Ísafold - 28.11.1908, Síða 1

Ísafold - 28.11.1908, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisvar i viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. eða 1 ll* dollar; borgist íyrir miöjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin vib áramót, er ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus viö blatoð. Afgreibsla: Austurstræti 8. XXXV. árg. Reykjavík laugardaginn 28. nóv. 1908. 73. tðlublað I. O. O. F. 891148^/,.________________ Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spital Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 x/a og 61/*— K. F. C. M. Lestrar- og skriístofa frá 8 árd. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 V* síód. Landakotskirkja. Guösþj.91/* og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/*—12 og 4—5. Landsbankinn 10l/*—21/*. P-xkastjórn viö 12—1. Landsbókasafn 12—3 og l -6. Landsskjalasafnið á þi a., fmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúragripasafn (i landsb.safnsh.) á sd. I1/*—21/*. Tannlækning ók. i Pósthússtr. 14, l.ogd.md. 11- Faxaflöabáturinn Ingölíur fer tii Borgarness des. 3. 9. 13. 20. Keflavíkur des. 6. 16. 18. 28. Ógoldin orgelgjöld til dóm- kirkjunnar fyrir árið 1907 verða tekin lögtaki, ef þau eru ekki greidd til Kristjáns Þorgrímssonar, innheimtu- manns þeirra, innan 14 daga. Fyrir hönd sóknarnefndar K. Zimsen. Laganienn og Uppkastið. Eitt af mörgu, sem mér og öðrum blöskraði í málflutningi ráðgjafasendl- anna á þingmálafundunum í sumar, voru fullyrðingar um alment fylgi út- lendra og innlendra lagamanna við sambandslaga-frumvarpið, Uppkastið fræga. Þarna stóðu þeir upp hver eftir annan, fund eftir fund, og sögðu það fáfróðri alþýðu, að mennirnir, sem mest væri að marka, lagamennirnir — þeir væri því nær aliir með frumvarp inu; þei.r sæju enga galla á því, ekkert í því, sem nanðsynlegt væri að breyta. Og fyigdi þá oftast þeirri frásögn einhver lítiisvirðingarummæli um þá hina örfáu lagamenn, er væri móti frumvarpinu, um lagavit þeirra og dómgreind. Eg vissi vel þá þegar, að þetta voru ósannindi, — bæði ósannindi og ó- svífni. Mér var kunnugt þá þegar um svo marga lagamenn vora, bæði unga og roskna, í embættum og utan þeirra, er frumvarpinu voru mótfallnir, vissi það bæði af viðtali við þá og af af- spurn, að eg efaðist mjög um, að hin- ir væri fleiri. Síðan hefi eg orðið miklu fróðari um það, og veit nii fyrir víst, að því fer fjarri, að islenzk- ir lagamenn séu fleiri frumvarpsmegin heldur en móti því, — þegar frá eru skildir feður frumvarpsins, sambands nefndarmenn, meiri hlutinn; þeir koma ekki til greina í þessu framtali. Þar er fyrsta að telja yfirdómarana. Þeir eru nú ekki nema tveir; þriðja etnbættið er laust og þjónað nú i bili af einum skrifstofustjóranum, í hjá- verkum. Það er þjóðkunnugt, að þessin 2 yíirdómarar eru sinn á hvoru bandi, — annar jafn-eindreginn m e ð frum- varpinu eins og hinn er á m ó t i því. Þá koma aðrir dómarar landsins og valdsmenn. Þeir voru og eru 17 að tölu. Það er nokkurn veginn kunnugt um þá alla, hvorum megin þeir eru. Þeir hafa sumir látið það uppi á málfund- um, aðrir á prenti, og enn aðrir hins vegar. Og telst mér svo til, að þeir skiftist eða hafi skifst í sumar svo jafnt, senr hægt er, með og móti, — 9 öðrum megin og 8 hinum megin. Þá eru allmargir lagamenn í