Ísafold - 16.12.1908, Síða 2

Ísafold - 16.12.1908, Síða 2
 310 ISAFOLD ---- og það með réttu, að hvergi faist betri kaup " á aiisk. skófatnaði en h,já Láfusi í Lúðvígssyni, Þingholtsstræti 2. Reynið og þér munuð sannfærast um, að nú fyrir jólin bíður enginn jafn góð kjör. .... 8000 pörnm og ca. 200 tegundum nr að velja. —. 10 s afsláttur verður gefinn frá þessum degi til jóla á kjólaefnum, vetrarsjðlum, sængurdúk, léreftum, tvisttaum, floneli og mjög mörgu öðru. Um þessar mundir hugsa allir um að spara sem mest, og því ættu menn að nota þetta góða boð, sem að eins stendur fáa daga. Betri og ódýrari vörur f;st hvergi. Y efnaðarvöruverzlun Egils Jacobsens, ern smiðaðir á smiðastöðinni >AIpha« i Reykjavik undir yiirnmsjón skipasmiðs Otta Guðmundssonar. í alla báta ern settir i Alpha mótorar, sem allir viðurkenna beztu mótora, sem fluzt hafa til íslands. Bátarnir eru smiðaðir úr eik eða beztu furu, af þeirri stærð sem óskað er. Allir, sem vilja eignast mótorbáta, semji við smiðinn sjálfan eða undirritaðan. Tveir stórir og vandaðir mótorbátar eru þegar fullsmíðaðir. Matth. Þórðarson. ið börnum yðar og öðrum ungling- um á heimilinu miklu heldur góða skauta á jólunum eða félagstillag (D/g kr.) heldur en gagnslaust glingur. Þess mun yður eigi iðra. Yður er óhætt að trúa því, að ef þér lifið io—12 árin næstu eða mætt- uð líta upp úr gröfum yðar að þeim liðnum, þau, sem komin verða þá und- ir græna torfu, og ef a 11 i r unglingar í höfuðstaðnum með heilum limum taka nú þegar til að temja sig við skauta- ferð hér á Tjörninni, skiðaferð í Eski- hlíð og sund í Skerjafirði frá sund- skála Ungmennafélagsins, er upp rís þar í sumar, og ef þeir slá ekki slöku við, þá munuð þér líta létt- brýn yfir æskulýð höfuðstaðarins, yfir blessaðan ungmennahópinn, jafnvel enn léttbrýnni heldur en þótt bætt væri enn fleiri bóknámsbekkjum í barnaskólann, og þeim enn >finni« en nú gerist frekast, og til þeirra kostað hvers um sig 4—5 þús. kr., eins og nú gerist. Bænum til mikillar minkunar höfðu einhver skrílmenni í frammi þann óskunda fyrir nokkrum kveldnm við Skautafélagið, að þeir veittust að piltum þeim, er höfðu verið settir til varðgsezlu við virgirðinguna um skautasviðið á Tjörninni, og misþyrmdn þeim, einum svo, að hann lá eftir i meiðslum. Auk þess réðst einhver þorp- ari á smáklefa félagsins á Tjörninni, er notaðnr en til að selja i aðgöngumiða, og mölvaði hann í spón. Fyrir óknytti þessa eru hinir sekn dregnir fyrir lög og dóm, eins og sjálfsagt er. Sliknm strákskap her sízt að þyrma. Matzens- og Finns-skeytin. Eg, sem hefi nú um nærri tveggja mánaSa tíma haft á hendi skeytasend- ingu Blaðskeytasambandsins á ísiandi, só mig knúðan til vegna árása og ill- linda, sem blöðin Lögrótta og Reykjavík hafa ausið úr sór út ef fréttaskeytinu um prófessorana Matzen og Finn Jóns- son, að senda svolátandi yfirlýsingu: 1. Fregnin um Matzen var send í samráði við tvo íslendinga, er á fund- inum voru, þá dr. Valtý Guðmunds- son og stud. jur. Gísla Sveinsson. Eg vissi því miður ekki af fundinum fyr en á eftir. — Að öðru leyti vísa eg til ritgerðar Gísla Sveinssonar í Ing- ólfi um þetta mál. Geta menn þar sjálfir sóð, hvort