgögn og gólf- klæði borin burt. Kötturinn var á nálum af ótta og elti hvern einasta heimamann, sem inni var, eins og hann væri að biðja um skýring á því, hvers vegna verið væri að breyta til, og mælast til því yrði hætt. Málari nokkur átti blómgarð, en hvit hœna skemdi hann fyrir honum; þá refsaði hann hænunni og málaði hana græna. Hún var ekki fyr komin í hænsnahópinn en allar hinar hænurnar Ætluðu að sleppa sér af hræðslu. Og ef hún ætlaði nokkurn tíma að koma nærri þeim, þá gogguðu þær með nefinu. Og þetta stóð samfleytt hálfan mánuð, þangað til hver fjöður á hæn- unni var orðin hvít að nýju. R o m a n e s segir frá líku atviki um nýbreytnishatur, nokkurs konar rannsóknar-fyrirbrigði. Hundur var að leika sér að kjöt- hnútu og kastaði henni til og frá um gólfið. Þá datt Romanes í hug að binda snúruspotta um hnútuna og láta hana svo vera að smá-iða til og frá fyrir framan hundinn. Hundurinn hörfaði dauðhrœddur frá hnútunni, og það var engin leið að fá hann til að koma nærri henni eftir þetta, þó að snúran væri tekin af. Romanes þykist sjá þarna ekki svo lítinn vott um ímyndunarafl hundsins, eða einhverja sérlega tilfinning um hið ókunna, dularfulla, eins og hann kemst að orði,-— og heldur að samskonar tilfinning mannkynsins, á miklu æðra þroskastigi, hafi skapað öll trúarbrögð. En þessi ályktun er algerlega röng. Óttinn í hundinum við þenna nýja eiginleika, sem hann sér að kjöthnút- an hefir fengið, ímugustur hænsnanna á græna félaganum, og hræðsla ap- anna við þennan uppábúna kynbróð- ur sinn, 'stafar vafalaust alt af hinni sömu orsökog erum börn: alls ekki af of miklu ímyndunarafli, sem hlaupi með þau í þær trúar-gönur, að hér séu í kring um þau óteljandi dular- fullir hlutir, sem geti orðið þeim að hættu, — heldur þvert á móti. Það stafar einmitt af skorti d ímyndunar- afli. Skorti, sem veldur því, að mjög þroskalítill eða sjúkur heili eirir ekki neinni breyting á allra einföldustu skilvitsáhrifum öðru vísi en með mik- illi áreynslu — og þjáning, sem af á- reynslunni stafar. Og til þess að skepnurnar þurfi ekki að taka út þjáningar, reyna þær að forðast slík skilvitsáhrif. En verði þær að eira nýbreytninni, spyrna þær á móti henni eins og öllum sársauka- tilfinningum með því að veina og reyna að komast undan. Og mennirnir hefna sín á nýbreytn- inni með hegningarlögum, ofsóknum, litilsvirðing og háði. Þeim viðtökum eiga allir. hugvitsmenn að fagna. Vitanlega á þetta ekki við um ann- að en alla meiri háttar nýbreytni. Öll smdstíg nýlunda, svo sem allar tizku- nýjungar o. s. frv., er alveg meinlaus. Það er ekki að eins, að enginn mað- ur sé hræddur við slíka nýbreytni. Mennirnir hafa yndi af þeim, eins og barnið hefir af gullunum sínum. Þær vekja með þeim notalegar kitlur, lík- amlegan unaðaræsing í taugastofnun- um, sem þarfnast tilbreytingar. En guð komi til, ef einhver hætt- ir sér út yfir takmörkin, og nýbreytn- in er eitthvað frelsisborin 1 blíkri ný- lundu geta mennirnir aldrei eirt; þeir telja frumkvöðul hennar glæpamann. — Upptökin að þessari tilhneiging athugaði eg fyrst á geðveikri konu; hún hafði verið gáfuð kona og mjög vel mentuð. Hún þjáðist af mjög kynlegum misskynjunum. Hið fyrsta sem hún tók eftir á morgnana, hvort sem voru menn eða hlutir, lagði ai- gerlega undir sig skynjanarúm alls annars þann dag. Ef hún sá t. d. hest um morgun- inn, þegar hún fór út, sýndist henni eg og allir aðrir menn vera hestar. — Eg veit vel, sagði hún við mig, að þér lítið ekki út eins og hestur, en eg get ekki máð þetta mót út úr endurminningunni. Og þó komst enn meiri truflun