Ísafold - 10.10.1908, Page 1

Ísafold - 10.10.1908, Page 1
 Kemur út ýmist eina sinni eða tvisvar í viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1V* dollar; borgist íyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlans vib blabið. Afgreiösla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reyk,javlk laugardaginn 10. okt. 1908. 64. tölublað l. O. O. F. 8910168 y,. Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—8 i spítal. Porngripasafn opib A mvd. og ld. 11—12. Ellutabankinn opinn 10—2 A/a og ö1/*—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 Ard. til JO síöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* síöd. Landakotskirkja. Gnftsþj. 9x/a og 6 á helgidögum. Landakotsspítali f. sjúkravitj. 10 */*—12 og 4—B. Landsbankinn 10*/*—21/*. P-^kastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og i -6. Landsskjalasafnid á þiu., fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasain á sd. 2—3. T&nnlækning ók. i rósthússtf. 14. l.og8.md. 11- Faxaflóabáturinn Ingölfur fer til Borgarness okt. 15. 18. 29.; nóv. 5. 8. 15. 24. 28. Keflavíkur okt. 12., 26.; nóv. 2. 13.18. Garðs okt. 12., 26.; nóv. 18. Ógoldin orgelgjöld til dóm- kirkjunnar fyrir árið 1907 verða tekin lögtaki, ef þau eru ekki greidd til Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu- manns þeirra, innan 14 daga. Fyrir hönd sóknarnefndar K. Zimsen. I ■■ V ■ II f á Kjalarnesi fæst til Iflíflin Hnt ,‘YIÍÍ/,'V e^a ábúðar. JUIUIII IIUI semja skal við und- irritaðan. Reykjavík 24. sept. 1908. Björn Kristjdnsson. Sem ráðherra! Okkur er að fara fram. Lögrétta kom nú í vikunni með nýja grein um ráðherraskijti. Þar er allri illkvitni slept. Ekki einu sinni nein móðg- unaryrði um ísafold eða ritstjóra hennar. Ekki þótt ráð að halda lengra þá leiðina að sinni. Vegurinn yfirleitt ekki sem greiðfærastur. Bezt að fara gætilega. Greinin er sýnilega annaðhvort sam- in eða innblásin af ráðgjafanum. Auð- vitað er hún þeim mun athugaverðari fyrir þá sök. Þó að hún sé rituð allmikið á huldu, þá leynir það sér ekki, hvað ráðgjaf- inn ætlar sér nú, — hvort sem hann hefir þrek til þess að halda því striki, þegar til kemur. Eftir alt stappið í sumar, öll ferða- lög hans og ræðuhöld og illinda-aust- ur stjórnarblaðanna yfir þá menn, sem ekki vildu þiggja sambandsfrumvarpið óbreytt — sem reyndust mikill meiri hluti þjóðarinnar, svo sem kunnugt er —, eftir þetta alt saman neitar ráð- gjafinn því afdráttarlaust, að í frum- varpinu hafi komið fram stefna sín sem rdðherra í sambandsmálinu! Hann gekk að frumvarpinu í Kaupmannahöfn sem nefndarmaður, en ekki sem rdðherra ! Hann mælti með frumvarpinu við kjósendur þessa lands sem þingmaður, en ekki sem ráðherra\ Sem rdðherra er hann ekkert farinn að segja enn. Hann er eins og sak- laus hvitvoðungur í sambandsmálinu, tárhreinn, eins og óskrifað, mjallahvítt pappírsblað — sern rdðherra! Og af því að hann hefir enn alls ekkert aðhafst í sambandsmálinu sern ráðherra, ekki hrært hönd né fót, legg né lið og ekki talað nokkurt orð sem rdðherra, þá liggur það í augum uppi, að alt, sem hingað til hefir verið gert í sambandsmálinu, af honum sjáif- um eða samverkamönnum hans, það kemur honum ekki