Ísafold - 19.09.1908, Side 2

Ísafold - 19.09.1908, Side 2
230 . ISAFOLD Við og við sést Sygna eins og ljós dregill, engu breiðari en sumar ár á íslandi, en brátt tekur Yonne við. Hún fellur í Sygnu. Þegar dregur nær borginni Dijon fer að verða hæðóttara, hæðirnar skógi vaxnar, en kletturinn gægist íram. í Dijon er maður kominn á Són- sléttuna. Vestan að henni, suður að Lyon, liggja Gullhæðir (Cóte d’Or), Charolaisfjöll og Beaujolais-fjöll (hæstu hnúkar 1012 stikur), en að austan Júrafjöll. Vetrar eru þar allkaldir, en sumur heit, loftraki nægur og jarðvegur frjó- samur. Sléttan er slungin trjám og fögr- um skógum. Jarðyrkja stendur þar með miklum blóma, bæði matjurta- garðar og alls konar kornakrar. En aðal-auðsuppspretta þessa héraðs eru vínekrurnar. Þær eru bæði á slétt- unum og upp um hæðirnat. Hæð- irnar frá Dijon og alla leið suður að Lyon eru alþaktar vínekrum. Okkur virtust vínekrurnar tilsýndar svipaðar kartöfluökrum. Gæði vínsins fara einkum eftir því tvennu, hvernig jarð- vegurinn er og hvernig akurinn horf- ir við sól. Beztu vínin fást utan í hæð- unum, þar sem skjól er bezt fyrir norðanvindum. Úr þessu héraði eru hinu alkunnu Bourgogne-vín. Þau eru fræg svo viða, sem vín skín i skálum, enda hafa prinsar af Bour- gogne löngum kallað sig »drotna bezta vínsins i kristnum sið«, og margir bæir hafa hér vínvið í merki sínu. Hér er vín drukkið með hverri mál- tíð, og hætt er við að þeim héruðum þar sem guð lét svo fögur vínber vaxa, verði þungt um það kraftaverk- ið, að breyta öllu þessu víni í vatn, enda er það kunnugt, að í vínlönd- unum er víns sjaldan neitt í óhófi. Á leiðinni erum við að furða okk- ur á því, hve járnbrautarstöðvarnar eru fátæklega úr garði gerðar, lausar við alian íburð og skraut. Er auðséð, að reynt er að eyða til þeirra svo litlu sem unt er, enda er það skiljan- legt, því þessi braut, eins og flestar brautir á Frakklandi enn þá, er í höndum stórgróðafélags, sem auðvitað vill heldur stinga ágóðanum í vasa 'sinn. Ekki þótti okkur það síður ein* kennilegt, að á allri þessari leið suður að Lyon bar varla fyrir augað nokk- urt reisulegt höfðingjasetur. Húsin, sem bera fyrir, eru gráir steinkumb- aldar með dimmrauðum þökum. Gluggarnir afarlitlir, eins og þeir þyrðu ekki að líta í sólina eða væru hræddir við gluggaskatt. Hvergi neitt til skrauts. Samferðamaður sagði okkur, að þetta væru smábændabýli. Ekki var fjölment í vögnunum þennan dag, því alstaðar var verið að halda þjóðminningardag, en ekki sá- ust þess mikil merki, og á sumum járnbrautarstöðvum sást ekki einu sinni fáni á stöng. Samferðafólkið er af öllu tægi, og á öllum aldri, karlar og konur, og skiftir með hverri stöð: bændafólk og bæjarlýður, erfiðismenn, verzlunar- menn, hermenn og klerkar. Mér varð einna starsýnast á klerk, sem sat andspænis mér. Undir eins og hann kom inn í vagnin, tók hann brevíaríið sitt úr veskinu og fór að lesa. Auð- séð var, að oft hafði hann lesið 1 þeirri gyltu bók og ekki ætíð ver- ið hreinn um hendur. Varirnar bærðust ótt og titt, hann þuldi i hljóði og leit ekki upp. Slíkt er dagleg iðkun guðrækninnar með kaþólskum klerkum. Og þegar hann kom í áfangastaðinn, hefir hann eflaust lokið miklu dagsverki. í Lyon gátum við því miður ekki gefið gaum að öðru en matnum í veit- ingasal járnbrautarstöðvarinnar. Við- staðan var svo stutt. Sú borg er þriðja stærsta borg