stjórn- arskrifstofunum. Þeirra mun enginn hafa lýst skoðun sinni upphátt, af skiljanlegum ástæðum, utan sá einti, sem í nefndinni var. En kunnugt er mér og mörgum öðrum, að ekki á frumvarpið sér ákveðnari mótstöðu- menn utan þeirrar stofnunar en þeir eru þar sumir hverir. Enn er til í landinu allmikil sveit embættislausra lagamanna, ungra að vísu flestra, en vitandi vits síns engu miður fyrir það og auk þess óryðgaðri miklu í sínum íræðum heldur en hin- ir flestir. Eg veit alls einn allra hinna ungu lagamanna vera frumvarpsmeð- mælanda. En — því víkur svo við, að hann er návenzlaður og vanda- bundinn stjórnarvaldinu í landinu. Meðal uppgjafalögvitringa vorra ætla eg fleiri vera frumvarpsmegin að vísu. En þeir eru nú ekki margir alls, enda er mér ekki kunnugtuin, aðþeir, sem mest hefir borið á í þeirra hóp, hafi nokkurn tíma verið annarsstaðar en stjórnarinnar megin í nokkuru máli. Ekki er eg að halda því fram, hvorki um þennan eina mann hinnar yngri kynslóðar né aðra mæta menn og vel að sér, að þeir lagi vísvitandi skoð- anir sínar eftir því sem þóknast bezt þjóð við Eyrarsund og þá um leið eftir því sem þóknast bezt hérlendum fulltrúum og tals- mönnum þeirrar þjóðar, innlimunar- höfðingjunum, séu þeir þeim að ein- hverju vandabundnir eða viti sér það vænlegra til embættisframa og upp- hefðar. En hitt leyfi eg mér að benda á, sem alkunnugt er, hve ótrúlega rnargur maður lætur blekkjast í dóm- um sínum og skoðunum af annar- legum hvötum, af vild eða óvild, vin- semd eða ímugust. Sumir þeir, er því tnáli hafa ekki veitt glögga eftirtekt, munu gera sér í hugarlund, að skoðanir lagamanna vorra á frumvarpinu muni hafa skifst aðallega eftir flokks-afstöðu þeirra áð- ur. Stjórnarliðar fylgt ráðgjafanum nú sem fyr, og hinir orðið á móti. Þetta mun rétt vera um allan þorr- ann. En um suma veit annan veg við, og það á báða bóga. Mjög á- kveðnir stjórnarfylgifiskar meðal laga- manna vorra hafa snúist eindregið í móti frumvarpinu, en með því orðið aftur gamlir stjórnarandstæðingar. Margir eru þeir ekki á hvorugan bóg- inn ; en þeir eru til. Hvernig þetta verður skýrt ? Þar leiði eg minn hest frá. Eg segi það eitt, að eg sé ekki bet- ur en að oss leikmönnum stoði litið að leita oss leiðbeiningar um þetta mál þar sem eru lagamenn vorir. Þar finst mér vera í geitarhús ullar að leita, sem þeir eru, er þeir reyn- ast vera alveg sinn á hvoru máli. Einhverir kunna að ímynda sér, að skiftingin fari eftir lagavitsmunum þessara lagamanna, og muni vitmeiri mennirnir aðhyllast frumvarpið, með því að það er aðallega »yfirþjóðar- innar« listasmíð, þ. e. Dana. En mjög fer sú ímyndun fjarri sanni yfirleitt. Það eru sjálfsagt áhöid um suma. En hitt bregzt ekki, að þeirra er annars að leita í stjórnarflokknum, sem hafa öðrum fremur orð á sér fyrir að vera vitgrannir. Misskiftar skoðanir jafnvel góðra lagamanna sem annarra eru sjálfsagt meðfram sprotnar af hrapallega tví- ræðu orðalagifrumvarpsins, sem mörg- um er grunur á að sé undan þess manns rifjum runnið, er hefir fengið nú síðustu mánuðina all-ilt orð á sig fyrir tvöfeldni, fyrir tvirætt orðalag af ásettu ráði, er honum þykir það henta, en það er yfirráðgjafinn, sem var, for- maður sambandsnefndarinnar, J. C. Christensen. Og er raunar það eitt ærið nóg til að hafna frumvarpinu svo orðuðu sem nú er það, þótt eigi væri fleira