minstu vitund við sem ráðherra, og af pví geta engin ráðgjafaskifti stafað! — — Vér biðjum lesendur vandlega að athuga það, þá er ekki sjá Lögr., að þetta er ekkert skop né gaman-sam- setningur ísafoldar. Þessi er rök- færslan í ráðgjafaskiftagrein stjórnar- blaðsins. Fyrst hér á eftir ætlar Hannes Haf- stein að vinna að sambandsmálinu sem ráðherra. Sem rdðherra ætlar hann að leggja fyrir þingið sambands-frumvarp, alt annað frumvarp en það, sem nefndin kom með. Nú veit enginn, hvernig þetta vænt- anlega frumvarp verður. Þar af leið- andi getur enginn þingmaður vitað neitt um það nú, hvernig afstaða hans verði við ráðgjafaskiftunum. En skyldi nú svo fara, að þinginu getist ekki að því, sem hann hefir á boðstólum, þegar hann fer loksins að hafast eitthvað að sem rdðkerra, þá getur hann ekkert vitað um það, hvort þjóðin er ekki honum samdóma, en andvíg þinginu. Og þá ætlar lia.nn, eftir því sem menn hljóta að skilja þessa Lögr,- grein, að rjúfa þetta nýkosna þing! Hann ætlar ekki að fara, fyr en hann er til neyddur. Hann orðar það svo, að allir, sem þekki hann, muni vita það, að hann vilji ekki »að ástæðulausu hlaupa frá hálfunnu verki í miðjum klíðum*. Hann lætur þess ógetið, hvert það verk sé. En þjóðin veit það. Þetta »hálfunna« verk er það, að fá jákvæði hennar við því að innlimast t hina dönsku ríkisheild. Annað hefir hann ekki haft fyrir stafni í sutnar, svo kunnugt sé. En hann veit vel, að þetta »hálf- unna« verk er ókleift verk. Hann veit vel, að þjóðin tekur þess- ari sundurgreining hans á þvi, er hann starfi sem níðherra, og því, er hann geri sem nefndarmaður eða þingmað- ur, með hlátur-sköllum af einu lands- horni á annað. Hann veit vel, að hver heil- vita maður á landinu ætlast til þess, að hann standi við öll sín afskifti af landsmálum sem ráðherra, beri ábyrgð á þeim öllum sem ráðherra, meðan hann er það. Hann er að taia um það í þessari Lögr.-grein, að »sé fært að ná sam- komulagi við Dani um nokkrar breyt- ingar, þá sé það alment álit, jafnvel margra frumvarps-andstæðinga, að eng- um manni sé til treystandi að kom- ast þar jafnlangt eins og Hannesi Hafstein« ! En svo blindur er hann ekki. Hann veit vel, að eftir aðfarir hans og fylgismanna hans i sumar telur þjóðin hann með öllu óhæfan til þess að vera fyrir framan í sjálfstæðismáli hennar. Hann er vafalaust svo gáf- aí"r maður, að honum getur ekki dulist pað. Hann veit vel, að fari hann nú að koma með betri boð, eftir alt, sem hann hefir sagt í sumar, þá gerir það málstað hans enn iskyggilegri. Þá lítur þjóðin á hann svo sem málfærslu- mann Dana, sem þjarki svo lengi við hana um frelsi hennar og sjálfstæði, sem nokkur von sé um, að hún þoki kröfunum niður, en mjaki sér svo upp eitthvað ofurlitið til reynslu, þeg- ar hún hafi sýnt það, að hún láti ekki undan. Hann veit vel, að þjóðin ætlast til þess, að hennar æðsti maður sé mál- færslumaður hennar, en ekki Dana. Bæði hér á landi og í öðrum löndum. En hann ætlar að sitja meðan sætt er. Hann ætlar að láta þjóðinni að minsta kosti verða það sæmilega fyrir- hafnarsamt og kostnaðarmikið, að losna við sig. Og jafnframt lýsir hann yfir þvi í Lögr., að völdin langi sig ekki til að halda i! I Hvort