skeytinu beri eigi saman við þá skýrslu. Eg skal geta þess, að orðin: tœplega persðnusam- band áttu að svara til þess, er próf. Matzen sagði »að þá yrði n o k k u ð öðru máli að gegna, ef íslendingar vildu gera sambandið að hreinu konungssambandi. í stuttaralegu sím- skeyti kunni eg ekki að velja þessu betri orð, með því að gæta verður hins mesta sparnaðar í skeytasend- ingu og engin tiltök að senda langar og greinilegar skýrslur 2. Um hitt skeytið (um Finn próf. Jónsson) er það að segja, að það skýrir frá grein þeirri, er prófessor- inn hefir ritað í »Dansk Folkestyre« í sambandi við grein þá, er birtist í blaðinu »K0benhavn» skömmu síðar. Það er satt, að prófessorinn segir hvergi með berum orðum, að hann ráði Dönum frá minstu breytingum á frumvarpinu, en fregnin er jafn- sönn fyrir því. Próf. Finnur segir, að varia só mikið útlit til, að breyt- ingar fáist hór í Danmörku og það jafnvel ekki minstu orðabreytingar. Blaðinu »K0benhavn« verður þetta r á ð til þes8 að skrifa ósvífna sví- virðingargrein í vorn garð, þar sem öllum breytingum á frumvarpinu er harðlega neitað og jafnframt í því sambandi vitnað óspart í grein próf. Finns í »Dansk Folkestyre«, og, eftir því sem virðist, eigi alllítið á henni bygt' Að öðru leyti læt eg ósvarað fúkyrð- um og meiðyrðum blaða þessara, þar sem eg er nefndur falsari, lygari og þorpari og skeytið falsfregn, Lokalygi o. fl. þess háttar. Slfkt er dómstóla- mál, ef til kæmi. Khöfn, 26. nóv 1908. Jón Sigurðsson. Gufuskipin. Þan komn tvö i senn á miðvikndagsmorguninn, Vesta frá Anst- fjörðum 0g Sterling frá ntlöndum. Meðal farþega á Yestu var bankastjóri Sighv. Bjarnason heim aftur úr vitjunaiferð til SeyÖisfjarðar og á Sterling þeir Fhilipsen steinolinsali, Petersen kvikmyndamaðnr, Warborg yfirbókari frá Thor Tulinins, og Gnðhr. Jónsson stnd. art. Sterling fór aftnr í gærkveldi til útlanda. Enn nm raflýsingarmálið. Svar til hr. Th. Krabbe. Hr. Th. Krabbe hefir í ísafold 8. þ. m. reynt að hrekja nokkur smá- atriði í grein minni um raflýsingar- málið í sama blaði 5. þ. m. Eg sýndi þar með ljósum rökum, að nefndin hefir gert langt of mikið úr kostum gassins á móts við kosti rafmagnsins, sem ef til vill stafar af einhliða, óáreiðanlegum skýrslum, og læt eg mér nægja að vísa þangað, með því að öll atriði þeirrar greinar, sem nokkuru varða, standa enn óhögguð. Hr. Th. Kr. réðst að eins á auka- atriðin, en bregður fyrir sig tómum dylgjum um aðalatriðin, segir að eg líti mjög einhliða á málið og að þar tali rafmagnsfræðingurinn einhliða og með undirróðurs-keim. Ekki nógu auöskiiið. Eftir vandlegan handaþvott um hlut- leysi sitt í rafmagns- og gasmálinu nú orðið kann hr. Th. Kr. því illa, að eg skuli ekki treysta Carl Francke eða nokkurum öðrum til að áætla, hve mikið rafmagnsstöð gefi af sér, og er náttúrlegt, að ráðunaut stjórnarinnar í rafmagnsmálum þyki það þunt. Enda hefi eg alis ekki sagt það, heldur hitt, að eg skildi ekki, hvernig C. Fr. gæti á k v e ð i ð fyrir fram, hve mikið raf- magnsstöð gefi af sér, því það er alt undir því komið, hve alment rafmagn verður notað, og væri því hæpið að binda tilveru hennar svo hörðum og ótraustum skilyrðum, að vissa fengist