Ísafold - 19.09.1908, Síða 1

Ísafold - 19.09.1908, Síða 1
Keinur út ýmist einu sinni eöa tvisvar í vikn. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 6 kr. eða l‘/« dollar; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við AramAt, er ðgild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus við blaöib. Afgreiðsla: Austurstrœti & XXXV. árg. Reybjavik laugardaginn 19. sept. 1908. 58. tðlublafl I. O. O. F. 898219, Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 í spit-al Porngripa8afn opió á. mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 */» og 5 */a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 sibd. Alm, fundir fsd. og sd. 8 */• siód. Landakotskirkja. Gubsþj.ö1/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/!—12 og 4—5. Landsbankinn I0llt—21/*. P-r.ka8tjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—H og i -8." Landsskjftlasafnið A þ»aM fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12, Náttúrugripasiiin á sd. 2—3. Tannlækning ók. i Tósthússtr. 14. l.ogS.md. 11- FaxaflöabátQrinn Ingolfnr fer til Borgarness sept. 17., 23., 29. Akra sept. 15. Keflavíkur sept. 20., 26. Garðs sept. 2 6. Viðskiftabækur (kontrabækur) nægar birgðir nýkomnar í bókverzlun Isafoldarprentsmiðju. Verð: 8, io, 12, 1S > 20. 25 og 35 aurar. Sálmabókin (vasaútgáfan) fæst nú i bókverzlun ísafoldarprentsm. með þessu verði: i,8o, 2,2j og gylt i sniðum, i hulstri, 350 og 4 kr. Alþingiskosniiigar. 11. Um þessar heíir frézt áreiðanlega frá því síðast. Snæfellsnessýsla: Sigurður Gunnarsson prófastur með 276 atkv. Lárus H. Bjarnason 192. Dalasýsla: Bjarni Jónsson frá Vogi kosinn með 188 atkv.; Jón Jenss >n yfirdómari fekk 52. Vestur-ísafjarðarsýsla: Sira Krist- inn Daníelsson með 157 atkv., Jóhannes Ólafsson 94. Strandasýsla: Ari Jónsson rit- stjóri 99; Guðjón Guðlaugsson 87. Skagafj.sýsla: Ólafur Briem 387 og Jósef Björnsson 222; Stefán Stefánsson kennari 181. S.-Þingeyjarsýsla: Pétur Jóns- son (Gautlöndum) 276; Sigurður Jónsson á Arnarvatni 116. Norð ur-Þin geyj arsýsla: Ben edikt Sveinsson ritstjóri 107; Björn Sig- urðsson í Grjótnesi 38. Norður-Múlasýsla: Jón Jóns- son á Hvanná 181 og Jóhannes Jóhanuesson sýslumaður 179; Guttormur Vigfússon 168 og Einar Eiriksson 166. Suður Múlasýsla: Jón Jónsson frá Múla 269 og Jón Ólafsson 263; Jón Bergson 211 og Sveinn Ólafsson 177. Austur-Skaftafellssýsla: Porleif- ur Jónsson hreppstjóri í Hólum 82; Guðlaugur Guðmundsson sýslu- maður 41 Vestur-Skaftafellssýsla: Gunnar Ólafsson kaupm. i Vík 90; Jón Einarsson í Hemru 60 Rangárvallasýsla: síra Eggert Pálsson 234 og Einar Jóns- son á Geldingalæk 230; Sigurður Guðmundsson á Selalæk2ii og Þórð- ur Guðmundsson í Hala 183. Árnessýsla: Hannes I»or- steinsson ritstjóri 355 0g Sig- urður Sigurðsson ráðunautur 341; Bogi Th. Melsteð cand. mag. 182 og síra Ólafur Sæmundsson í Hraungerði 174. Nú er aðeins ófrétt um 2 kjör- dæmi, með samtals 3 þingmönnum: Barðastrandar, þar sem telja átti saman atkvæði í fyrra dag, og Eyjafjarðar; þar átti að telja í dag. Sambandið milli Danmerkur og íslands. Eftir prófessor N. Gjelsvik. I. Dansk-islenzka stórmálið