breytingar fáist. Það er ekki og hefir ekki verið neinn vafi á því i vorum augum, að Danir muni vera fúsir til breytinga á nefndarfrumvarpinu. En hinu gerðum vér tæplega ráð fyrir, að einhver helzti nefndarmaður- inn danski og fjarstur breytingum á frumvarpinu í vor, próf. H. Matzen, hann mundi nú koma því upp um sig og sína landa i nefndinni, að þeir hefðu gint nefndarmenn vora til að lofa að hamra fram frumvarpið, ef unt væri, gint þá í þeirri von að tak- ast mætti að fá með þvi þjóðina til að innlima sig Dönum. Þvi að þessu lýsir það greinilega, og engu öðru, er hann hefir látið uppi nýlega um það, að nú muni ekki að eins fást breytingar, heldur framt að því allar réttarkröfur sjálf- stæðismanna, þær er lengst hafa farið, og framt að því konungssamband. Hvað var það sem sí og æ var lát- ið klingja í alt vor og sumar, þegar rætt var um að breyta frumvarpinu og gera það alveg agnúalaust? Það voru einróma urr.mæli allra ntfndarmannanna dönsku, að svo fram arlega sem einhverjar verulegar breyt- ingar yrðu gerðar á frumvarpinu, þá kiptu Danir að sér hendinni. En því væri stofnað í hættu með hvað litlum umbótum sem væri. Þessu trúðu landar í nefndinni. Nú geta þeir séð, hve mikið hefir verið að marka tár Matzens, eða láta- læti Dana um það, hvað hallað væri á þá í þessu frumvarpi. Sennilega fara þeir sér hægt um það yfirleitt, nefndarmennirnir dönsku, að tjá sig um gagngerðar breytingar. Það fer naumast hjá því, að þeim sé litið um það gefið, að láta uppi, hvað þeim hafi gengið til að fara svo að, sem þeir fóru í nefndinn. En hins vegar hljóta þeir að þok- ast lengra en þá gerðu þeir. Það er ekki nokkurt viðlit til samkomulags svo langa leið frá frelsishugsjónum vorum. Og það vita þeir nú orðið. Vita það af kosningunum. Og fleiri en þeir. Hver stjórnmálahneigður maður í Danmörku veit það. Svo að fullyrðingar, sem stjórnarmenn hafa spunnið út úr Matzens-skeytinu um það, að óvist sé, hvort nokkrar breyt- ingar fáist, eru ekkert annað heldur en skiljanlegt ógeð á því, að sannist á þá auðtrygnis-barnaskapur. Vér þurfum ekki nokkurra ágizkana við um það, hvort breytingar fáist. Vér vitum að Danir hafa kynt sér þetta mál af meiri áhuga en nokkurn tíma áður, hafa kynst sambandsþeli íslendinga, skilið festuna í vilja þeirra, séð réttarvitundina blossa upp — alt of glögt til þess, að þeim detti í hug að halda lengur áfram nokkrum sam- bandstengslum við oss að oss nauð- ugum. Vér vitum að hjartaþel Dana — dönsku þjóðarinnar —, er því andvigt. Vér förum og nærri um, að konungi muni vera það i móti skapi. Það höfðu ekki fyr borist fregnir í vor til Danmerkur um, að það væri geysi-sterkur andróður hér á móti frumvarpinu, og Dönum legið á hálsi fyrir að bjóða þetta, heldur en þær raddir tóku að heyrast þar sunnan að, að nú sc sjálfsagt af- Dönum að gera ekki nema eitt: Bjóða íslendingum að segja til, hvernig þeir vilji haga sambandinu milli landanna, svo að þeir séu að fullu og öllu ánægðir og að sambandsþelið verði sem hlýjast. Þeim kröfum beri svo Dönum annaðhvort að játa afdráttarlaust, ellegar neita með þeim ummælum, að þeir kjósi heldur skilnað. Sumum mönnum kann að þykja það ofmælt, að Danir eigi ekki að hafa í þessu máli