að því. Að öðru leyti hygg eg, að hér komi fram sú almenn söguleg reynsla, að lagamenn lánast sjaldnast öðrum bet- ur að ráða fram úr vandamálum, þó að til þeirra fræða taki öðrum framar. Tökum til dæmis viðureign Jóns Sigurðssonar og hans höfuðandstæð- inga á þingi, konungkjörnu lögvitr- inganna. Enginn maður minnist sér- staklegrar skilningsskerpu þeirra móts við hann í því máli, er þá var um deilt, stjórnbótarmálinu. Leikmaður. Kaflýsingarmálið. Gasstöö líklegri. Langt er siðan minst hefir verið á það mál hér í blaðinu. Eftir samningi, er gerður var fyrir nál. 3 missirum við dansk-íslenzkt hlutafélag, xeitt miljónafélagið frá síð- ustu árum, átti Reykjavikurbær að fá raflýsing ásamt gasljósum að nokkru leyti fyrir 1. okt. næsta ár (1909). En nú hefir það félag steingefist upp við fyrirætlun sína öðru vísi að það fái gagngerðar breytingar á samningnum við bæjarstjórnina og þar með lengd- an framkvæmdarfrestinn um heilt ár, til haustsins 1910. Nefnd í málinu, raflýsingarnefnd, ræður einhuga frá breytingum á samn- ingnum; vill heldur hætta alveg við þetta félag, og semja við annað félag eða firma, Carf Francke í Bremen, er sendi hingað umboðsmann i sumar. Það býðst til að taka að sér verkið að hinu félaginu frágengnu og með miklu aðgengilegrikjörum. Nefndin vill, eins og fyrri nefndin í málinu, helzt fá upp bæði rafmagnsstöð og gasstöð, til þess að bæjarbúar geti valið um eftir vild. Hvort um sig hefir sína yfirburði, rafmagn betra til að lýsa íbúðarherbergi og reka smá-hreyfivél- ar, auk þess sem það er handhægra en gas, en verður miklu dýrara; en gas miklu betra til strætalýsingar og suðu. Þar næst vill hún heizt að bærinn eigi sjálfui stöðvarnar báðar, ef því fylgi engin fjárhagsleg hætta fyrir hann. Þessu vill Francke ganga að að öðru leyti en því, að hann viil ekkert eiga við rafmagnið öðru vísi en að undangenginni ítarlegri rann- sókn um fyrirkomulag og framtíðarhorf- ur rafmagnsstöðvar, en hún mundi taka langan tíma, mörg ár — helzt hugsað til að nota þá fossaflið í Elliða- ánum. Verði, sem liklegt er, bæjarstjórn sammála nefndinni, eru allar horfur á, að bærinn fái gasstöð áður langt um líður, ef til vill næsta haust, en rafmagnsstöð eigi fyr en löngu siðar. Auk annars, sem með gasstöð mæl- ir í augum uefndarinnar, er allmikil tekjuvon af henni fyrir bæjarsjóð, þó a ð bæjarmönnum séu seld afnot hennar með mjög vægum kjörum, engu dýrara en nú kostar þá miklu lakara ljósmeti. Hún tilnefnir nokk- ura bæi í Danmörku, og þá töluvert minni (mannfærri) en Reykjavík, er græði á gasstöð sinni 20—33 þús. á ári og vel það; einn, sem er helm- ingi stærri (Horsens), græðir nær 87 þús. kr. á henni, eða græddi það fyr- ir fám árum. Að öðru leyti lýsir nefndin hinum helztu hagsmunum, er bærinn og bæjarbúar mundu hafa af gasstöð, sem hér segir: Götulýsingin. Samkvæmt tilboði Carls Francke á væntanleg gasstöð að annast götulýsinguna að öllu leyti, kaupa og setja upp ljósáhöld, viðhalda þeim, hirða um og endurnýja og leggja til ljósmeti, alt gegn því að bæjarsjóður að eins greiði 2,7 aura fyrir 70—100 kerta ljós fyrir klukku- stund hverja, sem Ijós logar og þó að eins 2 aura fyrir klukkustund, sem ljós logar fram yfir 1000 klukkustund- ir á ári. Það mun láta nærri, að hver steinolíulampi á götunum núna kosti hér um bil hið sama, 2,7 aura fyrir hverja