Frakklands (íb. 430,000) geysimikill iðnaðarbær og silkiborg frægust í víðri veröld síðan á mið- öldum. Silkiverzlun hennar nemur fullum miljarð franka á ári. Brautin niður Rón-dalinn liggur á eystri bakka Róns. Áin er á litinn lík jökulám á íslandi og all-straum- hörð víða. Á hæðunum beggja vegna eru aldingarðar og vínekrur, og hér og þar sjást smáþorp og miðaldakast- alar á hæðunum. Þegar suður eftir dregur koma vesturarmar Alpafjalla í ljós i austri, en að vestan Cevennafjöll. G. F. Frú Oda Nielsen. Vísnakvðld. Frú Oda Nielsen hefir hleypt oss Reykvíkingum í þakklætisskuldir við Danmörku síðustu kvöld. Eg á við, að samúð okkar nái lengra en til hennar sjálfrar. Oss er hún orðin svo kær, þessi fáu vísnakvöld, að vér getum ekki hugsað um hana öðruvísi heldur en með hugaryl til þeirrar þjóðar, þar sem hún hefir lengst af lifað og starfað. Hún hefir tekið bæinn svo sterkum og innilegum samhygðar-tökum þessi kvöld, að hún sleppir þeim ekki af oss þó að hún fari. Söngurinn verð- ur lengi að deyja út, — það hlýtur að verða kviðið fyrir því, að sækja næstu samkomur hér, eftir þessar. Það er meira en ánægjan ein að komu slíkra gesta, sem frú Oda Niel- sen er; oss er það stórmikil virðing. Hún er konungleg leikkona einhver sú hin bezta í Danmörku, einu helzta leikmentarlandi hér f álfu. Hún er jafnan þar i leik, sem bezt þarf að takast. Hefir getið sér meiri frægð fyrir að leika sum vandasöm- ustu hlutverk heldur en nokkur önnur leikkona, t. d. Rítu Ibsens í Lille E y j o 1 f. Hún hefir farið víða um lönd til að leika og syngja, hverja frægðarförina af annari, og hvarvetna verið tekið tveim höndum. Og nú er hún komin til íslands. Úr sumarlangri stjórnmálasvækjunni eiga nú bæjarbúar kost á, og hafa átt nokkur kvöld, að koma þar inn, sem þeir fá að teyga að sér hreina list og yndisleik í hverjum andardrætti. Enda hafa þeir notað sér það. Það er hús- fyllis-aðstreymi hvert kvöld að hlusta á frú Odu. Reykvíkingar teyga að sér sönginn eins og regnhreinsað fjalla- loft. Það er að eins sagt við þá menn, sem halda, að listin geti ekki blómg- ast hér sem annarstaðar. — Frú Oda syngur og leikur og segir fram, alt jafn vel. Eg á ekki við, að áhrifin verði alstaðar jafnmikil. Eg á við að listinni sé hvergi gert óviljandi mishátt undir höfði. Ristori, leikkonan ítalska, varð heims- fræg fyrir það, hvernig hún sagði »þú«. Frú Oda Nielsen veltir fram hlátur- öldum áheyrenda um allan salinn með því að hvísla »yzz«, og þó svo lágt, að varla heyrist. Það er í norskri vísu (eftir Per Winge). Hún hefir stórkostlega góð tök á snildinni. Engin ein háttbrigði í öll- um hennar leik, sem eru ekki æfin- lega rökfest af rómbrigðum og efni; hvað smá sem þau eru; aldrei óþörf; aldrei fleiri en þau, sem vantar til að auka skilninginn; — og það gerir list- elskan huga ósegjanlega þakklátan. Hún er á leiksviðinu eins og hún sé heima hjá sér, enda d hún orðið þar heima fyrir löngu; hún beygir sig niður að börnunum á instu bekkjun- um, segir í miðju æfintýri eftir H. C. Andersen, að þau hljóti að þekkja Thorvaldsen; beygir sig aftur niður, brosir við þeim og segir nei, nei, hún sé ekki búin, þegar þau fara að klappa í miðri vísu, veslingar, — en þau skilja ekki nema brosið, en s k i 1 j a brosið — og hætta. Frú Odu er orðið jafn-eðlilegt að leika af snild eins og læk að renna. Hvortveggja er jafn-látlaust. Henni