annað heldur en sam- þyktarvald. En svona er það nú samt, að þeir eiga ekki tilkall til meira. Enda eru þ e i r nú teknir að skilja það. Norðmenn hafa meðal margra annarra benl þeim á það. Og þegar svo er komið, þá taka þeir að fara varlegar með það vald, sem þeir vita að þeir eiga ekki. 11. a I í u f e r ð. Eftir Guðm. Finnbogason magister. VII. Nú heldur víst lesandinn, að eg muni fara að lýsá Rómaborg, hversu háttað sé legu hennar á fornfrægu hæðunum sjö, hvernig Tifur bregði sér í bugðum á för sinni um borg- ina — að eg muni lýsa helztu stór- hýsunum, eða þá stöku heimsfrægum listaverkum, sem mörg þeirra geyma. Eg ber það ekki við. Við dvöldumst þar eina 9 daga, og þeir hrukku til að ganga úr skugga um það, að enginn kynnist Róm til hlítar á 9 mánuðum, hvað þá heldur 9 dögum. Eins og máltækið segir, að allar götur endi í Róm, þá hefir Róm ver- ið hið mikla torg heimsmenningarinn- ar á liðnum öldum, eða öllu heldur, hún hefir verið eins og sjórinn, sem allar ár falla í. Það gæti komið til mála að lýsa læknum eða ánni — ekki sjónum sjálfum. Hér hafa menn- ingarstraumarnir mæzt og blandast. Og eins og jarðlög hafa hlaðist hvort á annað ofan á mararbotni, eins er Rómaborg, með sínum húsum og höllum, hofum og kirkjum, súlum og sigurbogum og óþrjótandi listasöfnum, lagburður liðinna alda, sem hefir bylzt og brotnað á marga lund í land- skjálftum stríðs og styrjalda. Enginn getur talað með myndug- leik um þá borg nema sá sem gagn- kunnugur er sögunni og öllum henn- ar efnum, því Róm er sögunnar eilífa borg, rist hennar rúnum við hvert fótmál. Sá sem vill finna til fráfiæði sinn- ar, sá sem vill sjá, hve óendanlega lítið það er, sem hann veit og getur þekt og skilið til fulls af lífi liðinna alda, hann komi til Rómaborgar. Það er ekki af því hún sé svo stór. Manni finst hún lítil þegar hann kemur t. d. frá París, — íbúatalan um l/a railj- En það er af því hún er svo menjarík og menningarrik. Hver steinn á sér stóra sögu. En þessi tilfinning vaknar ekki undir eins. Hún magnast smám- saman. Fyrst þegar ferðamaður kemur frá járnbrautarstöðinni og gengur um borgina þar í nánd, finst honum fátt um. Rómaborg sýnist þá vera ný borg, nýtízkuborg, lík svo mörgum öðrum. Þá kemur hann lengra og rekur sig á Kolosseum, rústirnar á Forum og Palatínshæð, og þar sér hann að fornöldin hefir ekki látið sjálfa sig án vitnisburðar; og því leng- ur sem hann er og því betur sem hann litur í kringum sig, þvi fleira minnir á liðnir aldir. Við félagar notuðum auðvitað tím- ann svo vel sem við gátum til að kynnast merkustu stöðum borgarinn- ar og helztu listastofnunum. Slík skyndiskoðun er að vísu stórum betri en ekki nein. Margt verður ljóst sem áður var í þoku. En á eftir kemur löngunin til að hverfa aftur og skoða betur. Nú á tímum hefir hver mentaður maður séð víðs vegar í bókum og í söfnum myndir af helztu og fræg- ustu listaverkum heims, hvort heldur eru stórhýsi, líkneski eða málverk. Það er mikil hjálp. Maður þekkir þá fyrirfram eins og skuggann af lista- verkinu og á því hægra með að festa það vel í minni þegar hann sér það sjálft — hægra með að athuga, og svo finna, hvílíkt feiknadjúp skilur frummynd og eftirmyndir. Á þvi varð