ljósstund. Eftir því fengi bærinn með gasljósum fyrir sama verð hér um bil 5 sinnum meira ljós- magn á göturnar en nú gerist. Það verður ekki vefengt, að sem stendur er ekkert ljós að öllu sam- töldu eins hentugt og ódýrt til stræta- ljósa f bæ á stærð við Reykjavik sem kolagasljósin. Þau má fá af hverri stærð sem er frá 15 —250 kertaljósa styrkleika. Um tvent er að eins að velja til almennrar strætalýsingar: gas eða rafmagn. En rafmagn getur aldrei orðið framleitt svo ódýrt, með þeim tækjum, sem kostur er á, að strætaljósin yrðu ekki miklum mun dýrari en gasljósin, og að engu hent- ugri eins og hér stendur á. — Nefndin leiðir því n-.est rök að því, að rafmagnsljósmetið eitt mundi kosta frá 2 — 5 sinnum meira en gasljósin með áhöldum, hirðingu og öllu öðru samanlögðu. Eigi strætalýsingin að fullnægja nútímans kröfum, segir nefndin enn- fremur, er enginn rafmagnslampi, sem enn er til, vel fallinn til þeirrar not- kunar, nema bogalampinn. En stræta- lýsingin með bogalampa yrði með sama ljósmagni að likindum 3—4 sinnum dýrari en með gasi. Yfirburðir gasljóssins fram yfir rafmagnsljósið til strætalýsingar munu vera viðurkendir í öllum bæjum er- lendis. Dæmi nefnum vér Kaup- mannahöfn, er rekur bæði gas- og rafmagnsstöðvar fyrir reikning bæjar- sjóðs. Hinn 31. marz 1907 voru göturnar þar lýstar með 179 rafmagns- bogalömpum, en 6973 gaslömpum, og eru þó þar með talin rúm 1000 götu- og útiljós, er einstakir menn kostuðu. Gas til húslýsingar er hvarvetna erlendis notað mjög mikið, sérstaklega til að lýsa stór herbergi, samkomu- sali, skóla, sölubúðir o. s. frv., og ennfremur íbúðir einstakra manna. Reynslan mun hvarvetna vera sú, að gasljósið með Auers glóðarneti sé ódýr- ara en flest ef ekki öll önnur ljós til að lýsa' með stór herbergi eða þar sem mikillar birtu þarf með. Ef verð á gasi er 30 aurar fyrir hverja ten- ingsstiku, kostar ljósmetið 2,4—2,5 aura um hvern klukkutíma fyrir 60 kerta ljós. Þetta er miklum mun ódýrara en hægt er að framleiða fyr- ir sama ljósmagn með steinolíu og rafmagni. En í smáherbergjum, þar sem ekki þarf svo mikils ljóss með, verður verðmunurinn minni. Og í herbergjum, sem eru notuð daglega til íbúðar, hefir rafmagnsljósið þá miklu yfirburði, að það er handhægra og fegurra. Ennfremur getur nefndin þess, að henni hefir borist skýrsla um, að ný- lega sé fundinn upp lampi (Mannes- maiin-lampi), er eyðir meira en helm- ingi minna gasi en Auers-lampinn. Slíkur lampi mundi með 75 ljósa styrkleika eyða gasi fyrir rúman 1 eyri um klukkutimann. Suðugas. í stórborgum er suðu- gas enn meira notað til suðu en ljósa og annarrar notkunar. Þar má svo heita, að það hafi útrýmt kolum úr eldhúsum. Og í smærri bæjum, þar sem gasstöð er, munu þau heimili að jafnaði vera fleiri en hin, er nota gas til suðu. Að elda með gasi í stað kola sparar mikla vinnu og er hrein- legra og þægilegra í alla staði. Hvort það verður ódýrara er mjög mikið undir því komið, hve sparlega er far- ir með gasið. Svo er talið, að eitt teningsfet af gasi (kostar tæpan % eyri), þurfi til að hita einn pott af vatni upp i suðuhita á 4 minútum. Erlendis þykir vera fengin reynsla fyrir því, að venjuleg heimili, sem eingöngu nota gas til suðu, þurfi 250 —3 50 teningsstikur á ári. Sé meðal- tal af þessu tekið og hver tenings- stika seld á 15 aura, verður