Ísafold


Ísafold - 16.12.1908, Qupperneq 1

Ísafold - 16.12.1908, Qupperneq 1
Keruur út ýmist eina siuni eða tvisvar l viku. Verð árg. (80 arkir minst) 4 kr., er- lendis 5 kr. e7)a l1/* dollar; borgist fyrir j mibjan júli (erlendis íyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin vib Aramót, er ógild nema komin só til útgefanda fyrir 1. okt. og kaupandi skuldlaus vib blaMft. Afgreibsla: Austurstrœti 8. XXXV. árg. Reykjavík miðvikudaginn 16. des. 1908. 78. tölublað I. O. O. F. 89i2i38y2. Vugnlækning ók. 1. og H. þrd. kl. 2—8 i spitsí H'orngripasafn opib á mvd. og ld. 11—12. Ilutabankinn opinn 10—2 l/t og ö1/*—7. K P. r. M. Lestrar- og skrifstofa frA 8 Ard. til 10 sibd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */* aiod. Landakotskirkja. O-ubsþj. 91/* og 6 A helgidögum. uandakotsspitali f. sjúkravitj. 10l/t—12 og 4—b. Landsbankinn 101/*—21/*. R*“ikastjórn rió 12— 1. Landsbókasafn 12—8 og L -6. ' andsskjalasafniö A þiaM fmd. og Id. i2—1. Lwkning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. NAttúrugnpasaffl (i landsb.safnsh.) A sd. I1/*—i.1/*. rannlækning ók. í Pósthússt.r. 14. l.ogS.md. 11- Faxaílöabáturinn Ingölfur fer til Borgarness des. 20. Keflavikur des. 16. 18. 28. Piano útvega eg frá Keisl.-Hof-verksm. C. Mand, Coblenz G. Heyl. Borna, [veTksm.öOára gml.] Emil Felumb, Kaupmannahöjn og Orgel-Harm. « Einar Kaland, Bergen. Orengjanleg reynsla um rnarga Aratugi hefir sannab, aö þessi hljóbfæri eru hin vöndubustu að gerb og efni, sem unt er að fá. Abalumboðsm. fyrir ísland Ásgeir Ingimundarson Adr.: Pósthólf 101. Keykjavik. Telefon 243. Herbúnaður. Þegar stórveldin ætla í hernað, þá er ætíð tvent eftirtektarvert: Þau reyna að láta sem minst bera á þvi, að ófriður sé í vændum, og svo hitt, að jafnan veit þó allur heimurinn, hvað er í aðsigi. Þetta hvorttveggja kemur nú fram hjá stórveldinu íslenzka, ráðgjafanum og ráðunautum hans. Sjálfsagt vildi hann helzt, að eng- inn tæki eftir því, að hann er að ganga í berhögg við þjóð sína. Og þó dylst það engum, sem vill hafa opin augun, að hann er að búa sig í hernað, eða, réttara sagt, búa sig undir höfuðorustu, sem á að verða háð á þinginu í vetur. Því að öll hans ráðgjafatíð hefir í rauninni verið látlaus ófriður við vilja þjóðarinnar. Að íslendingar einir eigi ísland, að íslenzka þjóðin eigi að vera húsbóndi á þessari óðalsjörð sinni, það eru kenningar, sem hann sýnist með engu móti geta felt sig við. — Nei, segir hann, D a n i r e i g a í s 1 a n d ; þeir eru húsbóndinn, og þeir hafa fengið m é r í hendur að fara með vald sitt hér. Af þeirra n á ð er eg og vil vera það, sem eg er. Fyrir þessu tvennu hefir hann alla tíð barist: Eignarrétti Dana á land- inu og sinni eigin tign af þeirra náð. Inn á þá braut gekk hann þegar i upphafi, er hann lét skipa sig dansk- an grundvallarlaga-ráðgjafa yfir íslandi. Síðan hefir margt borið til tíðinda. Þjóðinni þótti hann sýna gjörræði, er hann gerði ritsímasamninginn. Ekki fekk hún samt frest, er hún ósk- aði eftir, til þess að