Ísafold - 28.11.1908, Síða 2

Ísafold - 28.11.1908, Síða 2
290 ISAFOLD Skýrslur þessar sýna, segir nefnd- in, að meira en helmingi fleiri íbúðir nota gas en rafmagn til Ijósa, að sú íbúð er notar rafmagn til ljósa greiðir að meðaltali fyrir það 152 mörk á ári, en fyrir gasið 59 mörk og fær þó meira ljós, að strætalýsingin með rafmagni er miklu dýrari en með gasi, að notkun gassins og nytsemi er víð- tækari og margbreyttari en rafmagns- ins, og loks, að rafmagnsstöðvarnar í smábæjum gefa sjaldnara en ella nægi- lega mikið af sér til greiðslu vaxta og fyrningar, en að gasstöðvarnar eru að jafnaði gróðafyrirtæki. Iðnaðarmannafélagið Og Ingólfsnefndin. Iðnðarmannafélagið hafði fund með sér út af því máli miðvikudagskvöldið er var. Umræður stóðu 4—5 tíma, en síðan borin upp svofeld tillaga, að félagið endurnýjaði samþykt sína um það, að Ingólfs-eirlíkneski Einars Jónssonar yrði keypt eins og það væri frá hans hendi, höfundar, þó færi kostnaðurinn á því hingað komnu og upp settu ekki fram úr 25; þús. krónum, og að höf. skyldi sent féð jafnóðum og irn heimtist. Tiliagan var samþykt nær einhljóða atkvæðum. Önnur tillaga kom fram um það, að nefndin segði af sér. Sú féll með jöfnum atkvæðum, með því að þá voru sumir gengnir af fundi. Þá var enn mælst til að formaður nefndar- innar þokaði sæti, en það fór sömu leið og tillagan fyrri. — Það er vitanlega nú mikið greitt fyrir málinu, þó að skörulegar hefði mátt að kveða. Nú eru tekin af öll tvímæli um það, að nefndin hefir ekki framar nokkra heimild neinstaðar frá til að skifta sér af líkneskisgerðinni. *Höf. ræður henni að öllu leyti svo sem sjálfsagt er. Ræður einn greypimynd- unum og einkunnarorðunum jafnt sem öllu öðru á myndinni. Hitt er annað mál, hvort þessi nefnd er ákjósanlega vel fallin til samvinnu við höfundinn áfram. Ekki sízt, er þess er gætt, að surnir nefndarmenn- irnir — e k k i allir — tjáðu sig um það á fundinum, að þeir gætu ekki sætt sig við að taka líkneskið nema að minsta kosti einkunnarorðunum yrði breytt. Annaðhvort verður nefndin þó að sætta sig við það ellegar hún verður að segja af sér. Sé henni það þver- nauðugt, að líkneskinu verði komið upp eins og það er úr garði gert frá höf. hendi, þá dregur það stórum úr áhuga þess, að því v e r ð i komið upp; henni er ekki Ijúft að leggja sig í framkróka um það, klífa til þess þrítugan hamarinn, eins og nú þarf. Því er það, að nefndin átti að leggja niður umboð sitt að réttu lagi. Hún getur naumast beitt sér af alúð fyrir það starf, sem henni er nauðugt að nokkuð verði úr. Og því alúðarleysi er að kenna sá hinn mikli og mein- legi dráttur, sem orðinn er á afkom- unni. Það mun ekki hafa verið minst á það á fundinum, sem þó er á hvers manns vitorði, að Ingólfs-húsið er í óhirðu að því leyti, að það hefir verið látið standa mannlaust ár eða meira, þ. e. síðan það var fullgert í fyrra haust, og þar með ráðlauslega farið með samskotasjóðinn: goldin úr hon- um öll afgjöld af húsinu, vátryggingar- gjald o. fl., en mörg hundruð króna missir á ári gerður sjóðnum með því, að leigja ekki húsið, heldur greiða gjöldin af þvi arðlausu, auk þess sem húsið fer miklu ver með sig mann- laust. Enn mun nefndin ekki hafa lagt fram svo greinilegar skýrslur á fund- inum um hvað liði samskotunum, seðlasölu o. fl., að séð verði, hvort það er í lagi eða ekki. — En bjargi nelndin svo við málinu úr því