verður ekki skilið til hlitar, nema vér bregðum oss fyrst aftur að árinu 1262, þegar ís- lendingar gera sáttargerðirnar við Nor- egskonung (hið norska ríki). Með þessum samningi varð ísland ekki partur úr hinni norsku rikis- heild. ísland var eftir sem áður sérstakt ríki, alveg eins og norska ríkið. En milli þessara tveggja ríkja var nú gerð- ur sambands-sáttmáli með þeim hætti, að Noregskonungur skyldi ávalt verða þjóðhöfðingi yfir íslandi. Það, sem sýnir sérstaklega glögt að ísland verður riki eftir sem áður, er það ákvæði í samningnum, að ís- lendingar skuli ekki skyldir til að halda sáttmálann (þ. e. hafa Noregs- konuttg að þjóðhöfðingja) lengur en konungur eða hans arfar héldi sáttar- gerðirnar að sínu leyti. En úr því átti að verða skorið »at beztu manna yfirsýn«; það samsvarar hér um bil á vorum dögum gerðardóms-fyrirmæl- um í rikjasamningum. Um það, hver skyldi verða konung- ur Norðmanna, voru þeir sjálfir al- veg einráðir. En að því má ganga svo sem sjálfsögðu, að konungur ætti að vera heimilsfastur í Noregi, en ekki setjast að i öðru riki. En vér skulum láta þetta eiga sig; hitt er víst, að árið 1814, þegar Frið- rik VI. hafði lagt niður völd í Nor- egi, þá átti hann ekki nokkurt tii- kall til ríkis á íslandi. Hann gat skírskotað til sáttmálans frá 1262 að eins svo sem norskur konungur, en ekki d a n s k u r. Árið 1814 hefðu þvi íslendingar haft fulla heimild til að segja alger- lega sundur með sér og Danakon- ungi. Og sannarlega hljótum vér að vera á máli íslendinga um það, að samn- ingurinn við Noreg 1262 sé hinn eini réttargrundvöllur, sem þeir hafa alt af staðið á. Þeir hafa engan annan við- urkent. Danmörk getur ekki að sinu leyti breytt þessum réttargrundvelli með þvi, að samþykkja dönsk lög. Sam- þykki íslendinga þarf til. Svo að nú, þegar verið er að reyna að koma sér niður á sambands-skipulagi milli Dan- merkur og íslands, þurfa íslendingar ekki að koma fram eins og neinir beiningamenn, sem fá að hirða mola þá, er falla af borðum drotnanna. Nei, þeir virðast óneitanlega standa á þeim réttargrundvelli, að þeir geta sagt sig úr sambandi við Danmörk og Danakonung, svo framarlega sem þeir ná ekki við þá því samkomulagi, er þeim þykir sjálfum bezt og hagfeld- ast. Af þessu má sjá, að íslendinga rek- ur engin minsta nauður til að gleypa við hverjutn samningi við Dani, hvað tví- ræður ög magur sem hann er. II. Nú, þegar á að fara að koma á föstu stjórnskipulagi milli Danmerkur og Islands, virðist það ekki vera sér- lega ósanngjarnt, þó að íslendingar vilji gera samninginn við Noreg frá 1262 að samningsgrundvelli, og æski eftir sams konar samningi við Dan- mörku, vitanlega breyttum að nútíð- arkröfum og ástandi. Samningurinn frá 1262 er eins kon- ar óðalsbréf, sem sýnir, að ísland hef- ir alt af verið sérstakt riki, og eng- inn getur láð það íslendingum, þó að þeir vilji ekki glata slíkum grip. Fyrsta þörfin, sem er sjálfsagt að fullnægja í sambandsskrá Danmerkur og íslands, er sú, að alt sem þar á að vera, sé sagt með skýrum og tví- mælalausum orðum, að mæltu máli sé ekki misbeitt á nokkurn veg. Fyrst og fremst verður það að vaka