reyna að ná betri og hagkvæmari samningum. Hún vildi fá nýjar kosningar, áður en millilandanefndin var skipuð. Ekki fekst það. Þá brauzt hún í því að koma á fullttúafundi á Þingvöllum í fyrra, til þess að stjórnin skyldi þó mega til að heyra, hver vilji landsmanna væri i sambandsmálinu. Fyrir það var hún og fulltrúar hennar höfð að háði og spotti í blöðum stjórnarinnar. Þetta eru að eins fá höfuðatriði. Alt af hefir því sama verið að mæta hjá stjórninni: vilji þjóðarinnar troð- inn undir fótum, og tilraunum henn- ar að koma sínum áhugamálum fram valin hin hæðilegustu smánaryrði, sem ritstjórar stjórnarblaðanna hafa átt til i eigu sinni. Og svo kom nú Uppkastið sæla og alt það stríð, sem af því leiddi i sumar og öllum er í fersku minni. Eins og ráðgjafanum detti nokkurn tíma í hug að láta undan vilja þjóð- arinnar! — Hvað gat annars komið okkur til þess að gera okkur vonir um það eftir kosningarnar í sumar? Nei. Hann situr nú sem fastast. í, þráa við þjóðina, og býr af kappi lið sitt til nýrr.ir atlögu. Til hvers væri hann að sitja kyrr, ef hann ætlaði sér ekki að reyna að berjast, berjast við þjóð sina fyrir völdum sjálfs sin. Valið á konungkjörnu þingmönn- unum tveimur nýlega tekur af allan efa. Þeir hafa báðir tjáð sig fúsa til að berjast fyrir undirokun landsins undir útlent vald, að þvi leyti sem Uppkastið ákveður. Þó munu allir telja stóran mun þessara tveggja manna. Því að Stefán Stefánsson hefir jafn- an verið vinsæll maður og nýtur við hvað sem hann hefir fengist, og áhugamikill framfaramaður. En stór móðgun er það samt, að hann er nú tekinn á þing. Þjóðin hafði sjálf hafnað honum og það ekki að ástæðulausu, þar sem hann hafði rammvilst i hennar mesta velferðat- og áhugamáli. Og þó er kosning hans guli hjá kosningu hins mannsins, hins alkunna dánumanns L. H. B. Hvað er það i raun réttri, sem hann hefir til síns ágætis ? Það er sú stóra spurning, sem eng- inn hefir til þessa getað svarað svo, að nokkurt vit hafi verið í. Aftur á móti er það víst, að dansk- ara blóð rennur ekki í nokkurs manns æðum en hans. Af því má geta nærri, hve hollúr hann hefir verið, er og mun verða í frelsisbaráttu vorri við Dani. — Héraðsstjórn hans hefir verið svo, að sýslan, er hann hefir lengi gert sig einvaldan yfir, er í orðlagðri niðurlægingu. Eða mun því verða neitað, að hann hafi óvin- sæll verið í meira lagi og átt í ill- deilum alla sína tíð, og það vanalega við mætustu menn héraðs síns, hvern á fætur öðrum? Hvar sem hann hefir verið staddur, þaðan hafa heyrst landshornanna I milli dunurnar af róstunum, allajafnan síðan ungi sá skreið úr eggi. Þegar Snæfelling- ar loksins mönnuðu sig upp í sumar og hrundu honum úr þingmensku, þá er ekki ofsögum af því sagt, að gleði varð um alt land meiri en yfir nokkurum öðrum kosningar-úrslitum. fafnvel margir af hans eigin flokks- mönnum urðu því stórfegnir, að vera lausir við hann úr samvinnunni. Síð- an hefir hann að sögn fengist við blaðstjórn fyrir stjórnina, og munu allir á einu máli um það, að ógeðs- legra