fyrirfram um, að fyrirtækið gæfi af sér 15°/0 af stofnfénu ef til vill á fyrsta ári. Nefndin viðurkennir og, að ekki sé auðið að gera fullörugga áætiun um, hverjar tekjur bæjarsjóður muni fá af gasstöð, og hr. Th. Kr. segir í grein sinni, að félagið, sem hann var viðriðinn, hafi h u g s a ð að örðugleikarnir á að koma upp rafmagns- stöð yrðu ekki meiri en það, að gasið mundi jafna þá upp. Þar lætur hann sér nægja að hyggja, eftir að hann hefir sjálfur gert áætlun um fyrirtæk- ið. Það sér líka hver maður, að slík fyrirtæki er sjálfsagt að áætla; en alls ekki hægt að segja með vissu, hvort áætluninni er treystandi. Ógætilega farið með tölur. Þar næst þykir Th. Kr. eg fara ó- gætilega með tölur, þar sem eg áætla allan kostnað við stofnsetningu, við- hald og hirðingu strætalýsingarinnar alt að 4O°/0 af tekjum hennar. Eg vildi með því dæmi sýna fram á, að C. Fr. seldi strætalýsinguna miklu ó- dýrara en almenna lýsingu. Að sá munur er mikill, hefir hr. Th. Kr. staðfest, þó honum takist að færa hann niður í 2i,6°/0 með því að miða við tilboð sitt til bæjarstjórnar í fyrra. Að öðru leyti fanst mér ekki ósanngjarnt, að verð rafmagnsins til sömu afnota væri hlutfallslega fært niður; en það átti aldrei að vera nein sönnun í þá átt, eius og hr. Th. Kr. heldur. Eg gat þess í upphafi greinar minnar, að framleiðslu rafmagns væri þannig far- ið, að kostnaðurinn yxi mjög lítið, þótt ljós loguðu lengi, svo að stöðin gæti að skaðlausu selt rafmagn í (götu)ljós, sem loguðu 1000 stundir árlega, alt að því helmingi ódýrara en almenn ljós, sem loga um 500 stundir. Þarna er ástæðan fyrir því, að eg færði verð stræta-rafljósa niður í 3 a. hw.stund. Enda er algengt, að rafmagnsstöðvar selji stræta-ljósmeti frá x/3—a/3 ódýrara en almenn ljósmeti. Þetta hefði hr. Th. Kr. átt að sjá undir eins, svo hann hefði getað staðið við orð sín um, að eg byggi í lausu lofti útreikninga mína og geti því sannað alt. Eg hefi hér fastan grundvöll undir öllu, sem hr. Th. Kr. er að reyna að hrekja, og skal sanna það, ef þarf. Enginn vill gasljós. Þá segir hr. Th. Kr., að eg fái ekki hrundið þeirri staðreynd, að gas sé talið ódýrasta ljósmeti vorra tíma. Eg man ekki til að eg hafi rengt það, því eg veit vel, að alment er gas ó- dýrara til ljósmetis en rafmagn, enda mundi enginn maður nota gasljós, ef það væri ekki ódýrara. Rafljósið hef- ir einmitt fyrir sína miklu kosti orð- ið svo algengt, sem raun er á, þrátt fyrir það, að það hefir verið víða mik- ið dýrara en gasljós. En nú er það, r a f 1 j ó s i ð, að verða miklu ódýrara en áður, og hefi eg sýnt fram á í grein minni, að það er oft eins ódýrt og jafnvel ódýrara en gasljós. T. d. selur hr. Jóh. Reykdal í Hafnarfirði rafmagns- strætaljós 170 kerta á 24 kr. vetrar- langt (ljósmetið). Færanleiki rafljósa gerir og oft að verkum, að mikið minna rafljós nægir en gasljós til ýmissar notkunar. Það má hafa það nær vinnunni. Að eg hefi ekki kotnið með samanburð á útbún- aði gass og rafmagns til lýsingar er af því, að eg er ekki eins fróður um gas-útbúnaðinn eins og hr. Th. Kr.; eg hygg þó kostnaðinn vera nokkuð svipaðan að öllu samlögðu. Nefnd- in gerði það ekki heldur, og það mundi verða