skýrt fyrir mönnum, hvers konar sambands- skrá þeir ætla að semja. Eiga það að vera lög, fyrirskipuð af »det samlede danske Rige«, eða á það að vera samningur milli sjálfstæðra rfkja, Danmerkur og íslands? Hér er að eins eins að gæta: Skýrar hugs- anir og skýr orði En eigi sambands- skráin að vera samningur, þáá hún líka að heita samningur, en ekki lög. Eins og nú er öllu háttað, er eng- inn efi á því, að Dönum er það ekki siður en íslendingum fyrir beztu, að stofna til sambands-viðskiftanna á grundvelli s a m n i n g s, en ekki laga. Þar með er það ákveðið afdráttarlaust, að Danmörk og ísland eigi að vera í þjóðaréttar-sambandi hvort við annað, en ekki ríkisréttar, og að viðskiftamál þeirra skuli vera dæmd eftir meginreglum þjóðaréttarins. Þar með er það enn fremur ákveðið tví- mælalaust, að bæði rikin eru sjálf- stæð, og það hvernig sem samning- urinn er að öðru leyti. Ef vér athugum nú uppkast til sambands-skipulags Danmerkur og ís- lands, það er sambandsnefndin dansk- íslenzka hefir nýlega lagt fram, þá sjáum vér fyrst, að ísland á að vera »frjálst, sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið, í sambandi við Danmörk um einn ogsama konung«; en svo er klykt út með því, að ís- landi og Danmörku skuli steypt sam- an í hina dönsku ríkisheild, — »det samlede danske Rige«. En það er að níðast á sjálfstæðis- hugmyndinni, það er að misbeita orð- inu sjáljstceður, að kalla ísland sjálf- stætt land í sömu andránni og það er ákveðið, að það skuli vera partur úr»hinni dönsku ríkisheild«. Það er satt, að þeir Þjóðverjar eru til, sem fullyrða að Prússland sé sjálf- stætt ríki, þó að það sé partur úr ríkisheildinni þýzku. Orsakir þessar- ar fullyrðingar eru fólgnar i því á- standi, að Prússland á sér svo mörg atkvæði í sambandsstjórninni, að þýzka rikið getur þar engu verulegu áorkað nema með vilja og samþykki Prússa. En ef vér athugum frumvarp sam- bandsnefndarinnar, þá sjáum vér, að það er ekki tilætlunin, »að danska ríkisheildin« geti ekki gert neitt án íslands samþykkis. Þó að vér hugsum oss orðið »sjálfstæður« i svo víðtækri merkingu, að það nái út yfir samband Prússlands við Þýzka- land, þá getur ísland samt ekki orðið sjálfstættland eftir uppkasti nefnd- arinnar. Og þvi i ósköpunum á þá að vera að burðast með þessi orðatil- tæki, sem ekki er ætlast til að merki neitt, þegar öllu er á botninn hvolft? Eða gera menn sér í hugarlund, að ísland eigi e k k i að vera partur úr »ríkisheildinni dönsku* ? Ja, þvíerþá verið að segja það? Frá sniðréttu sjónarmiði fer það ekki heldur vel, er segir í Uppkastinu, að *Island sé frjálst, sjálfstættland, er eigi verði af hendi látið«, þar sem ekki er minst á Danmörk einu orði. Það er ekki til neins að vitna til þess, að 1. gr. i ríkissáttmálanum milli Sví- þjóðar og Noregs hafi ákveðið það greinilega um N o r e g einan, að það skyldi vera »frjálst, sjálfstætt, ó- deilanlegt ríki, er eigi verður afhendi látið«, þó að þar væri ekkert sams konar ákvæði um Svíþjóð. Þessi ó- löguleiki var af þeim sögulegu rótum runninn, að 1. gr. rikissáttmálans var eftirsnið af 1. gr. grundvallarlaganna norsku — á sama hátt