málgagn hafi aldrei sést á ís- landi. Að ráðgjafinn engu að síður tek- ur þennan mann á þing, af þeirri einu ástæðu, að hann styður vald hans, það getur ekki kallast að móðga þjóðina og ekki heldur að sparka í hana. Það er beinlinis að hrækja framan í hana. Þarna hefir nú ráðgjafinn tvo ör- ugga liðsmenn í innlimunar-leiðang- rinum. En betur má ef duga skal, því enn er liðsmunur rnikill. Nú þarf á hugviti að halda; nú ríður á að hugsa upp og smíða haglega gerð- ar hjörur, er einhverir af þingmönn- um andstæðinga geti snúist á. — Hverjum þeirra skyldi nú vera ætlað- ur sá frami, að fá hjörurnar negldar á sig? Annað,. sem þarf að gera, er að stappr. stálinu í Dani. Verri snopp- ung hafa stjórnarmenn hét aldrei fengið en þegar það kvisaðist í haust, að Danir mundu til með að slaka á ófrelsishaftinu meira en gert er í Uppkastinu. Nei, Dani — þann örugga varnarmúr að baki sér má ekki missa. Vonandi sér ráðgjafinn, að þetta hvorttveggja er mikilsvert atriði í herbúnaði hans. En færi nú svo, sem eg reyndar ekki vil gera mér í hug:.rlund, að einhverir af þingmönnum þjóðarinn- ar (ekki stjórnarinnar) bregðist von- um kjósenda sinna, svo margir sem nægir til þess, að þessi óþjóðlega, gerræðisgjarna, óhagsýna og bruðlun- arsama stjórn sitji áfram í völdum, þrátt fyrir allan kosningaófriðinn i sumar og þrátt fyrir hinn furðanlega kosningasigur, sem þjóðiti vann — hvaða áhrif mundi það hafa á þjóðina? Mundi það buga kjark hennar og viðnámsþrótt gegn ofbeldi og kúgun ? Eða mundi það efla dáð hennar og dug og skapa þá stælingu, sem ráð- gjafinn fær með engu móti rönd við reist, heldur verði hann að leggja niður völdin, þegar það er ekki orð- ið hægt öðru vísi en með stórri minkun ? Eg fyrir mitt leyti býst miklu frem- ur við því en hinu. Sveitabóndi. Um dularfyrirbrigðin hefir formaður Tilraunafélagsins, hr. Einar Hjörleifsson, enn flutt erindi fyrir almenningi hér í bæ og það tvívegis, sitt hvora viku, að tilhutun félagsins og ókeypis, i Iðn- aðarmannahúsinu í hvorttveggja skift- ið, til þess að veita sem flestum kost á að heyra eitthvað satt og rétt um það mál, hið langmikilvægasta og merkilegasta viðfangsefni mannsand- ans um vora daga, að vitni annars eins manns og W. E. Gladstones heit., en þurfa ekki að láta sér lynda botn- leysuþvaður óhlutvandra skjalara og gersamlega þekkingarlausra. Aðsókn hefir verið mjög mikil að hlýða á erindi E. H., sem engin er furða um jafnhugnæmt efni og stór- merkilegí, og þar á ofan framflutt af hans alkunnu snild. Og ekki hefir neitt brostið á hina næmustu og gaumgæfnustu athygli áheyrenda. — Sú ávirðing hefir á orðið nokkrum þeirra, er boðnir hafa verið bréflega að hlýða á þessi erindi, að þeir hafa ekki skilað aftur aðgöngumiðum sin- um, hafi forföll eða annað meinað þeim að nota þá, þ ó a ð ákveðin tilmæli um það standi á miðunum sjálfum. Það gerir þann mikla baga, að neita verður öllum þeim um inn- göngu í áheyrendasalinn, er mundu annars hafa getað hagnýtt hin ónot- uðu sæti; þeirn verður frá að bægja alveg, til