á sálarlífið, ef annar maðurinn, sem hún mætti, var henni ókunnugur. Þávissi hún úr því hvorki upp né niður á neinu. Og sérstaklega æsti þessi truflun hana, ef annar þessara manna var nú dóttir hennar, sem hún sýndi einstökustu tillátssemi. Hún þekti hana, vissi það var dóttir sín, en sá hana þó líta út alveg eins og hinn manninn, sem hún hafði séð um morguninn. Hún varð oft svo trylt af reiði út af þessu, að hún hafði ýmist í huga að myrða manninn sem í hlut átti eða pá sjálfa sig. Hún gat ekki heldur farið á neinn nýjan stað, þ. e. a. s. þangað, sem hún hafði ekki komið áður; því að ný áhrif gerðu hana svo ruglaða og vöktu svo mikla hræðslu-ógn i hug hennar, að hún bjó yfir sjálfsmorði. Þetta fyrirbrigði verður ekki skýrt nema á einn veg. Þann, að veiklaður eða ófullkominn heili getur lítt eða ekki samþýtt sér það, sem hann á að skynja — eða á vísindamáli: tillík- ingin getur lítt eða ekki farið fram i þeim heila, og stundum engin sálar- leg athugun — þar sem einhver skyn- jana-áhrif eru fyrir, sem á að ryðja frá. Sérstaklega ef hin nýju skilvits- áhrif eru mjög ólík þeim, sem fyrir eru, eða ekkertsamband er á milliþeirra. Svona stendur á, að í óþroskuðu máli sumra villiþjóða er fíllinn t. d. nefndur »naut með tönnum«, og hest- urinn kallaður »stór hundurc. En valdi skynjunin áreynslu, þjáning, þá rís hræðsla upp í huganum. Þessi sannreyndu fyrirbrigði má at- huga á fleirum en geðveikum mönn- um og skepnum. Það má gera ekki siður á börnum og villimönnum. Eg hefi oft verið sóttur til barna, frá þetta sjö mánaða og upp til ársgam- alla, sem foreldrarnir hafa verið dauð- hrædd um, að væru eitthvað heilsu- biluð. Þau máttu ekkert sjá nýtt, svo að þau yrði ekki hrædd við það. Ekki einu sinni kassa eða myndir, hvað þá heldur skeggjaðan mann. Eins hefi eg margtekið eftir því, að sé barni oft sögð sama sagan, þá heimtar það alt af að hún sé sögð nákvjpmlega eins, og verður fokvont, ef brugðið er át aj um eitt einasta orð eða atvik. Enn er það, að sum börn hafa tekið svo miklu ástfóstri við gullin sín, að þeim sárnar, ef á að taka þau frá þeim, og þau eiga að fá önnur i staðinn. V a r i g n y hefir verið að reyna að berjast í móti skilningi mínum á ný- breytnishatrinu til þess að geta varið skoðun Romanes. Samt kannast hann við, að hann hafi tekið eftir viðbrigða- dæmi um tveggja ára gamalt barn. Það var orðið hænt að honum, en hann var gigtveikur og hafði vafið fóðurbaðmull einn dag um annan fót- inn, svo að hann varð þrisvar sinnum digrari en áður. Barnið leit á hann, rak upp ógur- legt hljóð og hljóp burt. Og lengi eftir það, er hann var orðinn albata, fældist barnið hann; hljóp burt, ef það sá hann, og fór að hljóða, ef hann ætlaði að koma nærri því. Það var fyrst eftir marga mán- uði, og það ekki nema einhver væri við, að barnið var fáanlegt til að ganga til hans og rétta honum hönd- ina. Og þó gat það ekki annað en horft grunsamlega á fótinn, og stam- að við mömmu sína: »svörtu skóna«, til þess að hnýta það með afteknum orðum, að nú væri alt komið aftur í röð og reglu. Þau áhrif haturs og athlægis, sem hvert nýtt fatasnið eða skegglag llefir á sveitamenn, hafa vafalaust stuðlað að því, að alt til þessa dags hefir víða í sveitum haldist sá siður að varðveita alt af hverja flík með sínu sniði, eina eða svo af hverri tegund; svo að nú má vita nákvæmlega fyrir bragðið afsögulegum rannnsóknum all- an klæðabúnað alt fram til miðalda og margoft lengra. ímugusturinn á öllu nýju veldur þvi enn fremur, að sumir þjóðflokkar halda þrálátlega fast í þjóðháttu sína alla og klæðaburð öldum