tekst meistaralega vel að móta öll lát- brigði í sjálfs sín eðlis-einkunn. Þess vegna er leikurinn svo blátt áfram; hennimistekstaldreiað leika svo, aðhún sé að lifa það sjálf. Eg get t. d. ekki hugsað mér, að »Lillegut sejler«, barna- visan norska, v e r ð i betur flutt en hér er gert. Eða hvernig hún brosir í þeirri vísu — eins og angan leggi um leið um allan salinn! Eða þegar hún leikur vísuna um Pierrot, og dregur upp afbrýðisemina með því að segja nógu vel: »ham — den anden«I Eða þegar hún syngur veikast mjúk- ræmis-tónana í þjóðvisunni dönsku: »Jeg gik mig ud«: . . . i de dybe Dale . . . og tale — þar sem alt hennar fas, með öllu sínu listarafli, verður mjúkt og létt eins og úðinn af hrynjandi hljómbylgjum ! Nei, við skulum ekki fara að lýsa list hennar; því síður hamningunni þessi kvöld. Það verður hvort sem er ekki gert án þess, að hugsanirnar stirðni í orðunum. ' En vér munum lengi þessar kvöld- stundir, Reykvíkingar. Frú Oda Nielsen hefir léð svo mik- ið lifsafl og ást og yndisleik því, sem hún hefir flutt þessi kvöld, að það verður seint að gleymast. Og þangað til minnumst vér hennar með hjartfólgnu þakklæti fyrir komuna. G. J. Kamban. Afstaða dr. Yaltýs í sambandsmálinn. Með þvl margrætt hefir oröið um hana og fáir áttað sig á myndbreyting- um þeim, er virðast hafa á þeim manni orðið frá því í vor, að hann var hér á ferð, hefir ísafold fengið símaða austan að stefnuskrá þá í sambandsmálinu, er hann heldur nú að kjósendum sínum eða lýsti yfir um leið og hann bauð sig fram. Til kjóserída í Seyðisfjarðarkaupstað. Með því að tiú er orðið svo álið- ið sumars, að mér, bæði sökum em- bættisstöðu minnar og óhentugra skipaferða, er fyrirmunað að koma til íslands og eiga sjálfur tal við hátt- virta kjósendur i Seyðisfjarðarkaup- stað, leyfi eg mér hér með að senda yður svolátandi yfirlýsingu um af- stöðu mína í sambandsmálinu: Eg vil byggja á þeim grundvelli, sem sambandslaganefndin hefir lagt með frumvarpi sinu, en gera þær breytingar á uppkasti hennar, er geri skýrt og ótvírcett alt sem nefndin sjálf álítur og ætlast til að í því felist. Meðal annars vil eg að tekið sé fram í sjáljum sambandslögunum með beinum orðum, að ísland sé jullveðja ríki, jafnrétthátt Danmörku. Ennfremur vil eg að inn i lögin sé tekið ákvæði um, að Danir megi ekki gera hervirki hér á landi án samþykkis íslands, og að Islendingar taki nú pegar nokkurn þátt í með- ferð hinna sameiginlegu mála, á líkan hátt og þjóðfundurinn 1851 fór fram á að gert yrði með »erindreka« þeim við hlið konungs, sem hann stakk upp á. Þetta mætti máske gera með stjórnarskrárákvæði einu sarnan, eftir samkomulagi við Dani. En eg álít að slík hluttaka i meðferð hinna sameigin- legu mála geti bæði haft allmikla praktiska þýðingu, einkum í utanríkis- málum, og sé líka nauðsynleg til að sýna í verkinu fullveldi íslands yfir öllum sínum málum. Ákvæði um gjörðardóminn vil eg líka taka til athugunar og reyna að finna þar hagkvæmari úrlausn. Aðrar breytingar finn eg ekki ástæðu til að minnast á sérstaklega, en læt þess að eins getið, að mér finst hverjar þær breytingar geta komið til álita, sem ekki raska svo grundvelli frumvarpsins, að fyrirsjáan- legt sé, að þær verði frumvarpinu sjálfu að beinu falli. Á ákvæði um að ísland sé viður- kent jullveðja ríki legg eg mesta áherzlu. Og láti stjórn og þing Dana slíkt ákvæði verða