óefni, sem í er komið, að E. J. líki, þá er það hvortveggja, að betur rætist úr en á horfir, enda væri þá vel. Sannleiknr og sannleiksleit. Ef kostur væri að spyrja lífs og liðna frumherja mannkynsins þeirrar spurningar, hvað hefði verið ruðnings- starfi þeirra mest til meins og tálma, — hverju mundu þeir svara? Það er hægt að gizka á, þeim er hafa nokkur kynni af andlegri þróun- arsögu mannkynsins, menningarsögu þess. Svarið rrtundi verða það og ekkert annað, að ný þekking ætti harðast heim að sækja mennina fyrir þá sök, hvað þeir þykjast sjálfir eiga hana mikla fyrir. Hve nær sem nýjar og þá þegar sýnilega mjög affaramiklar hugsanir hafa komið fram með mannkyninu, hefir þekkingarhrokinn gert þem rúss- neskar hnútasvipur. Hve nær sem hefir verið tekið eftir nýjum mikilsverðum öflum í náttúr- unni, hefir alt af hljómað sama við- kvæðið, að þær kenningar fari í bág við alla fyrri þekking vora á öflum hennar, og því séu ofsóknir gegn kenningunum réttmætar. Og þó er spökum mönnum ljóst, að alt sem vér vitum um náttúruna verður ósýnilega smátt hjá þvi, sem vér vitum ekki; að vísindin geta að eins sagt hvað sé, ekki hvað sé ekki (W. james). Alkunnur málsháttur hefir orðað þennan mun á s a n n r i þekking og og þekkingar-h r o k a svo, að — bylji hæst í tómum tunnum. Sókrates kvaðst vera það vitrari en allir aðrir, að hann vissi, að hann vissi ekki neitt. Newton líkti sér við barn, sem væri að leika sér að skeljum í fjörunni við ókannað mannlífsins mikla úthaf. — Það eru fáfræðingarnir einir, skóla- gengnir fáfræðingar og heimskingjar, sem dettur i hug, að a 11 u r sann- leikurinn sé í þeirra eigu. Alt sem fari í bág við þeirra þekking, sé ekki sannleikur. Þ a ð er þekkingarhrok- inn, átumein manngildisins, bálköstur nýrra hugsjóna. Einn með hinum vitrustu og beztu mönnum, er uppi hafa verið með Þjóðverjum, skáldið G. E. L e s s i n g, hefir vikið að því efni á þessa leið: — Það er ekki sannleikurinn, sem er eða talinn er að vera í eigu manns- ins, er skapar manngildið, heldur sú hin einlæga viðleitni, er maðurinn hefir gert til að k o m a s t a ð sann- leikanum. Því að ekki eykur hann afl sitt á því, að hafa náð e i g n a r- haldi á sannleikanum, heldur á sann- leiks-1 e i t i n n i; og i því er öll hans fullkomnun fólgin. Eignarhaldið gerir manninn værugjarnan, latan, hroka- fullan. Ef drottinn héldi á öllum sannleik- anum í hægri hendi, en í vinstri hendi sí-vakandi sannleiks-þ r á n n i, jafnvel þótt það bættist við, að eg væri sí og æ að villast, og drottinn segði: Veldu I — þá mundi eg taka bljúgur um vinstri hönd hans og segja: Faðir, gef mér þetta; alskæran sann- leikann getur enginn átt nema þú einn. — Þegar vér gætum að því ekki ósvip- uðu, sem annað skáld (H. Ibsen) hefir sagt um frelsið, að það væri baráttan fyrir því, er þroskaði oss meira en það sjálft, þá finst oss síður ólíklegt, að eins sé háttað um sannleikann. Það er lögmál hans að þróast svo sem alls er lifir, varpa gömlu gervi og klæðast öðru nýju. Mannanna mikla fullkomnun er þá fólgin í því: fyrst að skilja það lögmál, og þá að þekkja hann í þroskahjúpnum nýja. Og sá maður, sem trúir á kær- leikshugsjónina, hann trúir því líka, að einlæg ást á sannleikanum muni geta vísað veg að honum sjálfum. -----ase------ Veðrátta viknna frá 22.—28. nóv. 1908. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. s 2.2 0.2 -3-1.5 -3-4.0 -3-0.2 2.5 M 1.0 -3-0.9 -3-55 -3-5.0 -r3.4 0.5 Þ -i-0.6 0.2 0.0 -3-1.0 1.5 8.0 M -3-0.6 -3-3.5 -t-5.0 -3-9.8 -3-1.9 5.4 F -H>.6 -3-8.2 -3-5.5 -3-10.0 -3-4.4 1.5 F -í-2.0 -3-4.5 -3-5.3 -3-7.0 -3-4.7 1.6 L 0.5 2.0 -3-3.0 -3-1.7 5.2 8.0 LeikhÚ8Íð. Skugga-Sveinn fyrstur á leik- skrá þetta árið. Allir þeir, sem vilja geyma í huga sér mynd af þessu riti Matth. Joch- umssonar, er orðið hefir svo merki- lega vinsælt með þjóð vorri, — vilja geyma sér mynd af Skugga-Sveini, eins og hann hefir sennilega verið bezt leikinn, þeir ættu að fjölmenna í leikhúsið í þetta sinn. Því að Skugga-Sveinn verður að líkindum ekki leikinn hér oftar í bæ. Hann er þó orðinn það á eftir nú- tíðar leikkröfum Reykvíkinga. Einu sinni var hann góður; nú er hann það ekki lengur. Og hann hefir sjálf- sagt orðið aftur úr með fullu sam- þykki höf. Leikurinn er ekki annað en mörg sundurlaus orð, sem verða stundum að hugsunum og stundum ekki, en fegurstum hugsunum í Ijóðum; það er sjónleiks-verðmætið; hitt bætist við, að það er íslenzkur bragur á öllum leiknum, æskufjör í hverjum þætti. — Skugga-Svein sjálfan leikur hr. (ens B. Waage, ýkjulaust af s i n n i hendi — það er meira sjálfsagt en gert hef- ir nokkur áður — og hann dregur að leiknum langmesta athygli. Grasa-Guddu leikur hr. Arni Eiríks- son og Gvend smala jungfrú Guðrún Indriðadóttir — leika sérstaklega öðru betur bænarþáttinn, (Gudda minnir Gvend á bænina); það er raunrétt leiksýn, há-islenzk. Margrét vinnukona sýslumanns, (jungfrú Emelía Indriðadóttir) er leikin bezt í fyrsra þætti; leikin mjög vel þá. Leikkonan gerir þar úr henni eins islenzka sveitastúlku og höf. leyfir. Því að frá hans hendi er hún líkari að eðlisfari kerlingu, sem skjalar í hvern heim við gestina (stúdentana), heldur en islenzkri sveitastúlku, venju- lega ótilleitinni við unga, ókunna menn, ekki sízt þá, sem standa henni rim ofar í mannfélagsstiganum. Asta (frú Stefanía Guðmundsdóttir) er engin bragðleg bóndadóttir í þess- um leik. Hann er allur mjúkur og sýnir fyrirtaks leiktamið látbragð. • En þetta er ekki heimasætan, sem vér eig- um von á að heyra syngja yfir saum- um í Dal, ekki stúlkan, sem vér bú- umst við að hitta á grasafjallinu. Þegar hjarðmannaværðin rennur yfir leikinn, er hann beztur, til dæmis að taka í ljóðaviðtalinu í faðmi Haralds úti fyrir tjaldinu. — Hér eru taldir þeir sem leika bezt. Hinir eru margir nýliðar í leiksviðs- bardaganum. Tolefónfélag Reykjavíkur og Haínarfjarðar átti með sér fund 18. þ. m., til undir- búnings félagsslitum, með því að eigur þess og réttindi voru seld í sumar miljónafélaginu P. J. Thorstein- son & Co, fyrir 3000 kr., hér um bil sama sem það er stofnun félags- ins kostaði upphaflega, fyrir 18 árum. Félagið hafði ábatast það síðustu árin, að þáð átti nú í sjóði alt að öðrum 3000 kr. Hlutatalan er 60, og fá því hluthafar 100 kr. út á hvert hlutabréf. Þau eru fyrir 50 kr. hvert, og er því gróðinn 100 °/0. Um dularfyrirbrigði flutti hr. E i n a r H j ö r 1 e i f s- s o n erindi sunnudaginn var í fund- a'rsal K. F. U. M., er var troðfullur, og mun varla nokkurn tíma hafa hlýtt verið á nokkurn ræðumaun með meiri athygli né einlægari og alvarlegri samúð af flestra hálfu. Fyrir tilmæli ýmissa áheyrenda þar flutti hr. E. H. aftur sama erindi í gærkveldi í Bárubúð fyrir miklu fjöl- menni, þótt húsfyllir væri þar ekki. Athyglin var engu minni