og nokkrar aðrar greinir sáttmálans. í norsku grundvallarlögunum átti það einstak- lega vel við, að segja um Noreg ein- an, að hann vær frjálst, sjálfstætt og ódeilanlegt ríki, sem ekki yrði látið af hendi. Menn hugsuðu sér 18I4, að semja ekki neina sérstaklega sambands- skrá, heldur hitt, að Svíþjóð breytti sínum grundvallarlögum á samsvar- andi hátt. Hefðu menn hugsað sér frá upphafi, að milli Noregs og Sví- þjóðar yrði gerð sérstakleg sambands- skrá, þar sem til væri tekin öll sam- bandsskilyrði, þá er engin hætta á þvl, að ekki hefði verið ákveðið um bæði ríkin, að þau skyldi vera frjáls og sjálfstæð. Samkvæmt þessu virðist sjálfsagt að hafa 1. gr. samningsins á þessa leið t. d.: »Danmörk og ísíend eru frjáls og sjálfstæð ríki, í sambandi um einn og sama konung*. Þ a ð væri skýrt og ótvfrætt orða- lag, sem enginn maður gæti misskilið. Það mætti ef til vill koma með þá mótbáru, að væri þessum réttar-jafn- aði komið á, þá mundu rísa út af þvi örðugleikar á að fyrirskipa reglur um nýja konungskosning, þegar konungs- ættin er aldauða, sem nú er. Ann- ars vegar kann það að virðast ósann- gjarnt, að ísland taki jafnan þátt og Danmörk í slíku kjöri, þar sem ís- lendingar eru ekki full 4°/0 af fólks- fjölda Danmerkur. Og hins vegar ætti það að liggja í augum uppi, að afréttar-jafnaðinum leiddijöfn hlutdeild beggja landa í kjöri sameiginlegrar konungsættar. Hagsýnir stjórnmálamenn mundu ekki setja þessi tormerki fyrir sig. Þeir mundu segja sem svo: Eftir öllum hugsanlegum líkum mun Danmörku ekki skorta arf- gengan prins svona næstu aldirnar. Og fyrir lengri tíma þarf ekki að sjá, þegar samband er fest milli tveggja landa, jafn-vel aðgreindra sem þau eru, Danmörk og ísland. Samband- ið milli Austurríkis og Ungverjalands er jafnvel ekki um aldur og æfi, held- ur stendur að eins meðan arfgengur maður af hinni sameiginlegu þjóð- höfðingjaætt er á lifi. Það ætti því að vera með öllu meinfangalaust hvorum sem væri, þó að 2. gr. samningsins væri til dæmis svona: »Sambandið skal standa meðan nokk- ur prins af Glíicksborgarætt er á lifi, sá er arfgengur er til konungdóms í Danmörku að núgildum lögumc. í 3. gr. mætti mæla fyrirum, hver mál skyldi vera sameiginleg önnur en konungur, t. d. utanríkisstjórn. Til þess að samningarnir strandi ekki þarna á ósamlyndi og til að komast hjá öllum hugsanlegum kvíðboga beggja aðila um það, að hafa fjötrað illa komandi kynslóðir, mætti fyrir- skipa svo í 4. og siðustu gr.: »3. gr. í þessum samningi skal gilda fyrir bæði ríkin 25 ár frá samþykt hans. Eftir þann tima getur hvort rikið sem er, Danmörk fulltrúuð af ríkisþinginu, ísland af alþingi,* sagl upp 3. gr. með eins árs fresti. Ágreiningsmál, sem kynni að rísa upp milli ríkjanna út af því, hvernig samninginn beri að skýra og hagnýta, skulu lögð fyrir gerðardóminnt Haag«. Við þetta mætti svo bæta nokkrum auka-ákvæðum um gerðina. * Þegar tvö lönd eiga að lúta sama þjóð- höfðingja, er það auðskiljanlegt, að hann getnr ekki verið fulltrúi beggja landa i Siðaréttarviðskiftum þeirra hvors við ann- Aftur getur hann mjög vel verið full- trúi fyrir afstöðu hvors lands um sig