saman og aldatugum. Og það gáfaðar og ment- aðar þjóðir meira að segja. Ekki þarf annað en að minna á umskurnina, þjóðarvenju, sem haldist hefir með Gyðingum fram á þennan dag og engin leið er að útrýma, — svo ó- samboðin heimkynni sem sú venja á sér annarstaðar en í mannætulandi. Eg hefi margoft bent á, að mönn- unum, íheldnum og vanaföstum að eðlisfari, hefði ekki orðið nokkur leið til framfara, ef ekki hefðu komið að- vííandi einhver nýbreytnis-atvik, og hrundið þeim inn á þá nauðsynja- braut, að sigrast á hræðilegri þrjózku sinni við nýjungunum. Það hefir orðið að mestu leyti á þann hátt, að nýr sársauki hefir orðið að enn sterkari mótþróa gegn þessari þrjózku. Enn fremur hafa stuðlað að því ýmsir sérkynjaðir menn, framganga stórmikilla hugvitsmeistara eða sérlega harðötulla umbrotamanna. Framganga, sem hefir unnið svo mikið á, af því að hún hefir verið fólgin í svo óvenju- lega sterkri ást til mannanna, eða þá í afburðamiklu hugvitsstarfi, sem ruðst hefir fram eins og fossá i leysingum, svo að alt varð undan að láta ruðn- ingsmanninum, sem nærri kom, án þess hann hirti hót um nokkra hættu, sem hann skóp sér, eða hræddist hefndir þjóðarinnar. í biflíunni eru viða nmmæli, sem eru lifandi eftirmynd þessarrar íhalds- sömu þrjózku, sem eg hefi minst hér á. í hinni gömlu Manu-lögbók seg- ir á einum stað: »Himr æfa-gömlu hættir og venjur eru það, sem lög- skráin hefir að geyma,' eins og hún er lögtekin með opinberun og af- hending; því verða allir þeir, sem vilja varðveita heilbrigði sálar sinnar, að hlýðnast staðjastlega hinum æja- gömlu háttum og venjum«. A slíkum lögum voru reist öll harð- neskja og agi fornmanna. L ý k u r- g u s bannaði með lögum ferðalög til annarra landa. Og P 1 a t o n lagði til, að bannað yrði að lögum hverjum borgara að fara af landi burt til þess að nema rómversk lög. Með sumum svertingjá-þjóðum er hver útlendingur talinn svo sem sjálf- sagður fjandtnaður. Og svona var það líka með feðrum vorum. Nú hefir það alstaðar verið æðsta hlutverk trúarbragðanna að halda við háttum og venjum. Og hve nær sem rofin hafa verið boðorðin um þessa hætti og venjur, þá hefir slíkt verið talið siðferðisspjöll og móðgun við drottin. Og þar kemur að lokum, að allir trúarbragða-verðir, prestarnir, eru taldir heilagir. Þeir eru syndlausir, og verður aldrei refsað. En glæpur, ef nokkur leyfir sér að anda á móti þeim. Og sami glæpurinn, ef einhver breytti öðruvísi en skipað var fyrir í lögun- um, sem prestarnir settu, hvað fjar- stæð og fráleit sem honum kunni að þykja þau. Hér er eitt dæmi, sem S a n d e r segir frá: Kona Astralíumanns veikist eg deyr. En ekkjumaðurinn kvaðst vera skyld- ur til að drepa einhverja konu af öðr- um kynþætti. Þá var honum hótað dýflissuvist. Upp frá því var hann varla mönnum sinnandi fyrir samvizku- biti út af því, að hann svikist um að gera skyldu sína. Þangað til hann af- réð loks að flýja. Og þá fyrst varð honum rótt innanbrjósts, þegar hann var kominn heim aftur, og hafði rækt sína helgustu skyldu. Svona stendur að miklu leyti á upphafi heiðinna trúarbragða. Ný- breytnishatrið er ein aðal-orsökin. En það er ekki af alt of m i k 1 u ímynd- unarafli, heldur þvert á móti af mikl- um s k o r t i á tmyndunarafli. Þetta er ekki því til tálma, að við Romanes getum báðir komist að sömu niður- stöðu um upphaf trúarbragðanna, þó að við förum hvor sína leið. Það væri ekki úrhættis að leggja fyrir menn eina spurningu. Hvort hefir gert mannkyninu meira tjón: of mikið ímyndunarafl nokkurra skálda og nýbreytnis-manna, eða skort- urinn á þessum hæfileika, sem