all-langt mál út af fyrir sig, ef farið væri út í rækilegan samanburð. Rangt skýrt frá. Hr. Th. Kr. segir, að eg hafi ekki haft mikla trú á vatnsaflinu, er eg 2. október 1906 réð bæjarstjórninni til að nota Dieselvélar í stað rafmagnsstöðva (á víst að vera í stað vatnsafls). Eg hefi aldreiráðlagtbæjarstjórninni Diesel- vélar nema því að eins, að vatnsaflið reyndist ónógt. í téðu bréfi stendur meðal annars: »Það var sameigitilegt álit allra sér- fræðinga, sem eg ráðfærði mig við, að sjálýsagt væri að nota Elliðaárnar til rafmagnsðflunar, ef ísar eða einka- leyfi útlendinga hindruðu það ekki, sem eg kvaðst óttast, og að vatns- aflinu sleptu ræð eg til að notaðir verði Dieselmótorar eða sog-gasmót- orar«, því þessar vélar geta framleitt afl afaródýrt. Þetta er atinað en að hafa litla trú á vatnsafli. Ekki veldur sá er er varar. Af því hr. Th. Kr. vill láta alhr sögur um hættu af gasi vera komnar frá Gróu á Leiti, þá finstmér rétt að láta hann vita, að gassprengingar hafa ekki einungis orðið oftsinnis áður, heldur að þær halda enn áfram, og síðast það eg veit 27. október 1908, í ráðhúsinu í Elbing. Það er því ekki rétt, að segja gasið öldungis hættu- laust, þótt hjá hættunni megi komast með mestu varúð. Ef til vill er gas og hættulegra hér vegna landskjálft- anna. Reykjavík 14. desember 1908. Halldór Guðmundsson. Tvö Hkípströnd. Coot og Kópanes. Héðan fór í fyrra dag á leið til Hafnarfjarðar ísienzki botnvörpungur- inn Coot með annað skip í eftirdragi, fiskiskútuna Kópanes, eign P. J. Thor- steinsson & Co. Þegar kom suður á Hafnarfjörð utanverðan, slitnaði Kópa- nes aftan úr, en taugarslitrið þvældist í skrúfuna í Coot. Fyrir það urðu skipin bæði ósjálfbjarga og rak upp í Keilisnes í fyrri nótt. Mannbjörg varð, en skipin bæði talin alveg frá. Bjarg- ráðaskipið S v a v a, sem hér lá í Kleppsvík, fór þó suður í gær að reyna að koma þeim út, öðru hvoru eða báðum. Frekara ekki frétt. Coot átti islenzkt hlutafélag, með 35 þús. kr. höfuðstól, og vátrygð var hún í Khöfn fyrir 33 þús. Hún var keypt hingað frá Englandi fyrir 5 ár- um og hafði farnast vel. Meðal hlut- hafa voru Einar kaupm Þorgilsson í Hafnarfirði, Bjarni á Vatnsnesi, Arni Eiríksson verzlunarstj. í Rvík, síra Jens próf. í Görðum o. fl. Reykjav.kur annáll. Dánir. Belga Jakobsdóttir gift kona (Lv. 74), 65 ára, dó 5. þ. m. Torfi Þórðarson frá Vigfúsarkoti, 57 ára, dó 11. þ.m. Fasteignasala. Þinglýsingar frá siðasta bæjarþingi: Árni Hannesson selur 30. nóvbr. Magn- úsi Magnússyni húseign nr. 8 við Stýri- mannastig á 6000 kr. Þl. 11. desbr. C. L. LárusBon & Co. verzlunarfélag sel nr 28. nóvbr. Jóni Brynjólfssyni málara húseign nr. 19 C. við Grettisgötu á 5000 kr. Þl. 4. desbr. Davið Östlund trnboði selnr 3. des. Jóni Guðmundssyni kanpmanni austurhelming húseignar nr. 24 við Langaveg, — og 8. 