þess að eiga ekki á hættu, að húsið offyllist. Mikið hefir í annan stað brytt á í þetta sinn þjóðlestinum aikunna: óstundvísinni. Þetta 20—30 mín. eftir tiltekinn fundarbyrjunartíma koma menn hópum saman, og bera jafnvel ekki við að beiðast velvirðing- ar á því; svo rótgróið er meðvitund- arleysið um alla stundvísis-skyldu, svo rík ókurteisis-ástríðan og ójafnaðar, •— þess ójafnaðar, að neyða ekki einung- is ræðumann til að bíða langt fram yfir tiltekinn tíma eða slita sundur mál sitt í miðju kafi og staldra við góða stund rneðan hinir tómlátu gest- ir, tlma-ribbaidarnir, karlar og konur, eru að skálma inn í salinn og ryðja sér til sætis — ræðumaður v e r ð u r að þegja á meðan, annars heyrist ekki til hans, — heldur einnig að leggja þá kvöð á hina, sem koma réttstund- is, að láta þá híma aðgerðalausa og fá ekkert að heyra ef til vill alt að helming þess tíma, er ætlast var til að endist til að flytja erindið eða hvað það nú er; fyrir þeim óskunda verða og jafnt hrum gamalmenni sem fólk á bezta aldri, jafnt eljumenn, er engum tíma vilja né mega eyða til ónýtis, sem gagnslausir og iðjulausir slæpingar. Það er tími til kominn, að þ e s s i menningarleysis-ósiður fari að leggjast niður úr þessu í höfuðstað íslands. Stórslys enn á sjó. Golden Hope farin. Tíu menn druknað. Fyrír meira en 8 vikum, 16. okt., lagði héðan af stað með fiskfarm til Englands fiskiskútan Golden Hope, eign Elíasar Stefánssonar hér í bæ (frá Leirubakka á Landi) o. fl., skipstjóri Halldór Steinsson. Skipið kom hvergi fram. En með síðustu ferð frá Fær- eyjum er bæjarfógeta hér skrifað, 28. f. mán., að þar hafi rekið einhvers- staðar við Straumey, aðaleyna, nafn- spjald af skipi, er á stóð Reykjavík, en frekara letur máð eða brotið, og á öðrum stað, Sorvaag (Suðurvog) í Vogey partur af þilfari með áfóstum bita, er á var Jetruð talan 72 og orðin Jacob Kramer Shipbuilder Elmshorn. En það kemur hvorttveggja heim við að verið hafi af þessu skipi. Þar hafa þessir 10 menn farið í sjóinn, allir ungir og vaskir: 1. Halldór Steinsson fyrnefndur, formaður á skipinu, Rangæingur að kyni, frá Oddhól, 29 ára, mesti rösk- leikamaður og einhver hinn hepnasti fiskiskútuformaður hér nærlendis. 2. Gísli Gíslason, stýrimaður á skipinu, 29 ára, og 3. Arnór Gíslason, 35 ára, bræður, frá Hliði á Akranesi, höfðu báðir stýri- mannspróf, og hafði Arnór verið í sumar fyrir Haraldi Kristins kaupm. Magnússonar. 4. Ólafur Gíslason, barnakennara Hinrikssonar á Akranesi, 28 ára, hafði einnig stýrimannspróf og hafði verið áður fyrir Sigurfara. 5. Páll Hreiðarsson, úr Rvik, 23 ára. 6. Bjarni Þórðarson, 26 ára, bróðir Sigurðar Þórðarsonar frá Eyjum í Kjós. 7. Arni Kr. Einarsson, úr Rvik, 27 ára. 8. Guðmundur Oddsson stýrimað- ur og 9. Vilmundur Oddsson, bræður frá Presthúsum á Akranesi. , 10. Gísli Gíslason, uppeldissonur Arna Gíslasonar pósts í Lækjarhvammi. Þessir 3, er síðast eru nefndir, voru farþegar á skipinu, og ætluðu tveir að ráðast á enskan botnvörpung. Allir voru skipverjar ókvæntir og