frumvarpinu að falli. þvert ofan í ummæli sín í nefndarálitinu, pá á pað að jalla. Kaupmannahöfn 8. ágúst 1908. Virðingarfylst Valtýr Guðmundsson. Samfagnaöarkveöja frá Vestur-íslendingum. — Svofelt símskeyti fekk ísafold í gær: Vancouver-Islendingar samjagna. Þeir hafa verið þá nýbúnir að fá símskeyti héðan um sigur Sjálfstæðis- manna, að þeir væru orðnir í meiri hluta á þingi. Ráðgjafinn utan. Hann kvað hafa verið nú boðaður á konungs fund. Hann ætlar á stað upp úr helginni. Danskar hervaruir. Óefnilegt ástand. Þær hafa borist á góma hér í sum- ar í þrasinu um sambandsmálið. Og verið litið af þeim látið. Það hefir verið lengi orð á þvi gert, hve það mál, landvarnarmál Dana, væri í mikilli óreiðu. Þjóðin illa sátt sin í milli um, hvað gera skyldi, og lítið um ráðdeild eða fyrir- hyggju í þeirra manna garði, er þeim málum eiga að veita forstöðu þar í landi. Fyrir meira en 6 árum skipaði vinstrimannaráðuneytið, er þá var ný- sezt á rökstóla, fjölmenna nefnd danskra þingmanna, er leggja skyldi á ráð um fullnaðarskipun danskra hermála og landvarna, 19 manna nefnd með 4 sérfróðum ráðunautum; það voru yfirmenn í hernum. Hún sat á rökstólum á þrettánda missiri! Lauk sér af í sumar, fyrir nokkurum vikum, og var þá mörgum farið að leiðast. Nefndarálitið það fær nú lítið betri byr með Dönum en sambandsnefnd- arálitið fræga hér. Sá er þó munurinn, að sambandsnefndin varð nær öll sátt og sammála um sínar tillögur og það á örskömmum tíma, enda vinnu- brögðin eftir því. En hin klofnaði í fernt eða meira. Það er til þess tekið af miklum skýrleiksmanni og vel að sér, er um það mál hefir ritað nýverið, P. Munch (í Det ny Aarhundrede), hve kastað sé höndum til nefndarálitsins, svo mikið sem það er fyrirferðar, 2 bindi geysistór. Það sé furðulitið á því að græða og flestar skýrslur þar úreltar. Hægrimenn í nefndinni vilja hafa Khöfn víggirta bæði landmegin og sjávar. Þeir vilja og bæta við nýjum varnarvirkjum, auka landher og skipa- lið, færa upp hernaðarkostnað um 5 —6 miljónir á ári, og lfcggja í kostn- að nú þegar aukreitis 39 milj. kr. Stjórnarliðið (umbótamenn og miðl- unarmenn) vilja hætta við víggirðing Khafnar landmegin, en efla yarnar- virkin sjávarmegin og gera nýja kast- ala, efla landher og skipalið, hleypa upp hernaðarútgjöldum um 1,800,000 kr. á ári, snara út nú þegar aukreitis 31 J/a milj. — alt eftir sjálfra þeirra áætlun, er vera mun langt um of lág. Þessar ráðagerðir hvorutveggja hafa í för með sér miklar álögur, en eiga það sammerkt um leið, að í þeim er engin sönn og veruleg vörn. Þær stofna oss þar á ofan í þá hættu, segir höf. ennfremur, og hana mjög megna, að flækjast inn i ófriðarviður- eign annarra þjóða. Og svo er þetta ráðgerða fyrirkomu- lag hvert um sig glæsilegt í annrara augum, að fulltrúar landhersins for- dæma annað, en fulltrúar skipaliðsins hitt! Þá eru jafnaðarmenn á þriðja leit- inu með þá skoðun, að ekki sé nokk- urt vit í að ætla sér að verjast stór- veldi, enda sé stórveldi í hernaði eng- inn slægur í Danmörku, ef hún hefir engan vopnaburð. Með því móti sneiði hún langhelzt hjá að koma nærri nokkurum ófriði. Þeir vilja láta taka ofan Khafnar víggirðinguna, og hafa engan landher né herskipastól. Þeir vilja láta koma á legg i þess stað landamerkjavarðliði og hafa nokkur eftirlitsskip á sjó. Loks halda djarffærnustu vinstrimenn því fram, að langréttast