kemur fram í gerfi nýbreytnishatursins? Saga vísinda og bókmenta annars vegar og fornra trúarbragða hins veg- ar rekur alveg upp þann úrlausnar- vef — fyrir hverjum þeim, sem hefir komist upp á það lag, að /já með eigin augum! Veörátta vikuna frá 23. ág. til 29. ág, 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 8.0 9.0 9.5 7.1 4.7 9.5 M 10.2 6.b 7.0 4.7 5.0 6.4 Þ 8.6 4.4 6.7 5.0 6.4 9.0 M 9.5 6.5 8.0 4.0 8.5 10.0 F 8.4 6.4 7.1 5.2 7.0 10.0 F 7.1 4.0 3.5 -r-0.5 6.5 9.0 L 4.2 2.6 2.5 -r0.2 5.2 8.0 Einn vinningurinn! Eftir fyrirmælum dönsku sijórnar- innar hefir borið við, að út hafi verið gefið bann gegn útjlutn- ingi vopna héðan frá íslandi (I) til til þeirra landa, er þá hafa átt í ófriði, og lagðar við þungar sektir, ef út af væri brugðið. Þetta nota frumvarpsmenn nú með- al annars til þess að reyna að sýna og sanna, að vér séum með öllu innlim- aðir Dönum og eigum engan sérstak- an rétt; vér séum í raun réttri hern- aðarþjóð og höfum verið það um langan aldur, þótt vér viljurn ekki við það kannast! Danir geti því með fullurn rétti látið oss gjalda hlutfallslega til hermála sinna, ef þeirn sýnist svo! En af móðurlegri umhyggju, náð ogvork- unsemi láti þeir oss lausa við allan slíkan kostnað ! Það virðist vera óþarft að eyða orð- um um aðra eins endemis-fjarstæðu og þessa. En svo barnalegt sem áminst vopna- flutningsbann er í sjálfu sér, þá er það þó ótvíræð bending um það, að vér hljótum að verða dregnir inn í hernað með Dönum, ef vér höfum sameiginleg hertnál með þeim. Þykist þeir nú þurfa að gera og geta gert hermálaráðstafanir hér á landi, þá munu þeir ekki síður gera það þegar svo hefir verið búið um, að öllum heimi væri kunnugt um að vér værum í hermálasambandi við þá, samkvæmt »ríkjasambands«-lögum. Þeir væru þá blátt áfram neyddir til að gera samskonar hermálaráðstaf- anir hér, senr heima fyrir í Danmörku. Það yrði einn vinningurinn oss til handa við það að gera Uppkastið að lögum! Leiðinlegt þetta með Uppkastsmenn: Þeir meiða sig til stórskemda við það að falla á brögðum sjálfra sín. Ingvar í Dal. Fredrik Wltthno framkvæmdarstjóri Wathnesfélagsins hér á landi, (bróðir Otto •sál. Wathnes), búsettur á Seyðisfirði, hefir verið hér staddur nó um tíma með frú sinni (Elísahet). Þau komu á Friðþjófi að austan uin síðustu helgi, og fara aftur á Hólum. Á Friðþjófi komu enn fremur Halldór Jónasson kennari og Tryggvi Gnðmundsson kanpmaður á Seyðisfirði. Hádogrismossii á morgun í dómkirk- junni: dómkirkjupresturinn. Siðdegismessa kl. 5.: cand. theol. Bjarni Jónsson. Tólgarskjöldiu-iiiii. Jónas Guðlaugs- son hefir skrifað í Rvk nýlega og segir þjóðin sé stödd á krossgötum eins og Fúsi forðum — nú sé verið að bjóða henni tólgarskjöld, en hún verði að álfi ef hún taki við honum! Þar fór hann með það! Sólon, löggjafi Grikkja, (uppi um 6oo f. Kr.), einhver mesti og bezti spekingur með þeirri þjóð í fornöld, hafði það eitt í lögum sínum, að all- ar skuldir alþýðunnar skyldu færðar niður, svo að hún gæti tekið þrifum og þroska og orðið miklu óháðari ríkisvaldinu. Og svo heldur snæfelska yfirvaldið fyrv. í blaðnefnunni Rvk, að það sé eng- inn munur á sér og honum í þessu efni ! Hann heíði ekki látið telja sér hughvarf þarna fremur en Lárus! Hann mundi hafa viljað láta alþýðuna losna við verzlunarskuldir með pvi að semja í staðinn æfinlegan þræl- dóm á hendur sér og sínum niðjum, en gerast skuldunautur stjórnarinnar, ef til vill æfilangtl Hann mundi vera eitthvað líkt innrættur og Lárus! Þar fór hann alveg með það I

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.