8. m. Jóni Signrðssyni skrifara 0. fl. suðnrhelming húseignar nr. 8 við Suður- götn. Þl. 11. desbr. Jón Olafsson bóksali selur 23. nóvbr. Jóni Jónssyni frá Múla húseigD nr. 5 við Laufás veg á 13200 kr. Þl. 4. nóvbr. Ólafur StefánBson selnr 10. marz Guðm. Gíslasyni hálfa húseign nr. 2 við Hverfis- götn á 7000 kr. Þl. 27. nóvbr. Uppboðsafsal 2. nóvbr. til handa J. Lange málara fyrir húseign nr. 2 við Stýrimanna- stig á 6500 kr. Hjúskapur. Gísli Sæmundsson og ym. Júliana Gnðrún Gottskálksdóttir, 5. þ. m. Ólafnr Ólafsson (Brekknstíg 7) ekkjian. og ym. Ingibjörg Hróbjartsdóttir, s. d. Uin Staðarhólsþing sækja: sira Jón Norðfjörð Öræfaprestnr, uppgjafaprestarnir Sveinn Gnðmnndsson og Gisli Kjartansson, og prestaskólakand. Brynjólfur Magnússon. Ksr Sumt í þessu bl. var prentað i fylgiblaði við ísafold laugard. var, vegna þrengsla, en að eins handa Reyk- vikingnm. Gufuskipafélagið Thore. e/s Ingólfur er væntanlegur hingað á morgnn að norð- an, og fer svo héðan eftir nokkra daga til AustQarða, kemur að forfallalansu við á þessum höfnum : Eskifirði, Norðfirði, Mjóafirði og Seyðisfirði, þaðan til Færeyja og útlanda. Reykjavík 16. des. ’08. Afgreiðsla gufuskipaféi. Thore. gy Lotterimunanna írá tombólunni á sunnudaginn geta þeir vitjab hjá /rú Kr. Si- monarson. Vallaratr. 4, er keypt hafa númerin 25, 149 og 258. Munið eftir, að hvergi fást fallegri, vandaðri né ódýrari ensk vaömál °g dömuklæði og hvergi meiru úr að velja en í verzlun G. Zoega. Barufélagsdeildinnr. 7, Rvík, heldur aðalfund sinn 17. des. 1908. Áriðandi að allir félagsmenn mæti. Stjórnin. Skíði lang-ódýrust og vönduðust í Bergstaðastr. 45. II ■ nýkomið, hvergi betra Mafgarine g.zo» Jarðarför mfns ástkæra eiginmanns, Torfa Þórðarsonar, er andaðlst II. þ. m., er ákveð- ið að tari fram frá heimilf hans (Hliðarhús- um) þriðjudaginn 22. þ. m. Húskveðjan byrjar kl. Il'/s- Reykjavik 16. desember 1908. Sigriður Pétursdóttir. Straujárnin góðu eru nú komin til Jes Zimsen. Danmark 1909, almanakið danska, með mörgu'm mynd- um, og 4 litmyndum lausum, fæst í bókverzlun ísafoldar og kostar að eins i krónu. Q fV til sölu. Nánar í afgreiðslu ÖKIUI ísafoldar. Jölahveitið mitt alþekta — mun nú, eins ogfyr, standast alla samkepni — bæði að verði ög gæðum. Jes Zimsen. Buxur seljast með 20 5 afslætti til jóla. Nytsamar jólagjafir. Bjórn Kristjánsson. Ágstt haframjöl ódýrt í verzlun G. Zoéga. Skip til söln. Botnvörpugufuskipið Britta, brutto 253 tonsi netto 94,57 reg. tons, með öllum útbúnaði til botnvörpuveiða, línuveiða, snyrpinótaveiða og rekneta- veiða, liggur nú i Kaupmannahöfn. Gufuskipið Nelly, brutto. 99 tons, netto 44,78 tons, eyðir mjög litlu af kolum, með öllum útbúnaði til línu- veiða, snyrpinótaveiða og reknetaveiða; liggúr nú í Hafnarfirði á íslandi. Mótorkútterinn Anna, brutto 99 tons, netto 57 tons, með öllum út- búnaði til línuveiða og reknetaveiða, liggur nú í Esbjerg. Mótorbátarnir Argo, Agda og Olga, sem liggja nú i Hafnarfirði og Sand- gerði á íslandi. Öll þessi skip eru sérstaklega vel viðhaldin, sum alveg ný, og útbúin öllum nýjustu umbótum og útbúnaði til fiskiveiða. Þau verða seld með mjög hagkvæmum skilmálum. Gegn góðri tryggingu verður hægt að lána mikið af andvirðinu. Lysthafendur snúi sér til hr. Har- ald Haraldsen í Thorshavn, hr. Karls Nikulássonar i Reykjavík eða til konsúls D. Thomsens í Kaupmannahðfn. Btillka óskast í vist frá 1. jan. Upplýsingar Laufásveg 14. Armbancl fundið í dómkirkjunni. Vitja má á Grettisgötu 57.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.