en í fyrra skiftið og mikill rómur gerður að máli hans á eftir. Býsna-mörgum hundruðum bæjar- manna hefir þann veg veizt kostur á að ganga úr skugga um, hve rétt og samvizkusamlega stjórnarblöðin herma það sem farið er með um dularfull fyrirbrigði af þeim mönnum, er til þeirra eru allra manna færastir, en tala ekki af tómri heimsku og fáfræði. Hvernig glimt er. *Þras við stjórnarmálgögnin hér um starf Tilraunafélagsins mundi naumast verða til mikillar nytsemdar. Þeir sem eigi láta sér duga yfirlýsinguna um daginn frá 18 félagsmönnum ásamt svari hr. E. H. í sama bl., svo og hitt, að héraðsl. Guðm. Hannesson var sjónarvottur að því, hvernig eg meiddi mig á höfði í fyrra og hafði bundið um á eftir, þeir mundu ekki, ej til eru nokkrir í mætra manna tölu, sannfærast fremur fyrir það, þótt anzað væri ítrekuðum árásum í þeim blöð- um með sömu brigzl og aðdróttanir sem fyr. En um saknæm illyrði í minn garð eða annarra einstakra fé- lagsmanna er til annað varnarþing, ef þurfa þykir; því ráða þeir einir, er fyrir verða, hvort það er notað eða ekki, og hvenær. Það mæhr margur maður, jafnvel úr ráðgjafaliðinu, að þessum nýju of- sóknum út af rannsókn dularfullra fyrirbrigða svipi meira en holt er þeim félögum og höfðingja þeirra til þess hátternis, er sá, sem undir verður í glímu, bregður fyrir sig tönnum og nöglum þar sem hann liggur flatur undir þeim, er ofan á hefir orðið, til þess að sá gangi þó blóðrisa af hólmi; — þeir munu hafa þar í huga glímu- lokin xo. sept. B. J. Ráðgtaflnn kvað ætla utan, núna undir eins og gefur, á konungs fund og yfirráðgjafans nýja, húsbónda hans (»húsbóndans«), með frumvarpa-baggann sinn, sem er mælt að muni vera furðu-léttur í þetta sinn. Hann hafði svo sem annað að gera í sumar og þarfara en að vera að sitja sveittur við frumvarpa-pár. Eða hann hugsar sem svo, að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera ekki að vinna í hag eftirmanni sínum, ef svo slysalega færi, að ril þeirra kasta kæmi áður langt um líð- ur og yrði honum (H. H.) ekki látið haldast uppi að hanga í völdum til lengdar úr þessu. Botnvörpungur farist. Miðvikudagskvöldið 25. þ. m. fórst enskur botnvörpungur fram af Aðal- vík á Ströndum, með áhöfn allri, 12 —14 manr.s. Þá var þar mesta af spyrnurok, eins og hér syðra, með mikilli fannkomu. Margir botnvörp- ungar, 12 eða fleiri, höfðu forðað sér undan veðrinu inn á Dýrafjörð, tölu- vert brotnir sumir og menn stór- meiddir. Messað i morgun i dómkirkjunni kl. 12 af dómk.presti, kl. 5 siðdegis af kand. Sigurb. Á. CMslasyni. Reykjavíkur-annáH. Dáin 21. þ. m. hósfrú Ragnheiður Magn- úsdótiir (ættuð úr Stbólmi), tvitug. Hjúskapur. öuðmundur Asmundsson frá Helgavatni i Þverárhlið og ym. Anna María Jónsdóttir, 26. nóv. Guðmundur Snorrason og ym. Helga Kristjánsdóttir 24. Guðmundur Þórðarson (Vitast. 6) og ekkja Guðrún Guðmandsdóttir, 27. Jón Eyólfur frá Borgarnesi og ym. Þór- dís Maria Jónsdóttir, 27. Ólafur Eggert Eiriksson frá Borgarnesi og ym. Margrét Jónsdóttir, 27. Þorbjörn Ólafsson bóndi frá Hrauosnefi i Norðurárdal og ym. Einara Guðný Bjarna- dóttir (Vesturg. 