eg steinhissa. Hvilíkur geysi- munur var á sumum marmaramynd- unum, sem eg sá i Vatikani, og af- steypunum, sem eg hafði séð á söfn- um í Khöfn og víðar. Eða hvað voru allar afsteypurnar og myndirnar af verkum Michael Angelo, þegar maður sá þau sjálf ? Það var svipur hjá sjón. Eg fann það bezt i Flór- ens, þar sem eg var nýbúinn að sjá sumar marmaramyndirnar hans, og kom svo á safn, þar sem voru af- steypur af þeim. Það var munurl Samt sem áður má þakka fyrir allar þessar eftirmyndir. Það er þó betra að hafa þær en án þeirra að vera, ekki sízt til að rifja upp i buga sér listaverkin sjálf, ef maður hefir séð þau. En eitt er það sem engar myndir geta veitt hugmynd um. Það er stærð og hátign sumra stórhýsanna. Engin mynd má vekja þá tilfinn- ingu sem hrífur hugann í Panþeon, þegar maður stendur undir steinhvelf- ingunni, sem hvílir á súlum-skreytt- um hringvegg, létt og fagurhvelfd eins og festing himins á sjón- deildarhringnum. Alt ljósið kemur að ofan, um kringlótt op (30 fet þvermáls) í miðju, hvelfingarinnar, heiðbjart og heilaglegt — sem auga guðs, er sér 0g veit af þér. Panþeon er rómverskt hof frá tím- um Ágústusar og Hadrians keisara, nú haft fyrir kirkju. Og hvernig ættu myndir að sýna stærð Péturskirkjunnar, sem hún þó leynir til hálfs af þvi, hve öll hlut- föll eru þar í fögru samræmi hvert við annað, ekkert tekur sig út úr, alt verður að einni undraheild, sem er sjálfri sér nóg. Enginn kennir að- halds eða þrengsla undir hvelfingu hennar og bogagöngum — ekki frem- ur en undir bláhvelfing himins. Hún er heimur í heiminum, ríki í ríkinu — eins og rómverska kirkjan hefir löngum verið. Söfnin í Róm og annarstaðar á Ítalíu eru venjulega opin flesta daga vikunnar, flest frá kl. 10—3. Að- gangur er ókeypis að eins á sunnu- dögum (eða laugardögum að sumum), en kostar endrarnær oftast 1 líru (70 aura). Sum söfn eru lokuð um há- sumarið. í kaþólskum löndum eru kirkjurnar opnar mestan hluta dags, svo að þeir geti gengið inn sem vilja og gert bæn sína. Það er ólíkt því, sem oftast er i löndum mótmælenda, þar sem söfnuðurinn fær ekki að koma í kirkjurnar nema rétt á surinu- dögum. í Rómaborg eru kirkjur lokaðar frá kl 12—3, nema 5 höfuð- kirkjur og 2 pílagrímskirkjur. Þær eru opnar allan daginn. Talsverður slæðingur var af ferða- fólki, þótt auðvitað væri lítið í sam- anburði við aðra tíma árs, einkum á vorin. Margir ferðamenn taka sér fylgdarmenn til að sýna sér söfn borgarinnar og merkisstaði; slikir fylgdarmenn eru á hverjn strái, þar sem eitthvað er að sjá, og bjóða leið- sögu sína. Við notuðum þá aldrei, enda öfunduðum við ekki þá, sem það gerðu; því þreytandi er að heyra þá þylja upp úr sér langar romsur, er þeir kunna utanbókar, um það sem þeir sýna. Alla þá fræðslu og enn betri má lesa í Baedekers ferða- bókum; Baedecker er sannfróður og þegir þegar máður vill athuga sjálfur og njóta þess í næði, er fyrir augun ber. Gæzlumenn safna og merkisstaða eru líka oft áleitnir að komast á tal við mann og bjóða þannig þjónustu sína til þess að fá þóknun fyrir; það get- ur stundum verið tilvinnandi að hafa leiðsögu þeirra, þegar fljótt verður yfir sögu að fara.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.