eldivið- arkostnaðurinn á ári 45 krónur. — Fyrir fjölda heimila hér í bænum yrði það því að líkindum beinn pen- ingasparnaður, að elda með gasi, auk vinnusparnaðarins 'og þægindanna. Gasautomatinn, sem fundinn er upp fyrir nokkrum árum, hefir rutt gasinu braut inn í fjöldamörg eldhús, einkum fátæklinganna, þar sem það var ekki áður. Hann kemur í staðinn fyrir gasmælinn og þykir hentugra áhald, sérstaklega þar sem lítið gas er brúk- að. Húsfreyja lætur í hann 5 aura og fær gas fyrir þá fjárhæð, láti hún í hann 10 aura, fær hún helmingi meira gas o. s. frv. Til fróðleiks er þess getið, að sjálft gassuðuáhaldið er ódýrt og lítið, og getur staðið hvar sem er á borði eða hillu, eða á kolaeldavélinni þar sem hún er. Húsfreyja getur því hvenær sem vill notað sína kolaeldavél, t. d. þegar kalt er og hún vill hita eldhús- ið. Gas til hitunar er einnig notað. Til þess eru gerðir sérstakir ofnar, sem nafa ýmsa kosti fram yfir venjulega kolaofna. En það er dýrara að hita herbergi með gasi en kolum, nema þegar svo stendur á, að herbergið þarf að eins að hita lítinn hluta dags. Hins vegar hafa gasbaðofnar náð feikna- útbreiðslu erlendis hin síðari árin. Eru þeir mikið þægilegri og ódýrari en baðofnar, sem kyntir eru kolum. Gas til iðnaðar. Ef gasstöð verður komið upp, er þar með fenginn afl- vaki í bæinn, sem auka má eftir vild. Gas er mjög notað erlendis til hreyfi- véla og þar með einnig til að fram- leiða rafmagn. Rafmagn þykir hent- ugra sem hreyfiafl fyrir smávélar, en gas verður ætíð ódýrara. Ef tenings- stika af gasi kostar 15 aura, telst svo til, að hvert hestafl til iðnaðar kosti 8—10 aura hverja klukkustund. Gæta ber þess einnig, að verði gas- stöð komið upp, munu bæjarbúar eiga kost á að fá kokes og tjöru keypta miklu lægra verði en ella. Mun sá hagnaður nema þúsundum króna á ári. Gasstöðinni er hugsað til að koma upp með þeim hætti, að þetta þýzka firma (Carl Francke) reisi hana fyrir það verð, er um semur, eða þrír sér- sérfræðingar telja hæfilegt, ef í milli ber, en síðan leysi bærinn stöðina til sín, þ‘á er hún er fullger. Til þess verður hann að fá sér lán, 350—400 þús. kr., að Carl Francke gizkar á, og hefir hann heitið aðstoð sinni til að útvega það. Nefndin telur alveg hættulaust fyrir bæinn að ráðast í þá lántöku, með þvi að téð firma á að verða starfrækjandi stöðvarinnar óg greiða bænum árlega vexti af láninu og afborgun, en hefir engan endurgjaldsrétt á hendur bænum um- fram það, er gasstöðin gefur af sér, og er skylt að halda áfram rekstri stöðvarinnar þar til er skuldinni er lokið að fullu. Verði halli á rekstri stöðvarinnar, greiðir firmað hann úr sínum vasa til bráða- birgða, en lætur bæinn fá s/4 ágóð- ans, ef til kemur. Svo má og bær- inn taka að sér reksturinn hvenær sem vill að liðnum 5 árum frá því er stöðin teknr til starfa. Nefndin hefir gert áætlun um tekjur og gjöld stöðvarinnar og fær 20 þús. kr. tekjuafgang á ári, auk vaxta og afborgunar, 6°/0 af 350 þús. kr. Jafnvel með hinu langódýrasta framleiðsluafli, vatnsaflinu (fossafli) er raflýsing miklu, miklu dýrari en gas- ijós; og vísar nefndin i niðurlagi síns prentaða álits í þýzka bók, leiðarvísi um beztu og hentugustu aðferð til að lýsa smábæi, með skýrslum frá 30 smábæjum þýzkum, samanburð á gasstöðvum og rafmagnsstöðvum.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.