41), 24. f Ií iii í 11 le r ö. Eftir Guðm. Finnbogason magister. X. i|/Og þarna er Loggia dei Lanzi, bogastúkan fræga og fagra, en undir hvelfingum hennar margar mynda- styttur úr bronzi og marmara. Þar erPerseifur með Medúsuhöfuðið, meist- araverk Benvenuto Cellini, og þar er Judit og Holofernes til varnar öllum féndum frelsisins. Og i götunni hjá til beggja handa Uffizihöllin. Þang- að hlökkum við til að koma. En hvelfing dómkirkjunnar dregur okkur að sér; hún gnæfir við hinn enda götunnar sem við komum, og þangað förum við. Fögur er hvelfingin, enda er saga hennar merkileg. 1294 var það samþykt með almennri atkvæðagreiðslu að reisa þessa kirkju. Hver meistarinn fram af öðrum vann að þessu verki. 13 57 var afráðið að stækka kirkjuna enn meira en áður hafði verið ætlað. Kirkjusmíðin var borgarbúum hið mesta metnaðarmál; húu átti að yfir- stíga allar aðrar kirkjur á Ítalíu að stærð. 1366 var sett nefnd 24 húsameist- ara til að ákveða lögun kórs og hvelf- ingar og loks var komið að hvelfing- unni, en þá kom vandinn: Hver vat nú fær um að spenna svo stóran stein- boga ? Viðfangsefnin skapa stna skörunga. Maður hét Filippo Brunellesco. Arum saman hafði hann ætlað sér þetta vandaverk, en hann vissi hvað til þess þurfti, og árum saman var hann að kynna sér allar þær menjar frá forn- öldinni, sem hann fann í Rónt og að haldi máttu korna við þessa þungu þraut. 19. ág. 1418 var þá boðið til sam. kepni meðal meistara utan lands og innan til að korna með uppástungu um, hvernig verkið mætti vinnast. Ekkert var til sparað. Þeir komu sam- an í Flórens 1520. Ymsar voru upp- ástungurnar, en Brunellesco varð á endanum hlutskarpastur, þrátt fyrir öfund og efasemdir keppinauta hans. Fjórtán árum síðar var verkinu lokið og er það talið eitt af stórvirkjum snildarinnar. Við hliðina á framgafli kirkjunnar rís klukkuturninn og var byrjað á honum af Giotto 1334—36. Hann er 292 feta hár, ferstrendur og í fjórum lofthæð- um, að utan skreyttur mislitum marm- aramöskvum og með mörgum líknesk- jum. Um þennan turn hefir John Ruskin, ágætur enskur fagurlistafræð- ingur, farið þessum orðum: — Einkenni afis og fegurðar korna fram meira eða minna í ýmsum mann- virkjum, sum hér, sum þar. En öll saman og hvert um sig á hæsta stigi sem verða má tiltölulega koma þau fram, það er mér er kunnugt, ekki nema i einu mannvirki í heimi; það er turninn hans Giotto. — Og andspænis dómkirkjunni hinum megin við torgið áttstrenda stendur Skírnarkirkjan með eirdyrunum frægu. En eg má ekki kæfa lesandann í kirkju- lýsingum. Mér eru líka sumar hafiirnar í Flór* ens enn minnisstæðari en kirkjurnar. Þær eru margar, hallirnar (palazzi) í Flórens, að minsta kosti um 60 all- merkar, en einna frægastar munu þær þrjár vera, sem kendar eru við Pitti, Strozzi og Riccardi, sumar rikustu og auðugustu ættirnar. Þær hallir eru frá 13. öld. Hvergi eru áþreifanlegri dæmi þess, hve mikla fegurð má skapa með vel völdum hlutföllum allra parta heildar- innar sín á milli, án þess að bera í skraut, svo teljandi sé. Þarna rís nú t. d. Palazzo Pitti eins og hamravegg- ur, 672 fet að lengd, hlaðið úr stór- feldum steinblökkum, ótegldum á þeirri hliðinni sem út snýr; þrjár lofthæðir í miðju, tvær til endanna ; hver loft- hæð greinist frá annari með brún eða belti eftir endilöngu. Stórir breiðboga- gluggar. Það er alt og sumt. Hvaðan kemur þessum gráa grjót- vegg fegurðin ? Því er víst vandsvarað, en hann stendur þarna, sem hugsnn stór og sterk og frjáls, sem styrkir mig og gleður. — Höfundurinn hefir líklega fyrst séð hann i sýn á nýársnótt listanna, þeg- ar steinarnir töluðu.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.