barnlausir. Hraust mannval. Þeir áttu skipið með Elíasi Stefáns- syni Arni póstur fyrnefndur og Jónas bóndi á Völlum á Kjalarnesi Sigurðs- son, sinn þriðjunginn hver. Elias hafði keypt það austan af Stokkseyri fyrir 5 árum. Það var 19 ára gam- alt, en mjög traust og vandað. Það var 80 sraál., vátrygt í Faxaflóafélagi á 12,000 kr. (virt 16—17 þús.). En farmur vátrygður á 18,000 kr. Farm- urinn var síðasta veiði skipsins sjálfs í haust, en nokkuð af botnvörpung- unum Coot og íslending, sem Elías á og hlut í. Erl. ritsímafréttir tál íaafoldar. Kböfn 11. de«. N obels-verðlaun. Þessir hafa fengið þ. á. Nobels-vtrð• laun: Arnoldson og hriðrik. B aj er friðarverðlaunin. Metschnikoff og Ehrlick í lœknisfrœði. xjíppmann í eðlisfrœði. Rutherford í efnafrœði. Eucken heimspekingur í bókment- um. * * * Kl. P. Arnoldson er sænskur rithöf- undur, hálfsjötugur, allfrægur, og hefir ritað margt um friðarmálið. Friðrik Bajer danskur þingmaður gamall, nokkuru betur en sjötugur, hefir unntð lengi og dyggilega í þágu friðarmálsins, allsherjarfriðar, utanlands og innan. Metschnikoft er rússneskur læknir og vísindamaður í París, hefir verið þarsíðan 18900^ gerðist forstöðumað- ur Pasteur-stofnunar eftir hann látinn. Paul Ehrlich er þýzkur háskólakenn- ari í Frankfurt am Main. Gabriel Lippmann er prófessor við Sorbonne-háskóla í París, og er sér- staklega frægur fyrir ljósmyndagerð með litum. Ernst Rutherford er háskólakennari í Manchester, ættaður frá Canada. Eucken er þýzkur fræðimaður og rithöfundur. Nóbelsverðlaunin eru að jaínaði hátt upp í 1V2 hundrað þús. kr. á mann óskift, en er stundum skift í tvent, svo er hér um friðarverðlaunin og læknisfræðisverðlaunin. Skautafélagið. Það heitir því nafni vegna þess, að þar er aldrei farið á skautum, segja gárungarnir, hálf-ýknir líklegast þó; heldur er þar — dansað á vetrum, og r i ð i ð ú t á sumrum I En það æ 11 a r nú að bæta ráð sitt og manna sig upp í það að fara að — temja sér skautaferð hér á Tjörninni. Félagatalan var í haust komin ofan í 100. Hún hefir aukist um 50 síð- an. Hún æ 11 i að verða orðin 500 fyrir áramótin. Þvi að n ú er veður og ís til skauta- ferða hér á Tjörninni, bezta hjarn dag eftir dag og fegursta tunglskin kveld eftir kveld. Þessi litli glæðingur núna mun vera að þakka aðallega norskum manni, sem er að ílendast hér, Möller verzlunar- manni frá Niðarósi, alvönum skauta- ferðum þaðan og öllu atferli við þá frægu þjóðskemtun þar í landi. Hann er áhugamaður mikill um það mál. Hann vill láta íslendinga gerast af nýju afreksmenn í þeirrilist, oghonum finst engin goðgá að nefna það, að ein- hver íslendingur gerist áður langt um líður heimsmeistari i henni. Hann vill láta efna til veðhlaupa á skautum á Tjörninni í vetur þrívegis og hafa þar almennilegan útbúnað fyrir þá, sem sýna vilja íþrótt sína eða temja sig við hana. Nóg ljós á kvöldum, er tunglskin bregzt. Tjald með hress- ingum o. s. frv. Hljóðfærasláttur. Þér foreldrar og húsbændur! Gef-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.