við önnur riki. Slikur samningur, svo einfaldur sem hann yrði, mundi fullnægja óllum hagsmunum, sem Danmörk og ís- land kynni að hafa af því, að vera í sambandi um einn og sama konung. Dönum hefir fundist þeir vera for- vígisþjóð í gerðardómamálinu þjóða í milli, af því að þeir hafa gert við Holland gerðardómssáttmála og eigi undan skilið þau mál, er taka til rík- iseignarhelgi, sjálfstæði eða lífsvel- ferðaratriða. Það eru nú sem stend- ur ekki miklar horfur á, að Dön- um og Hollendingum muni svo mik- ið í milli bera, að þjóðernistilfinning- ar þeirra komist í uppnám annarra hvorra. Það mun þvi ekki á miklu standa, er til framkvæmda kemur, þótt ekkert mál hafi verið undanskilið í þeim gerðardómssáttmála. Meira gæti riðið á gerðardóms-fyrir- mælum um það, er Danmörku og íslandi fer í milli. Þar ætti því að komast inn grein um gerðardóm. (Þýtt úr Aftenposten */,). Italíuferð. 1. »Þekkirðu land —« Eg var unglingur þegar eg lærði þetta fræga kvæði, og heyrði það sungið. Síðan hefi eg alt af ætlað mér til Ítalíu. Aftur og aftur hefir spurningin komið: »þekkirðu það?« og alt af hefir hún skilið eftir draumljúfar von- ir, sem eg þóttist vita að mundu rætast. Og nú hafa þær ræzt. Eg hefi komið til Ítalíu. Að vísu snögga ferð, og þó ógleymanlega. Eg hefi verið þar með góðum vin og íslending, Sveinbirni Sveinbjörssyni yfirkennara í Árósum, og það marg- faldaði ánægjuna. Og nú er .dýrðin liðin hjá, eins og draumur. Og mér er ljúft að rifja hana upp í huganum, og enn meira yndi væri mér það, ef eg gæti gert þá, er þetta lesa hluttakandi, í þeim unaði, sem eg hefi notið. En það get eg nú ekki. Það bezta sem maður á í vitund sinni getur maður ekki gefið öðrum, það verður ekki af hendi látið frem- ur en ísland — eftir »uppkastinu«. Hvernig ætti eg með vanmáttugum orðum mínum að vekja hjá öðrum það yndi, sem eg hefi haft af sumum listaverkunum á leið minni? Orðin eru þar eins og skuggi, köld og líf- laus. Sjón er sögu ríkari. Samt verð eg að láta það eitthvað heita. ísafold hefir sett það svart á hvítt, að eg ætlaði að senda henni ferðapistla. Gjaldi hún þess nú sjálf. Þarna eru þeir. En fyrst eitt, því ekki vil eg draga góðfúsan lesara á tálar. Eg segi það undir eins: þeir sem alt af ferðast i 1. eða 2. rými á járnbrautum, geta ekki orðið okkur samferða. Við för- um í 3. Það er ódýrara, en það reynist okkur ánægjulegt og við iðr- umst þess ekki. Okkur hálfleiddisr einn dagpart, sem við ókum í 2. rými. í 3. rými sér maður fleira af »fólk- inu« og af ýmsum stéttum. Lífið er þar fjölbreyttara og maður kynnist undir eins samferðafólkinu. Fyrir þá sem ekki ferðast um nætur eru vagn- arnir þægilegir. Á Frakklandi og í Sviss eru sætin fóðruð, og þó svo sé ekki á Ítalíu, þá eru vagnarnir nýir og fara vel á teinunum. Og svo af stað! Komi þeir sem koma vilja! Klukkan var 7 morguninn 14. júlí, þegar við lögðum af stað frá París. Ferðaveðrið var ákjósanlegt. Rignt hafði um nóttina, svo að loftið var svalt, hreint og hressandi. Fyrstu tímana lá leiðin um land sem líkist nokkuð Danmörku, smá* hæðótt, skógkringdir akrar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.