sé að taka af viggirðinguna um Khöfn og halda fáliðaðan landher og lítinn skipastól, með litlum tilkostnaði, til þess eins fall- inn, að rækja hlutleysisskyldu landsins. Þessari stefnu fylgdu vinstrimenn allir, segir höf., þangað til 1905, er J. C. Christensen, yfirráðgjafinn, brást því, sem hann hafði barist fyrir áður. Og það telur hann eina ráðið til að aftra því, að Danir hleypi sér ut í einhverja herbúnaðarglæfra, er baki þeim styrjaldar-ófarnað. Qufuskipln. Ank áðnr nefndra far- þega á Sterling hingað 13. þ. m. voru: sira Bjarni Hjaltested ásamt frú hans og börnatn, Sigfús Einarsson söngskáld og hans frú, frú Fl. Zimsen, frú Kjærboe, frk. Joh. Hartmann, 0. fl. Atkvæðagreiðslan um aðflutningsbann. Um hana hafa nú borist fregnir úr þessum kjördæmum, og atkvæðin orð- ið sem hér segir með og móti: Með Móti Reykjavik 725 216 Borgarfjarðarsýsla .... 162 95 Mýrasýsla 132 60 Dalasýsla 128 106 ísafjörður 186 46 StrandaBýsla 102 83 Húnavatnssýsla 263 136 Skagafjarðarsýsla .... 249 145 Akureyri 175 88 Snður-Þingeyjarsýsla . . 198 179 Norður-Þingeyjarsýsla . 79 82 Seyðisfjörður 48 62 Norðurmúlasýsla .... 255 138 Suðurmúlasýsla 201 247 ÁrnesBýsla 243 257 Vestmanneyjar 81 47 Giullbr. og Kjósarsýsla . . 394 174 Samtals 3581 2161 Skýrslu vantar úr 6 kjördæmum. En í hinu 7. hefir engin atkvæða- greiðsla fram farið (N. -ísafjs.) , með því að þar þurfti ekki þingmann að kjósa. -----S*S>3--- Síðdegisguðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. 5 (B. H.). Veðrátta vikuna frá 13.—19. sept. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. S 8.2 7.0 8.5 4.8 5.3 8.8 M 9.2 10.2 10.0 8.0 12.5 10.2 Þ 7.1 9.3 6.0 5.0 10.9 8.9 M 5.0 1.9 5.0 4.1 8.1 8.0 F 9.1 9.3 7.0 8.4 8.3 10.0 F 5.6 3.5 4.5 4.5 10.9 10.5 L 6.6 0.0 10 3.8 6.2 10.1 Flokkaskiftingin á þingi. Af hinum nýkosnu þing- mönnum, sem fullfrélt er um, eru 9 frumvarpsmenn, en 24 frumvarpsand- stæðingar. Saman fer sú flokkaskift- ing að mestu við stjórnfylgi og stjórn- arandstöðu. Þó má geta þess, að enn fyllir Jóhannes sýslumaður flokk stjórnarandstæðinga, það er frekast er kunnugt, og verða þeir þá 25, en stjórnarliðar 8. Dáinn er merkispresta-öldungurinn síra Daniel Halldórsson f. prófastur, síðast prestur á Hólmum í Reyðarfirði — lézt hjá syni sínum síra Kristni á Útskálum. Ráðuneytið danska er símað hingað frá Khöfn í gær að verði látið þjóna embættum til þingbyrjunar, en henni flýtt og á að verða 28. sept. Frú Oda. Vér viljum beina athygli lesenda að auglýsing hennar hér í blaðinu í dag. Hún á ekki eftir að skemta oss nema tvö kvöld enn, sunnudags kveld og mánudags. Lesið auglýsinguna. Eyjafjarðarkosningin. Hún fréttist eftir að skráin á x. bls. var prentuð. Hannes Haf- stein 341, Stef. Stefánsson 307. Kristján Benjamínsson 106. Átján atkv. ógild. Um 600 á kjörskrá. Fæði; fæst á Hverflsg. 19. Húfur enskar enn komnar aftur, að vanda laglegastar og ódýrastar hjá ________Guðm. Olsen. Sölubúð hentug fyrir skrifstofur, sýnishorna- birgðir o. s. frv. er til leigu frá 1. okt. í norðurenda á húsi P. Brynjólfsson- ar hirðmyndara, niðri. Semja ber við Kristin Jónsson Frakkastíg 12. ♦ MARTIN JENSEN ▼ J KJÖBENHAVN • ^ garanteredeægteVineogFrugtsafter y i anbefales. i Nýslegið hey, bygg, hafrar, ertur og flækja selst í Gróðrarstöðinni á mánudaginn 21. þ. m. kl. 5 síðdegis.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.